Lögberg - 15.02.1934, Blaðsíða 6

Lögberg - 15.02.1934, Blaðsíða 6
6 LÖGBEÍRGr, FIMTUDAGINN 15. FEBRÚAR, 1934 POLLYANNA ÞROSKAST Eftir ELEANOR H. PORTER *•---— ---*—---------————--------——> XXIX. KAPITULI. Jimmy og John. Seint á laugardagskveldið steig Jimmy af lestinni í Beldingsville. Klukkan tíu næsta morgun lagði hann svo á stað, hnakkakertur og sérlega ákveðinn, upp hæðin, þar sem Harringtoá-heimilið stóð. Þegar að garðs- hliðinu komí sá hann ljósgulu lokkunum henn- ar Pollvönnu bregða fyrir í dyrum sumarskál- ans. Jimmy gleymdi þá öllum siðareglum og hljóp þvert yfir grasflötina og upp að skál- anum. Pollyanna heyrði fótatakið og opnaði nú dyrnar. “Jimmy! Hvað er þetta. Hvaðan kem- urðu?” “Frá Boston. Eg kom í gær. Eg mátti til að sjá þig. ’ ’ “Sjá mig?M Pollyanna átti bágt með að dylja til fulls geðshræringar sínar. Þarna stóð Jimmy fyrir framan hana, fram úr skar- andi karlmannlegur og einbeittur. “Já, Pollyanna, eg mátti til að sjá þig. Bg hélt — eg var smeykur um — eg get ekki útskýrt þetta greinilega. Sjáðu til, hann var fatlaður og mér fanst ekki rétt að keppa við hann. Nú er það alt annað. Hinn er ekki fatl- aður. Hann hefir tvo fætur eins og eg, og heilbrigðan líkama, og eg gefst ekki upp nema eg megi til.” Pollyanna stóð undrandi. “Hvað ertu að tala um, Jimmyf Ertu genginn af göfl- unum ? ’ ’ Jimmy hló vandræðalega. “Það er ekki von þú skiljir þetta. Það er víst ekki mjög auðskilið. Eg er hræddur um að eg hafi verið hálf ruglaður síðan eg talaði við Jamie í gær.” “Hvað sagði Jamie?” “Hann var að segja mér frá verðlaun- unum. Hann fékk einhver verðlaun. ” “ Já, eg veit það alt saman,” sagði Polly- anna. “Var hann ekki heppinn. Hug.saðu þér, að fá þrjú þúsund dala verðlaun. Eg skrifaði honum í gær. Eg vissi strax þegar eg sá nafnið að það myndi vera Jamie okkar, og mér varð svo mikið um að eg gieymdi að leita að mínu nafni; annars vissi eg að eg myndi ekki hreppa nein verðlaun, í þetta sinn að minsta kosti. ” Pollyanna varð hálf vand- ræðaleg á svipinn þegar hún mintist á verð- launin. Bn Jimmy tók ekki eftir neinu, hann var niðursokkinn í sínar eigin hugsanir. “Já, það var ágætt. Mér þótti vænt um að hann skyldi fá verðlaunin, en það var ann- að, sem hann sagði. Eg hélt nefnilega að þú og Jamie væruð hrifin hvort af öðru.” “Eg og Jamie! Hvemig gat þér dottið það í hug. ” Pollyanna varð vandræðaleg og roðnaði svolítið. “En Jimmy, það var Sadie Dean, það var alt af Sadie Dean. Hann gat talað um hana tímunum saman. Eg held líka að henni þyki vænt um hann.” “Það er ágætt! Ejg vildi óska að henni þætti vænt um hann, en sjáðu til, eg vissi ekki . . . ., eg hélt alt af að það væri Jamie og þú, og af því að hann er kryplingur þá vildi eg ekki troða mér fram. Eg gat ekki fengið mig til að keppa við hann eins og þú skilur. ’ ’ Pollyanna laut niður og tók upp laufblað, sem féll við fætur hennar. Hún rétti úr sér og leit undan. Jimmy hélt áfram: “Maður getur ó- mögulega atið kapp við mann sem stendur svona illa að vígi, svo eg varð að sitja hjá og gefa honum kost á að ná þér, ef hann gæti, hvað sem mér félli það illa. í gær fékk eg að vita sanleikann, en eg frétti líka nokkuð ann- að. Jamie segir að það sé annar maður, sem hugsi hlýtt