Lögberg - 28.12.1933, Page 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. DESEMBER, 1933.
Hallgerður Höskulds-
dóttir
Otvarpserindi eftir scra Ólaf Ólafs-
son, fyrverandi fríkirkjuprest.
ÞaS eru þrjú atriSi í Njálu, og
í rauninni fjögur þó, sem einkum
eiga aS vera HallgerSi til megnrar
óvirSingar; og hafa síðari tíma
menn snúist yfir höfuS á þá sömu
sveifina. ÞaS er frásagan um þjófs-
augun i HallgerSi á barnsaldri, frá-
sagan um bogastrenginn, og frá-
sagan um rániS eSa stuldinn í
Kirkjubæ, og aS síSustu frásagan
um gerningaveSriS á Hornströndum.
Um þessi atriSi er þaS aS segja, aS
eg tel ekki minsta vafa á því„ aS tvö
þau fyrstu, um þjófsaugun og boga-
strenginn og alveg eins og gerninga-
veSrið, séu þjóSsagnir, scm myndast
hafi eftir daga Gunnars og Hall-
gerSar austur í Rangárþingi. — ÞaS
liSur sem sé öld eftir öld frá því aS
atburSirnir í Njálu gerast, og þang-
aS til aS sagan er færS í letur.
Þenna langa tíma lifir sagan ein-
ungis í hugum og á tungum sagn-
fróSra manna þar austur frá. Sumir
auka við í frásögunni, en aSrir fella
niSur; einn hagar frásögninni á
þessa leiS og annar hina. Allskonar
þj óSarskáldskapur myndast utan
um hina gömlu viöburSi og þeim til
uppfyllingar; einn dáir þessa sögu-
hetjuna og annar hina. Loks eftir
2 til 3 aldir fer sagan í deiglu sögu-
ritarans, og þá er sagan máskí i
mörgum greinum orSin mikiS breytt
frá því, sem var í upphafi.
SitthvaS í Islendingasögunum er
því ekki ánnaS en skáldskapur, fyr-
ir sitt leyti eins og þjóSsögurnar
okkar nú á tímum. En þetta eigum
viS aS reyna aS sálda meS skyn-
samlegu mannviti og greina hismið
frá kjarnanum. ViS skulum líta á
söguna um þjófsaugun í HallgerSi.
Höskuldur faSir HallgerSar og
Hrútur eru bræSur. Hrútur er vit-
ur maöur og stiltur mjög. Höskuld-
ur ber öll sín vandamál undir Hrút
og Hrútur gerír alt Höskuldi til
sæmdar, er varkár í orSum, vitur og
góSgjarn í tillögum. Nú er vinaboS
hjá Höskuldi; Hrúti er boSiS sem
bróSur og bezta vini. HallgerSur er
þá barn aS aldri, en forkunnarfríS
og fögur, og Höskuldur ann henni
hugástum. í veizluskálanum er hún
aS leika sér með öSrum börnum.
Höskuldur kallar á telpuna, tekur
undir höku henni og kyssir hana.
Svo segir hann viS bróSur sinn;
“Hversu líst þér á mey þessa; þykki
þér ’eigi fögur vera?” Þá lætur
sagan Hrút svara: “Ærit fögur er
mær sjá, ok munu margir þess
gjalda. En hitt veit ek eigi, hvaSan
þjófsaugu eru komin í ættir várar.”
Eg staShæfi, aS Hrútur hafi aldrei
talaS þessi orS; hann gat þaS ekki,
gat ekki hafa gert þau veizluspjöll
og þann óvinafagnaS hjá bróSur sín-
um og virktavini, aS slengja þess-
um svívirSingarorSum framan í
bróSur sinn, konu hans og barniS
þeirra. Af slíkum orSum, ef töluS
hefSu veriS, hefSi sprottiS takmark.
alaus heift og margföld mannavíg.
Hrútur var of vitur og varkár maS-
ur til aS mæla slíkum óaSgætnisorS-
um. En þeir, sem héldu uppi frá-
sögninni um Gunnar og Njál austur
í Rangárþingi, féndur HallgerSar,
þeir hafa skáldaS þetta; þeir þurftu
einmitt á svona sögu aS halda, til
þess þegar í upphafi aS undirbúa
frásöguna um rániS í Kirkjubæ, sem
þeir umfram alt vildu láta heita
stuld eSa þjófnað. Þeim var hent-
ugt, aS svo gæti heitiS, aS HallgerS-
ur hefSi þjófótt veriS frá blautu
barnsbeini. ViS hverju var þá aS
búast af henni á fullorSins árum ?
