Lögberg - 26.10.1933, Síða 7
LöGBERG, FIMTUDAGINN 26. OKTÓBBR, 1933.
Bls. 7
Frá Kína
“Eg fyrirverð mig ekk 'i’
Er Páll í bréfi sinu til safnaÖar-
ins í Rómaborg minnist á fyrirhug-
a'Öa trúboðsferÖ ]>angaÖ, þá tekur
hann það fram sérstaklega að hann
fyrirverði sig ekki fyrir hjálpræðis-
boðskap Drottins. Að hann tekur
það fram mun þeim, sem nokkura
trúarreynslu hafa, þykja ofur skilj-
anlegt. Síðan á dögum Páls Og fram
á þenna dag hefir mannlegt eðli
haldist óbreytt og aldarandinn er
hinn sami. Okkur er þannig farið,
trúaða fólkinu, að það kostar okkur
allajafnan óumræðilega baráttu að
vitna fyrir öðrum. Og núlifandi
kynslóð skelfist, ekki síður en Felix
landstjóri, ef við tölum um “réttlæti,
bindindi og komandi dóm,” en
hneykslast á boðskapnum um frels-
un sakir óverðskuldaðrar náðar.
Allir, sem “berjast trúarinnar góðu
baráttu, geta þó sagt með postulan-
um: Eg fyrirverS mig ekki fyrir
fagnaðarerindið, því að það er
kraftur Guðs til hjálpræðis hverj-
um sem trúir.”
Freisting kristinna manna til að
fyrirverða sig fyrir trú sína og sann-
færingu hefir oft orðið mér um-
hugsunarefni er eg hefi horft á
skurðgoðadýrkun heiðingjanna. Þeir
blygðast sín ekki. Þeir fara ekki i
felur með trú sína. En við sem
erum Krists trúar höfum naumast
kjark í okkur til að biðja borðbæn
að öðrum mönnum viðstöddum, en
vitum þó vel að Jesús sagði: “Því
að hver sem blygðast sín fyrir mig
og mín orð hjá þessari hórsömu og
syndugu kynslóð, fyrir hann mun og
Mannssonurinn blygðast sín, þegar
hann kemur í dýrð föður síns með
heilögum englum.”
Umburðarlyndi manna nú á tim-
um virðist engin takmörk sett;
hversvegna blygðast þeir sín þá fyrir
hjálpræðisboðskap Jesú Krists?
Umburðarlyndi núlifandi kynslóð-
ar er ekkert annað en varajátning og
grunnfært skrum. Menn þola van-
trú og hjátrú í öllum myndum, láta
allskonar ósóma óátalinn og geta
umborið alt nema — sannleikann,
þ. e. a. s. Krist og kenningu hans.
Það er því engin ástæða til að blygð-
ast sín fyrir önnur trúarbrögð,
en kristindóminn. Heimurinn sættir
sig við öll önnur trúarbrögð, (hvort
heldur er Brahmatrú, Buddhatrú
eða Ásatrú), nema kristindóminn,
af því hann er sannleikurinn en
heimurinn er í hinu illa.
Heimurinn er ekki umburðar-
lyndur; en hann krefst mikils um-
burðarlyndis hjá Guði og mönnum:
Nú neita menn tilveru Guðs, sé
hann ekki “líknsamur” þ. e. “um-
burðarlyndur” og að öllu leyti eftir
þeirra geði,—neita tilveru hans, en
gera sér ímyndaðan hjáguð í sinni
mynd. Það eru þægileg trúarbrögð
fyrir hold og blóð, en þola vitanlega
ekki ljósið.
Heimurinn viðurkennir ekki aðra
kristna menn en þá, sem semja sig
að honum, en eru áhuga- og aðgerð-
arlausir um málefni Krists.—Þess-
vegna minnist allir sem frelsa vilja
sál sína þessara orða Drottins:
“Farið burt frá þeim og skiljið yður
frá þeim. Gangið ekki undir ósam-
kynja ok með vantrúuðum.”
“Kristinn trúmaður má ekki
vænta eða krefjast umburðarlyndis.
