Lögberg


Lögberg - 03.05.1934, Qupperneq 5

Lögberg - 03.05.1934, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. MAÍ, 1934 5 Systkinamyndir ii. Skýring: Fyrir nokkrum mánutS- um skrifaði eg fáein orÖ um Gunn- laug Jóhannsson í sambandi við s d f- urbrúðkaup þeirra hjóna. Fléttaði eg inn í þá grein nokkrar línur, sem eg hafði áður skrifað um hann í blaði, sem út hefir komið í stúkunni Skuld. Hefir þar birzt bálkur af greinum, sem heita “Systkinamynd- ir.” Eru það stuttar lýsingar af nokkrum helztu starfssystkinum stúkunnar. Til þess hefir verið mælst að fleiri af þessum stuttu greinum væru birtar; hefi eg lofað að gera það og endurteikna þvi hér mynd- ina af bróður Sigurði Oddleifssyni. # V * Enginn mun vita það með vissu hversu gamall þessi bróðir er—vafa- samt að hann viti það sjálfur. Hann hefir verið í stúkunni Skuld eins lengi og minni elztu manna nær. En hann er alt af eins—óumbreytanleg- ur, að því er séð verður; ekkert eldri nú en hann var þegar við sáum hann fyrst og heyrðum. Og það er þó víst að hann bæði sést vel og heyrist glögt. Sigurður CNldleifsson er stór maður og sterklega vaxinn; karl- mannlegur á velli og víkings bragur á allri framkomu hans. Svo rösk- lega talar hann og svo myndarlega hlær hann að bygginarnefndin sæla sá sér ekki annað fært en að láta setja tvöfaldar raðir af járnstoðum eða stálsúlum milli lofts og gólfs í báða samkomusalina, til þess að þakið lyftist ekki af loftölduþrýst- ingnum, þegar hann talar eða hlær. Nú hafa samt þessar súlur verið teknar burt úr efri salnum, því þar eru nú ekki eins oft haldnir Good- templarafundir og áður tíðkaðist— en bróðir Sigurður Oddleifssonar talar sjaídan annarsstaðar. Stúkurn- ar eru hans annað heimili. Bróðir Sigurður Oddleifsson er einkennilegur maður, eins og hann á kyn til að rekja. Minnir hann að ýmsu leyti á íslendinga í fornöld, eftir því, sem sögur lýsa þeim. Hann er herðabreiður, en ekki mið- mjór; samanrekinn og svipmikill, dökkhærður qg hnakkaprúður. And- litið er fremur langt, nefið' í stærra lagi og hakan sömuleiðis. Alt þetta segja hausaskelja fræðingar og and- litsfróðir menn að tákni hugrekki, áræði og þrek. Má það vel til sanns vegar færast að því, er Oddleifsson snertir. Stórir menn og þrekvaxnir eru oft seinir í svifum og hægfara. Þar er bróðir Oddleifsson undantekning. Hann gengur svo hratt og flýtir sér svo mikið að öllu, að engu er líkara en að hann haldi að hvert sporið og hvert starfið sé það síðasta, sem hann hafi tækifæri á í þessu lífi, og verði því að koma því af á svip- stundu. Hann er áreiðanlega einn hinna allra afkastamestu manna, sem stúkurnar eiga, og vandar öll verk sín að sama skapi. í ræðum sínum er bróðir Odd- leifsson oft hnyttinn og afar óhlíf- inn, hver sem í hlut á. Skerpir hann röddina þegar um áhugamál er að ræða, steitir hnefana framan i mót- stöðumenn sína—sérstaklega þegar við ofurefli er að etja—og leiftra þá eldingar úr augum hans. Hann lætur aldrei hlut sinn, ef því er að skifta, sé hann sannfærður um góð- an málsstað. I>róðir Oddleifsson hefir verið f jármála'fáðherra Skuldarstjórnar- innar lengur en nokkur annar núlif andi manna. Hann hefir verið þar nokkurs konar Bergsveinn Long. I þeirri stöðu hafa sannast á honum orðin, sem við voru höfð um séra Arnljót Ólafsson, þegar hann va alþingismaður og þótti halda föstum tökum titan um landssjóð : “Þar sækir enginn gull í gjá, sem gamli Ljátur á að passa.” Bróðir