Lögberg - 08.02.1934, Blaðsíða 3

Lögberg - 08.02.1934, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. FEBRÚAR, 1934 3 Sóiskin Sérstök deild í blaðinu Fyrir börn og unglinga '‘^oooooooooooooooooeoooooooooooooooooooo^ooooocooo 000000000000000000000000000001»? SVARTI RIDDARINN. Eftir Erik Juel. tTngfrú Dutil studdist upp að stóra stofu- borðinu og gerði livorki að sitja né standa Hún greiddi úr kögrinu á borðdúknum með fingrunum — hringurinn ljómaði, steinninn leiftraði. Og hún hélt áfram að segja frá—undur- samlegum hlutum og undarlegum lilutum. Það var ekki smáræði, sem hún hafði upp- lifað. Það var fult af kvenfólki kringum hana —eldri og yngri, og það var eins og hún dá- leiddi þær. Ungfni Dutil hafði fengið inngöngu í klúbbinn fyrir skrifleg meðmæli, iiinum ó- •kunna gesti ha.fði verið tekið mjög vel, og hún liafði svo einstaklega gott. lag á að skemta fólkinu. Síðan höfðu ýmsar konurnar boðið ung- frúnni heim til sín—hún var ávalt jafn töfr- andi skemtileg. í'1ólkið dáðist að klæðnaði hennar, lát- bragði hennar, skartgripum hennar og þó sérstaklega að svarta demantinum hennar. Stóri svarti demantinn var gjöf frá ind- verskum fursta. Ungfrú Dutil játaði þetta mjög opinskátt og blátt áfram, svo að jafn- vel vandfýsnu konunum í þessum fína klúbb fanst ekkert við það að athuga. En ungfrú Dutil var útlendingur og það varð að leggja annan mælikvarða á hana en heimafólkið. Ungfrú Dutil hafði farið svo gott sem kringum hnöttinn, hafði sent stór- blöðunum fréttabréf—haft viðtöl við tigna menn og fræga úti í stóru löndunpm. Ungfrú Dutil varð að láta hringinn með svarta demantinum ganga mann frá manni. Allar dömurnar vildu dást að honum og á- köfust af öllum var formaður klúbbsins, hin háaðalborna greifafrú Hirichou. Það var auðséð að hún varð að taka nærri sér að sleppa hringnum aftur til Dutil, sem hélt áfram að segja ferða-sögur og æfin- týri meðan hringurinn gekk hönd frá hendi, og sagði frá heimsóknum sínum við hirðir Evrópu og hjá indversku furstunum. Og kvenfólkið vildi altaf heyra meira, þær áttu sjálfar kunningja og vini, já meira að segja ættingja við hirðirnar—gaman að hevra þetta, þá gætu þær sagt öðrum frá því seinna—einstaklega gaman. Ungfrú Dutil bauð öllum konunum í klúbbnum te á hótelinu sínu. Bifreið eftir bifreið og hestvagnar óku að dyrunum. Þjónar stóðu við innganginn og hneigðu sig. — Það var eins og ungfrú Dutil hefði hirð um sig þama á gistihúsinu. Eins og oft áður var hún aðeins með einn einasta skartgrip, hringinn með svarta dem- antinum. Og enn á ný var dáðst að honum og um hann talað. Það leiftraði af honum í hálfrökkrinu frá skygðum lömpunum í saln- am, þar sem gestirnir höfðu safnast saman. Rósirnar ilmuðu, sígarettureykurinn óf bláleita þoku; smám saman yfirgáfu dömurn- ar gistihúsið í vögnum sínum. Greifafrú Hirichou stóð lengst við af öllum. Hún sat í djúpum stól andspænis ongfrú Dutil. Þær liöfðu svo margt að tala um. Tím- inn hafði flogið hjá og ungfrú Dutil hafði lofað að segja greifafrúnni svolítið af ind- verska furntanum. Ungfré Dutil sat meðan hún sagði frá og lék sér h ugsunarlaust að hringnum. Hún dró hann af fingrinum. Hún nucldaði steininn með kniplingaklút, horfði á hann og néri hann. Greifafrúin var ávalt sjálf með stóran brillianthring, en eins fallegur og svarti demanturinn—nei, það var langt frá því. Greifafrúin andvarpaði—horfði á hring- inn og andvarpaði. Ungfrú Dutil tók brillianthring greifa- frúarinnar, setti hann á fin.gur sér, skygði hann og néri hann. — “Ekki sem verstur,” sagði hún — ‘ ‘ alls ekki sem verstur. ” “Ó, hann er ekkert á móti yðar, ekkert móti svarta demantinum.” Það lá við að greifafrúin kjökraði. ‘ ‘ Svarta Indver janum mínum?’ ’ — Ung- frú Dutil andvarpaði og tók síðan mikilvæga ákvörðun. “Greifafrú, haldið þér svarta demant- mum, eg tek yðar hring í staðinn, sem lítinn þakklætisvott fyrir alúð yðar.” Greifafrúin réð sér ekki fyrir kæti, en það þorði, það vildi hún ekki gera, að taka slíku boði. Svarta demantinn, • alveg ein- stæðan skartgrip í samanburði við hringinn hennar, sem að vísu var fallegur og dýr. En loks voru skiftin afgerð með faðm- lögum og kossum og fullvissunum um ævar- andi vináttu, og af því að viðskilnaðurinn var svo erfiður fylgdi ungfrú Dutil greifafrúnni áleiðis. .Dyravörðurinn opnaði sjálfur dyrnar og sá ungfrú Dutil stíga með greifafrúnni inn í bifreiðina hennar. Á fjölfarinni götu bað ungfrú Dutil um að stöðva vagninn og hún steig út úr. Greifa- frúin sá hana hverfa og ók svo heim á leið. Alt í einu kallaði hún til bifreiðarstjór- ans að aka til gimsteinasala. Greifafrú Hirichou hefir ekki aðeins borgað herbergi og neyslu ungfrú Dutil á gistihúsinu lieldur líka teið sem hún gæddi frúnum úr klúbbnum á. — Koffortin sem ungfrú Dutil hafði skilið eftir á hótelinu, innihéldu ekkert fémaht. Hótelið er ekki að blaðra frá og greifa- frúin þegir, hún á sóma síns að gæta eins og það. Einstöku sinnum ber það við, að einhver daman í klúbbnum segir: “Ó, greifafrú, mun- ið þér eftir svarta demantinum ? ’ ’ Og greifafrúin kinkar kolli. Hún geymir, til minningar um gabbið, hinn óekta bróður svarta demantsins, ein- hversstaðar djúpt niðri í skúffu hjá sér. —Fálkinn. LÆKNISLYFIÐ. Eftir Erik Jnel. Ein matskeið þrisvar á dag, endurtók Massin læknir, og setti meðalaglasið á borð- ið. — Og svo skulum-við sjá til hvort gamla ekki batnar. Jieanette, sem hjúkraði föður Bedton, skotraði augunum til rúmsins. Sjúklingur- inn hafði tekið á sig náðir. Hún fylgdi lækninum til dyra, hneigði sig og heyrði enn einu sinni fyrirskipunina um lvfjatökuna. — Ein matskeið þrisvar á dag. Gamli Bedton hafði viljað borga lækn- inum strax, bæði fyrir vitjunina og meðalið. Tíu frankar, lienni blæddi það í augum, þó ekki væri það hennar peningar. Gamli Bedton lá þarna hálfdauður í rúm- inu, svo það var alveg þýðingarlaust að vera að gefa honum þetta dýra meðal. En eitt- livað kom þó í aðra hönd, og nú vissi liann að meðalið var komið og hvernig átti að taka það. —Það var ein matskeið þrisvar á dag, stundi gamli Bedton milli takanna. Jeanette tók flöskuna:—Já, svaraði hiin, nú skaltu fá það. Hún fór fram í eldhúsið. Tæmdi dýra meðalið úr flöskunni 0g í aðra. Eh svo varð liún að láta eitthvað á með- alaflöskuna aftur og hún tók það sem hend- inni var næst. Ýmiskonar krydd og sterka essensa og þesskonar og fylti svo flöskuna með vatni. Og svo gleymdi hún ekki forskriftinni: “Hristist áður en brúkað er.” Það var líka nauðsynlegt til þess að alt blandaðist vel saman. —Skítt með gamla