Heimurinn sættir sig aldrei við per-
sónu éða boðskap hins krossfesta
Frelsara, sem “gerir hyggindi hygg-
indamannanna að engu,” því þeir
þola auðmýkingar illa, sem þykjast
eiga úr háum söðli að detta.
En þeir, sem öðlast hafa náð til
afturhvarfs þurfa að biðja Guð um
þor til að vitna um Krist fyrir öðr-
um og reynast honum trú; áður langt
um líður mun hvert kné beygja sig
fyrir nafni Jesú og “sérhver tunga
viðurkenna að drottinn Jesús sé
Kristur’.’
Uppskcra.
Hjá okkur, sem göngum að sama
verki árið út og árið inn, verður
hver dagurinn öðrum líkur, en það
sem er “hversdagslegt” þykir ekki
í frásögur færandi.
Konan mín hjálpar til i sunnu-
dagaskólanum, og á námskeiðum og
samkomum á aðalstöðinni. En mitt
hlutskifti er eins og þið vitið látlaus
samkomuhöld, prélikun í kirkjum og
kapellum í heimahúsum og tjaldi á
.sölutorgum og á strætum úti, þá
tekur við kenzla á námskeiðum, sem
venjulega byrja í nóvembermánuði,
þegar búið er að sá í hveitiakrana
og haustönnum er lokið, og er það
ágæt tilbreyting.
Við komum heim úr sumarleyfi
1. þ. m., en þetta skrifa eg frá út-
stöðinni i Changtsuen. Hér er með
mér kínverskur trúboði, að því er
svo mikill léttir að eg get naumast
án hans verið, en er að vona að
íslenzkir kristniboðsvinir sjái sér
fært með tímanum að greiða laun
góðs samverkamanns.
Síðasta ár fyrra starfstímabils
okkar hér í Kína, og tvö fyrstu ár-
in eftir að við hurfum hingað aftur,
er mér óhætt að segja að við feng-
um nokkura hlutdeild í erfiðleikum,
hættum og þrengingum þeirra
manna, sem helgað hafa kristniboð-
inu á meðal heiðingja líf sitt.
Kristniboðsvinur heima, sem fylgist
vel með, skrifaði mér þá einu sinni:
“Eg er að vona að þú getir skrifað
okkur eitthvað gleðilegt næst.”
Guð hefir gert mér mögulegt að
verða við þeirri ósk.
Mikið hefir verið lagt i sölurn-
ar frá því Seyfarth og Sama, (sem
nú liggja báðir undir grænni torfu),
byrjuðu þetta verk fyrir nálega 40
árum. Margir hafa sáð hér með
tárum, erfiðað og gengið fram af
sér, en lítinn árangur séð. En þeir
sem ganga að verki sakir Krists, og
1 trúnni á fyrirheiti hans, hvað sem
kringumstæðunum líður, verða sér
ekki til skammar. Kristniboðar.nir,
flestir, hafa á sínum tíma séð meiri
árangur erfiðis síns en þeir nokkru
sinni höfðu búist við. Hafi aðrir
sáð með gráti er óhætt að segja að
við nú uppskerum með gleðisöng.
Auðvitað hugsa eg þá fyrst og
fremst til trúarvakninganna s. 1. tvö
ár. En því næst get eg endurtekið
það hér, sem eg nýverið skrifaði
vini mínum heima: Horfurnar eru
nú í byrjun þessa nýja starfsárs að
öllu leyti betri en þær nokkru sinni
voru þau undanfarin tiu ár, sem við
höfum verið í Kína.
Síðustu helgi héldum við þriggja
daga samkomur í Miaoku. Það var
óvænt. Miaoku hefir árum saman
verið aðseturstaður ræningja; en
nokkrir safnaðarmeðlimir þaðan
hafa alt af sótt samkomur í Chang-
tsuen, og hafa lifað af allar ógnir
og þrengingar. Stór ræningja-
flokkur, sem gengið hefir á mála
hjá bændahernum, heldur nú til í
Miaoku, og hefir ræningjaforinginn
sjálfur með lífvörð sinn, hreiðrað
um sig á kristniboðsstöðinni þar.
