Lögberg - 11.01.1934, Side 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN n. JANÚAR, 1934
7
Jónas Lie
NorSmenn haía undanfarin ár
minst 100 ára afmælis tveggja
skáljöfra sinna. ÁriÖ 1928 varð
Henrik Ibsen hundrað ára og þessa
afmælis mintust eigi aÖeins NorÖ-
menn á hinn veglegasta hátt heldur
og leikhúsin víÖsvegar um heim. í
fyrra var afmæli Björnssons haldiö
hátíðlegt og á stórfeldleik þeirra há-
tíðahalda mátti sjá, að Björnson er
enn vinsælasta skáld NorÖmanna.
Loks mintust Norðmenn nýlega
hundraÖ ára afmælis Jónasar Lie,
en ekki var það gert meÖ jafn stór-
brotnum hætti og hin fyrri skiftin.
Og þó má segja að Lie hafi eigi
veriÖ síÖur vinsæll á sinn hátt en
hinir. En hann hvarf í skugga
Björnsons.
Ibsen notaði eingöngu dramatískt
og bundið form. Hann var myrkur
°g þungskilinn—hann kafaði, þessi
galdramaður, og vinsæll varð hann
ekki meðal fjöldans um sína daga,
þó heimsfrægur væri. Björnson
notaði alt form, honum var jafn
ljúft að setja fram hugsanir sínar i
leik, skáldsögu, smásögu og ljóði.
Hann var bjartur og opinskár, hann
var eigi aðeins þjóðskáld heldur og
þjóðhetja. Og loks kemur Jónas
Lie, maðurinn, sem alls ekki ætlaði
sér að verða skáld en fer að rita
skáldsögur á fullorðins aldri og
tekst það svó, aö sögur hans eru
um skeið meira lesnar á Norður-
löndum en nokkurs skálds annars.
Jónas Lauritz Idemil Lie fæddist
• Hokksund 6. nóvember 1833. Þar
var faðir hans, Mons Lie þá mála-
flutningsmaður. Nafnið Idemile,
sem Jónas notaði aldrei fremur en
Lauritz-nafnið, var dregið saman úr
ömmunafni hans (lda) og nafninu
Emile” á bók Rousesssaus. Jónas
fluttist 6 ára til Tromsö með föður
sínum. sem þá var settur amtma
1 Finnmörk og þessi skifti urði
þess, að hann gat síðar notað yr
efni úr Norður-Noregi fles
niönnum betur. Atti hann he
norður þar þangað til hann var
áta, en fluttist þá til Suður-Höi
lands og síðar til Mandal. Kyr
hann þannig í uppvextinum mc
nm ólíkum landshlutum Noregs
fuHyrða má að Finnmörk hafi 1
varanlegust áhrif á hann, eigi
eins landið, helduf og fólkið, þj
sögur þess oð þjóðtrú og hin <
ræna hamning strjálbygða land:
með björtu sumarnæturnar og v
armyrkrin löngu._______
Hons Lie vildi láta son 5
ganga mentaveginn og verða
bættismann, en Jónas hneigðis
æsku mest að sjómensku. Torc
skjöld var átrúnaðargoð hans. H
mnritaðist því sem sjóliðsforinj
efni, en hætti því námi í miðj
^líðum, enda var hann svo sjónd
Ur> að hann var dæmdur ófær
sjómensku. Setti faðir hans h,
þá til menta í latínuskólann í Ber
en var settur aftur eftir fjögra
nám þar, í “stúdentaverksmið
Heltsbergs í Osló, áður en h;
lengi inngöngu í háskólann. 1
þnð leyti kyntist hann Ibsen, Vii
I'jörnson, Ole Bull og Ivari í !
var Ijörugt stúdentalíf í Osló í
(laga, æskumenn Ioguðu af umbt
°k frelsisþrá og voru óhræddir
að prédika hugsjónir þær, sem
öfðu brotíst út sunnar i álfunni
'ildu gera Noreg frjálst land og i
ustuland.