til þín. En hann verður að víkja, eg læt hann ekki ná þér frá mér. Nei, John Pendleton er ekkert fatlaður, hann verður að sjá um sig. Það er annars ómögulegt að þér þyki vænt um hann.” Pollyanna sneri sér við og leit til hans með spyrjandi augnaráði. “ John Pendleton! Hvað áttu við. Hvað ertu að segja um John Pendleton. ” Jimmy horfði á hana og andlitið ljómaði af fögnuði. Hann rétti fram báðar henduyn- ar og mælti: “Svo þér er þá sama um hann. Bg sé það í augunum á þér að þú elskar hann ekki.” Pollyanna hrökk við og hörfaði aftur á bak. “Jimmv! Hvað áttu við. Geturðu ekki talað greinilegar ? ” “Eg á við það að þér muni ekki þykja neitt vænt um John Pendleton. Skilurðu það ekki. Jamie hélt þið væruð ef til vill trúlof- uð, að minsta kosti þóttist hann vita að John bæri hlýjan hug til þín, og þegar eg fór að hugsa meira um þetta, þá fanst mér það ekk- ert undarlegt þar sem hann talar varla um annað en þig. En svo var þetta með móður þína. ” Pollyanna stundi mæðilega og byrgði andlitið. Jimmy gekk til hennar og lagði hendina á öxl hennar, en Pollyanna hörfaði undan. ‘ ‘ Elsku Pollyanna, þetta máttu ekki gera. Þvkir þér alls ekkert vænt um mig? Kemurðu þér ekki að því að-segja mér sannleikánn ? ” Hún tók hendurnar frá andlitinu og horfði framan í hann. Augnaráð hennar var næstum flóttalegt. “Ert þú viss um að hann elski mig, Jimmy? Ertu þú alveg viss um það?” sagði Pollyanna í lágum róm. Jimmv hristi höfuðið óþolinmóðlega. ‘ ‘ Hvað gerir það til núna, Pollyanna. Eg veit auðvitað ekki með neinni vissu hvað hon- um líð.ur. En góða mín, það skiftir minstu hvað honum finst. Ef að þér þykir ekkert vænt um hann, og ef þú bara lofar mér að sýna hvað mikið eg elska þig . .. . ” Hann tók hönd hennar og dró hana til sín. “Nei, Jimmv, eg má það ómögulega— eg get það ekki.” Pollyanna ýtti honum frá sér. “Pollyanría, því gerir þú þetta. Er það mögulegt að þú elskir hann. ” Jimmy var nú orðinn náfölur. “Nei, nei, auðvitað elska eg hann ekki,” stundi Pollyanna. “En ef honum 'þykir vænt um mig þá verð eg einhvern veginn að láta mér þykja vænt um hann.” “Pollyanna!” “t öllum bænum horfðu ekki svona á mig, Jimmy.” “Þú ætlar þó ekki að giftast honum.” “Nei en eg — já, eg býst við því. Eg verð að gera það.” “Er þetta satt, Pollyanna; á eg að trúa þessu. Getur þú fengið af þér að eyðileggja framtíð okkar beggja?” Pollyanna horfði óttaslegin á Jimmy og sagði með gráthljóð íröddinni. “Eg veit það, Jimmy. E)g veit að eg er að eyðileggja mína eigin framtíð og hamingju, en eg vil það frekar en að hann verði fyrir sárum von- brigðum. Eg má ekki bregðast honum.” Þegar Jimmy heyrði þetta, varð hann sem annar maður, augu hans leiftruðu af gleði. Hann hrópaði af fögnuði og tók Polly- önnu í fang sitt, of þrýsti henni að sér. “Nú veit eg að þú elskar mig, Pollyanna. Þú sagðist eyðileggja framtíð þína og hamingju. Nú sleppi eg þér aldrei framar, ekki við nokkum mann á jarðríki. Elskan mín, þú skilur ekki þá ást, sem eg ber til þín, ef þú beldur að eg sleppi þér nokkurn tíma hér eft- ir. Pollyanna, segðu mér að þú elskir mig. Segðu það með þínum eigin vörum.” Pollyanna lá máttvana í faðmi hans nokkra stund, en reyndi svo smám saman að losa sig frá honum. “Það er satt, Jimmy, eg