Sagan um þjófsaugun er skáldskap-
ur frá upphafi til enda.
Þá er þaS sagan um hogastreng-
inn, sem blásin hefir veriS upp eins
og loftbelgur eina öldina eftir aSra,
alt HallgerSi til ófrægSar. Þykir
mér undarlegt, hvaS lærSir menn í
fornum fræSum hafa lítiS gert til
að brjóta þessa frásögn til mergjar.
Reynum nú aS líta á þessa frá-
sögn.
Hvernig stendur á ? — Gunnar er
sekur maður, hefir sér til óláns hætt
viS að fara af landi burt og er rétt-
dræpur af óvinum sínum. Hann
virSir lög og dóm aS engu, fer til
allra mannfunda, sem ósekur maSur
væri. HaustiS 990 gera óvinir hans
atför aS honum, heima á HlíSar-
enda, meS marga tugi manna; en
Gunnar er einn til varnar í skálan-
um og hann verst meS bogaskotum,
meSan hann getur.—Skáli Gunnars
var gerSur af viSi og súSþakinn aS
utan, og óvinir Gunnars taka loks
þaS ráS, að vinda meS streng þakiS
ofan af skálanum. Þá byrjar ná-
vígi milli Gunnars og óvina hans; þá
fara þeir aS geta boriS vopn á hann,
og einum úr óvinahópnum tekst aS
höggva sundur bogastreng Gunnars.
Þá lætur Njála Gunnar segja viS
HallgerSi: “Fá mér lepp úr hári
þínu og snúit þit móSir mín saman
til bogastrengs mér.” “Liggur þér
nakkvat vit?”*segir hón. “Lif mitt
liggur viS,” segir hann, “því at þeir
munu mik aldrei fá sóttan, meSan
ek kem boganum yiS.” “Þá skal ek
nú”, segir hón, “muna þér kinn-
hestinn, ok hirSi ek aldrei, hvárt þú
ver þig lengur eSa skemur.”—Svona
er saga Njálu um bogastrenginn, og
þaS þarf ekki aS leggjast djúpt til
að sjá það, aS þetta er alt skáld-
skapur og þjóSsaga frá upphafi til
enda og meira aS segja lélegur skáld-
skapur. — ÞaS er þá fyrst, aS orS-
in, sem Gunnar er látinn segja, eru
vitleysa. Sagan sjálf sýnir, aS
Gunnar er á þessari stundu hættur
aS koma boganum við; óvinir hans
teknir aS bera vopn á hann. Boga-
vörnin er þrotin um leiS og návígiS
byrjaði. ÞaS er annaS, að þegar
margir tugir hraustra og grimmra
óvina sækja aS Gunnari í grimmum
I vígahug, þá hefir hann líklega ann-
að aS gera en setjast niSur í þak-
! lausri skálatóptinni og fara aS dútla
j viS aS snúa saman bogastreng úr
hárfléttum HallgerSar, halda sjálf-
ur i annan endann, og láta HallgerSi
og móSur sína snúa upp á hinn end-
ann með fingrunum. Það er eins
og höfundur Njálu hafi hugsað sér,
að óvinir Gunnar myndu setjast í
makindum á þúfurnar í Hlíðarenda-
túninu, snýta sér og ræskja sig,
meðan Gunnar og kvenfólkið væri
að snúa saman bogastrenginn, til
þess aS hann gæti vegiS þá meS bog-
anum á eftir. — Nei! Þetta er
skáldskapur, og hann afar lélegur!
Og svo er það þriðja. ÞaS hefir
verið rannsakað, frá sjónarmiði
verulegrar þekkingar hvort mögu-
legt væri að snúa streng á þátíðar
hernaðarboga úr konuhári og niS-
urstaðan varð sú, að það væri og
hefði veriS ómögulegt. Konuhár
bæði of stutt og ekki nógu sterkt.
Öll þessi saga um bogastrenginn
er skáldskapur, íilbúinn til þess að
ófrægja HallgerÖi og einkum þó til
að gera HallgerSi seka um ósigur
og dauða Gunnars.
Þá er aS minnast með fáum orð-
um á ránið eða stuldinh í Kirkjubæ.
Eg tel þaS tiltæki enganveginn lofs-
vert, en ekki er þaö lakara en margt
annað, sem framið var á víkingaöld-
inni og Sturlungaöldinni hér á landi.
