Lögberg - 28.06.1934, Blaðsíða 2

Lögberg - 28.06.1934, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. JUNÍ, 1934 Til Kristniboðsvina VORLEYSING (RitaÖ í apríl 1934) Frá trúarvakningunni í Kína. “Þegar Drottinn sneri við hag Zionar, þá var sem oss dreymdi. Þá fyltist munnur vor hlátri og tungur vorar fögnuðu, þá sögðu menn meðal heiðingjanna: Mikla hluti hefir Drottinn gjört við þá.”—Sálmarnir. Á meðal kristniboðsvina um víða veröld er sem stendur ekki um ann- að meira talað en trúarvakninguna í Kina. í öllum þeim f jölda blaða og rita, sem um kristniboðsmál fjalla, eru æ að birtast afturhvarfssögur og ótal frásagnir frá þessari merkilegu kriststrúarhreyfingu meðal stærstu þjóðar heiðninnar. Kristniboð í Kína er ekki aðeins talið að vera stærst hinna mörgu verkefna safnaðar Guðs, heldur einnig erfiðast. Fregni* um trúar- vakningu þykja því hið mesta fagn aðarefni. En eins og gefur að skilja, þá gleðjast og fagna kristniboðarnir fyrst og fremst, og svo inn-bornir samverkamenn þeirra. Þeir hafa undanförnum árum, átt við mikla erfiðleika að etja. Sannast þvi hið fornkveðna: þeir sem sá með tárum munu uppskera með gleðisöng. guðræknisiðkana uppi á myrkralofti. Eftir að hafa orðið sjónarvottar blóðugra bardaga og ratað í marg- víslegar mannraunir, neyddust kristniboðar Kína-sambandsins norska til að flýja til Shanghai, næsta hafnarbæjar. Það voru 52 manns fullorðinna og 27 börn. Við urðum að fela okkur um borð í fljótabátunum og ferðuðumst svo rúmar 70 mílur íslenzkar, að ekki var áhættulaust að stíga fæti sinum á land. Andúðin gegn útlendingum var orðin það megn, að söfnuðirnir sáu sér hag að því að við yfirgáfum þá. 2. Oft hefir verið þrengt að kosti kristinna manna í Kína, svo furðu legt er hve ört þeim hefir fjölgað. Tvisvar hafa ofsækjendur krist indómsins farið þeim hamförum, að því spáðu flestir að loku væri fyrir það skotið að kristniboðinu yrði haldið áfram. En »í bæði skiítin hagnaðist kristniboðið á þeirri dýr keyptu reynslu, svo vöxtur þess hef ir aldrei verið meiri en að ofsókn unum loknum. í fyrra skiftið, en það var alda mótaárið 1900, gekst ríkisstjórnin Peking fyrir því að hrundið var af stað blóðugum ofsóknum, sem höfðu það að takmarki að gera alla útlenda menn ræka úr landinu, en drepa aÖ öðrum kosti, og því næst uppræta kristnu trúarbrögðin með öllu. Yfir 30 þúsundir kristinna manna (kat- ólskra og evangeliskra) létu lífið fyrir trú sína,—En næstu sjö árin á eftir bættist evangeliska trúboðinu nálega 100 þúsundir nýrra áhang- enda. Og kristniboðunum fjölgaði örara en nokkru sinni áður. I síðara skiftið, en það var fyrir sjö árum aðeins, eða 1926, voru of sóknirnar með nokkuð öðrum hætti, þó tilgangurinn væri nákvæmlega hinn sami. Þjóðernissinnar lögðu þá landið undir sig með hervaldi, en þáðu til þess margvíslega aðstoð rússneskra kommúnista, og þá lá við um tíma, að þjóðernishreyfingin yrði þeim að bráð. Mér eru minnisstæðir fyrstu mán- uðir ársins 1927*. Um langan tíma höfðu menn ekki um annað talað en ofsóknir, rán og manndráp. Við vorum hér innilokuð i hervigi í þrjá mánuði samfleytt að heita mátti, og höfðum verið rænd og rúð þegar við loksins sluppum héðan. Mér runnu þá oft orð Jesú í hug, er hann sagði nainnl þegar of beldismenn handtóku hann: En þetta er yðar tími og vald myrk- ursins.