elska þig.” Jimmy reyndi að draga hana til sín aftur, en hún aftraði honum. “Mér þykir óstjórn- lega vænt um þig, en eg get aldrei verið ham- ingjusöm með þér, ef eg veit að eg hefi brugð- ist öðrum. Eg verð að komast að raun um að eg sé algerlega frjáls.” “Hvaða dauðans vitleysa, Pollyanna. Auðvitað ertu frjáls.” Jimmy var ekki farið að lítast á blikuna. “Nei, ekki meðan þetta vofir yfir mér. Skilurðu það ekki góði? Móðir mín brást honum fyrir mörgum árum og síðan hefir hann verið einmana og einn síns liðs. Ef hann gæti aftur orðið hamingjusamur, þá verð eg að fórna öllu til að svo megi verða. Mér væri ómögulegt að neita honum. Þú lilýtur að sjá það. En Jimmy skildi hvorki upp né niður í þessu öllu saman. Hvernig sem Pollyanna reyndi að leiða honum fyrir sjónir skyldu sína í þessu efni, þá tókst henni ekki að sannfæra hann, en af því Pollyanna var svo auðmjúk og sorgmædd út af þessum vandræðum þá gat Jimmy ekki orðið minstu vitund reiður, en var kominn á fremsta hlunn með að hugga hana og jafnvel viðurkenna að hún hefði á réttu að standa. “Elsku Jimmy,” sagði hún að lokum, “við megum til að bíða. Eg get engu lofað nú sem stendur. Bg vona að þetta sé ekki satt. Eg er viss um að hann elskar mig ekki. En eg verð að komast að sannleikanum. Við verðum að bíða, bíða ofurlitla stund þangað til eg er álveg viss í minni sök. ” Og við það sat, hvernig sem Jimmy þrætti. Að síðustu varð hann að ganga að þessum skilmálum. “Það verður þá svo að vera,” sagði hann. “Bn hefir þú nokkurn tíma heyrt get- ið um annað eins, að maður, sem elskar stúlku, sem einnig elskar hann, þurfi að bíða eftir því að hún geti sannfærst um það, að enginn annar maður elski hana. ’ ’ “Eg veit að þér finst þetta einkennilegt, en þú veist hverjar ástæðurnar eru. Bara að hann hefði ekki elskað móður mína,” og Pollyanna stundi ósköp mæðilega. “Eg fer þá aftur til Boston,” sagði Jimmy. “Samt máttu ekki halda að eg sé orðinn vonlaus ennþá. Eg sleppi þér aldrei á meðan eg veit að þér þykir nokkuð vænt um mig. ” Hann rétti fram hendurnar og ætlaði að taka hana í faðm sinn, en Pollyanna brosti til hans og hljóp inn úr dyrunum. XXX. KAPÍTULI. John Pendleton heimsœkir Pollyönnu. Jimmy fór aftur til Boston um kveldið. Honum var mjög órótt innanbrjósts, þar sem hann vissi ekki, enn sem komið var, hvernig fram úr þessum málum yrði ráðið. Polly- anna var ekki síður óróleg. Fögnuður henn- ar yfir vissunni um það, að Jimmy elskaði hana var ofurliði borinn af óvissunni um til- finningar John Pendletons. Ótti hennar við það að hann myndi láta í ljós ást sína, var meiri en svo að henni gæti orðið svefnsamt þá nóttina. Því betur stóð ekki þessi óvissa lengi, því John Pendleton, sem sér óafvitandi átti lykil- inn að ráðgátunni, leysti úu vandræðunum á mjög einkennilegan hátt. Það var á fimtudag, síðdegis, að John Pendleton kom að heimsækja Pollyönnu. Hún var fyrir utan sumarskálann, þar sem húh hafði verið þegar Jimmy kom, og nú gekk John Pendleton þvert yfir grasflötina eins og Jimmy hafði gert. Pollyönnu varð litið framan í hann og var komin að því að leggja á flótta, þegar hann kallaði til hennar: “Bíddu svolítið, Pollyanna!” Ilann greikkaði sporið. “Eg þurfti einmitt að hitta þig. Getum