Lögberg - 25.01.1934, Blaðsíða 2

Lögberg - 25.01.1934, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. JANÚAR, 1934. Bjargað lífi Dufferins lávarðar á leyndar- domsfullan hátt Samandregið úr ritinu “The Town Crier.” Eftir Louis K. Arispacber Hér birtist saga um draugslega og leyndardómsfulla sýn, er til þess varð aÖ bjarga lifi Dufferins lá- varðar, sent einu sinni varð ríkis- stjóri í Canada. Sagan sjálf og hvert einstakt atriði hennar hafa verið rannsökuð mjeð hinni mestu ná- kvæmni af frægum sálarrannsóknar- manni, sem de Martray heitir; hann er franskur og hefir skýrt brezka sálarrannsóknarfélaginu frá rann- sóknum sinum. Dufferin lávarður er í heimsókn á írlandi hjá gömlum vini sinum, er Sir Henry B— heitir. Veöur er hið bezta og glaða tunglsljós um kveldið. Alt er hljótt og friðsælt. Dufferin lávarður háttar hægt og rólega; fer upp í rúmið, legst út af og steinsofnar. En án þess að hann viti nokkra orsök til vaknar hann aftur eftir nokkra stund. Alt virðist gjörbreytt i herberginu; alt orðið undarlegt og óþekkilegt. Hon- um finst eins og alt sé þrungið af einhvers konar rafmagni; eins og eitthvað sé á seiði, sem boði ógn og skelfingu alt í kring um hann, þótt hann geti ekki gert sér grein fyrir hverng þvi sé varið. Tunglið varpar draugslegum geislum inn í herbergið. Hann kveikir; við það hverfa hinir ein- Dufferin gengur að manninum og segir einarðlega: “Heyrðu kunn- ingi! Hvað ertu með ?” Þegar maðurinn heyrir þetta, lyft- ir hann upp höfðinu undan líkkist- unni. Dufferin sér greinilega and- lit, sem er svo dauðableikt, ógeðs- legt og ljótt —svo hryllilega við- bjóðslegt að hann hörfar aftur á bak. eitt eða tvö skref. Andlitið á manninum er svo hatursfult, af- skræmt og andstyggilegt að það brennir sig óafmáanlega inn í huga Dufferins. Samt herðir hann upp hugann og segir byrstur: “Hvert ertu að fara með þetta ?” Utn leið og hann segir þetta geng- ur hann rakleitt til mannsins og ætl- ar að stöðva hann; en maðurinn hverfur sjónuml hans. Þegar Dufferin aðgætir, verður hann þess var að hann hefir blátt áfram gengið í gegn um mannitin og líkkistuna. Hann sér engin spor i dögginni á grasinu; tunglið skín bleikt og draugalegt á næturhimininn og það verði að ótal fingrum, sem bendi á hann og geri gys að honum. Og hann hlustar stundarkorn á raddir næturinnar geigvænar og ægilegar. Hrollur fer um hann allan; en hann ,vill ekki vekja fólkið í húsinu og fer aftur inn í herbergi sitt, sezt þar niður og ritar tafarlaust í minn- isbók sína skýra og nákvæma frá- sögn um þennan einkennilega at- burð. Þegar morgunverði er lokið spyr hann Sir Henry spjörunum úr. Hann fullvissar Dufferin úm það að ekkert dauðsfall og engin jaröarför hafi átt sér stað 1 þorpinu nýlega; kennilegu skuggasvipir í herberg- inu. Hann bristir sig allan til þess að vera viss um að hann sé vakandi og að þetta sé ekki drumur. Hann kveikir í vindlingi og reynir að halda sem bezt jafnvægi. Öll skilningar- vit hans virðast vera einkennilega næml; en hann getur ekki fundið neitt, sem skýri það hvernig standi á þeim keinkennilégu hugboðstil- finningum, sem gagntaka hann: “Hvernig getur þessu verið var- ið?” hugsar Dufferin lávarSur. “Er eg virkilega að verða ímyndunar- veikur og tunglsjúkur eins og móð- ursjúk kona; — Hjátrúin segir að reimt sé á öllum þessum gömlu sögu- stöðum á írlandi. Kannske einhver draugur eða afturganga sé hér á ferð í kvöld?” En hann trúir í raun og veru engu af þessari vitleysu. — Hvaða hljóð er þetta? — Hvað? — Ó, það er náttúrlega fugl á flugi — auðvitað ekkert annaS. — En þá þessi löngu, lágu kvein — hvernig stendur á þeim? Ekki getur það verið í vindinum, því alveg