Jónas Lie fylti þegar flokk þ<
ara manna, þó að eigi yrði hann
mn eins róttækur eins og t.
Björnson, sem afsalaði sér ÖIl
styrk að heiman til þess að hafa s
rjalsastar hendur í aðgerðum :
um. F'aðir hans hafði viljað :
ann verða embættismann, en Bjc
son gat ekki hugsað til þess. Ib
°n ,VÍnje 1Öptu báðir dauðann
f ? en Lie var vel settur efnak
PJ' að hann átti fjáðan föður
ha„’ íf ‘ viC hann.
hann hafíii jaf„an
til n* r,”m "Um la"sa6i Uh "
a ga sig bokmentunum. H;
orkt, oft kvatíi i s,úfc„a;,runl
en tast þeirra komu fyrir aimc
mgssjonir. NámiS „undaíi h
fremur slælega og fékk laka ei
unn við embættispróf í lögfræði \
ið 1858. Tók hann prófið Upp ;
ur seinna og fékk þá I. einkunn.
Lie hafði trúlofast á stúdentsár-
unum og vildi giftast sem fyrst, og
neyddist því til að leita sér að líf-
vænlegu starfi og leggja alla skálda-
drauma á hilluna. Hann réðst und-
irtylla í f jármálaráðuneytið að loknu
prófi og sat við endurskoðun daginn
út og daginn inn. En jafnframt
reit hann greinar í ýms blöð. Björn-
son var þá leikhússtjóri í Bergen og
var þess mjög hvetjandi að Lie yrði
ritstjóri að frjálslyndu blaði í Osló,
en Lie þótti það of óviss staða. í
stað þess fluttist hann til Kongs-
vinger haustið 1859 og gerðist mála-
færslumaður. Fékk hann brátt nóg
að gera, græddi mikið fé og varð
brátt hrókur alls fagnaðar í hinu
almenna samkvæmislífi bygðarinn-
ar. Þar þóttu uppgangstímar um
það leyti og allir höfðu nóga pen-
inga og allskonar fjárbrall þreifst
vel, en eins og oft vill verða endaði
þetta með skelfingu og gjaldþrotum.
Jónas Lie dvaldi á Kongsvinger í
átta ár og gerði litið að skáldskap
á því skeiði. En ljóðabók kom út
eftir hann 1866 og vakti litla at-
hygli eða enga. En þegar hrunið
varð í Kongsvinger hafði Lie bendl-
ast svo mjög við áhættusöm fyrir-
tæki og ábyrgðir, að þegar hann
fluttist frá Kongsvinger 1868 stóð
hann uppi með tvær hendur tómar
og yfir 100,000 spesíu skuld á bak-
inu.
En hann var á bezta aldri, aðeins
hálffertugur, og gafst ekki upp. Og
hann hafði gifst konu sér samhentri
sem stappaði í hann stálinu. Og nú
skeður það merkilega og fátíða:
Hann afræður að gerast skáld til
þess að ná sér upp úr skuldafeninu,
gerast trúr köllun sinni, sem hann
hafði ekki þorað að sinna áður, af
hræðslu við að hún mundi ekki gefa
sér brauð. Þessi ásetningur er svo
sérstæður, að það má fullyrða, að
enginn norskur maður hafi fyr eða
síðar ráðist i annað eins. Nú ætlaði
hann að helga skáldskapnum orku
sína, “yrkja sig skuldlausan.” Og
það var mikið áform i Noregi eins
og hann var i þá daga.
Nú hefst nýr þáttur í æfi Jónasar
Lie, þáttur, sem er svo merkilegur
að norsk bókmenta saga á sér tæp-
lega annan eins. Og konan, sem stóð
tak við, Thomasina Lie, á ekki minni
þakkir skilið fyrir hvernig honum
lauk, en Jónas Lie sjálfur. Sonur
hjónanna, Erik Lie segir svo frá
þáttaskiftum þessum, í bók, er hann
hefir ritað um foreldra sína:
“Það var 26. maí 1868, að Jónas
Lie á ferð til Osló, sagði konu sinni
frá hvernig komið væri, að liann
væri eigi aðeins efnalega öreigi held-
ur bundinn æfilangt af skuldum.
