Lögberg - 26.10.1933, Side 5

Lögberg - 26.10.1933, Side 5
Bls. 5 Sitt aí hverju Þýtt af Mrs. Jakobínu Stefánsson. Aths.—í safn þetta hefir ekki veriÖ tekiS annaS en sannar frásagn- ir.—Þýð. ÓLIK UMHVERFI ViÖ suðurheimsskautið er vetur í ágústmánuði, segja suðurpólfarar. 21. marz sézt sólin 12 klukkustundir af sólarhringnum, en svo verður dagurinn alt af styttri og styttri, því hvern dag, eftir 21. marz lækkaði alt af sólarhringurinn dagsdaglega, þar til 22. apríl, þá gátu suðurpól- fararnir aðeins séð hana nyrst í sjón- deildarhringnum. Eftir það hvarf hún með öllu, og sást ekki frá þeim stöðvum er þeir héldu til'á, i fjóra mánuði. Allan þann tíma stóð yfir hin fræga en langa heimskautanótt. En meðan þessi langa nótt stóð yfir, var stundum um nónbilið roði á lofti, þegar létt var upp yfir. Líktist það helzt kveld- eða morgunroða, við niðurgöngu eða upprás sólar. Þannig er sólarlaus vetur við suð- urheimsskautið í júní, júlí og ágúst. Á thermometer frá 580 til 740 neð- an zero. Kaldasti dagur vetrarins var 13. ágúst. En 24. ágúst sást loks sól niður við sjóndeildarhringinn, til norðurs, en fyrst aðeins fáar mín- útur i senn, en svo lengdist alt af tíminn sem hún var á lofti, og kuld- inn minkaði. Svo kom dagur jafn- langur því sem nóttin var, og er þá sumar í desember, janúar og febrú- ar. Þá gengur sól ekki undir og horfir gangur hennar frá þessum stað að sjá það öðru vísi við, en frá norðrinu að sjá, að um nónbil er hún á norðurhimni, en um miðnætti á suðurhimni. Hitastig í janúar er frá 5 stig ofan zero, til 13 stig neð- an zero. Sumarið er kalt, svo litið eða ekk- ert þiðnar, en þó ekki eins kalt og að vetrinum. Umhverfið er að mestu þakið snjó og ís, en breiðar raufar voru sumstaðar í ísinn, og þar auður sjór. Þar er stórt land, og á því eru f jöll og gnæfðu tindar þeirra sem næst tvær mílur upp af jafnsléttu. En svo var nokkur hluti landsins afar- hálendur. Alt ísi og snævi þakið. Þannig lýstu suðurheimskautsfar- arnir umhverfinu þar, og líkt mun það vera við norðurpólinn. Vísindamaður einn, þýskur, er ný- verið ferðaSist uin óbygðirnar í Brazilíu, gefur óvenju glæsilega lýs- ingu af þeim í bók er hann hefir ritað um þessa för sína þangað. Lýs- ir hann hinu fjölbreyta jurtalífi og ilman þcss, blóma- og litfegurð him- ingnæfandi trjánna, og frumskóg- inum sem indælli samstillingu marg- breyttrar fegurðar, sem eigi ekki sinn líka neinstaðar á þessari jörð. í áðurnefndri bók skýrir höfundur- inn frá hvað fyrir sig hafi borið í fylkinu Pernambuco, því þangað hafði hann verið boðaður af ríkis- stjóranum til að leggja ráð gegn skemdum af ormi. ‘f Brazilíu eru fleiri þúsund af mismunandi trjátegundum, en á Þýskalandi, sem liggur í tempraða beltinu, eru aðeins 36 tegundir trjá- viða,” segir vísindamaðurinn. Enn- fremur lætur hann þess getið, að ýmsar plöntur í Evrópu, sem aldrei verði annað en vanalegar jurtir þar, þær mundu verða að stórvöxnum trjám í Brazilíu. Þar eru ekki ein- ungis margar afarfjölbreyttar trjá- tegundir, heldur eru þar allar hugs- anlegar tegundir af öllum jurta- gróðri, sem ósnortin jörð ein