Lögberg - 28.12.1933, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. DESEMBER, 1933.
3
Sólskin
Sérstök deild í blaðinu
Fyrir börn og unglinga
>000000000000000000000000000000000000»»0000000000000000000000000000000000»0002
KOLFINNA.
Smásaga eftir Svanhildi Þorsteinsdóttur
Það er gamlárskvöld. Kolfinna situr við
gluggann og horfir út í myrkrið. Það er ekk-
ert að sjá nema þetta sama gamla; kjallarann
í húsinu á móti og sundið, sem liggur niður að
sjónum. Það er þó bjartara í glugganum á
móti en venjulega. Líklega hafa þau kveikt
á jóltrénu í síðasta sinn, fyrir börnin. — Það
er kalt og hvast úti og sjálfsagt fáir á ferli.
Kolfinnu hafði tekist að þíða héluna af rúð-
unni Iijá sér, þó að hún hefði ekki annað til
þess að hita upp með en gamla olíuvél. Fyrst
hún varð nú að horfa á heiminn gegnum þenn-
an kjallaraglugga, kunni hún betur við, að
hann væri ófrosinn. Þegar vindhviðurnar
komu, lék húsið á reiðiskjálfi. Bn það skifti
Kolfinnu lengu, þó að vindurimi hviná og
brimið hamaðist við ströndina. —Það var
vont í sjóinn núna, og gott að þurfa ekki að
eiga neitt undir náð hans. Kolfinna átti ekk-
ert til að missa. Hún var orðin ein eftir í
heiminum eins og gamalt tröll, sem hefir dag-
að uppi og orðið að steini niðri í mannabygð-
um.
Hún hafði ekki alt af verið ein á gamlárs-
kvöld. Stundum liafði verið hlýlegra í litla
kjallaraherberginu hennar, en oft hafði þó
eitthvað verið til þess að skyggja á, síðan hún
kom í þetta þorp.
Hún hafði átt gúða foreldra og fallegt
heimili. Æskan leið eins og draumur í gleði
og áihyggjuleysi — þangað til Villijálmur
kom. Foreldrar hennar voru því mótfallin,
að hún ætti hann. En hvað tjáði það. Æsk-
an varð að ráða. Hennar var framtíðin, og
ef henni skjátlaðist, varð hún líka að taka af-
leiðingunum.
Hafði hún ielskað Vilhjálm? Líklega.
Að minsta kosti verður að kalla það ást, sem
ekki er annað réttara orð til yfir.—iSvo fluttu
þau liingað. Villijálmur vann mikið, og hann
var góður við hana, en hann var þunglyndur
og drykkfeldur. Þegar liann var með sjálf-
um sér, var ihann stiltur og sanngjarn, en
undir eins og hann var búinn að bragða vín,
var hann ósanngjarn og grimmur.
Þau eignuðust einn son og nefndu liann
Halldór, í höfuðið á föður afa hans. Kol-
finnu fanst birta yfir, þegar Halldór fæddist,
og hún hélt í einfeldni sinni að Vilhjálmur
myndi hætta að drekka eins mikið, þegar
hann væri orðinn faðir. En þar skjátlaðist
henni. Vilhjálmur hafði aldrei drukkið meira
en fyrsta veturinn eftir að Halldór fæddist.
Kolfinna sat heima ihjá barninu, en Vilhjálm-
ur drakk með félögum sínum á hótelinu. Þar
var alt af margt um manninn. Þangað fór
Vilhjálmur á laugardagskvöldin, og það kom
fyrir, að hann eyddi öllu vikukaupinu sínu á
einni nóttu. 1 birtingu kom hann heim og
slengdi sér í öllum fötunum upp í rúmið við
hliðina á Kolfinnu. Hún þorði ekki að láta
bæra á sér, því að hefði hún sagt nokkuð eða
gert, vissi hún hvað það kostaði. 111 æfi og
sífeldar kvalir gera menn lítilláta. Þegar
Kolfinna heyrði, að hann var farinn að hrjóta,
lofaði ihún guð. — Svefnlausar nætur. — Á
daginn eilíft strit. Því að heimilið gat ekki
lifað á peningum, sem eytt var í vín á hótel-
inu. Hún varð að vinna, svo að þau hefðu
eitthvað til að borða. — Efnaða konan getur
látið það nægja að gráta yfir óreglu mannsins
síns, sú fátæka verður að leggja hönd á plóg-
inn. Hún verður að vinna, og hún verður að
vaka á daginn, þó að lienni komi ekki dúr á
auga alla nóttina. Hjá henni er ekkert til,
sem lieitir að sofa út eða hvíla sig.
