Lögberg - 03.05.1934, Blaðsíða 3
LÖGBERG, EIMTUDAGINN 3. MAÍ, 1934
3
SÖLSKIN
Sérstök deild í blaðinu
fyrir börn og unglinga
Þursarnir í Gullbergi
Einu sinni fyrir löngu áttu tveir
þursar heima norður í landi og hét
annar Kall en hinn Kollur. Og þar
norÖurfrá var líka fjall, sem í var
mikið gull og var kallað Gullberg,
og þar brutu þursarnir grjót og
unnu gull, en skriðan niður af nám-
unni þeirra var kölluð Þursaskriða.
Þarna rann á skamt frá og var foss
í ánni, og við fossinn höfðu þurs-
arnir pottana sína. Þesskonar pott-
ar eru víða til frá gamalli tíð og eru
kallaðir skessukatlar. Þursarnir
létu vatnið buna niður í katlana og
svo fyltu þeir þá með málmgrýti og
létu vatnið mala það. Þeir notuðu
stór tré til að hræra í með, og kvarn-
arsteina áttu þeir líka; þá geturðu
séð ef þú lítur ofan í skessuketil, því
að þeir liggja á botninum. Þursarn-
ir möluðu svo grjótið í smátt og á
eftir sópuðu þeir gullsandinum
saman í pottinum og báru hann heim
í hellinn til sín, en þeir höfðu gert
sér heila höll inni í fjallinu. En
fyrir dyrunum höfðu þeir stórar
hellur, sem enginn gat bifað nema
þeir.
Einn góðan veðurdag kom þangað
piltur, sem Eyvindur hét, með
skreppu á baki og staf í hendi. Hann
var að leita að gulli, eins og nærri
má geta. Mest langaði hann til að
brjótast inn til þursanna og stela
gullinu frá þeim. En það var ekki
viðlit að komast inn til þursanna,
því lykil hafði hann engan og hann
þekti ekki töfraorðið sem þurfti til
þess að láta dyrnar opnast.
Og nú sat hann og braut heilann
um hvernig hann ætti að komast inn
og ná í gullið. Hann sat við f jalls-
rætúrnar og heyrði þursakvarnirn-
ar mala og hann sá þursana sína
bera fulla sekki af fínasta gulli inn
í höllina til sín á hverju kveldi —
bæði Kall og Koll.
Loks hugkvæmdist Eyvindi að
hann yrði að koma á missætti milli
þursanna innbyrðis, svo að þeir færi
að fljúgast á. En hvernig átti hann
að fara að því? Hann gerði sér
lúður úr birkinæfrum og um kvöld-
ið kallaði hann gegnum lúðurinn:
Hvað er þarna um tröll
um fjöll og koll?
Og því var svarað í fjallinu:
Koll! Koll! Og drengurinn hélt
vitanlega að það væri þursinn að
segja til nafns síns og héti Kollur.
Og eftir dálitla stund kom Kollur
þursi og hrópaði:
—Ert það þú, sem öskrar um urð
og fjall?
Svaraðu mér kall!
—Kall—kall---------bergmálaði í
f jallinu. Og Kall varð svo fokvond-
ur, sem nokkur þursi getur orðið,
því að hann hafði fengið sér blund
eftir matinn og vaknaði við há-
reystina. Hann snaraðist út og hróp-
aði á móti:
—Hvað viltu mér, Kollur?
Og þá hrópaði hinn þursinn:
—X’araðu þig, Kalli,
frið vil eg hafa í f jalli! ,
Nú sá Eyvindur að þursarnir
voru orðnir reiðir og hugsaði sig um
hvað hann ætti að gera næst. Hann
leit kring um sig og kom þá auga á
geitungsból og tók það og lét það á
furuna, sem Kollúr var vanur að
nota til þess að hræra í pottinum
með. Svo flýtti hann sér að hin-
um pottinum, og fann tréð sem Kall
notaði. Hann stráði á það niaurum.
Eftir sólarlagið komu báðir þurs-
arnir þrammandi að kvörnunum s'n-
um til þess að vitja um gullið. En
í sama bili sem Kollur greip þvör-
una sína flugu geitungarnir upp og
fóru að stinga hann í bakið. Og þá
reiddi Kollur furutréð sitt að KaMi
og hrópaði:
—Hundspottið þitt, hrakið,
híturðu mig í bakið?
