Lögberg - 04.01.1934, Qupperneq 1
PHONE: 86 311
Seven Lines
RiJGsS§> *■*"
li!g
ited
For
Service
and Satisfaction
47. ARGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 4. JAN. 1934
NÚMER 1
_ ^
Lögberg óskar öllum Islendingum gleðilegs Nýárs!
Ofviðri í fyrrinótt um
Suður- og Vesturland
í Hnífsdal fuku þök af hlöðum,
og einnig fuku hev og hjallar. Þak
barnaskólans skemdist allmikið, og
rúður brotnuðu. Hnífsdælingar
segja að slíkt veður hafi ekki komið
síðan 1902. Vélskipiið Svan rak
burt af Hnífsdalsvík, þar sem það
lá mannlaust fyrir akkeri. Tveir
samvinnubátar fóru í morgun til að
leita þess, en voru ókpmnir um kl.
16.40 i gærkvöldi.
Á Rafnseyri var fárviðri fram á
morgun. í Stapadal fauk þak af
hlöðu, og 50—60 hestar af töðu.
Á Bíldudal fauk þak af íbúðar-
húsi Jóns Jóhannssonar. fEinnig
brotnuðu þar sex símastaurar.
Á Akranesi var aftaka hvassviðri.
Trébryggja í Steinsvör skemdist
mikið, þak skemdist á húsinu Braut-
arholt, og þak reið af heyhlöðu á
Jaðri, og nokkrir hestar af heyi
fuku. Tvo báta rak af bátaleg-
unni, en þeir urðu ekki fyrir skemd-
um. Sjór gekk í saltgeymsluhús og
ákemdist þar salt.
Á Sandi var einnig ofsaveður og
fimm vélbátar sukku á Krossavík.
Þeir náðust þó allir í dag lítið
skemdir og ekki er vjtanlegt að
annað tjón hafi þar orðið.
í Vestmannaeyjum var sunnan-
stórviðri í fyrrinótt og mikill sjó-
gangur. — Gufuskipið Kongshaug,
sem var nýbúið að afferma salt,
slitnaði frá Básaskersbryggju og
rak upp á Eiðið. Skipið e^ þó tal-
ið óbrotið og líkur til að það náist
út. Einnig rak sex vélbáta og
nokkra smábáta upp á Eiðið og eru
flestir þeirra meira eða minna brotn-
ir. Þar urðu fleiri skemdir á bát-
um, sem lágu á innri höfninni. Smá-
skemdir urðu einnig á bryggjum og
öðrum mannvirkjum á landi.
í Keflavík urðu nokkrar skemdir
á hafskipabryggjunni. en ekki er
vitað hversu miklu tjónið nemur.
Þá flæddi átta kindur fyrir innan
Vatnsnes, er átti Magnús Jónsson í
Keflavík.
Nýja Dagbl. 2. des.
Fimmtán ára fullveldi
f dag eru 15 ár, síðan ísland varð
fullvalda ríki.
Fullveldi íslands má líkja við
fúlgufé, sem er saineiginlegur sjóð-
ur allrar þjóðarinnar og þó skift
niður í hvers manns eigu. Hver
maður meðal þjóðarinnar hefir
nokkuð af auði sínum þaðan,
draumum og stórhug, von og trú,
metnaði og kappi, uppeldi og ment-
un, vilja og . úrkostum, starfi og
stríði. Ekki er auðvelt að gera sér
það full-ljóst, hversu miklu auð^
ugra líf þjóðarinnar og hvers ein-
staks manns í landinu hefir orðið
við fullveldið, af því að sá auður er
í órofatengslum við alt okkar líf.
Við eigum fullveldið okkar á sama
hátt og við eigum okkar líf, okkar
gáfur—og okkar vandræði.
Ef til vill skiljum við gildi full-
veldisins ofurlítið betur með því að
hlusta andartak eftir braki af
skjöldum frá baráttunni fyrir að
öðlast það:
“Vilji menn eiga undir því
að hrópað upp verði í himininn
frá hafsströnd til öræfa lands
af brennándi hörmum það bænaróp
f rá brjósti hvers einasta manns:
Guðs heift yfir þá, sem nú hika sér
við
að heimta vorn rétt eins og menn,
Guðs hefnd yfir þá, sem oss rétti'
hafa rænt
og ref jast að skila’ ’honum enn.”
Þetta er tilvitnun í lítið kvæði
frá því einhverntíma um 1908. Þá
þótti svona mikils um vert réttinn
til sjálfstæðis, um fullveldið. Heyra
menn ekki, að þetta er eins og hróp
örbjarga manns eftir auðugra lífi?