Við urðum að halda til úti með sam-
komurnar; þær voru vel sóttar og
mjög blessunarríkar, og var ákveð-
ið að þar skyldi eftirleiðis haldnar
reglubundnar samkomur, en reka alt
illþýði úr okkar húsum með bæn
og söng og prédikun Guðs orðs
I Changtseun höfum við mikil og
góð húsakynni, á kínverskan mæli-
kvarða auðvitað, enda er hér blóm-
legur söfnuður, sem ekki hefir orð-
ið fyrir sérlegum truflunum, þó
ræningjaóeyrðir hafi verið hér árum
saman á alla vegu. Smá hópar
kristinna manna hafa myndast á
fjórum stöðum hér í nágrenninu, en
kínverski trúboðinn, sem hér er bú-
settur heimsækir þá alla einu sinni
í viku. (Hvort heldur er í söfnuð-
um eða kristilegum félögum, þá álít
eg óheppilegt að láta líða mjög
langan tíma á rnilli samkomu eða
fundarhalda). Þessa staði köllum
við prédikunarstöðvar. S. 1. viku
heimsótti eg tvær þeirra á hjóli, að
loknum samkomunum í Miaoku.
I dag snemma hjólaði eg til “Jóns-
þorps” (sem eg hefi skrifað um áð-
ur) ; nokkrar manneskjur þaðan
snerust á vakningasamkomunum í
Changtsuen s. 1. vor. Um 50 manns
sóttu samkomuna í dag kl. 10 ár-
degis. Eg fékk ekki að fara fyr en
eg hafði borðað miðdagsmat, en þá
var boðað til annarar samkomu kl.
2. Mér fanst á fólki þar að það
mundi ekki þreytast á að sitja lið-
langan daginn og hlusta á útleggingu
ritninganna.
KAUPIÐ ÁVALT
LUMBER
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD
HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET.
WINNTPKG. MAN.
“Merkið stendur þótt maðurinn
falli.”
Upp frá Rauðahafinu, fyrir aust-
an Abessiniu er frjósamt hérað, sem
ítalir nú hafa slegið eign sinni á og
er eftir það kallað Eritrerea. En
þar hafði sænska Fósturlandsstofn-
unin hafið kristniboð mörgum árum
áður en saga ítalska landnámsins
byrjar. Síðan 1867 hafa sænskir
kristniboðar komið þar upp mörg-
um trúboðsstöðvum, skólum og
sjúkrahúsum, og þar fyrir utan unn-
ið bókmentaleg þrekvirki, t. d. þýtt
Ritninguna.
Starf Svía austur þar hefir hlotið
almanna lof og borið glæsilegan
árangur, skifta safnaðarmeðlimir
nokkrum þúsundum.
En nú er nýlendustjórnin italska
í þann veginn að leggja alt þetta
evangeliska trúboðsstarf í rústir.
Fyrir þremur árum var lagt bann
við að. fleiri kristniboðar kæmu til
landsins; eldri kristniboðum, sem
höfðu unnið þar árum saman en
voru heima í Svíþjóð í leyfi, var
engin undanþága veitt. Nýlendu-
stjórnin hefir þó orðið að slaka dá-
lítið til á þessum ómildu og fjand-
samlegu fyrirskipunum. Hve órétt-
látt og raunalegt þetta er, má m. a.
ráða af því að Svenson kristniboði,
sem þarna hefir unnið mikið verk
eftir 50 ára dvöl, og notið trausts og
virðingar, er neitað að koma aftur.
Orsök þessara óréttlátu lagaboða
er aðeins ein, nefnilega Rómaborg.
Þessar fjandsamlegu tiltektir ver-
aldarvaldsins eru innblásnar af
gömlu, rótgrónu hatri katólskunn-
ar til evangeliska trúboðsins.
- Stjórn Fósturlandsstofnunarinn-
ar hefir gert þessar bráðabyrgðar
ráðstafanir, svo verkinu verði
borgið: 1. Allir starfsmenn hennar
þar eystra halda verkinu hvíldar-
laust áfram. 2. Reynt skal að fá
það í hendur Waldesar kirkjunni í
ítalíu, skólana þó .einkanlega. 3.