við ekki komið hingað inn,” og hann gekk að dyrum sumarskálans. Eg verð að tala við þig einslega. ” “Já—það skal eg gera—auðvitað,” stamaði Pollyanna. Hún var orðin blóðrjóð í framan, og átti bágt með að dylja geðshrær- ingar sínar. Svo bætti það ekki úr skák, að hann skyldi einmitt velja sumarskálann, sem var svo nátengdur endurminningum hennar um samfundi Jimmy og hennar. Alt hefði verið betra en þetta, hugsaði hún, samt herti hún upp hugann og sagði glaðlega: “Er ekki veðrið yndislegt í kvöld.” John Pendleton svaraði ekki, en gekk hiklaust inn í skálann og fleygði sér niður á einn gamla stólinn, áður en Pollyanna hafði tekið sér sæti, og var það óvanalegt að John Pendleton gætti ekki allrar kurteisi í þeim efnum. Pollyönnu varð litið sem snöggvast framan í gest sinn, og sá harðneskjulegu and- litsdrættina og þunglyndislega brosið, sem hún mundi svo vel eftir frá barnsárum sín- um. En John Pendleton tók ekki eftir nokkr- um sköpuðum hlut, en hélt öfram að stara niður fyrir sig í þungum hugsunum. Loksins rétti hann úr sér og leit alvarlega á stúlkuna, sem hjá honum sat. “Heyrðu Pollyanna!” “Já, Mr. Pendleton. ” “Manstu hvemig eg var þegar eg kynt- ist þér fyrst?” “ Já, eg man það.” ‘Eg var ekki mjög skemtilegur eða að- laðandi í þá daga?” “Pollyanna brosti ofurlítið, þrátt fyrir óttann. “Mér þótti vænt um þig, herra Pendleton. ” Ekki íiafði hún fyr slept orð- inu, en hún fann að orð hennar yrðu ef til vill misskilin. Hann var að því kominn að bæta við: “Það er að segja, mér þótti vænt um þig þá, ” en hún hætti þó við það. Ekki myndi það stoða. Pendleton hélt áfram: “ Já, eg man það, og Guð blessi þig fyrir það. Það bjargaði mér. Skyldi eg' nokkurn tíma geta komið þér í skilning um hvað tiltrú þín og gæði hafa hjálpað mér mikið til að bæta ráð mitt.” Pollyanna stamaði út einhverjum mót- mælum, en John Penclleton lézt ekki heyra þau. “Víst varst það þú og enginn annar. En manst þú þegar þú sagðir—” nú þagnaði Pendleton og Pollyanna horfði flóttalega til dyranna. “Manst þú þegar þú sagðir að ekkert heimili gæti verið viðunanlegt nema ástrík kona og ánægjuleg börn ættu þar heima.” Pollyanna varð nú hálfu vandræðalegri en áður. “Já—en, jú—eg man eftir þessu, en eg veit ekki hvort það er alveg nauðsynlegt. Eg á við að kannske að þitt heimili sé eins á- nægjulegt og það ætti að vera,—eins og það getur verið.” “E|n eg er ekki að tala um heimilið, barn,” sagði Pendleton hálf hranalega. “Þú veist, Pollyanna, hvernig eg hafði hugsað mér ])að og hvernig allar mínar vonir urðu að engu. Þú mátt samt ekki álíta að eg sé að hallmæla móður þinni; það vil eg ekki gera. Hún fór eftir því sem tilfinningarnar sögðu henni að breyta og hún kaus þann kostinn, sem betri var. Það hefir sýnt sig á því hvað mér hefir mistekist í lífinu. En var það ekki einkennilegt að það skyldi einmitt verða hönd dóttur hennar, sem leiddi mig aftur á braut haming junnar ? ” Pollyanna fölnaði. “En Mr. Pendleton, eg—” Pendleton lét ekki trufla sig, en hélt á- fram. “Vertu ekki að hafa á móti þessu, það var lífsgleði þín og sakleysi, sem breytti mér algerlega.” Pollyanna varð svolítið rólegri. “E'g hefi verið að breytast í öll þessi ár, Pollyanna. Samt er ein skoðun mín óbreytt. Eg