Lögberg - 04.01.1934, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FÍMTUDAGINN 4. JANÚAR, 1934
Hogberg
Oefl8 Ot hvern fimtudas af
f H K COLUMBIA P R E 8 8 L 1 M I T B D
69 5 Sargent Avenúe
Winnipeg, Manitoba
Utan&skrift ritstjórans.
EDITOR LÖGBERG. 69 5 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
VerO $3.00 um drið—Borgist fyrirtrnm
rbe “Ijögrberg” is printed and published b> The Columbia
íTese, Limited. 695 Sargent Avs.. Winnipeg. Manitoba.
PHONE8 S6 327—86 328
Nýársgjöfin
“Orður og titlar úreit þing
eins og dæmin sanna, •
notast oft sem uppfylling
í eyöur verðleikanna.”
Steingr. Thorsteinsson.
I fjórtán undanfarin ár hefir canadiska
þjóðin lifað lífi sínu, þolað súrt og sætt, horfst
í augu við kreppuna og sigrast á margvísleg-
um örðugleikum án utanaðkomandi metorða-
plástra; hún er í eðli sínu demókratisk þjóð,
með litlar mætur á titlaregni eða prjáli. Ekki
er það nema maklegt, að þeirra manna og
kvenna, er öðrum fremur hafa skarað fram
úr landi og' þjóð til nytsemdar og vegs, sé
verðug viðurkenning sýnd; en sú viðurkenn-
ing er þá alla jafna miklu fremur falin í
trausti og samúð hlutaðeigandi þjóðar, en
málmblöndnum mannvirðinga teiknum.
Að sjálfsögðu verður ekki deilt um það,
þá um úthlutan titla ræðir, og það vonandi í
fleiri tilfellum en hitt, að máltækið forn-
kveðna, “þeim heiður, sem heiður ber” eigi
við; þó dylst það engum hugsandi manni, að
hér er um tvíeggjað sverð að ræða, er beita
má á næsta mismunandi hátt eftir því hver á
heldur.
Margir líta vafalaust svo á, að hér sé
ekki um það mikilvægt málefni að ræða, að
ástæða sé til að gera út af því pólitískt gern-
ingaveður. Um hitt. munu þó sennilega ekki
verða mikið skiftar skoðanir, að þjóðin hafi
vænst einhverrar veigameiri nýársgjafar frá
hendi Mr. Bennetts, en þeirrar, sem nú er
raun orðin á, og það því fremur, sem kjörnir
fulltrúar hennar afgreiddu á sambandsþingi
1919 tillögu til þingsályktunar með miklu afli
atkvæða, er í sér fal bein mótmæli gegn inn-
leiðslu titla í þessu landi; hefði þetta að
minsta kosti átt að hafa verið Mr. Bennett
allglögg bending um vilja þjóðarinnar í máli
þessu.
Foringi frjálslynda flokksins, Mr. Mac-
Kenzie King, er auðsjáanlega mótfallinn
þessari nýju ráðstöfun Mr. Bennetts, eins og
glögglega má ráða af eftirfarandi yfirlýs-
ingu hans, er fréttasambandið canadiska
flutti þjóðinni á nýársdaginn. Yfirlýsingin
er að efni til á þessa leið:
“Tilkynning forsætisráðgjafans um það,
að hann hafi mælt með því við hans hátign
konunginn, að vissum canadiskum borgurum
yrði veittir titlar, ber ljósan vott um það, hve
hann skoðar sig me|5 öllu óháðan þinginu, og
þá ekki síður vilja þjóðarinnar, eins og hann,
fyrir munn kjörinna fulltrúa hennar, greini-
legast kemur fram í neðri málstofunni. 1
þeirri deild hins canadiska þjóiðþings, var
borin fram og afgreidd, 1919, þingsályktunar
tillaga, að hans hátign konunginum, mætti
allra mildilegast þóknast að veita eigi þegnum
sínum í landi hér, titla, eða önnur skyld virð-
ingarmerki, eftir þann tíma, að undanskyldu
því, ef um sérstök afrek á sviði sérmentunar
eða embættisrækslu væri að ræða. Tíu árum
síðar, eða á þinginu 1929, var mál þetta reifað
á ný, og kom þá ennfremur skýrt og ákveðið í
ljós að vilji þingsins í þessu tilliti var öldung-
is óbreyttur. Kom þá fram uppástunga um
það, að þingsályktunartillagan frá 1919 skyldi
tekin til yfirvegunar á ný, og sérstök þing-
hefnd sett til þess að íhuga það, hvort leyfðir
skyldu titlar hér í landi eða ekki. Úrslitin
urðu þau, að uppástungan var feld frá nefnd
með 114 atkvæðum gegn 40. Af þessu er
sýnt, að þingsályktunar tillagan frá 1919
heldur enn sínu fulla gildi, þó forsætisráð-
gjafinn í nýársboðskap sínum telji hana
hvorki bindandi, né heldur hafa nokurt laga-
legt gildi.
