Lögberg


Lögberg - 01.03.1934, Qupperneq 3

Lögberg - 01.03.1934, Qupperneq 3
LÖGBEÍRG, FIMTUDAGINN 1. MARZ 1934. 3 1 1 1 § Sólskin Sérstök deild í blaðinu Fyrir börn og unglinga DÝR 1 BARDAGA. Eins og þú víst hefir lært í náttúrufræð- inni þinni þá eru öll dýr—jafnvel þau veik- ustu og óásjálegustu búin einhverjum vopn- um, annaðhvort til sóknar eða varnar. Jafnvel helsærður snjótitlingur, sem hef- ir orðið fyrir hagli úr byssu reynir að höggva með litla nefinu sínu, höndina, sem ætlar að grípa liann, eða hann reynir að klóra óvin sinn með veibbygðum klónum. Svo er líka um dýrin, sem annáluð eru fyrir það, að þau séu rög og hrædd og sem alt af leggja á flótta, þegar þau verða vör við hættuna; þau reyna að verja sig þegar út í hættuna er komið. En þegar um það er er að tefla að verja ungana sína eða bömin sín, þá sýna hér um bil öll dýr, svo mikið liugrekki, að maður 'hlýtur að u’ndrast það. Dýrið, sem er að ver ja ungana sína hikar ekki við, að búast til varn- ar móti óvinum, sem það annars mundi flýja undan þegar í stað. Það hikar jafnvel ekki við að ráðast á þá, ef því finst óvinurinn koma of nærri. Svona er umliyggjan fyrir af- kvæminu mikil. Þú hefir sjálfsagt tekið eftir einhverju svii>uðu. Til dæmis hefir þú eflaust orðið var við, að ef þú kemur nærri hænu, sem er með ungahópinn sinn, þá er hún til með að ganga beint á þig, með miklum gauragangi, þó að þú ætlir ekki að gera ungunum hennar neitt. Og venjulega ert það ])ú, sem flýrð undan hænunni—hún hættir ekki fyr. Spurðu fuglaskyttuna um þetta. Margur veiðimaðurinn kann að segja frá fuglunum, sem reyna að verjast gegn ofureflinu, jafn- vel eftir að þeir eru helsærðir, og sumar góð- ar skyttur hafa liengt byssuna sína uj)p á vegg fyrir fult og alt, vegna þess að þeir urðu fyrir svo átakanlegum dæmum um vörn ósjálfbjarga dýra, að þeir vildu ekki eiga á hættu, að hálfdrepa dýr og þurfa að horfa á helstríð þess og síðustu fjörbrotin. En nú skulum við víkja að baráttu dýranna innbyrðis, því að hún er marg- falt víðtækari en barátta dýranna gegn manninum. Lítill fugl býst til varnar gegn grimmuín óvini, einum af rán- dýrum fuglaríkisins, fálkanum, sem hefir slegið hann til jarðar. Litli fuglinn hefir bæði nef og klær í frammi til þess að verjast gegn ofureflinu. Hann hefir reynt að koma l)æði höfðinu og bakinu í skjól fyrir árás fálk- ans. En vitanlega er öll vörn árangurslaus. Einasta vopnið í þessari viðureign var vitan- lega flóttinn, en úr því að hann mistókst verð- ur litli fuglinn að horfast í augu við dauð- ann. Maður þarf livorki að horfa á hana-áflog eða nauta-at til þess að sjá dýrin beita kænsku og fimi. Mörðurinn er versti óvinur íkorn- ans og eltir hann grein af grein á trjánum í skóginum. íkorninn, þetta veslings litla nag- dýr, flýr út á broddana á greinunum, og þegar mörðurinn reynir að hrista greinina, svo að íkorninn detti niður, ])á hoppar hann á grein á næsta tré. Mörðurinn getur ekki farið sömu leiðina og þessvegna þeytist hann ofan og upp í tréð, sem íkorninn er kominn í núna, og svo byrjar eltingarleikurinn að nýju. Og í þessum leik um líf og dauða er taflið ekki eins ójafnt og oftast er. Því að vísu er mörðurinn ba>ði stærra og sterkara dýr en íkorninn, en sá síðarnefndi notar sér það, að hann er svo létt- ur °§' kemst út á greinar, sem eru svo veikar, að þær geta ómögulega borið mörðinn. Og þessvegna fer það svo, að íkorninn sleppur oft undan óvininum. I’ú hefir sjálfsagt tekið eftir því, að þeg- ar þið eruð í eltingarleik í frístundum vkkar í -skólanum grípur ])ú oft til þess, að brevta alt í einu um stefnu og hlaupa í þveröfuga átt við það, sem sá or elti þig bjóst við. Sá sem eltir ])arf sem sé alt af dálítinn tíma til að taka stefnuna á eftir þér; hann hleypur of lnngt og á meðan hefir þú fengið tækifæri til að fjarlægjast hann. Sama ráðið nota ýmsir fuglar og sama ráðið