—Mörgum kristniboðsvinum mun hafa syrt fyrir augum, er kristniboðarnir fóru að falla í val- inn hver á fætur öðrum, en flestir þeirra hrökluðust frá trúboðsstarf- inu, svo að þeim á einu ári fækkaði úr 8,300 niður í 3,100. Kristnir Kinverjar voru ofsóttir á alla lund; margir voru drepnir, aðrir fóru í felur, enn aðrir afneit- uðu Kristi og snerust í lið með hat- ursmönnum og ofsækjendum. Bygg- ingar kristniboðsins, svo sem kirkj- ur, skólar og liknarstofanir, urðu ýmist eldslogunum að bráð eða var breytt í bækistöðvar lýðræðismanna og ránfýkinna herforingja.—Þannig héldu hermenn til i húsakynnum okkar hér í Tengchow á annað ár. Þeir notuðu kirkjuklukkuna til að kalla á fólk til pólitiskra funda í kirkjunni, en fámennur hópur trú- fastra safnaðarmeðlima fóru í fel- Saga kristindómsins ber það með sér frá upphafi, að eldskírn þreng- inga og mótlætis er oft og einatt nauðsynlegur undirbúningur and- legrar iilessunar, og um leið fyrir- boði vitjunartíma Drottins. Er við flúðum til Shanghai, var í fylgd með okkur kona, sem nú er oftar nefnd í sambandi við trúar- vakninguna í Kína, en nokkur ann- ar einstaklingur. Hún heiti Marie Monsen, og hefir unnið hér á veg- um Kínasambandsins í 25 ár. Bæn- rækni, áhugi og einbeitni í starfinu, og stilling, eru helstu einkenni henn- ar. Hún fer venjulega á fætur fyr- ir birtu, og notar margar klukku- stundir til bænagerðar og lesturs Ritningarinnar. Á samkomum tal- ar hún lágt og látæðislaust, en með þeim krafti andans og þunga sann- færingarinnar, að áhrifin eru óum- flýjanleg. 1927 heimsótti Marie Monsen all- margar kristniboðsstöðvar í Norður- Kína, en hélt samkomur til að byrja með aðeins fyrir kvenfólk. Áhrifin komu fljótt i ljós og vöktu þá eftir- tekt að engin meining þótti í að neita karlmönnum um að koma á samkomurnar. Nokkru síðar fór hún til Man- sjúríu, en lenti í höndum sjóræn- ingja og var í haldi hjá þeim í 23 daga. í Mansjúríu var hún allengi, og alstaðar urðu trúarvakningar, einkanlega þó í söfnuðum danska kristniboðsins. Og trúarvakning- unni fylgdi ólga og umbrot vorleys- inganna, sem engin kyrstöðuöfl fengu staðist fyrir. Vantrúin fekk sinn dóm, og fjöldi nafnkristinna manna snerist til lifandi trúar. Söfn- uðurnir endurnýjuðust og síðar bættust þeim margir nýir meðlimir. Þar sem áður ríkti heimshyggja og sinnuleysi, varð ,nú iðandi líf og ekki um annað talað ert andleg efni. —En ýmsir urðu til að rísa gegn vakningunni, einkanlega meðal kín- verskra prédikara og safnaðarleið- toga, sem þó kendu sjálfir að “fagn- aðarerindið er kraftur Guðs til hjálpræðis.” Marie Monsen kom hingað aftur, til sinna fornu stöðva, 1931, en fór litlu síðar til Noregs til þess að taka sér hvíld. Það leið ekki á löngu að hér yrði trúarvakning. Og sú vakning held- ur áfram, róttæk en hávaðalaus, og hefir nú breiðst út til flestra kristni- boðsstöðva í Mið-Kína, sem heyra til hinu mikla lúterska kirkjufélagi. Brautryðjendur vakningarinnar eru innbornir menn flestallir, en í samvinnu við kristniboðana. Samverkamaður minn og prestur safnaðarins hér, Han Siu-gin, er orðinn nýr maður og þykir nú á- hrifamikill vakningaprédikari. Hann er oft á ferðalögum, en engin leið er að sinna öllum beiðnum um heim- sókn eða samkomuhöld. Þá hefir iu Dá-sheng, presturinn á ná- grannastöðinni (í Nanyang), vakið eftirtekt, enda starfað víða til mik- illar blessunar. Honum hefir nú ver- veitt lausn frá störfum í tvö ár til þess að geta gefið sig að ferða- prédikun. í Norður-Kína eru tveir vakn- ngaprédikarar, sem mjög er sókst eftir. Þeir eru báðir háskólament- aðir menn, og er annar þeirra heim- speki doktor. Á liðnum vetri héldu >eir samkomur i Peking.og Tientsin og fleiri borgum í Norður-Kína við afar mikla aðsókn'og með" þeim á- rangri að þess þekkjast engin dæmi áður á þeim stöðvum.