Lögberg - 15.02.1934, Blaðsíða 5

Lögberg - 15.02.1934, Blaðsíða 5
LöGBEŒtG, FIMTUDAGINN 15. FEBBÚAE, 1934 Fréttabréf frá Seattle, IVash., 6. febrúar, 1934. Frá því síÖast í júlí, s. 1., aÖ eg sendi Lögbergi dálítinn fréttapóst héÖan, hefir vitanlega margt boriÖ til tíÖinda í þessari borg og um- hverfis hana, en fæst af því verður þó tilgreint hér, enda er það ekki tilgangur minn, með þassum fáu línum að rekja sögu þeirra viðburða, heldur aðeins að minnast stuttlega á ástand og athafnir manna á meðal, eins og það er hér nú.—Þótt krepp- an, sem allir þekkja, sé ekki enn um garð gengin hér, frekar en annars- staðar, þá verður samt ekki annað með sanni sagt, en að talsvert hafi raknað úr fyrir atvinnuleysingjum þessa héraðs, og víðar, á síðastliðn- um 6—10 mánuðum. Atvinna var fundin, sem gaf þúsundum manna vinnu, og var mörgum, einkum borgarlýðnurri, mál á þessháttar björg, þegar hún kom. Öllum er kunnugt hvernig sú atvinna varð til, fyrir örþrifaráð landsstjórnar- mnar, að lang mestu leyti, og með sama hætti hér og í öðrum rikjum landsins. Vinna sú, sem gafst hér í þessu héraði, “King County,” að borginni meðtaldri, liggur mest í skóg-ruðslu, landhreinsun, brúagerð, vegagerðum og strætasteypum, því þar var hægt að koma f jöldanum að. Vinnutíminn er stuttur, 30 klukku- stundir á viku, en kaupgjald viðun- anlega hátt, 570 á tímann, fyrir ó- brotna vinnu; smiðir og aðrir hand- verksmenn fé hér um bil tvöfalt kaup við erfiðismenn. Ekki er mér kunnugt um hvað margir njóta hér ofangreindrar vinnu, en óhætt er að herma eftir sFýrslum “Co. Welfare Böard” nýútkomnum, að um ára- mótin 1932 og 33 voru átatíu þús- undir atvinnulausra manna í borg- inni og county(inu), en um þessi síðustu áramót 30 þúsund—-fækkaði um 50 þúsund á árinu sem leið, sem flestir hafa fengið áðurnefnda at- vinnu. Svo ástand þessara manna er nú mun betra en var fyrir ári síðan, og þetta mikið færri nú, á styrk þess opinbera, enda þó að réttu lagi öll þessi hjálp, komi frá því opinbera, hvort heldur það er atvinna eða önnur hjálp, Mikið af vinnu þessari hefði ekki verið gerð nú, ef ekki hefðu verið krepputím- ar. Engir fá þessa vinnu aðrir en þeir, sem búa innan þessa “countys”, og æskilegt þykir að þeir séu borg- arar þessa lands, þó eru nú undan- tekningar b því síðastnefnda. Ýmis- konar vinna innan borgarinnar sjálfrar, hefir einnig fallið til, þessa síðustu tíma, svo sem hafnargarðar, stórbrýr og fleira, sem eru talsverð stórvirki og gefa mörgum atvinnu. Önnur byggingavinna er hér af mjög tilfinnanlega skornum skamti, enn sem komið er. Hér á að verða bygg- inga “boom” með næsta vori! segja siðustu Seattle-blöð. En bezt er fyrir byggingamenn að bíða rólegir þess tíma, og sjá hverju frarn vind- ur í því efni. ,Ef “boom” er í vænd- um, fær vanalega enginn að vita það fyr en það er byrjað, og þá vita allir það strax, um alt landið. Betur væri að blöðin yrðu sann- spá; mundi það gleðja margan hand- iðnamanninn í þessari borg,-sem gengið hafa því sem næst atvinnu- lausir nú hátt upp í fjögur