Lögberg - 04.01.1934, Blaðsíða 3

Lögberg - 04.01.1934, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. JANÚAR, 1934 3 Sólskin Sérstök deild í blaðinu Fyrir börn og unglinga GAMLl MINN (Minning) Eéttu nafni hét hann Óðinn og var líka nefndur svo nema seinustu árin, að eg kallaði hann Gamla minn. — Hann var fæddur 29. júní 1889, en feldur í nóvember 1914, svo að þaS var í rauninni ekkert uppnefni þótt eg seinustu árin nefndi hann þessu nafni. Á lit var hann fagurbleikálóttur, mjög fax- og tagl- prúSur. Aldrei, alla æfina, var hann öSru vísi en spikaSur og sællegur; hafSi aldrei helzt og aldrei meiSst, enda síSutakalaus með öllu, en dálítiS grár í hnakkfarinu. MeSal- hestur var hann á hæS, en fremur stuttur, og afar þrekinn um bóga, liálsstuttur og liáls- sver. Veitti honum því erfitt aS bera sig hátt, enda ekki ætlast til þess af honum, aS öllum jafnaSi. Fyrstu ástsæld sína átti hann litnum aS þakka. Foreldrar mínir höfSu átt bleikálóttan reiShest fyrstan hesta, sem hét ÓSinn. Lang- aSi þau jafnan. eftir fráfall hans, til að eign- ast aftur eins litan reiShest. Eg> var 11 ára, þegar Gamli minn fæddist. Þegar sást aS fjölgaS var hjá mömmu hans, var og sendur eftir l>eim, og honum þegar gefiS nafniS ÓS- inn, eftir hinum. LofaS var lionum fyrstu þrjú árin að “ganga undir” og færði liann sér þaS vel í nyt, þótt miklum erfiðleikum væri það háS fyrir hann upp á síðkastiS, því aS leggjast varS hann á hnén til aS ná í “brjóstið.” Á fimta vetur var hann vanaður og þá kópalinn fram í “græn grös.” Uppeldið var miðað við að gera hann ómergisvikinn. Hann átti að verða reiðhestur móður minnar aðallega, en fótfúinn reiðhest vildi hún ekki eiga. Þegar hann svo um vorið 5 vetra gamall, var gró- inn sára sinna, var mér falið að temja hann. Eg' sameinaði þá það tvent, að vera bæði klaufskur og kraftalítill, en hann að hinu leytinu sterkur ogmjög einrænn í skapi. Tókst tamningin ekki það sumar sem skyldi af þess- um ástæðum, þannig meint, að liann var stíf- ur og ósveigjanlegur þegar því var að skifta, sem þó lagaðist vonum bráðar. Þetta sumar lézt móðir mín, en gaf mér folann áður og lét svo um mælt, að hann skyldi blessast mér bæSi vel og lengi. Ekki var því að undra, þótt mér yrði lilýtt til lians þegar í byrjun. Upp frá þessu var hann reiðhestur- inn minn, sem engum leiðst að koma á bak né snerta, hvað sem í boði var. En eg reið hon- um líka alt, sem eg fór á hesti eftir þetta. Hann var 6 vetra er hann fór fyrstu lang- ferðina, sendur mér þá til Reykjavíkur. Vor- um við margir saman og fórum norður fjöll, og oft óskynsamlega og illa riðið, eins og gengur. Þegar kom að Búðará, lét eg þess getið, að eg væri hræddur við að ríða honum einum norður yfir Stórasand, í þeirri aur- bleytu, er þá var á fjöllunum. GuSmundur óðalsbóndi Þorsteinsson í Holti í Svínadal var með í förinni. Hann vissi hvað mér var innan brjósts, spretti af folanum og lagði linakk minn á hest frá sér, er hann svo lánaði mér yTir allan Sand. Margt drengskapar- bragð hefir mér verið gert um dagana, en varla neitt, er mér hefir þótt vænna um en þetta — ef til vill af því, að það var gert ó- beðið og orðalaust. Eg gleyipi því aldri, þótt í engu hafi eg lauuað það. Þetta var fyrsta langferð Óðins míns og sú eina, er liann fékk að ganga nokkuð af leiðinni laus. Eftir það reið eg lionum öll vor úr skóla og flest haust í skóla og alt af einhesta, enda fanst mér orðið eins og eg gerði honum hálfgerða mink- un, hefði eg hest með honum. E|g fann held- ur aldrei þreytu