Á þessum fyrstu fimtán fullveld-
isárum íslendinga hafa orðið meiri
framfarir í landinu en á nokkru öðru
timabili jafnstuttu í æfi þjóðarinn-
ar. Hún hefir eflst að auði og
þekkingu.
En gildi lífsins er ekki ^ilt fólgið
i auði, heldur líka í sannindum.
Snorri Sturluson telur einn vin sinn
“sælastan undir sólu sannauðugra
manna.” Það var “góður búþegn,
en ekki féríkur.” Við Islendingar
þurfum fyrst og fremst að geta
valdið okkar auði, skipað okkar
málum eins og siðuð þjóð. Það
er að vera sannauðug þjóð og full-
valda í raun og veru.
A.
Nýja Dagbl. 1. des.
MIKILL TEKJUHALLI
Samkvæmt simfregnum frá
Fredericton, N.B., nemur tekju-
halli fylkisstjórnarinnar í New
Brunswick, $424,517, á nýliðnu
fjárhagsári.
ÚANCobOkASArN
1-J5809
ÍS.f AMB.-5 v
IION. E. A. DUNLOP
LÁTINN
Á nýársdaginn lézt í Torontoborg,
Hon. E. A. Dunlop, fylkisféhirðir,
Henry-stjórnarinnar i Ontario, hinn
mætasti maður, fimtiu og átta ára
að aldri.
SJÖ SKIPAÐIR 1
ÖLDUNGARÁÐ
Þann 31. desember síðastliðinn
skipaði sambandsstjórnin sjö menn
til þess að fylla sæti, sem auð höfðu
verið í efri málstofunni um hríð.
Eftirgreindir menn hlutu tignina:
Alfred E. Fripp, lögmaður í To-
ronto og fyrrum sambandsþingmað-
ur; Louis Cote, fylkisþingmaður í
Ontario fyrir eitt af Ottawa kjör-
dæmunum: Andre Fauteux, fyrr-
um ráðgjafi, Lucien Maraud, ungur
lögmaður í Quebecborg; Ralph B.
Horner, stórbóndi að Blaine Lake,
Sask., og utn eitt skeið einn af með-
stjórnendum þjóðeignabrautanna—
Canadian National Railways; Hora.
tio C. Hocken, fyrrum sambands-
þingmaður fyrir Torontoborg og
Walter B. Aseltine, lögfræðingur og
hveitiræktarbóndi a<5 Rosetown,
Sask. -------------
átta lögmenn fá
K.C. NAFNRÓT
Fylkisstjórnin í Manitoba gerði
núna um áramótin átta lögmenn að
Kings Counsellors. Eru þeir D.
Grant Potter, F. Trafford Taylor,
J. M. George, Donald A. Ross, Gar-
nett Coulter, Hon. E. J. McMurray,
H. C.'Morrison og A. B. Rosevear.
Sex eru lögmenn þessir búsettir i
Winnipeg, einn i Deloraine og ann-
ar i The Pas.
SKIPAÐUR FJÁRMÁLA-
RÁÐGJAFI
Roosevelt Bandaríkjaforseti hefir
tilkynt, að Henry Morgenthau,
yngri, hafi aflagt embættiseið sem
fjármálaráðgjafi í stað Mr. Wood-
in’s er var knúður til þess að segja
af sér sakir heilsubrests. Mr. Mor-
genthau hefir gegnt embætti þessu
um hríð, sem settur ráðgjafi.
Til Rósu Ousman
(90 ára ung)
Um Stóradal sveif leiftur liðins tíma,
Frá landnámsöld; þar þjóðhelg birtust vé.
Horfin í bili mannkyns myrkurgríma,
Þau myrkrakvöld nú drógu sig í hlé.
Þá var sem ísland eygði frægri daga.
Sá íslendingur framar öðrum sté.
Endurvakin var hin fyrri saga!
Volöld er ríkti sultarkjörum nærri;
Hrunin í rústir Iiátign æðri laga.
Rís þá á Fróni bóndi, bændum stærri,
Bjart-sýnn eygir nýjan vonarheim.
Því Kristján Jónson; hann var öllum hærri
Hokursbændum. Greip því mundum tveim
Það sem áður allri virtist fjarri
fslandsþjóð—og falið lengst í geim.
Hann faðir þinn var frumbýlingur, Rósa!
Frumherji á nýju sviði þjóðar.
Æðri blossi nýrri norðurljósa,
Nýrri daga, hærri, fegri slóðar.
Og þú, sem ruddir veg í Vesturálfu,
Þér voru slíkar föðurdygðir góðar.
Því Ijósin þau, frá ljósi íslands sjálfu,
Oft lýstu köld þá ríkti vetrarnótt.