notar hérinn, þegar hundurinn, sem er svarinn óvinur lian.s, er að elta hann. Hérinn gerir þetta víst ekki af ásettu ráði, eins og þú, heldur er það eðlishvöt, sem stjórnar því, að hérinn fer svona að ráði sínu. Eðlishvötin er merkileg. Ilún er líka til lijá mönnunum, en ekki nærri eins ])roskuð og hún er lijá dýr- unum. Því að mennirnir lmgsa skýrar, og þessvegna þurfa ])eir síður á eðlishvöt að halda. En þrátt fyrir það, er eðlishvötin stundum áreiðanlegri en alt vitið í manns- kollinum. Það hefir ])ráfaldlega komið fvrir að maður villist en hesturinn hans ratar heim og fer heim, þó að maðurinn, sem á lionum situr haldi, að hesturinn sé að fara í ramm- öfuga átt. Tóta frœnka.—Fálkinn. JIVERNIG UPPGÖTVANIR VERÐA TIL. Þegar listamennirnir voru að búa til myndir af hugvitsmönnunum í gamla daga, sýndu þeir þá oftast nær sem gamla og skeggjaða menn, sem stóðu álútir yfir flösk- um og glösum, með allskonar verkfæri kring- um sig, lokaða inni í rammgerðum kjallara- klefum þar sem enginn mátti koma nærri þeim. Þannig voru gullgerðarmennirnir í gamla daga, en ’þessir falsspámenn þóttu mestu hugvitsmenn sinnar tíðar og störfuðu sumir hálaunaðir fyrir fursta og konunga, sem lá á að eignast gull. Bn nú á dögum gera menn sér aðrar liug- myndir um hugvitsmannninn. Því að í raun og veru er liann alveg eins og fólk flest. Hann liefir að eins augun opin og .tekur vel eftir, og oft er það tilviljunin ein, sem hjálpar lionum til að finna það, sem gerir hann frægan, enda er það svo um margar uppgötvanir eins og forðum var um Columbusareggið, að þær virðast ofur einfaldar eftir á. Munkurinn Berthold Sohwartz, sem fann púðrið, má þó eiga það, að hann náði ekki sigr- inum fyrirhafnarlaust, heldur gerði liann upp- götvun sína eftir margar og miklar tilraunir á efnarannsóknarstofu sinni. Hann var svo- nefndur alkymisti, en það voru þeir menn kall- aðir, sem voru að reyna að vinna gull úr öðr- um óæðri málmum og steinefnum. Hann reyndi að blanda efnum á ýmsan liátt til þess að gull yrði úr þeim og af tilviljun blaiulaði liann saman einmitt þeim efnum, sem notuð eru í púður, og hitaði þau í flösku vfir eldi. Blandan sprakk, en án þess að slys yrði að því og nú hafði Scliwartz komist að hinni æfa- gömlu uppgötvun Kínverja og gat framleitt púður. Það varð ekkert. af gullgerð munks- ins fremur en svo margra annara, en liann liafði gert þýðingarmikla uppgötvun, sem hefir fært mannkyninu bæði gott og ilt. Það voru líka gullgerðarmenn, sem hvor í sínu lagi fundu upp rúbínglerið og postulín- ið, en þær uppgötvanir hafa báðar orðið mannkyninu að miklu meira gagni en púðrið. Hugvitssamir menn hafa, oft gert þýð- ingarmiklar uppgötvanir, er þeir hafa bygt á fyrirbærum, sem fólk hefir fyrir augunum svo að segja daglega. Þannig var um James Watt. A banisaldri var liann óvenju kyrlát- ur og athugull. Oft sat hann í eldhúsinu lijá lienni móður sinni og liorfði þar tímunum saman á gufuna, sem lagði upp úr pottinum eða um ketilsstútinn. — Það hlyti að vera hægt að nota þessa gufu, hugsaði hann. Hann hafði tekið eftir aflinu, sem lyfti lokinu af katlinum þegar sauð á lionum og eimstrókn- um út úr stútnum. Hann langaði til að beisla þetta afl og nota það og þessvegna afréð hann að verða vélfræðingmr. Þegar liann varð eldri varð hann þess vísari, að því miður var annar maður búinn að finna gufuvélina á undan honum, en liún var enn svo ófullkomin þessi gufuvél, að hún þurfti margra endurbóta við. Og honum tókst að smíða gufuvél, sem smám saman ruddi sér rúm í verksmiðjunum. Eg hefi víst sagt ykkur frá flugbelgjun- um, sem urðu undanfari loftskipanna, og lvftust sjálfkrafa því að þeir voru fyltir með heitu lofti, en það er eins og þér vitið léttara en kalt loft. \ Maðurinn sem fann loftbelginn var franskur og hét Montgolfiere og voru liinir fyrstu loftbelgir kallaðir nafni hans. Einu sinni hafði