Lögberg - 08.02.1934, Síða 4
4
LÖGBERG, FÍMTUDAGINN 8. FEBRÚAR, 1934
Högberg
GeflR út hvern fimtudag af
THE COLVMBIA PREB8 LIMITKD
695 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba
Utanáakrift ritatjórans. “
BDITOR LÖGBERG, 69 5 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
Verð $3 00 um drið—Borgist fyrirfrnm
The “Lögberg” is printed and published by The Colum-
bia Press, Limited, 69 5 Sargent Ave., Wnnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
F ramtí ðarhorf ur
Rithöfundurinn enski H. G. Wells hefir
nýlega skrifað sögu næstu 70 ára. Má það
heita sjaldgæft að svo sé gert, en höfundurinn
er maður hugmyndaríkur og kann vel að segja
frá.
Wells segir fyrir um óorðna hluti með
mikilli nákvæmni og lýsir greinilega ýmsum
viðburðum og tildrögum þeirra. Fer hann í
þessu efni eftir því, sem nú virðist líklegast
að fram muni koma, þegar allar kringum-
stæður er teknar til athugunar.
Sagan er hin skemtilegiasta aflestrar,
þó'tt flestir spádómarair séu alt annað en
fallegir. Það er skoðun Wells, að öll menn-
ing vestrænna þjóða muni því sem næst líða
undir lok eftir nokkra áratugi.
Orsökin til þessa verða þær miklu styrj-
aldir, sem höfundurinn segir að bráðum skelli
yfir. Fyrsta stríðið á að verða milli Rússa
og Japana, sem báðir vilja ná yfirraðum í
Kína. Hvorugur vinnur sigur, en Kínaveldi
lendir í hendurnar á stjórnleysingjum.
Eftir svo sem tíu ár byrjar ófriður á
meginlandi Evrópu og dragast flestar þjóðir
út í þann hildarleik. Höf. segir að orsökin
verði sú að þýzkum og pólskum hermönnum
lendi saman á landamærum þessara ríkja, út
af smávægilegu atviki. Stríð þetta hefir í för
með sér mikla eyðileggingu og endar að lok-
um með því að enginn getur lengur barist.
Um svipað leyti og þetta, byrjar ófriður
milli Bandaríkjanna og Japan og berjast
þeir af mikílli grimd unz báðir eru aflvana
og fær hvorugur sigrað annan.
Að lokum hætta þjóðirnar að berjast.
Bn varla er friður saminn fyr en ógurleg
drepsótt kemur upp. Geisar hún um öll lönd
og drepur tvo þriðju af íbúum jarðarinnar,
en þeir, sem eftir lifa eru orðnir svo volaðir,
að öll menning meðal þeirra hverfur á skömm-
um tíma.
Hér er aðeins getið þess helzta, sem
minst er á .þessari bók, en þó nóg til þess að
menn fá ofurlitla hugmynd um skoðun höf. á
framtíðinni.
Sjálfsagt finst ýmsum hugsandi mönn-
um, að ekki geti öðru vísi farið, eins og út-
litið er þessa stundina. Samt sem áður eiga
margir bágt með að trúa því að ekki bíði
annað en dauði og eyðilegging einmitt nú,
þegar öll skilyrði virðast til þess að íbúar
jarðarinnar geti lifað í sátt og sameiningu,
ef réttlæti og skynsemi fengju nokkru að
ráða.
En hver skoðunin, sem okkur finst lík-
legri, þá þýðir ekki að fást um það. Sannast
mun það sem skáldið segir að:
Urðar orði kveður engi maður.
Vafin er Verðandi reyk.
Lítið sjáum aftur, en ekki fram;
skyggir Skuld fyrir sjón.
Hveitiframleiðslan
Ýmislegt virðist nú benda til þess að
kringumstæður fólks séu eitthvað að batna.
Sérstaklega virðast horfur í austur-fylkjun-
um nokkuð betri en undanfarandi ár. Til
dæmis hefir námuiðnaðurinn tekið miklum
framförum. Fjármálastefna Bandaríkjanna
síðasta ár varð til þess að gull hækkaði mikið
í verði og gullnámurnar eru nú starfræktar,
að heita má, dag og nótt. Hinar stóru nikkel-
námur í grend við Sudbury hafa einnig aukið
framleiðslu sína stórkostlega og selst húri
jafnharðan.
Alt þetta hjálpar nokkuð.
En þrátt fyrir þetta er ástandið í Vestur-
landinu sízt betra en áður, og stafar það að
mestu leyti af vandræðum bænda, sem enn
þurfa að selja afurðir sínar hálfu verði. Með-
an svo er geta kringumstæður manna lítið
batnað.
