Lögberg - 01.03.1934, Page 1

Lögberg - 01.03.1934, Page 1
47. ARGANGUR i WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN l.MARZ 1934 NÚMER 9 FRA I5LANDI Skœrur með Rússum og Japönum Flugvélar Rússa sveima yfir Manchuriu. Japan sendir advörunarskeyti til Moscow. BALFARAFéLAG STOFNAÐ í REYKJAVIK Fyrir skömmu héldu nokkrir menn í Reykjavík undirbúningsfund undir stofnfund bálfarafélags hér á landi.—Þessir menn boÖuðu síðan til stofnfundar í gær, 6. febr., og var hann haldinn í Kaupþingssaln- um. Dr. Gunnl. Claessen skýrði frá undirbúningi þessa stofnfundar og stakk upp á Birni Ólafssyni stór- kaupmanni sem fundarstjóra og til- nefndi hann Ágúst Jósefsson til fundarritara. Hér á landi vöktu þeir Guðmund- ur Björnsson fyrv. landlæknir og Steingrímur Matthiasson læknir fyrst máls á líkbrenslu og skrifuðu um það í Skírni 1905 og 1913. — Dr. Claessen hélt fyrirlestur hér í Reykjavík 1915 um bálstofur. Sveinn Björnsson, sendiherra, bar fram á Alþingi 1915, frumvarp til laga um bálfarir hér á íslandi og öðlaðist það þá gildi. 1930 var nefnd skipuð til þess að gera tillög- ur um tilhögun bálfaranna. Nefnd- in lagði til að bálstofa yrði bygð i gamla Kirkjugarðinum við Ljós- vallagötu. Lá málið síðan og var ekkert gert í því fyr en Ágúst Jó- sefsson gerði fyrir skömmu fyrir- spurn til borgarstjóra um það, hvað málinu liði. Hefir borgarstjóri nú gert ráð fyrir að bálstofan verði bygð sunnanvert við kirkjugarðinn og íalið húsameistara ríkisins að gera uppdrátt að bálstofu og áætla kostnað. —Eftir frásögn N. dagbl. FRA ISAFIRÐI Aðal fundur verkamannafélagsins Baldur var haldinn hér 30. jan. Á þriðja hundrað manns sóttu fund- inn. í stjórn voru kosnir: for- maður Hannibal Valdimarsson ög meðstjórnendur Sigrún Guðmunds- dóttir, Sverrir Guðmundsson, Jón Brynjólfsson og Halldór Ólafsson múrari. Stjórnin hlaut 177 atkv., en listi kommúnista 35 atkvæði. — Samkvæmt tillögu tveggja verka- manna var 4 kommúnistum vikið úr félaginu rrteð 117 atkv. gegn 42, en eftir tillögu Finns Jónssonar var samþykt að láta hina brottviknu halda vinnuréttindum. — Aðal- fundur íþróttafélags ísfirðinga var haldið 31. jan. Stjórnin var end- urkosin og er ' hún þannig skipuð : formaður Grirnur Kristjánson og meðstjórnendur: Baldvin Kristjáns- son og Guðmundur Lúðvíksson.— Aflatregða er nú hér •og gæftaleysi. Tveir enskir botnvörpungar hafa komið hingað síðustu daga, annar með vír í skrúfunni, en hinn með bilað stýri.—N. dagbl. 4. febr. FRA AKUREYRI Skákþing íslendinga hefst á Ak- ureyri 11 febr. Skákkonungur ís- lands, Ásmundur Ásgeirsson, er á Akureyri um þessar mundir og tefl- ir fjölskákir við skákfélag Menta- skólans og þreytti hann fjölskák samtímis við 31 nemanda úr Menta- skólanum á Akurevri og vann 18, gerði 7 jafntefli og tapaði 6. —N. dagbl. SILFURBRÚÐKA UP áttu 5. febr. Þórður Sveinson lækn- ir á Kleppi og kona hans. Þðrður og kona hans eiga nú 7 uppkomin börn, 6 pilta og eina stúlku. — Þórður Sveinsson hefir verið lækn- ir á Kleppi siðan spítalinn byrjaði og átti hann 25 ára starfsafmæli í fyrravetur.