ár, og verða margir hverjir að gefa sig að iba launaðri erfiðisvinnu, eða þá að hafa ekkert fyrir stafni. Þó vinna sé talsvert mikil á boðstðlum nú, eins og minst hefir verið á hér að framan, þá er tiltölulega ltill hluti hennar, sem útheimtir þekkingu eða kunnáttu í iðnaði. En hjálpin er mikil, hverrar stéttar sem maðurinn er, sem nýtur hennar, svo lengi sem hún varir; þó er vonandi að á þenn- an hátt þurfi slík hjálp ekki að vara lengi úr þessu. Önnur ráð þyrftu bráðlega að koma í ljós, til að af- stýra kreppunni og bæta ástand þjóðarinnar, heldur en sífeldar f jár- veitingar stjórnarinnar, og þær í stórum stíl. Eg hefi nú farið, kannske, heldur mörgum orðurp um þetta mál, og skal því víkja frá því til einhvers annars. Almenn líðan meðal landa hér, er heklur góð hvað heilsu og athafnir snertir. Flestir af þeim eru nú að vinna, eða máske allir, sem vinnu- færir eru, og líður yfirleitt heldur vel. Tíðin hefir verið góð; við höf- um engan vetur haft hér, til þessa. Snjór hefir enginn fallið og aldrei frosið á vatni; hitamælar hafa aldrei farið niður fyrir frostmark, hér í borginni, en meðalhiti vanalega um 40—45 stig. Aftur rigndi hér afskaplega mikið síðast á árinu liðna, einkum allan desember. Þá keyrði svo fram úr öllu hófi að veðurskýrslur borgar- innar höfðu ekkert slíkt regnfall í sögu hennar fyrir þann mánuð, eða nokkurn annan einn mánuð. Olli þetta talsverðum skaða í borginni, á húsum, sem skektust á grunni og nokkur, sem steyptust alveg um koll og eyðilögðust, sérstaklega voru það hús, sem stóðu í brekkum eða á brekkubrúnum, og lá nærri að mannskaði hlytist af í sumum þeim tilfellum. En mestur varð þó skaði af flóðuni frá ám, á sléttlendi og lálendi, einkum hér fyrir sunnan Seattleborg, þar sem eignatjón varð afar mikið og fólk varð að flýja í hundruðatali til hálendisins, til að forða lífi sínu. Hafa öll blöð hér vestur frá getið um skaðana af völdum hins óvanalega mikla regn- falls, og ætla eg því ekki að minnast þeirra frekar hér. Nokkrir hafa komið hingað til borgarinnar í vetur, einkum að aust- an, í heimsókn til ættingja sinna og vina. Á meðal þeirra eru herra Árni Jóhannsson frá Hallson-bygð í North Dakota og herra Guðmundur Brown frá Winnipegosis í Mani- toba: báðir eiga þeir búsetta og gifta syni hér i borginni og hafa dvalið hjá þeim nú um mánaðartíma. Sömuleiðis komu hingað í ágúst- mánuði s. 1., séra N. Steingrímur Thorláksson og frá hans Erica; hafa þau dvalið hér hjá syni sínum og tengdadóttur, Dr. F. Thorláksson og frú, ásamt bróður frú Rev. Thorláksson, sem er búsettur í Tacoma, 30 mílur hér fyrir sunnan. Séra. Steingrímur flutti hér fjórar eða fimm guðsþjónustur í lútersku kirkjunni okkar íslendinga. Talaði hann með sínum sama eldheita trú- aranda, sem honum er eiginlegur. Margt af okkur gömlu safnaðar- limum hans austur frá, sem hér bú- um nú, var sönn ánægja að dvöl þeirra hjóna hér, og margir báðu þau að koma aftur. Sunnudagskvöldið þ. 14. janúar var þeim haldið kveðjusamsæti í samkomusal kirkjunnar að viðstödd- um nálega 100 