Sambandsstjórnin hefir nú í hyggju að
ráða bót á þessum vandræðum að einhverju
leyti, að því er hveitiræktar bændur snertir,
með því að takmarka með lögum framleiðslu
á þessari korntegund, í þeirri von að verðið
hækki svo að lífvænlegt verði að stunda þess
konar búskap.
Stjórnir Sléttufylkjanna hafa nú fallist
á tillögur Bennetts í þessu máli og virðist því
líklegt að einhver tilraun verði gerð í þessa
útt á næstunni. Einnig hefir hveitisamlagið
og félög bænda (United Farmers) í þessum
þrem fylkjum, lýst velþóknun sinni á þessum
ráðstöfunum. Mætti því ætla að bæpdur væri
yfirleitt samþykkir tillögum sambandsstjórn-
arinnar. Samt sem áður eru skoðanir manna
mjög skiftar í þessumáli, og það svo að til
vandræða horfir. Einnig eru fjölda margir
bændur sem enn hafa ekki getað áttað sig á
þessu öllu saman, þar sem um alveg nýtt mál
er að ræða.
Annars eru svo margir annmarkár á
þessu fyrirkomulagi, að erfitt er að sjá hvern-
ig því verður komið í framkvæmd.
Fyrst og fremst hefir það í för með sér
I allmikla breytingu á búskapar fyrirkomulagi
j margra bænda, þar sem rækta verður aðrar
| korntegundir á þeim löndum, sem ekki er sáð
til hveitis, ef að þau eiga ekki að lenda í ó-
rækt. * Nú vita menn að stór flæmi í Saskat-
chewan fylki, til d#smis, eru ónothæf til alls
nema hveitiræktar, að heita má. En þetta
verður til þess að bændur í þessum sveitum
standa ver að vígi en aðrir, sem búa á
löndum þar sem rækta má aðrar korntegundir.
Þá er einnig víst, að margir munu reyna
að svíkjast undan skyldu sinni í þessu efni,
og hagnast þannig á kostnað hinna, sem lög-
unum hlýða. Til að koma í veg fyrir þetta
þarf annað hvort að greiða hverjum bónda
það sem hann kynni að skaðast, ef hann tak-
markaði sáning hveitis, ellegar það verður
að launa stóran hóp embættismanna til að sjá
um að lögunum sé fylgt. Nú segir forsætis-
ráðherrann að ekki komi til mála að borga
út fé til þeirra bænda, sem takmarki fram-
leiðsluna, eins og þó hefir verið gert í Banda-
ríkjunum, og verður þá að framfylgja lögun-
um með dómsvaldi.
Ekki skal því neitað að stuðningsmenn
Bennetts hafa fært mörg rök fyrir því, að
nauðsynlegt sé að takmarka framleiðslu á
hveiti, en það er í rauninni ekki aðal atriðið.
Það sem mestu varðar er það, hvort bændur
vilja góðfúslega samþykkja kröfur stjórnar-
innar í málinu. Enn sem komið er veit eng-
inn hver afstaða þeirra verður, og meðan svo
er, virðist ekki ráðlegt að halda því til
streitu.
Stríðsmyndir
Stórblaðið Winnipeg Free Press hefir
nýskeð fengið leyfi til að endurprenta myndir
úr hinni merkilegu bók Lawrenoe Stallings,
“ The First World War. ”
Myndir þessar hafa valdið miklu umtali,
enda má óhætt segja að sjaldan hafi þeim,
sem ekki tóku sjálfir þátt í ófriðnum, gefist
betra tækifæri til að fá glögga hugmynd um
þann ógurlega hildarleik.
Blaðið lætur í ljós þá ósk sína að myndir
þessar megi verða til þess að fólki skiljist
hvílíka bölvun síðasta stríð hafði í för með sér
og hve nauðsynlegt sé að afstýra öðrum ó-
friði.
1 þessu sambandi má geta þess að Hearst
blöðin í Bandaríkjunum eru að prenta þessar
sömu myndir til stuðnings málstað sínum um
aukinn vígbúnað hjá þjóð sinni.
Ekki skal lagður dómur á það hvort sú
leiðin sé heppilegust til að afstýra ófriði, en
ekki getur maður varist þeirri hugsun, við
skoðun þessara mynda að skynsamlegra væri
ef stórþjóðunum gæti komið saman um afnám
vopna, heldur en að eiga það á hættu að ann-
að stríð enn voðalegra en hið síðasta, skelli
yfir heiminn.