Oddleifsson hefir ekki ein- nngis haldið fast utan um centin og dalina fyrir Skuld, heldur hefir hann einnig verið hamhleypa við inn- heimtu. Á það verður minst síðar. Fjármálaráðherrar annara stjórna hafa komið og farið—flestir farið með litlum heiðri, hér í landi. Það er freistandi staða og vandasöm, og hefir mörguni orðið hált á þeim svellum, sem þar myndast. Hafa oft verið settar rannsóknarnefndu' þeim til höfuðs, í nafni konungs, en þeir flestir horfið úr sögunni, eins og draugarnir, sem enginn gat fest hendur á. En f jármálaráðherra Skuldar- stjórnarinnar hefir átt aðra sögu og ólika, þótt minni tign og lægri laun fylgdu stöðu hans. Þegar eitt kjör- timabilið hefir verið á enda, hefir það alt af verið eitt aðaláhugamálið að reyna að fá bróður Oddleifsson til þess að halda stöðunni áfram; jafnvel þótt um aðra ágæta menn hafi verið að velja, eins og t. d. Stefán Baldvinsson nú. Um em- bættisfærslu Sigurðar þarf ekki írekari vitnisburð ; þetta atriði næg- ir til þess að sýna hvernig hún liefir verið. Sargent avenue er einkennileg gata.—Aðalstræti íslendinga er hún kölluð nú sem stendur; Ross avenue var það fyrir aldarf jórðungi; Wel- lington Crescent verður það senni- !ega eftir annan aldarfjórðung. Það er varasamt að vera á ferð um Sargent, fyrir þá, sem ekki hafa borgað skilvíslega gjöld sin í Skuld. —Á horninu á Sargent og—já, eg held á Sargent og öllum strætum austan frá Sherbrook vestur að Do- minion má búast við að fjármála- ráðherrann í Skuld verði á vegi manns. Það er áreiðanlegt að Þjóð- verjar áttu ekki snjallari njósnara í stríðinu en Oddleifsson er fvrir Skuld í þessu tilliti. Það er eins og hann sé á öllum gatnamótum í einu; og það er eins og hann verði allur að augum og sjái jafnt aftur sem áfram, þegar hann er að svip- ast eftir Skuldarlimum og skuldu- nautum: “Þú ert í Skuld, góði!” segir hann rheð svo niikilli áfergju, að jafnvel þótt maður væri ekki í Skuld, þyrði maður varla að bera á móti því: “Já, þú ert í Skuld, meira að segja í tvöfaldri skuld; þú skuld- ar fyrir tvo ársfjórðunga!” eða: “Þú hefir ekki borgað blóðugt cent , heilt ár!” eða: “Komdu nú á næsta fund og borgaðu. Annars get eg tekið við borguninni hérna; eg man nvað mikið það er!” Stundum hefir bróðir Oddleifs- son aðra aðferð og grófari: “Þarna ert þú þá horngrýtis lómurinn! Það var gott að eg rakst á þig! Flefirðu á þér cent til þess að borga gjaldið þitt í Skuld? Þú ert ljóti déskotans trassinn!” Og hann segir þetta alt svo fljótt að það er eins og öll orðin komi í einni gusu, en þó svo skýrt og hik- laust. Auk þess segir hann það alt með svo hjartanlegu og bróðurlegu brosi og með svo miklum gæðum, að manni fallast hendur og orð—mað- ur getur ekki reiðst. Þegar hann svo hefir fengið mann til ]æss að fara ofan í vasann, taka þaðan upp peninga og afhenda hon- um, þá er hann til með að segja: “Nú getur þú farið norður og nið- ur fyrir mér; nú er mínu erindi lokið!” Og svo tekur hann í höndina á manni með þessu sterka, einkenni- lega handtaki, sem lýsir hreinlyndi, trygð, drengskap og manndómi. Handtök manna eru eitt af því, sem einkennir þá mörgu öðru betur; og sá fær vel útilátna kveðju, sem bróðir Sigurðttr Oddleifsson leggur sig til að taka í höndina á. Mér hefir stundum dottið i hug einn forn-íslendingur i sambandi við bróður Sigurð Oddleifsson. Það er Halldór Snorrason. Hann átti dálitla skuld hjá Haraldi konungi harðráða, ef mig minnir