Lögberg - 28.12.1933, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. DESEMBER, 1933.
7
X f
Christmas Thoughts—
1933
&
The Yuletide season calls again
In tlie chonis of its melody,
That against the harshness of this world
Does strangely move the heart and mind to
tliouglit,
From heaven sounds the music
Of celestial symphony
To rekindle hope in heart of man,
And offer Peace midst Chaos,
Life in death,
Hope in failure,
Assurance in douht,
Confidence in fear,
And on the totlering old
Again another year.
THE GIFT OF CHRISTMAS
(The Churches one Foundation)
Amid the gloom encircling
There shines the gleam of light,
That Star of Eastern splendor,
IVould brighten wp our night,
Its glorious rays dispersing,
The shadows cast about,
While angels are rehearsing,
And joyous victory sliout.
On waves of time eternal,
Is borne to us that strain,
In language universal
We join the glad refrain,
A King is born immortal,
Emmanuel is his name;
His home is heavens portal,
Celestial His domain.
By Him tvere worlds created
And heqvens vast expamse,
And yet by man was hated,
Whose honor He’d enhance.
He was the word incarnate,
The glory of His tíod,
The truth and life ere testate,
To us from heaven brought.
From glories of the highest,
He came to lowliness,
The stall of beasts to brighten,
Wlro was heavens lovéliness.
He came our load to lighten
Of shame and sinfulness,
,And our estate to heihten,
To God and holiness.
From age to age Ile’s with us
To aid us in the fight,
That we may merge victorious
O’er sin and death and blight.
At the right hand of the Father
Hc does our case translate
In terms as of a brother,
Our glorious advocate.
Thus heaven gave its fairesl
To men on Christmas day,
His presence, blessed, purest
With us would. make its stay.
In the calmness of the evening
His voice to us is borne,
When tempests high are raging,
His hand will still the storm.
Ye men give heed amd listen
To the story you liave heard,
It is not just for children,
But for the wise and learned,
With holy fire burning,
IIe for your freedom yearned,
He loosed the fetters binding,
And our scdvation earned.
My praise and adoration
I offer, Christ, to thee,
In thy humiliation
Your thoughts were but for me,
Your life was given freely
From birth to bitter cross;
Accept my feeble homage,
0 Christ—victorious.
' ' \
S. 0. Bjerring. 1
Namgay Doola
(Framh. frá bls. 2)
aldrei ræna mann eða konu birtu
sólarinnar eða lofti guðs, því eg
þekti hve þung hegning þaÖ mundi
vera. Hvernig gæti eg rofið það
heit. Væri þaÖ ekki annað en stýfa
af delanum hönd eða fót þá skyldi
eg ekki tvínóna við það. En það er
ekki hægt fyrir Englendingunum
síðan þeir fóru að ráða. Einhver
þegna minna—hann skotraði aug-
unum til fræðslumálastjórans —
“gæti haft það til að skrifa enska
undirkonunginum það, og þá gæti
farið svo, að hætt yrði að berja
bumbur fvrir mér þegar eg kem til
Simla.’’
Hann skrúfaði munnstykkið af
silfurbúnu vatnspipunni sinni, setti
annað á úr rafi og rétti mér svo
pípuna. “Og það er ekki einasta að
hann borgar ekki skatt,” hélt hann
áfram, “heldur neitar þessi útlend-
ingur líka að vinna þegnskylduvinn-
una í veginum, og æsir þjóð mína
til sömu landráða. En hann er
prýðis timburfleytingararmaður
þegar hann vill það við hafa. Eng-
MINNINGARORÐ
UM VIGFOS JOHNSON LATINN
Föstudaginn 27. október andaðist Vigfús Johnson á heimili
sinu í grend við Gradar, N. Dak. Dó hann sviplega af hjarta-
slagi, en hafði þó um langt skeið verið mjög heilsutæpur. Sið-
asta árið hafði þó sá heilsubrestur sérstaklega látið á sér bera.
En ávalt bar hann þann kross með hugprýði og rósemi.