—N. dagbl. SOGSVIRKJUNIN Síðastliðið vor var tveimur norsk- um verkfræðingum, A. B. Berdal og Jacob Nissen falið að rannsaka, hvernig hagfeldast mundi vera að haga framhaldsvirkjunum til full- nægingar rafmagnsþörf Reykjavik- ur og gera tillögur þar að lútandi. Þessir verkfræðingar hafa nú sent bæjarstjórn tillögur sínar, og er aðalniðurstaða þeirra sú, að hentugast sé að virkja Ljósafoss í Soginu. Stofnkostnaður þessarar virkjun- ar verður samkvæmt áætlun verk- fræðinganna þessi: Aflstöðin í Ljósafossi, samkv. uppdrætti nr. •100 og áætlun nr. 7, kr. 4,490,000 Háspennulína til Rvíkur 465,000 Spennistöð við Rvík 375,000 Aukning bæjarkeríisins 1,500,000 Samtals kl. 6,830,000 —Eftir frásögn Vísis. IBUATALA SIGLUFJARÐAR var um síðustu áramót 2,329, eða um 150 manns fleiri en um áramótin 1932—33. 67 börn fæddust á ár- inu, dauðsföll voru 27, 30 börn fermdust og 18 hjónavígslur fram- kvæmdar.—N. dagbl. SKJ ALD ARGLÍM A ARMANNS • verður næstkomandi þriðjudag (6. febr.). Glímumenn verða frá tveim- ur félögum, Ármann og K. R. Frá Ármann: Lárus Salómonsson (glímukóngur), Georg Þorsteinsson, Ágúst Kristjánsson og Skúli Þor- leifson. Frá K. R.: Ingimundur Guðmundsson, Jóhannes Bjarnason, Jóhann Ingvarsson og Ágúst Sig- urðsson.—N. dagbl. NÝLATINN er að Vestur-Fífholtshjáleigu í Vest- ur- Landeyjurrt, Daníel Halldórsson á 99. aldursári. BILFÆRT er, nú frá Akureyri um Vaðlaheiði og alla leið til Húsavíkur. Sigurður á Fosshóli fór nýlega þessa leið.— N. dagbl. 3. febr. VATNAVEXTIR I BORGAR- FIRDI OG AUSTANFJALLS Miklir vatnavextir voru í Norð- urá á fimtudagskvöld og aðfaranótt föstudags. Var flóðið svo mikið að flæddi yfir allan dalinn, og var það álíka mikið og flóðið mikla í sumar. Bifreiðaferðir teptust alveg svo pósturiún að norðan komst ekki til Borgarness fyr en á síðari hluta föstudags. Skemdir urðu á vegin- um við Ferjukotssíkið. Er því ekki bílfært þessa leið eins og stendur, og er talið að taki 3—4 daga að gera við þetta.—Austanf jalls urðu einnig miklir vatnavextir. Uppfyllingin báðumegin við brúna á Eystri-Rang- á eyðilagðist, og eru samgöngur því algjörlega teptar þar austur yfir. Byrjað er að gera við skemdirnar, og mun það taka nokkra daga. — Vatnið er nú að mestu hlaupið úr ánum. Þverá óx einnig mikið, en engar skemdir hafa þó orðið, N. dagbl. 4. febr. ATVINNULEYSINGJA- TALNING hér í Reykjavík lauk í gærkvöld, 3. febr., og hafði staðið í þrjá daga. Alls gáfu sig fram 526 atvinnuleys- ingjar og voru þar á meðal nokkrar konur.—N. dagbl. IIUDSONSFLÓA BRAUTIN FULLGERÐ Sambandsþingið afgreiddi þann 23. febrúar, 550,000 dollara f járveit- ingu til Hudsonsflóa brautarinnar, og verður henni lokið að fullu, þeg- ar fé þetta hefir verið notað. Allur kostnaður við brautina hefir orðið 53 miljónir dollara; þar með talinn kostnaðurinn við Nelson höfnina, sem siðar var hætt við. Manion, j árnbrautarmálaráðgj afi, segir að umferð og flutningur með brautinni muni stórum aukast á komandi sumri. Hann sagði einnig að stjórnin væri nú að semja við brezku félögin um lækkun á vá- tryggingargjöldum og myndi þá hag- kvæmara að nota sjóleiðina til Churchill en verið hefir. ENN UM KOSNINGAR Síðustu daga hafa ýmsir verið að geta þess til að kosningar til sam- bandsþings væri í vændum. Segja blaðamenn frá Ottawa að margt bendi til þess að svo geti orðið, svo sem löggjöfin um stofnun aöal- banka, rannsóknarnefnd þingsins, meiri tilhliðrunarsemi gagnvart and- stæðingum í stjórnmálum, og margt annað, sem aukið gæti vinsældir stjórnarinnar. Hæpið er þó að trúa þessum orð- rómi, enda mjög ólíklegt að stjórn- in vilji eiga undir því að gariga til kosninga í sumar. DIMITROFF LÁTINN LAUS Búlgaríumennirnir þrír, Dimit- roff, Taneff