Um kjarna þessa máls verður vafalaust
ítarlega rætt, er þing kemur saman, innan
mánaðar eða svo; en á meðan væri ekki úr
vegi, að alþjóð manna glöggvaði sig á því, hve
vilji kjörinna fulltrúa hennar hefir verið að
vettugi virtur; tneðferð þessa máls er enn eitt
ájireifahlegt dæmi þess, hvert feiknadjúp er
staðfest milli núverandi stjórnar og þjóðar-
innar sjálfrar, og hve átakanlega henni veit-
ist það örðugt, að átta sig á þeim hinum marg-
víslegu þróunarstefnum á .sviði samfélags-
málanna, er verið hafa upp á síðkastið að
skjóta rótum, svo að segja um allan hinn
mentaða heim.
Eins og nú hagar víða til, með æsinga
og öfgastefnur í algleymingi með mörgum
þjóðum, með atvinnuleysi og jafnvel örbirgð
hér með oss, verður það enn óskiljanlegra, að
stuðlað skyldi vera til nýrrar stéttaskifting-
ar innan vébanda þjóðarinnar með innleiðslu
titla og annara skyldra virðingarmerkja.
Væri frekari sannana þörf til þess að ’
leiða það í ljós, hversu núverandi stjórn hefir
gersamlega brugðist trausti þjóðarinnar, þá
þyrfti vitanlega ekki langt að leita. Þetta
síðasta gerræði, er að minsta kosti eitt aug
ljóst dæmið enn um það, hvert stefnir.”
Svo skamt er síðan að þessi nýjasta ráð-
stöfun Mr. Bennetts varð heyrinkunn, að enn
liafa hvergi nærri öll blöð látið í ljós álit sitt
um hana. Blaðið Winnipeg Free Press hall-
ar mjög á forsætisráðgjafa; Montreal tíazette
hallast á sveif Mr. Bennetts, en ýms frönsku
blöðin eystra, eru sögð að vera óð og uppvæg
yfir tiltækinu.
Náttúra og siðmenning
Oft verður barnánginn Mannkyn að
hnjóta um þessar leikfangs-völur sínar, borg-
ir, áður en það vex í manndómi til Guðs í-
myndar á Jörðu; það er þeirri menningu, sem
eigi er ginningar og tál. Engin ástæða er
samt að örvænta, eða leggja árar í bát. Há-
stig sannrar þjóðmenningar er, að skapa eða
þroska gervalt mannkyn í mynd hinnar víð-
feðmustn og fegurstu tíuðs hugmyndar, sem
að^sjálfsögðu verður í innilegri sambúð við
dýrð og dásemdir náttúru Jarðar, utan borga.
—Meinið hefir verið og er, að mestu siðmenn-
ingar-þjóðir fara einþykknislega eftir kenj-
um og keipum yfirboðs-siðmenningar, meta
meira mannasetningar í einangruðum borg-
um, heldur en lögmál Guðs í óspjallaðri nátt-
úrufegurð Jarðar. —Þegar um líf og þrosk-
un alheims-hnattar, eins og Jarðar, er að
ræða, þá má uppistaðan eigi vera skammsýni
og ívafið eigi bamslegasta bráðlæti. Þroska-
skeið menningar er eigi sex þúsunda ára,
hvað þá tvö þúsunda ára gamalt. Það er, eða
verður, eigi einungis sex miljónir ára, heldur,
til dæmis að taka, sex miljónir alda. — Sið-
menningin er gelgjuskeið menningar-þrosk-
ans, enn langan tíma. En upp úr því vex
ódæma langt, dýrlegt skeið, sannarlegs mann-
þroska. Varir, meðan menn dvelja á brjóst-
um, blessaðrar móður Moldar.