Hann var í öngum sínum, örvona
og beygður — var að hugsa um að
svifta sig lífi. Það var nú svo,—
hann átti konu — börn — æruna.
Hver veit nema lífið gæti aftur orð-
ið þess vert að lifa því, ef hann
byrjaði í öðru landi á nýjan leik.
Til dæmis í Ameríku . . . ?”
En frú Lie fanst, að líkt væri
um skömmina og skaðann hvort
hann væri í Noregi eða annarsstaðar.
Þau yrðu að reyna að bjarga sér
eins og bezt gengi. Lifa spart og
reyna að borga af skuldunum. Og
nú gæti hann helgað sig allan bók-
mentunum. — Síðdegis sama dag
fóru þau út í Bygdö við Osló og
höfðu með sér smurt brauð í nesti.
Og þau urðu sammála um hvað
gera skyldi. Þau fluttust skömmu
síðar til Osló.
Þannig hófst rithöfundaferill Lie,
haustið 18Ó8. Horfurnar voru ekki
glæsilegar. í fyrstu sneri Lie sér
einkum að blaðamensku. Hann
skrifaði eina grein í viku í “Morg-
enposten” og fékk þrjár spesíur
fyrir, og vikuyfirlit um skandinav-
iska viðburði í “Norsk Folkeblad,”
sem Björnson stýrði. Ennfremur
við og við í “Dagbladet,” “Christ-
ianiaposten” o g “Aftenbladet.”
Heltberg réð hann stundakennara í
norsku við “stúdentaverksmiðju”
sína, en starfið varð skammvint, því
að Lie hélt fyrirlestra í stað þess
að kenna. Meðal nemenda hans þar
var Olaf Thommesen síðar ritstjóri
“Tidens T 'egn.” Lærisveinarnir af-
sögðu kennarann nieð þeim ummæl-
um að þeir gæti ekki notað fyrir-
lestra hans við prófborðið.
Öðru hverju tók hann að sér lög-
fræðisstörf, einkum fyrir þá, sem
höfðu orðið að snúa við frá öðrum
málafærslumönnum. Hann seldi
skóga fyrir menn og hafði talsvert
upp úr því. Og svo orkti hann tæki-
færiskvæði fyrir peninga.
En haustið 1870 hafði hann lagt
síðustu hönd á “Den fremsynte”
(ísl. þýðing: Sagan af Davið
skygna, eftir Björn Jónsson).
Björnson fékk að heyra söguna og
kom henni á framfæri við Gylden-
dalsforlag í Khöfn, sem gaf hana
út fyrir jólin sama ár. Og Lie varð
á svipstundu frægt skáld. Hann
fékk skáldastyrk um vorið, 250
spesíur, til ferðalaga um Norður-
Noreg og viku síðar 400 spesíur, “til
þess að dvelja erlendis og fullnuma
sig sem skáld.”
Haustið 1871 fór hann til Parisar
og þaðan fluttist hann búferlum til
Róm og dvaldi þar i tvö ár. Þar
skrifaði hann “Fortællinger og
Skildringer fra Norge” “Tremast-
eren Fremtiden,” sem bæði komu út
1872 og “Lodsen og hans hustru,”
sem kom út 1874. Það ár kom hann
aftur heim til Noregs og var þá í
einu hljóði veitt á stórþinginu jafn-
há skáldalaun og Björnson og Ibsen
höfðu áður haft, 400 spesíur. Kon-
ungur sæmdi hann fyrstan heiðurs-
peningi þeim, er hann hafði látið
slá til minningar um krýningu sina
í Þrándheimi 1873 og gerði hann
að riddara tveimur árum síðar.
Stjórnin taldi Lie sinn mann, en
Björnson hinsvegar uppreisnar-
manninn. En Lie brást þeirri trú.
