Lögberg - 12.04.1934, Page 5

Lögberg - 12.04.1934, Page 5
Eítirtektarverð œfisaga Saga Eiríks Magnússonar. Eftir dr. Stefán Einarsson. Reykjavík 1933. Framarlega í hinni glæsilegu fylkingu íslenzkra gáfu- og af- bragSsmanna á öldinni, sem leiÖ, stóÖ Eiríkur meistari Magnússon í Camibridge; frá því að hann komst á fullorðinsár og til æfiloka var hann dyggur og djarfmæltur málsvari þjóðar sinnar í Englandi og lét sér jafnan alt það við koma heima fyrir á íslandi, sem horfði til þjóðar- heilla og aukinna framfara. Það var því bæði þarft verk og timabært er dr. Stefán Einarsson, háskóla- kennari í Baltimore, tók sér fyrir hendur, að semja æfisögu þessa merka frænda síns, og átti ágætlega við, að hún kom út sama árið og minst var aldarafmælis hans. Saga Eiríks Magnússonar var ó- venjulega atburðarík og er því eng- inn leiðindalestur. Hitt er mála sannast, að sá íslenzkur lesandi, er úr hörðum málmi, sem ekki hefir skemtun af, og finnur sér vaxa metnað við það, að fylgja þessurn fluggáfaða og framgjarna landa sínum í spor á umbrotasömum æfi- ferli, eigi síst á fyrri árum, áður en hann hafði komið skipi sínu í ör- ugga höfn bókavarðarstöðunnar. Það er aðdáunarvert og talandi vott- ur um áhuga hans og hæfileika, hversu hann braut sér veg á erlend- um vettvangi og komst þar skjótt til mannvirðinga; og ekki er slíkt á færi venjulegra miðlungsmanna. Engu er það óskemtilegra, að kvnn- ast manninum Eiríki Magnússyni, stódlyndum og fjölhæfum, eldheit- um frelsisvini og framfara. Um hart nær f jörutíu ára skeið var Eiríkur bókavörður í Cambridge °& &egndi því starfi með hinni mestu prýði i hvívetna; meðal annars átti hann frumkvæðið að merkilegum og hagkvæmum breytingum á niður- röðun og skráningu bókasafnsins, og fyrir það starf hans (ásamt bók- menta-iðju hans) sæmdi háskólinn hann meistaranafnbót. Jafnframt bókavarðar-störfunum hafði hann einnig um mörg ár á hendi háskóla- kenslu í islénzkum fræðum og bera nemendur hans honum hið besta sög - una, en í hóp þeirra voru ýmsir, sem frægir urðu siðar fvrir vísinda- mensku, eins og hin ágæta fræði- kona Dame Bertha S. Phillpotts, sem skráð hefir afbragðsritið Edda and Saga (Smbr. “Merkisrit um ís- Iensk fræði,” Lesbók Morgunblaðs- ins, 11. des. 1932.). Eru þó enn ótalin þau störfin, sem lengst munu halda á lofti nafni Ei- riks, en það eru hin fræðilegu rit- störf hans og afskifti hans af ís- landsmálum. Hann samdi sæg rit- gerða um málfræðileg, fornfræði- leg og söguleg efni; fer það að von- um, að margt þeirra er nú úrelt orð- ið; en ýmsar athugasemdir hans og skýringar eru þó enn í fullu gildi. Hinsvegar hefir Stefán alvcg rétt fyrir sér í þvi, að aðal bókmenta- störf Eiríks eru þýðingar hans, og af þeim miklu merkastar (án þess að lítið sé gert úr öðrum þeirra) þýð- ingar þær af íslenskum fornritum á enska tungu, sem hann gerði í samvinnu við merkisskáldið og snill- inginn Williarrí Morris; voru þýð- ingar þessar stórvirki, þó ekki séu þær ávalt sem ákjósanlegastar frá málsins sjónarmiði, og hafa dregið athygli fjölda maigra víðsvegar um hinn enskumælandi heim að ís- lenzkum fornbókmentum. Ekki er hitt ómerkilegra, að það mun hafa verið fyrir áhrifin frá Eiríki, eins og Stefán leggur áherslu á, að Morris fekk það dálæti á íslandi og islenzkum fræðum, sem reyndin varð og sótti í íslenzkar fornbók- mentir efniviðinn i sum mestu merkisverk sin. Segja má þvi, að áhrifin frá Eiriki haldi þannig á- fram að lifa í enskum bókmentum um ókomna tíð, því að seint munu verk Morris fyrnast. Þá er komið að afskiftum Eiríks af íslandsmálum, en hver höfuð-þátt ur þau voru í æfistarfi hans er auð- sætt af því, að ekki fjarri þriðjung- ur meginmáls sögu hans fjallar um þau. Frá