Lögberg - 19.04.1934, Side 5

Lögberg - 19.04.1934, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. APRIL 1934 T'íTr'.>ÖJ Kaflar úr sögu Eftir Birkirein Framh. En nú, ]?ví fjær sem hún færðist kennimanninum, vék ræÖan meÖ sínum höfuÖátriði, fyrir gömlu spurningunum, sem ósjálfrátt höfðu ásótt huga Borghildar, frá því hún var barn. Hvar var Júdas? Sveik hann Jesúm af því Jesús talaði svona við hann áður en hann gekk út í pínuna?—Þetta um hit- ann; Kaupmálinn var gerður áður.— Hefði það breytt nokkru, hefði Frelsarinn talað öðru visi við hann? Gat það verið mögulegt að þetta væru örlög Júdasar? Hvar var þá réttlætið í því að hegna honum ? Hvar var Júdas? Hvar? Var glötunarstaðurinn eins og ritningin og Vídalín lýstu honum? Var það mögulegt að Júdas væri þar enn? Myndi ekki Jesús kenna í brjósti um hann? Það var það, sem sagt var um hann í ritningunni, að hann kendi í brjósti um fólkið, þegar það var i fylgd, að hlýða á hann. Og þegar það leitaði hans eða varð á vegi hans í sorg og sjúkdómum. Guð, miskunna honum! Kærleik- ans Guð, var ekki einhver vegur til þess? Borghildur þurkaði svitann af enni sér. Veslings Bbrghildur! Hve marg- ir þyrnar áttu eftir að stinga þig, þar til þú fékst þessum spurning- um svarað, að svo miklu sem menn fá þeim svarað. Grána beit í grastó meðfram göt- unni. Presturinn hafði ekkert minst á þetta í dag. Það hafði séra Böðvar heldur aldrei gert. B'ara hlýtt börn- unum yfir atriðin, eins og þau voru framsett í ritningunni. Enginn hafði minst á þetta við hana á annan veg, en samkvæmt beinni framsetningu Orðsins; þó hafði þetta brotist um í huga henn- ar, síðan hún mundi fyrst eftir sér. Jú—hann Hróbjartur Herjólfs- son hafði gert gys að kenningunni. Menn sögðu að hann væri auðnu- leysingi af því hann væri hagmælt- ur—skáld. Borghildur hafði alt af hrokkið frá þessu olnbogabarni, en samt fundið að hann vara að fara með eitthvað, sem almenningi lá ekki á vörum.—U-uh, en hann var svo ó- sköp óhreinn og óaðgengilegur — auminginn. Svo var háðið í mál- róm hans engin úrlausn á þvi sem hann talaði um. En hvað það væri æskilegt að vita hvað þessi lærðu menn, prestarni^, hugsuðu um það. Séra Böðvar, hógværðin sjálf við alla menn. Af hverju hafði hann aldrei minst á þetta? Hún mintist þess enn á ný hve ólík í rauninni hans kenning var því sem heimahúsin kendu henni. Borg- hildur skoðaði beislistauminn vand- lega. Ekkert var svo smátt í tilver- unni að það kæmist út úr henni aft- ur, þegar það var einu sinni komið inn í hana—orðið til. Hvað lítil ögn sem væri skorin úr taumnum, brend, fleygt út i veður og vind, þá væri hún samt til. Borghildur elti þessa ögn um alla tilveru, í gegnum eld, vatn og vind —en ögnin var alt af til. Hún gæti orðið partur af blómi, fiski, manni—hverju sem vera vildi, en hún væri alt af til—sama ögnin, í einhverri mynd. Og andi mannsins var enn þá fremur óeyðileggjandi en ögnin úr beislistaumnum. Hvar var Júdas? Fugl flaug fyrir framan hestinn. Borghildur hrökk við. Þetta dugði