Lögberg - 15.02.1934, Side 3

Lögberg - 15.02.1934, Side 3
LÖGBEÍRGr, FIMTUDAGINN 15. PEBRÚAR, 1934 3 Sólskin Sérstök deild í blaðinu Fyrir börn og unglinga >ooooo»ooooooooooooo»ooooo»ommo— UNGA FÓLKIÐ 1 REYKJAVIK I. Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur ritar: Þegar eg var að alast upp hér í bæ voru engin rafmagnsljós og engin miðstöðvartæki. Það varð að spara bæði ljós og eldivið. En þegar kveikt var, þá vermdi ljósið. Þegar lagt var- í ofninn, þá sáust glæðurnar, og bjarminn sást á gólfinu. Þá voru ekki allir dagar jafnir. Menn kunnu að halda liátíð. Háðtíðin sást, menn urðu þess varir, að hún var að koma. Hjartað vermdist. Nú er nógu bjart. En er eins hátíðlegt! Nú er nógu heitt. En vantar ekki arinbloss- ans ylt Þegar eg var einn af unga fólkinu í Reykjavík, var óbrotnara líf, færri peningar, en meiri ánægja, meiri andans göfgi. Þá var ánægjulegt að vera heima. Nú er talið sjálf- ■sagt að vera sem oftast að heiman. Æskan flýr heimilin. Heimilin eru hjá alt of mörg- um aðeins matstaður og svefnstaður, og það er oft komið langt fram á nóttina, þegar menn leita þann svefnstað uppi. Þessvegna er far- ið seint á fætur. Líklega er óvíða á Norður- löndum farið eins seint á fætur og hér. Þeir, sem dansa fram eftir nóttinni geta ekki vaknað snemma. Eg vorkenni hinnj dansandi og drekkandi æsku. Það er tvenns konar æska í Reykjavík: Æskan, sem unir sér vel í svælu og reyk, er kvöldar, og æskan, sem vaknar snemma og heilsar morgunbirtunni með kjarki og gleði, heilsar deginum, stælir vöðvana með hollri xítivehu, rækir starf sitt með kappi og notar tómstundirnar til þess að auðga andann, og hefir þær til þess að fara rétta leið, þó að tízka léttiíðar fyrirskipi annað. Eg vænti mér mikils af þeirri æsku. En eg býst við litlu af unga fólkinu, sem lætur bera-st með straumnum, unga fólkinu, sem er flögrandi til og frá, kynnist mörgu, en kann lítið. I veizlum er bragðað á mörgum réttum, margt talað, og menn þreytast, ef svo ætti að vera hvert einasta kvöld. Bn þannig er samt líf margra. Menn skifta sér af mörgu, en gefa sér lítinn tíma til þess að nema staðar við hið eina, vita hitt og þetta, en vita samt lítið. , Það vantar svo oft hina ábyggilegu þekk- ingu, sem er bygð á bjargi. Mönnum kann að vera vorkunn því að þeir sjá, að oft er dekrað 'við hið fánýta, hismið er hirt, en kjarnanum kastað, og þeir, sem til verðlauna hafa unnið, fá þau ekki. Menn bera ekki ætíð úr býtum eftir verðleikum. Þetta sér æskan, og spyr. “Til hvers er þá að vanda sig?” En þegar til lengdar lætur, þá skal það sannast, að það margborgar sig að vera trúr og vanda sitt nám og starf. Það margborgar sig, ef ekki peningalega, þá á þann hátt, að gróðinn verður gulli betri. Til slíkra manna verður borið traust. Til þeirra er leitað, þegar á reynir. Eg §pyr oft sjálfan mig: “Hvernig verð- ur unga fólkið hér eftir 30 ár.” Traustir skulu hornsteinar. Eru þeir nógu traustir? Eru þeir svo traustir, að bjart sé yfir framtíðarvonunum? Æskunni er oft líkt við vor. En vér vit- um það hér á landi, hvílíkt tjón getur af því hlotnast ef vorið bregst. Eg óska þess af alhug, að æskan, vor þjóðarinnar, verði þann- ig, að það vor spái fógru sumri, og þá er engu að kvíða. Ejn þá er það skylda hinnar eldri kyn- slóðar að hjálpa vorinu með því að starfa ®skunni á réttan veg. Þá er það skylda þjóð- að hinu göfuga, sanna og rétta, og benda arinnar að vekja æskuna, svo að saman megi fara fagur draumur og dugandi dáð sjálf- stæðra manna. Hinir fornu Rómverjar töluðu um “ ver sacrumi,” heilagt vor, æskuna. 