Auðmýkt og lítillæti barnsins, en eigi
þótti og ofmetnaður vísindalegrar þekkingar,
er sérkenni þeirrar menningar, sem átt getur
von á löngu lífi og farsælu. Vart er öðru lík-
ara, en að vísindalegur siðmenningar-hroki
nútímans sé eigi háfleygari en það, að hann
trúi því eigi, að mestu og beztu þjóðir sið-
menningar-landanna komist nokkurn tíma svo
langt og hátt, að þær verði neitt annað né
betra en rándýr þau og morðvargar þeir, sem
þær nú óneitanlega eru, sér til of lítillar
frægðar.
Meðan svo fer fram, er óhjákvæmilegt að
siðmenningin, með fráhvarfi sínu frá náttúr-
unni, haldi áfram um aldir að brjóta sjálfa
sig á bak aftur og gefa framtíðinni viðvörun
hins lánlausa, illa fordæmis, Það er til annað
sterkara og betra vald í tilverunni en “sið-
menningin.” Því valdi nevðist hún loks til
þess að lúta, þegar hún hefir “hlaupið af
sér” klaufir og horn, einþykkni og óróa, með
sárum lexíu-sviða, frá bezta kennaranum,—
reynslunni. t
Skapadóntur æðstu máttarvalda tilverunn-
ar hefir undantekningarlaust hvílt yfir gjör-
ræðis- og síngirnis-siðmenningu heimsveld-
anna, fyr og síðar. Nú hallar og sýnilega
undan fæti, niður í glötunina, fyrir heims-
siðmenningu mestu Norðurálfuþjóða, enda er
kiígun og hatur máttarvöld þeirra. Spámann-
leg orð, sem enn eiga eftir að rætast, enda þótt
þau hafi ræzt, er þýðing Matth. Joch. á A-
kvæðaskáldinu, eftir vísindamanninn og
skáldið L. Uhland, þessi: “Vei, vei þér, höllin
háa . . . (Auðkent af O. B.) unz þú ert auðn
og aska, og ilira bófa dys.”
Orðræða meistarans mesta — 2000 ára
gömul — gildir enn. “Heimurinn” hyllir
ofbeldi, og fellur enn, sem ætíð áður, á sínum
eigin bola-brögðum. Eín Ilmin, sem einnig
elskaði liljur akursins og blóm merkurinnar,
lifði, sá og kendi, að heimurinn—hinn vondi
og vilti — yrði að vinnast fyrir gwösriki á
Jörðw, með samúð, ást og samhjálp, en eigi
með hnefa-“ rétti, ” né sverði. —
—Jörð.
Nýtt merkisrit
Saga Iiiríks Magnússonar,
eftir Stefán Einarsson.
Reykjavík 1933.
Eiríkur Magnússon ól mestan
hluta aldurs síns erlendis, í rauninni
alt frá því að hann varð fulltíða
maður. Eigi að síður var hann þó í
hálfa öld einn þeirra manna sem
allra mest bar á í íslenzku þjóðlífi
og nafn hans var á hvers manns
vörum., Um þvert og endilangt ís-
land var varla það barn er komið
væri til vits og ára, að eigi kynni
það að nefna “meistara Eirík.”
Hann átti hér andstæðinga og þar á
meðal þá, sem sízt verða til smá-
menna taldir ; en hversu hamrammir
andstæðingar hans sem þeir voru,
efast eg þó um að nokkur þeirra
hafi verið fjandmaður hans. Vini
og dáendur átti hann um alt. Þó
að við vissum nú ekkert um hann
annað en þetta, þá myndi það ærið
nóg til þess að við skildum það, að
hann var ekki neinn meðalmaður,
heldur mjög svo óvenjulegur mað-
ur.