Njála leggur stund á að kalla þetta
óhappatiltæki stuld eða þjófnaS. En
svo hefir það að líkindum ekki veriS
fyrir hugskotssjónum HallgerSar.
Fornmenn gerSu, sem kunnugt er,
mun á stuldum og ráhum. Fyrir
HallgerSi hefir þetta efalaust verið
rán, en ekki stuldur. ForfeÖur
hennar og frændur höfSu veriS vík-
ingar mann fram af manni, sem
vógu menn, gerðu strandhögg og
brendu bygðir. Þetta var á þeim
tímum stórhöfðingja siSur. Þetta
hafði Hallgerður heyrt talað um og
vegsamað frá barnæsku; þaS var
engin minkun, að taka sér til fyrir-
myndar menn eins og Þorstein
RauS, Ólaf hvíta, Ketil Flatnef og
aðra slíka. HallgerSur var af-
springur þessara manna, með sama
blóS í æðum, og sömu lundarein-
kenni. Var þá nokkuð undarlegt,
þótt hún einhverntíma á æfinni réð-
ist í, að taka hlutina með rétti þess
sterka; þaÖ var gamalt og gott siÖa-
lögmál þeirrar aldar. Svo er það
eitt sumar, að Gunnar ríður á þing
aS vanda. MeS honum til baka er
von á ýmsum stórbændum lengra að
austan. HallgerSur man, að litlar
matarbirSir eru til á HlíSarenda til
að taka á móti fjölmenni; það hafði !
VEITIR HREYSTI OG
HUGREivKl ÞEIM SJÚKU
Fólk. sera vegna aldurs, eða annara
orsaka, er lasburtSa, íær endurnýjaða
hellsu viö að nota NUGA-TONE.
NUGA-TONE er tyrirtak fyrir roskið
fðlk. Meðalið eykur vinnuþrekið til
muna. Ef þqr eruð gömul eða lasburða,
þá reynið NUGA-TONE. Innan fárra
daga munið þér finna til bata.
NUGA TONE fæst í lyíjabúðum.
Forðist stsplingar. Ekkert jafnast á við
NUGA-TONE.
verið lítið í búri o'g heygarði á HlíS-
arenda fyrr en í þetta sinn. Nú
vissi HalIgerSur aS hjá þessum
búrakarli í Kirkjubæ var nógur
matur og þá tekur hún þetta óhappa-
ráÖ, að senda Melkólf þræl til aÖ
ræna mat úr útibúri og brenna það
síSan. Hún var þaS stór í lund, aS
hún hefir ekki taliS það stórt i ráS-
ist að láta greipar sópa um fáeina
osta og nokkra smérpinkla. AuS-
vitaS var þetta tiltæki bæSi ill og
saknæm athöfn; .enda HallgerSur
fengiS fyrir hana margan þungan
dóminn. — En — mér finst Hall-
gerSur hafa margar og miklar máls.
bætur, sem á ber að líta, þegar hún
er fyrir þetta dæmd. ÞaS má ekki
leggja að öllu leyti nútíSarmæli-
kvarSa á menn og mál fyrir nær
1000 árum síÖan.
HefSi Hallgerður veriS karl en
ekki kona, þá hefði hún orSiS ein
af stórhetjum sögualdarinnar og lík-
lega hlotið mikiS hrós; nú var hún
kona, en meS harða karlmannslund,
og þvi hefir hún fengiS sinn þunga
dóm í sögu þjóðarinnar.
Eftir dauða Gunnars má segja, aS
HalIgerSur hverfi úr sögunni. Hún
er þá orðin fimtug að aldri og búin
að reyna mikið. Hún fór þá út að
Grjótá í FljótshliÖ til Þráins Sig-
fússonar og ÞorgerÖar Glúmsdóttur,
dóttur sinnar. Er hún nefnd í
Njálu þegar Njálssynir koma að
Grjótá til að leita bóta hjá Þráni
fyrir hrakningana frá hendi Hákon-
ar jarls út af Hrappi. Eftir þetta
felþir algert myrkur yfir æfiferil
Hallgerðar ; um æfilok hennar vitum
vér ekkert, hvorki hvar eÖa hvenær
hún dó.
Varla verður annað sagt, en að
Njála sé hlutdræg í garð Hallgerð-
ar og beri henni illa söguna frá upp-
hafi til enda. f mínum augum verS-
ur niðurstaðan þessi: HallgerSur
er ein allra ættgöfugasta konan á
íslandi; jafnvel Njála verður að
játa þetta. — En hún er ákaflega
stórlynd og kann ekki að vægja.