Nú var Lie í Noregf næstu fjög-
ur árin til 1878 og gaf út dramatiskt
lióð “Faustine Strozzi” og sögu frá
Kristjaníu, “Thomas Ross” en bæði
þessi rit urðu til vonbrigða þeim,
sem höfðu lesið “Den fremsynte.”
Lie leið illa þessi f jögur ár og misti
álit. Hann gerðist þögull og gram-
ur og afréð loks að yfirgefa ættjörð-
ina í annað sinn. Eftir 1878 mátti
varla heita að hann dveldi í Noregi
nema sem gestur. Hann dvaldi
lengstum i París eftir þetta en á
sumrurn var hann oft í Tyrol. Sum-
arið 1893 var hann í Noregi og var
þá hyltur á ýmsan veg á sextugs-
afmæli sínu um haustið.
Svo flytjast þau hjónin heim til
Noregs 1906 og setjast að í Fred-
riksværn og bygðu sér þar hús.
Höfðu þau þá dvalið erlendis und-
anfarin 13 ár. Þá um haustið kom
Björnson i heimsókn til fornvinar
síns, sem hann haf ði verið í missætti
við undanfarin 20 ár, og sættist við
hann heilum sáttum. En árið eftir
missir Lie konuna, og eftir það var
hann ekki nema hálfur maður. Hon-
um fór hraðhnignandi eftir þetta,
því að eigi hafði hún aðeins verið sú,
sem hafði alla stjórn á fjárhag
þeirra hjónanna heldur hafði hún
verið samverkamaður mannsins
sins, um bækur hans.
Eftir andlát hennar eirði Jónas
Lie ekki í Eredriksværn en flakkaði
stað úr stað og dvaldi þá oftast hjá
ættingjum sínum. Hann var orðinn
mjög heyrnarsljór og nálega blindur.
Seinasti dvalarstaður hans var i
Fleskum hjá syni hans, Erik Lie.
Hann var áleið til Fredriksværn er
hann veiktist. Samt vildi hann hafa t
ferlivist og hann dó alklæddur á
sófanum í stofunni á Fleskum 5.
júli 1908. Jarðarför hans fór fram
á ríkisins kostnað og lik hans var
flutt til minninga-athafnar í Þri-
einingarkirkjuna í Osló en þaðan
til Fredriksværn, þar sem hann ligg-
ur grafinn við hlið Thomasine Lie.
—Fálkinn.
Þrettándi jóla
(Álfa æfintýri)
Það hefir verið ritað um margs-
konar álfa, þessar. undurfögru, á-
hyggjulausu, glaðværu verur, sem
una í gróandi lundum, svifa meðal
blómanna og verða ástdrukknir af
ilmandi jurtum; þeir, sem búa sér
til töfraheim ósýnilegan og eru dýrk-
endur og dáendur allra fagurra
lista. Með töfrasprota sínum heilla
þeir hugi manna og glæða fegurðar-
tilfinninguna í sálum þeirra svo að
það kemur eigi ósjaldan fyrir að
þeir verða fyrir áþreifanlegum á-
hrifum frá þeim. Það ber svo við
að þeir sjá nýútsprungin blómhnapp,
blómið breiðir fegurð sína og ilm á
móti þeim; þeir verða snortnir af
fegurð þess, en þeir gjöra sér þó
ekki í hugarlund að það er ekki
blómið sjálft, sem veldur hrifning-
unni, heldur hið leynda hugboð, sem
það flytur. Þeir verða skáld um
örstutt tímabil og það brýzt fram
úr fylgsnum hugrenninga þeirra
sælukend tilfinning og þeir eru í
sömu svipan litlir álfar, sem drekka
guðaveigar úr bikar hennar, því að
sætleikann hafa þeir fengið að
smakka.
Ólíkt er mjög með mönnum og
álfum; menn hænast oft að því, sem
daprar geð og gjörir heim að tára-
dal. Þeir hafa rnikla nautn af raun-
urn sínum og telja sig nokkurs konar
píslarvætti hér á jörð, þó að í raun-
inni séú þeir ekki nema það, sem
þeir hafa kepst við að vera, nefni-
lega meinsýnis, dapurleika menn.