Það er sannast að segja, að Ei-
rikur Magnússon var einn af allra
gáfuðustu og glæsilegustu skörung-
um íslendinga á 19. öldinni, sem þó
var svo óvenju auðug að miklum
mönnum og merkum. Það er því
ekki að undra þótt margur biði æfi-
sögu hans með mikilli óþreyju frá
því er það vitnaðist, að farið væri
að rita hana. En sú óþreyja mun
þó hafa verið blandin nokkrum
kvíða hjá fjölda manns, og sannar-
lega var hún það hjá þeim, er þessar
linur ritar. Það var í sjálfu sér
mikið vandaverk að rita sögu Eiriks
vegna þess, hve harðsnúinn og
margvíslegan þátt hann tók í þeim
málum, er mest skiftu mönnum í
flokka, og vegna þess, hve sorglega
honum lenti saman við annan af-
burðamann þjóðarinnar á bæði ís-
lenzkum og erlendum vettvangi.
Ofan á þetta bættist, að sá sem rita
átti söguna, var náfrændi Eiríks og
ritaði fyrir honum enn þá náskyld-
ari menn. Það mátti undur heita
ef hann kæmist vel frá slíku verk-
efni, hversu hugðnæmt sem það ann-
ars var í sjálfu sér.
Eg tók bókina til lesturs undir
eins og hún kom út. En þó að eg
byrjaði með nokkrum kvíða, gat eg
ekki slitið mig frá henni fyr en eg
hafði lokið við hana og hafði hún
þá kostað mig nálega heila vöku-
nótt.
Ekki er bókin gallalaus fremur en
önnur mannanna verk yfir höfuð.
Ýmislegt er ósagt, sem lesandann
langar til að fá að vita. En vafa-
mál er hvort þetta má teljast til
galla, því einhver takmörk varð höf-
undurinn vitanlega að setja sér og
óskemtilegir eru þeir skrifarar, sem
verða að setja á pappírinn alt það
er þeir vita. Smíðalýti eru það, að
höfundurinn vitnar stundum til þess
sem “áður segir,” enda þótt það,
sem hann á þá við, hafi alls ekki
verið áður sagt, heldur aðeins að því
vikið eða komið í námunda við það.
En svo endurtekur hann sig stund-
um að þarflausu. Þá er og þýðing-
in á erlendum orðum stundum svo
* ónákvæm, að nærri stappar að rangt
megi heita. en bót er það, að allur
þorri lesenda mun skilja erlendu
orðin. Alt eru þetta hreinir smá-
munir. Sama er að segja um mál-
lýtin. Þau mættu að vísu missa
sig, en þau eru færri en nú tíðkast
i íslenzkum bókum, og yfirhöfuð er
málið á sögunni gott.
En kostirnir eru alt annað en
smámunir. Þeir eru svo stórkost-
Iegir að þær eru vist ekki margar
íslenzku æfisögurnar frá síðari tím-
um, sem alls og alls standi þessari
jafnfætis. Hún er fjörlega og
skemtilega rituð og hún er geysilega
fróðleg. En það sem prýðir hana
allra mest og langmestan sóma gerir
höfundinum, er sú merkilega óhlut-
drægni og hreinskilni, sem hann
virðist hafa gert sér að leiðarstjörnu.
Þessi fágæti og mikli kostur prýðir
bókina frá upphafi til enda. Eng-
um er hlíft við viðburði sannleikans
og enginn er skreyttur með ódýru
selzt-sem-gull órökstuddrar lofdýrð- |
ar. Hvort heldur það er sjálf
söguhetjan eða hinir leikendurnir á |
sviðinu, þá verða þeir allir að koma
til dyranna eins og þeir eru klædd-
ir, hver og einn með ágæti sitt, ó-
fullkomleika og bresti.
Hættulegasta skerið á þessari leið
var að sjálfsögðu þáttur Guðbrands
Vigfússonar. En jafnvel ekki á
þessu skeri mun verða sagt að höf-
undurinn steyti. Það hefði lika ver-
ið hörmulega leiðinlegt ef tilraun
hefði verið gert til þess að hefja
Eirík á kostnað Guðbrands. Báðir
voru afburðamenn og ágætir, en
báðir höfðu mjög verulega ágalla,
sem ekki varpa lengur skugga á
frægð þeirra. Eiríkur er tvímæla-
laust þeirra glæsilegri, en í flestra
augum ætla eg að Guðbrandur verði
stórfenglegri. Það er aldrei nein
mærðarfroða í því, sem Halldór
Ilermannsson segir, og vanur er
•hann að vega orð sín. Dómur hans
um Guðbrand í nýjasta bindinu af
Islandica er stuttorður, en þar er
hvert orð öðru sannara, og undir
þeim steini má Guðbrandur vel sofa.