—Annars eru vakningaprédikararnir flestir inn- ur og stálust til að koma saman til bornir menn og nokkuð misjafnir bæði hvað mentun og andlega hæfi- leika snertir. Við trúum því, kristniboðarnir, að upptök vakningarinnar hafi ver- ið í hjarta Guðs. En Guð vakti ó- slökkvandi þorsta í sálum þeirra, sem voru eftir hans hjarta. Þá var farið að biðja,—biðja eins og eitt- hvað lægi við, grátbið’ja. Og vakn- ingin braust út sem svar við bæn, og er okkur ný sönnun þess að Drottinn er “hjálp í þrengingum margreynd.” Við höfðum kynst kristniboðinu þegar vegur þess var mestur, þegar það náði hámarki sínu hvað ytra gengi snertir, á árunum fyrir 1926. Og við urðum sjónarvottar ofsókn- anna, eyðinganna og hrunsins 1926- 27. Við stóðum frammi fyrir Drotni með tvær hendur tómar. Okkur var svipað innanbrjósts og lærisveinunum er Jesúm birtist þeim við Tíberíarvatnið. Um kvöldið höfðu þeir farið í róður. Þeir reyndu að friða óróleg hjörtu sín með erfiðisvinnu. “En þá nótt fengu þeir ekkert.” En um morguninn við ljósaskiftin, birtist Drottinn þeim og bauð þeim að leggja netin hægra megin við bátinn. Og aflinn varð svo mikill að þeir sökkhlóðu bæði skipin.—Þessi saga hefir nú endurtekið sig hér í Kína. Bænin er höfuðeinkenni trúar- vakningarinnar. Postularnir “voru með einum huga stöðugir í bæninni,” og það varð trúarvakning. En hvítasunnu undr- ið endurtók sig síðar. Þá varð mik- il trúarvakning í Kóreu, í Samtal- istan og nú síðast í Kina, er nokkrir kristniboðar auðmýktu sig undir volduga hönd Guðs, og voru með einum huga staðfastir í bæninni. Mikið hefir verið beðið, og stund- I um fastað. 'Einstaklingar og smá- hópar hafa gerst árrisulir, því bæn er “indæl iðja,” og gefur mikið í aðra hönd. “Öðlast munu þeir er biðja.” Það var beðið á meðan á samkomunum stóð, — beðið fyrir ræðumönnum og áheyrendum. Og á samkomunum kom það fyrir að fólk stóð upp í sætum sínum í miðri ræðu og fór að biðja upphátt; og sam- komunni lauk með því mörg hundr uð manna fóru að biðja til Guðs samtímis, og minti á nið margra vatna. Menn fundu til nálægðar lif- anda Guðs, og krupu fyrir augliti hans með syndajátningu, grátbeiðni, lofgerð og tilbeiðslu. “Þér munuð með fögnuði vatn ausa úr lindum hjálpræðisins,” segir Drottinn. Dýrleg reynsla er nú fengin fyrir því. 5- Enginn skyldi ætla að trúarvakn- ing sé óskiljanlegt undur eða verði af einhverri tilviljun. Trúarvakningartímar eru upp- skerutimar safnaðar Guðs. En und- anfari uppskerunnar er sáningar- og þroskunartimi. Trúarvakningar ætti þvi að mega vænta alstaðar þar sem Guðs orð hefir verið boðað ó- ntengað og fólk hefir notið kristin- dómsfræðslu. Það var til hindrunar á vakninga- samkomunum ef mjög margir heið- ingjar þyrptust inn, því þá skorti þekkingu og skilning. Það eru ekki heiðingjar, sem hafa snúist, heldur aðallega