og Popoff, sem kærðir voru um að vera valdir að þinghús- brunanum i Berlin sið;.sthðið vo», hafa nú verið látnir lausir. Rann- sóknarrétturinn í Leipzig sýknaði þá alla fyrir nokkrum vikum. en Göring lét halda þeim í gæzluvarðhaldi, og óttuðust margir að þeim yrði mis- þyrmt af leynilögreglu hans. Rússar höfðu boðið mönnum þessum þegnréttindi, og til Rúss- lands voru þeir sendir. Þeir flugu til Moscow, og var þeim þar tekið með mestu virktum. Hin djarfa og karlmannlega fram- koma Dimitroffs fyrir réttinum vakti almenna aðdáun, og urðu mörg stórblöð Evrópu til að taka svari hans. Hann segir að Nazistar hafi sjálfir látið brenna þinghúsið. RANNSÓKNARNEFNDIN I TORONTO Nefnd sú, sem skipuð var af stjórninni til að rannsaka verzlunar- og iSnaðarmál landsins, hefir und- anfarandi daga verið að grenslast eftir kjörum verkafólks í Toronto. Nú hefir sannast að márgir kaup- menn og verksmiðjueigendur borga svo lágt kaup, að þeir, sem hjá þeim vinna, verða í mörgum tilfellum að þiggja styrk af borgarráðinu. Víða fá heimilisfeður ekki meira en 10 dollara kaup á viku. Aðrir vinna 9 stundir á dag, fyrir 15 cents á klukkustundina. Eftirlitsmenn lag- anna segja að auðvelt sé að fara í kringum lámarksákvæði kaupgjalds, og virðist þau koma aS litlu gagni. Frumvarp hefir verið lagt fyrii kongress Bandaríkjanna þess efnis, að stjórninni ^sé falið að leggja al- gert bann við innflutning á fiski til Bandaríkjanna.* Þetta snertir aðal- lega fiskiveiðamenn þessa lands og gæti svo farið að sú atvinnugrein eyðilegðist nteð öllu, hér í fylkinu að minsta kosti, ef lögin ná fram að ganga. Bland, þingmaður demo- krata frá’ Virginia, er höfundur frumvarpsins, og því líklegt að stjórnin sé því ekki mótfallin. VICTOR ROSS LATINN ! 1 Victor Ross, varaforseti Imperial Oil félagsins er nýlátinn í Toronto, 57 ára að aldri. Mr. Ross var einn af hæfustu framkvæmdarstjórum þessa lands, og maður gáfaður. Félagið, sem hann starfaði fyrir er nátengt hinu alþekta Standard Oil. of New Jersey félaginu, og eitt stærsta auðfélag hér i landi. Mr. Róss var canadiskur að ætt og fékst lengi við blaðamensku, þar til hann var gerSur að aðstoðar- manni Walters C. Teagles, sem þá var forseti Imperial Oil. FJA RHA GSAÆTLUN FYLKISINS LÆGRI Bracken stjórnarformaSur lét þess getið í þinginu á þriðjudaginn var, að fjárhagsáætlunin fyrir næsta ár, yrði talsvert lægri en í fyrra. Á- ætluð útgjöld eru nú $13,563,973, en í fyrra $14,537,023. Fjárlögin hafa ekki enn verið lögð fyrir þingið, en talið líklegt að svo verði gert á föstudaginn. Fjár- málaráðherra, E. A. McPherson, er nú sem stendur við slæma heilsu, og því líklegt að Bracken muni sjálfur bera framl fjárlagafrumvarpið. SÓSÍALISTAR SIGRAÐIR I AUSTURRIKI Þessa dagana ber lítið til tíðinda í Austurríki. Sósíalista-byltingin var brotin á bak aftur af mikilli grimd, og hefir stjórn Dulfuss kanzlara tekist að koma á bráða- byrgðar friði. Nazistar styrkjast óðum, en til að draga úr áhrifum þeira, er nú mik- ið talað um að koma Archduke Otto Hapsburg til valda. Hann er af gömlu Hapsburg-ættinni og hefir gert tilkall til arfleifðar sinnar á- rangurslaust í mörg ár. ítalir hafa nú 75 þúsund hermenn á landamærum Austurríkis, sem reiðubúnir eru að skerast í leikinn, ef þýskir nazistar geri nokkra til- raun til að ná landinu undir sig. KOMMÚNISTAR DÆMDIR 1 FANGELSI Kommúnistar tveir, M. J. Forkin