Lögberg - 08.02.1934, Síða 1
47. ARGANGUR J WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 8. FEB. 1934 |j NÚMER 6
Alvarlegt uppþot í París
Herinn lcallaður út til að verja þinghúsið.
Tuttugu manns drepnir, mörg hundruð sœrðir
ÓeirÖir þær, sem verið hafa í París síðustu vikur náðu hámarki sínu
í fyrradag þegar stórir hópar borgarbúa gerðú tilraun til að umkringja
þinghúsið. Daladier forsætisráðherra lét þá kalla út herinn, þegar sýnt
var að lögreglan fékk ekki við neitt ráðið. Sló þá í bardaga og tókst
loks að tvístra uppreistarmönnunum, en márgir láu eftir, sumir dauðir
en aðrir hættulega særðir.
Upptökin að þessum vandræðum
eða í tjöldum. Landið sjálft,
Reykjanesið, er nú eign ísafjarðar-
bæjar. Nær það frá ysta odda þess,
þar sem sundlaugin er, og inn að ^
svonefndum Rauðagarði, en það 1 %
eru um 4 km. Nesið er mjótt, frýtt I $
I
5
- KIRKJAN ^ 1
Messur í Fyrstu lútersku kirlcju sunnudaginn
11. fehrúar, 1934.
1. Ardegis-messa (ensk) kl. 11 f. h.
I)r. C. W. Gordon (Ralph Connor) prédikar
2. Síðdegis-messa (íslenzk), kl. 7 e. h.
Ræðuefni: “ Undirbúningur undir föstuna.”
Úr bænum
voru hrun Bayonne bankans á dög-
unum, en síðan hefir margt komið
fyrir, sem æst hefir borgarbúa og
virðist óánægjan með stjórnina orð-
in mjög almenn. Þegar Jean Chi-
appe lögreglustjóri Parísar var sett-
ur af embætti í vikunni sem leið,
urðu konungssinnar (Royalists) og
facistar hálfu verri en áður, þvi
hann var talinn þeim hlyntur. Einn-
ig hafa kommúnistar látið mikið til
sín taka og heimta aS stjórnin láti
Hinn 30. jan. s. 1. var útför
Christian Benedictssonar, sem lézt í
Winnipeg þann 24. jan., haldin frá
íslenzku kirkjunni í Baldur. Séra
E. H. Fáfnis jarösöng. Fjölmenni
enskra og íslenzkra fyltu kirkjuna
á kveðjustundinni. Nokkur hluti
deildar þeirrar úr I.O.O.F., sem
heimilisfang á í Baldur, og sem
hinn framliðni tilheyrði sýndu virð-
ing og kveðju hinum burtkallaða
bróður, með því að bera einkenni
reglunnar og fylkja sér í raðir með-
fram leið þeirri, er líkfylgdin fór.
Fjöldi blómsveiga og minningar-
spjalda á kistunni sýndu hver ítök
hinn látni átti í hjörtum samferða-
fólksins. Æfiatriði hans hafa áður
verið birt í Lögbergi.
Symphony Concert
Symphony Orchestra Winnipeg-
borgar, undir stjórn Mr. Bernard
Naylors, hélt hljómleika sína í sam-
komuhöllinni á sunnudaginn var.
Aðsókn var mikil og segja stórblöð-
in að aldrei hafi hljómleikarnir tek-
ist betur. Má það heita stórgróði
fyrir borgina,-að hafa eignast jafn-
góða hljórrtsveit, og eiga allir þeir
þakkir skilið, sem að því hafa stuðl-
að.