1 hinni heilögu vorbirtu hefi eg séð hina óeztu æsku, og það tel eg mitt lán, að eg bæði bér heima og erlendis kyntist á námsárum mínum þeim mönnum, sem með tim og breytni, með vekjandi, fræðandi fyrirlestrum, með há- tíð, söng og gleði kölluðu á liið bezta í ungri sab svo að hið eftirsóknarverðasta var ein- fflitt ver sacrum. Þess vegna hefi eg talið mér það sæmd að vera formaður Kristilegs félags ungra aianna liér í bæ frá því eg byrjaði hér æfi- starí mitt. I því félagi hefi eg séð hið heilaga vor, séð veikan reyr verða að sterkum stofni. Meðan eg má mæla, skal það vera lrvatn- mg mín til æskunnar, hið hvetjandi orð, sem geymist í heilagri ritningu: “Mál er að rísa af svefni. Liðið er á nóttina, en dagurinn í nánd; leggjum því af verki myrkursins og klæðumst liertýgjum ljóssins.” Eg vil óska þess, að ungir menn og ung- ar stúlkur í Reykjavík verði dagsins börn, sem heilsa upprennandi sól. Land vort og þjóð þarf að eiga þá æsku, sem kann að segja já, og kann að segja nei, já við sannleika og réttum málstað, nei við lyginni og eitandi áhrifum, nei við eigri og slangri, nei við verkum myrkursins, og já við hinu heilaga, sem þolir að sjást í birtunni. Eg er algerlega á sama máli og JÓnas Hallgrímsson í þessu efni. Hann hefir áreið- anlega æskuna í huga, er hann segir: Veit þá engi, að eyjan hvíta á sér enn vor, ef fólkið þorir guði að treysta, hlekki hrista, hlýða réttu, góðs að bíða.” Ef vorið ekki bregst, verður enn sumar yfir íslandi. II. Valdimar Sveinbjörnsson ritar: Þegar eg á að fara að lýsa unga fólkinu liér í bænum, þá detta mér ósjálfrátt í hug skuggablóm—stofujurtir, sem verndaðar liafa verið fyrir mestu næðingunum og hörðustu frostunum. Þær eru beinvajnar, þroskamikl- ar, ilmandi og fagrar. En hvernig fara þær, þegar þær koma undir bert loft, og eiga þar að þola misjöfn veður og vinda? Dálítið svipað þessu finst mér að megi segja um fólkið í Reykjavík. Enginn getur neitað því að margt af ungu fólki hér í bænum er mjög vænt að vall- arsýn. Hávaxið, vel limað, óþvingað og hisp- urslaust í framgöngu og get eg vel trúað, að það í þessu efni skari langt fram úr undan- farandi kynslóðum. Og það er eftirtektar- vert, að lotnu herðarnar, þetta þrældóms- og kúgunarmerki, sem næstum því að segja var orðið þjóðareinkenni Islendinga hér áður fyr, það virðist gersamlega horfið af ’þvi unga fólki, sem nú er að vaxa hér upp. En hvern- ig er kjarninn? Hvernig dugar þetta fólk, þegar í liarðbakkann slær? Mundu þessir myndarlegu menn standa sig vel í stórhríð- um og sjávarvolki, eða í einu orði sagt, er karlmenska þeirra í samræmi við vænleik- ann ? Eg skal engan dóm á það leggja. Bg veit að fjöldinn af unglingum hér hefir sæmilega burði og sumir ágæta, en það sem mér finst vanta í þá alt of marga er liarka. Þessi harð- neskju og seiglu, sem ræður því hvort maður tekur upp stein eða lætur hann liggja. Vera má, að við, sem aldir erum upp við svo mikinn útigang, vosbúð og svalk, gerum ósanngjarnar kröfur í þessu efni til hinnar skrautlegu stofukynslððar, sem hér er að al- ast upp í Reykjavík. Kynslóðar, sem notið hefir meira skjóls en nokkur önnur, og fengið svo fátt að reyna, þekkir ekki nema af af- spum hina óblíðu íslenzfoi náttúru og þá erfiðleika, er hún stundum getur valdið mönnum þeim, sem vinna hörðum höndum ár og eindaga. Þetta er í stuttu máli álit mitt á uppvax- andi kynslóð Reykjavíkur. Hún er vel gerð og næm, en of lingerð. Þarf að iðka meira útiíþróttir, fjallagöngur og róðra, og sund í sjó. Þá mun hún brátt harna, því herslu get- ur hún tekið, það veit eg af eigin raun. Minn- ist eg í því sambandi