nafnkristið fólk, sem hafði þekkinguna um Guð, en átti ekki lífið i Guði. Það er því öðru nær en að prédikunar og kenslustarf und- anfarinna ára hafi verið til einskis, heldur er trúarvakningin beinlinis á- vöxtur þess starfs. Fjölmargir ágætra kristniboða hafa unnið hér árum saman en virt- ist verða litið ágengt. Við höfum gengið inn í vinnu. þeirra og upp- skerum það, sem við ekki höfum unnið að. Þetta hefir Drottinn vor sagt fyrir: Einn er sá, sem sáir, og annar sá er uppsker. En bæði sá sem sáir og sá sem uppsker fær laun og munu gleðjast sameiginlega. TrúarvakningiA er einnig ávöxt- ur fórna og fyrirbæna trúfastra kristniboðsvina um viða veröld. Og því eru þessar línur ritaðar, að við skulum gleðjast sameiginlega. Framh. ZAM-BUK læknar fljótt BLÖÐRUR og FÓTASAR Ointment 50c Medicinal Soap 25c Moldi Mér hefir lengi leikið hugar á að senda Ðýraverndaranum nokkrar línur um reiðhestinn minn, í von um að blaðið sæi sér fært að birta þær. Að vísu geri eg ráð fyrir að það sem eg hefi um hann að segja, muni ef til vill ekki þykja sérstaklega merkilegt. En það er þó satt og rétt það lítið er . . . . Nú fækkar reiðhestunum í sveitum landsins, en í þeirra stað koma bílarnir. Þvi verður mörgum hestavini að grípa til minninganna um gæðinginn sinn. Og vel sé þeim, sem það geta — og gera. Hann var uppalinn í Skagafirði, en kom hingað austur að Skjálfanda snjóavorið mikla, 1914. Eg heyrdi sagt, að bóndinn í Skörðum i Reyja- hverfi hefði beðið Egil Sigurjóns- son á Laxamýri að útvega sér reid- hest — góðan kvenhest, — og fyrir valinu hefði orðið sex vetra foli, móálóttur. Honum var gefið nafnið Bleikur. Annars hefi eg ekki getað lcomist fyrir það, hvar helzt í Skagafirði æskustöðvar Molda míns eru, og bezt get eg trúað því, að nú orðið muni það enginn, nema ef til vill Moldi sjálfur, jafnvel þó að liðin séu 18 ár síðan hann kvaddi átt- haga sína. Mér hefir a. m. k. þótt hann minnugur um dagana — nærri því um of á stundum, eins og seinna mun sagt verða. Líklegt þvkir mér það, að eitt- hvað hafi hlotið að vera varið i móður þessa óreynda, ljónstygga fola. Hann bar litil meðmæli með sér sjálfur, nema liðlegan vöxt og< óvanalega hvassa brún. Hann var smár vexti, of þetta vor var hann mjög magur ’og renglulegur. Harð- indi og hrakningar munu hafa vald- ið því. Mannshöndin ókunna hefir honum þótt tortryggileg alla daga, og þetta mun hafa verið fyrsta vor- ið, sem hann komst til muna í kynni við hana. “Bleikur” litli varð aldrei kve- nhestur í Skörðum. Að sumrinu liðnu var hann aftur falur, og þá keypti eg hann í félagi við bróður minn. Hann kostaði þá 210 krónur. Litlu siðar eignaðist eg hann einn. Eg skirði hann þá að nýju og nefndi hann Molda. Það nafn hefir víst aldrei verið reiðhesti gef- ið fyr né síðar, en samt sem áður hefir það farið klárnum furðu vel, og þegar nafnið hans er nefnt, þá fylgir því orði einhver hljómur, sem enginn þekti áður. Annars er Moldi eins og áður er sagt móálóttur að lit. Faxið og taglið og röndin eftir bak- inu, alt mósvart. Að öðru leyti er hann nákvæmlega samlitur ljósleit- um moldarflögum, og hefir víst aldrei verið gott að greina hann langt frá. Svo ódæll var Moldi í tamning- unni, að flestum stóð stuggur af. Skarðabóndinn hafði lítil tök á honum og var þó talinn góður reiðmaður. Eg heyrði