Lögberg - 15.02.1934, Blaðsíða 4
4
Högberg
OeflS öt hvern fimtudag af
TBE COLUMBIA PRE88 LIMITKD
69 5 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba.
Utanáakrift ritstjðrans.
EDITOR LÖGBERG. 69 5 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
VerB 1* 00 utn árið—Borgist fyrirfrnm
The “Lögberg” is printed and published by The Colum-
bia Press, Limited, 69 5 Sargent Ave., Wnnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
Afmælisdagur forsetans
Roosevelt forseti varð fimtíu og tveggja
ára, 30. jan. s. 1.
f hverri stórborg í landinu og jafnvel í
smæstu þorpum, var þessa atburðar minst
með dansleikjum og veizluhöldum, og virtist
almenningur skoða þetta sem stórhátíð, enda
getur svo farið að þessa dags verði með tíð
og tíma minst á svipaðan hátt og fæðingar-
dags þeirra Washingtons og Lincolns. En
hvað sem því líður, þá er það víst að fáir
stjórnmálamenn þar í landi, hafa átt öðrum
eins vinsældum að fagna og Roosevelt. Má
heita að þing og þjóð hafi góðfúslega fengið
honum öll völd í hendur, og er það eflaust
satt, sem haft er eftir merkum blaðamanni
þar syðra, að “nú sem stendur eru stjórn-
málaflokkarnir úr sögunni. Stjórn landsins,
að almennings vilja, er eins manns stjórn. ”
Þennan umr.ædda dag staðfesti forset-
inn hin nýju lög, sem veita stjórninni rétt til
að taka alt gull landsins í sínar hendur, og
talin er merkasta löggjöf, sem þingið hefir
afgreitt í seinni tíð. Samt gaf Roosevelt sér
tíma til að taka þátt í afmælisveizlu, sem
haldin var í Hvíta húsinu. Þangað hafði ver-
ið boðið öllu stórmenni og var mikið um dýrð-
ir. Kona forsetans gaf öllum viðstöddum af
afmæliskökunni og fékk hinn velþekti leikari,
Will Rogers, fyrstu sneiðina. Segja blöðin
að hann hafi borðað af góðri lyst, enda mun
hafa verið af nógu að taka. Forseta höfðu
borist ótal gjafir, þar á meðal dýrindis kaka,
250 pund á þyngd, og um 300,000 heillaóska-
skeyti.
Þá má geta þess að arðurinn af samkom-
um þeim, sem haldnar voru um alt land gekk
til þess að mynda stóreflis sjóð til hjálpar
börnum þeim, sem fötluð eru af völdum mátt-
leysisveikinnar. E'ií forsetinn var, eins og
menn muna, heilsulaus í mörg ár, og þjáðist
hann af þes^um sjúkdómi.
Enn er of snemt að leggja nokurn dóm
á stefnu forseta í innanríkismálum eða af-
leiðingar hennar, en hvort sem hann ber sig-
ur úr býtum, eða ekki, þá munu flestir þeirr-
ar skoðunar að göfugri og hugrakkari maður
só vandfundinn.
Er það ósk allra góðra manna hér í landi,
sem annarsstaðar, að honum megi endast líf
og heilsa til að sigrast á þeim erfiðleikum,
sem framundan liggja.
Afmœlisdagur keisarans
Vilhjálmur II. býr eins og keisari á sín-
um litla herragarði í Doorn. Með honum býr
stór skari af ættingjum og vinum, sem enn
vonast til þess að hann eigi eftir að komast
til valda á Þýzkalandi.
öllum hirðsiðum er vandlega fylgt, og
má ekki út af bregða. Blað, gefið út á staðn-
um, segir nákvæmlega frá öllu, sem þar fer
fram og í því er auglýst tveimur vikum áður,
koma þeirra, sem fengið hafa leyfi til að
heimsækja húsráðanda. Þannig atvjikaðist
það, að ameríska blaðamanninum Vanderbilt
var fleygt á dyr, sumarið sem leið. Tilkynn-
ingin um komu hans hafði ekki verið birt í
tæka tíð.
Annars ber lítið til tíðinda í Doorn.