unglings, er eg þekti fvrir nokkrum árum. Hann fór á togara, og var þá, eins og fleiri, heldur lingerður mömmudrengur. Bn eftir vertíðina, ca. þrjá mánuði, mundi enginn hafa hikað rið að telja hann fyrsta flokks mann livað kjark og karl mensku snerti. Er þetta sá mesti uppeldis- legi árangur, er eg hefi þekt. Síðan hefi eg alt af haft þá skoðun, að enginn ungur Reyk- víkingur ætti að ljúka uppeldi sínu, án þess að vera eina vertíð til sjávar, eða taka þátt í einliverju álíka. —Dvöl. MINNISMERKIN VIÐ WATERLOO Bráðum verða liðin 120 ár síðan háð var í Belgíu ein hin frægasta orusta sem sögur fara af—orustan við Waterloo. Þá hafði verið heimsstyrjöld í nálega aldarfjórðung. Franska þjóðin hafði kastað af sér oki margfaldrar kúgunar konungs, að- als og klerka. Frakkar höfðu orðið braut- ryðjendur frelsis og umbóta um flest mann- leg málefni. En hin gamla Evrópa þoldi ekki þessi miklu átök, sem líka voru stundum öfga- full. Og Etagland var í fararhroddi móti sókn Frakka. Sex sinnum gerðu Englendingar samband við margar þjóðir á meginlandinu móti Frökkum, og loksins tókst að yfir buga herþjóðina miklu. Napoleon keisari beið við Waterloo sinn eina verulega óisigur, og um leið lirundi veldi hans. Waterloo er lítið þorp um 25 km. suð- austur frá Bryssel. Landið er alt nálega flatt, slétt og grasgefið, akur liggur við akur. Þar sem herlínur Napoleons og Wellingtons stóðu 18. júní 1815 eru nú samfeldar gróðrarbreið- ur, sem umlykja friðsöm og blómleg sveita- býli. Sagan segir að ofurlítið dalverpi var á milli herstöðva Napoleons og Wellingtons. Keisarinn kom að sunnan. Her hans sótti norður. Wellington hafði Bryssel og hafið að baki sér. Frá því snemma dags og fram undir kvöld sóttu frönsku hermennirnir yfir þetta dalverpi, upp í br.ekkuna norðan megin. En þar stóðu Englendingar fyrir eins og múr- veggur þögulir, kaldir og rólegir, en hrundu liverju áhlaupi eins og þegar bylgja brotnar á sjávarhamri. Herkænska keisarans, snild foringja hans og hreysti liðsmanna megnaði ekki að þoka úr stað hinum þöglu og hraustu Bretum. Undir kvöld kom Wellingtonliðsauki, fjölmennar þýzkar hersveitir. Þær réðust á hægra fylkingararm keisarans. Ofureflið var mikið, franski herinn dauðþreyttur og eins og þá var komið vonlaus um sigur. Flótti barst í liðið. Dimm nóttin breiddi vængi sína vfir tvístraðar leifar “hersins mikla” sem í 25 ár hafði farið sigri hrósandi um meir en hálfa álfuna. Meir en öld er liðin. Samt kemur fjöldi ferðamanna árlega til að skoða vígvöllinn, til að reyna að skilja betur úrslitaglímu voldug- ustu þjóða álfunnar. Sennilega bregður flest- um gestum í brún ag sjá hvað hæðirnar eru lágar, varla nema eins og hálf Landakots- hæðin í Reykjavík. Og þó var slík hæð næg til að stöðva framsókn mesta hershöfðingjans og glæsilegasta hersins, sem þá var til í heim- inum. Þjóðir þær, sem tóku þátt í hildarleikn- um við Waterloo hafa bygt sér þar minnis- varða. Belgir og Þjóðverjar hversdagsleg minnismerki, lík þeim, sem reist eru yfir góða borgara í liverjum kirkjugarði. En Bretar og Frakkar hafa reist sér þar varða, sem hæfa þeirra miklu fórnum við Waterloo. A hæð- inni norðan við dalverpið þar sem enski her- inn stóð, hafa Bretar orpið haug mikinn og eru 200 stór þrep upp að ganga. En uppi á haugnum er voldugt bronzeljón, sem horfir í suðurátt. Ekkert nafn, ekkert ártal, ekkert dagsheiti, skýrir þetta minnismerki. Það er þögult, sterkt og djarft, eins og þjóðin, sem sigraði við Waterloo. Ljónsmýnd Bretlands ber hátt yfir víg- völlinn. Það eru sérréttindi þess sem sigrar. En sunnanvert við dalverpið, hjá þjóðveg- inum, þar sem franski herinn stóð, er ofur- lítið minnismerki, svo lítið, að það sézt ekki nema með aðgæslu, en svo listrænt, að það verður hverjum gesti ógleymanlegt. Það er örn—úr bronse. Hann er dauðsærður. Hægri vængurinn fellur að brjóstinu. Vinstri vængy urinn er útbreiddur, en far eftir kúlu gegn um aflvöðvann. Örninn er enn í vígahug, en skot fjandmannanna hafa lamað þrek hans. Síðasta fluginu er lokið. Hér verða bæði minnismerkin jafn ó- gleymanleg. 