ekki. Það var að verða framorðið. Hún kipti i taumana og fór greið- ara um stund. Hvað myndi henni verða til hjálp- ar í vor—næsta vor—með að kom- ast úr vistinni og í sjálfsmensku. Hún gat ekki hugsað til að vera í vist lengur. Ef hún bara gæti nú orðið sjálfr- ar sinnar. Átt sjálf kaupið sitt yfir sumarið og farið á skóla annað haust. En sumar vinnukaupið væri ekki hálf næg—sexfíu til sjötíu krónur, ef bezt lét. Og sjálfsmenskan! Hún fann nepurðina af húsmóð- urinni leggja yfir á sig, ef hún nefndi þessa þeimsku, og nærri alt heima-héraðið myndi hlæja, ef það vissi að hún ætlaði að komast á skóla. Hún á skóla! Bláfátæk vinnu- kona. Þvílíkt mont og vitleysa! Hvað var þetta? Hnakkhestur á beit? Borghildur varð forviða. Hins vegar við götuna reis maður úr grasinu. Ásgeir á Hamri1 Straumar af gleði og ótta fóru um sál Borghildar. Hvað ætli fólk- ið segði; Nú mátti hún til að verða honum samferða. Það var gaman, en henni fanst helst eins og hún þyrfti að láta aft- ur augun og væri að henda sér út í hyl; svo mjög óttaðist hún umtalið, sem af því leiddi. “Eg beið hérna eftir þér,” sagði hann brosandi. Framh. Frá Minneapolis Lögberg biður um fréttir af Is- lendingum. Á liklega að skilja það svo að engir útúrdúrar í pólitík eða trúmál eigi að fléttast inn í fréttirn- ar, því nóg virðist vera af slíku í Lögbergi upp á síðkastið—helst til mikið, og að ein bágborin grein frá Minneapolis bætist við, gerir blaðið lítið verra en það er nú á dögum. Og þar sem eg hefi nú brett upp ermunum og sokkunum í þessum formála, segi eg hér með nokkrar fréttir, sem kannske fær náð ein- hversstaðar aftur í skut. Samkoma kvenfélagsins Hekla, þ. 13., var sú bezta sem íslendingar hér í Bræðraborgunum hafa átt kost á að sitja á seinustu 30 árum, og er þá mikið sagt. Húsplássið það allra bezta, og hefði músikin jafnast við það, hefði öll samkoman verið glymrandi. En svo er eg að tala hér fyrir sjálfan mig. Mig vantar dúndrandi músík, en ekkert hálf- velgju ýlfur! Já, húsfyllir var i þetta skiftið; heil lest kom! frá Minneota, eins og vant er, og margir aðrir utanbæjar- menn heimsóttu okkur, og þykir okkur mikill matur í slíku. Prófessor Halldór Gislason stýrði samkomunni, eftir vanda. Talar hann eftir kúnstarinnar reglum (sem meinar að engar hundakúnstir eru viðhafðar), enda er hann kenn- ari í slíkum fræðum við ríkisháskól- ann. En það veit þó hamingjan, að eg get hlustað lengur á þá, sem tala með öllum skrokknum! En svo er eg nú farinn að eldast. Tekst Hall- dóri þó æfinlega að koma okkur í gott skap, og ekki veitir af. Litla Donna Rask—íslenzk-norsk- amerísk, dansaði fyrir okkur, og sóló var sungin af Miss Lillian Rafson, og var gerður góður rómur að söng hennar, enda spillir það ekki að hún er stúlka frið sýnum, og eg segi þetta með knúsandi al- vöru. Eg lít fallegar stúlkur sömu augum og fallegt gullstáss eða glingur, og við það situr! FRA AKUREYRI 21. MARZ Fundur bæjarstjórnar í gær sam- þykti við síðari umræðu um kirkju- byggingu, að veita til hennar 15,000 kr. og sé fénu varið til þess að jafna og laga kirkjugrunninn og höfðann þar í kring, og leggja tröppur og eg frá Kaupvangsstræti upp á höfð- ann.