Prinsamir allir og þeirra frúr taka lífinu með
ró og sofa til miðdegis, eða liggja í rúmum
sínum við lestur og réykingar. Samt ber það
við að það vaknar við vondan draum, snemma
morguns. Þá er Vilhjálmur gamli að kljúfa
trjábúta og axarhöggin bergmála í skóginum
og ómurinn berst inn um hallargluggana. Þá
setja prinsarnir og þeirra frúr upp ólundar-
svip og segjast ekki mega sofa fyrir látunum
í karlinum. En nú þarf ekki að fást um það.
Gigtin hleypur jafnt í bakið á tignum sem ó-
tignum og nú fær Vilhjálmur ekki einu sinni
sveiflað exinni.
Ríkasti maður Þýzkalands (eignir hans
eru metnar á 200 miljónir dollara) hefir nú
ekkert sér til dægrastyttingar.
Dag einn í vikunni sem leið, bar þó nokk-
uð til tíðinda. All margir kóngar og furstar,
sem ráðið höfðu ríkjum meðan að Vilhjálmur
var keisari á Þýzkalandi, gerðu honum heim-
LÖGBBRG, FIMTUDAGINN 15. FEBRÚAR, 1934
sókn í tilefni af sjötugasta og fimta afmælis-
degi hans. Gengu þeir skrúðgöngu til hallar-
innar, heilsuðu á konunglega vísu og báru
fram gjafir og árnaðaróskir. Keisarinn fyr-
verandi heilsaði þeim hlýlega og bað guð
Hohenzollanna að blessa þá. Seinna um
daginn stýrði hann guðsþjónustu, þar sem
viðstödd var öll fjölskyldan og heimilisfólk-
ið. Þá var sett upp dýrindis veizla, en að
henni lokinni sanndi Vilhjálmur yfirgarð-
yrkjumann sinn og átta hans aðstoðarmenn
hinni “keisaralegu orðu Hohenzollern-ættar-
innar.” Síðan voru teknar upp afmælisgjaf-
irnar, sem komið höfðu í tugatali. Þar á
meðal var villigöltur, stór og ófrýnilegur, og
svo þúsundum skifti h'eillaóskaskeyta víðs
vegar að. Að því 'búnu fóru gestirnir aftur
heim til sín.
Nú gengur alt sinn vana gang í Doorn,
og þegar honum er Ikitnuð gigtin, getur Vil-
hjálmur, fyrverandi þ4zkalandskeisari aftur
farið að höggva í eldinn.
Smásálarskapur
I ,
Venjulega er smásálarskapurinn ekki
annað en spaugilegur. Stundum getur hann
þó einnig orðið smánarlegur, svo liann þurfi
að kveða niðiir.
I þessu blaði heldur áfram ritsmíð, eftir
Jósef l>ónda Myres í Mountain-bygð, gegn
fræðimannlegri ritgerð prófessors Halldórs
Hermannssonar um “Leif hepna” í Tímariti
Þjóðræknisfélagsins.
Það þótti ekki hæfa að synja ritsmíð
J. J. M. upptöku í blaðinu, svo heimilt sem
ritfrelsið er þeim mönnum, sem um almenn
mál vilja rita. E|n ósamþykt er blaðið bæði
efni og anda ritsmíðarinnar áminstu, eftir
J. J. Myres og telur aðfinslur liöf. við grein
Halldórs Hermannssonar ómerkar.
En það er ekki til þess að elta ólar við
herra Myres á Mountain, að vikið er hér að
þessu máli, heldur til þess að kveða niður, ef
unt væri þann smásálarskap, sem sumir Is-
lendingar hér vestra hafa sýnt í því að troða
illsakir við Norðmenn út af Leifi Eiríkssyni.
Ekki er það annað en ömurlegur smásál-
arskapur, allur sá ofmetnaður út af þjóðernis-
legum uppruna þessa manns, sem árið eitt
þúsund hraktist af leið og af tilviljun lenti
við strendur Ameríku, og hlaut það happ, að
verða fyrstur hvítra manna að stíga fæti hér
á land.
Flestum sæmilega greindum mönnum
hefir þó skilist það á seinni árum, sérstak-
lega fyrir fræðimannleg rit Halldórs Her-
mannssonar, Richard Becks og margra ann-
ara, að ástæðulaust og ómerkilegt sé það,
livort heldur fyrir Islendinga eða Norðmenn,
að rífast út af því, hvorum þeirra beri sá heið-
ur að hafa átt þenna “hépna” fornmann.