Vigfús sál. Johnson fæddist 9. dag septembermánaðar árið
1865 i Fornhafa i Möðruvallasókn í Eyjafirði á íslandi. For-
eldrar hans voru Jón Jónsson og Hólmfríður Vigfúsdóttir er
þar bjuggu. Jón og Hólmfríður eignuðust 6 börn. Dóu þau
öll á fremur ungum aldri, nema Vigfús og Páll, sem komu
samtímis til Ameríku. En Páll dó i Kandhar, Sask., fyrir 5
árum síðan. Vigfús sál. giftist eftirlifandi eiginkonu sinni,
Guðrúnu Þorleifsdóttur 14. dag júnímánaðar áriö 1889. Varð
þeim hjónum þriggja barna auðið. Þau eru öll á lífi: Hólm-
fríður, sem starfar að miðskólakenzlu í Jamestown, N. Dak., og
Thorleifur og Guðrún, er með móður sinni stjórna búinu í
grend við Gardar.
Vigfús og Guðrún fluttust til Ameriku árið 1891, og komú
þá beina leið til Gardarbygðar. Hafa þau ávalt síðan átt hér
heimilisfang og ásamt með börnum sínum notið mikilla vin-
sælda.
Vigfús var greindur maður og bókhneigður, og af því
heilsa hans var aldrei sterk eftir að eg kyntist honum, gafst
honum þau árin gott tækifæri að lesa. Enda las hann mikið
bæði í blöðum og bókum, og hafði gott gagn af því vegna þess
að hann var bæði minnugur vel og athugull. Mér virtist hann
vera mjög lundgóður maður,—hæfilega glaövær og rólyndur.
Enda bar hann sjúkdóm sinn með stilling og hugprýði og'kom
aldrei fyrir að hann kvartaði. Að sjálfsögðu varð honum það
auðveldara að bera erfiðleika sina með slíku hugarfari af því
að hann var svo einlægur, trúaður og kristinn maður; <?g gat
því falið sig og allan sinn hag Guði og hans vernd og gæslu, ó-
kvíðinn og öruggur.
Vigfús vár lka sérlega félagslyndur maður, og sýndi í því
félagsstarfi, er hann lét til sín taka mikla trúmensku. Var það
ekki sízt kirkjiilegi félagsskapurinn, sem hann lét til sín taka.
Studdi hann þann félagsskap af ráði og dáð, og gegndi þar sí-
felt trúnaðarstörfum og stóð i ýmsum embættum meðan heilsa
og kraftar entust til.
Vigfús sál. var ræðinn maður, viðmótsþýður og hinn
skemtilegasti heim að sækja. Og líka var hann ágætur heim-
ilisfaðir, eiginmaður og faðir. Mér fanst æfinlega mjög á
nægjulegt að sækja hann heim. Var það vitanlega af þvi að
hann var ræðinn og skemtilegur heim að sækja, en það var líka
af þvi að á heimilinu var svo viðfeldinn og notalegur heimilis-
blær og svo geðþekkur heimilisfriður, sem stafaði svo sem að
sjálfsögðu af því að sönn ástúð rikti þar milli alls heimilisfólks-
ins. Kona hans og börn hafa verið honum mjög samhent í því
að fagna gestum vel, og gleðja hvern er að garði kom.
Með Vigfúsi Johnson er til grafar genginn einn af hinum
mætustu mönnum þessarar bygðar. Hans er saknað sárt af ást-
mennum og hans er líka saknað af samferðafólki sveitarinnar.
En minningin um hann sjálfan, og minningin um æfistarfið sem
vel og trúlega var rækt, og um lífsferilin sem genginn var í
einlægu trausti á handleiðslu Guðs og náð hans, er geymd í
þakklátum hjörtum. H. S.
inn af þegnum minum er jafn fim-
ur og djarfur við að greiða úr timb-
urflekum í ánni þegar hún stíflast.”
“En hann tilbiður annarlega
guði,” sagði forsætisráðherrann al-
varlega.
“Það varðar mig ekkert um,”
sagði konungurinn, sem var eins um_
burðarlyndur í trúmálum og sjálfur
Akbar. “Allir mega verða sælir í
trú sinni og eldurinn eða móðir
Jörð tekur við okkur öllum að lok-
um. Það er uppreisnarhugurinn i
honum, sem mér gremst.”
“Konungurinn hefir her manns,”
skaut eg inn í. “Hefir konungurinn
ekki látið brenna kofann ofan af
mannskepnunni og skilið hann eftir
alstrípaðan í næturdögginni ?”
“Nei, kofi er kofi, og þar á mað-
urinn skjól. En einu sinni sendi eg
herinn á hann, þegar eg var orðinn
alveg gáttaður á honum. Hann
mölvaði hausinn á þremur þeirra
með spýtu en hinir tveir lögðu á
flótta. Og það var ómögulegt að
hleypa skoti úr byssunum.”
