Lögberg - 19.04.1934, Blaðsíða 6

Lögberg - 19.04.1934, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. APRfL 1934 —----------——-------> Maðurinn frá Indiana Eftir BOOTII TARKINGTON ———■—-----------------—-------—<*—* A flötinni franaan við ráðhúsið hafði stór hópur safnast saman utan um tvo ókunnuga menn. Þeir voru dökkir á hörund og glæfra- legir á svipinn. Menn þessir voru að kasta teningum og höfðu vmsir komið til að freista gæfunnar. Þetta var auðvitað þvert á móti lögum landsin.s, en enginn fylgdist betur með leiknum, eða skemti sér eins vel og gæslu- maður laganna, .Tames Bardlock, lögreglu- stjóri í Plattville. Mátti því tæpast segja að réttvísin lokaði augum fyrir lagabrotunum, heldur starði hún hrifin á atferli fjárglæfra- mannanna. Flestum leist svo að hér væri auð- velt að græða nokkra dali, enda höfðu sumir sveitastrákarnir verið ótrúlega hepnir. Einn þeirra fór að segja frá því að nú gæti hann keypt eitthvað skraut handa kærustunni, sem stóð þar álengdar, því hann var orðinn 25 dölum ríkari. Svikaramir tveir létu sem gæfan hefði snúið við sér bakinu, og báru sig aumlega. Nú fréttu ýmsir að bóndasonur einn hefði stórgrætt, og vildu þeir allir reyna tenings- kastið. Ungu mennirnir losuðu sig við ungu stúlkurnar og tóku að veðja. A nokkram mínútum var sá, sem mest hafði unnið, orð- inn allslaus og læddist burtu úr þvögunni. Hann gaut hornauga til stúlkunnar, sem beið hans álengdar, svo sneri hann í aðra átt og rölti skömmustulegur heim til sín. Pening- arnir voru farnir; strák-auminginn var bæði hryggur og reiður. A leiðinni ’heim tók hann upp smásteina af og til og fleygði þeim í læ- virkjana, sem sungu á girðingarstaurunum, eða í sandlóurnar, sem hlupu á undan honum eftir rykugum veginm. ITm hádlegið stóð kærastan enn þá við litla eikartréð h.já ráð- hú.sinu og með þolinmæði beið hún eftir vini sínum. En maðurinn, sem tekið hafði stað þess, sem tapaði, dró seðlabunka úr vasa sínum og byrjaði að veðja. Mr. Bradlock, lögreglu- stjóri horfði hugfanginn á leikinn. f þessu hrópaði einhver: “Hún er að koma, hún er að koma!M Hér var átt við skrúðgönguna, og sama hrópið hafði heyrst mörgum sinnum áður, en aldrei kom skrúð- gangan. Samt litu allir á úr sín og ræddu um það með ákafa, hvað klukkan væri nú annars orðin, því engum tveim úrunum bar saman. Þá var leitað álits Schofields Henrv, hringjara. Sá mikli embættLsmaður hafði þá gleymt að vinda upp sitt úr. Samt kom mönn- um saman um að klukkan værL langt gengin í tíu. Þá mundi Henry að hann hafði ekki hringt þegar hún var níu, og tók nú á sprett, til að vera búinn að því áður en næsta hring- ing ætti að koma. Helen Sherwoed sá þetta alt saman út um einn gluggann á ráðhúsinu. Hún sá hringj- arann koma á harðaspretti og heyrði Martin gamla reka upp skellihlátur, þegar Henry tapaði tölunni á slögunum. Hún sneri sér brosandi að Harkless : “En hvað þetta fólk er alt saman ánægjulegt og gott. Það er eins og ein stór fjölskylda. ’ * “Það er dagsatt,” sagði Harkless, sem stóð við hlið hennar. “Fyrst leiddist mér hér, en nú er það alt breytt.” Hann hallaði sér fram að glugg- anum og horfði niður yfir mannþröngina. Hann var rjóðari í andliti, en hann átti að sér að vera og fólk tók eftir því að hann brosti enn vingjarnlegar en vant var. “Það er hvergi til betra fólk, ” hélt hann áfram. “Líklega finst mér það vegna þess hve vel það hefir reynst mér—en svo er það gott hvað við annað og lifir saman í sátt og friði.” “Já, það er auðséð. Samt þekki eg stór- ar og feitar kerlingar, sem sitja í hæginda- stólum í fínum höllum og tala um sveitafólk af ‘lægri stéttunum.’ Það virðist jafn á- nægt fyrir því.” “Reyndar skortir nú mikið á að fólk hér sé eins víðlesið eða mentað eins og fólk í borgunum austur frá,” sagði Harkless. “Eg get ekki séð að það hegði sér nokk- uð öðruvísi en fólk gerir í Rouen, og Rouen er að flestu leyti eins og stærri borgirnar. Samt býst eg við að fína fólkið frá Philadel- phia myndi ekki trúa að svo væri.” “Þeir eru ekki allir frá Philadelphia, sem þykjast meiri en við,” sagði Harkless brosandi. “Samt sagði einhver: ‘þess lengra sem eg fer vestur á bóginn, þess vissari verð eg um það, að vitringarnir hafi komið úr aust- urátt. ’ ” “Já, þeir komu úr austurátt,” sagði hann. “Ein skólasytir mín komst að því að eg væri frá Indiana, ” sagði Helen. “Hún spurði mig hvort ekki væri fjarska leiðinlegt að búa svona langt frá mannabygðum. ” Helen þagnaði og sneri sér frá Harkless, svo bætti hún við. “Eg kyntist þeirri stiílku við Winter Harbor.” “í'lerð þú oft til Winter Harbor?”spurði Harkless. “Við höfum farið þangað á hverju sumri í mörg ár, nema í þetta sinn. Átt þú kunn- ingja þar?” “Einu sinni var það. Ðinn skólabróðir minn var frá Rouen.” ‘ ‘ Hvað hét ‘hann ? Máske eg þekki hann. ’ ’ Hún leit á Harkless og sá að andlit hans var aftur orðið alvörugefið; á nokkrum augna- blikum var hann orðinn gerbreyttur. “Hann er eflaust búinn að gleyma mér. Eg befi ekki séð hann í mörg ár. Svo er hann nú kominn út í veröldina, eins og við segjum, og þar gleymir maður mörgu. Hér í Platt- ville er auðveldara að muna eftir hlutunum. ” “Komst þú nokkurn tíma til Winter Harbor?” “Já, einu sinni. Eg var þar einn dag. Þú varst þá svolítil stúlka,—varst þú ekki _______> > “Hlustaðu!” hrópaði Helen. “Nií er skrúðgangan að koma. Horfðu á mannfjöld- ann.” Nú hevrðist trumbusláttur og læti. Fólk- ið hafði sig af götunni, svo að engar tálmanir yrðu í vegi. Til að sjá var það engu líkara en bylgjur á ólgandi hafi. Skrúðgangan var loks að koma. Strák-. arnir réðu sér ekki fyrir kæti. Sumir böðuðu út liöndunum, aðrir steyptu sér kollhnís og aðrir fóru á handahlaupum. I nokkurri fjar- lægð sást á fána þeirra sem fremstir fóru. Skrautlegir vagnar og alls konar kerrur komu í langri halarófu. Lúðrasveitin, í allri sinni dýrð, gekk á undan. Svo kom trúðaflokkur- inn. Afarstór fíll með heilt hús á bakinu gekk þunglamalega eftir götunni, horfði spek- ingslega til beggja hliða. tílfaldar með stór- ar kryppur og langa, luralega fætur liðu fram hjá eins og skip á bárum. Þá kom fíflið, með asna fyrir kerru sinni. Þar næst kom stór og gerfilegur karlmaður, brynjaður með sverð í hendi. Kerru hans drógu tvö tígrisdír. Miss Sherwood horfði hugfangin á skrúð- gönguna, engu síður en aðrir. Þegar alt var farið fram hjá, sneri hún sér við til að athuga Harkless. Hann var þá allur á brott. Aðeins Minnie og Lige Willetts voru í herberginu. “Hann þurfti að fara burt,” sagði Lige. “Samt hélt hann að hann yrði kominn aftur áður en alt væri búið. Þú sýndist vera sva hrifin, að hann vildi ekki trufla þig. ” “Hvert varð hann að fara?” Minnie hló. ‘ ‘ Það senda svo margir eft- ir Mr. Harkless.” “Það var bóndi úr nágrenninu, Bowlder að nafni,” sagði Mr. Willetts. “Sonur þessa bónda er talsverður drykkjumaður, og þegar hann verður ölvaður, ræður enginn við hann nema