Lögberg - 12.04.1934, Qupperneq 1
47. ARGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 12. APRÍL 1934
NÚMER 15
FRA ISLANDI
Fylkisþinginu slitið á laugardaginn
Fylkisþinginu í Manitoba var slit-
itS á laugardáginn var, og kemur þaíS
saman aftur á þriÖjudaginn 5. júní.
Ýms mál lágu fyrir þinginu, en
sökum vor-anna vildu bændaþing-
menn komast heim til sín, og varð
þaÖ úr.
Fjárlögin voru afgreidd og voru
stjórninni veittar $13,563,973 til
næsta árs.
Merkasta lagafrumvarp, s£m lagt
var fyrir þingið fjallaði um tak-
m'örkun á sölu hveitis til útlanda.
Stjórnin félst á aÖ framfylgja þeim
ákvæÖum, sem gerð voru fyrir hönd
Canada á Lundúnafundinum í
fyrrasumar. Nú er sala hveitis
komin í hendur ríkisins, og má það
gera þær ráðstafanjr, er nauðsyn-
legar þykja til aÖ koma á jafnvægi
milli neyzlu og framleiÖslu þessarar
korntegundar. MikiS hefir verið
rætt um þessi mál og eru enn mjög
skiftar skoðanir um gildi hinna nýju
laga.
Annað mál, sem núkið var rætt,
var deilumál strætisvagnafélagsins
(Winnipeg Electric) og bæjarráðs
Wínnipegborgar. Félagið vill að
þingið ráði fram úr vandræðunutn,
en bæjarráðið álítur að hér sé um
sérmál að ræða, og sé það þinginu
óviðkomandi. Strætisvagnafélagið
kvað bera sig mjög illa, og vill losna
við að borga skatt til borgarinnar. í
mörg ár hefir þessi þræta staðið, og
nú er svo komið að þingið hefir ver-
ið beðið að skakka leikinn.
Ekki getur komið til mála að
fylkisþingið taki fram fyrir hendur
bæjarráðsins í þessu máli, en samt
var málið lagt yfir, þar til þing kem-
ur saman aftur í sumar.
Bæjarráðið hefir nú falið sam-
göngumálanefnd ab semja við fé-
lagið og gefið henni fult umboð til
að kaupa eignir þess allar, ef það
sýniisT ráðlegt.
BENNETTLOFAR
RANNSÓKN
Rt. Hon. Mackenzie King, hefir
oftar en einu sinni haft orð á þvi í
þinginu, að ilt eftirlit sé með reikn-
ingum stjórnarinnar viðvíkjandi
styrk til atvinnulausra manna. Hann
hefir heimtað að nákvæm yfirskoð-'
un fari fram nú þegar.
R. B. Bennett, stjómarformaður,
hefir nú lofast til að verða við þess-
um tilmælum. Einnig lét hann svo
um mælt, að ef það sannaðist að
fylki eðá sveitafélög hefðu haft fé
af sambandsstjórninni, þá myndi því
verða skilað aftur.
Mr. Bennett lét í Ijós það álit sitt
að stjórnin væri saklaus í máli þessu,
en kendi yfirskoðunarmanni (Audi-
tor General) George Gonthier um
hirðuleysið um reikninga þessa.
FRÆGUR ÆFINTÝRA-
MAÐTJR
Trebitch Lincoln, sem um eitt
skeið var þingmaður í brezka þing-
inu og nafnkunnur spæjari á stríðs-
STE.VENS NEFNDIN
Stevens nefndin, svokallaða, er
enn að rannsaka iðnaðar- og verzl-
unarmál landsins. Nú sem stendur,
er verið að grenslast eftir aðferðum, 1
sem notaðar eru við sölu á búpen-
ingi. Mr. Ingaldson, fyrrum þing-
maður frá-Gimli, fór til Ottawa fyr-
ir nokkru síðan, og lagði hann til við
nefndina að sérstök nefnd sé skipuð
til að hafa eftirlit með sláturhúsfé-
lögum og innkaupsaðferðum þeirra.
Þá vildi hann að nefnd þessi hefði
einnig vald til að ráðstafa sölu á
gripum og liti svo eftir að fram-
leiðendur væru ekki féflettir.
