Lögberg - 24.05.1934, Side 3

Lögberg - 24.05.1934, Side 3
LÖGBEKGr, FIMTUDAGINN 24. MAÍ, 1934 3 SOLSKIN Sérstök deild ? blaðinu fyrir börn og unglinga Passíuleikamir í Oberammergau Rétt 300 ár eru sítian merkustu helgileikirnir, sem sögur fara af, hófust í Oberammergau í Bayern. Eins og fyrir 300 árum eru það í- búar þorpsins sjálfs, án íhlutunar annarsstaðar frá, sem standa fyrir leiknum og fara með öll hlutverkin. Svo sem kunnugt er, er það píning- arsaga Krists, sem er efni lcikanna og eru þeir því réttnefndir passíu- leikir, samanber passíusálma. Tilefnið til þess, að passíuleik- irnir hófust í Oberammergau, var það, að skæð landfarsótt geysaði yfir héraðið árið 1633 og hétu bænd- ur því þá, ef sóttinni létti, að sýna píningarsöguna í leik tíunda hvert ár upp frá þvi. Sóttin rénaði í hér- aðinu og þegar árið eftir, 1633, sýndu þorpsbúar fyrsta passíuleik- inn með aðstoð munkanna í Etdals- klaustrinu í námunda við þorpið. Síðan hafa leikirnir verið sýndir á tiu ára fresti nokkurnveginn reglu- lega, en voru þó á tímabili bannaðir og stöku sinnum faríst fyrir sökum ófriðar. Munkarnir í Etdals-klaustri sömdu fyrsta passíuleikinn, senni- lega eftir enn eldri leik, en slíkir leikir voru algengir mjög á miðöld- um. Afrit af frumhandritinu, sem leikið hefir verið 1662, er geymt í Oberammergau, en presturinn Dai- senberger (d. 1883) lagfærði text- ann og færði í það form, sem nú er haft við leikina. Síðan eftir aldamót hefir verið leikið 19I0, 1922 og 1930, en nú á að leika aftur í sumar í tilefni af 300 ára minning fyrstu leikanna. Á meðan á leikunum i Oberammergau stendur, beinist að hinu litla sveita- þorpi athygli manna hvaðanæfa í heimi og tiigir þúsunda fara þang- að pílagrímsför eða fyrir forvitnis- sakir. Er óhætt að segja, að þorps- búar lifi og hrærist fyrir passíuleik- ina, eina, allir eiga þeir einhverja hlutdeild í þeim og atvinnulíf þeirra bvggist að miklu leyti á aðsókninni að leikunum sjálfum og æfingaleik- unum, sem fara fram milli aðaleik- anna. Þorpsbúar eru hagleiksmenn miklir og er eirkerasmíði og helgi- myndaskurður aðalatvinnugrein þeirra. Leikirnir i Oberammergau eru fyrir margra hluta sakir athyglis- verðir og merkilegir. Ekki sízt vegna þess, að allir leikendurnir eru ólærð- ir leikarar, óbreytt bændafólk. Þar sem langur tími liður milli þess að leikið er, er það sjaldgæft, að sami leikari fari með sama hlutverkið oft- ar en éinu sinni, en hlutverkin hafa þó sum hver gengið að erfðum í sömu ættinni. Helstu “leikara-ætt- irnar” i Oberammergau eru Lang- og Rutz-ættin. Anton Lang, skrautkerasmiður, lék hlutverk Krists árin 1900, 1910 og 1922, en 1930 flutti hann formálann fyrir leiknum. Það ár lék Alois Lang hlutverk Krists. Þegar valið er í hlutverkin i Oberammergau, er fyrst og fremst farið eftir andlitsfallinu og svipnum. Hárkollur og andlits- farði þekkist ekki á þvi leiksviði; fólkið í Oberammergau er m. a. þess vegna óvenjulega hárprútt, karlar láta hár og skegg vaxa og konur klippa ekki hár sitt. Sögn er það, að sami maðurinn hafi breytt svo um svip, að hann hafi leikið hinn svip- hreina Jóhannes postula sem ungl- ingur, en Júdas á efri árum. Leikirnir hafa alt af farið fram undir berum himni og er svo enn að öðru leyti en því, að skýli eitt mikið hefir verið reist yfir áhorfenda- svæðið og hljómsveitin sett á hreyf- anlegan pall, sem skjóta má með allri sveitinni á undir leiksviðið, ef gera skyldi skúr meðan verið er að leika. Leiksvæðið sjálft er mjög stórt og innilukt af byggingum, sem minna á hin undursamlegu leiksvæði miðalda helgileikanna. Hér er þó alt slétt og felt í einni stórri stíl- hreinni byggingu í stað sundurleitra og ósamfeldra “leikbása,” sem hver var svið, ætlað sérstöku atriði, en augað varð að leita uppi atvika- keðjuna milli “básanna” og