Lögberg - 11.01.1934, Page 1

Lögberg - 11.01.1934, Page 1
47. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN ll.JAN. 1934 NÚMER2 Hrafninn hans Poe’s Félag eitt í Bandaríkjunum hefir nýlega keypt eiginhandrit Edgar Allan Poe’s af “Hrafninum” og segja menn að þetta sé hið eina eiginhandrit skáldsins, er til sé af kvæðinu. Kaupverðið var 50,000 dollarar. Á handritinu er tileinkun til Dr. S. A. Wittaker i Philadelphia og hefir það jafnan verið í eign ættar- innar þar til nú að félagið keypti það. Poe hafði einhverju sinni boðið timariti einu kvæðið til birtingar, og sett upp 10 dollara, en ritstjórinn dæmdi kvæðið einskis nýtt og vildi ekkert hafa með það að sýsla. Poe hafði unnið áður við tímarit þetta og þar sem eigandi þess vissi að skáldið var í þröng mikilli sendi hann því 15 dollara í guðsþakkar- skyni. Margur gæti víst haldið, að Edgar Allan Poe hafi verið skjálfhentur þegar hann reit kvæðið, en svo hefir ékki verið, því skriftin er sem feg- ursta koparstunga væri. HöRGULL A VATNI Símað er frá London þann 8. þ; m'’ sökurn sjaldgæfra þur- viðra, horfi fólk víða í sveitum Englands fram á tilfinnanlegan vatnsskort. OTFLUTT IIVEITI Samkvæmt nýjustu fregnum frá Ottawa, nam útflutningur hveitis frá Canada á árinu sem leið, 191,- 963,861 mælum. Verðgildi hins út- flutta hveitimagns, nam $122,412,- 686. ÞJÓÐÞING l>andaríkjanna l<om saman þann 3 þ; m' Uutti Roosevelt forseti per- sonulega þingmönhum boðskap sinn 1 sameinuðu þingi. Var þar meðal annars vikið að nokkrum mikilvæg- 11,11 kreytingum á viðreisnar löggjöf au aþingsinS) gt. Lawrence sigl- mgaeiðinni, breytingum á skatta- °&gJof, og ýmsu fleiru. Fyrsta þingsins var það, að afgreiða ,m nHu lög um sölu áfengra drykkja. 6 AUKAKö SNIN G Ákveðið hefir verið að aukakosn- m^ sambandsþings í South Ox- 01C kjördaeminu í Ontario, fari iram seint í vetur; ef til vill þann 9- apríl, eða þar um bil, að því er Ottawa-fregnir herma. LÆTUR af forustu W. E. N. Sinclair, sá er um eitt skeið hafði með höndum forustu frjálslynda flokksins í Ontario, en hefir í þrjú undanfarin ár verið framsögumaður þess fiokks í fyik. isþinginu, hefir verið vikið úr þeirri stöðu, sokum vaxandi ágreinings við núverandi leiðtoga flokksins, Mit- chell Hepburn. Við stöðu hans á þingI sem framsögumaður flokksins, tekur, Dr. George McQuibban Leið- togi flokksins, Mr. Hepburn, á ekki sæh á fylkisþingi, enn sem komið er. robert forke SJúKUR Senator Robert Forke, fyrrum búnaðarmálaráðgjafi King-stjórnar- innar, og um eitt skeið foringi framsóknarflokksins í sambands- þinginu. liggur alvarlega veikur á hinu Almenna sjúkrahúsi Winni- pegborgar um þessar mundir. Var hann fluttur þangað þann 31. des- ember síðastliðinn. SALA SKULDABRÉFA Fylkisstjórnin í New Brunswick hefir nýlega selt $799,000 virði af fylkisskuldabéfum til tuttugu ára, gegn 5 af hundraði í vöxtum. Dr. Gísli G. Gíslason, látinn Á miðvikudaginn þann 3. þ. m., lézt í borginni Grand Forks í North Dakota, Dr. Gísli Guðmundur Gíslason, mætur maður og vinsæll. Dr. Gíslason var fæddur í Flatatungu í Skagafirði þann 21. dag janúarmánaðar árið 1877. Var hann sonur þeirra Jóns bónda Gíslasonar í Flatatungu og Sæunnar Þorsteinsdóttur frá Gilhaga; fluttist Dr. Gíslason með foreldrum sínum til Ameríku árið 1883, og nam fjölskyldan land í Hallson-bygðinni í North Dakota. Eru nú liðin um fjörutíu ár frá dánaixlægri Jóns. Hugur hins látna læknis hneigðist snemma til menta, og varð þaS að ráði að hann gengi mentaveg, þrátt fyrir efnaleysi og aðra örðug- leika; sóttist honum námið vel, og lauk hann prófi í læknisfræði við Chicago