því á fvrstu árum hans erlendis þegar hann (1864), í bréf- ' LÖOBEBG, FIMTUDAGINN 12. APRIL 1934 in IíIulcI aCANUNESJ OF W.ANT AND PRODUCT Old Stock Ale . ESTABLISHED 1877 33 Phone 57 22,1 Hafið í huga hreinindi ölsins og ölgerðarinnar TO MOTHER umtil Jóns Sigurðssonar, ritaði ítar- lega og af eldmóði um stofnun há- skóla á íslandi og fram á elliár beitti hann sínum hvassa penna í þarfir nærri allra þeirra mála, sem snertu velferð Islands og framtíð. “Áhugi hans var jafnmikill á öllu, stóru og smáu, er hann hélt, að til þjóðþrifa horfði,” segir Stefán réttilega um hann. Hann var alla daga hfinn mesti aðdáandi og eindreginn fylg- ismaður Jóns Sigurðssonar, og síð- ar þeirra, eins og Benedikts Sveins- sonar, sem héldu ótrauðast fram réttindum fslands að forseta fölln- um. En þó Eiríkur léti sér mjög við koma íslenzk sjálfstæðismál, voru honum samt íslenzk verslunar- og fjármál enn hugstæðari, og þó sér í lagi bankamálið, sem hann “taldi mikilvægast allra íslenzkra mála” og barðist fyrir allan seinni hluta æfi sinnar, þó langt væri frá, að það réðist á þann veg, sem hon- tim var að skapi. Hann lagði einn- ig drjúgan skerf til annara íslenzkra menningarmála, t. d. skólamálanna. En rík íslandsást hans kom þó hvað fegurst i ljós þegar mest reyndi á, er hann safnaði í Englandi, með styrk vina sinna, miklu fé til bjargar og viðreisnar íslendingum ösku- fallsárið 1875 og hallærisárið 1882. Sýndi hann þá í verki, að f jarvistin hafði aðeins treyst þau bönd, sém tengdu hann landi hans og þjóð, enda kunni allur þorri hennar að meta drenglund hans og framtaks- semi. Saga Eiríks Magnússonar er því næsta fjölþætt og grípur á margan hátt inn í sjálfstæðis- og menningar- sögu fslands á seinni helming 19. aldar; var það því hvorki fyrirhafn- arlitið né vandalaust, að semja hana svo að vel færi; og það því fremur, sem þessi geðríki hugsjóna og um,- bótamaður átti ramma andstæðinga er ekki voru neinir hversdagsmenn. Svo langt sem mín þekking nær (auðvitað er margt hér, sem eg tel mig eigi færan að dæma um), fæ eg ekki betur séð, en að höfundur- inn sé mjög óhlutdrægur í frásögn sinni. Hann gerir söguhetju sína hreint ekki að neinum dýrlingi á kostnað annara, sem stunduin vill verða í æfisögum. í því sambandi má nefna lýsingu hans á harðskeytt- um viðskiftum þeirra Eiríks og Guðbrands Vigfússonar, sem telj- ast verður harla sanngjörn í garð beggja. Stefán hefir dregið föngin viða að og á ritinu er hvarvetna fræði- menskublær. Það er skipulega skrifað og lipurlega; málið, eins og vænta mátti, löngum íslenzkt vel og yfirleitt áferðargott; að vísu bregð- ur fyrir miður heppilegum orðatil- tækjum og endurtekningum, en ekki svo, að talist geti nein veruleg smiða- lýti. Stórum gerir það frásögnina tilbreytingameiri og skemtilegri, að bknir eru upp margir kaflar úr bréf- um Eiríks, en þau eru bráðfyndin og með miklum fjörsprettum (t. d. Parísarbréfið, bls. 58—61), minna oft á sjálfan Gröndal. En öll er bókin hin fróðlegasta, bæði megin- mál hennar og einnig viðaukinn (bls. 300—322), þar sem all-ítarlega er skýrt frá ætt Eiríks, foreldrum hans og systkinum, og frá Sigríði konu hans, er var athafnasöm og merkileg um margt Loks eru rita- skrá og registur. Prófarkalesturinn hefði mátt vera betri, sérstaklega hvað registrið snertir, en úr því verður bætt síðar. Þá hefði eg og kosið, að sérstök skrá hefði fylgt yfir hið helsta, sem um Eirík hefir verið ritað, þó í það hafi verið vitnað i sjálfri æfisög- unni. Og fyrst höfundur gerir það að venju sinni um erlend skáld og fræðimenn, sem helzt koma við sög- una, að geta neðanmáls ritgerða, sem um þá eru til á íslenzku, þá hefði vel mátt nefna grein dr. Jóns Stefánssonar um Morris (Eimreið- in 1897), og grein Snæbjarnar Jónssonar um Víkingafélagið og A. W. Johnston (Lesbók Morgunblaðs- ins, 5. júlí, 1931). En auðvitað er hér um smáaðfinslur að ræða. í heild sinni er æfisagan verðugur bautasteinn Eiríki meistara, góður fengur íslenzkri stjórnmála- og menningarsögu, og sæmdarauki höf- undinum og þeim, sem studdu hann ' að þörfu verki. Hún er snotur að ytra frágangi, prentuð með glöggu letri á góðan pappír og prýdd nokk- rum ágætum myndum. Kostar hún $2.00 í kápu og geta þeir, sem vilja eignast hana, fengið hana frá höf- undinum, 2417 Maryland Avenue, Baltimore, Maryland. Hún á skil- ið að verða víðlesin. Richard Beck. Kaflar úr sögu Eftir Birkirein Framh. “Nú hefi eg sagt þér alla söguna,” sagði Elín og leit hreinskilnislega til Borghildar. Borghildur hugsaði sig um. — Svo það var komið hingað, í aðra sveit, aðra sýslu, þetta bónorð Marí- asar.—Henni sárnaði þetta. Nú þóttist hún viss um að Árni hefði skrifað bréfið. Það var eitt- hvað ekki vel hreint við framkomu \rna í þessu. Samt var ilt að láta Elínu halda það ósanna, eða vera i einhverri ó- vissu, eins og nú stóðu sakir. En það var hræðilega niðurlægj- andi að minnast á Marías, drykk- feldan, vitgrannan, óupplýstan, og búinn að vera í ástum við stúlku i mörg ár. Þessa líka stúlku! Það var ekkert minna en skelfi- legt, ef hún fengi nú að vita um þetta. Og nú var það komið hing- að, í aðra sýslu! “Hvað ósköp þarftu lengi að hugsa þig um,” sagði Elín, og kendi bæði tortryggni og sársauka í rödd- inni. Borghildur vaknaði við með and- varpi: “Árni Bjarnason hefir aldrei skrifað mér eina línu, Elín, fyrir sjálfan sig.” “Ó-ó,” sagði Elín í spyrjandi róm, og var sem skýi væri þarpað af andliti hennar. “Skripaði hann þér þá fyrir ein- hvern annan?” “Eg er hrædd um það.” , “Þú ert hrædd um það?” “Já.” “Hvernig vikur því við?” ‘fEg þekki ekki rithönd Árna, en eg fekk bréf frá manni, sem mér er ekki um gefið að minnast á, og eg er hrædd um að Árni hafi skrifað það.” “Nú skil eg,” sagði Elín ánægð- ari. “En eg er viss um að hann heíir ekki skrifað þér, Borghildur, eða neinni annari stúlku, fyrir mis- yndismann. Þú mátt ekki ítnynda þér það.”— Elín var alt í einu komin í bænar- róm. “ímynda mér”—Borghildur sá að bezt myndi vera að draga inn segl- in. “Eg sannfæri þig um, enn á ný, að eg veit ekki nokkurn skapaðan hlut um Árna, sem getur kastað skugga á hann,” sagði hún. “Eg hefi ekki einu sinni séð hann drukk- inn, þó talið sé að hann sé hneigður fyrir vín.” Elínu þótti vænt um að heyra þetta. “Þú misvirðir ekl<i við mig, Bórg- hildur, að eg mintist á þetta við )%•” “Það geri eg ekki. Borghildur varð fegin að losna við umtalsefnið án þess að minnast á Marías. “Það er fallegt hér,” sagði hún. “Já.” “Það fer nú að styttast til Breiða- vaðs, og eg vil ekki að þú sért ein, seint á ferð,” sagði Elín. “Það er ekkert að óttast,” sagði Borghildur. “Mér þykir fjarska gaman að vera ein.” “Þú ert ólík mörgum ungum stúlkum,” sagði Elín, og leit hlýlega til Borghildar. “Eg held það liggi eitthvað mikið fyrir þér.” “Ætli það,” sagði Borghildur, og von og ótti fóru um huga hennar. Henni fanst alt í einu eins og eitthvert djúp stæði opið milli þeirra Elínar, og hún óttaðist það meira fyrir Elínu en sig. “Eg gæti trúað því,” sagði Elín og horfði fram undan sér nokkur augnablik, án þess að virðast sjá neitt í kringum sig. “Af næsta leiti,” hélt hún áfram hægt, “sézt beint heim til Breiða- Hann hafði slæman bak- verk —gat ekki rétt úr sér Manni frá Alberta batnaði strax af Dodd’s Kidney Pills Mr. Ohm segir að sér líði nú vel. Mackay, Alta., 12. apríl (Einka- skeyti). “Eg var svo slæmur í bakinu að eg gat varla staðið uppréttur. Eg reyndi allskyns