bók- staflega að fylgja leikendunum til “helju” eða “himna.” Fyrir miðju er aðal-leiksvæðið, þar er leiktjöld- um komið fyrir og þar gerast höfuð- þættir leiksins, svo sem handtaka Krists og krossfesting. Til hægri og vinstri við aðal-leiksvæðið eru hvelfd port, sem tákna götur og borgarhlið Jerúsalem, um annað þeirra heldur Kristur innreið sína í Jerúsalem, um hitt ber hann kross- inn. Út frá portunum eru enn sitt til hvorrar handar breið þrep og and- dyri með súlum og eru þar bústaðir Pílatusar og Kaífasar. Loksins eru inngangar sitt til hvorrar handar fyrir kórana. Mikill helgiblær er yfir passíu- leikunum í Oberammergau, hrifn- ing áhorfenda er og tíðast mikil og endist alla æfi, mörgum manninum, sem leikina sér. Inn á milli í passíu- leiknum sjálfum, sem stendur dag- langt og dögum saman, eru svo sem til hvíldar og tilbreytingar sýnd sér- stök atriði úr gamla testamentinu. Þegar maður hugsar um hina há- tíðlegu passíuleiki, sem óþreytt bændafólk í fátæku sveitaþorpi suð- ur í Bayern hefir haldið við lýði i þrjár aldir, hvarflar hugurinn ó- sjálfrátt til annars bygðarlags í öðru landi, sem einnig er sögulega ná- tengt yrkisefni passíuleikanna. Séra Hallgrimur Pétursson var tvítugur þegar fyrsti passíuleikurinn var sýndur í Oberammergau, en passíu- sálmar hans hafa nú einnig í nær- felt þrjár aldir verið þjóð vorri ljós í myrkri og huggun í raunum og stríði, en þeir hafa varpað þeim helgiljóma yfir bygðarlagið við ITvalfjörðinn, að öll þjóði'n lítur þangað með lotningu. Mér hefir flogið í hug, þegar rætt hefir verið um hina árlegu Hallgrímshátíð að Saurbæ og hvað gera mætti til þess að hún vekti sem mesta athygli og þangað kæmu sem flestir lands- manna á hverju sumri, að sýna mætti passíuleik þar á staðnum, sem í öllum höfuðatriðunum styddist við sálma Hallgríms. Nú eru sálmarnir síður en svo leikrænir í venjulegum skilningi, en enginn les þá svo, að. hann verði ekki var við hina þrótt- miklu prédikun, sem í þeim býr, sér- staklega þar sem skáldið ávarpar lesandann beinum orðum. Út frá því hefir mér dottið í hug, að passiu- leikinn mætti sníða nokkuð eftir formi hinna elstu grísku kórleika, þar sem öflugur talkór er megin undirstaða leiksins en auk þess nokkurir gjörendur til andsvara og til sýningar á nokkrum helstu at- riðum passíunnar í lifandi myndum (tableau). Þessi atriðf yrði sem mest að sniða eftir leikunum í Ober- ammergau, og væri sóknarprestur- inn að Saurbæ, sem er skýr og at- hugull maður og skáld gott, manna vísastur til að hafa þau út hingað, ef hann ætti kost á því að sjá leik- ina í Oberammergau, en það er á- kjósanlegast að þessir leikir séu sem allra mest undirbúnir og fram- kyæmdir af sóknarbörnum hans, bændafólki, líkt og á sér stað í Ober- ammergau. Lárus Sigurbjörnsson. —Lesb. Mbl. Dýrasögur Sig. Júl. Jóhannesson þýddi. I. ÞAKKLATT LJÓN. Maður er nefndur Geoffrey de la Tour; hann var einn þeirra fyrstu sem fóru pílagrímsferðir til lands- ins helga. Einhverju sinni reið hann i gegn- um þykkan skóg og heyrði skyndi- lega ógurlegt hljóð, sem gaf það til kynna að eitthvert dýr væri statt í lífsháska. Maðurinn flýtti sér þangað, sem hann heyrði hljóðið og ætlaði að reyna að bjarga dýrinu í hvaða hættu sem það væri. Þegar hann hafði farið spölkorn, sá hann ljón, sem höggormur hafði ráðist á. Þótt ljónið væri afarstórt og kraftamikiðl, gat þalð enga björg sér veitt, því höggormurinn hafði vafið sig utan um það, og því var ómögulegt að losna eða verja sig. Maðurinn hafði sverf, því hann var riddari; hann dró það tafarlaust úr skeiðunum og hjó höggorminn í sundur í einu höggi; og hann gerði það svo liðlega að hann særði alls ekki ljónið. Þegar ljónið var frelsað úr lífs- háskanum féll það fram og fleygði sér flötu fyrir fætur mannsins, til þess að láta i ljósi þakklæti