rétt; hafði konungur haft margar og ítrekaðar undanfærslur frá því að borga. Einhverju sinni gerir Halldór sér hægt um hönd á næturþeli, fer inn í konungshöllina urn miðja nótt; gengur rakleitt inn i svefnherbergi þeirra konungs og drotningar, vek- ur þau og heimtar tafarlaust skuld- ina. Konungur kveðst ekki hafa þar neina peninga, en Halldór segist þá taka hringinn af hendi drotningar —og það gerði hann. Svona væri bróðir Oddleifsson til með að hafa það, ef einhver þrjósk- aðist við að greiða gjald sitt i Skuld. , Sig. Júl. Jóhanncsson. í meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viðurkendar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum öðrum sjúkdómum. Fást hjá öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. Góð bók •|* — ll«—NN Islenzku skólinn Eins og almenningi er kunnugt, var hafður skóli í íslenzku hér í borginni i vetur, undir umsjón Þjóð- ræknisfélagsins. Fór kenslan fram frá kl. 9 til 10.30 f. h. á laugardög- um. Allir, sem vildu, ytigri eða eldri, voru velkomnir að sækja skól- ann sér algerlega að kostnaðarlausu. Þegar farið var á stað með þessa húgmynd, kom fáum til hugar, að aðsókn að skólanum yrði eins mikil og raun varð á. Þannig voru f jórir kennarar fengnir í byrjun, en svo var tveimur bætt við svo að segja strax. Með því að hafa sex kenn- ara gátum við flokkað nemendur mikið nákvæmar, bæði eftir kunn- áttu og aldri. Skólinn byrjaði 10. nóvember, með 77 nemendum. En svo bættist við hópinn uaiz tala þeirra, sem komu að staðaldri, náði 157. Sumir héldu að aðsóknin færi minkandi, eftir því sem fram á veturinn kæmi, en svo varð ekki. Aðsókn að skól- anum var aldrei meiri en í marz- mánuði. Eins og gerist, sleptu sum- ir nemendur degi og degi, en þó töp- uðu nemendur ekki meira en 14% af tímanum þannig, eða heldur minna en þretn kenslustundum hver að jafnaði. Aðsóknin var því álika eins og gerist við dagskólana. Alls voru kensludagarnir 20. í hinum ýmsu hekkjum innrituð- ust nemendur sem hér segir: Fyrsta bekk, byrjendur (ungir), 29. Kennarar, Miss Inga Bjarna- son og síðar Miss Guðrún Bíldfell. öðrum bekk, 35. Kennari, Miss Vilborg Etyjólfsson. Þriðja bckk, 30. Kennari Miss Salome Halldorson. Fjórða bckk. 28. Kennari J. G. Jóhannsson. Fimta bekk, 14. Kennari Miss Valgerður Jónasson. Byrjendur unglingar og fullorðn- ir, þar á meðal nokkrir, sem ekki eru íslendingar, 21. Kennari R. Marteinsson.—Alls 157. Vonandi verður haldið áfram með þessa ti!raun að ári og ætti þá að takast betur, því nú hefir maður greinilegri hugmynd um hvernig bezt er að haga kenslunni, svo hún verði notadrýgst. J. G. Jóhansson, forstöðumaður skólans. Eftirfarandi grein birtist nýlega í “Vísi,” og var einnig töluð í út- varpið í Reykjavík. Höfundur greinarinnar er Fröken Halldóra Bjarnadóttir, ritstjóri kvennablaðs- ins “Hlín.” Bandalag lúterskra kvenna er mjög þakklátt hinni hámentuðu og gáf- uðu konu fyrir heiðurinn og vel- vildina, sem hún, ótilkvödd, sýnir félaginu og ritinu “Árdís” með um- mælunum.