Bók sú, sem hér um ræðir, er
ekki um Guðbrand, og það væri
varla sanngjarnt að ætlast til þess,
að mikilleiki hans kæmi þar í ljós.
En eftir þetta myndi margur óska
þess, að Stefáni Einarssyni gæfist
tækifæri til þess að gera Guðbrandi
sömu skil og hann hefir nú gert
| Eiríki, því þótt eitt sinn hafi verið
I merkilega um hann ritað á islenzku,
| þá er nú miklu við að bæta.
Hvergi í víðri veröld ríður íslandi
I eins á að eiga góðan fulltrúa eins
\ og á Bretlandi. Þá átti það þar
| mikjlúðuga fulltrúa er þeir voru
þar tveir þessir frábæru menn, er
I með yfirburðum sínum heilluðu
hina beztu menn þeirrar þjóðar, sem
j sízt er uppnæm fyrir smámunum.
Við stöndum berskjaldaðri þar núna
j en þá gerðum við.
Dálítið barnalega er það talið upp
i i formála bókarinnar, hve margir
“meistarar” hafi lesið prófarkirnar
(sbr. “Meistara sjö, eg mæla
kann”). Ekki hefir þó lesturinn
tekist svo, að óaðfinnanlegur sé, og
honum á sennilega að kenna um
“Annie Johnston” (bæði í texta og
registri-. En fyrri kona A. W.
Johnstons hét Amy, og það er leið-
inlegt að sjá hana rangnefnda í ís-
lenzku riti. Svo mikið eigum við
íslendingar þeirri ágætu konu að
þakka (eins og líka manni hennar),
að nafn hennar ættum við að muna.
O jæja, við gleymdum Rask í fyrra,
og ætli við gleymum ekki Morris að
ári ?
Hafi þeir allir þökk, sem á einn
eða annan hátt hafa að því stuðlað
að bók þessi er orðin til.
X.
—Vísir.
Frá Tengchow
Það sem mestu hefir einkent
safnaðarlifið síðastliðinn vetur, er
trúarvakning. Fjöldi safnaðarmeð-
lima hafa vaknað við vondan draum
og orðið þess varir, sér til mikillar
skelfingar, að þeir voru án lífs í
Guði, þess vegna að annað hvort
höfðu þeir dregist aftur úr, eða þá
að þeir i hjarta sínu aldrei höfðu
gefist Guði. Þá hefir Drottinn
einnig gefið fjölmörgum óskírðum
áhangendum safnaðanna, trúnemum
“afturhvarf til lífsins.” En trúað
fólk hefir endurnýjast og tekið
miklum framförum.
Það þykir okkur einna gleðilegast
við þessa hfeyfingu, að hún þegar
virðist hafa náð útbreiðslu um alt
land, svo að ekki er um annað tal-
að, hvar sem trúað fólk kemur sam-
an; vakningaprédikararnir f lestir
eru innlendir menn auk einstöku er-
lendra kristniboða; vakningin held-
ur áfram víðast hvar sem sem hún
hefir rutt sér rúm, er ekki nein
skyndihreyfing, heldur varir og
verður landlæg. — Nú óskar maður
þess eins, að trúarvakning þessi læsi
sig út á meðal heiðingjanna og fái
verulega þýðingu fyrir trúboðið í
framtiðinni.
Hér á stöðinni er ungur maður,
trúaður, Sung Eni að nafni, sem
frú Kirstín Pétursdóttir í Reykja-
vík hefir kostað til náms tvo undan-
farna vetur, í von um að hann verði
okkur samverkamaður síðan. Móð-
ir þessa pilts er ekkja og heitir Sung
Da-Shá; hún öðlaðist líf í Guði
fyrir mörgum árum. Auk drengj-
anna sinna þriggja hefir hún áunnið
marga ættingja sinna og vina fyrir
Drottinn, og er það ekki sízt vitnis-
burði hennar og fórnfúsu sjálfboða-
starfi að þakka, að í Changtsuen,
þar sem hún er básett, er nú blóm-
legur söfnuður. Fyrir tilstilli konu
einnar á íslandi getur Sung Da-Shá
nú loksins gefið sig alla að trú-
boðiny, og hefir aðstoðað við ferða-
tjaldið og á námskeiðum í vetur;
annars hefir hún, sakir fátæktar og
einstæðingsskapar átt við þröngan
kost að búa.