Þeirri staðreynd sögunnar verður hvort
sem er ekki raskað, að um það bil að Leifur
fann Ameríku var einn og sami kynstofn
Norðmanna bæði heima fyrir og í nýlendun-
um á íslandi, Grænlandi, Suðureyjum og víð-
ar. Leifur var fæddur á Islandi, en ól mestan
aldur sinn annars staðar í norrænum bygðum,
var hirðmaður Ólafs konungs í Noregi og á
ferð þaðan í kristniboðserindum til nýlend-
unnar á Grænlandi, er hann hrakti upp að
ströndum Ameríku.
Þótt oss nú finnist það vegsauki vorri
heild hins norræna kynstofns, að Leifur var
fæddur á Islandi og metum mikils þann sæmd-
arvott, er stórþjóðin göfuga í Bandaríkjun-
um sýndi oss, með því að reisa hinn veglega
varða í fæðingarlandi hans, þá er það ekkert
annað en smásálarskapur af vorri hálfu, Is-
lendinga, að amast við því, þótt Norðmenn
telji Leif af sínu bergi brotinn. Það er sams-
konar smásálarskapur eins og það væri, til
dæmis að taka, ef Oanada-menn færu að
amast við því, að vér eignum oss Yilhjálm
Stefánsson, þótt hann af tilviljun sé fæddur
í Arnesbygð í Canada; eða ef menn í Winni-
peg ekki stæðust reiðari en ef á því væri
ymprað, að Ragnar E. Kvaran væri Islend-
ingur, þar sem hann sé fæddur í Winnipeg,
enda þótt hann aftur hyrfi til ættjarðar sinn-
ar eins og Leifur. Yér tökum óþyrmilega
fyrir munninn á oss sjálfum, ef vér höldum
rökum þeim til streytu, er sumir hafa viljað
halda fram gegn bræðrum vorum hinum
norsku, svo ant sem oss er réttilega um það,
að mega telja oss Islendingum þá menn alla,
sem hér eru í íslenzkum nýbygðum fæddir,
enda þótt fram sé komið í annan og þriðja
lið.
Oss er sagt, að á fyrri árum hafi íslend-
ingar í bygðunum sunnan og norðan landa-
mæranna hér hnotabitist út af yfirburðum
TF
sínum og síns lands. Nú er sá
gorgeir úr sögunni að mestu,
sem betur fer. Eins er það, er
menn rifust og enda flugust á
út af sýslunum eða landsfjórð-
ungunum, sem þeir voru ættað-
ir úr á Islandi. Nú á það sér
naumast stað, nema í góðu
gamni, hjá öðrum, en allra vit-
grönnustu mannverum. Eins
er farið gleiðgosahættinum út
af endurspeglun frægðarinnar
af Leifi Eiríkssyni. Svo oft er
búið að seg.ja söguna sanna og
rétta, að fáir munu nú orðið
fást til þess, að espa sjálfa sig
né aðra af metningi við Norð-
menn út af heiðrinum.
Þjóðræknis-vitund vor og
réttmætur metnaður stendur á
fastari fótum en hégómlegum
nasablæstri. Það sem vér sjálf-
ir erum og gerum er einasti
mælikvarðinn. Æsandi skruín
um sjálfs vor yfirburði og lít-
ilsvirðing á öðrum, er ekki ann-
að en auðvirðilegur smásálar-
skapur og auðkenni andlegs
volæðis. Þjóðernislegir oflát-
ungar þrífast nú ekki meir í
voru mannfélagi. Miklu frem-
ur sækir nú hvarvetna heil-
brigð þjóðernis-vitund fram í
anda hins forna spakmælis: “1
hógværð og spekt skal yðar
styrkur vera,” og er til marks
um það ritgerð hins gáfaða
manns, sem birtist í Tímariti
Þjóðræknisfélagsins, en hin
síður, þessi, sem vér þó líðum
rúm í Lögbergi.
Kristrún í Hamravík
Guðm. G. Hagalín. Sögu-
korn um þá gömlu, góðu
konu. Akureyri. Útgef.