manns. Töluðu þar þrír prestar, heimapresturinn sera Kristinn K. Ólafsson, er stýrði sam- kvæminu, séra Carl J. Olson og gesturinn, sem verið var að kveðja. Einnig talaði forseti lúterska kven- félagsins, Mrs. Th. Pálmason fáein velvalin orð, og afhenti um leið Mrs. Rev. Thorláksson snotran blóma- vönd. Þau Thorlákssons hjónin lögðu af stað héðan að kvöldi þess 28. janúar. Ferðinni var fyrst heit- ið til Canton, S. D., þar sem dóttur þeirra og tengdasonur búa, Mr. og Mrs. Eastvold; eftir dvöl þar, ráð- gerðu þau að vitja sinna fornu stöðva, Minneota í Minnesota, og fara svo þaðan til N. Dakota. Biæði eru þau hjón ern enn og sama ljúfa lundin fylgir þeim með gleðibrag, hvar sem maður mætir þeim, og ekki hefir Mrs. Thorláks- son enn mist sína fögru söngrödd. Eg heyrði hana syngja í vinar húsi hér, stuttu áður en þau fóru, mér og þeim, sem viðstaddir voru til mikill- ar ánægju. Guð fylgi þeim á þeirra óförnu lífsleið og gefi að æfikvöld- ið megi verða þeim bjart og sigur- sælt. Samkomur í vetur hafa verið með talsverðu fjöri, þrátt fyrir peninga- leysið, sem nú hvílir á fjöldanum. En samkomur hafa kostað lítið hér hjá okkur í síðustu tíð; reynt er að hafa þær ódýrar, en þá aftur fleiri, til að mæta þörfinni að eins miklu leyti og hægt er með útgjöld, sér- staklega safnaðarins, því aðallega eru það kvenfélagið og söfnuðurinn sjálfur, sem safna peningum með samkomum, fyrir kirkjulegar þarf- ir. Ársfund sinn hélt söfnuðurinn þann 14. jan. í vetur, og kom þá í ljós að mikið vantaði á, að söfnuð- urinn næði marki sínu f járhagslega, fyrir síðastliðið ár. Prestur safn- aðarins, séra K. K. Ó., er þó eins rýmilegur með sín laun, og hægt er að hugsa sér, og hefir gefið eftir mikið af þeim sökum kreppunnar. Árið, sem leið virtist að vera hið erfiðasta hvað peninga snertir. Þó vinna félli þá mörgum í skaut, þurftu margir að borga áfallnar skuldir fyrir Jífsnauðsynjar, sem ekki varð undan komist. En von- andi er að eitthvað gangi betur i Hallgrímssöfnuði þetta ár. Bókafélagið “Vestri” byrjaði aft- ur fundi sína í september i haust, eftir tveggja mánaða sumarfrí, og heldur þeim uppi mánaðarlega með góðu lífi. Það félag hélt sína 33 áramótasamkomu um síðustu ára- mót; var þar góð skemtiskrá, er for- seti félagsins stýrði, séra vAlbert Kristjánsson. Fáment var á þessu mótinu “Vestra” í ár, sem haldið var að kvöldi 29. desember s. 1., sök- um þess að hinn rétta dag, sem er gamlársdagur, bar upp á sunnudag. Eru þær samkomur “Vestra” ávalt með þeim f jölmennustu, sem haldn- ar eru hér af íslendingum, í þessum bæ. Sama má segja um þjóðminn- ingarhátíðina, sem haldin var þann 6. ágúst s. 1. sumar út við Silver Lake; hún var lakar sótt nú en nokkru sinni áður. Bar þar þó góð skemtiskrá og veður ákjósanlegt, hvorki heitt né kalt. Forseti nefnd- arinnar fyrir þá hátíð, Hallur E. Magnússon, stýrði skemtiskránni, sem fram fór í samkomuhöll þar út frá. Stjórnaði hann með sinni vana- legu rögg og myndugleik og hélt snjalla inngangsræðu. Söngstjóri var þar Gunnar Matthiasson, með stóran