meðul, en ekkert dugði,” segir Mr. W. H. Ohm, vel- þektur maður hér í bæ. “Vinur minn sagði mér frá Dodd’s Kidney Pills og eg keypti nokkrar öskjur og batnaði þegar. Eg stunda smíða- vinnu og vinn í kolanámum yfir vetrarmánuðina. Eg hefi ætíð Dodd’s Kidney Pills við hendina, og tek þær inn um leið og eg finn til í nýrunum. Mér líður þá strax bet- ur.” Ef þér þjáist af nýrnaveiki, þá bíðið ekki. Það gagnar aldrei. Bið er hættuleg. Notið Dodd’s Kidney Pills. Þeim megið þér treysta. Notkun þeirra getur komið í veg fyrir illkynjuð veikindi. Dodd’s Kidney Pills hafa læknað þúsundir manna og kvenna. vaðs. Þar er bezt þú snúir við. Það var vel gert af þér að koma þetta með mér. Mér þykir ekki eins vænt um einveruna og þér,” bætti hún við brosandi. Þær kvöddust á leitinu, og Borg- hildur sneri heim. * * # Aumingja Elín! Hvað hún gat hugáað un\hann, svona roskinn og ófríðan. Samt játaði Borghildur fyrir sjálfri sér að eitthvað væri skemtilegt við hann. Hvað skyldi verða úr þessu, með þau Elínu. Hún var heilsulítil og eitthvað und- arleg, núna þegar þær skildu. Tðilmjúkt kvöldið sveipþði sér utan um Borghildi, þar sem hún lét Grána lötra inn sveitina. Hugur hennar féll ósjálfrátt frá Elínu og Árna, að náttúrunni umhverfis, og eins og oftast vildi verða með henn- ar hugsanir, að lifinu sjálfu og mönnunum í heild. Ræða prestsins í dag,—hún var falleg. Borghildur hafði hálfgert fagnað því, á meðan á henni stóð, og á eftir, að hann fór ekki dýpra í sakir en það, að tala um föðurlandsást. Það var fallegt ræðuefni. Dálít- ið nýjabragð að því. Framh. THE SEARCHERS While walking on the road one morn, A youth I chance to spy; “What seekest thou so earnestly, Why rush so madly by?” “I look for fun, for gayety,” The flaming youth’s reply, “There is no time for thought and work, To jolly pals I fly.” Conversing with a man mature Who had no time to smile, I questioned him, ’twas only this— “What are the things worth while ?” Without delay he answered me— “Tn evry way and every hour, I strive to gain my heart’s desire— To exercise much power.” At eve I slowly homeward strolled; Within a lovely park, I met a man of kindly mien And heard his wise remark— “For fun folks pay a fearful price, For power their lives they spend, But as for me, I would not take Their all for one good friend.” Franklin Thordarson. RANNSÓKN A BANKAMALUNUM heldur áfram og hefir ekkert nýtt komið fram, að því er fulltrúi lög- reglustjóra tjáði blaðinu í gærkvöldi. Væri enn biðið eftir skýrslu þeirra, er falið hefir verið að rannsaka bankaávísanir Mjólkurfélagsins. Þeirri rannsókn væri ekki lokið, sagði fulltrúinn.—Mbl. 18. marz. The kindest friend on earth today, The sweetest word that one can say, The only debt we cannot pay, Is Mother. Who sent her babies out to school? 'Who introduced the Golden Rule? Wiho oft the fevered brow did cool? Our Mother. Who taught the children how to pray ? Who trained them all to work and play? . Who urged them all the laws obey? Our Mother. Who ever had a load to bear ? Who exercised such loving care? What servant true was always there ? Our Mother. Who is it that we all shall miss? Whom will we ever long to kiss? Whom do we wish eternal bliss? Our Mother. Franklin Thordarson. Að lifa er að berjast Barátta ! Barátta ! Barátta ! Það er lögmál lífsins. Maðurinn er spendýr í sífeldri baráttu. En mað- urinn er líka sál, í sífeldri baráttu! Látlaus glíma er undirstaða lifsins. Þegar við hættum að heyja hið dag- lega stríð förum við undir eins að visna. Kyrstaðan er afturfÖr! Allar sálir eru á ferð niður eftir sömu ánni og ós þeirar ár heitir dauði. Lífið tilheyrir sundmannin- um. Sá likami, sem er hættur að sigra, sem