Mikil áherzla lögð á að menta inn-
lenda leiðtoga, sem geti haldið
kristniboðinu áfram eftir að síðustu
kristniboðarnir sænsku eru fallnir
frá.
(Norsk Missionstidende).
Ólafur Ólafsson,
kristniboði.
Upprisa
Hringver heitir bygðarlag eitt
móti opnu hafi. Þar eru þrír bæir,
°g l*ggja lönd þeirra að sjó —
Mikli-teigur, Minni-teigur og
Minsti-teigur. Bæirnir eru svo ná-
lægir hver öðrum, að túnin liggja
saman. Engjar jarðanna eru að
sumu leyti milli hafsins og bæjanna,
en að sumu leyti i brekkum hæða,
sem smám saman hækka til hálsa og
f jalla. Vættir veðráttunnar sitja þar
á seiðhjöllum mestan hluta ársins og
veifa þaðan héðni um höfuð ibúa
Hringvergs. En úti fyrir landstein-
um gemsar aldan og geispar, eða
stendur á öndinni, eftir því sem
hún er fyrir kölluð ellegar skapi
farin. Út frá bygðinni báðu megin
liggja strandlengjur, óbjörgulegar
og sæbrattar. Á þeim ströndum eru
litlar festifjörur, og skolast þess
vegna reköldin inn í Hringver, og
þar kastar bylgjan, með aðstoð
stormsins, unnvörpunum á land fyr-
ir fætur Teigabúanna.
Bæirnir eiga rekann í sameiningu
—ef eining næst um hann. Mikli-
teigur á hálfan að fornu fari. En
hinir Teigarnir hálfan. Sú siðvenja
hefir skapast, líklega sjálfkrafa, að
rekinn er genginn að handahófi, og
öðlast sá er fyrst finnur smávægi
öll: flöskur, fugl, kóp og hnísur.
Vregna þessarar venju keptist hver
ábúandi við annan að verða fyrstur
á fjöruna, þegar slotaði haf-viðrum.
Svo ramt kveður að þessari sam-
kepni, að stundum var genginn rek-
inn á náttarþeli, frá einum bæ eða
öllum. Sannaðist þar og þá hið
fornkveðna mál:
“Eg skal finna þig í f jörunni, karl
minn.”
Áður en “heiminum fór að hraka”
gerði gæfan það að gamni sínu fyrir
Hringvers-bændurna, að skipa hafi
og álandsvindi að kasta á Hringvers-
fjörur brennivínsflösku, einni og
einni. Slík sending var kölluð guðs-
gjöf þar í verinu. Stundum var
flaskan hálf, stundum nærri full—
eftir því sem lá á gjafaranum. Þeg-
ar þær sendingar komu, varð finn-
andanum lofgerð á vörum, þó að
annars væri bænrækni og þakkar-
gerð látnar liggja í láginni—“Guði
sé lof og dýrð fyrir þennan sinn
dásamlega velgerning.”
En svo kom bannið til sögunnar.
Þó að sú löggjöf næði eigi til SEgis
eða dætra hans, í orði kveðnu, brá
svo undarlega við, að sjórinn sjálf-
ur hætti að kasta vínflöskum á
Hringversfjörur, eftir að bannlög-
in gengu í gildi. En galtómum
flöskum snaraði hann á land sífelt,
hlutaðeigendum til uppertingar og
sárrar gremju. Rekagöngu-karlarn-
ir urðu stunduin svo reiðir þess hátt-
ar fundum, að þeir börðu saman
tveimur flöskum og brutu þær, með
bölvan og formælingum.
En þó að svona geng*i, að sú
gamla “guðsblessun” fengist ekki,
hélzt við forna venjan sú, að hver
bóndi keptist við annan að fara rek-
ann fyrir allar aldir. Það gat þó
viljáð til, að eitthvað fémætt kæmi
á fjöruna, alténd fugl, sem hafði á
sér dúnhnoðra, eða kassi, sem hafa
mátti undir sokkaplögg.