Þín örlög voru rakin heil frá hálfu
Þess heimalands, er gaf þér von og þrótt.
Þín gæfa var að geta eldra bálið
Til gæfudaga eigin jijóðar sótt.
Þín gleði var að eiga móðurmálið,
Er miðlar trú á annað fegra líf.
Þótt geti eigi “Gunnarshólma” stígið,
Þig gleðja vildi þannig, aldna víf!
Því Vestur Islendingsins eina vígið
Er eldri saga, þar vor vörn og hlíf.
Því: “lágum hlífir hulinn verndarkraftur,
Hólmanum þar sem Gunnar sneri aftur. ”
0. T. Johnson,
1501—11 Ave. So., Minneapolis, Minn.
Frá Islandi
Lilja, hiS fræga kvæði Eysteins
Ásgrímssonar, er nú komið út í
vandaðri útgáfu á kostnað Bóka-
verzlunar Sigurðar Kristjánssonar.
Guðbrandur rithöfundur Jónsson
hefir búið kvæðið undir prentun, og
ritað .fróðlegan þátt um “Bróður
Eystein Ásgrímsson og Lilju.” —
Veðurblíða er nú um land alt og
mun það mjög sjaldgæft, að veður
séu jafnstilt og r.ú, um þetta leyti
árs. Auk þess hefir verðáttan í
haust verið með allra hlýjasta móti.
Er nú kominn nærri miður desem-
ber og verður vart sagt, að gránað
hafi i fjöll hér sunnanlands.
Vísir 12. des.
ý
1
KIRKJAN
Guðsþjónustur í Fyrstu lút. kirkju
sunnudaginn 7. Janúar
1. Hádegis-guðsþjónusta (ensk) kl. 11 f. li.
2. Síðdegis-guðsþjónusta (íslenzk) kl. 7 e. h.
Síðastliðinn laugardag var eitt hið
mesta aftakaveður sem komið getur
á Flateyjardal. Brettingsstaðakirkja
var njörfuð niður við stóran stein,
sem vegur 500 kg. Þegar hún fór,
dró hún steininn um 12 álnir í loft
upp, því að kirkjan snerist við, og
kom niður á turninn, en þá losnaði
bjargið og datt niður hinum megin
við hana. Nýtt járnþak fauk af
hlöðu á Flatey og ónýttist. Hey-
skaði allmikill varð þenna dag á
nokkrum stöðum á Tjörnesi.
Alþ.bl. 8. des.
Lipurð
Fyr hef eg ýmsan fimleik séð,
en fimi, lika þinni,
svo leikandi, svifandi líkamsmýkt,
eg leit ei nokkru sinni.
Þú kemur við gólfið og kastast í
hring
eins og knöttur, sendur af hendi,
og syngur undir það sólskinslag,
er sumardísin þér kendi.
Þú, snögg eins og leiftur í loftköst-
um ferð,
þú líður sem frækorn í blævi.
í dýrlegum fögnuði dag hvern, þú,
dansar, uns lýkur æfi.
Þótt mörg sé í dansinum mjúk og
glæst
af meyjum skemtistaða,
þú berð af þeim öllum í léttstígri list,
í lipurð og snúningshraða.
Þetta er staðreynd, en þó er nú svo,
að þannig er vegið og metið,
að þær eru dáðar og þeirra er minst,
en þin er að engu getið.
Hví gerist það svo, að menn gleyma
þér,
en geyma þær jafnan i huga?
Jú, þær eru konur, já, það er satt,
en þú ert — maðkafluga.
Böðvar frá Hnífsdal.
Síldarútgsrð Breta.
Collins, ráðherra Skotlandsmála,
sagði í ræðu, sem hann hélt í neðri
málstofunni nýlega, að ríkisstjórnin
vwri að gera alt, sem í hennar valdi
stæði, til þess að afla markaða á
meginlandinu fyrir skozka síld.
Einnig sé ríkisstjórnin um þessar
mundir aS reyna að fá Rússa til
þess að kaupa allmikið af síld í Bret-
landi, vegna minkandi eftirspurnar
frá öðrum löndum. Síldarframleiðsla
Breta hefir minkað um 2/3 miðað
við það sem var fyrir stríðið.
Kommúnistar á spítala.
Á sjúkrahúsi einu í Warschau
hefir komist upp um kommúnista-
samsæri meðal læknana og hjúkrun.
arfólksins og hafa 10 læknar og 53
af öðru starfsfólki sjúkrahéssins
verið handteknir.