Hún er grimm og heiftúÖug og end-
urgeldur i fylsta mæli allar mótgerð-
ir; en að þessu leyti er hún barn
sinnar tíðar, og á það verSur að líta;
svo var og um Bergþóru o. fl.
HallgerSur er jafn skilgetiS barn
víkingaaldarinnar og sjálfur vík-
ingahöfðinginn Elgill Skallagríms-
son, sem lifði samtimis henni og var
tengdafaðir Ólafs pá bróður hennar.
AS því er snertir stórlyndi og
geðhörku þá á HallgerÖur sæti við
hliSina ás Bergþóru, Hildigunni,
ÞorgerSi Egilsdóttur, GuSrúnar Ó-
svífursdóttur o. fl.
En Hallgerði snýst margt til
mæðu. Fimtán ára gömul er hún
rekin til að giftast nauðug; þrjá
eignast hún mennina og allir menn-
irnir reynast henni illa og berja
hana. Henni er þegar ger svívirð-
ing þegar hún kemur austur í
Rangárþing, og hénni er þegar
spáð illkynjuðum hrakspám, jafn-
vel áður en hún stígur þar fótum.
Og öll hin lifandi fréttablöð héraðs-
ins, sem sé kjaftakerlingarnar, ó-
frægja hana á allar Iundir. Hún
lendir af völdum Bergþóru í heiftar-
fullri óvináttu við lang-merkustu
fjölskylduna í bygÖarlaginu af því
að hún er of fyrirferðarmikil tií
þess, að Bergþóra geti böglaS henni
saman og sezt ofan á hana; og
sóknin og vörnin frá hendi Hall-
gerðar er svo hörð, að Njáll og
Bergþóra, SkarphéÖinn, Helgi,
Grímur og Kári Sölmundarson gera
ekki betur en Iafa í að andæfa á hitt
borðið á móti henni einni, og sein-
ast stendur hún yfir höfuSsvörðum
allra óvina sinna. Og í öllum þess-
um hjaðningavígum stendur hún
einlægt alein og óstudd af öllum.
Hún beiðist aldrei friðar, flýr aldrei
af hólminum og auðmýkir sig aldrei.
Finst ykkur nú ekki, háttvirtu til-
heyrendpr, að það sé meiri en lítill
svipur yfir þessari konu? Er Hall-
gerSur ekki aS manndómi, stórlyndi
og hreystibragði ein af stórskorn-
ustu persónum, sem birtast á sjón-
arsviÖi hinnar islenzku sagnarit-
j unar ? Og f inst ekki nútíSarkonum,
j aÖ tími sé til kominn aS unna þess-
i ari konu einhverrar uppreisnar og
réttlátari dóma en tiSast hefir veriS,
eftir aS hún er búin að liggja í mold-
inni í meira en 900 ár.
—JörS.
Namgay Doola
Eftir Rydyard Kipling.
Einu sinni var konungur, sem átti
riki sitt við leiðina upp í Tíbet,
margar mílur inni í Himalayf jöllum.
Konungsríki hans var 11,000 fet
yfir sjávarmál og nákvæmlega f jórar
fermílur á stærS, • en mestur hluti
þessara mílna stóS upp á rönd,
vegna landlagsins þar um slóSir.
Rikistekjurnar námu tæpum 400
pundum á ári og var þeim varið til
þess aS halda einn fíl og fimm
manna her. Konungurinn var undir
Indlandsstjórnina gefinn, og lagði
hún honum dálitið f járframlag fyr-
ir aS halda við Tíbetveginum þarna
í nágrenninu. Ennfremur bætti
hann sér dálítið i búi með þvi aS
selja járnbrautarfélögunum timbur,
því hann gat höggvið deodarvið eft-
ir vild í skógum sínum og látiS hann
velta sjálfkrafa niöur í Sutlej-ána,
sem fleytti trjánum alla leiS niSur á
láglendið, um 300 mílur, en þar voru
trén söguS niSur í járnbrautar-
stokka. Þessi konungur—það gild-
ir einu hvaS hann hét—hafSi þaS
fyrir siS, að söðla moldótta klárinn
sinn öðru hverju og riSa til Simla
til að tala við enska héraðsstjórann
þar um málefni ríkisins, eða full-
vissa undirkonunginn um, aS sverð
hans, konungsins, væri jafnan reiÖu-
búiS til aS þjóna Victoriu drotningu.
j Og síSan lét undirkonungurinn berja
bumbur til heiSurs konunginum er
hann lagði af stað aftur heim í ríki
sitt, ásamt öllu riddaraliðinu, tveim-
^ur mönnum i ljótum fatadruslum og
stallaranum, sem bar silfursprotann
fyrir konungi. Og svo var haldið
heim i rikið, sem var í sporðinum
milli himinkljúfandi jökuls og
dimmra birkiskóga.