blandaðan söngflokk, er söng á undan ávarpi forseta. Þá var kvæði flutt, Minni íslands, eftir Mrs. Jakobínu Johnson; þá ræða, Minni íslands, séra Halldór John- son frá Blaine; þá söngflokkurinn; þá kvæði, Minni Vestur-íslendinga og Vesturheims, F. R. Johnson; þá ræða, Minni Vestur-íslendinga og Vesturheims, séra Kolbeinn Si- mundsson, og siðast söng söngflokk- urinn. Alt fór þetta prýðilega fram. Ræðumönnum sagðist ágætlega Áramót Dagarnir hverfa einn og einn eins og dropar í hafið— örsmáir dropar í eilífðar-hafið. Árin rísa, árin hníga, öldum lík á djúpi sævar; jarðarbarna æfi-elfur, andartak, í flugi tíða. Aldan fallna, árið liðna, / eftir skildi spor í sandi, vogrek mörg á minni fjöru; muldi brimið sumt og gleypti. Ilmtré fríð úr Auðnuskógi aldan bar að landi mínu, svarta-við úr Sorgardölum, segl og rár af brotnum skipum. báðum, kvæðin voru góð, sem vænta mátti og söngurinn vel æföur. Leikprógram fór fram allan dag- inn og voru 50 verðlaun gefin, og var aðeins Islendingum leyft að *:aka þátt i leikjunum. Dansað var frá klukkan 7 til 12, þá fóru hinir síð- ustu heim, glaðir og ánægðir. Það eru ekki margir landar hér vestra, sem ferðast langar leiðir i loftinu. Hér er þó ein islenzk kona, Sigurlína Valgerður Thomson, í Seattle, sem tók sér far með flug- vél í siðastliðnum ágúst mánuði alla leið til sýningarinnar í Chicago og til baka. Var það um 6 þúsund mílna flug í alt. Fyrst tók hún sér far héðan úr borginni, með lítilli flugvél til Oakland, California, eða rétara sagt til Alameda, þar sem flugstöðin er. Þaðan fór hún með stærri flugvél, 10 farþega, til Chi- cago, sem var aðeins 16 klukkutíma ferð; var þó stansað 10 sinnum á þeirri leið, en ekki lengi í hvert skifti. 10 daga var hún um kyrt í Chilago og kom heim aftur snemma í september. Mrs. Thomson lét hið bezta yfir ferðinni. Hún á dóttur er heitir Dorothy, sem starfar hjá “United Airiine” scm umsjónarkona allra farþega; hún er á stöðugum ferðalögum milli Alameda í Cali- fornia og Salt Lake City í Utah. Laun hennar eru 200 dollarar á mánuði og er allur hótel-kostnaður hennar greiddur. Vinnutími hennar er 5 klukkustundir á dag. Nokkuð góð kjör! En vinna Miss Thom- son er ábyrgðarfull, þó í rauninni sé hún létt. Hún hefir, að sögn, leyst þetta verk sitt vel af hendi, því stúlkan er fær og vel gefin. Hún var mörg ár hjá móður sinni hér og lærði hjúkrunarfræði, og vann hér á sjúkrahúsi áður en hún tók þessa stöðu. Nokkrir landar dóu hér í borg- inni árið sem leið, og eru þeir þess- ir: Gísli Matthíasson dó 14. ágúst, 91 árs að aldri; Sigurborg Thor- steinsson dó 7. september, miðaldra, ógift; María Tómasdóttir Asman dó 31 október, 74 ára, kona Árna Ásmans; Páll Guðjón Þorsteinsson dó 13. desember, 78 ára; fleiri dóu á árinu og hefir þeirra áður verið getið. Útfarir allra þessara ofan- greindu fóru fram á virðulegan hátt, að viðstöddum mörgum Islending- um, ásam’t annara þjóða vinum þeirra látnu. Nokkrar íslenzkar stúlkur hafa gift sig hérlendum mönnum í síð- ustu tíð, og vil eg nefna þrjár af