er blæja- logn. Ekki getur það verið þytur í laufum trjánna úti fyrir og ekki heldur getur skrjáfað í blæjunum í herberginu. — Nei, en það er nátt- árlega ugla—þarna kom það! Öll hljóð láta svo einkennilega í eyrum i tunglsljósi að nóttu til. En bíðum við! Þarna heyrðist þaS aftur! Það er alveg eins og mannleg vera sé að kveina og stynja. Hver veit nema einhver hafi meitt sig? Hann hleypur fram úr rúm- inu og gengur rakleitt út að glugg- anum. Það eru stórir, franskir gluggar alla leið niður að jörð og opnast niður að gólfi. Úti fyrir er grasflötur og umhverfis hann risa- vaxin, gömul tré. Það er eins og hljóðið komi frá hinum geysistóru skuggum trjánna. Dufferin stendur grafkyr og starir inn í skuggana. Alt í einu verður hann þess var að eitthvaS er á hreif- ingu. Stunurnar og kveinin halda áfram. Einhver vera kemur út úr myrkrinu inn í glaðbjart tunglsljós- ið. Þetta er karlmaður með svo þunga byrði á bakinu að hann skjögrar undir henni. Þessi stóra byrði er eins og kassi í laginu og hylur svo andlitiS á þessari mann- veru að Dufferin sér það ekki. Nú eru þeir báðir—Dufferin og þessi einkennilegi maður—í tungls- ljósinu þar sem það nýtur sín bezt; og Dufferin sér aS maðurinn ber afarstóra líkkistu. ' og enginn kannast við lýsingu hans á manninum með líkkistuna. Þetta var því gáta eða leyndar- dómur, sem enginn gat ráðið, og hefði ekkert annað borið við í sam- bandi við það, þá hefði þessi saga aS öllum líkindum aðeins geymst i minnum manna, eins og margir aðr- ir einkennilegir viðburðir, sem smá- breytast og lagast—eða aflagast— þangað til þeir verða að þjóðsögum. Nokkrum árum síðar var Duf- ferin lávarður skipaður sendiherra til Frakklands, og þar var það ein- hverju sinni að hann var staddur í gistihúsi (The Grand Hotel) í Parísarborg; hann var þar á þjóð- fulltrúafundi. Gestasalurinn í hótel- inu var troSfullur af alls konar em- bættismönnum ýmsra landa. Einka- skrifari Dufferins lávarðar fór með honum að einni lyftvélinni og voru þar staddir allmargir fulltrúanna; Þeir biðu í virðingarskyni við Duf- ferin, því hann var talinn virðingar- mlestur allra þeirra, sökum þess að hann var fulltrúi brezka ríkisins. Hann gekk í gegn um hópinn og hneigði sig kurteislega. Dyrnar á lyftivélinni opnuðust; Dufferin stigur áfram og ætlar inn ; en í sama bili verður honum litið á lyftivélarstjórann. Dufferin hörfar aftur á bak með skelfingu; hann veifar höndinni til skrifara síns og aftrar honum frá því aS fara inn i lyftivélina.—Hvað er um að vera? Hann sér þarna nákvæmlega sama andlitið, sem brendi sig inn í minni hans á írlandi nökkrum árum áður. Hann starir á manninn með skelf- ingu. Já, það er sama draugslega augnatillitið; sömu skældu og við- bjóðslegu andlitsdrættirnir. En hvernig getur þetta ljóta og illúð- lega andlit og þessi ógleymanlegi skrokkur hafi fluzt á þessum árum rá hinum kyrláta stað, þar sem hann sá það í tunglsljósinu kveldið góða og birst aftur í lyftivélinni á hótelinu í Parisarborg. Þessar spurningar flugu i gegn um huga hans með ljós- hraða alveg eins og þegar alt líf druknandi manns birtist honum á svipstundu í glöggum og greinileg- um myndum. Dufferin er venjulega rólegur og hefir fult vald á tilfinningum sín- um. Þeim, sem á hann horfa i þetta skifti virðist aðeins sem honum hafi snúist hugur. Hann afsakar sig með fáum orðum og biður hina full- trúana að bíða ekki eftir sér. Hann yfirgefur skrifara sinn, þar sem hann stendur. Er virkilega einhver að stelast í burtu með lík af dauðurri manni?j Sumir sendiherranna fara inn í lyftivélina. Dyrnar lokast og vélin ZAM-BUK Græðir fljótt og vel BRUNASÁR og ÖNNUR SÁR lyftist upp. Dufferin fer rakleiðis