Hitt og þetta
Þjóðtrúin segir að bjöminn fari úr híði
sínu að morgni dags 2 febrúar hvem vetur,
og horfi til veðurs. E(f hann sér skuggann
sinn þá veit hann að búast má við illviðrum
í sex vikur, og legst hann þá aftur til svefns,
en ef ekki sézt til sólar þennan morgun þá er
ekki langt að býða vors.
1 þetta sinn var þungbúið loft og björn-
inn heldur sér vakandi, frekar en að tapa af
blíðviðrisdögunum, sem í vændum em.
Nú eru margir farnir að vona að betri
tímar séu í nánd, og þeir, sem forsjálir eru
vaka eins og björninn.
Nýútspurngnar sóleyjar sáust í túnum
sunnanlands á Islandi í miðjum desember-
mánuði. Þetta er eins sjaldgæf eins og það
er kærkomin fregn öllum þeim, sem til Is-
lands muna.
Sóleyin minnir á alt það sem fegurst er á
íslandi of nafnið rifjar upp endurminningar
frá fyrri tíð. Margur getur eflaust sagt með
Jónasi:
‘ ‘ Brekku sóley! við mættum margt
muna hvort öðru að segja frá.“
Leyndardómurinn ó-
gleymanlegi um
horfnar þjóðir
Eftir Jane Blakcley.
Hálftilbúin líkneski liggja utan i
f jallshlíðunum, þar hafa fundist
verkfæri, og á miÖri leið til sjávar
liggja fullgerð líkneski, eins og þau
hafi verið skilin þar eftir.
Gýðurinn Ranó Raraku, sem nú
er útdauður, hefir að áliti fornfræð-
inga framleitt það efni, sem líkn-
eskin eru búin til úr. Á fjalla-
tindum í mörg hundruð metra hæð
í nánd við gýginn og í gýgnum
sjálfum er fjöldi hálfgeðra og full-
gerðra líkneskja, alls 150 tálsins,
þau liggja þar i öllum stellingum,
alveg eins og hlutir á verkstæði, sem
hent er frá sér. í gýgnum hefir
ennfremur fundist afarmikið, af
ýmsum verkfærum úr steini, þar á
nieðal axarhausar. Það er talið að
líkneskin hafi átt að nota sem minn-
ismerki á grafir, sem hafa verið
gerðar fram við sjó, og einnig að
standa vörð við hina þrjá aðalvegi,
sem talið er að hafi legið að gýgn-
um.
Ekkert hefir fundist, er bendi til
aldurs þessara mannvirkja. Ekkert
heíir heldur fundist, er geti gefið
upplýsingar um það, hvernig líkn-
eskin hafi verið flutt til strandar-
innar. Flest þeirra vega 40—50
tonn.
Líkneskin hafa verið flutt frá
gýgnum um alla eyjuna, stundum
15—20 kílómetra yfir hæðir og hóla,
yfir algerðar vegleysur. Eitt líkn-
eskið fanst t. d. í brekku, sem var
eins brött og húsþak. Aldrei hefir
verið skógur á eynni, svo að hægt
hafi verið að flytja þau á sívölum
trjábolum, og það er heldur ekkert
sem bendir til að notað hafi verið
sívalt grjót.
Hið eina, sem fundist hefir skrif-
að á eynni skýrir leyndardóminn
ekki hið minsta. Menn hafa fundið
nokkrar úletraðar töflur úr tré, en
rúnir þær, sem á þeim standa, hefir
enginn getað ráðið.
Páskaeyjan er ófrjó og hraunótt.
Hún er 34 enskar mílur umhverfis.
ýlún liggur afarfjarri öllum sigl-
ingaleiðum, og í meira en 1000
kílómetra fjarlægð frá næstu eyju,
Pitcarin. Þegar eyjan fanst voru
eyjarskeggjar um 3,000 að tölu.
Síðan hefir talan tvöfaldast. Eyjar-
skeggjar eru framtakslausir, óment-
aðir og standa yfirleitt á mjög lágu
menningarstigi.
Einu sinni hlýtur eyjan að hafa
verið bygð þúsundum duglegra,
gáfaðra og vel mentaðra verka-
manna, sem hafa skapað þessi ó-
dauðlegu listaverk, sem hljóta að
hafa haft eitthvað trúarlegt hlutverk.
Aðrar þúsundir manna hljóta að
hafa unnið undir ströngum aga að
því að flytja líkneskin á hina ýmsu
staði.