Líf álfanna er einn sólskinsdagur.
Lífsgleðinnar kunna þeir að njóta.
Dapurleikann flýja þeir eins og
svartan skugga eða óhugi manria.
Þeir syngja, leika og lifa í ríki glað-
værðar og glymjandi tóna og vors-
ins blíðu æfilangt.
Eg ætla nú að segja ykkur sögu
af jólaálfunum. Þessir álfar eru
mjög smágerðir, fagurlega linraðir
með gullofna vængi og gulllitað hár.
Þeir bera með sér gullhörpur og
fylgir henni mikil töfranáttúra.
Þessa hörpu hafa þeir með sér í
ferðalögum sínum er þeir fara heim-
anna á milli. Með tilstilli hörpunn-
ar er þeim mögulegt að finna það,
sem þeir eru að leita að. Þessi leit
eða sérkenni er það sem gerir þá
ólíka öðrum álfum. Að hverju
heldur þú að þeir leiti ? Gulli og
gimsteinum? Nei. Það er annað
miklu varanlegra og dýrmætara.
Það sem þeir sækjast svo mjög eftir
eru göfugar, háleitar, frumlegar
hugsanir hjá okkur mönnunum, og
þessu geta þeir náð með tilstilli
hörpunnar. Hugarheimurinn er
stór, hljómöldur hugsananna girða
umheiminn og eru máttarstólpar
mannanna. Hugsjónabárur eru
virkilegri en fjöllin og veita nýjan
þrótt og fjör. Náttúra hörpunnar
er að ná þeim tón eða hljóm, sem
nær yfir ysinn og þysinn og hljómar
skært og skýrt og er öðrum frá-
brugðinn. Þeir þræða leið sína eft-
ir þeim bylgjum þar til persónunni
er náð og þá er myndin fullkomnuð
af því hugarástandi eða hugsjónum,
sem manneskjan lifir í. Harpan
túlkar í hljómum mál mannsandans
en þetta skilja æi álfarnir nema að
nokkru leyti, en finna það betur
þegar heim er komið. Þeir stilla nú
hörpuna svo hún þagnar og hafa
hraðann á heirn með fjársjóðinn.
Þeir ganga inn í stóran sal; þar
eru mörg smáborð, á hverju borði
er fagurt gullker og líður upp úr
því hvít silfurmóða. Krystallssteinn
er látinn ofan í kerið og svo er
harpan látin hljóma sina geymdu
tóna. Nú breytast óðar litirnir af
gufunni í kerinu og skiftast á marg-
ir fagrir litir, sem líða í ljósstraum-
um upp úr því. Þegar harpan
þagnar þá smá hverfa litirnir þar
til ekkert er eftir nema hvít silfur-
móðan og loks hverfur hún líka og
í kerinu liggur dýrindis steinn, og er
það hinn dýrmætasti steinn, sem
íeimurinn á, þvi hann geymir hjarta-
blóð og heitustu þrár mannssálar-
innar.
Nú er steinninn færður upp úr
kerinu og er mikil fagnaðarlæti yfir
fegurð hans. Álfar lesa í litbrigð-
um það sem við lesum f letri, en
margt er það, sem þeir skilja ekki,
en þeir dást að fegurðinni og hástig-
inu, sem hún nær. Þessi steinn er
síðan látin í stórt ker með öðrum
steinum og þegar álfar vilja gleðja
sig setjast þeir niður við þetta bóka-
safn sitt og lesa í lifandi myndum,
einkenni, efni og orku mannsandans.
Það er eitt tjald í álfahöllinni,
sem er öllum öðrutn tjöldum fegra
og þar geyma þeir hið fegursta, sem
þeir eiga í eigu sinni og þangað
ganga allir álfar einu sinni á ári á
þrettánda jóla. Þar liggur á upp-
hleyptu filabeinsborði dýrindis
steinn og ber mikla birtu og ljóma
af honum og þar samblandast litir,
sem mannlegt auga hefir eigi séð
né skynjað. Framhjá og í kring um
þennan stein ganga álfarnir og
fögnuður þeirra er meiri en frá má
segja, því þeir unna fegurðinni meir
en nokkru öðru undir sólinni. Það
er þeirra matur og drykkur og end-
urnýjast þeir við slíkan fögnuð.