inn í skrifstofu hótelstjórans og spyr hann hver maðurinn sé, sem stjórni lyftivélinni, og hvaðan hann hafi komið. En áður en hótelstjórinn hefir tíma til þess að svara heyrast voða- vegar drunur Angistaróp fylla hótelganginn. Skrifari Dufferins kemur inn með öndina í hálsinum. Voðalegt slys hefir viljað til! Ein- mitt sam|a lyftivélin, sem Dufferin óaði við að fara inn í—vélin, sem maðurinn stjórnaði, sem hann hafði séð nokkrum árum áður á Irlandi, —hafði verið komin upp á fimtu hæð, en þá hafði virinn alt í einu slitnað og vélin hrapað niður; var fallið svo mikið að allir, sem í henni voru mistu lífið. Það ér sögulega staðfest að þessi atburður átti sér stað; frá því er skýrt í öllum blöðum landsins, og víðar. Þessi einkennilegi lyftivélarstjóri beið bana í slysinu og allir, sem með honum voru; það hefir aldrei verið upplýst hver hann var. aðstoð leynilögreglúnnar bæði á Frakklandi og írlandi gat Dufferin lávarSur aldrei orðið neins vísari í því efni. Hér hefir verið skýrt frá ákveðn- um atburðum; rökin fyrir sannleiks- gildi þeirra eru óhrekjandi, en eng- inn hefir getað skýrt hvernig á þeim stendur. Hið eina, sem vér vitum er það að lífi Dufferins lávarðar var bjargað á þennan leyndardómsfulla hátt. Enginn veit hvernig þessum viðburðum er háttað; sagan er að- eins sögS eins og hún átti sér stað. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi. (Úr Readers’ Digest) Sitt af hverju Eftir Guðm. Jónsson frá Húsey Eitt af því, sem að okkur amar í landi þessu nú á dögum, er eyðslu- söm og óhagsýn stjórn.—Það skift- ir minstu hvort hún er kend við Bennett, King eða Bracken,—þær eru allar með sama marki brendar. Eg býst við að sumir muni segja að ekki sé stjórnarfarið betra heima á íslandi. Þar sé líka rifist og skammast árið um kring út af stjórnmálum, en hér sé alt friðsamt í þeim sökum, nema rétt fyrir kosn- ingar. Satt er það, að þeir eru býsna há- værir heimþ.; en þeir sýna lika vak- andi áhuga í þeim efnum oftar en um kosningar. íslendingar hafa æ- tíð fengið orð fyrir að vera tor- tryggnir og þrætugjarnir. Það er að líkindum gamall arfur af víkings- lund og bardagahug frá fornöld, sem lifnaði og glæddjst í sjálfstæðisbar- áttunni við Dani. Þar kom þeim arfur sá að góðum notum, en tefur nú máske fyrir þeim, þegar þeir deila sín á milli. Það hefir leikið orð á því, að við Vestur-íslendingar værum nokkuð deilugjarnir líka. Og við höfum oft sýnt aÖ svo er. Það hafa oft verið helzt of miklar deilur og flokkadrættir okkar á milli, sem hafa tafið samvinnu og komið ýmsu illu til leiðar. En það er eins og alt slíkt sé að dofna nú í seinni tíð. Að sönnu máttu deilurnar falla niður; en eg fæ ekki betur séð en að allur félagsskapur og framsóknarhugur fari minkandi að sama skapi. ÞaS er einhver deyfð og drungi að fær- ast yfir þjóðarbrotið okkar, og sézt það bezt á því að blöðin okkar eru nú hætt að ýfast hvert við annað. Þetta er á annan hátt heima á gamla landinu. Þeim er að fara fram, en okkur hefir farið aftur i seinni tíð. Þeir eru fjörugri og athafnameiri, bæSi í orði og verki, en við verðum daufari og athafnaminni með ári hverju. Kreppunni er kent um, og mun það að nokkru leyti vera svo. En þeir hafa líka haft við kreppu að stríða heima. En þeir hafa verið athafnameiri að verjast henni en við. —Þetta gildir nú auðvitað um þjóð- irnar í heild, því ejcki geta Vestur- íslendingar haft nein veruleg áhrif á stjórnarfarið í þessu landi. — En j við erum líka aS breytast. Menn ! einangrast hver i sínu horni, og láta sem minst á sér bera. Það sést nú varla frumsamin grein í blöðunum okkar, eftir íslending, nema dánar- fregnir og æfiminningar. Blöðin lifa að miklu léyti