Þorst. M. Jónson, 1933.
Ætíð er gaman að vel sagðri sögu
og lengi hefir Islendingum verið sú
list lagin. Óhætt er að segja að
Guðrrl. G. Hagalín kunni þá list.
Hann sýndi það í “Guð og Lukkan’’
og hann sýnir það nú í sögu þess-
arar sveitakonu.
Hún er ekki fín maddama i ein-
hverjum kaupstað, hún Kristrún.
Nei, hún er gömul búkona á útkjálka
íslands, á Hornströndum; en það
er mikið spunnið í þá gömlu konu,
sem býður öllu birgin og berst fyrir
lífinu og því sem hún álítur mestu
varða. Skylda og verkefni kven-
mannsins í þessu lifi er, að hennar
dómi, að gæta bús og barna, og
þeirrar skyldu hefir hún gætt. Ef
kvenmenn bregðast þessari skyldu
hafa þeir lifað til einskis. Gainan
hefði verið að heyra álit kellu um
þá kvenmenn, er ekki hugsa um
annað en bíó, bridge og biðla. Það
hefði verið áheyrilegt. Hún Krist-
rún gamla hefði ekki unað sér við
slíkt. Hún tilheyrir ekki nýja tím-
anutn, heldur þeim gamla. Fólki
með hennar hugsunarhátt fækkar
nú óðum. Það hverfur, og nýir
siðir koma með nýjum mönnum.
Því er gaman að þessari sögu, eins
og ætíð er gaman að skygnast inn í
heima, sem maður ekki þekkir og á
ekki von á að þekkja, nema af af-
spurn.
Fyrri helmingur bókarinnar geng-
ur út á það að sýna hvernig kerling
reri að þvi öllum árum að koma
syni sínum og ungri stúlku, sem
hafði leitað sér hælis í Hamravík,
saman. Gengur það nokkuð tregt,
því Falur, sonur gömlu konunnar,
lætur hvert verk bíða síns tíma.
Sérstaklega er kaflinn, þar sem kella
loksins, eftir langa uppörvunarræðu,
kemur syni sínum til að fara að
“bera víurnar” i Anítu, góður, og
þá ekki síður þar sem hún ímyndar
sér að hún sé að gera upp reikning-
ana við himnaföðurinn. Býður hún
honum birgin og svarar ásökun með
ásökun. Hún hopar ekki á hæl fyr-
ir neinum, sú gamla, jafnvel ekki
hirnnaföðurnum, þó máttugur sé.
En þegar Kristrún er búin að
tryggja það að búið tapi ekki slíkri
dugnaðarstúlku eins og henni Anítu,
kemur nýtt til sögunnar. , Sonur
hennar Ólafur, sem hún hafði hvorki
heyrt né séð í herrans mörg ár, kem-
ur heim einn góðan veðurdag. Er
hann orðinn trúhetja mesta og einn
af þeim útvöldu. Dregur Hagalín
hér upp snildarlega mynd af þess-
um mönnum, sem skoða sig sem
útvalda, en alla, sem eru á öðru máli
sem fyrirdæmda. Þessa menn, sem
maður hálf-öfundar vegna þess hvað
hárvissir þeir eru í sinni sök og
lausir við allar efasemdir. Kellu
er nú ekki neitt um þessa postula
og þeirra kenningar, “og helzt hefir
henni Kristrúnu gömlu sýnst að
þessir umrennings guðsmenn notuðu
þá stóru bók sem eina markaskrá—
og að þeir eftir henni drægju í tvo
dilkana, vitis og sælustaðarins, lít-
andi á eyrnamörkin, serrl þeir sjálf-
ir hafa sett á mannkindina með
ryðguðum kuta sinna eigin hleypi-
dóma, en hvorki takandi á baki né
brjósti, athugandi það hvort skepn-
an myndi þeim hæsta í sannleika
þóknanleg hvað okkar góði guðs-
maður meistari Jón gerði á sinni
tíð, þegar hann útdeildi einum og
sérhverjum eins og hann var verð-
ugur fyrir.” “Henni fanst og gömlu
konunni hirðiskall þessara umrenn-
ings guðsmanna og bóka-busa líkara
rödd þess grimma dýrbíts, sem
kringum lambið hoppar með alls-
konar apaspil, en sætlegri raust þess
góða hirðist, sem skepnuna laðar að
því hlýja og notalega inni.”