Harkless. Sá getur, svei mér, haft lag á þeim. Samt segja menn að háskólamehtun geri engum gagn. Þið vitið hvernig hann gerbreytti Fisbee gamla. ” “Sjáið þið,” hrópaði Minnie, alt í einu, og benti út um gluggann. “Það eru einhver ósköp um að vera þarna á götunni. ’ ’ Þau sáu að einhver hreyfing var komin á mannfjöldann. Allir stefndu að vellinum framan við ráðhúsið. “Það er hinum megin,” sagði Lige. “Við sjáum betur úr þeim gluggum. Flýtið ykkur nú.” Þau gengu út úr herberginu og yfir gang- inn. Þeim megin var gott útsýni yfir völlinn. Við tröppurnar, sem lágu upp að ráðhús- inu stóð fimm menn. Að þeim streymdi mann- f jöldinn. Allir vildu komast sem næst, til að sjá hvað um væri að vera. Svo litið autt svæði var framan við tröppurnar. Á efstu tröppunni stóð Harkless með hendina á öxl Hartley Bowlder, sem nú sýndist orðinn ó- drukkinn. Á auða svæðinu stóð Jim Bard- lock, yfirlögregluþjónn, og á milli hans og Harkless stóðu svikahrapparnir, sem féflett höfðu sýningargestina allan daginn. Hark- less hélt á teningunum í annari hendi. “Ykkur er bezt að skila þýfinu aftur,” sagði Harkless í einbeittum róm. Þið hafið náð 85 dölum af þessum pilti. Fáið honum þá aftur, umsvifalaust.” Spilaþjófarnir fóru að mjaka sér nær fjöldanum og litu flóttalega í kringum sig, eins og merðir í gildru. “Þjappið ykkur saman og látið þá ekki sleppa,” skipaði Harkless. “Þetta er þokkaleg meðferð,” vældi ann- ar bófinn. Hann leit með hatursfullu augna- ráði til ritstjórans. “Við höfum ekkert af okkur brotið, og nú er okkur sagt að skila þeim peningum, sem við höfum réttilega unn- ið. Þið verðið að sanna að við höfum farið með rangindi. ” “ Já, við skulum sanna það,” sagði Hark- less. “Komdu hingað, Eíph Watts. Vinir mínir—” Ritstjórinn sneri sér að mannf jöld- anum, “hér er maður, sem við urðum að senda héðan fyrir nokkrum árum af því hann var þessum hlutum of kunnugur. Nú er hann kominn hingað aftur og hefir bætt ráð sitt. Hann getur útskýrt svikaaðferðir þessara herramanna. ’ ’ “Þetta er alt saman mjög auðvelt,” sagði Watts. ‘ ‘ Teningarnir eru þannig útbúnir að sá, sem kann að velta þeim, getur látið þá koma upp eins og honum sýnist. Watts út- skýrði alt rækilega og sáu menn þá að þeir höfðu verið prettaðir herfilega. Þá fór að koma ókyrð á þá, sem næstir voru, og höfðu þeir í hótunum við svikarana. “Þarna sjáið þið,”sagði Harkless, “hve auðvelt er að svíkja ykkur. Samt standið þið hér grafkyrrir og látið taka 85 dali af fá- tækum manni. Hvað þurfið þið lengi að vinna fyrir svo hárri upphæð. En hverju er um að kenna að svona er farið með ykkur. Það er peningagræðgi ykkar, som orsakar það. Þið viljið fá eitthvað fyrir ekkert, eins og svo oft vill verða fyrir mönnum. Ómerkilegir svikar- ar fara með ykkur eins og skynlausar skepn- ur. 0g þú, Jim Bardlock, lögreglustjórinTi sjálfur, þú skammast þín ekki fyrir að viður- kenna þátttöku þína í þessu glæfraspili.” Harkless hækkaði röddina og benti á Bard- lock. Sá góði og vinsæli embættismaður leit í kringum sig og sá allstaðar fordæmandi augnaráð. Allir litu til hans með kuldalegu augnaráði. Nú var Bardlock mjög geðgóður maður og bezta skinn, og þoldi því illa að þannig væri horft á sig. Hann kom ekki upp einu einasta orði en hengdi höfuðið niður á bringu og strauk hendinni um yfirvarar- skeggið og tvísteig þarna í sömu sporunum. Aldrei hafði hann óskað þess fyr að vera kominn á kaf ofan í jörðina, en nú fór honum eins og