Eg hafði séð vopn fótgönguliðs-
ins. Þriðjungur vopnanna var göm.
ul fuglabyssa, framhlaðningur og
ryðgaðar holur þar sem hvellhettu-
takkinn átti að vera, þriðjungurinn
var lásabyssa reyrð saman með vír
og með ormétnu skafti og þriðj-
ungurinn tinnubyssa, sem tinnuna
vantaði i.
“En ’maður verður að muna,’
sagði konungur og seildist til flösk-
unnar, “að hann er ágætis fleyt-
ingamaður og bráðskemtilegur.
Hvað á eg að gera við hann, Sahib ?”
Þetta var eftirtektarvert. Þess-
ir fjallabúar voru gungur, sem datt
ekki fremur í hug að neita að borga
konungi skatt en að færa guðunum
fórnir. Þetta hlaut að vera hug-
aður fnaður.
“Ef konungurinn leyfir,” sagði
eg “ætla eg ekki að flytja tjöld mín
héðan fyr en eftir þrjá daga en fara
og skoða manninn. Mildi konungs-
ins er goðumlík, og uppreisn er eigi
minni synd en galdrar, Og svo
verða báðar flöskurnar að klárast
—og jafnvel fleiri.”
“Þér hafið mitt fulla leyfi,” sagði
konungur.
Morguninn eftir fór kallari um
þorpið og tilkynti að nú hefði timbr.
ið stíflast í ánni og væri skorað á
alla góða þegna að veita aðstoð sína
til að ryðja stífluna. Fólkið þyrpt-
ist að úr öllum áttum niður i dalinn
og konungurinn og eg slóumst i för-
ina.
Hundruð af aflimuðum deodar-
trjám höfðu strandað við klettasnös
og áin bar í sífellu meira og meira
af.við sem ók á stífluna. Vatnið
orgaði og suðaði og vall og nauðaði
á timbrinu, en þegnarnir reyndu að
stjaka við trjábolunum með löngum
sköftum, til að koma þeim á hreyf-
ingu. Alt í einu heyrðist allur mann-
fjöldinn kalla: “Namgay Doolan!
Namgay Doolan!” og langur rauð-
hærður maður sást koma hlaupandi
og tína af sér spjarirnar á sprett-
inum.
“Þetta er hann! Þetta er upp-
reisnarmaðurinn!” sagði konungur.
Nú verður stíflað losuð úr.”
“En hversvegna er hann rauð-
hærður?” spurði eg, því að rautt
hár meðal fjallabúanna þarna var
eins sjaldgæft og blátt eða grænt.
“Hann er útlendingur,” sagði
konungur. “Vel af sér vikið, vel af
sér vikið!”
Namgay Doolan hafði klifrað út
á timburhnútinn og var að lyfta
upp rótarendanum á einu trénu, með
einhverju, sem líktist klunnalegum
bátshaka. Tréð mjakaðist hægt á-
fram eins og krókódíll og þrjú eða
fjögur fóru á eftir. Grænt vatnið
spýttist upp úr farinu. Þá
öskruðu og ýlfruðu þorpsbúar
og hlupu út á flekann til að hjálpa
til, en rauði hausinn á Namgay
Doolan stóð upp úr f jöldanum eins
og klettur úr hafi. Trjálaupurinn
skalf og nötraði i hvert sinn, sem tré
að ofan rákust á hann, en loks lét
haftið undan síga og allur viðarköst-
urinn brunaði af stað. Eg sá rauða
hausinn hverfa i djúpið en siðasta
haftið fór niður á milli trjábolanna.
Hann kom upp aftur rétt við ár-
bakkann og nú blés Namgay Doolan
eins og hvalur ,strauk vatnið úr
augunum og hneigði sig fyrir kon-
ungi.
Eg virti manninn fyrir mér. Það
sem mest bar á var rauða hárið og
skeggið en í hárlubbanum sá eg tvö
falleg blá augu, ofan við stór kinn-
bein. Vissulega var hann útlend-
ingur en að máli, háttum og lát-
bragði eins og Tíbetbúi. Hann tal-
aði Lepcamállýsku en var sérlega
mjúkur á kverkstöfunum.
“Hvaðan ert þú?” spurði eg for-
viða.