Montgolfiere verið íiti á gangi með konunni sinni. Þau lentu í rigningu og urðu lioldvot og þegar þau komu heim hengdi kon- an pilsið sitt við ofninn til þess að þurka það. Montgolfiere sat líka við eldinn til ])ess að þurka sig og tók þá eftir, hvernig heita loftið frá eldinum safnaðist fyrir í pilsinu og lyfti því. Út af ]>essu datt honum í hug að búa til loft heldan belg úr léttu efni og fylla hann með heitu lofti, því að þá mundi hann geta flogið. Og þetta tókst. Síðan fóru menn að hota lofttegundir, sem voru léttari en loftið, í þessa belgi og reyiulist það hentugra, því að lieita loflið kólnaði fljótt. Ilafa menn not- að venjulegt suðugas í belgina; ennfremur vatnsefni og síðan helíum, sem hefir þann kost að það er ekki eldfimt. Tóta frœnka.—Fálkinn. UNGA FÓLK1Ð I REYKJAVÍK. Allir menn eru undnir úr tveim þáttum upplagi og uppeldi, og oft er vant að sjá, hvort má sín meira um þroska þeirra og ham- inguj. Um uppeldið ráða mestu heimilin og umhverfið. Heimilin móta unglingana hvert með sínum liætti, umhverfið gefur þeim sam- eiginlegan svip. — ■ Ungt fólk tel eg þá kynslóð, sem tekið hefir þroska simi eftir stríðið, og það er vafalaust líkt að eðlisfari og eldri kynslóð- irnar, en það hefir vaxið upp við önnur kjör og ber þess merki.— Unga fólkið í Reykjavík liefir alist upp á heimilum, sem hafa glatað nokkru af áhrif- um sínum fyrir bíóum og kaffihúsum. Það hefir alist upp í útnesjaþorpi, sem er að breytast í evrópiska borg og tekst það ekki sem bezt. Það hefir alist upp hjá þjóð, sem vill lifa menningarlífi, en á erfitt með það. Og það hefir alist upp á tíma, þegar kreppan og atvinnustríð, offramleiðsla og örbirgð setja svip á mannlífið. Unga fólkið er ólíkt um margt, eins og heimilin, en því svipar saman um annað. Það er yfirleitt hispurslaust og djarfmannlegt. Það hefir ríkan vilja til sjálfstæðis og mikla möguleika, svo að stundum stappar nærri sjálfbirgingsskap, og er vandséð, hver gifta muni fylgja. Það vill ekki vera unglingur, heldur fullorðið fólk, jafnvel þegar á ferm- ingaraldri, og hegðar sér eftir því. — Því gengur illa að viðurkenna, að nei þýði nei, en ekki aðeins bið, og kennir þar áhrifa heim- ilanna. Eg held, að flest börn í Reykjavík fái vilja sinn, ef þau biðja nógu oft. Loks er unga fólkið nú lítið trúhneigt í venjulegum skilningi og lausara miklu við draumlyndi og skáldskaparóra en næsta kynslóð á undan. Lífsbaráttan er nú harðari en var fyrir stríð- og raunhæf viðfangsefni, einkum félagsleg, eru ljósari og liggja nær nú en þá. Og í átök- unum við þau svalar æska vorra daga trú- hneigð sinni, athafnalöngun og æfintýraþrá. A öllum tímum liefir ungt fólk vrerið brot- gjarnt á gamlar venjur og lítil trúað á lífs- revnslu þeirra og úrræði, sem eldri eru Ef til vill kveður meira að þessu nú en oft áður, enda eru efnin til á þessum dögum ráðstefn- anna og ráðleysisins. Unga fólkið hér í bænum er yfirleitt 100 prósent Reykvíkingar. Það þekkir lítið til landsins austan Hellisheiðar og norðan við Skarðsheiði og langar lítið til að kynnast því. Hugur þess stefnir fremur út á við. En heim- ilin í Reykjavík, Hotel Borg og Hollj'wood liafa mótað það mest, miklu meira en íslenzk- ar bókmentir og íslenzkar geymdir.—Eif til vill má bæta fjórða háinu við: heimspólitík- inni.—Það er vaxið upp með “funktónalism- anum” og ber blæ hans. Og það mun síðar reisa sér hús, ekki úr timbri og bárujárni, með turnum og pírumpári, heldur “funkis- hús” úr járnbentri steypu með beinum línum og sléttum flötum. Og inni í þeim mun ])að <‘kki liafa hógleg hægindi, postulínshunda né “Samlede Væker” viðurkendra liöfunda (sem ef til vill hafa ekki öll verið lesin), heldur ó- brotna liúsmuni úr stáli, útvarp, kvikmvnda- rit og bækur um tækni og félagsmál (sem, ef til vill, verða ekki heldur lesin öll). Þar tísta ekki kanarífuglar, heldur ryksugur.