En Kall varð jafn fokvondur þeg-
ar maurarnir fóru að bíta hann og
kallaði:
—Hvaða kvikindi hefirðu sett á
mig, Kollur ?
—Sama get eg spurt þig, fúli
þursi, var svarað aftur. Og Kollur
lét ekki standa við orðin tóm.
—Sjálfur ert þú allra kvikinda
argastur—og sjáðu nú til. Þetta er
Kall! sagði hann og grýtti stórum
steini.
Og áður en varði voru þeir komn-
ir í æðisgengið grjótkast. Og loks-
ins höfðu þeir ekki annað að kasta
en aur og sandi, gullmolum og gull-
sandi. Þeir fleygðu öllu, sem þeir
náðu til, en mest af því sem þeir
köstuðu, fór í ána og sökk þar.
Og upp frá þessu kvöldi voru
þeir svarnir féndur, og sátu um að
gera hvor öðrum sem mest tjón.
Þeir héldu stríðinu áfram kvöld
eftir kvöld, en loks ákváðu þeir hvor
um sig að fara á burt af þessum stað.
Þeir tóku pjönkur sínar á bakið og
löbbuðu á burt. Kollur þrammaði
norður, milu eftir mílu. Þegar hann
kom norður að sjó, lagðist hann
fyrir til að hvíla sig og þá sofnaði
hann. En þegar sólin kom upp varð
hann að steini, og þarna liggur Koll-
ur og pokinn hans enn í dag.
Kall fór beint i suður, þangað sem
nú heitir Tröllatindur. Honum fanst
fallegt þar, svo að hann settist þar
að. Og þar á hann heima enn. Nú
er hann orðinn fjörgamall, en lifir
samt, því að þursarnir geta orðið
meira en þúsund ára. Hann gerir
ekki víðreist en situr lengstum heima
og reykir pípuna sína. Leggurinn
á henni er langt furutré en hausinn
er eikarrót. Hann lætur heiltunnu
af mosa í pípuna í einu og það end-
ist honum talsverða stund. Þið
hafið vist oft séð gráa mekki á f jöll-
unum. Það cr tröllareykur.
En svo var það hann Eyvindur.
Hann hafði búist við að ná í kynst-
ur af gulli, strákgreyið, en fékk ekki
neitt og það var rétt handa honum,
því að hann hafði sigað þursunum
saman, í stað þess að læra af þeim
hvernig maður á að grafa gull.
En í ánni, sem þursarnir höfðti
forðum fleygt gullinu í, finnur fólk
gullsand enn í dag, þegar það gref-
ur í árfarveginum. —Fálkinn.
Bak við grindur
Spánverjar eru friðir menn,
glæsilegir og kurteisir með afbrigð-
um.
Einar skáld Benediktsson hefir þó
einkum víðfrægt fegurð spánverskra
kvenna í einu af kvæðum sínum. En
þó að spánskar konur séu fríðar
sýnum og eigi heima í fögru landi,
þá eiga þær að mörgu leyti við erfið
lífskjör að búa, ef mælt er á mæli-
kvarða þeirra þjóða, sem lengi hafa
notið mikils frelsis í daglegu lífi.
Frá því er sagt í sögum og suð-
rænum kvæðum, að spánverskir ást-
menn knýi strengi gígjunnar neðan
við glugga ástmeyjar sinnar. Þetta
er að miklu leyti veruleiki. Spán-
verskar konur eru raunverulega
fangar, þar til þæir eru komnar á
efri ár. Þá verða þær harðstjórar
það sem eftir er æfinnar.
Það er algeng venja á Spáni í
itiörgum lu'isum, að hafa grannar
járngrindur fyrir neðstu gluggun-
um. Það er nauðsynleg vörn móti
þjófum og ránsmönnum. En þessi
venja er, án efa, mynduð í sambandi
við innilokun kvenna. Þessvegna er
söngur og gígjuspil hugfanginna
ástmanna, neðan við rimlaglugga
innibyrgðra kvenna, sjálfsvörn æsk-
unnar. Söngurinn og hörpuhljóm-
arnir þýða dulmál tilfinninganna þó
að múrar og járnstengur skilji þá
að, sem vilja vera saman.