—G. t. Nýlega hefir borist hingað vestan utn haf, ágæt, litil bók, sem margar íslenzkar konur,—og karlar reyndar líka—hefðu gaman af að kvnnast. Það er 1. árgangur af Arsriti Banda- lags lúterskra kvenna, gefið út í Winnipeg 1933. Ritið heitir “Ár- dís.” Er þar sagt frá stofnun og I starfi íslenzkra kvenfélaga vestra og kemur út einmitt á 50 ára afmæli elsta kvenfélagsins, því fyrsta fé- lagið var stofnað 1883 i Pembina í Norður Dakota. Kvenfélög íslendinga vestan hafs vinna nær eingöngu að kirkju- og kristindómsmálum og hafa þær látið mörg góð og gagnleg mál til sín taka. Þannig söfnuðu þær nærfelt 4,000 dölum til elliheimilisins Gimli. Kirkjufélagið stofnsetti þar gamalmennahæli 1915. Fyrir 30 árum kom fyrst til orða, að kvenfélögin i hinum ýmsu dreifðu bygðum kæmu á samvinnu með sér. Átti frú Lára Bjarnason, sem stofn- aði kvenfélag hins fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg 1886, upptök að því, en ekki varð þó af því í það sinn.—Bandalag lúterskra kvenna var stofnað 1925, fyrir forgöngu þessa sama félags, og er formaður þess frú Guðrún Johnson (Ásgeirs- dóttir frá Lundum í Borgarfirði). Henni farast svo orð, er hún ávarp- ar 8. þing Bandalags lúterskra kvenna: “Framfarirnar hafa ekki verið stórstígar, sem varla er við að búast, en þeir, sem hafa fylgst með starfi voru, hafa veitt þvi eftirtekt, að félagið hefir þroskast ár frá ári, áhugi fyrir því vaknað, fundir þess verið frábærlega vel sóttir og fyrir- lestrar lærdómsríkir og upjibyggi- legir, verið fluttir. Eins og kunn- ugt er, samanstendur þetta Banda- lag af safnaðarkvenfélögum Kirkju- félagsins, félögum, sem að kristilegri starfsemi vinna. Hefir það því tek- ið á dagskrá sína þau mál, sem standa næst þeirra verkahring: 1 Kristileg uppfræðslumál; 2. Upp- J eldismál; 3. Bindindismál; 4. Frið- sera armál. VETRARNÓTT Bjarta nótt. Land er vafið tunglskinstjöldum, tindra ljós á snævi köldum. Áin niðar undurrótt. Heiða nótt. Álfar dansa. Isinn dunar. Inni i gljúfri fossinn drunar. Frostið stígur hægt og hljótt. Festing blá. Norðurljósa-bogar brenna. Bjartir fákar skeiðin renna, hreinum slóðum himins á. Bjarta nótt. Bikar ljóss frá barmi þínum ber eg nú að vörum mínum. Áin niðar undurrótt. Jónatan Sigtryggsson. frú Tungu. —Lesb. Mbl. FRA HAFNARFIRÐI 5. APRlL Til Hafnarf jarðar kom í gær tog- arinn Jpúiter með 103 föt lifrar og í dag Venus með 94 föt lifrar. Enn sem komið er hefir kristin- dómsfrœðsla verið aðalverk félags- ins. I þrjú sumur hefir Sambandið sent kennara til þriggja prestlausra safnaða norður við Manitobavatn og eitt sumar til Árness, í prestleysi þar, til að halda kristindómsnámskeið fyrir unglinga. Félagið hefir verið sérstaklega heppið að fá til þessa starfs mikilhíefar, mentaðar stúlkur með mikilli æfingu i sunnudaga- skólakenslu. Stendur félagið og all- ir, sem að þessu standa, í mikilli þakklætisskuld við þær. Starf þeirra liefir borið frábærlega góðan árang- ur.” I ritinu er stuttlega skýrt frá stofnun og starfsemi um 40 kven- félaga, sem eru dreifð víðsvegar um íslendingabygðir. Konan, sern skrif- ar þetta, frú Ingibjörg Ólafsson, segir svo: “'Það hefir verið mér sérstök ánægja að lesa hinar mörgu og fróðlegu skýrslur, sem mér hafa borist frá þessum félögum. — Eg hefi einnig með höndum nokkrar af fundarbókum hinna elstu félaga. Blöðin eru fúin og skriftin máð. Manni hlýnar einkennilega um hjartafæturnar við að lesa þessi gömlu skrif. Það er eins og mað- ur sjái alla erfiðleikana í anda, sem þá hertu að hinum ágætu, tápmiklu konum og finni, hvernig þær á ýms- an hátt hlyntu að og glöddu þá, sem bágt áttu, hve samtaka þær voru um þá hugsun að gera guðshúsin fögur og vegleg. Öll voru þessi félög rneira og minna einangruð hvert frá öðru. Þeim liefði verið það mikill styrkur Eitt ógleymanlegt “ Minni” Flutt á ‘Frónsmóti” í Winnipeg 21. febr. ’34 Það er að verða íslenzk liefð Að yrkja fyrir sérhvert mót, En oftast bull—sem illa skilst Ög alt of langt í þokkahót.