á því að prenta upp ritgjörðir og fréttir úr blöðum og tímaritum að heiman. Að sönnu eru þær ritgjörðir flestar betur rit- aðar en gjörist hér vestan hafs, en ekki eru þær allar aðgengilegar fyr- ir alþýðu hér í landi. En þaS er eins og það bendi á andlegt gjald- þrot hjá okkur að þurfa að taka svo stór lán til að fylla blöðin. Hvað veldur þessari deyfð, þess- ari breytingu á fáum árum; Krepp- an, munu margir svara. Það er þó liægt að tala og rita, og enda að ríf- ast, hvað sem kreppunni líður; og kreppan sjálf gefur ótal umtalsefni. Er það landiS, sem er að breyta þannig eðli okkar? Þetta tilbreyt- ingarlausa sléttlendi, sem er svo ó- líkt gamla landinu. Þar var við svo margt að stríða, sem herti hugann og stælti kraftana til mótstöðu. Eldri kynslóðin og sú yngri, sem hér hefir alist upp, eru óSum að fjarlægjast hvor aðra. Þær geta illa unnið saman og fer sú andúð vaxandi. Af því sprettur samúðar- leysi og deyfð á heimilunum, sem hefir aftur deyfandi áhrif á félags- , líf í sveitum og bæjum. Það er eins og þykkur þokuveggur mýndist milli ungu kynslóðarinnar og eldra fólks- ins. Þetta er að vísu eðlilegt eins og hér hagar til. Ungt og gamalt á ekki saman,” var g’amall málsháttur heima, og hér á hann þó betur við. Gömlu mennirnir eru fastheldnir við fornar venjur, og meta mest það sem íslenzkt er. Unga fólkið skilur það ekki. ÞaS metur mest alla hér- lenda háttu og þekkingu, en kann ekki að meta það seml íslenzkt er. Það hefir fengið þessa litlu þekk- ingu, sem það hefir á hérlendum skólum. Það vill því í öllu semja sig að siðum og náttum hérlendra manna, en lítur niður fyrir sig á alt sem íslenzkt er. Það hefir að sönnu lært að tala og skilja íslenzku, og fleiri hluti þess, sem elst upp í ís- lenzkurri nýlendum, mun hafa lært aS lesa hana í æsku; en fátt af því mun hafa lesið íslenzkar bækur að neinu ráði síðan það þroskaðist. Það hefir því aldrei kynst íslenzkum bókmeritum fornum eða nýjum, og álítur þær einskis virði. Islenzk menning fer því fyrir neðan garð hjá unga fólkinu, og það telur hana einkis virði. Af þessu hygg eg sprottna þessa andúS milli foreldra og barna, sem er svo almenn og skaðleg nú á dög- um. Heimilislifið verður tvískift, fjörlaust og dauft, enda þótt alt gangi friðsamlega og hávaðalaust. Öll samvinna verður óeðlileg og stirð. Þetta hefir lamandi áhrif á báða málsparta, og lamandi áhrif á félagslífið í heild sinni. Áf þessu hygg eg sprottna þessa deyfð og drunga, sem mér virðist vera að færast yfir þjóðarbrotið okkar í þessu landi. Margir unglingar una þ.essu ekki. Þeir yfirgefa heimilin, og leita sér atvinnu eða mentunar meðal hér- lendra manna. Allmörgum hefir hepnast það vel. Þeir hafa brotið sér nýjar brautir og orðið að nýtum mönnum í hérlendu þjóðlífi, en haldið þó þjóðerni sínu að nokkru leyti. En hinir munu vera fleiri, sem hafa afklæðst öllu, sem islenzkt er, og orðið að litlu nýtir. Það má vel vera að kreppan hafi góð áhrif á suma þessa frávillinga. Þess eru dæmi ekki allfá, að þeir sem þannjg hafa hlaupið af sér hornin, leyti nú aftur heim til föður- húsanna. Nokkrir að vísu sem lamaðir og ósjálfstæðir menn, sem lifa nú sem þurfamenn á fátækum foreldrum. Þó eru aðrir sem hafa rekið sig á, og eru búnir að læra að mestu landbúnaðinn og leggja nú Með allri Eða er það hérlent þjóðerni—eða þjóðernisleysi — sem hefir lamandi áhrif á okkur; Líklega hvorttveggja, en þó öllu fremur það síðarnefnda. Engin merki bakverk- jar framar Saskatehewan kona læknaðist af Dodd’s Kidney Pills. Mrs. Wood þjáðist lengi af nýrnaveiki. Vanguard, Sask., 18. jan. (Einka- fregn). “Eg hafði lengi þjáðst af nýrna- veiki,” segir Mrs. Fred C. Wood, þar á