getur framleitt, alt frá smáblóminu að risvaxinni strokleðursplöntunni. Svo er gróðar- og jurtaríkið þar mikið og margbreytt. Ýmsar trjá- tegundir og eikur verða afarháar— margar hverjar meira en 150 fet, og eru víst ekki, til það menn viti, hærri tré, að undanskildri einni trjá- tegund i Ástralíu, sem er nær 500 fet á hæð. Fjölbreytt kveður hann dýrarík- ið í skóginum, ekki síður en jurta- ríkið. Fagur fuglasöngur heyrist úr hverjum runni, og fallega litir apar sveifla sér grein af grein; í rjóðrum hoppa grænir páfagaukar, hver í kapp við annan, með sífeldu kvaki sín á milli. Háværast er þar samt í dagrenning og um sólsetur. Vísindamaðurinn skýrir svo frá, að í skóginum sé bjart og mótmæl- ir þvi áliti manna að þar sé dimt og ömurlegt. Það sé þvert á móti, held- ur sé lauf trjánna svo litfögur ofan- vert, að litskrúðið verður skinandi og margvíslegt, þegar geislar sólar- innar falla á það, og myndast þann- ig dýrðlegt, margofið geislaskrúð fyrir auganu, í öllum litum regn- bogans, i hinum mikla skógargeim. Einnig lýsir vísindamaðurinn að nokkru þjóðarhögum og háttum Braziliumanna, hversu kaffirækt þeirra, hörrækt og sykurrækt sé aðal atvinnuvegirnir, og að lokum biður hann þarlenda menn að vernda skógana og skerða ekki fegurð þeirra. Engin af grísku eyjunum er eins nafnkcnd eins og Patmas hin helga, þar sem Jóhannes postuli leitaði at- hvarfs og hafðist við, segir hinn enski fræðimaður C. D. Booth. Er hún aðeins tæpa dagleið til suðurs frá Athenuborg, þegar vel gefur á hinu bláa Aegeanska hafi. Þangað hafa kristnir menn farið pilagríms- ferðir svo að segja á öllum öldum. Eyja þessi er lítil,—ekki meira en átta mílur á lengd og f jórar á breidd og tilsýndar virðist hún nokkuð lík kletti miklum í hafinu, vegna þess, að hún er sumstaðar klettótt með ströndum fram, og víða hæðótt. En þegar ferðamaðurinn er kom- inn í land, blasir önnur útsýn við augum hans; þar er íbúatala nær þrjú þúsund manns, og þar eru tvö hundruð og fimtíu kirkjur. Alt frá litlu höfninni, þar sem sjómenn og sjófarendur eiga heima, upp hrjóstrugan brekkustíginn er liggur að helli hins helga Jóhannesar, og þaðan að klaustrinu með sarna nafni, er sem helgisagan og trúar- fjálgleikur liggi í loftinu, og gagn- taki huga manns, þegar þar er kom- ið. Á eynni er ekkert hótel né neitt nútíðargistihús. Öllum ferðamönn- um í hvaða stöðu eða stétt sem eru, er veitt móttaka : klaustrinu; það gera hinir góðu “feður”, og eru þeir þá alt í senn, matreiðslumenn, fram- reiðslumenn, ekki síður en skrifta- feður. Gestasalur þeirra er uppi á húsþaki, umkringdur af kirkju- klukkum, og þar fær aðkomumaður að vera—ef hann vill—i þrjá sólar- hringa, án þess að borga svo mikið sem einn eyri fyrir fæði eða hvilu- rúm. Þessi munkaregla var stofnsett á elleftu öld, af hinum helga Christa- dólusi, sem reisti húsbyggingu all- mikla á rústum hins forna Artemis- hofs; en nú stendur þar íbúð sem reist var seinna á tímum, úr byzant- isku efni, og umhverfis hana er nokkurs konar varnargarður, líkt og væri frá vígaöldinni. En það er bókasafn klaustursins, sem flestum finst mest til