sitt. Og svo fylgdi það honum eftir þetta eins og trúr og tryggur hundur. Það hlýddi honum að öllu leyti og var hinn trúasti lífvcirður hans hvar sem hann var og hvert sem hann fór. Loksins var pílagrímsferðinni lokið og maðurinn bjóst til heim- ferðar; hann vildi fara með ljónið sitt með sér, en skipstjórinn aftók það með öllu. Maðurinn varð því að skilja ljónið eftir og kvaddi það með söknuði eins og góðan vin. Þegar skipið lagði frá landi gekk ljónið fyrst fram og aftur á strönd- inni og öskraði ógurlega. Eftir nokkurn tima steypti það sér í sjó- inn og synti á eftir skipinu. En þrátt fyrir sína miklu krafta og sterku löngun til þess að ná skipinu þreyttist það og gafst upp eftir skamman tíma—það sökk og kom aldrei upp aftur. II. LJÓN OG HVOLPUR ■ Það er einþennilegt hvernig ljón- ið fer að því að drepa dýr, sem það ræðst á. Það leggur hramminn of- an á dýrið og bókstaflega kremur það til dauðs. Einhverju sinni gerði það illmenni nokkurt að kasta hvolpi í veginn fyrir ljón, til þess að sjá hvernig ljónið færi að því að drepa hann. Hvolpurinn var dauðhræddur og reyndi að forða sér, en gat það ekki. Ljónið leit á hvolfinn, sá greini- lega hversu hræddur hann var og virtist hafa gaman af. En það snerti hann ekki og gerði honum ekkert mein. Eftir nokkurn tíma sannfærðist hvolpurinn urn það að Ijónið mundi ekkert ilt ætla að gera sér; hann fór því smátt og smátt að vingast við það og svo fylgdi hann því inn í svínastíuna og settist þar að. Þegar hvolpurinn var svangur át hann fylli sina, en ljónið stóð yfir honum á meðan og byrjaði ekki að éta sjálft fyr en hvolpurinn hafði fengið nægju sína. Það hagaði sér gagnvart hvolpinum alveg eins og móðir við barn, þegar lítið er um mat og móðirin lætur barnið ganga fyrir, en sveltur sjálf. III. KÖTTURINN HANS MOHAMEÐS Margar sögur eru til uin það hvað illa sumum mönnum er við ketti og hversu hræddir þeir eru við þá. Napóleon mikli hafði svo mikla and- stygð á köttum, að hann forðaðist þá og taldi það óhamingjumerki, ef köttur varð á vegi hans. Aðrir miklir menn hafa verið hin- ir mestu kattavinir. Einn þeirra var Múhameð. Þessi saga er sögð um hann: “Múhameð spámaður var mikill kattavinur; hann átti kött, sem hann kallaði ‘Muezza.” Konur í Cairo á Egyptalandi og í Bagdag segja oft börnum sögur um Múhameð og köttinn hans. Það var einn góðan veðurdag að spámað urinn sat og hugsaði djúpt Þá kom kötturinn hans hún Muezza. Spá- maðurinn hafði lagt handlegginn á skrifborðið sitt; hann var í trevju með fjarska víðum ermum; kisa gerði sér hægt um vik og settist á ermina hans, sat þar stundarkorn, hringaði sig siðan í hnút og stein- sofnaði. Eftir nokkurn tíma þurfti spá- maðurinn að standa upp og fara til vinnu sinnar, en hann gat ekki náð erminni sinni undan kisu, án þess að vekja hana. Það vildi hann ekki gera. Hann tók því skæri og klipti ermina af treyjunni til þess að kisa gæti haldið áfrarn að sofa þar í næði. 1 PROFESSIONAL AND BUSINESS CARDS | PHYSICIANS crnd SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—-Office tímar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Talsími 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Eír að hitta kl. 2.30 til 5.30 e. h. Heimili: 638 McMIBLAN AVE. Talsfmi 42 691 Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medlc&l Arts Bldg. Cor. Gr&ham og Kennedy Sts. Phonee 21 213—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 DR. B. H. OLSON 216-220 Medieal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tfmar 4.30-6 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Dr. S. J. Johannesson Viðtalstími 3—5 e. h. 218 Sherburn St.