—En þar vaxa ekki rósir í gluggum,—heldur kaktusar. —Og loks verður þetta fólk aldrað í funkihús- unum og hneykslast á ungdóminum, sem'vill eitthvað annað. Unga fólkið er stundum erfitt, en aldrei leiðinlegt. Mér 'þykir vænt um það, og eg trúi á það, eins og eg trúi á framtíðina og hinn nýja tíma, sem það tilheyrir. — Jafnframt liefir það ýmsa ágalla. Hvaða kvnslóð hefir ekki haft þá? En þeir sem dæma æskuna,— og það heyri eg marga gera, nú eins og jafnan áður,—verða fvrst að muna til sinna ungu daga og þar næst að gæta þess, að dómur um unga fólkið er dómur um eldri kvnslóðina og liæfni hennar til uppeldis.—Hver kynslóð ber mex-ki þess uppeldis, sem hún fær, og aðeins heilbrigt þjóðfélag með hreinþróixðum mönn- um eignast hrausta, prúða og hamingjusama æsku.— Pálmi Ilannesson. PROFESSIONAL CARDS g DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Oraham og Kennedy Sta. Phone 21 8*4 — Oíflce tlmar 2-t Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipe*, Manltoba Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 646 WINNIPEO H. A. BERGMAN, K.C. tslenxkur lögfrasOingur Skrlfstofa: Room 811 McArthur Buildlng, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 04* DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a.m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg W. J. LINDAL K.C. og BJORN STEFANSSON íslenzkir lögfrœðingar 3 25 MAIN ST. (á öðru gólfi) PHONE 97 621 Er að hitta að Gimli fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði, og að Lundar fyrsta föstudag DR. A. V. JOHNSON tslenakur Tannlceknir 212 CURRT BLDG., WINNIPEG Gegnt pðathúainu Slml 96 210 Helmllis 2* 228 DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Oraham og Kennedy Ste. Phone 21 834—Office tlmar 4.30-6 Helmlll: i 8T. JAMES PLACBJ Wlnnlpeg, Manltoba J. SMITH Guaranteed Shoe Repairing. First Class Leather and workmanship. Our prices always reasonable. Cor. TORONTO and SARGENT Phone 34 137 J. T. THORSON, K.C. Islcntekur lögfrœðingur 801 Great West Perm. Bldg. Phone 92 755 DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Oraham oe Kennedy Sta. Talsími 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkddma.—-Kr aC hitta kl. 2.30 til 5.30 e. h. Heimill: 628 McMILLAN AVE. Talalmi 42 691 DR. L. A. SIGURDSON 729 SHERBROOKE ST. Phone 24 206 Office tímar: 3-6 og 7_8 e. h. Heimili: 102 Home St. Phone 72 409’ A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur Ukkistur og annaat um út- farir. AUur útbúnaOur sá be*tl Ennfremur selur hann allakonar minnisvarOa og legstelna. Skrifstofu talalmi: 86 607 Heimili8 talsimi 501 562 Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medlcal Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phonea 21 212—21 144 Hes. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 WINNIPEG DRUG COMPANY, LTD. H. D. CAMPBELL Prescription Specialists Cor. PORTAGE ATE. and KENNEDY ST. Winnipeg, Man. Telephone 21 621 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Lögfrœöinaur Skrifat.: 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St., gegnt Clty Hall Phone 97 024 Dr. A. B. Ingimundson Tannlœknir 602 MEDICAL ARTS. BLDQ. Slmi 22 296 HetmiUa 46 064 A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. Winnlpeg Annast um faateignir manna. Tekur aO aér aC ávaxta aparifé fölka. Selur eldafibyrgC og bif- reiOa ábyrgOir. Skriflegum fyrir- apurnum avaraO aamatundia. Skrifat.a. 96 757—Heimaa. 33 328 E. G. Baldwinson, LL.B. tslenekur lögfrœOingur Residenc* Phone 24 296 729 SHERBROOKE ST. Dr. S. J. Johannesson ViCtalatlmi S—6 e. h. 5S2 SHERBURN ST,—Slml 26 »77 G. W. MAGNUSSON Nuddtaeknir 41 FURBT STREET Phone 36137 SÍJCfiC aemjlfi um aamtalatima J. J. SWANSON & CO. LIMITED 801 PARI8 BLDG., WINNIPBO Faataignaaalar. Leigja bfta. Ot- vega peningaifin og eldaábyrgS a/ ’Ulu tagl. 1 aone 94 221

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.