Nokkrir aðrir vel metnir menn,
hafa tekið í sama streng. Mr. H. P.
Kennedy, mjög vel þektur maður á
sinu sviði, og formaður gripamark-
aðanna í Edmonton og Saskatoon,
ráðlagði nefndinni að mæla með því
að einhvers konar eftirlit sé haft
með sölu á gripum. Honum fanst
heppilegt að sett yrði lámarksverð
á betri kjöttegundir, sem seldar
vséru út úr landinu.
LANDSBANKINN
OG ENSKA LANIÐ
Fyrir nokkrum dögum kom
Magnús Sigurðsson, bankastjóri
við Landsbankann, úr utanför.
Hann hafði dvalið um ióla- og ný-
ársleytið í London, og tókst þar að
ljúka við samninga um að bæta láns-
kjörin á enska láninu frá 1921,
þannig, að vextir lækka úr 7% ofan
í 5%, en það er sama og að létta af
landsmönnum 2 miljóna kr. út-
gjaldabagga meðan verið er að
greiða það lán til íulls.
Á heimleiðinni kom Magnús Sig-
urðsson við í Stokkhólmi og samdi
þar um lán til hinna nýju verka-
mannabústaða í Rvík, 225 þús. kr.,
gegn 5% vöxtum.
í þeim margháttuðu fjármála-
erfiðleikum, sem þjóðin á nú við að
búa, eru þetta mikil og góð tíðindi.
Slíkar aðgerðir eins og þessar, eru
vottur um, að þjóðbankinn og yfir-
menn hans njóta góðrar tiltrúar hjá
bönkum og fjármálastofnunum í
þeim löndum, sem skifti eiga við ís-
land. Margir muna enn þann tíma,
þegar Landsbankinn var kotbanki,
bak við útlenda hlutabankann,'
hversu bankinn var þá tiltrúar- og
traustslítill, og alls ómáttugur að
vera í fyrirsvari um f jármál iands-
ins gagnvart öðrum þjóðum.
—Eftir frásögn. N. Öagbl. 17. marz.
ÚR BORGARNESI 13. MARZ
Lungnapest hefir gert vart við sig
í fé á 4—5 bæjum í Borgarfirði, en
þó eru ekki mikil brögð að veik-
inni enn þá sem komið er. Sent
hefir verið efti'r meðulum til Reykja-
vikur. — Kvenfélagið í Borgarnesi
er að æfa sjónleikinn “Spanskflug-
an” og er gert ráð fyrir, að fyrsta
sýning fari fram á laugardaginn
kemur.—Viðskiftavelta Sparisjóðs
Mýrasýslu var á síðastliðnu ári
krónur 1,632,500, samkv. nýbirtri
skýrslu Sparisjóðsins. Á árinu voru
innlagðar 429,000 kr., en útborgað
sparifé að upphæð 434,900 kr. Inn-
stæðufé við árslok var 867,300 kr.,
en varasjóður í árslok 155,500 kr.
Hefir varasjóður aukist á árinu um
10,900 kr.—Jafnaðartala efnahags-
reiknings var 1,041,900 kr. Spari-
sjóðurinn er 20 ára gamall, og hefir
aldrei tapað neinu fé.
—N. Dagbl. 16. marz.
FRA ÞÓRSHÖFN
Nýlega átti fréttaritari Nýja dag-
blaðsins tal við Harald Guðmunds-
son oddvita, Þorvaldsstöðum Langa-
nesströnd. Sagði hann honum frá
því, sem talið er einsdæmi, að í allan
vetur hafi haldið sig þar í nágrenni
við bæinn spói. Virtist hann sækja
æti í þara við sjóinn, en halda sig
anars á litlum bletti. Þögull hefir
hann verið, en ekkert virðist hafa
amað að honum. Þá virðist mönn-
uð að meira beri þar á sjaldgæfum
fuglategundum s. 1. ár en áður, t.
d. voru sumarið 1932 á Þorvalds-
stöðum svöluhjón og áleit Haraldur
að þau mundu hafa verpt þar.
—N. dagbl. 8. marz.