þeim. Þann 1. júlí s.l. ár giftust hér í lútersku kirkju íslendinga, að viðstöddum fjölda fólks, ungfrú Marvel Hermannson og herra Alvin F. Engelson; séra Kolbeinn Simund- son gaf saman. Þann 2. september s. 1. giftust í heimahúsum hjá for- eldrum brúðarinnar, ungfrú Elin- borg May Sigurðsson og herra Waldo Foss; Rev. O. L. Þladvik gifti; og þann 2. febrúar 1934 gift- ust af sama presti i sama húsi ung- frú Sigurveig Fay Sigurðsson og herra Herbert Johnson. Líklega eru allir þessir menn Skandínavar, en tvær ungfrúrnar, þær síðast- nefndu eru systur, dætur Jóns Sig- urðssonar og Kristborgar konu hans, búsett hér í borg; öll þessi nýgiftu hjón eru ungt og efnilegt fólk, og vel sjálfbjarga og byrjar búskap sinn hér í borg. H. Th. arareglunnar var nýlega haldið. Magnús V. Jóhannesson stjórnaði samsætinu. Ásgeir Sigurðsson að- alræðismaður, sem var einn af 12 stofnendum fyrstu íslenzku stúk- unnar, var aðal heiðursgesturinn. Margt gesta var þarna utan reglunn- ar: Dr. theol. Jón biskup Helgason, Magnús Guðmundsson, ráðherra, Þorsteinn Briem, ráðh., séra Frið- rik Friðriksson og Helgi Hjörvar. Fluttu þeir allir ræður og einnig margir góðtemplarar, svo sem Pétur Halldórsson, séra Árni Sigurðsson, stórtemplar o. fl. Einnig var þarna heiðursgestur cand. jur. Svanhvít Jóhannesson, dóttir Sig. Júl. Jó- hannessonar skálds í Canada.— Hann þjáðist aí bakverk Mr. Pickering hafði aldrei notað meðul. SAMKVÆMT AKVÆDUM SKÓLANEFNDAR ÍSFIRDINGA hafa farið fram þyngdarrannsóknir í barnaskólanum á ísafirði í vetur. Af 370 börnum hafa 34 staðið í stað, 70 lézt og 266 þyngst, 37 af þeim sem lézt hafa eða staöið í stað eru frá efnaheimilum.—N. dagbl. Dodd’s Kidney Pills læknuðu hann strax. IÓHANNGUNNAR ÓLAFSSON var endurkosinn bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum. Bæjargjaldkeri var kosinn þar Guðlaugur Gíslason, en forseti bæjarstjórnar Ástþór Matt- híasson. ÚTFLUT NIN G URINN í desember s. 1. nam kr. 3,676.050, en árið 1933 samtals kr. 46,844,980. Til samanburðar skal þess getið, að árið 1932 nam útflutningurinn kr. 43,960,100, 1931 kr. 45,423,200 og 1930 kr. 57,060,800. West Selkirk, Man., 15. febrúar (Einkaskeyti). “Eg er sjötíu og þriggja ára að aldri og hefi aldrei notaS meðul,” skrifar Mr. Peter Pickering, vin- sæll og vetmetinn borgari þessa þorps. “Fyrir tveim árum síðan fékk eg slag og hefi orðið að halda kyrru fyrir að mestu. Eg hafði oft slæmann bakverk þangað til eg fór að taka Dodd’s Kidney Pills. Fyrsta askjan bætti mér stórum, svo eg keypti sex aðrar og nota þær æ- tið síðan. Mér þykir vænt um að geta sagt aS eg er nú alveg laus við þrautir í bakinu.” Þúsundir manna hafa sömu sögu að segja. Þeir hafa reynt Dodds Kidney Pills og batnað af þeim. Ef þið eruð hrædd um að nýrun séu að bila þá fáið ykkur Dodd’s Kidney Pills. Þið megið treysta því að þær reynast ykkur vel. bréfið. Ritaði hann því næst lög- reglustjóra og krafðist rannsóknar og málshöfðunar gegn AlþýðublaS- inu, út af ofannefndum ummælum. —N. dagbl. LA UGARVA TNSSKÓLI hefir verið settur í sóttkví vegna skarlatssóttar. Hafa níu nemendur tekið veikina. Frá Islandi Dagur heilsar. Aldan unga, árið nýtt, af hafi stefnir. Ber oss hvað, á hrjóstum sínum?