Medical College í júnímánuði 1904. Fluttist hann þá til Grand Forks, og átti þar búsetu jafnan síðan. Þann 24. októ- ber 1917, kvæntist Dr. Gíslason og gekk að eiga ungfrú Ester Marie Sólveigu Elizabeth, dóttur séra Hans B. Thorgrímsen, hina mestu myndar og hæfileika konu; lifir hún mann sinn, ásamt fimm börnum, er heita Gerhardt Jón, Anna Elinore, Ester Marie, Paul Harold og Helen Louise. Systkini Dr. Gíslasonar eru þrjú á lífi; Þorsteinn, Oddný og Jón Magnús, öll búsett í Brown póst- héraði í Manitoba, en ein systir, Anna, kona J. S. Gillis, einnig að Brown, er látin fyrir nokkrum árum. Dr. Gíslason bar djúpa virðingu fyrir sögu íslands og bók- mentum; hann fékst nokkuð við skáldskap, og gaf sig töluvert við þýðingum islenzkra ljóða á enska tungu. Jarðarför Dr. Gíslasonar fór fram á laugardaginn þann 6. þ. m. Lögberg vottar ekkju hans og fjölskyldu hina innilegustu samúð í sorginni. Frá Islandi Almanak skólabarna. Gefið út af barnablaðinu Unga ísland og tekið saman af Arngrími Kristjánssyni kennara. Er þetta nýstárlegt al- manak og hefir marga kosti sem önnur almanök hafa ekki. Þar eru eyðublöð, sem ætlast er til að börnin skrifi á, sér til minnis, t. d. afmælis- daga fjölskyldunnar, þyngd sína, upphaf íslandsbygðaií, Alþingishá- tíðarárið. Eyður til þess að skrifa inn í íþróttamet og uppörfun til barna um að iðka íþróttir. ■— Þá er ýmislegt annað smávegis, sem ætlast er til að börnin skrifi inn í þetta almanak. Eins og t. d. hvaða f jöll þau sjái að heiman og í hvaða átt, hvaða fugla, jurtir og tré þau þekkja o. s. frv. Loks eru ýmsar leiðbein- ingar fyrir börn um heilsuvernd. Nýja Dagbl. 21. des. Rigningar í október voru allmikl- ar, 36% umfram meðalag, eða 1 1/3 sinnum meðalúrkoma á öllu landinu. Tiltölulega mest var hún á Akur- eyri, 137% umfram meðallag eða 21/3 sinnum meðalúrkoma. Úr- komudagar voru 4 fleiri en venju- lega. Mest mánaðarúrkoma mæld- ist í Vík í Mýrdal, 283.6 mm. og mest sólarhringsúrkoma á sama stað, 74.4 mm. Sólskin í Reykjavík. í október- mánuði var sólskin töluvert skemur en verið hefir undanfarin ár og ekki nema 24% af því, sem mest gæti verið. Alls naut sólar við yfir okt- óbermánuð í 73.2 st., en meðaltal 10 undanfarinna ára er 98.3 st. Varnargarðurinn við Héraðsvötn. Lokið er nú við að hlaða varnar- garS gegn landbroti Héraðsvatna. Hann er 540 metra langur og hafa farið í hann 2,000 rúmstikur af torfi. Grjótið var flutt á bíl um hálfs kílómetra vegalengd og var notuð þéttiloftsbarvél við að sprengja grjótið. Kostnaður við verkið nam alls 14. þús. kr. Fréttir frá Þórshófn. Laugar- dágsmorguninn 25. fyrra mánaðar kom upp eldur í dúnhreinsunarvél á Syðra-Lóni á Langanesi. Var vél- in í hesthúsi, sem er áfast við fjós bóndans. Læsti cldurinn fljótt um sig og komst í timburskilrúm, sem er milli fjóssins og hesthússins og þegar menn komu að voru tvær kýr dauðar í fjósinu, en eldurinn varð brátt slöktur. Tjón bóndans Guð- mundar Vilhjálmssonar fyrv. kaup- félagsstjóra, er þó tilfinnanlegt, þar sem hann misti þarna tvær kýrnar af þremur, dúnhreinsunarvélina og húsin urðu fyrir skemdum. — í sumar og haust hefir verið einmuna- góð tíð og hlý. Heyfengur bæði mikill og góður. Aftur var sauð- fé í haust með rýrasta móti til frá- lags. — Fiskafli á Langanesi var nokkuð misjafn í sumar. Var mjög rýr á Skálum, en á Þörshöfn fengu trillubátar 80—210 skippund yfir sumarvertíðina. Eru því hæstu bát- arnir með góðan afla og betri en í meðallagi. Nú er dágóður fiskafli (skrifað seint í nóvember) þegar á sjó gefur, en flestir bátar hættir róðrum fyrir nokkru. Tíminn, 11. des. KIRKJAN