FRA AKUREYRI
Skólabörn barnaskólans hér á Ak-
ureyri héldu 17. m&rz, hina árlegu
skemtun sína til ágóða fyrir ferða-
sjóð skólans. Helztu skemtiatriði
voru kórsöngur undir stjórn Björg-
vms Guðmundssonar tónskálds, tví-
songur, hljómsveit, upplestur, sjón-
leikir: “Hugsanaútvarpið” og 2. úr
Óskastundinni.” Þá var kveðist á
í flokkum, hringleikir og þjóðdans-
ar sýndir, og einnig fóru fram sam-
tal og skrautsýning. Húsfyllir var.
Alt var sagt fram og sýnt af börn-
unum sjálfum.—N. dagbl. 21 marz.
SJÓÐÞURÐ /
VESTMANN AEYJUM
Réttarrannsókn hefir staðið yfir
út af sjóðþurð Sigurðar Snorrason-
ar, gjaldkera við útbú Útvegsbank-
ans í Vestmannaeyjum.
Er rannsókn nú fyrir skömmu
lokið og verður sakamál höfðað
gegn gjaldkeranum.
Rannsóknin leiddi í ljós, að sjóð-
þnrðin nernur alls kr. 61,733.00, og
hafði hún byrjað á árinu 1924. Ját-
aði Sig. Snorrason, að sjóðþurðin
hafi myndast hjá sér, að öðru en
því, að 1,000 kr. sjóðþurð hafði
orðið, er annar maður, nú látinn,
hafði féhirðisstarfið í fjarveru Sig-
urðar. Kvað Sig. Sn. sjóðþurðina
hafa myndast að aokkru vegna þess,
að hann notaði fé i eigin þarfir og
að nokkru vegna mistalningar.
Sjóðþurðina leyndi gjaldkerinn
með röngum færslum í sjóðkladda
og sjóðbók. En til þess að sjóð-
þurðin kæmist ekki upp, færði
gjaldkeri of háa vaxtaupphæð af
innlánum á vaxtareikning og voru
offærðir vextir að lokum kr. 30,-
913.00. Að öðrp leyti leyndi hann
sjóðþurðinni með því, að hann gaf
upp innstæðu á ínnlánum of lága,
sem svaraði þeirri upphæð, er hvert
sinn vantaði í sjóðinn að frádregn-
um offærðum vöxtum.
—Morgunbl. 17, marz.
NÝJA LAUGIN
'A ALAFOSSI
Á sunnudaginn 18. marz, var opn-
uð til afnota ný sundlaug á Álafossi.
Er hún 15 m. löng og 7 m. á breidd,
og er öll yfirbygð. Frágangurinn
mun vera góður og auðvelt að halda
henni hæfilega hreinni og heitri.
Það er Sigurjón Pétursson, sem
komið hefir lauginni upp og undan-
farin ár hefir hann haldið uppi í-
þróttakenslu á Álafossi. Með bygg-
ingu laugarinnar stórbatnar aðstað-
an til þeirrar kenslu. Er íþrótta-
starfsemi Sigurjóns bæði merkileg
og þakkarverð.—N. Dagbl.
FRA HÚSAVIK 14. MARZ
Vélbáturinn Egill af Húsavík fór
i hákarlalegu fyrir einni viku og
kom í gær með fullfermi, eða 150
hákarla og 12 tunnur lifrar. Stærsti
hákarlinn var 17 feta langur og gaf
110 lítra lifrar. Formaður á bátn-
um var Þráinn Maríusson. — Leik-
félag Húsavíkur sýndi Skugga-
Svein i fyrrakvöld. Aðalhlutverkið
lék Sigurgeir Aðalsteinsson. Leik-
tjöldin málaði Jóhann Björnsson og
þykja þau gerð af list. Leiðbeinandi
var Júlíus Hiavsteen.—N. 'Dagbl.
18. marz.
FLUTN1NGASKIP
KEYPT
“Eimskipafélag Reykjavíkur,”
sem á flutningaskipið “Heklu,” hef-
ir nýlega keypt flutningaskip í Nor-
egi. Er það frá Bergen og hét áð-
ur “Manchioneal.” Er það 1,750
smálestir að stærð, eða 300 smál.
stærra heldur en “Hekla.”