þeim, sem finna sök sína, að hann þorði ekki að líta upp. Harkless ætlaði að deyja úr lilátri, en hélt að bezt væri að hræða aumingja mann- inn dálítið. “Þú,” hrópaði ritstjórinn, “þú, sem ert kosinn af ílmum þessa héraðs, til að gæta laganna, og---------” í þessu tók Martin gamli til máls, með sínum skræka róm. “Fallegt er nú vestið hans Jims, en enginn myndi þó ætla að það væri úr strútsfjöðrum. ” Þá rak Harkless upp hlátur, því nú var engu líkara en að Bardlock ætlaði að grafa höfuð sitt í sandinn, eins og sagt er að strútar geri, ef þeir verða hræddir. Harkless sneri sér aftur að svikurunum. “Skilið þið nú peningunum strax. ” “Komdu hingað og sæktu þá,” sagði ann- ar þeirra í ögrunar róm. Þessu reiddust áheyrendur og tóku nú að æsast í skapi. “Við skulum herja óþokkana,” hrópaði einhver úr hópnum. “Það ætti að tjarga þá og fiðra,” sagði annar. “Rekum þá úr bænum.” “Eg myndi flýta mér, í ykkar sporum,” sagði Harkless við svikarana. Það dugði. Þeir töldu fram peningana og fengu Harkless þá, en hann fékk þá þegar í hendur gamla Bolder. Annar bófinn sneri sér að Harkless og ságði: ‘ ‘ Þú skalt fá að kenna á þessu síðar. ’ ’ Þetta heyrði lögreglustjórinn og lifnaði nú yfir honum. Hann rétti úr sér, setti upp yfirvaldssvip og sagði liátt og skýrt: “Hér með lýsi eg því yfir að þið eruð nú, sam- kvæmt lögum, handteknir, og eruð mínir fang- ar þar til réttvísin hefir ráðstafað ykkar máí- um. ” Nú hrópaði lýðurinn enn meir. “R(‘kið þá íþ úr bænum. Hengið fantana—við skul- um hengja bölvaða þrjótana!” og um leið færði mannfjöldinn sig nær og gerði sig lík- legan til að framfylgja hótununum. “Bertu nú fljótur, Jim,” sagði Harkless rólega og greip um leið í öxl annars fangans og kipti honum upp í efstu tröppuna. “Komdu þeim inn í ráðhúsið, og svo inn í fangelsið. Við Watts skulum gæta dyr- anna.” • Bardlock ýtti föngunum gegnum dyrnar en Watts og Harkless tóku á móti þeim, sem sóttu upp tröppurnar, þangað til dyrunum var læst. “Hættið þessari vitleysu,” sagði Hark- less. Lögin duga okkur. Farið þið nú aftur burt.” Hann var hálf hlæjandi og bandaði við þeim með opnum lófunum. t því réðist lítill flokkur manna til uppgöngu á pallinn, og hafði jeinn þeirra lurk í hendinni. Hann sveiflaði bareflinu og fíni stráhatturinn rit- stjórans fauk langar leiðir undan högginu. Iiarkless krepti hnefana og einn maður- inn hljóp burt með blóðugan munninn og með blótsyrði á vörunum. Nokkru seinna stóðu Watts og Harkless einir á ráðhúspallinum. Watts setti skammbyssuna aftur í vasann. “Svo Watts þurfti ekki að nota skamm- byssuna,” sagði William Todd. “Hann get- ur áreiðanlega séð um sig, hann Harkless. Það var meiri smellurinn þegar hann barði mannaumingjann á kjaftinn. ” “Var það ekki einn af Krossgötu mönn- unum, sem barði hattinn af ritstjóranum,” spurði Judd Benríett. “Mér isýndist Bob Skillett vera með lurk í hendinni.” Harkless fleygði opnum dyrunum á ráð- húsinu. Gangurinn var tómur og Bardlock var búinn að loka inni fangana.’ “Nú megið þið koma,” sagði ritstjórinn, “ekki á eg ráðhúsið.” 