trúi því ennþá að ekkert heimili geti verið fullkomið án konu og barna.” “Þú hefir drenginn þinn ennþá,” greip Pollyanna fram í, þú hefir Jimmy enn þá.” Pendleton rak upp skellihlátur. ‘ ‘ Eg veit það—en mér datt ekki í hug að nokkur manneskja, jafnvel ekki þú, litir á Jimmy sem drenghnokka. Hann er orðinn fullþroska. ” “Já, ” sagði Pollyanna, “það er satt.” “Eg er búinn að taka fasta ákvörðun í þessu máli. Eg ætla að gifta mig.” “Ert þú búinn að ákveða þetta?” Polly- anna krepti fingurna og horfði angistarfull á Pendleton, sem nú var staðinn á fætur og gekk fram og aftur um gólfið. “Ef að þú værir í mínum sporum, Polly- anna, og ætlaðir að biðja stúlkuna, sem þú elskar að giftast þér, og flytja í ömurlega steinhúsið þitt, hvernig myndir þú reyna að koma því í framkvæmd.” Pollyanna horfði nú til dvranna enn einu sinni, en stilti sig þó um að flýja út úr her- berginu. “ Ó, en Mr. Pendleton, eg myndi alls ekki gera það. Eg á við1—eg er viss um að þér liði betur ef þú giftist ekki.” Pendleton horfði á liana steinhissa, og hló svo kuldalega. “Er það virkilega svona slæmt.” “Slæmt!” Pollyanna varð alveg ráða- laus. “Já. Ert þú ekki að gefa í skvn að hún myndi ekki vilja mig hvort sem er.” “Nei—nei, hreint ekki. Hún myndi taka ])ér, hún yrði að taka þér.” Pollyanna titlraði af geðshræringu. “En mér datt í hug, að ef stúlkan elskaði þig ekki, þá væri betra fyr- ir þig að giftast henni ekki.” “Eg kærði mig ekki um að eiga hana ef henni þætti ekkert vænt um mig,” sagði Pendleton. “Nei eg þóttist vita það.” Henni leið nú ögn betur. “Svo er hún heldur ekki neitt barn,” hélt Pendleton áfram. “Hún ætti að vita hvað lnín er að gera.” Hann talaði í þungum og alvar- legum róm. “Ó,” hrópaði Pollyanna, henni var nú farið að skiljast að þetta væri ekki eins ótta- legt og hana hefði grunað. “Svo þú elskar þá einhverja—” Hún hafði næstum því sagt “aðra. ” “Elska einhverja! Hefi eg ekki verið að segja þér frá því. Hvaða ósköp eru þetta,” sagði John Pendleton hálf þóttalegur á svip. “Etn eg verð að komast að því, hvort hún elskar mig. Þessvegna kom eg til þín, Polly- anna. Eg veit að þið eruð 'beztu vinkonur.” “Vinkona mín!”sagði Pollyanna. “Hún verður þá að elska þig. Eg skal sjá um það. Svo þarf þess ef til vill ekki, hún er máske ástfangin af þér. En hver er hún?” John Pendleton sat nokkra stund þegj- andi, áður en hann svaraði. “Eg veit annars ekki hvert eg á að segja þér það, Pollyanna,—jú, eg verð að segja þér frá því. Það er Mrs. Carew. ’ ’ Pollyanna lirópaði upp yfir sig: “Þetta er ljómandi, alveg fyrirtalc. Mér þykir svo vænt um þetta. ’ ’ Klukkustund síðar sendi Pollyanna bréf til Jimmy. Það var illa samið og ógreini- legt, setningarnar sundurslitnar og lítt skilj- anlegar. Jimmy gat samt komist að efninu, bæði eftir því sem skrifað var, en þó meira af því, sem lesa mátti á milli línanna. Þetta gat hann samt fyllilega skilið: “Elsku Jimmy, hann elskar mig alls ekki. jÞað er önnur stúlka. Eg má ekki segja þér hver hún er—en hún heitir ekki Pollyanna.” Jimmy sá, að hann myndi tæplega geta náð lestinni til Beldingsville, sem átti að fara um kveldið frá Boston. Hann náði henni samt á síðustu stundu.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.