Skipið er nú í skoðun og jafn-
framt fer fram viðgerð á því. Er
það 22 ára gamalt. Að aflokinni
viðgerð og skoðun mun skipið koma
hingað, en það verður sennilega
ekki fyr en einhvern tíma i næsta
mánuði.—Mbl. 18. marz.
JÓN PALSSON
dýralæknir á Reyðarfirði hefir ver-
ið skipaður dýralæknir í Sunnlend-
ingafjórðungi, að fráskilinni Gull-
þringu- og Kjósarsýslu. N. Dagbl.
20. marz.
SENDIHERRA DEYR
Sendiherra Bandaríkjanna á ír-
landi, William Wallace McDowell,
er nýlátinn. Hann varð bráðkvadd-
ur í veizlu, sem haldin var til heiðurs
honum af írsku stjórninni. Forseti
írska ríkisins, De Valera, hafði boð-
ið sendiherrann velkominn fyrir
hönd stjórnarinnar, og var McDow-
ell að svara þeirri ræðu, þegar hann
féll örendur fram á borðið.
McDowell var nýlega orðinn
sendiherra. Hann afhenti umboðs-
skjöl sín til De Valera, en ekki til
landsstjóra, eins og siður er til. Sú
breyting var gerð með leyfi Breta-
konungs.
McDowell var vel þektur í sínu
heimalandi. Hann átti miklar eign-
ir í Montana-ríki, og græddi stórfé
á koparnámum. Hann var maður
rnjög vel látinn og væntu írar hins
bezta af starfi hans.
FJÁRIIA GUR BRETA
Miklu umtali hefir það valdið,
hvað fjárhagur Breta er nú í góðu
lagi. Árið, sem leið, urðu tekjur
ríkissjóðs 31 miljón sterl.pd. hærri
en útgjöld. Slíkt hefir ekki orðið
síðan 1923—24, og engin þjóð hefir
staðið sig betur, síðan kreppan byrj-
aði.
Neville Chamberlain, fjármála-
ráðherra, átti sízt von á að afkom-
an yrði svona góð. Ástæður fyrir
þvi eru margar, en sú helsta er það,
að hinir nýju tollar, sem lagðir voru
á ýmsar vörur, gáfu stjórninni miklu
meiri tekjur en ætlað var. Þá
hjálpaði það til að Sir John Reeves
Ellerman, einn af ríkustu mönnum
heimsins, lézt á árinu, og nam skatt-
ur á dánarbúi hans mörgum miljón-
um punda. Annars er allur iðnaður
að komast í betra horf og verzlun
að aukast stórkostlega.
Eflaust verður hinum þungu
sköttum létt að einhverju leyti af
Bretum, þegar nýju f járlögin verða
lögð íyrir þingið, um miðjan þenn-
an mánuð.
VERZLUN AÐ AUKAST
Eftir skýrslum að dæma hefir
verzlun aukist til muna í Bandaríkj-
unum siðustu mánuði. Atvinna
hefir einnig aukist, og er sagt að
4,592,00 manns hafi fengið atvinnu
á árinu. Ekki eru þó þar með tald-
ir þeir, sem stjórnin hefir sett til
bráðabirgðar starfs.
Verzlun um páskaleytið var 70%
meiri en í fvrra, og six mesta í þrjú
ár.
Stál og kola iðnaður hefir tekið
miklum framförum síðan í fyrra-
haust og flutningur með járnbraut-
um hefir mikið aukist. Tekjur
járnbrautanna voru næstum því
tvisvar sinnum hærri í febrúarmán-
uði s. 1, heldur en í sama mánuði í
fyrra.
* Verzlun við útlönd nam 295
miljón dollurum í febrúar. Það var
nokkru meira en verið hefir í þrjxx
ár á sama tímabili.
Ýmsir helstu iðjuhöldar Banda-
ríkjanna, svo' sem Myron Taylor,
fornxaður U. S. Steel og Alfred
Sloan, formaður General Motors,
spá því nú af> ekki verði þess langt
að bíða, að eitthvað rofi til.
Á laugardaginn var eyðilagðist
þorpið Tafjord í Noregi. Þorpið
var bygt nálægt höfða einum, sem
lá fram í svonefndan Storfjord.
