Lögberg


Lögberg - 24.05.1934, Qupperneq 5

Lögberg - 24.05.1934, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. MAl, 1934 5 Systkinamyndir IV. ASBJÖRN EGGBRTSSON Bróðir Ásbjörn er stór maður vexti. Hefir hann auðsjáanlega ver- ið skapaður til þess að verða lög- regluþjónn og taka fasta fanta og illmenni, því hann er sterkur eins og Ormur Stórólfsson. En svo þarf líka á kröftum að halda til þess að vera kjötsali, því þeir þurfa oft að lyfta stórum skrokkum — en þá atvinnu hefir bróðir Ásbjörn stundað um mörg ár. Þessi bróðir er auðþektur frá öll- um öðrum mönnum, og að ýmsu leyti einkennilegur. Ennið er hátt og nokkuð kúpt; hefir það stækk- að að minsta kosti um þriðjung við það að hárið hefir fallið hurt úr kollvikunum, þangað til þau ná saman ofan á höfðinu framarlega. En fyrir framan þau og á milli þeirra hefir hárið orðið eftir á dálitl- um bletti, sem lítur út eins og eyja eða hólmi, sem staðist hefir og brot- ið af sér allar bylgjur aldurs og áhyggja, sem þar hafa ólgað og oltið alt í kring. Bróðir Ásbjörn var afskaplega hárprúður á yngri árum og var því af mörgum nefndur Absalon. Minn- ir mig að bróðir Gunnlaugur Jó- hannsson skipaði prestsembættið þegar Ásbjörn hlaut þá skírn. Bróðir Eggertsson kembdi hárið æfinlega upp og aftur, þannig að hvert einasta hár á öllu höfðinu vissi aftur, og heldur hann þeim sið enn þann dag i dag. Minnist eg þess glögt að bróðir Bbrgþór Jósefsson, fyrverandi stórritari á íslandi gerði hári sínu sömu skil. Eftir að bróðir Ásbjörn staðfesti ráð sjtt, fór hárið að smá þynnast, og er það nú orðið býsna gysið á háhöfðinu. Hverju það er að kenna veit eg ekki; systir Eggertsson gæti sjálfsagt bezt skýrt frá því. Illa trúi eg því samt að hún hafi reitt það af honum í áflogum, því eg hefi það fyrir satt, að þau séu bæði geð- spök og rólynd. Alt af hefir bróðir Eggertsson verið skegglaus eins og Njáll; þó rakar hann sig oft, enda er hann hið mesta nettmenni i siðum og klæða- burði, og hefir alt af verið. Hann er móeygður og eru augun gletnisleg ; full af einhverju þægi- legu vinarbrosi. Bar sérstaklega mikið á þessu meðan hann var ógift- ur, ef hann umgekst kvenfólk; enda hafði hann mikla kvennahylli, ef eg man rétt. Hann gerir svo vel að leiðrétta mig, ef eg fer með rangt mál. Áður fyr var bróðir Ásbjörn tein- réttur, en nú hallast höfuðið ofur- lítið fram á við, eins og það væri þungt af hugsunum. Er það heldur ekki að ástæðulausu, því á honum hvíla að miklu leyti þyngstu fjár- málaáhyggjur stúkunnar Skuld; hefir hann borið þær byrðar hraust- lega og hvíldarlaust um mörg ár. Þegar bróðir Ásbjörn situr á fundum má oft sjá hann róa ofur- lítið til beggja hliða, alveg eins og hann hafi gert sjálfan sig að vogar- skálum, og sé að vigta eitthvað ná- kvæmlega. Hefi eg það fyrir satt að hann sé þá að reikna það út hvort mæzt geti útgjöld og tekjur hússins yfirstandandi ársfjórðung. Bróðir Ásbjörn er ekki brúna- þungur, en samt hefir hann þann eiginleika að geta látið brúnirnar síga út og niður ef honum býr eitt- hvað þungt í skapi. Á hann ekki langt að sækja þetta, því hann mun vera kominn í beinan karllegg frá Agli Skallagrímssyni; en eins og þeir muna, sem lesið hafa íslend- ingasögurnar, gat hann hleypt ann- ari augabrúninni upp i hársrætur og hinni samtímis langt niður á kinn. Bróðir Ásbjörn er höfðinglegur