Guðsþjónustur í Fyrstu lút. kirkju sunnudaginn 14. Janúar 1. Hádegis-gnðsþjónusta (ensk) kl. 11 f. li. 2. Síðdegis-guðsþjónusta (íslenzk) kl. 7 e. h. Hið “fátæka” mannkyn mætir á jól- Frá Islandi Jarðabætur á jólaföstu. Daníel Kristjánson á Hreðavatni, sem staddur í bænum, segir að undan- farið hafi á Hreðavatni verið plægð út jörð, sem ætluð er til túnauka. Segir hann að slíkt muni einsdæmi í Borgarfirði um þetta leyti árs. Jörð hafi litið út uppfrá eins og tún væri að byrja að grænka og fé liggi alls- staðar úti ennþá. I Vestur-Húnavatnssýslu eru 100 útvarpsnotendur. Miðað við býla- fjölda eru þeir hlutfallslega flestir í Ytri-Torfustaðahreppi, en fæstir i Þverárhreppi. Félag bænda i Þverárhreppi í Húnaþingi keypti á síðastliðnu hausti karakúlhrút. Var verð hans rúmlega 1800 krónur. Tíðarfar hefir verið mjög stilt í Húnavatnssýslu undanfarið, stöðugt sunnanátt og hlýindi, enda er jörð marauð og frostlaus með öllu. Vegir mega heita fremur þurrir og því vel bílfærir, sem er óvanalegt á þessum tima árs. Skúli Guðmundsson endursk. hjá Samb. ísl, samvinnufél. hefir veriö ráðinn framkvæmdarstjóri Kaupfé- lags Vestur-Húnvetninga frá næstu áramótum að telja. Refarœkt. Vaxandi áhugi er í Húnavatnssýslu fyrir refarækt, og eru þar starfandi fimm refabú. Stærst er refabúið á Hvammstanga, en 1 því eru 20 silfurrefir; 3 karl- dýr og 17 kvendýr. Norskur refa- ræktarmaður hefir verið fenginn til þess að hirða um dýrin í vetur. Auk þessa eru í sýslunni nokkur minni refabú, að Búrfelli í Miðfirði, Tannastöðum og Hrútatungu í Hrútafirði, og Syðri-Þverá í Vest- urhópi. Tvö hin síðasttöldu hafa eingöngu íslenzka refi. Tíminn, 18. des. SAMEIGINLEG YFIRLÝSING Á sunnudagskvöldið þann 7. þ. m., gáfu foringjar þriggja megin stjórnmálaflokkanna í Canada, þeir Mr. Bennett, ^ Mr. King og Mr. Woodsworth, út sameiginlega áskor- un til canadisku þjóðarinnar, um að beita óskiftum áhuga og kröftum, heimsfriðinum til tryggingar. Er þjóðin hvött til þess að kynna sér viðhorf heimsmálanna hjá League of Nations deildunum, sem starf- andi eru víðsvegar um landið. KORN UPPSKERA RÚSSA Samkvæmtmýjustu fregnum, nam samanlögð uppskera allra kornteg- unda á Rússlandi, árið sem leið, 3,300,000,000 mæla. Er það 726,- 000,000 mæla meira uppskerumagn en á árinu 1932. Jólahugleiðing Eftir dr. Magnús Jónsson prófessor. Því að þér þekkið náð Drottins vors Jesú Krists, að hann, þótt ríkur væri, gjörðist yðar vegna fátækur, til þess að þér auðg- uðust, af fátækt hans. 2. Kor., 8- 9- Orðin “fátækur” og “ríkur” eru ófullkomin þegar lýsa á hinni guð- dómlegu kærleiksfórn, sem felst i jólaboðskapnum. En svo hlýtur jafnan verða, þegar lýsa á hinu guðdómlega með mannlegum orða- tiltækjum, hinu himneska meS jarðneskum líkingum og því óend- anlega með hugmyndum, sem sprottnar eru upp af því endanlega. En ekki verður því þó neitað að hinn mikli postuli hefir hér hitt stórfelda líkingu á mannlegan mæli- kvarða. Það hefir jafnan verið tal- ið til andlegra og siðferðilegra stór- virkja, að fórna allri jraðneskri vel- megun fyrir aðra. Það hefir jafn- an þótt bera vott um stór átök, þeg- ar auöugur maður gefur—ekki lítið og ekki mikið, heldur alt, aleigu sína, til þess aðrir megi heldur njóta góðs af en hann sjálfur. En þó er sagan í raun og veru ekki nema hálfsögð með verknaðinum sjálfum. Hitt skiftir engu minna máli, með hvaða hugarþeli þetta er gert. Það er hægt að gefa eigur sínar og sjá svo eftir öllu saman. Og það er hægt að gera það með harmkvælum, und- ir einhverri sterkri hugaræsing. Það væri jafnvel hægt að gera það af lélegum hvötum, af