—N. dagbl. 23. marz. Brúðkaupsljóð Grettir Leo Jóhannson og Lálah Dowers 16. maí, 1933 Til sambands um eilífð alda tvö ungmenni stofna í dag. 1 andblæ frá álfum tvennum ómar þeim brúðkaupslag. Hvert ár verði ástum faðmað, hvert afrek með víkings brag! 1 gróandans vona veldi skal vaxtað hvert máttar orð, þar reisa sér himin-hallir hver halur og seimaskorð. 1 dag tengist ættstofn Islands við ungmey af Lincolns storð. 1 samræmi ljóss og lita fær lífið sinn yndis blæ. Yið samhljóman tveggja sálna rís sól yfir hverjum bæ. Þar vaxa upp í öflgar eikur hin ungbornu manndóms fræ. Þó marglyndur mannlífs Ægir oft misskifti pundi hags, á ástin sér hjartræn óðöl frá austri til sólarlags. tJr hugástum byggjast borgir og bæir hins nýja dags. íÍTí.a.ú;,.-. j | -'.ii ð ; 11, - Einar Jónsson. ca •• ■: itnó-. -J -------------------- orðum um alla Ameríku. Einar Hilsen mun vera einhver mælskasti Norðmaður nú á dögum, og ein bók hans, “Jubilæumoken,” hefir farið sigurför á meðal Norð- manna hér. Lítið annað veit eg um Einar Hilsen, en það veit eg, að Norðmenn hér hafa í hyggju að halda honum samsæti á næstunni, eða áður en hann fer alfarinn til Noregs, og er öllum Islendingum sérstaklega boðið að vera með í þvi samsæti. Væri gaman ef einhverjir utanbæjarmenn ættu hér ferð um það leyti, sem mun verða um þ. 19. maí. Einar Hilsen er stór maður og föngulegur; minnir hann mig mikið á séra Rúnólf Marteinsson. Alþýðlegur er hann í allri fram- komu og hefir hann og kona hans liknarstarf á hendi. Mér líst mjög vel á manninn. Slæ eg svo botninn í þessar fréttir og athugasemdir með þakklæti til kvenfólksins hér fyrir samkomuna, og með þeirri óbilandi trú, að okkur arlmönnunum takist einhverntima að koma á slíkri samkomu, þvi nú e.r svo komið að ein samkoma á ári er ekki nóg. Fjörið er að byrja að færast í okkur landana hér—og er það vel farið. G. T. Athelstan. NÝ—þægileg bók í vasa SJÁLFVIRK — EITT ELAÐ t EINU — pægilegri og betri bók í vasann. Ilundrað blöð fyrir fimm cent. Zig-Zag cigarettu-blöð eru búin til úr bezta efni. Neitið öllum eftirlíkingum. ZIGZAG Háskólinn í Angora Tyrkir eru nú vel á veg komnir að gera myndarlegan höfuðstað úr lítilf jörlegum smábæ. Nú hafa þeir stofnað þar háskóla, og er það eftir- tektarvert hversu sú stofnun fer af stað. Er sumt svipað með oss og Tyrkjum. Flestir atvinnuvegir þeirra eru reknir eftir fornum venj- um, lítið um vélar og nýmóðins kunnáttu. Þar á ofan er alþýðu- mentun lítil. Hvað láta nú Tyrkir sitja í fyrir- rúmi við stofnun háskólans, eða öllu heldur Mústafa Kemal, sem öllu ræður þar í landi? Tvent er látið sitja fyrir: búnað- ardeild og dýralækningadeild. Jafn- Við Islandsför JÓNASAR ÞÓRÐARSONAR frá Ljósalandi t Vopnajirði, 2. apríl, 1934 Heilsaðu fram til beiða og Hofsárdalnum líka. Þó svipfagurt víða væri, eg viss’ eigi útsýn slíka, við margþætta