Leif Ericsson and the
Discovery of America
A Radio Address Delivered by
Professor Richard Bcck
Over Station KFJM at Grand Forks
North Dakota, Oct. 9, 1933-
The Scandinavians of old were
not merely rutUless pirates, destroy-
ers of life and property, as popular
opinion would have us believe. Their
farflung and vigorous activities on
land and sea were constructive no
less than destructive. These brave
men of the northern countries were
founders of communities and build-
ers of cities in many parts of
Europe; they were pioneers in the
true sense of that significant word.
They colonized the Faroese Islands,
Iceland, and Greenland; íinally, as
a fitting climax to their exploring
and settling of new lands, they dis-
covered America.
In or about the year 1000 of our
era Leif Ericsson, a native of Ice-
land, landed on the eastern coast of
the North American continent, the
first European, according to depend-
able sources, to discover the New
World. Upon this fact historians
now generally agree. Even the late
Dr. Fridtjof Nansen, the famed
Norwegian explorer, who subjected
the Icelandic sources dealing with
the discovery of America to the
most extreme criticism, was con-
strained to admit that “it must be
regarded as a fact that the Green-
landers and Icelanders reached coun-
tries which lay on the northeastern
coast of America; and they thus
discovered the continent of North
America, besides Greenland, about
five hundred years before Cabot
(and Columbus)” The distinguished
English historian and geographer,
Sir Charles Raymond Beazley, pro-
fessor of history in the University
of Birmingham, formerly lecturer
in history and geography at Oxford
LTniversity, begins his account of
Leif Ericsson in the latest (1929)
edition of the Bncyclopaedia Britan-
nica with this statement: “Leif
Ericsson, Scandinavian discoverer of
America, of Icelandic family, the
first known European discoverer of
‘Vinland’ or ‘Vineland the Good,’
in North America.” Similar testi-
mony of numerous leading historians
could easily be added. Let it also
be said that many histories of
America refer, although not always
adequately, to the discovery of this
continent by the Norsemen. It seems
to me that every history of the
I nited states, if only for the sake
of completeness, should include an
account of that remarkable dis-
covery. For as T. D. Kenrick,
of the British Museum, effectively
puts it in his excellent History , of
the Vikings (1930): “There is no
chapter in the history of the Norse-
men abroad that is finer reading
than the tale of those brave and
simple seamen who discovered Ame-
rica. For they were only poor
Greenlanders and Icelanders, these
first white men in the New World,
not commanding íor their explora-
tions a well-equipped and magnifi-
cent fleet from Norway, but em-
barking upon their audacious enter-
prise, a most fearless navigation of
unknown seas, if not in an single
ship, at most only in tiny companies
of two or three vessels.”
Through the efforts of many in-
terested individuals and organiza-
tions, not least through the labors
of many Norwegian-Americans, the
discovery of America by Leif
Ericsson has already been given
considerable recognition in this
country. The memory of this fear-
less explorer has been commemo-
rated in various ways. Monuments
have been erected to him in Boston,
Milwaukee and Chicago. There are
four Leif Ericsson parks located in
cities on this continent, in Brooklyn,
N. Y., New Rochelle, N.Y., Saska-
toon, Sask., and Duluth, Minn. In
Chicago, one of the most beautiful
drives to be seen in any city is
named Leif Ericsson Drive.
The state legislatures of Wiscon-
sin, Minnesota and South Dakota
have already designated October 9th
as Leif Ericsson Day. North Dak-
ota has also officially recognized his
discovery of this continent. In 1927
both houses of her state legislature
passed a resolution to that end, for
we read in statutes of the state re-
garding holidays as follows: “The
twelfth day of October, which is
Discovery Day, to commemorate
the discovery of America by Leif
Ericsson about the year A.D. 1000;
and by Christopher Columbus in the
year A.D. 1492.” This was ap-
proved by the Governor of North
Dakota on March 3, 1927.
The national government of the
United States has also given recog-
nition to Leif Ericsson’s discovery
of America in a noteworthy and
lasting manner. On June 21, 1929,
the President of tHe United States
approved a resolution, previously
passed in both Houses of Congress
unanimously, of which the first sec.
tion reads in part: “ . . . . and the
Presidept be, and is hereby, further
authorized and requested to pro-
cure a suitable statue or other me-
morial to Leif Ericsson and present
the same as a gift of the American
people to the people of Iceland in
connection with íhe American par-
ticipation in such celebration.” Re-
ference is here made to the Mil-
lennial of the Icelandic parliament
in 1930. And as is well known, the
President of the United States ap-
pointed a delegation of five eminent
Americans to take part in that cele-
bration; and on the same occasion
there was presented to the people of
Iceland, as a gift from the people of
the United States, a magnificent
statue of Leif Ericsson, the work of
Framh. á bls. 8