Og Kolfinna vann. Hún saumaði milli
þess, sem hún eldaði matinn, gerði búsverkin
og sinti litla drengnum sínum. Það var sjald-
an ósamlyndi á heimilinu, en gleðin hafði
aldrei komið þar Halldór var þó sólargeisli í
þessu myrkri. Hann var fallegur og efnileg-
ur. Kolfinna reyndi líka að hugisa eins vel
um hann og tími hennar og kraftar leyfðu.
Oft svalt hún til þess að geta keypt handa hon-
um mjólk og mat. Fyr skyldi hún deyja, en
hún léti drenginn sinn vanta nokkuð. Hún
átti stundum erfitt með að sitja við saumana,
þegar Halldór litli grét í vöggunni, 0g hefði
liún þá ekki getað óskað sér neinnar sælu æðri
en þeirrar að fá að verja öllum sínum tíma
til þess að hugsa um drenginn sinn.
—Árin liðu. Halldór liljóp um herbergin,
hló og grét, ærslaðist og lék sér, og hann
klappaði pabba og mömmu. Kolfinnu fanst
vera farið að rofa svolítið til. Þegar hún
horfði á Halldór leika sér á gólfinu, lagði hún
stundum frá sér saumana og tók hann í kjöltu
sína. Hún horfði í þessi hýru, saklausu augu,
og vonirnar vöknuðu í brjósti hennar. Kann-
ske liafði forsjónin gefið henni hann til þess
að bæta henni alt hitt. Kf til vill yrði hún svo
lánsöm, að hann yrði reglusamur og duglegur.
Og hver vissi nema faðir hans sæi þá loksins
að sér og.hætti að drekka. — Það færðist bros
hennar yrðu heyrðar og þau ættu öll eftir að
yfir andlit hennar. Gat það verið, að bænir
lifa farsælu lífi á björtu og fallegu heimili?
En svo kom haustið, þegar Vilhjálmur
lenti í orðakasti við verkstjórann og var sagt
liviersvegna honum var. sagt upp. Allir í
þorpinu vissu það. Það stoðaði lítið fyrir
Kolfinnu að ljúga því, að hann væri veikur.
Menn vissu ósköp vel, hverskonar veikindi
það voru. Þegar þetta þótti keyra úr liófi,
fékk Vilhjálmur áminningu. Það þoldi hann
ekki, og svo var honum loks sagt upp. Það
versta var ekki, að hann varð atvinnulaus.
Hitt var verra, að nú drakk hann margfalt
meira en áður. Nú dugðu ekki kvöldin. Það
var liyrjað strax á morgnana. Svona fór
>hann að því að koma þeim úr sæmilegri íbúð
í eina kjallarakompu.—Þau seldu eitthvað af
húsmununum. Fólkið fékk dálítið umtalsefni
í nokkra daga. Svo fanst því þetta sjálfsagt
og hætti að tala um það. Kolfinna þagði. Til
hvers var að segja nokkuð ? Vilhjálmur var
drungalegur daginn sem þau fluttu—en hann
var alt af drungalegur.
Það var oft kalt í kjallaranum þann vetur,
og matarlítið var þar stundum. Vilhjálmur
fékk vinnu, en hún var bæði stopul og illa
borguð. Kolfinna vann því meira. En hún
var farin að þreytast og fá svima yfir höfuð-
ið. Alt í einu sá hún svarta flekki fyrir aug-
unum. Hún fékk sér kaldan vatnssopa. Það
dugði í bili. Vinnan átti ekki mestu sökina á
þessu. Það voru vökunæturnar, nætur í ang-
ist og kvíða, þegar Vilhjálmur var einhvers-
staðar úti.
Eina nóttina hrökk hún upp með áköf-
um hjartslætti, og svitanum sló út um hana.