Tilkynning til auglýsenda
Utgefendur vikublaðanna Heims-
lvringlu og Lögbergs gera hér með
kunnugt að framvegis verða ekki
lúrtar ókeypis í fréttadálkum blað-
anna umgetningar um samkomur og
fundahöld og öll þau mót, sem að-
gangur er scldur að, hvort heldur
það er með föstum aðgöngueyri eða
samskotum. Hið sama er að segja
um auglýsing herbergja til leigu,
Silver Tcas, spilakeppni, landsölu
og annað þessháttar. Alt þetta er í
sjálfu sér auglýsingar, serri ber að
borga á því verði, sem auglýsingar
eru seldar. Svo mikið hefir borist
t)löðunum af þessu tæi, að stórri
fjárhæð nemur, er þannig hefir tek-
ist burtu frá venjulegum auglýsinga-
tekjum, er fjárhagur blaðanna rná
naumast við að gefa, enda eigi sann-
gjarnt að ætlast til þess. Þá verða
og þessar umgetningar þvi aðeins
teknar, að borgun fylgi, er nemur
5oc á þumlungi dálkslengdar. Þessa
eru hlutaðeigendur beðnir að minn-
astM
Hlutafélögin,
VIKING PRESS, LTD.
COLUMBIA PRESS, LTD.
ENGAR KOSNINGAR / AR
Eftir fréttum frá Ottawa að
dæma, verða engar kosningar þetta
ár. Stjórnin ætlar auðsjáanlega að
láta kjörtímabilið renna út.
af völdum. Báðir þessir flokkar,
sem nú virðast hafa mikið fylgi,
heimta stjórnarskifti.
Aðal spurningin, þessa stundina,
er það, hvort stjórnin getur treyst
lögreglunni og hernum. Sumir ætla
að óánægjan með stjórnarfar lands-
ins sé oröin svo megn, að erfitt sé
að koma í veg fyrir innbyrðis ófrið.
Ástandið er í fylsta máta ískyggi-
legt, því ef að stjórnin fellur, verða
kommúnistar og íacistar að berjast
um völdin.
Senator Robert Forke lézt á Al-
menna sjúkrahúsinu, föstudaginn 2.
febrúar, eftir þunga legu. Bana-
mein hans var hjartabilun.
Mr. Forke var um eitt skeið leið-
togi bændaflokksips á þingi, og gætti
áhrifa hans töluvert um eitt skeið,
þar sem flokkur hans réði úrslitum
flestra mála i sambandsþinginu eft-
ir kosningarnar 1925.
Þegar flokkurinn klofnaði og
King-stjórnin féll, 1926, náði Forke
þingsæti i Brandon-kjördæmi, gekk
síðan i ráðneyti Kings sem innflutn-
ingsmála-ráðgjafi þar til hann sagði
af sér þeirri stöðu 1929 og hlaut þá
útnefningu til efri málstofunnar.
Robert Forke var hinn ráðvand-
asti til orða og verka og talinn mjög
hygginn maður.
Forke var af skozkum ættum og
fluttist ungur til þessa lands. Hann
tók land í nánd við Pipestone og
bjó þar í grend alla æfi.
Víðar er Reykjanes en
á Suðurlandi
Eftir Böðvar frá Hnífsdal
1.
“Þá gekk Flóki upp á fjall eitt
hátt, ok sá norðr yfir fjöllin fjörð
einn fullan af hafísum . . .”
Eigi eru menn á eitt sáttir um
það, hvaða f jörS Flóki hafi þar séð,
ætla sumir, að hann hafi gengið á
Glámu upp og séð Arnarfjörð, en
aðrir hyggja það Isafjarðardjúp
verið hafa.