hégómagirnd eða til þess að vekja aðdáun eða vinna fylgi. Þá fyrst nær kærleiksfórnin há- marki sínu, þegar hún er fram- kvæmd án allra óhreinna 'hvata, á- takalaust og eðlilega, eins og blómið laðast upp úr jarðveginum fyrir yl- geislum sólarinnar eða þroskaður á- vöxtur fellur af trénu. Og þannig er hin guðdómlega kærleiksfórn. Hún var fullkomin og hún var og er hið eina mögulega samkvæmt insta eðli guðdómsins. Hún er sjálft guðdómseðlið. Bág- statt mannkyn og guðdómleg ást: Þetta tvent kallar fram fórnina. Þetta er undirstaða jólaboðskapar- ins, og innihald. Og jólaboðskap- urinn, þannig skilinn, er í raun réttri kjarni og inntak kristnu trúarinnar. unum hinum “ríka” guðdómi. Mörgum fátækum manni hefir það orðið gæfustund lífsins, þegar hann mætti ríkum manni. Og þá má ekki einskorða þessi hugtök, fá- tækur og ríkur, við peninga eða f jár- muni aðeins. Það er hægt aö vera fátækur og ríkur að svo mörgu öðru. Það er hægt að vera fátækur að þekkingu, fátækur að mannkostum og siðferðisþrótti, að trúargleði og sannfæringarkrafti. Og þá er gott að mæta þeim, sem er auðugur að þessum sömu gáfum guös. En þá verður líka sá fátæki að eiga auð- mýkt og sanna viðurkenning fátækt- arinnar og þrá eftir einhverju æðra. Og sá riki verður að vera ríkur að kærleika og fómfýsi. Syndugt og farlama mannkyn mætir á jólunum hinum ríkasta allra. Það er mannkynsins gæfustund. Þá mætir það sínum guðdómlega frels- ara, búnum allri himnanna auðlegð og kærleika svo miklum, að engin takmörk þekkir. Þar finnur af- brotamaðurinn heilagleikans ímynd og sá smáði sannan vin. Enginn er svo lítill, svo djúpt sokkinn, svo hrakinn og fyrirlitinn, svo sjálfs- virðing sviftur eða ógæfu umvafinn, að ekki sé meinanna bót að finna hjá þeim vini. Og enginn mænir svo til hans vonaraugum, að hann líti ekki til hans á móti. Alveg ósjálfrátt gefur guðdómurinn alt, gefur sjálf- an sig og allan sinn auð. Og þó að sá fátæki eignist ekki nema eitt mustarðskorn af þessari auðlegð, verður það honum meiri auður en alt annað. Postulamir voru auö- ugustu menn veraldarinnar eftir að þeir höfðu hlýtt kallinu; Fylg þú mér! Og auðmaðurinn Sakkeus varð þá fyrst ríkur, er hann hafði mætt frelsara sínum og drotni—jólabarn- inu. Kærleiksfórn guðdómsils er ef til vill ekki með neinu öðru betur lýst en þeirri staðreynd, að jólin skuli vera gleðihátíð, hrein og óblandin fagnaðarhátíð. Því að í raun réttri mætti eins lita á þau frá hinni hlið- inni; Þau eru tákn hinnar mestu og átakanlegustu fórnar. Þá gerð- ist hinn ríki fátækur vor vegna. En svona hrein, svona alfullkomin er þessi fórn, að enginn má minnast annars en þess, sem að fátæklingn- um sneri og því sem hann hlaut. Sá auðugi minnist þess líka með fögnuði, er hann gerðist fátækur til þess að aðrir auðguðust. Alt fögn- uður, eingöngu fögnuður, eingöngu gleði, eins og hjá hirðinum, sem finnur týndan sauð, og konunni, sem finnur tapaðan pening. Þetta er sá fullkomni kærleikur, sem ‘gleymir sjálfum sér. Oft eru fagnaðarlæti jólanna, ljós og gjafir, veizlur og sýningar, skraut og gaman, æði meini blandið í mann- heimum. En alt er þetta þó, á mannanna ófullkomna hátt, tákn þess, sem jólin eru í raun og veru, tákn gjafarinnar miklu, þegar guð- dómurinn sjálfur, hinn guðdómlegi frelsari, kom til okkar með allan sinn auð. Þegar hann kom til okk- ar tötrum klæddur til þess að við mættum eignast og verða hluttakandi (Framh. á bls. 8) PEARL OG PALMI PALMASON Þessi efnilegu systkini, sem bæði eru ágætir fiðluleikarar, eru meðlimir í Winnipeg Symphony Orchestra.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.