á honum ungum né gömlum; þvert ámóti var hann æfinlega viljugri að kveldi en morgni. — Haustið 1905 reið eg honum seinast milli Norður- og Suðurlands. Bar þá orðiS á fóltaveiki í lionum, er hann stóS í hlaSi. Lofaði eg honum þá, er og kvaddi liann og sendi heim úr Borgarnesi, að eg skyldi ekki oftar ríða honum í langferð, enda var þá skólanáminu lokiS. Þau 9 ár, er liann lifði eftri þetta, hvarf fótaveikin alger- lega; honum líka sjaldan komið þá á bak. Eg á margs að minnast frá samverutím- anum, og er það alt “á sömu bókina lært:” Þrekið óbilugt, alt af jafn fótviss og ábyggi- legur þótt löngum væri á yngri árunum fariS ógætilega; viljaeinkennin alla æfina hin sömu: Þungur geSvilji, sem örfaðist því lengur sem riðið var, en stífni ekki nema á fyrstu árun- um; gangurinn eftir vegi og taumhaldi, brokk eða stökk sem stirt var fyrir fæti og þeg- ar ekki var sérstaklega mælst til aS fá skeið, en óðara og ögn var tekið í tauminn lyfti hann snoppunni til svars og tók “sporið.” Víxl- spor steig liann aldrei. Enginn hestur hefir skilið mig betur. Eg þurfti aldrei að slá í hann né “berja fóta- stokkinn,” er mér lá á að hann tæki stökkið fljótt. Eg hallaði mér fram, víst á einhvern sérstakan hátt, sem hann þekti, en þá var meiningin að hann tæki fulla ferð af sporinu, væri verulega viSbragðsgóður, ef til vill til að reyna sig við aðra, stökkva yfir keldu eða skurð eða þá til þess að verða skrefadrýgri í endalok sprettsins á skeiðinu. Mjög var hann mis-viljugur eftir því hver á honum sat. Alla æfina var hann káldlyndur og það mér til raunar, vildi aldrei klapp né neinar gælur við sig, þótt eg vildi votta honum þakkláts- semi mína fyrir eitt eða annaS. Mjög oft fór hann einförum í haga og batt aldrei trygðir við neitt hross nema Freyju Björns bróSur míns. Þau voru líka lengst af saman í lang- ferðunum haust og vor. Af henni virtist hann ekki mega sjá. Röltstyggur .var hann fram á efri ár og þá ekki ugglaus með að slá, væri hann kominn í klípu með að verja sig. AS öllu öSru leyti var hann sérstaklega þægur og laus við fælni, hvað sem hann sá eða heyrði. Á stalli var liann “góður fyrir sig,” óáreitinn að fyrra bragði, en hafði sinn ó- mælda skerf fyrir öllum stallbræSrum. Seinasta veturinn, sem hann lifSi, hafði eg hann við beitarhús og lét hann nieð ánum ráSa úti- og inniveru sinni; gaf honum töðu í stall, sem ærnar náðu ekki upp í. Virtist hann una þessu ágætlega. NotaSi hann sér jöfnum höndum það, sem gefið var á garðann og hitt, sem hann átti sjálfur. Hafði eg hann á skaflajárnum til öryggis, þegar Ihálkur gerði, enda var hann vanur því mestalla- starfstíð sína. Aldrei varð ánum það að meini um veturinn. Hann fikraði sig í hægð á milli þeirra og þær stukku fram hjá honum og undir kviðinn án þess liann kipti sér upp við. Vel hefði hann getað lifað lengur, því að heilsugóður sýndist hann vera, en hinsvegar leyndi sér ekki, að hann var orðinn mjög stirður og veitti örðugt að hreyfa sig nema afar-hægt. Gat eg því ekki lagt á hann það erfiði, sem honum var í allri notkun, en hafði heldur ekki ástæður til að gefa honum fleiri vetur brúkunarlausum, enda þótt hann hefSi margsinnis átt skiliS að fá að lifa á eftirlaun- um nokkura vetur, eftir alt og alt í rúm 20 ár, sem eg hafði átt hann og notað. HaustiS 1914 fór eg til Reykjavíkur til að leggjast í sjúkrahús. Kvaddi eg hann áður hinztu kveðju, því að eg la>gSi svo fyrir, að hann yrði feldur áður en eg kæmi aftur heim. Hefi eg sjaldan kvatt vini mína með meiri söknuði. Allan