ísafjarðardjúp, sem nú nefnist
venjulega, “Djúp” eða “Djúpið,”
þar um sveitir, hét forðum daga einu
nafni ísaf jörður, eins og sjá má víSa
af íslendingasögunum, t. d. Há-
varðarsögu ísfirðings. Sá segir og
svo um Þuríki sundafylli, sem nafn
það hlaut, er hún fylti sund hvert
með fiski, þegar hallæri var á Há-
logalandi: . . . “hon setti ok Kvíar-
mið á Isafjarðardjúpi, ok tók til á
kollótta. af hverjum bónda í ísa-
firði.” Hlýtur þar að vera átt við
alla bændur umhverfis Djúpið, þvi
að allir höfðu not af miðinu, hefði
og sú kjölkunnuga kona fengiS fá-
ar kollóttar af þeim bændum ein-
um, er þá bygðu firðina, en nú
heita ísafirðir. Landnáma getur um
mann, er Helgi hét, son Hrólfs ór
Gnúpufelli. Fór hann til Islands,
að ráði frænda sinna, leitaði fyrir
sér um landnám í Eyjafirði, en þar
var þá albygt; .... “eftir þat vildi
hann útan ok varð aftrreka í Súg-
andafjörð; hann var um vetrinn
með Hallvarði, en um várit fór
hann at leita sér bústaðar, hann fann
fjörð einn ok hitti þar skutil í flæð-
armáli, þat kallaði hann Skutilf jörS
. . . . ” Út í fjörð þennan innan-
verðan gengur eyri ein, sem lengi
var nefnd “Tangi” í daglegu máli.
A þeirri eyri hefir snemma risið
upp kaupstaður fyrir ísfirðinga eða
Djúpmenn. Sá bær heitir nú ísa-
f jarðarkaupstaður, og er því Skut-
ilsfjörðurinn langtum þektari, bæði
nær- og fjærsveitis, með nafninu
ísafjörður, heldur en með hinu
upphaflega heiti. Raunar er það
algengt mjög, aS þorp eða sveitir,
er að einhverjum firði liggja, taki
nafn af firðinum, sbr. Seyðisfjörð,
Patreksfjörð o. fl. En til þess að
kaupstaðurinn á Eyri við Skutil-
fjörð flyti nafnið Isafjörður, varð
það nafn fyrst að færast yfir á
SkutilfjörSinn sjálfan. Hvenær og
hvers vegna það hafi gerst, vita
*menn vist ógjörla, en sumir ætla, að
farmenn þeir, sem sigldu um Djúp-
ið fyr á öldum, hafi þar eigi litlu
um ráðið. Hafi þeir vitað, að
Djúpið hét öðru nafni ísafjörður,
en trúlegast verið ófróðir um ör-
nefni, svo sem heiti smáfjarða, er
úr Djúpinu skárust í land inn, eða
sveitir þeirra, er að lágu. Þess
vegna hafi þeir fært heildarnafniS
yfir á þann takmarkaða hluta svæð-
isins, er þeir áttu erindi til, þ. e. a. s.
verzlunarstaðarins. Virðist xþetta
eigi ólíklega til getið, einkum ef
gera mætti ráð fyrir, að þessi nafna-
víxl hafi ekki orðið landlæg, fyr en
á þeim tima, er Danir réðu sigling-
um hér við land, því að þeir hafa
sjaldan verið burðugir í framburði
né skilningi islenzkra staðarnafna,
sízt þá. Þá virðist og, að hið upp-
haflega nafn Djúpsins, ísafjöiður,
hafi þokast lengra og lengra undan,
því að nú á dögum er það f jörður sá,
er liggur inn úr Djúpinu inst, sem
ber það heiti.
Fjörðurinn næst fyrir vestan
liann heitir Reykjarf jörður, en nes-
ið á milli þeirra Reykjanes.
2.
Þarna á Reykjanesinu, eða í
"Nesinu,” eins og sagt er við Djúp,
mun hafa farið fram sundkensla,
einhvern hluta sumars, síðastliSin
40 ár.
Eins og að líkindum lætur, þá
hafa skilyrðin lengi verið harla
bágborin, nema hvað náttúran hefir
lagt til nóg af heitu vatni, en því
fremur er skylt að þakka áhuga
þeirra manna, er að þessum náms-
skeiðum hafa staðið fyr og síðar—
þrátt fyrir erfiðar aðstæður.
Nú er það Isafjarðarbær, sem
rekur sundskólann þarna, en sýslan
leggur einnig fram nokkurt fé til
styrktar starfrækslunni.