Hún reis upp í rúminu og svipaðist um í
herberginu. 1 glætunni af næturtýrunni sá
hún Halldór sofandi í rúminu sínu. Hún
skimaði um alt. Hvergi var Vilhjálmur. Hún
andvarpaði. Hana hafði þá verið að dreyma.
Hún hafði séð menn koma inn um dyrnar með
Vilhjálm alblóðugan. — Ilana hafði áður
ið, að einmitt í þetta sinn væri það fyrirboði
dreymt það, en samt-------gat það ekki ver-
—aðvörun. Hún fór niður úr rúminu, klæddi
sig hljóðlega og læddist út. Það var frost
og skafrenningur. — Hún hljóp eins og fætur
togaði, þó að ihún sæi ekki út úr augunum.
Hún átti fult í fangi með að halda að sér sjal-
inu. Stundum ætlaði hún varla að ná and-
anum. Hárið var farið úr fléttunum og fauk
framan í andlitið á henni. Það var orðið að
hörðum klakabendlum. — En Kolfinna sá
ekki bylinn, fann ekki kuldann. Hún hugsaði
um manninn sinn, föður barnsins síns, sem
ef til vill lá einhv'ersstaðar í snjónum kalinn
—dáinn.
Hún ætlaði sér að komast til hótelsins.
Það var eini staðurinn, þar sem hún gat liugs-
að sér að finna lmnn. Loks kom hún að þessu
draugalega húsi. Það var ljós í tveimur
gluggum á neðri hæðinni. Hún gat ekki gægst
inn. Þeir voru of hátt uppi, en hún sá skugga
bera fyrir gluggatjöldin og lieyrði háreysti
og glamur í glösum. Stólum var hrundið til
og þungum stígvélum stappað í gólfið. Kol-
finna mændi á gluggana í þeriri von að þekkja
J>ar skugga hans, sem hún leitaði að. En það
var árangurslaust. Átti hún að fara inn?
Þetta var ekki fyrsta næturferðin hennar til
þessa kvalastaðar. Hún liafði komið inn og
orðið fyrir háði og ruddaskap drukkinna
karlmanna og glotti hótel-kvennanna. Að-
eins einu sinni liafði henni tekist að fá Vil-
hjálm heim. — Hún leit á fatagarmana og
flaksandi hárði. Það liefði þurft minna til
þess að koma háfættu tildurrófunum á hótel-
inu til að hlæja. En hvað gerði það til? — Ef
Vilhjálmur væri inni, myndi hann reka upp
skellihlátur þegar hann sæi hana, hlátur, sem
nísti hana sárar en öll vein jarðarinnar til
samans. Hún þekti Vilhjálm, þegar hann var
drukkinn. Það var eins og ótal illir andar
hefðu tekið sér bústað í honum. Svo mvndi
hann hella yfir hana öllum þeim svívirðing-
um, sem hann kynni og reka hana sjálfur iit
í bylinn. — Nei, hún ætlaði ekki að þola þetta
í eitt skifti enn. Hún ætlaði aldrei að stíga
fæti í þetta sauruga hús, þetta hús, sem liún
liataði. Og hún sneri heim á leið. — 1 myrkr-
inu og bylnum komu allar ógnirnar til henn-
ar aftur, þessar hryllilegu myndir. — Var lnin
þá svona huglaus, að liún þyrði ekki að fara
inn í kofann til þess að vita, livort Villijálm-
ur væri þar? Til hvers hafði hún farið út?
Kða var hún orðin móðursjúk, Hvers vegna
gat hún ekki sofið rólega heima? Hví kærði
hún sig ekki kollótta um þetta alt — um þenn-
an mann, sem var að tæta hana sundur lif-
andi? Hvers vegna fór hún ekki í burtu með
drenginn og lofaði Vilhjálmi að sigla sinn
eigin sjó? — Ást? — Nei, vitfirring. Hún
hlaut að vera vitskert. Það var eina skýring-
in.
Kolfinna opnaði dyrnar hljóðlega. Vil-
hjálmur var ókominn. Halldór svaf. Hún
hafði ekki mátt til að afklæða sig, heldur lét
fallast niður á stól. Þar sat liún eins og
steingervingur og beið hins miskunnarlausa
morgundags. Vilhjálmur kom hejim undir
morgun. Hann var svo drukkinrf, að honum
þótti ekkert undarlegt, þó að Kolfiima væri
á fótum.