samverutímann og enn í enduríminningunnji stendur hann fleétum ofar í huganum. Á hans lilið var kynningin skuggalaus, en hvað mig snertir, reyndi eg æfinlega að sýna honum nærgætni og reynast honum eftir föngum vel. Hann brást trausti mínu aldrei, reyndi eg þó—einkum á yngri árum—oft ógætilega mikið á það. En eg hefi aldrei, hvorki fyr né síðar, fundið mig örugg- ari á neinu baki en hans. Og þegar eg hugsa út yfir landamærin, þá langar mig eigi sízt til að hitta hann aftur, þeirra vina, sem á undan eru farnir. TorfastöSum í skammdeginu 1932. Eiríkur Þ. Stefánsson. —Dýraverndarinn. SÖNGVARINN FLEYGI Söngvarinn fleygi, sumarelski bróðir svifinn um óravegu heim til mín. Velkominn, kæri, vertu á fornar slóðir, varpliólminn er að prýða klæðin sín. Velkominn enn og heill með hörpu skæra, heilsar þér, vinur, fósturjörðin kæra. Söngvarinn fleygi, vinur vængja létti, vegmóði garpur, hvíl þig nú um sinn. Þú fylgir sól og sumri á vorum hnetti, saklausi, fagri, litli smælinginn. Fjötrar ei neitt þinn fót né bannar veginn, frjálst er þér valið, lifðu sólarmegin. Söngvarinn fleygi, ofsóttur um aldir, öllu ei trúað verður hér á jörð: hvima um dali liugir jökulkaldir, lielsári veldur ennþá kúlan hörð. Alið er dýriS enn í brjósti manna, ennþá er níðst á rétti smælingjanna. Söngvarinn fleygi, stiltu þíða strengi, strjúktu þá létt við yl af sólarglóð. Loftfarinn slyngi, syngdu sætt og lengi söngvana þína yfir landi og þjóð. Söngvari! gefðu vængi vonum minum, vaggaðu minni sál á tónum þínum. Söngvarinn fleygi, syngdu um daga bjarta, sólríka daga á vorri fósturjörð. Vektu með gleðisöng í hverju hjarta hugrekki, vonir, lof og þakkargjörð. Leiddu með söngnum dísir drauma minna. DrykkjaSu öllu af lindum tóna þinna. Vilhjálmur Ólafsson, SkarSsseli á Landi. —Dýraverndarinn. SUNNUDAGS HUGLEIÐING Textinn: Lukas 15, 11—24. Textinn, sem vitnaS er til hér að ofan, segir frá syninum, sem liafði farið í fjarlæg lönd úr heimahúsum, vel búinn að efnum, en sóaði þar fé sínu og lenti í eymd. Og sonur- inn ákvað að fara heim til föður síns aftur og beiðast þess að fá að verða einn af dag- launamönnum hans. Og svo er sagt frá við- tökunum, sem hann fékk hjá föður sínum og g'leði föðursins yfir því, að sá sem týndur hafði verið var fundinn. Hversu margir eru þeir, sem ekki eiga við lík kjör að búa í andlegri merkingu, og glataði sonurinn átti. Hversu margir eru ekki þeir, sem þrá aS hverfa heim til föður- iiúsanna aftur \ Bn þeir hafa ekki kjark til þess að gera það, ekki kjark til þess að biðja fyrirgefningar, þó að þeir viti, að hún verður veitt þeim. Þeir þrá að mega varpa sér fyrir fætur föðursins, en slá því á frest, vegna þess að þeim finst svnd þeirra svo mikil, að þeir geti það ekki. Þeir treysta þvi ekki, að gæska og' mildi föðursins sé svo mikil, að hann fyrir- gefi þeim, jafnvel þó að þeir viti, að hann fyrirgefur hinum mesta syndara. 1 dæmisögunni hefir Jesú.s Kristur brýxit það fyrir syndugum mönnum, að synd þeirra er aldrei svo stór, að liún verSi þeim ekki fyr- irgéfin. Þessi boSun fyrirgefningarinnar gengur eins og rauður þráður gegnum alla kenningu hans: að menn iðrist 0g snúi sér til GuSs. Því að Guð vill ekki dauSa syndugs manns, heldur að hann snúi sér 0g iifi. En það eru ekki aðeins þeir, sem standa í sporum glataða sonarins, sem þurfa að snúa sér til föðursins og biðja um gæsku hans og mildi. Allir þarfnast þess, því að án þess getur enginn kristinn maður lifað gæfusömu lífi hér á jörð. JarSlífiS yrSi raunaleg bar- átta manns, sem