og William Skinner, voru á mánu- daginn var, dæmdir í fangelsi fyrir þátttöku sína í verkfallinu hjá Park- hill Bedding Co. verðstæðinu hér í borg þann 24. júlí s. 1. Þótti það sannað að báðir þessir menn hefðu æst til óspekta og skemda í verkstæðinu og kvað Whitla dómari það varða við lög. Skinner var dæmdur til eins árs fangavistar, en Forkin aðeins til f jögra mánaða, enda varð ekki sann- að að hann hefði gert neinar skemd- ir, aðeins reynt til að æsa verkalýð- inn. Forkin er vel þektur hér í borg fyrir afskifti sín af opinberum mál- um. Hann sótti um borgarstjóra- stöðuna, sem talsmaður kommúnista, síðastliðið haust. Samt þykir líklegt að ráðstöfun þessi mæti nokkurri mótspyrnu af hálfu hinna öflugu fiskifélaga í norðurríkjunum, sem fengið geta betri og ódýrari vöru frá Manitoba og norður-vötnunum, en að austan, eftir því sem fróðir menn segja. Stjórn Bandaríkjanna vill, eins og gefur að skilja, bæta hag fiskimanna sinna, en óskandi væri að þvi yrði við komið án þess að eyðileggja þann markað, sem við Canadamenn höfuð ætíð átt vissan þar í landi, fyrir fiskframleiðslu okkar. Fregnir frá Tokio segja að flug- vélar Rússa sjáist nú hvað eftir ann- að yfir Manchuriu og Kóreu. Einn- ig er sagt að Rússar hafi skotið nið- ur japanska flugvél og sært flug- manninn. Óvinátta með þessum þjóðum fer nú dagvaxandi og óttast sumir að til ófriðar rnuni draga með vorinu. Utanríkisráðuneytið í Tokio hefir sent aðvörunarskeyti til Moscow, og heimtar að Rússar láti af óspektun- um. Flestir álíta þó að Rússar vilji Lýðskólar í Manitoba í “Lögbergi” 16. nóvember síðast- liðinn var ritgerð, “150 ára minning Grundtvigs.” Var þar minst á meðal annars, og með eftirfylgjandi orð- um á starf hans við stofnun lýð- skóla í Danmörku: “Á lýðskólunum skyldi fyrst og fremst lögð áherzla á móðurmáls- kenslu og þjóðleg fræði yfirleitt . . . Hann hafði í sannleika sagt vakið þjóð sína, — vakið hana til viður- kenningar og umhugsunar um fortíð sína og fornnorrænar bókmentir . . . Danir eru taldir einna bezt mentaða þjóðin á Norðurlöndum, eigi sizt hvað félagslíf og samtök snertir . . . Dönsk bændastött hefir í mörgu til- liti verið brautryðjandi annara Norðurlandaþjóða, svo sem í sam- vinnu f élagsskapnum.’ ’ Nú hefir alda borist yfir haf og land frá Danmörku og starfi Grundt-vigs biskups til Manitoba. Er vonandi að alda sú endurnýist hér og breiðist víða um land. Þann- ig eru málavextir: I sumar sem leið fengu sex fræðimenn frá Ameríku styrk til Danmerkurferðar, að kynn- ast skólafyrirkomulagi þar, sérstak- lega lýðháskólum þeim, sem kendir eru við Grundtvig biskup. Einn af þessum sex var Mr. Andrew Moore, eftirlitsmaður miðskóla hér í fylki. Voru menn þessir um þrjá mánuði á ferðalagi sínu, og þegar heim kom var auðheyrt á Mr. Moore, sem er maður vel gætinn, að honum þótti rnjög svo mikið til koma, það sem hann hafði til lýðskólanna séð. Tal- aðist svo til að hann flutti fyrirlestur um danska skólafyrirkomulagið fyr- ir Manitou Bbard of Trade, og fá- um öðrum gestkomandi, snemma í haust sem leið. Mr. Moore skýrði þar hvernig þjóðmegun öll heíði verið á mjög lágu stigi í Danmörku, sérstaklega eftir stríðið langvaranda, sem er kent við Napoleon, og svo eftir stríð- ið við Austurrriki og Prússland ár- ið 1864, og hvernig lýðháskólarnir hafi tekið mjög stóran þátt í að end- urreisa þjóðina. Skólar þessir