minninga bygð, og sól yfir Brodd-Helga bygð. Heilsaðu Islands æsku, er eldinn ska.1 sækja’ og geyma. Seg henni’ að vestræn vitund vermist við logann heima —þó fleira sé glatað en grætt— og spásögn af íslenzkri ætt. Heilsaðu ljósa landi,— landinu gðs og vona,— þar sem að dirfskan drotnar í djúplyndi spakra sona og hólmgöngu eðlið á enn sín ítök og mannaða menn. Einar P. Jónsson. frarnt er eflt til mikils bókasafns í Ræða Hjálmars Björnsonar var þessum fræðum. flutt af mikilli mælsku, og var hún mjög fræðandi um ferðalög vísinda- manna til íslands á fyrri árum. Klykti hann út með því að lesa kafla Tyrkir hafa bersýnilega látið það sitja í fyrirrúmi, sem þeim lá mest á, hafa spurt um sínar þarfir, án þess að apa eftir öðrum. Þeir hugsa ur. úr bók einhvers Browns, sem var á , sér að koma búskapnum í alt annað fslandi árið 1859, þegar sá var sið-1 horf en nú gerist og byggja hann á ur að stúlkurnar drægi plöggin af vísindalegum grundvelli. Að þessu ferðamönnum og kæmi þeim lifandi eiga þessar háskóladeildir að vinna. í rúmið, og væri synd að segja að , Þar á að kenna eðlisfræði, líffræði, landarnir hér gætu ekki skelt upp grasafræði, dýrafræði og vélafræði (teknik). En til þess að koma öllu þessu í kring þurfti marga vísindamenn, og þá góða. Tyrkir munu hafa átt sár- fáa. Hvar átti svo að taka þá ? Tyrkjum hefir líklega þótt sein- fært að sérmenta sína ungu menn. Það hlaut að taka mörg ár og alls- endis óvíst að þeir, sem fyrir vali urðu, reyndust dugandi vísinda- lrar eg þó hálf hræddur um að yngri kynslóðin héldi kannske að slíkur óþarfi væri ennþá hafður um hönd á gamla landinu, og væri það illa farið, því fáfræðin hér um það, sem á íslandi er, jafnast fullkom- lega við fáfræði manna heima um Ameríku. Gunnar Björnsson komst ekki hjá - . v , því að segja nokkur orð, og ekki menn' Þeir toku >að til bragðs, fyrirverður hann sig á því að smella á okkur dálítilli islenzku. Var er- indi hans að gera kunnugan merk- an gest, Einar Hilsen, og gerði Gunnar honum góð skil. Var eg þó meira en lítið hissa að heyra Gunnar iesa norsku eins og Bergenser, en það gerði Gunnar, og gaf okkur þá pillu um leið, að við mundum lik- lega skilja það eins vel og íslenzk- una! Einar Hilsen talaði nokkur orð, og koin þar frain vinátta hans og virðing til íslands. Hefir stjórnin og konungur sent honum Fálkaorð- una fyrir starf hans í þágu íslenzkra bókmenta, en hann gerði okkur það ljóst, að hann ætti ekki slíkan heið- ur skilið. Mun þó orðan hafa oft verið gef- in fyrir minna, og er eg ekki að sletta neinu til orðunefndarinnar, því löngu áður en nokkrum á Islandi dettur í hug að senda mér Fálka- orðu, eða nokkra aðra orðu, verð eg sestur við hægri hönd Guðs. Get eg þvi talað um slíkt án þess að um nokkra afbrýðissemi sé að ræða. væri þó æskilegt að ekki kæmu svo margar orður yfir sjóinn, frá ís- landi, að það vekti mikla eftirtekt hér, og að menn færu að aðvara konung íslands og Danmerkur, eins 9g þeir hafa aðvarað norska kon- unginn, sem hefir verið að