Nýbygður sundskáli stendur nú
þar yzt á Nesinu við sundlaug þá,
er áður hafði reist verið og notuð
um nokkura ára bil. Eru þar
svefnskálar fyrir 20 drengi og 20
stúlkur, ásamt öðru húsrúmi, sem
nauðsynlegt er til slíkrar starfsemi.
Húsið er hitað með vatni frá hver-
unum í kring. I framtíðinni mun
það einnig verða notað fyrir heima-
vistir barna á vetrum, því að ráð-
gert er, að tveir næstliggjandi
hreppar reisi þarna barnaskóla á
sumri komanda.
Sundlaugin er rúmgóð, 30 sinn-
um 12 m. að stærð, en skjólgarður
er enginn umhverfis hana. Er það
bagalegt, því að all-vindasamt er
þarna á Nesinu. Ókostur má það
og teljast, að ekki er hægt að fá
kalt steypibað, er upp úr lauginni
kemur. Raunar er það erfiðleikum
bundið að kom'a því í kring, því að
kalt vatn fyrirfinst alls ekki utan
til á Nesinu, og yrði því að dæla
sjó til laugarinnar.
Það er ýmsu ábótavant þarna
ennþá, en það kemur smám sam-
an. Síðastliðið ár voru reistir átta
búningsklefar á einum vegg laug-
arinnar, og var að því stór bót.
Áður urðu menn að afklæðast úti
og hrjóstrugt, einkum utan tll. —
Jarðhitinn skapar þar þó nokkra
ræktunarmöguleika. Nú býr þar
þýskur maður, Ernest Fresenius,
sem hefir leigt landið til ræktunar
og ábúðar.
3-
Síðastliðið sumar var eg í Nesinu
hálfs mánaðar tíma. Eg hafði ver-
ið þar áður fyrir nokkrum árum og
lært að synda hjá Hirti Kristmunds-
syni frá Rauðamýri, sem þá var þar
sundkennari. Síðan hafði alt af
verið kært með okkur Hirti.
Nú, þegar eg vissi, að Hjörtur
var kaupmaður á Árngerðareyri,
fanst mér “vík milli vina,” en þó
vel fær.
Brá eg mér því yfir Isafjörðinn
eitt laugardagskvöld, að finna hann.
Vorum við saman um kvöldið og
skemtum okkur við að rifja upp
fornar endurminningar, eins og
gengur og gerist.
Gengum við um úti, okkur til
skemtunar, unz komið var fram yf-
ir miðnætti. Eg ætlaði að vera þar
hjá Hirti um nóttina, og ef til vildi
lengur, sem og varð.
Dvöl sú reyndist mér hin skemti-
Iegasta, því að alt lagðist þar á eina
sveif, Hjörtur, sem eg hafði ekki
séð um óratíma, Sigurður Þórðar-
son, húsbóndinn, sem er maður
skemtilegur með afbrigðum, og
kona hans, Ásta. Eins og Atli sagði
um hinn göfugasta landnámsmann,-
Geirmund heljarskinn, að eigi
myndi hann skorta mat, svo mætti
og segja um heimili þeirra hjóna, að
þar skortir hvorki hús, vistir né
höfingskap, er gesti ber að garði.
4-
Morguninn eítir stigum við
Hjörtur, ásamt Sigurði Þórðarsyni,
á hestbak og hleyptum úr hlaði.
Riðum við sem leið lá til Rauða-
mýrar, en þar ’oýr merkisbóndinn
/Halldór Jónsson.
Steig hann á bak hesti sínum og
reið með okkur niður að ánum, því
að við höfðum vörpu meðferðis og
ætluðum að draga á fyrir silung.
Þeir bændur voru þá spölkorn á
undan.
Mér varð litið á Halldór bónda,
þar sem hann reið niður traðirnar.
—Því skyldi enginn trúa, að þetta
væri hálf áttræður öldungur, sem
unnið hefir baki brotnu alla æfi,
hugsaði eg.