Bedton, liann gat ekki lifað hvort sem var,—og svo gaf hún honum ( eina matskeið af blöndunni. Sjúklingurinn gretti sig, spýtti og ræskti sig. — Já, beiskt er það, Jeanette, en annars væri ekkert gagn í því. Jeanette varð líka að stunda g.yltuna sína í húsinu hinum megin við götuna, hún var líka veik. Og það þurfti að stunda liana ekki síður en Bedton, og þá ekki sízt fyrir það, að liún átti hana sjálf, en Bedton var henni óviðkomandi. Gyltan var h\enni ná- komnari. Hún stakk.flöskunni með dýra meðalinu læknisins undir svuntuna. Hún gerði gælur að gyltunni þegar hiín kom inn í stíuna. Gyltan sneri sér við. Jean- ette klifraði inn í básinn og misti annan tré- skóinn. Svo greip hún trýnið á gyltunni og sett- ist klofvega á bakið á henni. Og dýrið fékk vænan skamt af dýra meðalinu. Jeanette hélt svona áfram lækningunni á báðum sjúklingunum sínum og árangurinn varð sá að gamli Bedton hjarnaði við en gyltan drapst. Já, gamli Bedton varð hressari en hann liafði verið í mörg ár og þreyttist ekki á að hrósa Massin lækni og góðu meðulunum lians. Og með batnandi heilsufari óx líka mat- arlystin, svo að Jeanette liafði nóg að liugsa að steikja bras og það var ekki laust við að henni sárnaði að hafa skift á meðulunum. Jeanette var værukær að upplagi, hún stóð til arfs eftir Bedton gamla og nú fór honum fram, þrátt fyrir sjúkdóm, elli og ára- fjölda. Jeanette var ekki gáfuð en hún var kæn, eins og skiftin á meðalinu báru með sér, þó að árangurinn yrði nú ekki sá, sem til var ætlast. Já, Jeanette var kæn og gamli Bedton var bæði soltinn og matglaður. Svo sauð hún gyltuna^pg steikti og gaf honum að eta með hvítlauk og súrkáli og öðru því, sem honum þótti bezt. Og svo dó Bedton, gamli Bedton. Jeanette erfði húsið með rúminu, borð- inu, stólum og spegli. Þegar hún verður veik leitar hún ekki til Massin læknis, ónei, liún varar sig á því. Hún geymir vandlega pokana með jurtunum og krvddinu og glösin með essensunum, sem hún blandaði saman og gaf Bedton í staðinn fyrir að gefa gyltunni það. Hin matskeið þrisvar á dag. Hristist áður en brúkað er. —Fálkinn. IIEPPILEG SÖFNTJNARADFERÐ 1 litlum enskum bæ var vel stæður söfn- uður, sem ekki var neitt útdráttarsamur til kirkju sinnar. Hann lét að vísu nokkuð af liendi rakna, en það voru altaf minstu aur- amir, sem lagðir voru í gjafaskálina. Skoti einn var nýkominn til bæjarins og gekk í söfnuðinn. Hann tók fljótt eftir því hvað naumir menn vom á fé til kirkjunnar og fann strax upp ráð til að breyta því. —Heyrið þér til sagði hann við einn úr safnaðarstjórninni, ef þér viljið gera mig að gjaldkera skal eg lofa yður að þér skuluð hafa minsta kosti helmingi meira í fjárhirslunni eftir þrjá mánuði. • Tilboðið var auðvitað þegið með þökkum, og það leið ekki á löngu áður en tillögin fóru að aukast, og þegar hinn ákveðni tími var liðinn var hér um bil helmingi meira í kass- anum en áður. —Hvernig hafið þér farið að þessu, Sandvman? spurði presturinn hann dag nokkurn. —Það er mikið leyndarmál, svaraði Skotinn, en þó held eg að eg þori nú samt að trúa yður fyrir því. Eg tók eftir því að fólkið lét sér oftast nægja að leggja tíevring í skál- ina. Þegar eg svo fékk peningana á sunnu- dagskveldin gætti eg þess vel að halda tíeyr- ingunum saman og ekki að