um; í því eru bækur og bókfell frá 4 öld e. Kr., þar á meðal Markúsar-guðspjall, sem fanst í Litlu-Asíu, einnig Jobsbók, meö myndum máluðum af óviðjafn- anlegri list Byzantiu-manna, á “pergament” með gullnum stöfum, og er mynd af göfugustu dýrum með vissu viðhorfi ofinn í hvern upphafsstaf. Þá eru merki reglu þes^arar ekki síður kostbær.. Það eru demants-settir krossar, kórón- ur, mítur og hjarðmannastafir. All- ir þessir hlutir eru afar verðmiklir, þó þeir séu heldur klunnalegir og stirðlega gerðir. í hliðarbrekkunni, miðja vegu milli klaustursins og hafnarinnar er postulahellirinn, þar sem hinn helgi Jóhannes er sagður að hafa ritað opinberunarbókina. Við helli þenna er kirkja, og er prestur þessarar kirkju lifandi uppspretta af sagna- fróðleik um hinn helga Jóhannes. Manni hættir til að halda að allar þessar sagnir séu, ef til vill munn- mæli, sem skapast hafi á seinni öld- um, en þó mun það áreiðanlegur sannleikur vera, að hinn helgi Jó- hannes dvaldi á Patmas-ey, því hann segir sjálfur á einum stað í ritum sínum, “að hann hafi hafst við á svonefndri Patmas-ey . . . . ” Fyrir þetta hefir eyja þessi verið látin í friði, þó ófriður hafi geysað LÖGBERG. FIMTUDAGINN 26. OKTÓBER, 1933. Það er ekki of snemt að hugsa um jólagjafir Myndir af yður munu verða kærar gjafir f jarlægum vinum. Myndir, sem senda skal yfir hafið, ættu að vera teknar nú. Eatons afgreiðsla tryggir beztan árangur. The Beavercrest Portrait Stærð 4x6 þuml. Easel Folders 6 fyrir $5.00 T. EATON C? LIMITEL í nágrannalöndum. Að sönnu tóku Venetíumenn hana 1207. Tyrkir tóku hana einnig 1522, og ítalir 1912, en þessa ber hvorki bygð eða búendur hin minstu merki — ekki frekar en ekkert heföi í skorist. Eyjarbúar stóðu á gömlum merg, þar sem hreysti og erfðakenningar forfeðranna fræknu voru annars vegar, og þar við bættist óbilandi trúartraust, sem jafnan hefir ein- kent þá, og verndað þá gegn árásum frá öðrum þjóðum. Þannig er eyja hins helga Jóhann- esar en þann dag í dag það sama og hún var fyrir mörgum öldum síðan—útvörður hellenskrar menn- ingar. Hefst handa Eins og getið er um á öðrum stað í blaðinu, þá hefir deildin “Frón” ákveðið að hefja starfsemi sína eft- ir sumarfríið, mánudagskvöldið hinn 30. þ. m. Það fólk, sem sótt hefir “Fróns”- fundi að undanförnu, hefir talið sig hafa tapað ánægju stundum, þá er starfsemi og fundarhöld deildarinn- ar hafa fallið niður að vorinu til. Stjórnarnefndin hefir því komið sér saman um, þrátt fyrir kreppuna og örðugar kringumstæðujr fólks, að reyna til, að halda uppi starfs- og skemtifundum deildarinnar á kom- andi vetri, eins og gert hefir verið að undanförnu. í þvi sambandi hef- ir nefndin góða von um, aS geta boðið fólki upp á góða skemtun. Samið hefir verið við góða ræðu- menn um að flytja erindi á þessum fundum um þau efni, sem efst eru á baugi og sem virðast hrífa hugi fólks mest á þessum tímum. Það verður gert frá ópartisku sjónar- miði á þann hátt, að sem bezt skýr- ing fáist á þeim málum og að fólki gefist kostur á að kynnast þeim frá réttri hlið. Einnig hefir verið samið við skáld og sönglistafólk um að