Af slíkum konungi vænti eg
hvorki annars né meira en að fá
leyfi til aÖ halda lífinu, þegar það
bar viÖ að örlögin sendu mig inn i
ríki hans. Þvi við verÖum að muna
aS konungurinn átti einn lifandi fíl
og gat rakið ætt sín 1200 ár aftur í
timann.
Um nóttina gerði rigningu og
skýjafariS byrgSi fyrir ljósin í þorp
inu niðri í dalnum. í fjörutíu
mílna fjarlægð sást kvöldstjarnan
á öxlinni á Dongo Pa — fjallinu,
þar sem guðirnir halda fundi—en
þar voru hvorki ský né regn. Ap-
arnir rauluðu sorgarljóð hver við
annan meðan þeir voru að leita sér
aS þurrum rótum í burknaklæddum
trjánum, og síÖasti gustur dagvinds-
ins kom neÖan úr þorpinu ósýnilega
og bar með sér lykt af viÖarreyk,
heitu brauði, kvistum og feysknum
furubútum. Þetta er hinn eini sanni
ilmur Himalayaf jalla og ef 'hann á
annaS borð kemst inn í blóðið á ein.
hverjum, þá mun sá sami að lokum
gleyma öllu öðru hvar sem hann er
staddur og hverfa til fjallanna aft-
ur til að deyja. Nú byrgðu skýin
fyrir og ilmurinn hvarf og ekkert
var eftir skilið nema nepjuköld hvít
þokan og dynjandinn í Sutlej-ánni.
P
Dindilfeitur sauður, sem langaði
litiS til að deyja jarmaði ámátlega
fyrir utan tjalddyrnar hjá mér.
Hann var aS stangast við forsætis-
ráðherrann og fræðslumálastjórann,
en þá hafSi konungurinn sent til mín
með sauÖinn aS gjöf til mín og föru-
nauta minna. Eg þakkaði gjöfina á
viðeigandi hátt og spurði hvort eg
mundi geta fengið áheyrn hjá kon-
ungi. ForsætisráSherrann lagaði á
sér vefjarhöttinn—hann hafði mist
hann í viðureigninni við sauSinn—
og trúði mér fyrir því, aS konung-
inum mundi þykja mjög gaman að
sjá mig. Eg sendi því konungi tvær
flöskur á undan mér eins og sýnis-
horn og þegar sauSurinn var kotn-
inn inn í nýtt tilverustig brölti eg
$
upp í konungshöllina í allri rign-
ingunni. Konungurinn hafSi sent
her sinn til þess aÖ veita mér fylgd
en hermennirnir urSu eftir í mat-
reiðslutjaldinu mínu. Hermenn eru
jafnan sjálfum sér líkir, hvar sem
er í heiminum.
Konungshöllin var bygS úr timbri
og leir og voru fjögur herbergi í
höllinni, ómáluð, tn þetta var feg-
ursta húsið í dagleiSar fjarlægð.
Konungurinn var í purpurarauSum
flauelsjackett, hvitum ' musselins-
brókum og með dýran saffrangulan
vef jarhött. Hann tók á móti mér í
litlu dúklögSu herbergi sem vissi út
aS hallargarðinum, en þar var
geymdur fill rikisins. Hann stóð
þarna rammtjóSraSur í báða enda og
nam boginn hryggurinn á honum viS
s j óndeildarhringinn.
Forsætisráðherrann og fræðslu-
málastjórinn voru viSstaddir til aÖ
kynna mig; en allir hinir hirÖmenn-
irnir höfðu veriS sendir á burt, til
þess að áðurnefndar tvær flöskur
skyldu ekki spilla siðferði þeirra.
Konungurinn sveiflaði sveig úr
þungum ilmandi blómum um háls
mér um leiÖ og eg laut honum og
spurði hvernig minni háttvirtu per-
sónu jþóknaðist aS láta sér líða.
Svaraði eg, að er eg hefði litiS hans
göfuga auglit hefSi skuggi nætur-
innar breyst í sólskin, og aS sakir
hinnar dýrmætu gjafar hans,—það
var sauÖurinn — mundu guðirnir
muna dygÖir hans um aldur og æfi.