aldrei kæmist að markinu. Enginn þarfnast Guðs fremur en einmitt þeir, sem finst að þeir ekki þarfnist lians. Þeir, sem láta sér nægja líkamTega vellíðan og hugsa aldrei um föðurhúsin eða glötunina. Einmitt þeir, menn þarfnast föðuraugans, sem aldrei missir sjónar á þeim og föður- hjartans, sem aldrei þreytist á því að elska og laða, eins og svo yndislega er sagt í einum fegursta sálminum í sálmaibók okkar: “Fyrst boðar GuS sitt blessaða náðarorðið.” Guð lijálpi oss öllum til, að “bregðast ei því boði” heldur leita til föðursins miskunn- sama og góða meðan tími er til. Því að þá munum vér reyna það sama og glataði son- urinn gerði: að faðmur föðursins stendur opinn og að það er gleði yfir heimkomu vorri. —Fálkinn. PROPCSSIONAL CARDS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 SS4 — Offlce tlmar 2-S Heimili 214 WAVERLET ST. Phone 403 288 Winnlpeg, Manitoba DR. T. CREENBERG Dentist Hours 10 a.m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Oraham og Kennedy Sta. Phone 21 834—Office timar 4.30-6 Heimili: 6 ST. JAME8 PLACE Wlnnlpeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Oraham og Kennedy Sta. Talsími 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka ejúkdóma.—Br aS hitta kl. 2.30 til 6.30 e. h. Heimili: 6$8 McMILLAN AVB. Talalmi 42 691 )r. P. H.T. Thorlakson 206 Medlcal Arts Bldg. 2or. Qraham og Kennedy Sta. Phones 21 213—21 144 Res. 114 GRENFBLL BLVD. Phone 62 200 DR. A. BLONDAL 602 Medical Arts Building Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdóma. Er a8 hitta frá kl. 10-12 f. h. og 8-5 e. h. Office Phone 22 296 Heimili: 806 VICTOR ST. Simi 28 180 Dr. S. J. Johannesson ViCtalstimi S—5 e. h. 6S2 SHERBURN ST,—Slmi SO 8T7 Drs. H. R. & H. W. TWEED TannUxknar 406 TORONTO OENBRAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 646 WINNIPEO Dr. A. B. Ingimundson Tannlarknir 602 MEDICAL ARTS. BLDO. Slmi 22 296 Helmllis 46 064 Send Your Printing Orders to Columbia Press Ltd. First Class Work Reasonable Prices A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur likkistur og annast um flt- farir. AJlur ötbflnaCur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarSa og legsteina. Skrifstofu talslmi: 86 607 Heimilis talsiml 501 662 A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. Winnipeg Annast um fasteignir manna. Tekur aB sér a8 ávaxta sparlfé fólks. Selur eldsábyrgB og bif- rei8a &byrg8ir. Skriflegum fyrir- spurnum svara8 samstundis. Skrifst.s. 96 757—Helmas. SS 828 G. W. MAGNUSSON NuMlœknW 41 FURBT STREET Phone 26 1S7 SimiB og semjlB um eamtakitlma H. A. BERGMAN, K.C. tslenxkur IðgfrartUngur Skrlfstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 96 062 og S9 04S DR. A. V. JOHNSON tslenzkur Tannlasknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEO Gegnt pósthflsinu Slml 96 210 Heimilis SS S28 J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B., LL.M. (Harv). izlenzkur lögmaOur * 40 5 DEVON COURT Phone 21469 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LögfrœOingur Skrifst.: 702 CONFEDERATION LIFE BUILDINÖ Main St., gegnt City HaU Phone 97 024 J. T. THORSON, K.C. lslenzkur lögfrœðingur 801 Great Weat Perm. Bldg. Phone 92 765 E. G. Baldwinson, LL.B. tslenzkur lögfrœOingur Residence Phone 24 206 729 SHERBROOKE ST. J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDO., WINNIPBO Fasteignasalar. Leigja hðs. Ot- vega peningal&n og etda&byrgfl af nUu tagl. J i jone 64 221 i J

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.