maður, andlitið fremur stórskorið, en reglulegt og vel lagað; nefið og hakan í stærra lagi og kinnbeinin allhá. Hann er enn þá rjóður í andliti og blóðroðnar oft út undir eyru eins og feimin stúlka, ef mn einhver viðkvæm mál er að ræða. Svipurinn er góðlegur og glað- legur, og l>reiðist um alt andlitið einhvers konar sólskin þegar vel liggur á honum, en alvöruský, ef honum þykir, eða ef eitthvað blæs á móti. Bróðir Ásbjörn er tryggur maður og trúr; það hefir staðlyndi hans sýnt í Goodtemplarareglunni; þar heíir hann staðið og starfað í meira en aldarfjórðung. í öllum embættum mun hann hafa verið, sem stúkan Skuld á til, og gegnt þeirn öllum með stakri sam- vizkusemi. Oftast hefir hann ver- ið þar við einhver f jármál riðinn, og æfinlega reynst þar ráðvendnin sjálf. Hann hefir oft þótt harður í horn að taka þeim, sem um húsaleigu áttu að semja og ógjarn á það að gefa nokkuð eftir fyrir hönd félagsins. Um það voru eftirfarandi visur gerðar einhverju sinni: “I öllum störfum einlægur, með allra beztu sálum; en þykir heldur harðdrægur í húsaleigu málum. Þar ræður hann og ríkir einn í ráðsmannsstöðu settur; hann þibbast alveg eins og steinn, eða’ öllu heldur klettur.” Það var siður Goodtemplara í gamla daga að fara skemtiför til Sel- kirk einu sinni á ári; var þá feng- inn stóreflis vagn, sem rúmaði um 20 manns, og hestum beitt fyrir. Ásbjörn og aðrir, sem reiðhjól áttu, fóru þá lausríðandi, en hinir óku í vagninum. Einungis þeir efnuðustu áttu reiðhjól í þá daga. Ásbjörn var einn þeirra. Einu sinni var svo blautt, að ekki var far- andi á reiðhjólum, varð því bróðii Ásbjörn að gera sér gott af því að vera með okkur hinum. Fengum við rigningu og illa færð. Ein- hverju sinni gengu hestarnir ofui'- lítið út af brautinni og fór þá eitt hjólið niður. Hestarnir komust ekki áfram. Ásbjörn tók svipu, sem hann hafði fengið að láni hjá Guðmundi kaup- manni Jónssyni og sló svo rösklega i hestana að svipan bro’tnaði, þó hún væri ný úr búðinni; stökk hann þá út ásamt fleirum og ýtti svo kná- lega á vagninn að upp úr komst. Þá orti einhver þessar vísur: “Hvað sem okkur hlekkist á, hvernig sem það gengur, ef innanborðs er Ásbjörn, þá enginn kvíðir lengur. / Hann er jötunn, sterkur, stór, stundum brýtur keyri, hamur eins og Ása-Þór, öllu kraftameiri.” Stúkan Skuld á merkilega sögu. Einu sinni í fyrndinni var hún skip- uð svo dugandi fylkingum manna og meyja, að þar voru saman komn- ir allir beztu leikkraftar Vestur-ís- lendinga. Var þá stofnað félag inn- an stúkunnar, og nefnt “Leikfélag Skuldar.” Var það nafn kunnugt um alla Norður-Ameriku. Meðal annars lék þetta félag “Pernillu” eftir Holberg, og ferðaðist með þann leik um allar bygðir Vestur-ls- lendinga að heita mátti, beggja meg- in línunnar. Var það leikið 28 sinn- um alls; sjálfsagt oftar en nokkur annar leikur hér vestra fyr eða síðar. í þessum leið var bróðir Ásbjörn Eggertsson ein aðal persónan; hann lék dómarann. Var svo mikið orð á því gert hversu svipmikill hann var og tignarlegur í embættissætinu, að dómaranafnið festist við hann og Absalons nafnið lagðist þar með niður. Þegar hann gegndi þessari dómarastöðu, var kveðin um hann vísa; hún er svona: “Ef við deilum við dómarann, þá drynur i honum röddin hás; hann er til með að taka mann í tukthúsið—og skella’ í lás.” Þetta verður látið nægja um bróð- ur Ásbjörn, þótt