sagt, að folinn hefði einhverju sinni hrist hann af sér, og mun það hafa flýtt fyrir vistaskiftunum. Sama var um mig að segja, að eg hafði ekki tök á honum fyrsta veturinn, og var leikurinn stundum ófagur. Eftir þann vetur komu fram sprungur í báðum fram hófum. Hafði folinn stigið sig í ofsaköstunum. Þær sprungur hefir hann borið alla æfi siðan, og mun hann þá þegar hafa mist fínasta fjaðurmagnið úr fram- fótunum. Óaðgæzlan hefir jafnan vondar afleiðingar. Svo fjörhár var Moldi og svo skapharður og kappgjarn, að væri um samreið að ræða, þá varð honum ekki haldið í skefjum nema litla stund — eink- um fyrst í stað. En eftir fyrstu bæjarleiðina stiltist hann vanalega nokkuð og stöðvaði sig þá á vek- urðartölti. Svo mikinn hraða hafði hann á þeim gangi, að ef fylgja átti honum eftir, þá hlaut það að verða látlaus dembings-reið. Kom það fyrir á yngri árum, að hann fór með mig, svo að segja eingöngu á þeim gangi, vegalengd, sem svarar því að vera um 40—50 km. I þessum gangi vekurðartöltinu, var alveg sérstök fegurð. Eg sá hana þó alt of sjaldan, og aldrei nú á seinni árum Annars er Moldi að upplagi klár- gengur, enda mjög tamt, nú orðið að fara á hægu brokktölti, þegar eng- inn hestur er með til að æsa skapið. Þó kýs hann brokkið helzt, þegar svo er, og það hefi eg látið hann nota langmest, þegar eg hefi verið einn á ferð og farið eitthvað langt. Ann- ars hefði honum líklega samið verr við ellina mina. ifrokkið er svo þýtt og létt, að á betra verður ekki kosið. En í samreið var aldrei um það að tala. Moldi hefir oft fengið að heyra það frá ýmsum, að hann væri hálf- gerður iðjuleysingi — einskonar spariflík. Þó hefir hann farið 20 sinnum í göngur með mig á bakinu. Sumar þessar göngur eru mjög langar eins og t. d. svonefndar Þeystareykjagöngur; Garðsheiði í Kelduhverfi og Fjallafjöll eru líka allógreiðfærir afréttir. Um Garðs- heiði hefi eg þeyst á Molda heilan dag, án þess að honum skrikaði nokkuru sinni fótur. Man eg, að menn litu upp stórum augum um kveldið, þegar þeir sáu hann dansa með mig heim túnið í Garði, og höfðu þeir þó ekki fylgst með fram i heiðinni, en þar lá hluturinn hans. í 17 vor hefir Moldi borið mig í f járrekstrarferðir og meira og minna erfiðum samanrekstrum. Þá hefir hann einnig þar að auki oft fengið harða reið, bæði einn og með öðrum hestum. Það mesta, sem eg hefi boðið honum er 14 klukku- stunda reið—svo að segja viðstöðu- laus. Veglengdin mun vera riflega 100 km. Um 40 km. hefir hann hlaupið með mig á 3 stundum og 13 mínútum. Eg var einn á ferð í bæði þessi skifti, og þá var gangur- inn nærri eingöngu brokk, og dálítið snarpir stökksprettir við og við. Hálfu erfiðari fyrir hestinn hefir þó samreiðin hlotið að vera, þegar um lengri leið var að ræða. Mér eru margar þær ferðir all- minnisstæðar. Það mesta, sem eg hygg að Moldi hafi afrekað þar, átti sér stað sumarið 1915. Eg var þá kaupamaður á Gautlöndum í Mý- vatnssveit, en átti heima í Kaldbak við Húsavík. Eg skrapp heim eitt laugardagskveld og varð samferða Þórólfi Sigurðssyni í Baldursheimi. Hann hafði tvent til reiðar, en eg sat á Molda einum, eins og venju- lega áður. Þórólfur hafði fyrir skömmu komist yfir nafntogaðan fjörhest, bleikan að lit. Með hon- um hafði hann brúna hryssu, sem líka var bráðlétt f jörhross. Þá var farið greitt út