Nei, Halldór var enginn öldung-
ur, þrátt fyrir aldurinn. — Hann
var enn þá ungur i hreyfingum og
enn yngri í anda. Ungur fékk
hann beztu búnaðarmentun, sem þá
var hægt að fá á Norðurlöndum, og
nú hefir hann ræktað jörðina í
meira en hálfa öld. Hann var full-
ur áhuga, þegar hann byrjaði. Það
voru fleiri. Hann er fullur áhuga
enn, eftir öll þessi ár. Það eru
færri. — Hann vinnur enn að aukn-
um jarðabótum á jörð sinni og þvert
á móti venjulegu lögmáli aldursins,
virðist hann æ færast í meira og
meira, eftir því sem aldursárin hans
færast nær áttunda tuginum. —
Hann gengur enn þá eins og víking-
ur að hverju verki, og það er haft
eftir honum, að hann vilji helst
deyja við orfið eða rekuna.—Mætti
honum verða að ósk sinni, því að
slíkum bardagamönnum hæfir það
eitt, að falla í miðri orustunni með
vopn i höndum.
Eg hrökk upp úr þessum hug-
leiðingum við það, að Hjörtur á-
varpaði mig:
—Eg býst við, að það sé ekki
nokkur branda i ánum. Þær eru
svo vatnslitlar núna.
(Framh. á bls. 5)
SAMKOMA.
Kvenfélag Fyrsta lúterska safn-
aðar (yngri deildin) heldur sam-
komu (concert and tea) í kirkjunni
á þriðjudagskveldið 13. febrúar
klukkan 8.15.
Þær Mrs. G. F. Jónasson, Mrs.
Ben. Baldwin, Mrs. Page og Mrs.
Czerivinski taka ámóti gestunum.
Hinn velþekti söngflokkur “The
Vesper Choir” skemtir um kveldið,
undir stjórn Mr. Archer McFadyen,
og meiga menn eiga von á góðri
skemtun. Þessir taka þátt í skemti-
skránni: Mrs. Olga Irwin, Mrs.
Gladys Whitehead, Mrs. Sigrid
Olson, Miss Eva Eagleton, Miss
Mary Lawson, Mrs. Maude Scarath,
Mr. Linton Kent, Mr., Mr. Arthur
Deihl, Mr. A. Thomson Hay, Mr.
(íeorge Douglas og Dr. J. Lawson.
Til aðstoðar verður Mr. Isaac Law-
son. Organisti Mr. Herbert Sadler.
Samkoma karlaklúbbsins
Karlaklúbbur Fyrstu lútersku
kirkju hélt samkomu sína á þriðju-
dagskveldið 30. jan. eins og auglýst
hafði verið.
Samkoman var í alla staði hin
vandaðasta og skemti fólk sér hið
bezta. Forseti klúbbsins, Mr. Fred.
Bjarnason stjórnaði samkomunni.
Skemtiskráin byrjaði með þvi að
átta manna flokkur söng þrjú ís-
lenzk lög: “Tárið,” “Táp og fjör,”
og “Kvöldklukkan.” Söngurinn
tókst ágætlega. Þessir menn voru í
flokknum: Mr. J. Bjarnason, Mr.
M. Paulson, Mr. A. Ingjaldson. Mr.
J. Marteinsson, Mr. A. Bardal, Mr.
H. Bíardal, Mr. V. Bardal og Mr.
L. Melsted.
Þar næst flutti Dr. Jón Stefáns-
son erindi, sem hann nefndi “The
Old Argyle Settlement,” og fylgdu
því myndir af flestum frumherjuni
bygðarinnar, sem Dr. A. Blöndal
sýndi. Erindi Dr. Jóns var mjög
fróðlegt og ágætlega samið.
Dr. Blöndal sýndi þar næst mynd-
ir af nokkrum verkum Einars Jóns-
sonar myndhöggvara og hafði lækn-
irinn teiknað þær og útbúið þannig,
að hægt var að sýna þær með
skuggamy ndavél. Voru teikning-
arnar prýðilega gerðar eins og við
mátti búast af Dr. Blöndal.