SagSi hann þá, að úr því að mínir
mikilfenglegu fætur hefðu stigið í
konungsríki sitt mundi þaS ekki
bregðast, að uppskeran yrSi 70 pró-
sent yfir meðallag. En eg sagði að
frægð konungs næði út í öll fjögur
horn veraldar er þeim bærust frétt-
irnar af hinni dýrSIegu stjórn hans
og af vizku hins draumborna for-
sætisráÖherra hans og lótuseygÖa
fræðslumálastjóra hans.
Svo settumst viS á hreina hvita
kodda og sat eg á hægri hönd kon-
ungi. Þremur mínútum síðar var
hann farinn að segja mér' aS útlitið
meS maís-uppskeruna væri nú held-
ur slæmt og aS járnbrautarfélögin
vildu ekki borga sér þolanlega
timburprísa. Hlupum viS úr einu
í annað og úr einu glasinu í annað.
ViS ræddum margt skrítiS og kon-
ungurinn sagSi mér margt í trúnaSi
um stjórnmál alment. TíSræddast
varS honum um óþekt eins af þegn-
um sínum og skildist mér helzt, að
hann væri um þaÖ bil að kveSa alt
framkvæmdarvald í ríkinu í kútinn.
“I gamla daga,” sagði konungur,
“hefði eg getaS skipað fílnum þarna
aS troða hann í mauk og gera úr
honum stöppu. En nú verS eg að
senda hann sjötíu mílur inn í fjöll
til aS dæma hann og þá mundi uppi-
hald hans á meSan lenda á ríkinu.
En fíllinn étur upp allar tekjurnar.”
“HvaS hefir maSurinn gert fyrir
sér, Rajah Sahib?” spurSi eg.
“í fyrsta lagi er hann útlendingur
og ekki af mínu fólki. í öðru lagi
er það, að eg rausnaÖist við að fá
honum land þegar hann kom, en svo
neitar mannskrattirm að borga skatt.
Er þaS ekki eg sem á landið, hátt
og lágt—og ber mér ekki samkvæmt
lögum og landsvenju áttundi hlut-
inn af uppskerunni í afgjald? En
samt neitar þessi devill að borga
grænan eyrir . . . og svo hleÖur
hann niÖur krökkunum, eins og
fiskur væri að gjóta.
“SetjiS þér hann í fangelsi,” sagSi
eg-
“Sahib!” svaraði konungurinn og
hagræddi sér á koddanum, “það er
engin leið. Einu sinni og aðeins
einu sinni í þessi f jörutíu ríkistjórn-
arár mín hefi eg orSiÖ svo veikur
að eg gat ekki haft ferlivist. Og þá
vann eg guði það heit, að eg skyldi
(Framh. á bls. 7)
INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS
Amaranth, Man
Akra, N. Dakota
Árborg, Man
Árnes, Man
Baldur, Man
Bantry, N. Dakota Einar J. BreiSfjörð
• Bellingham, Wash
Belmont, Man
Blaine, Wash
Bredenbury, Sask
Brown, Man J. S. Gillis
Cavalier, N. Dakota
Churchbridge, Sask
Cypress River, Man
Dafoe, Sask J. Stefánsson
Edinburg, N. Dakota....
Elfros, Sask .. Goodmundson, Mrs. J. Hi
Garðar, N. Dakota
Gerald, Sask
Geysir, Man
Gimli, Man
Glenboro, Man
! Hallson, N. Dakota
Hecla, Man
Hensel, N. Dakota
Hnausa, Man
Hove, Man
Húsavík, Man
Ivanhoe, Minn
Kandahar, Sask
' Langruth, Man
Leslie, Sask
Lundar, Man
Markerville, Alta
Minneota, Minn
Mountain, N. Dakota... ' J. J. Myres
Mozart, Síisk
Oak Point, Man A. I. Skagfeld ;
Oakview, Man
Otto, Man
Point Roberts, Wash S. T. Mýrdal !
Red Deer, Alta
Reykjavík, Man
Riverton, Man
Seattle, Wash J. T. Middal
! Selkirk, Man W. Nordal
j Silver Bay, Man
Svold, N. Dakota
■ Swan River, Man
Tantallon, Sask
Upham, N. Dakota
Vancouver, B.C
• VíÖir, Man
Vogar, Man
Westbourne, Man
Winnipeg Beach, Man...
Winnipegosis, Man
Wynyard, Sask