Hverjar hafa þær ógnir verið,
sem stöðvuðu sköpun þessara dul-
arfullu listaverka?
Hver var hún, horfna þjóðin,
sem bygði Páskaeyna?
I
Angkor, djúpt inni í Cambodjas-
frumskógunum, er að flestu ólík
hinni hráslagalegu Kyrrahafseyju,
en leyndardómar þessarar borgar
eru hinir sömu og eyjarinnar—og
enn óleystir.
Þangað komu menn, sem reistu
glæsilegar hallir og horfu skyndilega
og á óskiljanlegan hátt. Þeir skildu
eftir sig einhverjar þær glæsilegustu
byggingar, sem þekkjast frá forn-
öld, — og þessar byggingar fundust
ekki fyr en eftir um 700 ár. Þær
fundust að eins af tilviljun fyrir
100 árum.
Hvað Angkor snertir, er nokk-
uð vitað um uppruna þjóðarinnar
og borgarinnar. Meðan í Evrópu
ríkti hin mesta villiöld, hefir þjóð-
flokkur, blandaður Malajum, Hin-
dúum og Kínverjum, náð í Angkor
svo hárri og fágaðri menningu og
tækniþekkingu, að hún hefir staðið
framar en menning nokkurs ánnars
þjóðflokks í Asíu, og var þó vagga
menningarinnar þar.
Þessi þjóð, sem kölluð var
1 meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s
Kidney Pills verið viðurkendar rétta
meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu
og mörgum öðrum sjúkdómum. Fást hjá
öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eða
sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The
Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef
borgun fylgir.
Khmers, settist að í Cambodja og
gerði Angkor að höfuðstað í hinu
volduga ríki .sinu. Khmers urðu
frægir um alla Asíu fyrir munað
þann, sem þeir lifðu i. Þjóðflokkar
öfunduðu þá fyrir auðæfi þeirra og
hina glæsilegu borg þeirra, Angkor
með “gullna hofinu.” Menn hrædd-
ust þá vegna hugrekkis þeirra,
grimdar og blóðþorsta, — og allir
hötuðu þá vegna þess að þeir sigr-
uðu alt af í striðum.
Sagnirnar um Angkor dreifðust
um alla Asíu, og árið 1295 sendi
kínverski keisarinn skáldið og rit-
höfundinn Tcheou-Takouan til þess-
arar dásamlegu borgar. Skýrsla
hans er hið eina, sem til er ritað um
borgina.
- Þrátt fyrir það, þó að þessi kín-
verski rithöfundur ætti heima i
mikilli menningarborg, sem var fræg
fyrir listasmekk, varð hann mjög
undrandi yfir öllum þeim glæsileik
og munaði, er hann sá í Angkor.
Hánn skrifar um gullturninn í
Bayon-hofinu, sem stóð í miðri
borginni, um glugga-umgerðir úr
gulli, um gull-líneski og gullveggi
og fíla með gullstóla á bakinu. Alls
staðar voru gull og gersemar, sem
tindruðu i geislaflóði skólskinsins í
Cambodja. Við höllina stóðu 3—5
þúsund konur og danzarar skreyttir
gulli og smarögðum.
Þrátt fyrir hinn mikla munað
þessa þjóðflokks, var hann um afar-
langt skeið harðskeyttur og ófrið-
argjarn og braut öll áhlaup, sem
gerð voru á hann, á bak aftur.
Khmers börðust eins og þeir lifðu,
ofsalega og þó viturlega.
En að lokum komi ógæfan—hin
óhjákvæmilega úrkynjun. —r Það
byrjaði að draga úr afrekunum.
Sigrunum fækkaði og ósigrunum
fjölgaði, og loks biðu þeir geysileg-
an ósigur fyrir Siameserum í lok
14. aldar—og hurfu — hurfu ger-
samlega.
Yfir Angkor — borg gulls og
munaðar—óx frumskógurinn, og
frásögn kínverska rithöfundarins
var talin æfintýrasaga.
Loks fann franskur vísindaleið-
angur borgina og bjargaði henni
undan eyðileggingu frumskógarins.
Maya-þjóðflokkurinn í Mexico,
sem er stærstur allra horfinna þjóð-
flokka, er upphaf eins hins blóðug-
asta kafla í mannkynssögunni. Því
að eftir þessa þjóð komu Astekarnir
með hræðilegustu trúarbrögð sem
sögur herma, og síðan kom Cortes
og blóðbað hans í Mexico, er hann
var að leggja landið undir sig.