Laxárdalinn, og litið skeytt hvort fyrir urðu hraundrang- ar, dý eða víðirunnar. Er eg viss um það, að ekki hefir verið heyjað mikið alstaðar i dalnum þá stund, sem við Þórólfur fórum þar um. Seinna tók svo við Reykjadalsbraut- in, grýtt og hörð. Enga þreytu sá eg á Molda eftir þessa ferð frekar en aðrar, og bar hann mig þá upp i Gautlönd daginn eftir. — Ellefu ár- um seinna var eg í vegavinnu hjá Máskoti í Reykjadal. Hafði eg þá Molda hjá mér, og var hann hag- spakur eins og fyrri. En þó fór svo að honum leiddist að lokum, og brá sér þá alla leið fram í Gautlanda- heiði. Af því fanst mér mega ráða, að hann hefði gott minni. Þó furð- aði mig oft enn meira á öðru, og (Framh. á bls. 8) Kriátjana Ölafsdóttir Jónasson Fædd 31. október 1851—Dáin 28. júlí 1933 Fimtíu ár er langur tími; hver sá íslendingur, sem allan þann tíma hefir dvalið í þessu landi og staðið vel í stöðu sinni, ætti sannarlega að skipa heiðurssæti í landnámssögu vorri. Kona sú, sem hér um ræðir er ein þeirra. Hún var fædd 31. október árið 1851 að Búðardal á Skarðsströnd. Foreldrar hennar voru: Ólafur Jónasson og Guðrún Jóns- dóttir kona hans. Foreldrar Ólafs voru: Jón Sveinsson bóndi í Snóksdal og Kristín Ólafsdóttir Björnssonar skipasmiðs við Breiðafjörð; var hann nafnkunnur maður og merkur. Þegar Kristjana var hér um bil árs gömul misti hún móður sína og var þá tekin í fóstur af föðurbróður sínum Hannesi Jónassyni og Ingibjörgu konu hans, er þá bjuggu á Keiksbakka á Skagaströnd, en síðar að Hrísum í Helgafellssveit. Hjá þeim dvaldi hún þangað til hún var 14 ára, þá dó fóstra hennar. Föður sinn misti hún þegar hún var 11 ára og frá því fóstra hennar dó (frá 14 ára aldri) vann hún fyrir sér sem vinnukona, þangað til árið 1872; þá giftist hún Jóni Jónassyni, ættuðum úr sömu sveit og hún. Bjuggu þau að Hrísum i Helgafellssveit þangað til 1883; þá fluttu þau til Vesturheims. Þegar hingað kom settust þau að við íslendingafljót, þar sem nú heitir Riverton. Tveimur árum síðar (1885) námu þau land tvær mílur fyrir norðan þorpið, og nefndu bæ sinn Reykhóla. Þar bjuggu þau þangað til 1904; en þá urðu þau að flýja bygðina vegna flóða og fluttu því þaðan vestur til Grunnavatnsbygðar ásamt börnum sínuni og bjuggu þar til dauðadags. Um haustið 1909 misti Kristjana mann sinn eftir 12 ára veikindi. Þeim varð niu (9) barna auðið, dóu þrjú i æsku, en sex (6) eru i lífi: Hannes Ólafur, kvæntur Ólöfu Jóhanns- dóttur; búa þau að Riverton; Sigríður Júlíana, gift Snæbirni Johnson; þau búa skamt frá Árborg. Guðbjörg, gift Jóni Stefánssyni bónda að Stoney Hill; Bergmann Flóvent; Katrín Theodora og Daði Kristinn, búa þau öll þrjú systkinin siðast- töldu á landnámsjörð foreldra sinna í Stoney Hill bygðinni. Eins og áður er frá skýrt andaðist Kristjana sál. að heimili sinu 28. júli 1933, eftir langvarandi heilsuleysi. Hún var myndar og merkis kona; ein þessara þrautseigu, sístarfandi landnámskvenna, sem áttu ríkan þátt í því að greiða götur á svæðum erfiðleikanna, þegar mest á reyndi. Hennar er saknað af eftirlifandi börnum og tengdabörnum; henni fylgja þakkir landnemanna, þeirra, sem eftir lifa, þegar hún að loknu starfi og liðnum dögum hverfur þeim sjónum og sameinast fylkingum hinna, sem á undan eru farnir. Sig. Júl. Jóhannesson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.