Þegar Halldór var á þrettánda ári, veikt-
ist Vilhjálmur snögglega. Hann lá lengi rúm-
fastur. Kolfinna sá brátt, að það var ekki
til nema einn endir á þeim veikindum. Eitt
fagurt sumarkvöld dó hann. Sólin skein inn
um litla gluggann. Halldór og Kolfinna
krupu við rúmið og báðu guð að taka sál hans
til sín.
Tíminn leið. Halldór óx og þroskaðist.
Hann var hár og karlmannlegur og líktist
föður sínum jafnt í skapi sem í útliti. Hann
var ljúfur og blíður við Kolfinnu, en þung-
lyndur og dulur, eins og faðir hans hafði ver-
ið. Kolfinna sá fljótt, að hugur hans stefndi
allur til hafsins. Hann undi ekki í landi.
Hann varð að fara á sjóinn. Auðvitað varð
hann að ráða því. Ekki vildi Kolfinna vera
svo eigingjörn að neita honum um það, sem
hann þráði mest. En oft var lmn einmana,
þegar hann var í burtu, og marga óveðurs-
nóttina lá hún andvaka og bað af öllum mætti
sálar sinnar fyrir drengnnm sínum,, sem var
einhversstaðar úti á hafinu. En þegar hann
kom inn eftir langa f jarveru og faðmaði hana
að sér, fanst henni sú stund svo fögur, að liún
væri hennar ekki verðug. Svo röbbuðu þau
saman lengi og sögðu hvort öðru, hvað á dag-
ana hefði drifið. Kolfinna brosti gegnum
tárin, þegar hún sagði honum, hvað hrædd
hún hefði verið um hann í óveðrunum, en
hann hló og kysti hana, og hún var stolt af
drengnum sínum.
Eitt sinn var Halldór venju fremur lengi
í landi. Kolfinna fór þá að veita því atliygli,
að liann var óvanalega fálátur og dagur í
bragði. Hún sá, að hann bjó yfir einhverju,
en þorði einskis að spyrja. Loks sagði hann
lienni hvað það var. — Hann elskaði stúlku..
Hún hafði leikið sér að honum lengi og loks
fleygt honum frá sér, eins og menn fleygja
fr ásér blómi, sem þeir hafa verið að fitla við
að reita blöðin af. Hann sagði henni, hver
stúlkan var. Það var Lára, uppeldisdóttir
Gríms á hótelinu. Auðvitað gat Kolfinná
(>kki skilið, að drengurinn sinn gæti elskað
slíka stúlku. En ástin væri ekki ást, ef það
væri hægt að skilja hana. Kolfinna fyrirleit
Láru. Halldór elskaði hana. Og Kolfinna
kysti burtu tárin úr augum lians.
Hann sagðist verða að fara í burtu, eitt-
hvað langt í burtu, til þess að gleyma Láru.
Hann sagðist ekki þola að sjá hana, ekki hafa
kjark til þess að koma svona oft í þennan bæ,
þar sem alt minti sig á hana, konuna, sem
hann hataði og unni ísenn.. Kolfinna reyndi
að telja honum hughvarf. Hún sagði honum
að ekkert úthaf væri svo fjarlægt, að sorgir
og minningar fylgdu manni ekki þangað. —
Hann vildi fara og áleit það einu úrlausnina.
—Einliverntíma kæmi hann aftur. Kannske
eftir tvö ár—eða mörg ár.. Maxnma mundi
lifa lengi ennþá, og liann ætlaði altaf að hugsa
til hennar og skrifa henni mörg, löng bréf.
Það var á dimmu nóvemberkvöldi, að lnín
fylgdi honum niður á bryggjuna.—Þau föðm-
uðust. Hvorugt sagði orð. — Kolfinna horfði
á skipið sigla út f jörðinn. — Hún var orðin
ein eftir á bryggjunni. Þá gekk hún heim-
leiðis. — Hún kveið fyrir að opna hurðina.
Það var eins og hún væri myrkfælin við sjálfa
sig.
1 hálft annað ár fékk húix bréf frá hon-
um við og við. Honum leið vel, og liaixn ætl-
aði bi*áðum að koma til hennar. — Svo leið
langur tími. Ejkkert bréf. — A gamlársdag
árið áður kom fregnin um, að skipið, sem
hann var á, hefði farist suður í liöfum.