Enginn veit hvaðan Maya-þjóð-
flokkurinn kom, en hans varð fyrst
vart í Mexico um 200 árum fyrir
Krists burð, og þá var úrkynjun
þegar farin að gera vart við sig í
honum.
Uppruni þessarar þjóðar er einn
af mestu leyndardómum sögunnar.
Hún kom skyndilega í ljós í Mið-
Ameríku með fágaða menningu,
fullkomið skrifletur, samræmisfull
trúarbrögð og byggingarlist, sem
samsvarar að ýmsu hinni dásamlegu
byggingarlist Egifta.
Án nokkurs árangurs hafa forn-
fræðingar leitað að skýringum, er
sýndu þróun skriftar þeirra og máls,
trúarbragða og byggingarlistar. -
Auk þess var þjóðin í afturför, er
hún kom í ljós í Ameríku, og hún
hefir því um 200 árum f. Kr. náð
hápunkti menningar sinnar, og þar
áður hlýtur hún að hafa átt langa
og merkilega sögu. En enginn hef-
ir getað ságt hvar þjóðin hefir átt
heima áður en hún kom í ljós í
Ameríku, þvi að ekkert hefir fund-
ist eftir hana annars staðar.
í mótsetningu við íbúa Páska-
eyjarinnar og Khemersana, hefir
Maya-þjóðin skilið eftir sig skrift.
Letrið er fagurlega höggið í björg
í Guatemala og Honduras og á eld-
gamla trjástofna í frumskógum
Yucatous — en enginn getur lesið
það!
Maya-skriftin er lokuð bók fyrir
nútimamenn, því að þejr, sem lifðu
af blóðbað og ógnir Cortesar og
sem gátu lesið skriftina, tóku leynd-
ardóma hennar með sér í gröfina,
vegna þess að þeir hötuðu hina
spönsku sigurvegara. Hin fyrstu
Maya-ríki í Guatamala og Chiapas
hafa staðið í 7—800 ár. Þá hljóta
einhverjar ógnir að hafa dunið
skyndilega yfir og þjóðin flutti
þurtu til Yucaton.
I lok 10. aldar virðist mikil úr-
kynjun hafa gripið um sig meðal
þjóðarinnar, og auk þess lenti hún
í tíðum styrjöldum. Smátt og smátt
urðu trúarbrögð Mayanna blönduð
grimdartrú Mexicó-búa. t fyrstu
kom guðsdýrkun Mayanna fram í
fórnum og fórnuðu þeir þá græn-
meti og ávöxtum, en írúarbrögð
Toltec-þjóðflokksins voru þrungin
af ó.gnum myrkurs og galdra.
Dæmi voru til að í trúarbragðahá-
tíðum hans væri 20 þúsund manns
fórnað.
Hermenn Cortes fundu í einum ’
pýramida 136 þúsund hauskúpur af
mönnum, sem fórnað hafði verið
stríðsguðinum einum.
Maya-myndir sýna festu og ein-
urð, svip Indíána, grimd í dráttum,
bogið nef. Byggingarlist Mayanna
ber vott um mikla menningu.
í þann tíð, er Spánverjarnir
koma til sögunnar, voru Mayarnir
gesamlega horfnir, en Astekarnir
teknir við af þeim.
Endalok Mayanna er einnig gáta
—eins leyndardómsfull og uppruni
þeirra.
—Alþbl.
BANDARIKIN AUKA
VÍGBÚNAÐ
Fréttir frá Washington segja að
stjórnin hafi í hyggju að auka bæði
flotann og loftherinn. Þingið hef-
ir þegar afgreitt frumvarp Roose-
velts um 34 miljóna veitingu til flot-
ans, og kvað eiinig ætla sér að bæta
fleiri hundruð flugvélum af stærstu
og fullkomnustu gerð við flugher-
inn, sem nú er ekki talinn eins sterk-
ur og æskilegt væri.
BRAEMORE
SILKI SOKKAR
Hinir velþektu “Triple Guards”
Þessir sokkar eru með því bezta, sem við höfum. Þeir eru
haldgóðir, rrijög áferðar fallegir, og fara sérlega vel.
“Triple Guard” vefnaðurinn gerir þá sérlega sterka bæði á
hælum og iljum'.
Þeir eru að öllu útlfti eins og vönduðustu sokkar, mjóir
til hælanna og vel saumaðir.
Fást bæði í Chiffon og Semi-Service Weight. Stærðir Sl/Ú—10(4
LITIR Gunmetal, Dust-Beige, Smoke-Brown
Iris-Brown, Beige-Taupe, Bisque
Hosiery Section, Main Floor, Portage.
^T. EATON