Næst söng flokkurinn tvö lög:
“The Minstrel Boy” og Negro
spiritual; var gerður góður rómur að
hvorutveggja.
Mr. Gunnlaugur Jóhannsson las
þá upp “Gamankvæði um gamla ís-
lendinga” og hlóu menn dátt að vís-
unum, enda voru hær vel fluttar.
Seinasta atriði á skemtiskránni
var áframhald af “Family Album”
Dr. Blöndals, og nefndi hann það
“Our Girls of Yesterday”; var ó-
spart •hlegið að ýmsum þessara
mynda.
Að lokum voru bornir fram ís-
lenzkir réttir og settust þá allir að
borðurn.
Flestum sem þarna voru kom sam-
an um að sjaldan hefði þeir notið
betri skemtunar.
Lögberg þakkar kærlega öllurn
þeim, sem hafa orðið við áskorun
blaðsins um að greiða áskriftargjöld
sín, sérstaklega vill það þakka þeim
sem borgað hafa fyrirfram. Yfir-
leitt má segja að áskrifendur hafi
brugSist mjög vel við tilmælum
blaðsins, þótt enn séu allmargir, sem
nokkuð skulda.
DÁNARFREGN.
Mrs. Sigríður Goodman, 932
Minto St., Winnipeg andaðist
sunnudaginn 4. febrúar, fimtíu og
átta ára að aldri.
Hin látna verður jarðsungin frá
Fyrstu lútersku kirkjunni á mið-
vikudaginn 7 febrúar, kl. 2 e. h.
Mrs. Goodman var elzta barn
þeirra hjóna Þorvarðar heitins og
Guðrúnar Sveinson. Hún var tví-
gift, fyrri maður hennar var Har-
aldur Sigurðsson. en seinni maöur
Jón Goodman.
Systkini hinnar látnu eru þau
Mrs. C. B. Julius, Mr. J. J. Swan-
son, Mr. S. Swanson í Edmonton,
Mrs. H. G. Hinriksson og Mrs. J.
Drysdale. Einnig voru uppeldis-
syskini hennar þau Mr. Oli Björn-
son og Mrs. J. E. Peturson frá
Hensel, N. D.
TILMJELI.
Lögberg vill mælast til þess að
vinir blaðsins, fjær og nær, sendi
því allar þær fréttir, semi almenning
kann að varða. Fréttir úr borginni
og hinum ýmsu bygðum Islendinga
eru lesendum ætíð kærkomnar og
vill blaðið gjarnan prenta eins mikið
af þeim og rúm leyfir i það og það
skiftið.
Heimilisiðnaðarfélagið heldur
næsta fund að heimili Mrs. C. S.
Johnson, 985 Warsaw Ave., á mið-
vikudagskvöldið 14. febrttar. Þægi-
legast mun vera að taka “Stafford
car” á horni Stafford og Warsaw og
ganga svo hálfa aðra “block” vest-
ur. Þetta verður ársfundur deild-
arinnar og meðlimir því beðnir að
f jölmenna.
Stjórnarnefnd deildarinnar Frón
er nú að undirbúa hið árlega íslend-
ingamót, sem haldið verður mið-
vikudagskvöldið 21. febrúar, í
Goodtemplarahúsinu. Verður mjög
vönduö skemtiskrá. Má sérstaklega
minnast á Ófeig lækni Ófeigsson er
flytur erindi, og söngvarann Sigurð
Skagfield, sem í sjálfu sér ætti að
verða hvöt fyrir íslendinga að troð-
fylla húsið. Rausnarlegar, íslenzk-
ar veitingar verða frambornar og
sérstakt leyfi fengið svo fólk megi
daúsa til kl. 2 eftir miðnætti. Is-
lendingamótið er æfinlega stærsta
og fjölsóttasta samkoma Islendinga
á vetrinum og er vonast eftir að
það verði ekki sízt nú. Auglýsing-
ar um skemtiskrá og annað fleira
viðvíkjandi mótinu koma í næstu
blöðurrl.
Ur bænum
Robert Forke látinn
\