8. KAPITULI. Síðdegis. Stúlkan hjá hláu tjaldstönginni. Þau gengu íhægðum sínum eftir gamla stígnum, sem lá upp að húsi dómarans. Sólin skoin á græna maís-akrana og fuglarnir sungu í greinum trjánna. Skuggar trjánna gerðu veginn bládröfnóttan og fiðrildin léku sér í heiðbláu loftinu. Harkless gokk álútur, því öðruvísi gat hann okki séð andlit Helenar. Hann gat ávalt clást að fegurð hennar. Nú tók hann sérstak- lega eftir því livað roðinn í kinnum hennar var fagur. Oft hafði honum fundist að langt væri að húsi dómarans, en nú fanst honum loiðin ekki líkt því eins löng, hvað hægt, sem þau gengu. Með leyfi hennar kveikti hann í vindling, en hún tók að raula gamalt lag. Hann kannaðist við lagið og endurminn- ingin um kveldið áður varð enn skýrari. Svo rvfjaðist upp fyrir lionum margt annað, sem næstum var gleymt. Hann fór aftur að hugsa um ferð sína til Winter Harbor, norður með Maine-strönd- inni. Hann mundi eftir veizlunni, sem hon- um var haldin í spilaskálanum, og hann mundi eftir lítilli stúlku, sem söng fyrir gestina. Hún var svo falleg og sakleysásleg, þessi stúlka, að hann liafði nefnt hana “svstur Galahads,” því Galahad var göfugastur allra riddara í fornöld, og svo saklaus, að hann fékk að sjá þá levndardóma, sem öðrum voru huldir. Þessari litlu stúlku hafði hann gleymt, en nú stóð hún honum eins greinilega fyrir hugskotssjónum og mögulegt var. Ljós- brúna hárið og gráu augun og varnirnar eins og rósarblöð; auðvitað þekti hann andlit henn- ar nú. Harkless nam staðar og sló saman lóf- unum. “Þú ert frænka Tom Merediths.” “Og þú ert hinn frægi Harkloss,” svar- aði Helen og rétti honum hendina. “E|g man vel eftir þér núna,” sagði Harkless. “Það er tími til kominn.” ‘ ‘ Já, en eg gleymdi þér aldrei. Eg bara hélt eg hefði gleymt þér. Eg vissi ekki eftir hverju eg mundi og hélt það væri aðeins í- myndun, en það var ekki. Eg hefi aldrei gleymt röddinni eða andlitinu, þessvegna sagði-----” “Tom Meredith man vel eftir þér enn þá,” tók hún fram í. “Má eg taka í hendina á þér aftur,” spurði Harkless. Hún rétti lionum hendina: “Já, með á- nægju, en livers vegna?” “Bara svo eg muni betur,” svaraði hann. “Eg var kölluð ‘systir Galahads’ alt sumarið, aðeins af því þú nefndir mig það. Við dönsuðum saman þá um kvöldið.” “Var það?” “Svo þú manst það ekki?” sagði Helen og hristi höfuðið. ‘ ‘ Þú varst svo lirifinn af frú Van Skuyt í þá daga, það var varla von þú tækir mikið eftir mér. Mér var lofað að heilsa hinum mikla Harkless, af ]>ví eg söng svo vel þetta kvöld, og þú hneigðir þig ósköp kurteislega, eins og háaldraður herramaður, og bauðst mér í dans.” “Háaldraður? Hvað var eg þá orðinn gamall. En livað tíminn breytir mörgu.” “Þér fanst. víst ekki mjög skemtilegt að tala við mig,” hætti hún við. “Jú, eg man vel eftir þessu. Eg get áreiðanlega sagt þér hvað við töluðum um, ef þú lofar mér að hugsa dálítið.” Helen hló. Þegar liún hló, átti Harkless ætíð bágt með að segja henni ekki hve fríð hún væri. ‘ ‘ Eg held þú ættir ekki að segja mér neitt úr okkar samtali, því eg talaði ekki orð við iþig,” sagði Helen. Eg var svo feimin við þig. Eg svaf ekkert alla nóttina fyrir umhugsun- inni um 'þig, Eg var svo hrædd um að þú hefðir álitið mig einhvern aula, af því eg þorði ekkert að segja.” “Mig langaði til að skrifa þér og biðja þig velvirðingar á heimsku minni. En þú varst eliki mikið að fást um mig í þá daga. Þú varst svo hrifinn af frú Van Skuyt, og svo sigldir þú burt næsta morgun.” “Það er merkilegt hvað tíminn breytir okkur,” sagði Harkless. “En það er ekki satt að eg hafi nokkura tíma gleymt þér. Eg hefi alt af munað eftir þér.” “Já, auðvitað,” sagði Helen, og hermdi eftir honum. “Auðvitað manstu eftir því öllu. En hættu nú þessari vitleyisu. Við skulum halda áfram.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.