dreifa sem engin þjóð hefir gert, og fólu próf. Friedrick Falke, forstöðu- manni búnaðarstofnunarinnar við háskólann í Leipzig, að velja og ráða 21 þýskan prófessor fyrir -kennara við hinn nýja háskóla í Angora, og skal kenslan fara fyrst um sinn f ram á þýsku. Mun þetta mikil trygging fyrir því, að ágætir, reyndir menn verða ráðnir. Að minsta kosti ræður engin flokka- pólitík valinu. Að sjálfsögðu var þetta mikill sómi fyrir Þjóðverja og vísinda- menn þeirra að vera þannig teknir fram yfir alla aðra. Þeim var og falið að sjá um alla stofnun bóka- safnsins og bókakaup. Var smalað saman fræðibókum úr öllum áttum í Þýskalandi og viðar, og urðu margir til að gefa bækur. Svo var það keypt sem á vantaði. Safnaðist þannig stórt og valið bókasafn, svo háskólinn í Angora stendur ekki tómhentur við visindastörfin. Það er tilætlunin, að við þessar deildir bætist smám saman fleiri há- skóladeildir, eftir því sem þörfin kreíur. En vafalaust hefir það ver- ið hyggilega ráðið, að láta atvinnu- vegina, í fátæku landi, sitja fyrir öllu öðru. Háskólinn var stofnaður þ. 29. október i fyrra, á tíu ára afmæli hins nýja Tyrklands. Á þessum eina áratug hefir Kemal reist lartdið úr rústum, og mættu flestar þjóðir öfunda Tyrki af slíkum foringja. G. H. —Mbl. Frá Islandi Eini kommúnistinn í borgarstjóra- sæti í Bandarikjunum, féll nýlega við kosningu í bænum Crosly. Hann heitir N. Vladimberoff. SLYSFARIR Þriðjudaginn 20. marz s. 1. vildi sá hörmulegi atburður til að Klauf á Staðarbygð, að bóndinn þar, Jón Helgason, var að handleika byssu, og hljóp skot úr henni í höfuð hon- um og beið hann bana af. Jón heitinn var sérlega vandaður og vellátinn maður og hafði búið í Klauf nær 30 ár. Hann var 63 ára að aldri og lætur eftir sig konu og cfóttur uppkomna.—Dagur. STEINGRIMUR JÓNSSON, bæjarfógeti á Akureyri, hefir fengið lausn frá embætti frá 1. júní næst- komandi að telja.—Mbl. 24- marz. . .ÁSGEIR ASGEIRSSON for- sætisráðherra fór í gær með flugvél frá London til Kaupmannahafnar. Forsætisráðherra verður á ríkis- ráðsfundi með konungi i dag. Mun hann leggja fram stjórnarskrár- breytinguna og kosningalögin nýju til undirskriftar.—N. dgbl. 24. marz. SJÓFIRA KNINGAR í fyrradag gerði versta veður síð- ari hluta dagsins og lentu margir bátar í hrakningum og voru menn farnir að óttast um afdrif sumra þeirra. Allir munu þó hafa náð landi heilu og höldnu.—N. dagbl. 22. marz. LEIÐBEININGAR TIL VORSINS Skótegundir, sem veita karlmönnum bæði gæði og þægindi Takið þessari leiðbeiningu—þér eigið ekkert á liættu með því að velja skó yðar úr þessu úrvali, því skórnir eru með bezta sniði og fást af öllum stærðum. Alls konar tegundir úr fínasta fálksskinni eða mjúku leðri, af öllum stærðum. Parið, $4.50 til $10.00 —Karlkannaskó-deiJ din —The Hargrave Shop for Men—Main Floor í;TT»n’> -fHf'ié , í iLGúfn . '7 1, lli'..' (■ r? *1. ■ 3Íe, iT’oík i/O', • >xlm-i * T6V OI 'Hí: WINNIPEG po LIMITEO CANADA . H >.. . ;f1 1 1 1

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.