1 þeim endurskín skapgerð ])eirra miklu þjóða sem enduðu við Waterloo, einn þátturinn í baráttunni um valdið yfir heiminum. J. J. —Dvöl. FUGLINN I FJÖRUNNI Fuglinn í f jörunni, hann heitir már; silkibleik er húfán hans, og gulllitað hár. Fuglinn í f jörunni hann er bróðir þinn. Bkki get eg stigið við þig, stuttfótur minn. SKRIFTIN MIN. Skriftin mín er stafastór, stílað illa letur; liún er eins og kattarklór, eg kann það ekki betur. DR. B. J. BRANDSON 218-220 Medical Arts Bld*. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone 21 IS4—Ofílce tlmar 2-1 Heimili 214 WAVERLBY ST. Phone 403 288 Wlnnipef, Manttoba DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a.m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg DR. B. H. OLSON 21 (-220 Medlcal Arts Bld*. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone 21 834—Office tímar 4.30-6 Helmlll: t 8T. JAMES PLACH Wlnnipe*. Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Talaími 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka ajúkdóma.—Er aB hitta kl. 2.30 til 5.30 e. h. HeimlU: 628 McMILLAN AVE. Talalml 42 691 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medlcal Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phonee 21 212—21 144 Res. 114 GRENFELL/ BLVD. Phone 62 200 Dr. A. B. Ingimundson Tannlœlcntr 602 MEDICAL ART8. BLDG. Simi 22 296 HelmilU 46 054 Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœkn ar 406 TORONTO GKNERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth 8t. PHONE 26 645 WINNIPBG Send Your Printing Orders to Columbia Press Ltd. ••• First Class Work Reasonable Prices • •• A. C. JOHNSON 907 Confederation Llfe Bldg. Winnipeg Annast um fasteignir manna. Tekur aS sár aB Avaxta eparifí fólks. Selur elds&byrgB og bif- reiSa ábyrgBir. Skrlflegum fyrir- spurnum svaraS samstundia. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 21 228 H. A. BERGMAN, K.C. ItlenMkur tögfrœOingw Skrifstofa: Roora 811 McArthur Bulldlng, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 29 042 DR. A. V. JOHNSON ltlenmkur Tanntœkntr 212 CURRT BLDG., WINNIPBG Gegnt pósthúsinu Slml 96 210 Heimilis 82 828 J. T. THORSON, K.C. Itlenmkur löfffrœSinffw 801 Great West Perm. Bldg. Phone 92 755 A. S. BARDAL 848 SHERBROOKB ST. Selur ltkklstur og annast um flt- farir. Allur Otbflnaöur sfi. besti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarOa og legstelna. Skrifstofu talsiml: 86 607 Heimilis talsiml 501 562 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LöofrœOincrur Skrlfst.: 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Maln St., gegnt City HaU Phone 97 024 E. G. Baldwinson, LL.B. ttlenmkur löofrxeOtnpw Resldence Phone 24 206 729 SHERBROOKE ST. Dr. S. J. Johannesson Viötalstlml 2—6 e. h. 582 8HKRBURN ST.-Slml 86 IT7 G. W. MAGNUSSON Nuddlækntr 41 FURBT STRHET Phone 86 187 SlmlC og eemJlO um J. J. SWANSON & CO. LIMITED «01 PARIS BLDG., WINNIPTO Fastelgnasalar. Leigja hfla. Ot- vega penlngalfin og eldsfibyrgg at r>Uu tagi. ] 1 fions 94 221 I _________________________ J

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.