margt fleira hefði mátt til tína. Hann hefir æfinlega verið og er enn einn hinna allra á- byggilegustu manna, sem undir merki stúkunYiar Skuldar hefir svar- ist, og liggur aldrei á liði sínu. Sig. Júl. Jóhannesson. Erlent trúboð Trúboð kristninnar hefir ætíð skifst í trúboð heima fyrir og trúboð út á við. Það hefir ætíð haldist við meðvitund um tilætlun frelsarans, að lærisveinar hans skyldu vera Vott- ar hans “I Jerúsalem og í allri Jú- deu og Samaríu, og til yztu endi- marka jarðarinnar.” Nær og fjær áttu þeir að taka að sér að vitna í orði og verki um Jesúm Krist, sem hina sönnu hjálpræðisvon mann- anna. Aldrei hefir þetta verið tekið al- varlegar en meðal kristinna manna á frumskeiði kristninnar. Þegar á dögum postulanna var kristindóms- erindið flutt um öll lönd er náð var til, að likindum eins langt vestur og til Spánar og eins langt austur og til Indlands. Lærisveinarnir trúðu því hiklaust að með þessu væri þeir ekki aðeins að framfylgja boði og hug- sjón frelsarans, heldur lika að tryggja velferð kristninnar heima- fyrir. Þeir áttu að vera súrdeigið, sem sýrði alt deigið, ekki aðeins hjá einni J)jóð, heldur hjá öllum þjóðum. Samlikingin minti á að þeir gætu ekki látið öðrum í té það, sem þeir ættu ekki sjálfir. En þeim var ljóst að ekki máttu þeir sitja kyrru fyrir heima í skjóli þess, að þar væri þörf- in svo brýn. Þeir yfirstigu alla erfiðleika til að ná sem víðast til. Með réttu er litið á þetta sem blóma- öld kristninnar. Þá var engin deila um það hvort sinna ætti erlendu trú- boði. Að hafna því hefði þá verið jafngilt því að hafna kristindómin- um sjálfum. Þegar litið er á að aldrei hefir Jyistnin verið fátækari en á þessari tíð, en torfærur og erf- iðleikar yfirgnæfandi í sambandi við ferðalög og annað, verður ljóst að sigurför kristninnar um heiminn hvíldi ekki á mannlegum útreikn- ingi heldur á guðlegri handleiðslu. Þeir sem þá héldu uppi merki kristn- innar, vissu á hvern þeir höfðu sett traust sitt. Þfeir áttu skerf af anda hins mikla postula, er sagði: “Alt megna eg fyrir hans kraft er mig styrkan gerir.” Þeir vissu líka að súrdeig, sem ekki endurnýjast við að sýra út frá sér, eyðilegst og verð- ur fánýtt til annars en að vera kast- að út. Aldir hafa liðið og umskifti ver- ið mörg. Oft hefir skygt á þessa hugsjón og framkvæmd hennar, en aldrei hefir húji horfið til fulls. Þegar horfurnar hafa verið verstar hefir trúboðsáhugi kristninnar ris- ið upp aftur úr ösku sinnuleysis og eigingimi, til að hefja flugið hærra en áður. Ætíð hefir trúboðsviðleitnin út á við verið spegilmynd af ástandi kristninnar heimafyrir. Erlent trú- boð hefir ætíð borið keim af þeirri kristni, sem að þvi hefir staðið. Kpstur og löstur heimastarfsins hef- ir eðlilega loðað við starfið út á við. Þessu er einnig svo farið nú. Eg býst við að flesta kosti og lesti kirkjulífsins heima fyrir megi finna i einhverri mynd í trúboðsviðleitn- inni erlendu. Er þetta í alla staði eðlilegt. Trúboðsstarfið er ávöxtur heima kristninnar. Vont tré getur ekki borið góðan ávöxt, ekki heldur gott tré vondan ávöxt. Ófullkom- leika og kosti kristninnar er því að sjálfsögðu að finna í nokkuð svip- uðum hlutföllum á heimasviðinu óg hinu erlenda. Það gæti varla öðru- vísi verið. Alvarlega hugsandi og upplýstir kristnir menn í samtíð vorri finna til þess að þörf. er á sið bót og