Þannig liðu árin. Einn dagur
leysti annan af hólmi. Og ein nótt
ýtti annari út í ginnunagapið, þar
sem óskapnaðurinn ríkir og engin
stundaklukka skiftir timanum í
eyktir. En tímaskiftin eru athuguð
innanbæjar í Mikla-teigi. Þar búa
hjónin Torfi og Birna. Húsfreyjan
veit hvað í vændum er, innanbæjar,
þegar daginn styttir og sólin lækkar
á lofti.
Þá setur Torfa þónda hljóðan og
að honum sækir örvílnun, svo að
honum felur allur ketill i eld. Þó
er hann megandi maður. Hann er
tveggja manna maki til verka meðan
sumarsólin er hátt á lofti og leikur
þá við hvern sinn fingur. Eri hon-
um deprast glaðværðin, þegar haust-
ar. \’eðráttan spilar á taugar Torfa
■eins og töframaður á hljóðfæri.
Torfi óttast ónýting heyja, þegar
sumri hallar og verðáttan er grá-
lynd. Hann skelfist á haustin harð-
an vetur, þegar fyrstu snjóar minna
menn og skepnur á heiti landsins.
Þegar þessi saga gerðist, var út-
svörum jafnað niður um veturnæt-
ur. Fór þá saman versnandi veðr-
átt og nýjar álögur. Þá var sem
reiðarþruma kæmi yfir Torfa.
Hann barði sér á brjóst og hann
varð svo óðamála að honum svelgd-
ist á:
“Hvar ætli þetta lendi! öll þessi
ósköp—þinggjald, prestsgjald, út-
svar, ofan á alt annað, úttekt, eins
og Birna lætur í búðinni, og svo
borgun handa kaupafólki. Alt legst
á eitt að eyðileggja mig, presturinn,
sveitarstjórnin, kaupmaðurinn,
landsstjórnin, heimsstjórnin og
heimilisstjórnin hérna. Hvar ætli
þetta lendi!”
Eftir slík og þvilík æði-köst tók
að draga af Torfa. Hann lagði
hendur í skaut og lagðist í rekkju.
Stundum lá hann alt skammdegið i
þeim bobba, með þeim hætti, að
varla dróst úr honum orð, og lifði
hann þá að hálfu leyti á munnvatni
sínu. Leitað var ýsmra ráða til
þess að lyfta honum úr bólinu, herða
hug hans, brýna kjarkinn, ná hálm-
viskinni, sem örvæntingin stakk í
brjóst honum, þar sem hjartað
skyldi vera. En hvorki fortölur né
læknalyf dugðu honum og ekkert
nema brennivín.
Nú bar svo við að enginn læknir
var í nánd, það hérað í millibils-
ástandi, sem Hringver átti heima í.
Þetta hérað var útkjálkaumdæmi.
Læknirinn, sem þar hafði verið, átti
í vændum “betra brauð,” ef hann
sæti þarna tiltekinn árafjölda. Nú
var sú fylling tímans komin og fólk-
ið læknislaust, í reyndinni. Engan
dropa var að fá í kaupstaðnum, síð-
an bannið var lögleitt. Og þá kunni
enginn að brugga hér í landi.
Hjónin áttu son, sem nú var á
tvítugsaldri; hann hét Bjarni. —
Kringumstæðurnar höfðu þroskað
hann að sumu leyti, gert hann vel-
vakandi og vel-haldandi um heim-
ilishaginn, en jafnframt þögulan og
sérvitran. Hringver var í skamm-
deginu, þegar fannkyngjan lá á
landinu, þvílíkt sem kirkjugarður—
svo alvöruþrungið í þögn sinni. En
um að litast í orðlofi dagsins, næsta
mikilfenglegt. Stórbrotnir jöklar
sátu uppi á harðvítugum hömrum, á
aðra hönd. En á hina hlið ríkti
hafið—sjávargeimur, sem aldrei gat
þagað. Ósamlyndi hans og strand-
arinnar var látlaust dag og nótt, og
hljóðuðu þau hvort undan öðru því
meira og hærra, sem dimmara var í
lofti og daprara umhverfis.
Bjarni átti afmæli um veturnætur.