Hefðu þeir ekki fegurð fyrir aug-
unum myndu þeir smámsaman dofna
og kulna út, eins og mennirnir.
Lærum af álfunum, verum glaðværir
menn; byggjum oss skýjaborgir, þá
myrkrið vill svelgja oss, og umfram
alt glæðum fegurð og þrótt í sálum
vorum, þá endist okkur lífið eilíf-
lega. Louis B. Bergman,
Winnipeg, Man.
Sjöburar
í danska blaðinu "Politiken er
sagt frá því ekki alls fyrir löngu,
að kona ein í George Town á Guy-
ana hafi fætt .sjöbura og lifðu þeir
allir og eins móðirin, eftir fæðing-
una. Alt vorú þetta drengir. í
sambandi við þessa frétt rifjar blað-
ið ýmislegt upp um fleirburafæð-
ingar. Er það talið vera nærri
sanni, að á hverjar 80—90 fæðing-
ar komi 1 tvíburafæðing. Þribura-
fæðingar eru það miklu fátíðari, að
talið er að ekki komi nema 1 á hver
8000. í Kaupmannahöfn hefir svo
munað sé, ekki komið fyrir nema 1
þriburafæðing. Fjórburarog fimm-
burar hafa aldrei þekst þar á landi.
—Svo lengi sem menn hafa sagnir
af, er ekki vitað um nema 30 fimm-
burafæðingar í það heila tekið. Ein
sexburafæðing átti sér stað í Þýzka-
landi 1888 og sjöburarnir frá Ham-
eln. sem fæddust 1834 hafa hingað
til verið taldir einsdæmi. I hvorug-
um siðstnefndu tilfellum lifðu börn-
in. í tilefni af þessu birtir blaðið
mynd af fjórum ungum stúlkum,
sem eru fjórburar. Þær eru allar
hraustlegar að sjá og blaðið segir,
að þær standi jafnöldrum sinum
fullkomlega jafnfætis, bæði hvað
snertir líkams og sálarþroska.
Frceræktin á Sámsstöðum
Grasfræ var ræktað til framleiðslu
á þessu sumri á rúmlega 6 dagslátt-
um lands. Þrátt fyrir votviðrin
þroskaðist fræ með fyrra móti, enda
var sumarið fremur hlýtt. Ágúst-
mánuður var þó kaldari en í fyrra
en septembermánuður var aítur
hlýrri, en úrkomumagnið yfir sum-
arið um helmingi meira en þá. Alt
hefir þetta mikil áhrif á fræræktina.
Vegna votviðranna var fræstaðan
gisin, en fræið var vel þroskað, er
það var skoriði.—20. ágúst. Aðal-
lega var ræktað fræ af túnvingli og
vallarfoxgrasi, sem eru aðal tún-
grös á íslandi, en einnig var ræktað
allmikið fræ af háliðagrasi, sem að
vísu hefir verið talin útlend gras-
tegund, en er nú mjög að ryðja sér
til rúms í íslenzkum túnum með fræ-
sléttunum nýju. Þurkun uppsker-
unnar af fræekrunum gekk treg-
lega. Þó náðist háliðagrasið alt 23.
ágúst en hinar grastegundirnar ekki
fyr en eftir mánaðamót ágúst og
september. Ofviðrið aðfaranótt 27.
ágúst skemdi og ódrýgði fræupp-
skeruna um þriðjung.
Nýja Dagbl. 15. des.
\
K 1 1 / 1 £ ' n
Pegar J oer parrnist
Prentunar 1
þá lítið inn eða skrifið til
The Golumhia Press Ltd •
sem mun fullnægja
þörfum yðar i
/ \