En að hann dveldi í Hamravík
eins lengi og honum þóknaðist ætl-
aði hún ekki að setja sig upp á móti,
enda var Ólafur fámáll fyrst, og
litið gerðist fyr en hann, eftir að
hafa sýnt lækniskunnáttu sína 'eitt
kvöld er leið yfir Anítu, sagði sögu,
sem hefði verið Baron Munchausen
til heiðurs, um það hvernig hann
hefði læknað mann Vilhelmínu
meykonungs i Hollandi. Við þá
sögu óx Ólafur mjög i áliti hjá þeim
Kristrúnu, Fal og Anítu. Fer svo,
að Ólafur, án þess að láta Kristrúnu
vita hvað á seiði er, er búinn að
brugga með þeim bjónakornunum
að þau selji jörðina og kaupi hús í
kaupstað til að frelsa þar syndugar
manneskjur þessa heims. Kerling
þvert á móti heldur að Ólafur muni
vera að ráðgera að setjast að hjá
þeim og giftast, eins og hún álítur
að hver maður ætti að gera.
En sú gamla kemst að því sanna,
og má gera sér í hugarlund hvernig
annari eins atorku og dugnaðar-
konu verður við. Sézt kannske bezt
hversu ólík lífsskoðun hennar og
Ólafs er, á því, hvernig kerling lítur
á himnaríkissælu þá, er sonur henn-
ar áleit eftirsóknarverðasta. “Eftir
dauðann vissi hann sér búna þá dá-
samlegustu sælu, sem mögulegt væri
fyrir auma og vansæla mannkind sér
upp að hugsa. Ætti það að fá að
sitja um alla eilífð fyir framan stól
lambsins innan við þau gyltu perlu-
port—sætlega syngjandi og symfón
sláandi, sínum herra og endurlausn-
ara til verðugrar vegsemdar. Svo
þyrfti það þá ekki annað en líta um
öxl sér til þess að sjá niður í kvala-
staðinn, þar sem vera mundi grátur
og gnístran tanna, agg og vei, og
óútmálanleg hörmung.” (Dásam-
legur er mannkærleiki þeirra út-
völdu!)
Kristrúnu gömlu “fundust nú upp
undir það áhöld um sæluna á þeim
tveim stöðum, sem hann Láfi dreng-
urinn lýsti — rétt athugað og með
stillingu—því að sitja og tóna um
alla eilífð, haldandi að sér höndum
og hafandi ekki svo mikið sem
prjónaskammirnar sína, það fanst
henni frekar lítill sáluhjálpar vegur
eftir alt hennar amstur og bardúss í
þessari veröld.” Það átti ekki við
hana iðjuleysið, gömlu konuna. Með
hjálp Hamravíkur Kolls “þó hann
væri nú meinlítill og lognhattslegur,
siðan hann Hallur bóndi tókst á við
hann og sneri hann undir sig í göng-
unum í henni Hamravík,” kom hún
í veg fyrir að yrði af áætlun Ólafs.
Kollur sótti að Ólafi og sá guðs-
maður og trúarhetja gat ekki með
nokkru móti fengið hann til að
spekjast þó hann læsi heilaga ritn-
ingu. Kollur reið bænum, slökti
týruna og kastaði eldspýtnakassan-
um úr hendi Kristrúnar framan í
Ólaf. Mikil er máttur þess illa, ekki
sízt þegar, eins og mann grunar að
hafi farið hér, manneskjur eins og
Kristrún ganga i lið með því. Svo
vildi svo illa til, að þegar búið var
loksins að kveikja, lenti Ólafur ofan
NUGA-TONE ENDURNÝJAR
HEILSUNA
NUGA-TONE styrkir hin einstöku
líffæri, eykur matarlyst, skerpir melt-
inguna og annað þar að lútandi. Veitir
vöövunum nýtt starfsþrek og stuðlar að
almennri vellíðan. Hefir oft hjálpað.
er annað brást. Nokkurra daga notkun
veitir bata. NUGA-TONE fæst hjá lyf-
sölum. Gætið þess að kaupa aðeins ekta
NUGA-TONE.