vakn- ingu innan kristninnar á öllum svið- um. Slík auðmýkt er þarfasta eign kristinna manna. Annars verður hugur kristninnar aðeins að láta alt sitja við það sem«er. En það verð- ur henni hvorki til viðreisnar né verulegs viðhalds. Hún verður að brýna til nýrra sigurvinninga, ef menn eiga að safnast að merki henn- ar. Kirkjan er ekki í erfiðleikum nú, vegna þess að hún liafi seilst langt yfir skamt í viðleitni sinni, heldur vegna þess að hún hefir ekki verið nógu stórhuga í því að koma að áhrifum Jesú Krists á öllum svið- um mannlegs lífs. Það er meinið við starfsemina heima fyrir og starf- semina út á við. Meðvitundin er ekki nógu rík að kristninni sé al- vara, hvorki hjá þeim sem utan við eru eða kirkjunnar mönnum sjálf- um. Kristnin réttir ekki við með því að fella niður hugsjónina, sem ligg- ur til grundvallar erlendu trúboði, heldur með því að vera henni trúrri. Bnda hafa jafnvel róttækustu til- lögur innan kristninnar hvað erlcnt trúboð snertir ekki gengið lengra en að benda á að ýmsar breytingar þurfi að verða á tilhögun starfsins. Mönnum, sem athuga, er ljóst að trúboðshugsjónin og framkvæmd hennar er nú eins og áður óaðskilj- anleg frá kristindóminum sjálfum. Útbreiðslustarf kristninnar á að hvíla á frjálsum fúsleik lærisvein- anna, sem uppfræddir eru í Guðs orði, að fórna fyrir Guðs ríki. Á þeim grundvelli hefir trúboðið bor- ið sína fegurstu ávexti. Ef sú hugs- un kemst að, að erlent trúboð sé nokkurskonar aukaskattur á kristn- inni, má búast við því að það verði álíka vinsælt og aðrir skattar. En erlent trúboð, sem helzt við fyrir frjálsan áhuga þeirra, sem ielska frelsarann og nieðbræður sína, er það eina trúboð, sem fullnægir hug- sjón frelsarans. Slíkt trúboð þarf að eflast með kristninni. Úr því verður aldrei skattur. Fyrir sjálfboða áhuga kom erlent trúboð á dagsskrá kirkjufélags vors. Séra Jón Bjarnason eignaðist bjarg- fasta sannfæringu fyrir því, að trú- boðsáhugi væri slagæð kristninnar. Hann vakti hjá öðrum hina sömu frjálsu sannfæringu. Dæmi hans og áhrif vöktu ekki einungis áhuga hjá mörgum hér vestra heldur líka heima á ættjörðinni. Eins og kunn- ugt er hefir aukinn áhugi fyrir er- lendu trúboði þar orðið samferða vaknandi áhuga fyrir lifandi krist- indómi alment. Til allra heilla er þetta algerlega sjálfboðastarf og á svo að vera. Svo er það einnig í raun réttri hjá oss. Kirkjufélag vort leggur engan skatt á neinn til þess málefnis. Það heldur uppi hugsjón- inni og gefur mönnum tækifæri til að styðja hana í verki. Hvers væntir þá kirkjufélag vort af söfnuðum sínum, prestum, ein- staklingum og félögum i samhandi við þetta mál ? Að menn kynni sér málið hleypidómalaust, skoði það í ljósi hinnar kristnu opinberunar og í ljósi sögunnar, og fylgist sérstak- lega með því merkilegasta, sem er að gerast á þessu sviði i samtíðinni, eftir því sem ástæður leyfa, en sitja ekki fastir í því að einblína á ann- marka, er þeim kann að finnast á starfinu. Að þessu athuguðu og bornu fyrir brjósti með bænarhug, eiga menn að komast að niðurstöðu um afstöðu sína og skyldu. Um þetta leyti árs er það venja í kirkjufélagi voru að minnast þessa trúboðs og þeirrar hluttöku, sem við tökum í því i sambandi við starf trúboðshjónanna, séra S. O. Thor- láksson og konu hans, í Japan. Er þá fólki voru einnig gefinn kostur á að bera fram frjálsar gjafir til