Ungum, spönskum stúlkum, af
heimilum efnafólks, er komið í
klausturskóla, og aldar þar upp, þar
til þær hafa náð þeim þroska, að
hóf þyki á, að mæður og fóstrur
fylgi þeim á skemtigöngum um hin
breiðu og skuggasælu trjágöng borg-
anna. Skólar þessir eru í flestu
gamaldags og kenslan sniðin eftir
dutlungum þröngsýnna presta og
munka. Ung, spánversk stúlka, sem
eytt hefir æsku sinni í klausturskóla,
veit lítið um heiininn og mannlífið.
En það sem á vantar um mentun og-
þekkingu, er bætt úr með djúpsettri,
meðfæddri hagsýni, þegar lífsreynsl-
an bætir úr lítilli skólagöngu.
Unga stúlkan er byrgð inni í
klausturskóla. Á heimilinu er hún
líka innilokuð. Hún má ekki vera
á götum úti nema í fylgd með vanda-
mönnum eða gæslukonu. Hún fer
lítið á sjkemítanir. Vel upp alin,
spánversk stúlka fær alloft í fyrsta
sinn að sjá nautaat, er hún fer þang-
að sem gift kona, ög þó er nautaat
jafn algeng skemtun á Spáni, eins og
dansleikur á Norðurlöndum.
Eftir giftinguna verður lítil breyt-
ing til bóta um frelsi spánskra
kvenna. Unga konan kemur jafn-
aðarlega í hús tengdamóður sinnar
og verður að hlíta boði hennar og
banni. Nýgiftur eiginmaður hlýðir
meir á skipanir móður sinnar en
fortölur konu sinnar. Á kvöldin fer
hinn ungi eiginmaður út að skemta
sér eftir erfiði dagsins, en hann skil-
ur konu sína eftir undir vernd
móður sinnar, bak við lás og loku.
Norrænar konur, sem giftast á
Spáni, una venjulega illa hag sínum
í ófrjálsu hjónabandi, en spánversk-
ar konur kunna einkar vel við frelsi
það, er þær njóta í germönskum
löndum, er þær giftast og búa þar.
En þegar aldur færist yfir
spanskar konur byrjar valdatimi
þeirra. Þá ráða þær mestu á heim-
ilinu yfir mönnum sínum, börnum,
barnabörnum, tengdasonum og
tengdadætrum. Þá fyrst nýtur kon-
an á Spáni hæfileika sinna. Þá
hætta járngrindur fyrir gluggum
hennar að vera tákn um kúgun og
fangavist.—/./. —Dvöl.
Grafir Rómverja
Leiðin lá gegnum gamlan og nýj-
an höfuðbæ í Ebrodalnum, Tara-
gona. Fyrir 2000 árum átti þar
heima rómverskur landstjóri, sem
hafði með höndum stjórn héraðs-
ins. Þá voru reistir miklir víggarð-
ar kringum borgina. Þeir standa
enn að nokkru leyti, voldugir stein-
veggir, margra mannhæða háir. Síð-
an hafa aðrar drotnandi þjóðir
landsins bætt við nýjum víggirðing-
um. Mannvirkin í bænum segja
sögu þjóðarinnar síðustu 20 aldirn-
ar.
í útjaðri borgarinnar var fyrir
nokkrum árum verið að byggja tó-
baksverksmiðju fyrir rikið, því að
það er tóbakseinkasala á Spáni.
Þegar verið var að grafa fyrir
grunninum, komu verkamennirnir
niður á stóran grafreit frá tíð Róm-
verja. Síðan var grafið með mikilli
gætni, og fundust þá feiknin öll af
likkistum úr marmara, mannabein,
margskonar áhöld úr brendum leir
og málmi. Þessi fundur var svo
þýðingarmikill að borgarbúar reistu
safn yfir þessa fornmuni við hlið-
ina á grafreitnum. En að nokkru
leyti er sjálfur grafreiturinn forn-
minjasafn. Þegar öll mold og leir
hafði verið tekinn burtu, sást undir-
staðan í þessu mikla dauðraríki.