staðnum. “Fékk eg enga lin- un þrauta, þar til vinur minn ráð- lagði mér Dood’s Kidney Pills, og eg fór að nota þær. Eg finn nú ekki lengur til bakverkjar og nýrun eru í bezta gengi. Eg hefi einnig notað Dodd’s Ointment, og hefi þar sömu sögu að segja.” Bakverkur bendir ljóslega á nýrnabilun. Það er nátt- úran, sem talar og gefur fd kynna, að nýrun séu þess ekki megnug, að nema á brott óhreinindin úr blóðinu. Því að kveljast af bakverk, þegar auðvelt er að láta Dodd’s Kidney Pills losa yður vi5 óþægindin? Ef þér hafið ekki reynt Dodd’s Kidney Pills, þá spyrjist fyrir um gildi þeirra hjá vinum yðar. alla stund á að hjálpa foreldrum sínum í þessu örðuga árferði. Gömlu landnemunum fækkar nú óðrum, og innan fárra ára verða þeir með öllu horfnir. Yngri kyn- slóðin, sem hefir alist hér upp, verð- ur þá einvöld. Hún er ekki útlend, nema að ætterni og skaplyndi. Hún hefir átt kost á hérlendri þekkingu bæði í bóklegum fræðum og verk- legum efnum. Hún ætti því að geta sameinað það bezta af venjum og þekkingu feðra sinna, því sem læra niá af hérlendum mönnum. Hún ætti að hafa meiri samúð og sam- vinnu með börnum sínum, en gömlu mennirnir höfðu.— Kreppan er harður skóli, en gagn- legur ætti hann að verða komandi kynslóðum. II. Það var fyrir r.okkrum árum að hér rikti fjör og frarrisóknarþrá meðal landa. Menn þóttust hafa himinn höndum tekið, að vera komn- ir hingað úr deyfðinni og ófrelsinu heima. Nú er þetta breytt. Hér ríkir nú deyfð og drungi, enda kvíði og vonleysi um framtíðina hjá f jöld- anum. Þetta er á annan hátt heima á gamla landinu. Þar rikir nú fjör og framsóknarhugur. Að vísu mun þar mlargt spior stigið til framfara, sem tvímælum veldur, én svo fer jafnan hjá þeim, sem framgjarnir eru og athafnamiklir. Þeir hafa við kreppu að stríða og mis\itra stjórn, eins og við og f leiri: en þeir eru ekki úrr eðalausir eirs og við. Þeir • órðust ‘rreopunn-’ lcngur en við, og ; c ir hafa neytt a’lr i krafta og úr- ræöa fi- rð létta ntii. Og eftir bví sem *éð verðui af blöðum og bréfum að heiman hetir þeim tekist eað vonvtn betur Þe:ta er gleði- *fni ölh.m sönnuin Islendingum. Það ætti að vera hvót fyrir yngri '•ynslóðir.a hcr í laudi. að meta bet- ur íslenzka menningu og íslenzkan dugnað en það hefir gjört. Það ætti að vera metr-aðarmál öllum, sem af íslenzku bergi eru brotnir, og hvöt til dáða og framkvæmda. Ber í Grindavíkurhrauni Þegar björgunarsveitin var á heimleið frá strandstað togarans Jan Volters, fann hún óskemd ber í Grindavíkurhrauni, og vita menn ekki dæmi til slíks á þessum tíma árs. Nýja Dagbl. 28. dos. INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man Akra, N. Dakota Árborg, Man Árnes, Man : Baldur, Man O. Anderson Bantry, N. Dakota Bellingham, Wash Belmont, Man Ðlaine, Wash Bredenbury, Sask • Brown, Man J. S. Gillis Cavalier, N. Daketa ! Churchbridge, Sask Cypress River, Man Dafoe, Sask J. G. Stephanson Edinburg, N. Dakota. .. . Elfros, Sask .. Goodmundson, Mrs. J. H. Garðar, N. Dakota ! Gerald, Sask Geysir, Man Gimli, Man Glenboro, Man Hallson, N. Dakota Hecla, Man ■ Hensel, N. Dakota Hnausa, Man Húsavik, Man Ivanhoe, Minn. Kandahar, Sask J. G. Stephanson ; Langruth, Man Leslie, Sask I.undar, Man Markerville, Alta Minneota, Minn Mountain, N. Dakota... Mozart, Sask Oak Point, Man Oakview, Man Otto, Man Point Roberts, Wash Red Deer, Alta ■ Reykjavík, Man Riverton, Man. Seattle, Wash Selkirk, Man Silver Bay, Man Svold. N. Dakota Swan River, Man Tantallon, Sask Upham, N. Dakota Vancouver, B.C Víðir, Man Vogar, Man Westbourne, Man Winnipeg Beach, Man.. . Winnipegosis, Man Wynyard, Sask - l ‘ ' ---- 1 1

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.