~Sími 30877 DR. L. A. SIGURDSON 729 SHERBROOKE ST. Phone 24 206 Office tfmar: 3-6 og 7.8 e. h. Heimlli: 102 Home St. Phone 72 409 BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. fslenzkur lögfrœðingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. fslenzkur lögfrœSingur 801 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 92 755 W. J. LINDAL K.C. og BJORN STEFANSSON tslenzkir lögfrœSingar 325 MAIN ST. (á öðru gólfi) PHONE 97 621 Er að hitta að Gimli fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði, og að Lundar fyrsta föstudag G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. tslenzkur lögfrœSingur Skrifst. 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St., gegnt City Hall Phone 97 024 E. G. Baldwinson, LL.B. íslenzkur lögfrœSingur Phone 24 206 729 SHERBROOKE ST. William W. Kennedy, K.C., LL.B. Fred C. Kennedy, B.A., LL.B. Kenneth R. Kennedy, LL.B. Kennedy, Kennedy & Kennedy Barristers, Solicitors, Etc. Offices: 505 Union Trust Bldg. Phone 93 126 WINNIPEG, CANADA DRUGGISTS DENTISTS WINNIPEG DRUG COMPANY, LTD. H. D. CAMPBELL Prescription Specialists Cor. PORTAGE AVE. and KENNEDY ST. Win nipgg, Man. Telephone 21621 DR. A. V. JOHNSON tsienzkur Tannlceknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Sími 96 210 Heimllis 33 328 Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG Take Your Prescrlption to BRATHWAITES LTD. PORTAGE & VAUGHAN Opp. “The Bay" Telephone 23 351 We Deliver Dr. A. B. Ingimundson Tar.nlœknir 602 MEDICAL ARTS. BLDG. Sfmi 22 Heimilis 46 054 DR. T. GREENBERG Dentist . Hours 10 a. m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg OPTOMETRISTS MASSEUR Harry S. NOWLAN Optometrist 804 TORONTO GENERAL TRUSTS BLDG. Portage and Smith Phone 22 133 Tel. 28 833 Res. 35 719 'c 305 KENNEDY BLDG. (Opp. Eaton's) G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir 41 FURBY STREET Phone 36 137 SlmiC og semjiS um samtalstíma BUSINESS CARDS A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur lfkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarCa og legsteina. ^ Skrifstofu talsími: 86 607 Heimilis talsfmí: 501 562 HANK’S HAIRDRESSING PARLOR and BARBER SHOP 3 Doors West of St. Charles Hotel • - Expert Operators We specialíze in Permanent Waving, Pinger Waving, Brush Curling and Beauty Cuiture. 251 NOTRE DAME AVE. Phone 25 070 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ut- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. Phone 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fðlks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 7 57—Heimas. 33 328 00RES T4+/ * LTD. 28 333 LOWEST RATES IN THE CITY Furniture and Piano Moving J. SMITH Guaranteed Shoe Repairing. First Class Leather and workmanship. Our prices always reasonable. Cor. TORONTO and SARGENT Phone 34 137 UÓTEL I WINNIPEG THE MARLBOROUGH SMITH STREET, WINNIPEG “Winnipetps Douzn Toion HoteV* 220 Rooms with Bath Banquets, Dances, Conventions, Mnners and Functions of all kinds Coffee Shoppe F. J. FALL, Manager ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG pœgilegur og rólegur bústaöur i miðbiki borgarinnar. Herbergi $.2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Ágsetar máltíðir 40c—60c Free Parking for Guests HOTEL CORONA 26 Rooms with Bath, Suites with Bath Hot and cold vxiter in every room Monthly and Weekly Rates Upon Request Cor. Main St. and Notre Dame Ave. East. J. F. Barrieau, Manager THE M c L A R E N HOTEL Enjoy the Comforts of a First Class Hotel, at Reduced Rates. $1.00 per Day, Up Dining Room in Connection WINDSOR HOTEL J. B. GRAY, Mgr. & Prop. European Plan Rooms $1.00 and up Hot and cold running water Parlor in connection. 197 GARRY ST. Phone 91 037 HOTEL ST. CHARLES In the Heart of Everything WINNIPEG Rooms from $1.00 Up Special Rates by Week or Month Excellent Meals from 30c up v It Pays to Ad1 vertise in tt le “Lög berg”

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.