_______ (iFramh. á 6. bls.)
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medical Art» Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sta.
Phone 21 ÍS4 — Office tlmar 2-S
Heimili 214 WAVERLET ST.
Phone 403 288
Wlnnipe*, Manitoba
DR. T. GREENBERG
Dentist
Hours 10 a.m. to 9 p.m.
PHONES: Office 36 196
Res. 51 455
Ste. 4 Norman Apts.
814 Sargent Ave., Winnipeg
DR. B. H. OLSON
216-220 Medlcal Arta Bldg.
Cor. Graham og Kennedy SU.
Phone 21 834—Office tlmar 4.30-6
Helmili: t ST. JAMES PLACK
Wlnnlpeg, Manitoba
DR. J. STEFANSSON
216-220 Medical Arta Bldg.
Cor. Graliam ob Kennedy Sta.
Talsími 26 688
Stundar augna, eyrna, nef og
kverka ajúkdóma.—Kr aO hltta
kl. 2.30 til 5.30 e. h.
HeimiU: 6S8 McMILLAN AVK.
Talfllmi 42 691
Dr. P. H. T. Thorlakson
205 Medlcal Arts Bldg.
Cor. Graham oe Kennedy Sts.
Phones 21 213—21 144
Res. 114 GRENFELL BLVD.
Phone 62 200
DR. A. BLONDAL
602 Medlcal Arts Bulldlng
Stundar sérstaklega kvenna og
barna sjúkdóma. Er aC hitta
frá kl. 10-12 f. h. og S-5 e. h.
Office Phone 22 296
Heimili: 806 VICTOR 8T.
Slmi 28 180
Dr. S. J. Johannesson
VlCtalstlml
e. h.
582 8HERBURN 8T.—8Iml 88 877
Drs. H. R. & H. W.
TWEED
Tannlceknar
406 TORONTO GENERAL
TRUST BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
PHONE 26 64 6 WINNIPEG
Dr. A. B. Ingimundson
TannUrlcnir
602 MEDICAL ARTS. BLDG.
Slmi 22 296 Heimllls 46 064
Send Your
Printing Orders
to
Columbia Press Ltd.
First Class Work
Reasonable Prices
A. S. BARDAL
848 SHERBROOKE ST.
Selur llkklstur og annast um út-
farir. Allur útbúnaCur s& bestl.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarOa og legstelna.
Skrifstofu talsiml: 86 607
Heimilis talslmi 501 562
A. C. JOHNSON
907 Confederation Life Bldg.
Winnipeg
Annast um fasteignlr manna.
Tekur aG sér aO ftvaxta sparlfé
fólks. Selur eldsábyrgC og blf-
reiOa ábyrgOir. Skriflegum fyrir-
spurnum svaraG samstundis.
Skrifst.s. 96 757—Heimas. 81 828
G. W. MAGNUSSON
NuddJasknir
41 FURBT 8TREET
Phone 36127
SlmlC og semjiC nm samtalKtlma
H. A. BERGMAN, K.C.
ttlenzkur lögfrcrBingur
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Building, Portage Ave.
P.O. Box 1666
PHONES 95 052 og 89 048
DR. A. V. JOHNSON
hlenakur Tannlceknir
212 CURRT BLDG., WINNIPEG
Gegnt pósthúsinu
Simi 96 210
Heimllis 88 328
J. T. THORSON, K.C.
hlenmkur löofrœBingur
801 Great Weat Perm. Bldg.
Phone 92 755
J. RAGNAR JOHNSON
B.A., LL.B., LL.M. (Harv).
Itlenzkur löpmaBur
405 DEVON COURT
Phone 21 459
G. S. THORVALDSON
B A., LL.B.
LögfrceBingur
Skrlfst.: 702 CONFEDERATION
LIFE BUILDING
Main St., gegnt Clty HaU
Phone 97 024
E. G. Baldwinson, LL.B.
hlenmkur lögfrœBinour
Residence Phone 24 206
729 SHERBROOKE ST.
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
801 PARIS BLDG., WINNIPBO
Fasteignasalar. Leigja húa. Ot-
vega peningalún og eidaabyrgú af
’Uln tagi.
I aone »4 121