Straumar höfðu grafið undan höfð-
anum og féll hann í sjóinn. Við
það mynduðust flóðöldur á firðin-
um og skullu þær yfir bæinn. Ein
aldan var alt að 30 fet á hæð og
skolaði hún burtu öllu, sem á vegi
hennar varð. Þetta bar við að nóttu
NÝR BORGARSTJÓRI
í MONTREAL
Camillien Houde, fyrrurn leiðtogi j
íhaldsmanna í Quebec, var kosinn •
borgarstjóri Montreal á mánudaginn |
var, með yfirgnæfandi meirihluta
atkvæða.
Houde var borgarstjóri Montreal
árin 1928—32, en var talinn úr sög-
unni, hvað bæjarmál snerti. Alls
sóttu f jórir um borgarstjórastöðuna,
og hlutu þeir atkvæði sem hér segir:
Houde, 90,369; Dr. Anatole Plante,
liberal þingmaður í Quebec, 36,838;
Saluste Lavery, lögfræðingur, 12,-
930; Pierre Desrosiers, vekamanna-
fulltúi, 3,010.
Fjárhagur Montreal kvað nú
nxjög bágur og hafði komið til tals
að fylkisstjórnin skipaði nefnd til
að fara með stjórn borgarinnar.
Þessari aðferð mótmælti Houde,.og
lét í veðri vaka að Quebec-stjórnin
myndi ætla sér að ná yfirráðum í
Montreal.
Kosningin fór franx án alvarlegra
vandræða, þó meiddust nokkrir Iitil
lega og allmargir voru settir í varð-
hald, er þeir voru grunaðir um kosn-
ingasvik.
ÁRSFUNDUR VICKERS
Vickers félagið, eitt af stærstu
vopnaverksmiðju eigendum heims-
ins, hélt ársfund sinn í London fyr-
ir nokkru síðan.
Formaður félagsins er hershöfð-
inginn Sir Herbert Alexander Law-
rence. Hann skýrði glögglega frá
hag félagsins og sagði meðal annars:
“Mér er Ijúft að geta sagt yður það,
að pantanir til landvarnar-vopna
hafa aukist talsvert, sérstaklega fyr-
ir léttar brynrei^5ar og vélbyssur, til
varnar flugvélum.” Þá sagði hann
að eitt af smærri félögunum, sem
háð er Vickers, hefði fullkomnað
nýja tegund af torpedo, sem hægt
væri að skjóta úr flugvélum. Sagði
hann flugmálaráðið mjög ánægt
með vopn þetta.
Sir Herbert sagði einnig að gróði
vopnaverksmiðju félaganna væri
miklu minni en flestir héldu. Þá
neitaði hann því að Vickers væri á
nokkurn hátt tengt öðrum félögum
af sama tæi, á meginlandinu, og sagði
að félag sitt væri að vinna þarft
verk í þágu hins brezka veldis, með-
an vopn væru nauðsynleg þvi til
varnar.
Nokkrir friðarvinir höfðu komist
inn i fundarsalinn, með því að kaupa
einn eða tvo hluti i félaginu. Þar
á rneðal var Mss Elanor Rathbone,
sem sæti á i brezka þinginu. Hún
kom ýmsum á óvart með því að
leggja spurningar fyrir stjórnendur
félagsins. Hún spurði hvort það
væri satt, að Vickers hefði auglýst
vopn sín i þýskum blöðum þvert
ofan í ákvæði Versalasamninganna.
Þessu var játað, en sú skýring gefin,
að auglýsingarnar væru ætlaðar
Suður-Ameríku, en þar væru blöð
þessi mjög útbreidd. Þá var spurt
hvort Vickers seldi vopn til Aust-
urríkis eða Þýskalands. Sir Herbert
sagðist því miður ekki geta neitað að
svo væri, en bætti því við að Vickers
gerðu ekkert án vitundar brezku
stjórnarinnár.
til og komust fæstir úr húsum sín-
um. Um fimtíu manns druknuðu
þarna og öll hús i bænum eyðilögð-
ust.
Tafjord er skamt frá Aalesund í
Noregi, og var þar stór rafvirkjun-
ar stöð.