Og nú var hann tvítugur, þegar
þessi söguþáttur gerist. Tíðin hafði
verið góð um haustið, og Torfi hafði
verið með sjálfum sér. Birna hús-
freyja hirti eigi um að biðja bónda
sinn um leyfi, þegar henni sýndist
að gera sér dagamun, eða bera und-
ir hann það sem henni virtist heyra
til verkahring sjálfrar sin. Einn
dag kemur Torfi inn í eldhús með
óhreinar hendur, hafði verið að
troða torfi í f járhúsgáttir, og biður
um volgt vatn til að skola af sér.
Þá er Birna að baka kaffibrauð,
allavega rósóttar smákökur sykri
bornar. Bóndi hvessir augun á sæl-
gætið og segir:
“Hvaða stórhátíð er nú í aðsigi,
kona góð?” Röddin var stinnings-
köld og þar með fylgdi, að Torfi
ræskti sig, án þess að hann hefði
nokkurt efni í hráka. Birna brosti
svo sem til hálfs, rendi volgu vatni
í vaskafat og rétti bónda sínum, leit
á brauðið og mælti: “Mig minnir
að það sé almenn venja að fá sér
glaðningu fyrsta vetrardag, eða þar
um bil. Og svo er nú Bjarni okkar
tvitugur bráðum.”
Torfi skelti hrömmunum í vatyiið
og hóstaði eða ræskti sig. — “Já, nú
skil eg! Þú ætlar að bjóða hyskinu
hérna í kring í veizlu. Ekki dugar
nú minna. Þarna er eyðslan lifandi
komin. Það er meira að tarna en
að við þrjú torgum því. Þetta kven-
fólk er alt af sjálfu sér líkt. Fáðu
mér þurku manneskja! Eg þarf að
þerra á mér krumlurnar.” Konan
benti honum á þurku, sem var þar
á snaga, leit út í glugga og mælti:
“Er ekki sama veðurblíðuútlit, sem
verið hefir?” Torfi blés öndinni
mæðilega. “Þú spyrð eins og fávís
kona. Náttúran á haustin — hana
er ekkert að marka. Hún er lævis,
hún er eins og kona, sem fer kring
um bónda sinn, eins og svikul kona
og eyðslusöm.”
Birna dró bökunarofninn út úr
eldavélinni og leit á brauðið, sem
þar var í bakstri, stóra jólaköku,
sem bólgnað hafði og sprungið af
hitanum, og sá í rúsínur, þar sem
kakan hafði sprungið. Torfi mælti:
“Þær þarna rúsínurnar, spruttu þær
í sumar hérna upp í hlíðunum ?”
Birna drap fingri á kökuna og
sneri henni. Hún mælti, því næst í
hálfum hljóðum: “Þetta eina af-
kvæmi okkar, hann Bjarni minn,
verður ekki nema einu sinni tví-
tugur. Og eg ætla mér að ráða því,
hvernig þess er minst.” Torfi
fleygði tuskunni á sinn stað og gekk
þegjandi út.—
Birna bauð fólkinu af hinum bæj-
unum í afmælisveizlu Bjarna, sem
jafnframt var veturnáttahóf. Torfi
var fálátur, en skarst þó ekki úr leik.
Hann var i yfirbragði eins og him-
ininn, þegar blika er í lofti og allra
veðra von. Birna gekk um beina á
tánum, eins og hún fylgdi glóð undir
iljum. Bjarni var broshýr til móður
sinnar, en orðfár. Boðsfólkið lék á
als oddi. Þarna kom hnífur þess í
feitt.
NUGA-TONE ENDURNÝJAR
HEILSUNA
NUGA-TONE styrkir hin einstöku
líffæri, eykur raatarlyst, skerpir raelt-
inguna og annað þar að lútandi. Veitir
vöðvunum nýtt starfsþrek og stuðlar að
almennri velliðan. Hefir oft hjálpað.
er annað brást. Nokkurra daga notkun
veitir bata. NUGA-TONE fæst hjá lyf-
sölum. Gætið þess að kaupa aðeins ekta
NUGA-TONE.