Þar lágu hlið við hlið leifar af stein-
kistum, mannabein og ótölulegur
fjöldi af leirbrúsum í öllum stærð-
um, sumir meira en meter á lengd.
Eftirminnilegastar eru sumar
marmarakisturnar, sem geymdar eru
inni i safninu. Þær eru forkunnar-
fagurt smíði, holaðar úr marmara-
stykki hæfilega stóru til að umlykja
mannslíkama. Á sumar kisturnar
voru haglega gerðar andlitsmyndir
höggnar á hlið líkkistunnar, bæði af
konum og körlum. Þar var reynt að
gefa listrænan ódauðleik þeim, sem
grafinn var í kistunni, undir þungri
marmarahellu.
En því þessi mergð af leirbrúsum
innan um mannabeinin; Þeir, sem
grafið hafa vini og vandamenn í
vönduðum steinkistum, sem mynda-
smiðir skreyttu með andlitsdráttum
hinna dánu, trúðu á framhald lífs-
ins. Þeir bjuggust við að hinir
dauðu hefðu í öðru lífi, eins og hér,
þörf á að svala þorsta sínum. Þess-
vegna var vænn leirbrúsi, fullur af
hressandi svaladrykk lagður við hlið
þess, sem grafinn var niður í hina
heitu mold, í marmarakistu, með
þungu loki yfir.—/. /.—Dvöl.
PROFESSIONAL AND BUSINESS CARDS
PHYSICIANS amd SURGEONS
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 21 834—Office tímar 2-3
Heimili 214 WAVERLEY ST.
Phone 403 288
Winnipeg, Manitoba
DR. J. STEFANSSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Talsími 26 688
Stundar augna, eyrna, nef og
kverka sjúkdóma.—Er að hitta
kl. 2.30 til 5.30 e. h.
Heimili: 638 McMILLAN AVE.
Talsimi 42 691
Dr. P. H. T. Thorlakson
205 Medlcal Arts Bldg.
Cor. Grah&m og Kennedy 8ts.
Phonee 21 213—21 144
Res. 114 GRENFELL BLVD.
Phone 62 200
DR. B. H. OLSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sts.
Phone 21 834--Office timar 4.30-6
Heimili: 5 ST. JAMES PLACE
Winnipeg, Manitoba
Dr. S. J. Johannesson
Viðtalstimi 3—5 e. h.
218 Sherburn St.—Sími 30877
DR. L. A. SIGURDSON
729 SHERBROOKE ST.
Phone 24 206
Office timar: 3-6 og 7.8 e. h.
Heimili: 102 Home St.
Phone 72 409
BARRISTERS, SOLICITORS, ETC.
H. A. BERGMAN, K.C.
Islenzkur lögfrœöingur
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Building, Portage Ave.
P.O. Box 1656
PHONES 95 052 og 39 043
J. T. THORSON, K.C.
tslenzkur lögfrœöingur
801 GREAT WEST PERM. BLD.
Phone 92 755
W. J. LINDAL K.C. og
BJORN STEFANSSON
tslenzkir lögfrœöingar
325 MAIN ST. (á öðru gðlfi)
PHONE 97 621
Er að hitta að Gimli fyrsta
þriðjudag I hverjum mánuði,
og að Lundar fyrsta föstudag
G. S. THORVALDSON
B.A., LL.B.
tslenzkur lögfrœöingur
Skrifst. 702 CONFEDERATION
LIFE BUILDING
Main St., gegnt City Hall
Phone 97 024
E. G. Baldwinson, LL.B.
tslenzkur lögfraböingur
Phone 24 206
729 SHERBROOKE ST.
William W. Kennedy, K.C., LL.B.
Fred C. Kennedy, B.A., LL.B.
Kenneth R. Kennedy, LL.B.
Kennedy, Kennedy &
Kennedy
Barristers, Solicitors, Etc.
Offices: 505 Union Trust Bldg.
Phone 93 126
WINNIPEG, CANADA
DRUGGISTS
DENTISTS
WINNIPEG DRUG
COMPANY, LTD.
H. D. CAMPBELL
Prescription Specialists
Cor. PORTAOE AVE. and
EENNEDT ST.