Ýmsir höfðu spáð að höfði þessi
myndi einhverntima hrapa, en þrátt
fyrir það áttu fæstir vmi á slíkum
ósköpum.
árunum, hefir nú tekið Biúddha-tru.
Hann kom til Vancouver, á dögun-
um, frá Kína, og er á leið til Evrópu.
Um þennan einkennilega mann
hefir mikið verið ritað og er saga
hans næsta ótrúleg. Lincoln er einn
merkasti æfintýramaður og flakk-
ari, sem nú er uppi og veit enginn
hvað hann kann að taka fyrir næst.
Nú er Lincoln í miklu áliti hjá
Búddha-trúarmönnum í Kína, og
orðinn ábóti. Hann kallar sig Chao
Kung, ábóta. Með honum eru í
förurn fjórir munkar og sex nunn-
ur. Alt þetta fólk er af evrópiskum
ættum og sneri ábótinn þeim til hinn-
ar réttu trúar. Ætlunin er að setja
á stofn klaustur í Þýskalandi eða
Svisslandi, hvernig sem það kann
nú að ganga.
Karlmennirnir hafa látið raka
höfuð sín. Þeir ganga í grófum
hempum, með svarta húfu á kollin-
um og hafa legghlífar úr ljósum
striga. Nunnurnar klæðast á svip-
aðan hátt, og er erfitt að þekkja
kynin í sundur.
Lifnaðarhættir þessa fólks eru
mjög einfaldir, að því er Lincoln
segir. Það lifir eingöngu á jurta-
fæðu og borðar sparlega. Það kvað
vera betra fyrir heilann.
Ábótinn, sem oft hefir staðið i
illdeilum um æfina, segir, að nú sé
hann í sátt við alla menn og allar
þjóðir. Nú sagðist hann ætla að
senda skeyti til Bennetts, forsætis-
ráðherra og MacDonalds stjórnar-
formanns á Englandi, til að full-
vissa þá um vináttu sína.
í niu ár hefir þessi undarlegi mað-
ur rannsakað trúarbrögð Búddha-
trúarmanna, og heimsótt fjölda
mörg klaustur þeirra í Kína.
AFV OPNUN ARÞINGIÐ 1
GENEVA
Dagskrárnefnd afvopnunarþings-
ins í Geneva kom saman í fyrradag
og ákvað að kalla saman þing 23.
mai, síðan frestaði nefndin fund-
um til 30 apríl.
Arthur Henderson er enn þingfor-
seti og er hann að undirbúa málin
áður en þingfundir byrja.
Fæstir hafa nú mikla trú á því,
að hægt sé að semja um afvopnun.
Samt þora ekki talsmenn stórveld-
anna að láta slíta þinginu, og er þvi
ákveðinn frestur í hvert sinn, sem
mál ná ekki fram að ganga.
Henderson mun reyna sitt til að
afstýra vandræðum. en þar sem eng-
in þjóð vill slaka til í nokkru, er
tæpast þess að vænta að sanxkomu-
lag náist.
Frakkar eru nú sem fyr, ákveðnir
i því að Þýskaland fái ekki að vopn-
ast á ný, nema því aðeins að Italía
og Bretland skuldbindi sig til að
veita Frakklandi lið ef til stríðs
dregur. Þetta vilja Bretar ekki gera
og því síður ítalir, og við það situr.
Þjóðverjar, undir forustu Hitlers,
eru nú óðurn að vígbúast, þrátt fyr-
ir mótmæli Frakka. Nýju fjárlög-
in gera ráð fyrir gífurlegur fram-
lögum til landhersins og verður
hann bráðlega orðinn jafn sterkur og
hættulegur eins og fyrir stríðið.
Þá verður erfitt að fá Japana og
Rússa til að draga úr sínum þer-
búnaði. Líklegt er talið að Japan
fari fram á aukning sjóflotans, þeg-
ar Washington samningurinn fell-
ur úr gildi, en það nxun verða næsta
ár. Bandarikin eru einnig að styrkja
sinn flota, án þess þó að rifta samn-
ingnum.
Smábœr í Noregi eyðilegst — fimtíu
manns farast
\
I