skemta á fundunum. Nú er því komið til yðar kasta, kæru íslendingar. Hvað viljið þér gera til þess, að starfsemin geti haldiðáfram? Alt, sem nefndin fer fram á við yður er það, að þér, sem nú eruð meSlimir deildarinnar “Frón,” fyrst og fremst reynið að standa skil á árstillagi yðar til deild- arinnar; annað, að þeir íslendingar, sem einhverra hluta vegna eru ekki meðlimir Þjóðfæknisfélagsins, ger- ist nú meðlimir þess, á þessu hausti. Allir, eldri íslendingar, sem fæddir eru á íslandi og ólust þar upp fram á fullorðins árin, veit eg að muna eftir því, hvað kvöldvökurnar heima voru fólki oft ánægjulegar, þar sem fólk sat, sumt kannske með verk- efni í höndum, en einn las skemtileg- ar sögur eða kvað rímur. Þessu líkar kvöldstundir getum við átt hér á “Fróns”-fundum meS því að upp- fylla þriðja skilyrði nefndarinnar, sem er að sækja fundina. Sækið vel næsta fund; það eru fyrir fundinum ýms málefni, sem þarf að ráða til lykta. Vinsamlegast, G. P. Magnússon, forseti “Fróns” Til skemtunar verður erindi, er Dr. Sig. Júl. Jóhannesson heldur. Einnig, söngur og hljóðfærasláttur er Mrs. Helgason stjórnar. Allir velkomnir! Stjórnarnefndin. Kirkjubyggingar Á ófriðarárunum eyðilögðust 2,626 kirkjur í Frakklandi, að meira eða minna leyti, og er aðeins eftir að endurreisa 500 af þessum kirkjum. Stofnað var félag til þess, að reisa nýjar kirkjur og gera við þær. sem unt var. Hefir félag þetta safnað Portrait Studio, Seventh Floor. fé til þess hlutverks, svo hundruðum miljóna franka skiftir. Áætlaður kostnaður við að endurreisa þessar 500 kirkjur, sem að framan er minst á, er 612 milj. franka. — Rústum nokkurra kirkna verður þó ekki hreyft við. Þær eiga að minna eftir- komendurna á eyðileginguna i styrj- öldinni miklu 1914—1918. BORG ÁN SÍMA- SAMBANDS Getið þér hugsað yður slíkt ? Það eru engin opinber tæki jafn nauð- synleg í félagslífinu og óliindruð símanotkun. Þegar tekið er tillit til gaglisins, er engin þjónusta jafn kostnaðaiiítil. “Takið símann í burtu; hann er ekki þess virði sem borgað er fyrir hann í leigu,” er sérkennileg afsökun yfirstandandi tíma, en sá, er þannig mælir veit í rauninni að þetta er alt á annan veg. Það eru engin samfélagsleg tæki, með til- svarandi gildi, er kosta jafnlítið og símaþjón- ustan. Og í Winnipeg er afgreiðslan hin full- komnasta og við lægsta verði. Vilduð þér hætta við rafljósin og taka upp aftur tólgarkoluna? Er sjúkdóm ber snögglega að, eldur kem- ur upp, eða ræningjar ráðast á heimili yðar, er engin vernd betri en heimilissíminn! Fjarlœgðin skiftir engu! Firðsímaþjónustan er komin á það stig, að þá getur setið heima hvenær sem er á nótt eða degi, og talað við vini hvar sem er, þar sem símalinur ná til. Sérstakt verð fyrir simanotkun að kveldi, við fjarlæga staði, er gerir öllurn kleift að nota firðsíma. í október lætur þessi deild setja inn heimasíma kostnaðarlaust. Aðeins verður að greiða þriggja mánaða leigu við umsókn. Pantið heimasíma yðar nú þegar (Flutningur og breytingar fyrir örlítinn tilkostnað) Manitoba Telephone System

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.