Framh.
Fréttir
Hröp í Ölpunum
í þeim hluta Alpanna, sem er
innan landamæra Frakklands,
hafa hrapað alls 128 fjallagöngu-
menn síðan 1923 og þykir það lítið,
samanborið við slysin annarsstað-
ar í fjöllunum.
Einstein og Þýzka stjórnin
Þýzka stjórnin hefir tilkynt op-
inberlega, að allar eignir Einstein
og konu hans væru teknar eignar-
námi af Pússneska ríkinu.—FÚ.
Frægt Morðvopn
í borginni Liege í Belgíu hefir
nýlega fyrirfundist fallöxi, sem
notuð hefir verið við aftökur fyrr-
um, en um langt skeið hefir verið
geymd niðri í kjallara dómhallar-
innar þar í borg. Hefir morðvopn
þetta verið til sýnis i sumar og
vakið mikla athyígli, því að það
kvað vera nákvæm eftirlíking af
fallöxi stjórnarbyltingarmann-
anna. í París, sem þar var tekin í
notkun 1792. Aftökupallurinn er
rúmlega 7 feta hár. Ýmsir nafn-
greindir og illræmdir morðingjar
hafa verið teknir af lífi með
fallöxi þessari í fýrra hluta 19.
aldar.
Togarinn Huginn í Hafnarfirði
kom af veiðum með 1200 körfur
fiskjar, og fór cleiðis til Englands
með aflann í nótt. Rán kom frá
Englandi í fyrradag og fór á veið-
ar í gær,-—>Nýja Dagbl. 25. nóv.
Úr Keflavík
Nokkrir bátar réru hér síðastl.
þriðjudag og öfluðu 5—6 þúsund
pund hver. Aflinn er ísaður til
útflutnings. í suðaustan rokinu í
fyrradag sökk hér á höfninni opinn
vélbátur og var í dag unnið að
því að ná honum upp. Báturinn
var vátrygður hjá Sjóvátrygging-
arfélagi íslands.—Nýja Dagbl. 25.
nóv.
Togarastrandið á Skaga
Frekari fréttir af strandi to!g-
arans Neue Fundland nálægt Vík
á Skaga eru þær, að nú er eitt
varðskipanna að reyna að ná tog-
aranum út, en talsverður leki er
kominn að skipinu, og álitið er að
það sé mjög laskað. Mikill fiskur
er í skipinu. Skipverjar fóru strax
út í annan þýzkann togara, sem var
á flóanum.
A Modern School of Business
in a
Modern Office Building
The Angus School of Commerce
Sixth Floor—Telcphone Huildiii”—Porttgc Ave.
Winnipeg
Phone 9-5678 — Ask. for Prospeetus
Angus School of Commerce
and
ANGUS SCHOOL OF ACCOUNTANCY
AND BUSINESS ADMINISTRATION
NEW TERM COMMEftCES
TUESDAY, JANUARY 2nd
Unexcelled Fáculty
W. C. Angus, C.A.; A. J. Gray, F.C.I.; I>. S. Ijofthouse, C. A.; I. Brydon, B. Hyndman,
Marguerite DcDeeker, Jean Law, P.C.T.t Kay Hopps.
Special Lecture Staff of Eight Chartered Accountants
SFPKRIOn PRKMISES
The College is loeateil on the sixth
floor of the new TELEPHONE BUILD-
ING—Winnipeg’s finest modern office
building. The rooms are lofty and
flooded with natural light; the decora-
tive scheme is pleasing and restful; the
floors are covered with rubber tiling;
the air is filtered, humidified, cooled
and circulated continuously. Separate
rest and cloakrooms are provided for
students. The appointments and ser-
vices in the building and in the school
are conducive to Health — Comfort —
Quietness — Study.
MODERX EQITIPMENT
No expense has been spared in pro-
viding up-to-date furishings and equip-
ment. Modern offica furniture has re-
placed the old style of one-size schooi
desks and attached seats in the dass-
rooms. Soundproof partitions, absence
of distracting noises from the street,
noseless typewriters, all make for quiet-
ness within the school, and for quicker
and better results. The installation of
other latest office appliances make the
A.S.C. unexcelled in furnishings and
equipment.
TCITIOX
Day School $15.00 a month. Night School, $5.00 a month.
Half Days—Morning or Aftcrnoon. $10.00 a month.
mm