— Brimsins niður—eina svarið. Richard Beck. V FRA AKUREYRI Smábátakví hefir bæjarstjórnin hér ákveðið að láta byggja og verja til hennar 33 þúsundum króna úr hafnarsjóði á þessu ári. Smábáta- kví þessi á að liggja norðan að skipakvínni á Torfunefi. Verkið er þegar hafið með byggingu grjót- granda beint suSur frá Lindargötu, og vinna þar nú 35 manns. — Fjög- ur skip Ingvars Guðjónsonar, þau Björninn, Nanna, Ilrönn og Minnie, leggja út þessa dagana frá Akur- eyri og Siglufirði til borskveiða fyr_ ir Suðurlandi.—N. dagbl. MALSHÖFÐUN GEGN ALÞÝDUBLAÐINU Aðalkonsúll Þjóðverja, Hr. Hau- bold hefir eftir ósk þýzku stjórn- arinnar farið fram á það, að íslenzka stjórnin láti höfða mál gegn Al- þýðublaSinu fyrir meiðandi ummæli urrt þýzka ríkiskanslarann Adolf Hitler. Aðallega eru það ummæli Þorbergs Þórðarsonar, þar sem hann talar um “sadistann í kanslara- stólnum þýzka,” sem þýska stjórnin telur ærumeiðand’. Forsætisráð- herra afhenti dómsmálaráðherra Um Mark Twain Einu sinni átti ameríska kýmni- skáldið Mark Twain að halda fyrir- lestur i einhverri borg. Hann kom þangaS seint um kvöld með járn- brautarlest, en vegna einhvers mis- skilnings var enginn á stöðinni til þess að taka á móti honum. Það var því ekki um annað að gera fyrir hann en reyna að bjarga sér sjálfur, og að lokum fann hann samkomu- húsið, þar sem hann átti að halda fyrirlesturinn. Hann ætlaði þegar að ryðjast inn, en dyravörður var nú ekki á því. ,Hva8 er þetta? hrópaði Mark Twain. “Eg er sá, sem á að halda fyrirlesturinn!” En dyravörðurinn var ekki af baki dottinn. Hann deplaði öðru aug- anu íbyggilega og sagði svo hátt, að allir nærstaddir gátu heyrt: —Nei, þetta viðgengst ekki. Eg hefi þegar hleypt inn þremur fyrir- lesurum, og eg hefi svei mér ákveð- ið, að sá fjórði skal fá að borga inngangseyri. —Lesb. Mbl. SAMSÆTI í tilefni af 50 ára afmæli Góðtempl- Mœlikvarðinn á sanngildi vörunnar í Canada EATONS 1934 sumar og vor Catalogue er nú tilbúinn. Ef þú hefir ekki feng_ ið inntak, þá skrifa þú eftir þvi í dag. *T. EATON C°-™. WINNIPEG CANAOA “ Hvað kostar það hjá EATON’S ?” er mællkvarðinn, sem notaður er I Canada á Verðmæti allra vörutegunda. Verðið á þeim vör- um, sem auglýstar eru í EATONS Catalogue er sá mælikvarði, sem miljónir Canadamanna fara eftir, til þess að vera vissir um að fá sem mest fyrir sína peninga. \ peir, sem vel fara með peninga og spara það sem þeir mega, fá oft á tíðum meiri kostakjör hjá oss, en þeir jafnvel eiga von á. Nýjustu tízkur koma jafn snemma til þess, sem býr í smáþorp- inu og hins, sem býr í stórborginni. pað er þvl engin furða þótt menn bíði með óþreyju eftir verðlista vorum. Sannorðar lýsingar, réttar umsagnir, vel gerðar myndir og skýrt markað verð, gerir mönnum jafn létt að kaupa í gegnum EATONS Catalogue eins og yfir búðarborðið. E ATO N ’S 1

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.