starfseminnar. í prédikunarstólum kirkna vorra og í félögum innan safnaðanna þyrfti málið að vera rætt á grundvelli þeirrar beztu þekking- ar, sem er fyrir hendi. Það bezta, sem hugsað er og ritað um málið á erindi til fólks. Bræðralagshugsjón kristninnar á svo brýnt erindi til samtíðar vorrar, sem eina úrlausnin á hinum mörgu vandkvæðum í mannlegri sambúð á öllum sviðum, að þörf er á því að útbreiðslustarf kristninnar og hugsjón þess falli ekki í vanrækslu. Kunnugt er að geta fólks alment í efnalegu tilliti er nú ekki mikil. Enda er hverjum einum í sjálfsvald sett hvort og hvað hann getur gefið. Hann á það við sína eigin samvizku frammi fyrir Guði. Svo á það að vera um öll kristileg mál. Einungis þannig geta þau eignast það frjálsa fylgi, sem um varðar. En þá má heldur ekki vanrækja að halda uppi fræðslu, svo að málin líði ekki fyrir það, að þeim sé ekki gaumur gefinn. Ekki held- ur má það fyrnast að gildi gjaf- anna fer ekki eftir stærð, heldur eftir hjartalagi þess, er gefur. Minsta gjöfin getur orðið stærst, þegar fórnað er af fúsleik, jafnvel af litlu. Allar gjafir safnaða, einstaklinga og félaga, ber að senda til féhirðis kirkjufélagsins, hr. S. O. Bjerring, 550 Banning St., Winnipeg. K. K. Ólafsson., forseti kirkjufélag$ins. —Sam. NÝ—þægileg bók í vasa SJÁLFVIRK — EITT BLAÐ I EINU — pægilegri og betri bók í vasann. UundraÖ blöð fyrir fimm cent. Zig-Zag cigarettu-blöð eru búin til úr bezta efni. Neitið öllum eftirlíkingum. ZIG-ZAG Útför GUÐRÚNAR A BIRKINESI Þegar vinir mínir syrgja, kvistast ávalt eitthvað utan úr sjálfum mér, þó eigi sé beinlínis höggvið í minn eiginn sifjarunn. Um lát Guðrúnar heitinnar á Birkinesi norðan við Gimli, var get- ið í síðasta blaði. Útför hennar fór fram á miðvikudaginn þann 16. þ. m., og hófst með húskveðju á heim- ilinu, er tveir prestar, þeir séra Jó- hann Bjarnason og séra Sigurður Ólafsson tóku þátt í; töluðu þeir og báðir við hina veglegu kveðjuathöfn í kirkju lúterska safnaðarins á Gimli, sem og í Kjarna-grafreit suður í bygðinni, þar sem þessi á- gæta og ástúðlega landnámskona var lögð til hinstu hvílu við’ hlið manns síns, sem látinn var fyrir mörgum árum. í kirkjunni söng einsöng, frú Pálína Einarsson. Börn Guðrúnar heitinnar eru: Jón, stórbóndi og útvegsmaður á Birkinesi, kvæntur Jakobínu Jósefs- son; Sigrún, gift Vilhjálmi Árna- syni á Gimli og Guðmundur, hár- skurðarmeistari í Winnipeg, kvænt- ur Kristínu Valgarðsson. Tvö börn manns síns af fyrra hjónabandi, Björn, útvegsmann á Gimli, og Stefaníu McRitchie í Winnipeg, ól Guðrún heitin upp og gekk þeim í móðurstað. Útförin fór fram, að viðstöddu afarmiklu fjölmenni, undir umsjón Mr. Paul Bardals. Börn hinnar látnu ágætiskonu og stjúpbörn, báðu mig fyrir þeirra hönd, að þakka öllum hjartanlega, er viðstaddir voru kveðjuathöfnina, sem og þeim, er blóm sendu á kist- una. Að fengnum nægilegum upplýs- ingum um uppruna Guðrúnar heit- innar og ætt, verður hennar nokkru ger minst hér i blaðinu. E. P. J. Þakkarávarp Við undirskrifuð, getum ekki undan felt að minnast með innileg- asta þakklæti allra þeirra, er sýndu okkur hlýhug, hluttekning og hjálp í sorg okkar og raunum, við fráfall minnar góðuv konu Karólínu G. Thorkelsson, er skildi við okkur svo skyndilega og flutti til æðra lífs 24. marz 1934. Eg vil fyrst minnast á þær góðu konur, er fyrstar komu okkur til