er orðinn þannig, að sigurgleð- in er honum minna virði en mak- indatilhneigingin, sem litur á á- reynsluna eins og afstaðið tilveru- stig,—sá likami hefir hallað sér i hægindastólinn og opnað dyrnar upp á gátt fyrir öllum sýklum veraldar. Sá heili, sem gengur á snið við verkefnin, sem aðeins les af forvitni eða skemtilöngun, sem ekki finnur gleði í því að fást við að leysa erfið- ar gátur, sem ekki nennir að setja sig inn í dægurmálin,—sá heili er mosavaxinn. Sú sál, sem er hætt að berjast og þjást, sem er hætt að finna freist- ingarnar, sem er hætt að leita í hæð- irnar,—sú sál er þegar glötuð að hálfu leyti. Hjá óbrengluðum manni er sér- hver dagur stríð. Og við elskum þetta stríð mismunandi mikið, eftir því hvernig heilbrigði sálarinnar er. “Þeim sem sigrar mun eg gefa lífsins kórónu.” Því meir og innilegar sem við þrá- um þægindi, hvíld og kyrð, því nær erum við útréttum örmum dauðans. Sverðshögg og hnefahögg! Farðu í herklæðin! Orustan og veiðin! \*ei þeim manni, sem ekki finnur hjá sér löngun til að gripa til vopna, þegar hann heyrir orustugnýinn. Því: að lifa er að berjast. Að gef- ast upp í orustunni er að deyja. “Vivre, c’est triumpher sans cesse,” segir Amiel. Að lifa er að hrósa sigri án afláts. Frank Crane. —Fálkinn. Engin þjóð heíir aukið útflutn- ingsverzlun sína eins stórkostlega á síðustu árum og Japanar. Má segja að vörur þeirra, sem framleiddar eru með margfalt ódýrari atvinnukrafti en í Evrópu og Ameríku ryðji sér rúms urn allan heim, þó að hvergi hafi þær náð eins miklum markaði og í Tndlandi—á kostnað Breta. Ný- lega fóru Japanir að senda lifandi fisk yfir þvert Kyrrahafið til San Erancisco og var hann boðinn miklu lægra verði en heimaveiddur fiskur. En Roosevelt var fljótur til og bann- aði þegar þessa verzlun. THE WILSON FURNITURE LTD. 352 MAIN STREET Winnipeg’s Oldest Exclusive Furniture Store ESTABLISHED 1883 INCORPORATED 1921 ANNOUNCE THE arrival of their spring stocks in Hand-Carved Oak Dining Room Suites. Latest designs in Bedroom Furniture, and the finest selection of Kroehler Guaranteed Chersterfields we have ever had. We invite our Icelandic citizens, who are noted for their discriminating taste, to inspect the quality of the merchandise we offer for sale, and compare the prices to simlar quality else- where. Here are a few Special Offers of interest to prospective Furniture Buyers. KROEHLER Guaranteed Three-piece Chersterfield Suite, up- holstered with high-grade tapestry, loose pillow arm style of Chesterfield and two comfortable arm chairs, these have at- tractive showood fram.es and the appearance of a suite worth at least $40.00 more. Special ...........................$119.00 CHESTERFIELD AND TWO CIIAIRS, Kroehler construction, upholstered with a good grade of plain tapestry, reversible Marshall spring-filled cushions and the latest style small arms. Three pieces ........................ .................... $59.00 OTHER SUITES from $85.00 for three pieces to $195.00, in Tapestry, Jacquard, Mohair and Ratine upholstering. GENUINE WALNUT DINING ROOM SUITES, 9 pieces from $118.00 to $189.00.—Solid Oak Hand-Carved Dining Room Suites from $169.00 to $255.00. BEDROOM SUITES in Genuine Walnut, superior construction and finish at $69.00, $98.00, $129.00. $148.00 and $195.00. ENGLISH FEATHERDOWN AND EIDERDOWN COMFORTERS in a pleasing variety of colors and designs; these are being cleared from $8 95 to $29.75. WHY NOT TRADE in your old Suite as nart payment on one of these new up-to-the-minute styles. Phone 95 168; our valuator wil call and give you the highest possible allowance. YOU’LL DO BETTER AT WILSON’S

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.