Eftir afmælisveizluna spiltist tið-
in, og Torfi lagðist í rúmið. Hann
talaði stundum við sjálfan sig, þegar
hann vissi, að Birna var í nánd, svo
að hún gat heyrt til hans. Það eintal
kom frá brjósti, þar sem bögluðust
allar kvalir búksorgar og barlóms:
“Þessar konur, þær eru skapaðar til
að eyða og sóa, sóa og eyða; skap-
aðar til þess. Hún, móðir Bjarna,
að bjóða hyskinu í veizlu, hyskinu,
sem stelur af rekanum mínum öllu
því sem hönd á festir, öllu ætu og
óætu, öllu, sem er steini léttara að
slá upp stórveizlu fyrir þessum kvik-
indum og spyrja mig ekki að, mig,
sem verö að borga brúsann og það
í þessu árferði, þegar útgjöldin auk-
ast og þyngjast dag frá degi og eru
alveg drepandi. Það er nú helzt á-
stæða til að. halda veizlu nú, þegar
versti vetur er í aðsigi, hríðavetur,
ísavetur, fellivetur, engin sigling
eftir nýár, hallæri, manndauði.
Bændur flosna upp, fólk fer á hús-
gang. En konurnar slá upp veizlu
og búa til allskonar sætabrauð og
rúsínubrauð og halda víst að jól séu
um hverja helgi. Allir fara á haus-
inn, og djöfullinn tekur þá sem drep-
ast.” Ekki tautaði Torfi þessa þulu
látlaust. Hann þagði stundum viku-
tíma. Skammdegið leið áfram hægt
og tilbreytingalaust og frásögulaust,
eins og elfarstraumur þokast áfram
í laumi, sá sem fer leiðar sinnar
undir ísi, sem margföld mjöll ligg-
ur ofan á. Torfi lá í bólinu og
breiddi yfir höfuð sér hlýja dún-
sæng. Birna vann innanbæjarverk-
in, staðföst og þrautseig. Bjarni
gætti fjárins. Eitt sinn á jölaföstu
gerði fárviðri af hafi. Birnu var
órótt þar sem hún sat við eldstóna
við matargerð og hélt á prjónum.
Veðrið lamdi á bænum, og þytur
stormsins lét óhemjulega í revkháfn-
um. Birna gekk í rökkrinu inn í
svefnherbergið og kveikti ljós.
Hún mælti: “Eg ætla að kveikja á
lampanum svo að bjart sé um þig,
Torfi.” Hann gegndi engu. Svo
gekk hún fram í eldhúsið. Þá kom
Bjarni frá útiverkunum, allur fann-
barinn. Hann tók af sér snjóuga
vetlingana. Móðir hans gekk að
honum og tók um hendur sonar síns.
“Og þér er heitt, elsku drengur-
inn, í þessu veðri. Vertu velkom-
inn í bæinn. Eg er svo fegin að
hafa þig hjá mér. Eg er svo hrædd
um þig.”
“Hrædd um mig!” svaraði Bjarni
og brosti, tók þurku af snaga og
þerraði krap af andlitinu. “Þú
þarft ekki að óttast um mig, þó að
hríðarrytja sé úti, eg rata hérna milli
húsa og bæjar, hvað sem á gengur.”
Framh.
Bílvcgur til Sigluf jarðar
1 Mikill áhugi er fyrir því, á Siglu-
| firði, að bílvegur komi sem fyrst
þangað sem yrði í sambandi við bíl-
| vegakerfi landsins. Hefir vegamála-
| stjóri haft það mál til athugunar
I undanfarin ár, en ekki er fullráðið
enn hvar vegurinn verði lagður. Er
nú helzt talað um að leggja veginn
um Siglufjarðarskarð.—Árni Páls-
son verkfræðingur mun nú gera þar
mælingar og rannsókn á því, hvert
unt er að gera þar bílfæran veg.
Líkið, sein hanst á reki út af
Siglufirði telja ísfirðingar, sem
staddir eru þar nyrðra, hispurslaust
I vera lík Kristjáns Sigurgeirssonar
' stýrimanns : “Gunnari.” Ráða þeir
það af vaxtarlagi og af gullhring
1 á hendi þess. Er hringurinn með
' plötu og á hana grafið “K.”—Líkið
: var í bjarghring, eins og áður er
sagt, og var hann með nafni skips-
ins. Líkið var að eins í nærfötum
! og með skó á fótum.