liafa lagt áherzlu á: (1) Föðurlandsást. (2) Tilhlýðilegt útlit hvað jarð- yrkju snertir. (3) Að losa fólk frá stéttavaldi, og kenna almúganum að nota mátt sinn stjórnarfarslega. (4) Víðsýn menning til undir- stöðu sérfræðisnáms á búnaðarskól- um, og gott siðferði. (5) Að undirbúa ungt fólk að mæta skynsamlega lifsbaráttunni. Þeir hafá séð að landmaðurinn verður að hafa andlegt samrými við náttúruna umhverfis, og starf þeirra hefir leitt til stórkostlegra umbóta á landbúnaði og landsháttum, þar til sveitalíf í Danmörku aðlaðar á sinn hátt fram yfir bæjarlif. Mr. Moore, í útvarpsræðu nýfluttri, sagði að ekki berjast að svo stöddu, en Jap- anir hafi ekki eftir neinu að bíða og vilji eflaust láta til skarar skríða sem fyrst. Nýlega afgreiddi japanska þingið 280 miljón dollara fjárveitingu til hers og flota. Það er stærsta upp- hæð, sem enn hefir fengist til her- útbúnaðar þar í landi á friðartím- um. Rússar eru einnig smeikir og greiða offjár til landhersir.s og flugliðsins, sem hvorttveggja er nú mjög öflugt. mælikvarði lífs (standard of living) væri á hærra stigi hjá dönskum bændalýð en hjá nokkrum öðrum bændalýð í heimi. Óneitanlegt er, að við öll, hvar sem í heimi er, kjósum ekki þann bezta mælikvarða, sem til er, og skortir oft það andlega eða sálfræðilega, og það, sem lýtur að samúð við náungann. Hvað viðvíkur kenslu á lýðhá- skólunum dönsku, fyrir utan ofan- nefnd fög, má nú telja söng, sögu þjóðarinnar og líkamsæfingar. Ekki alls fyrir löngu kom Niels Bukh til Winnipeg, með líkamsæfinga-flokk, og þótti þeim, sem á horfðu, að hann myndi eiga fáa jafningja. Maður mundi ætla að samvinna, stjórn og hagfræði myndi teljast hér með námsgreinum, en til að víkja aftur að orðum Mr. Moore: “samvinna er ekki kend, hún er þáttur i daglegu lífi þar,” og góð þekking á stjórnfræði kemur af fjörlegum umræðum um pólitísk málefni. Samfélögin dönsku eru heimsfræg, og myndu þau vart vera til, ef ekki hefði verið fyrir lýð- skólana. ■ Nú skal víkja með fáum orðum til Manitou. Álit þeirra, sem heyrðu á fyrirlestur Mr. Moore var, að þótt kringumstæður í Danmörku og í Canada væru ólikar, þá væri hug- myndin mjög góð og uppbyggileg, og mætti nota kjarnann. Eftir nokkrar umræður og umhugsun var stofnað til “Manitou Folk School.” Bezt þótti að fara hægt í byrjun, og er stórt bil milli lýðskóla í Dan- mörku og hins svonefnda lýðskóla i Manitou. Hér fylgja nokkur at- riði, sem skýra stuttlega frá félags- skipun og starfi: 1. Fimrn manna stjórnamefnd (directorate), sem gerif- jafnan grein fyrir starfi sínu til Board of Trade. 2. Stjórnarnefnd kýs formann skólans, og þarf hann ekki að vera meðlimur Board of Trade. 3. Til að byrja með eru fimm kennarar, og þar sem að álitið er að fastakennarar við barnaskólann og miðskólann hafi nægilegt starf af því tæi, eru þessir fimm heimamenn í þorpinu. 4. Skóli er á hverju þriðjudags- kveldi, og skiftast námsgreinar þannig: (a) 8.00—8.25Landslög og stjórnfræði. (b) 8.25—8.40 Söngur. (c) 8.40—9.05 Bókmentir. (d) 9.05—9.20 Umheimsfréttir. (e) 9.20—9.35 Líkamsæfingar. 5. Þess má geta hér, að menta- málastjórinn hefir góðfúslega lánað endurgj aldslaust, kennaraskólabygg- inguna, og kennararnir setja ekki kaup. 6. AHir, sem vilja, átján ára og yfir, fá ókepis aðgang, og unglingar (Framh. á bls. 8) Innflutningsbann á fiski

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.