Sung Ení virðist ekki munu verða
eftirbátur móður sinnar. Eg hefi
komist að því, að hann vitnar oft
fyrir kennurum sínum og skóla-
bræðrum um Drottinn, margir hafa
beðið hann að lesa fyrir sig í biblí-
tinni og kenna sér að biðja, og æfin-
lega kemur heill hópur ungra manna
með honum á samkomurnar. Það
var bæði honum og okkur mikið
gleðiefni, er nokkurir skólabræðra
hans frelsuðust á samkomunni i vet-
ur; f jórir þeirra voru skríðir nú
fyrir nokkrum dögum.
Að gefnu tilefni þykir mér rétt að
geta þess hér, að samverkamenn
mínir i Kínasambandinu norska eru
(eins og flestir aðrir lúterskir
kristniboðar, sem eg þekki til) mjög
varkárir, þegar taka á fólk upp í
söfnuðinn. Því að fólki er alls ekki
veitt skirn, sem ekki hefir eignast
persónulega frelsisreynd, þótt það
standi mjög framarlega hvað þekk-
ingu og siðgæði snertir. Börn skír-
um við því aðeins, að foreldrin séu
bæði kristin. Sé þau eldri en 5—6
ára, er beðið með að skíra þau,
þangað til þau geta ákvarðað sig
sjálf.
Mér er kunugt um, að sumir
baptistar halda, að sakir barnaskírn-
arinnar verði söfnuðir okkar eins
konar þjóðkirkjusöfnuðir, fullir af
óendurfæddum og veraldlegum með-
limum. En hver er þá ástæðan til
að margir baptistasöfnuðir taka
jafnvel ekki íslenzkum þjóðkirkju-
söfnuðum fram í neinu? í baptista-
söfnuðum, sem eg hefi þekt í mörg
ár, er að vísu all-blómlegt safnaðar-
líf, en lútersku söfnuðirnir hér þola
þó samanburðinn. — Annars er þess
að gæta, að það er kvöldmáltíðin
fremur en skírnin, sem er aðgrein-
ing trúaðra og vantrúaðra innan
kristnu safnaðanna, bæði hjá bapt-
istum og hjá okkur.
Það er takmark okkar að á öllum
stöðum, þar sem haldið er uppi
reglubundnum samkomum, verði
stofnaðir sunnudagaskólar fyrir
unglinga og börn. Þetta hefir til
þessa tekist ágætlega á f jórum stöð-
um einungis, og eigum við það fyrst
og fremst að þakka góðum stuðn-
ingi frá lesendum barnablaðsins
“Ljósberinn” í Reykjavík, sem fyr-
ir nokkrum árum gáfu hér með um-
komulausu barni, en hafa nú fyrir
tilmæli ■ mín leyft að meðgjöfin
gengi til þessa.
Á hausti komandi vonum við að
geta byrjað sunudagaskóla á þrem
nýjum stöðum, enda höfum við
klófest ungan áhugamann trúaðan,
sem vill gefa sig allan að unglinga-
starfseminni innan safnaðanna
a. m. k. nokkurn hluta ársins.
Sunnudagaskólarnir hér eru frá-
brugðnir venjulegum sunnudaga-
skólum að því leyti, að svo margt
fullorðið fólk sækir þá. Við verðum
því að hafa sérstakan flokk eða
bekk fyrir það. Þetta erum við að
vona að geti orðið til þess, að sú
venja komist nú á hjá okkur, sem er
algeng allsstaðar í Kóreu, að safn-
aðarfólkið alt komi saman til biblíu-
lestrar og bænagjörða í einn klukku-
tima á undan samkomunni.
Ólafur Ólafsson.
—Bjarmi.
15. okt. 1933.