láta þá af hendi þegar þurfti að borga reikninga. Þér vitið nú vel að í litlum bæ eins og þessum er ekki nema viss fjöldi af tíeyringum og þegar eg smátt og smátt var búinn að safna þeim sam- an og læsa þá niðri mátti fólkið til með að gefa tuttugu og fimm aura að minsta kosti. Svona liggur nú í þessu öllu. SÖNGUR SORGARINNAR 1 þínu nafni, guð, eg geng og gegni skipan þinni; þú veizt að hvers manns hjartastreng eg hefi’ í gígju minni. Og þegar dýpstu lífsins lög eg leik að boði þínu, mér finst sem heimsins hjartaslög eg heyri’ í brjósti mínu. Og ef þín leyndu lög eg skil, þú lézt mig starf þitt vinna, og himnaríki’ er hvergi til án hörpuslaga minna. Sig. Júl. Jóhannesson. DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medlcal Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone 21 6S4 — Offlce tlmar 2-t Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Wlnnlpeg, Manltoba Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 645 WINNIPEG H. A. BERGMAN, K.C. tslenxkur XöofrctOinovr Skrifatofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Boz 1466 PHONES 95 052 og 1» 041 DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a.m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norroan Apts. 814 Sargent Ave., VVinnipeg DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone 21 834—Office timar 4.30-6 Helmill: 5 ST. JAMES PLACE Wlnnlpeg, Manltoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Talaími 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er a8 hitta kl. 2.30 til 5.30 e. h. Heimili: 6S8 McMILLAN AVE. Talalml 42 691 Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phonea 21 213—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Send Your Printing Orders to Columbia Press Ltd. First Class Work Reasonable Prices • •• DR. A. V. JOHNSON ltlenakur Tannlaekntr 212 CURRY BLDG., WINNIPEQ Gegnt pósthdainu Slmi 96 210 Heimilia 22 228 J. T. THORSON, K.C. tslanmkur löofrœðlnovr 801 Great West Perm. Bldg. Phone 92 755 A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur likkistur og annaat um út- farir. Allur ótbúnaCur sá. beati. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarSa og legsteina. Skrifstofu talslmi: 86 607 Heimilis talslml 501 562 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LöofrœOinovr Skrifst.: 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Maln St„ gegnt City HaU Phone 97 024 Dr. A. B. Ingimundson Tannlaekntr 60 2 MEDICAL ART8. BLDG. Slml 22 296 HelmiUa 42 064 A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bidg. Winnipeg Annast um fasteignir manna. Tekur a8 sír a8 ávazta sparifé fólks. Selur eldsábyrgB og blf- rei8a ábyrgSir. Skriflegum fyrir- spurnum svaraB samatundia. Skrif8t.8. 96 757—Heimas. 22 328 E. G. Baldwinson, LL.B. tslanakvr löofraOinovr Residence Phone 24 206 729 SHERBROOKE ST. Dr. S. J. Johannesson ViBtalstlmi 3—6 e. h. 632 8HERBURN 8T.—filmi 20 2TT G. W. MAGNUSSON Nvddlœknir 41 FURBY 8TRHET Phone 36 127 8imi8 og eemJlB um aamtaitlma J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARI8 BLDG., WINNIPTO Fasteignaanlar. Leigja húa. Ot- vega peningai&n og eidaábyrgt at :>Uu tagl. | i 6one 04 221 i i ____________________________)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.