hjálpar, Mrs. O. Magnússon og Mrs. H. Guðmundsson, er þvoðu líkið og lögðu til, með þeim mynd- arskap, sem frekast er unt. Svo vil eg minnast þeirrar þriðju merku og góðu konu, Mrs. K. Péturson, sem kom þegar kistulagt var, 30. marz, ásamt manni sínum, og kom þá með líkkjól og líkdúk, sem saumaður var í af henni sjálfri með mikilli list og hagleik þessi orð: "í Jesú nafni!” Eff hygg slikt muni vera fátítt; minnist því þess hér sérstaklega með hjartans innilegu þakklæti, til þeirra hjóna Mr. og Mrs. Kristján Pét- ursson—og ennfremur vil eg itreka þakklæti mitt til Mr. og Mrs. Ólafur Magnússon. Hann var hjá mér að nóttunni í fulla viku mér til skemt- unar og þau hjón gerðu bæði mér og fólki mínu allan þann greiða, sem mögulegt var. Hýstu fólk mitt og fleiri, ásamt með þeim góðu hjónum Mr. og Mrs. Hávarður Guðmunds- son, og sem líka hýstu sumt af fólki rnínu, og þar utan gerðu okkur þann stóra velgerning að sjá um heimili okkar á meðan við vorum í burtu, sem var nærfelt vika í alt. Og þessa rnörgu velgerninga, fyrir enga borg- un. Bæði af þeim og þeim, sem eg hefi tilgreint getum við ekki annað en þakkað með hjartans innileik, og eins þeim mörgu sem heiðruðu ininn- ingu hinnar látnu með nærveru sinni við húskveðjuna. — Sérstaklega þakka eg líka minum kæra viðskifta- vin, Mf. B. Eggertsson, við Vogar, P.Ov Man., sem lánaði mér pen- inga og styrkti á allan hátt, bæði fyr og nú og hefir aldrei brugðist mér í neyð og þörf. Svo vil eg minnast minna kæru vina og kunningja í WSnnipeg, sem tóku á móti okkur með hlýhug og innileik. Sérstaklega viljum við þakka Mrs. O. Fellsted fyrir blóma- krans er hún gaf og einnig dóttur hennar, Mrs. Guðmundur Ander- son, sem gaf annan blómakrans, til minningar og af vinahug til þeirrar átnu, sem þær þektu svo vel. Líka þökkum við Mr. og Mrs. Guðmund- ur Anderson fyrir rikulegar veiting- ar og aðra góðvild okkur til handa. Svo viljum við seinast og ekki sízt, minnaxt þeirra góðu hjóna Mr. og Mrs. Thorgrímsson, sem gáfu okkur fæði og fleira, og greiddu fyrir okkur á allan hátt—þökk sé þeim, og þeim öllum, sem eg hefi getið hér og einnig þökk þeim, er eg kann að hafa gleymt, en hafa í kyrþey gert okkur gott, án þess við höfum orðið þess vör, eða getað þakkað. Eg bið svo alla, sem þetta ávarp er stilað til—og hlut eiga að máli— að fyrirgefa og taka viljann fyrir verkið, að sýna þetta litilfjörlega. Með þökk og virðing til allra, f jær og nær! Við trúum öll á eilíft líf fyrir meðalgöngu vors drottins, og mikla meistara Jesú Krists, sem leiddi í ljós lifið og ódauðlegleikann, og sem er vegurinn, sannleikurinn og lífið! Hann biður fyrir oss, sinn blessaða föður, og okkar allra almáttugan guð, sem stýrir stjarnaher og stjórn- ar veröldinni, og alt blessar, stórt og smátt. Þetta almætti í samein- ingu og heilagan anda, biðjum við að styrkja okkur, og við biðjum að verði ykkar hlutdeild, sem gott haf- ið gert okkur og fleirum, og nái til allra. Með bestu óskum og kærleikshug, Finnbogi Thorkelsson Jón Thorkelsson Lúðvík A. Thorkelsson Mrs. Paul Sölvason Mr. Ingvar P: Sölvason. GENERAL ELECTRIC býður nýja fegurð — ný þægihdi. Skoðið hina nýju frystiskápa, með ‘monitor top’ og “Stor-A-’ Dor" nú til sýnis hjá “Hydro.” Þægilegir borgunarskilmálar. SÍMI 848 134 Showrooms: Cfti) ofWmnfpeá

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.