á það í speki Salomons, þar sem
talað er um svik og illa fenginn arf.
Var Ólafur allur á brott um morg-
uninn. Með þessu sýndist verk
Kristrúnar endað í þessari henni
veröld og dó sú gamla góða kona
yfir prjónunum sinum næsta dag.
“O jæja og jamm.”
Þetta er meginið af efni sögunu-
ar. Er hún frábærlega skemtileg.
Lýsingar allar einkar góðar. Það
er nær því eins og maður hafi þekt
þau Kristrúnu og Láfa alla þeirra
æfi. Bókin er öll skrifuð á því máli
er kerling talar og þó manni finn-
ist fyrst að það muni verða þreyt-
andi, þá er ekki svo; því síður,
manni finst að bókina hefði vantað
mikið af því lífi og fjöri, sem ein-
kennir hana. Bpkin er skrifuð í
sama anda og “Guð og lukkan.”
Vonum vér að Hagalín eigi eftir að
gefa okkur margar bækur eins
skemtilegar og þessa. Þökk sé höf-
undi.
T. O.
Sjórœningjar í Kína
Rétt fyrir jólin kom út i Dan-
mörku fróðleg og skemtileg bók um
efni, sem margir munu hafa gaman
af að kynnast, en fæstir þekkja til
nema af meira og minna óáreiðan-
legum blaðaskrifutn: sjóræningja-
pláguna við strendur Kína. Höf-
undurinn heitir Aleko Lilius og er
fæddur í Finnlandi, uppalinn í Rúss-
landi, en er nú blaðamaður í Ame-
ríku. Hann hefir farið ýmsar merki-
legar ferðir til þess að kynnast því
í sjón og raun, sem fæstir þekkja
nema af afspurn og til þess að kynn-
ast háttuín sjóræningja í Kína gekk
hann í þjónustu þeirra, fyrst hjá
hinni alræmdu kerlingu Lai Choisan,
sem er eintia frægust allra kín-
verskra sjóræningja og hefir hundr-
uð manna í þjónustu sinni og síðar
hjá ræningjahershöfðingjanum
Wong-Liu, en fyrir hann tekst hann
á hendur að fara með mikla fjár-
upphæð til annars alræmds ræn-
ingja, Wong Toping og loks lýkur
vist hans hjá ræningjunum með því,
að hann er settur í Vistoria-fangelsið
í Hong-kong. Þegar hann var lát-
inn laus þaðan slapp hann úr landi
til Filippseyja og skrifaði þar bók
um æfintýri sín, fyrir tilmæli Tay-
lors nokkurs prófessors. Það er
þessi bók, sem nú er komin út í
danskri þýðingu. í bókinni er
fjöldi mynda, sem höfundurinn
hefir sjálfur tekið.
—Fálkinn.
--------»--------
Nú á páfinn í Róm bráðum að fá
að sjá hljómmynd í fyrsta skifti á
æfi sinni. í tilefni af árinu helga
var tekin hljómmynd af páfagarði,
sem sýnir það helsta í kirkjuríkinu,
bæði Vatíkanið sjálft og hina undur
fögru garða þess. I myndinni heyr-
ast einnig klukkur Péturskirkjunn-
ar, drengjakórinn í kirkjunum og
orgelsnillingar páfahirðarinnar.
Mynd þessi verður ekki sýnd á kvik-
mJyndahúsunum.
Ungur piltur fanst nýlega aðfram
kominn á götu í London, og var
fluttur á sjúkrahús. Kom það á
daginn, að hann er sonur eins rík-
asta manns í Canada. Hann hafði
orðið ósáttur við föður sinn, sem
hafði kallað hann landeyðu og sagt,
að hann mundi ekki geta komist af
upp á eigin spítur í eitt ár. Þessu
reiddist sonurinn og þeir veðjuðu
um málið og pilturinn fór til Eng-
lands. Vegnaði honum vel fyrst í
stað, en varð svo atvinnulaus og
hafði hvergi höfði sínu að að halla.
Hann vildi ekki skrifa heim og kaus
heldur að örmagnast af sulti.
► Borgið LÖGBERG