Winnipeg, Man.
Telephone 21 621
DR. A. V. JOHNSON
tsienzkur Tannlœknir
212 CURRY BLDG., WINNIPEG
Gegnt pósthúsinu
Simi 96 210
Heimilis 33 328
Drs. H. R. & H. W.
TWEED
Tannlœknar
406 TORONTO GENERAL
TRUSTS BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
PHONE 26 545 WINNIPEG
Take Your Prescrlption to
BRATHWAITES LTD.
PORTAGE & VAUGHAN
Opp. "The Bay”
Telephone 23 351 We Deliver
Dr. A. B. Ingimundson
Tar.nlœknir
602 MEDICAL ARTS. BLDG.
Sími 22 296 Heimilis 46 054
DR. T. GREENBERG
Dentist
Hours 10 a. m. to 9 p.m.
PHONES:
Office 36 196
Res. 51 455
Ste. 4 Norman Apts.
814 Sargent Ave., Winnipeg
OPTOMETRISTS
MASSEUR
Harry S. NOWLAN
Optometrist
804 TORONTO GENERAL
TRUSTS BLDG.
Portage and Smith
Phone 22 133
Tel. 28 833
Res. 35 719
(~i»t*
InuMiNnr UirnoJ
305 KENNEDY BLDG.
(Opp. Eaton’s)
G. W. MAGNUSSON
Nuddlœknir
41 FURBY STREET
Phone 36 137
Simið og semjið um samtalstíma
BUSINESS CARDS
A. S. BARDAL
848 SHERBROOKE ST.
Selur llkkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnaður sá bezti.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina.
Skrifstofu talslmi: 86 607
Heimilis talsími: 501 562
HANK’S
HAIRDRESSING PARLOR and
BARBER SHOP
3 Doors West of St. Charles Hotel
Expert Operators
We speclatlze in Permanent Wavlng,
Fingrer Waving, Brush Curling and
Beauty Culture.
251 NOTRE DAME AVE.
Phone 25 070
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
601 PARIS BLDG., WINNIPEG
Fasteignasalar. Leigja hús. Út-
vega peningalán og eldsábyrgð af
öllu tægi.
Phone 94 221
A. C. JOHNSON
907 CONFEDERATION LIFE
BUILDING, WINNIPEG
Annast um fasteignir mn.nna,
Tekur að sér að ávaxta sparifé
fólks. Selur eldsábyrgð og bif.
reiða ábyrgðir Skriflegum fyrir-
spurnum svarað samstundis.
Skrifst.s. 96 157—Heimas. 33 328
00RE’S r4+/
* LTD.
28 333
LOWEST RATES IN THE
CITY
Furniture and Piano Moving
J. SMITH
Guaranteed Shoe Repairing.
First Class Leather and
workmanship.
Our prices always reasonable.
Cor. TORONTO and SARGENT
Phone 34 137
IIÓTEL 1 WINNIPEG
THE MARLBOROUGH
SMITH STREET, WINNIPEG
“Winnipeg’s Dovm Toum Hotel”
220 Rooms with Bath
Banquets, Dances, Conventions,
linners and Functions of all kinds
Coffee Shoppe
F. J. FALD, Manager
THE
M c L A R E N HOTEL
Enjoy the Comforts of a First
Class Hotel, at Reduced Rates.
$1.00 per Day, Up
Dining Room in Conneciion
ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG pœgilegur og rólegur bústaöur i miöbiki borgarinnar. Herbergi $.2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltlðir 40c—60c Free Parking for Guests HOTEL CORONA 26 Rooms with Bath, Suites with Bath Hot and cotd toater in every room Monthly and Weekly Rates Upon Request Cor. Main St. and Notre Dame Ave. East. J. F. Barrie.au, Manager
WINDSOR HOTEL HOTEL ST. CHARLES
J. B. GRAY, Mgr. & Prop. In the Heart of Everything
European Plan WINNIPEG
Rooms $1.00 and up Rooms from $1.00 Up
Hot and cold running water Special Rates by Week or Month
Parlor in connection. Excellent Meals from 30c up
197 GARRY ST. Phone 91 037
It Pays to Advertise in the “Lögberg”