— En þetta ljóð er bljúgt sem bæn, ()g bæði skiljanlegt og stutt. Og allir vikna undir því, Það er svo dásamlega flutt— * Að vrkja og tala um ekki neitt Er alment talið kraftaverk. Þeir hevra ]>að, sem hlusta á mig Og hlýddu á undir-miðlungs klerk, Sem átti’ að vera leiðarljós Og lvsa 'upp okkar sálarhúm; En sleppum poka-presti, mér Og pólitískum kjaftaskúm. Vér endurnýjum enn ])á hér Vort alþjóðkunna bræðralag, Og liandtakið er hlýtt og þétt Og liafið yfir þras og jag; Og samstilt er í eina þrá Hvert andartak og hjartaslag. Þó einhver gestur gangi um með glóðarauga næsta dag. Og hér skal vera kátt í kvöld, Að kreppunni vér hendnm spott; Svo ótrúlega ásátt með Að eitthvert líf—sé skratti gott. Og seinna ]xS að þrengi að Og 'þokist Tit á versta stig, Þá ætti’ að vera hægt um hönd Að hengja—eða skjóta sig. Og “landinn” hefir lag á því Að lenda í eitthvert náðarskaut. (Svo ættum vér að vita'það Að vonin bætir hverja þraut,) Og sýnum að vor lund er létt Og leikum eins og fugl á kvist; Og hugsum bæði hátt og lágt, Og höfum beztu matarlyst. Og enska þjóðin öfundsjúk Sér inn um lítil skráargöt, Hvar “landinn” sezt við blómskreytt borð Og bryður snúða’ og hangikjöt, Og kjamsar yfir kökudisk Með kaffibolla og lirópar skál! Og aldrei var jafn yndislegt Að eiga þetta spari-mál.— Og Bretar undrast yfir því Hvað íslenzkan er mjúk og fín; Og það er ósköp eðlilegt Að aumingjarnir skammist sín. Þá skortir ljúf og liðug orð Að lýsa vorri tign og rausn; En fagurgalinn fer þó vel, Og friðar eins og syndalausn. Það líður eflaust alt of fljótt Hjá okkur þetta skemtikvöld Við tillitsblíðu’ og töfrasöng; Við tónaslátt og ræðuhöld. Og seinast hver með sína frú Mun svífa út í léttan dans, Þótt fari kannske um flesta bezt— Ifangi’ á konu annars manns. En sízt er þetta sagt til þess Að saka—menn—um nokkuð ljótt, Sem halda vörð um hegðan, orð, Og hugsun sína, dag og nótt.— En ef að snerting eða bros Fær eina vöku’ um helming stytt, Þá yrði sælla að hverfa heim Og hátta on’í bólið sitt. Og þó að líði þúsund ár Er þetta “minni” nógu gott, Með sæmilegri sóttlireinsun Og sunnudaga kattarþvott. En það er eitt sem enginn veit, Að undanskildum sjálfum mér, Að það er liægt að hafa það Við hvaða lag, sem fyrir er.— Lúðvík Kristjánsson. írá byrjun, hefði eitthvert samband verið milli þeirra.” 1 ritinu eru nokkur erindi, sem hinar mentuÖu og mikilhæfu vestur- íslenzku konur hafa flutt á fundum l’andalagsins. Ritið er mjög vandað að öllum frágangi, 60 bls. á stærð, en verðið" aðeins kr. 1.50. Fæst hjá ritstjóra “Hlínar.” H. B. —Visir. Læknir: Og svo verðið þér að muna eftir því, frú, að gefa mann- inum yðar ekki sterkt kaffi, það kann að æsa hann. Konan: Eg býst nú við þvi, að liann verði miklu æstari, ef eg gef honum dauft kaffi. —Viljið þér ekki kaupa þennan hund af mér. Hann er ákaflega tryggur og við höfum þolað súrt og sætt í mörg ár. En nú er eg neydd- ur til að------ —Eg hefi átt þennan hund í mörg ár. Hann hvarf í morgun. * * # —Flugvélar segið þér, æjá, þess verður vonandi ekki langt' að biða að maður sendi krakkana frá sér í flugvél, í stað þess að aka þeim í barnavagni. —Já, og þá geta þau farið eftir vetrarbrautinni. • # * # —Hvar felurðu þau bréf, sem þú vilt ekki að konan þín sjái ? —I saumakörfunni hennar.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.