Lögberg - 28.06.1934, Blaðsíða 5

Lögberg - 28.06.1934, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. JÚNI, 1934 5 Oxford hreyfingin Að undantekinni siðabótinni á 16. öldinni, mun hin volduga trúarlega vakning á 18. öldinni, á Englandi, sem hafin var af prestinum John Wesley, vera þýÖingarmest. Er hún talin að hafa bjargað kirkjunni frá rétttrúnaðar stirnun og hrifið fólk- ið til lifandi trúar á Krist. Sagnaritarar halda því fram að hin siðferðislegu áhrif þessarar breyt- ingar hafi bjargað Englandi frá ægilegri stjórnarbyltingu. Tuttugasta öldin er nú sjónarvott- ur að annari andlegri vakningu, sem breiðist nú óðfluga út um allan heim. Þessi hreyfing er alþjóðleg og ekki bundin við neina vissa kirkjudeild, heldur er hún sameiginleg fyrir flestar mótmælenda kirkjudeildir. Þessi hreyfing er kunnugust undir nafninu “The Oxford Group Move- ment.” Upphafsmaður þessarar hreyfingar og leiðtogi er séra Frank Buckman, lúterskur prestur frá Ameríku. Þessi prestur varð fyrir andlegum áhrifum er hann var staddur á Keswick móti á Englandi, er gjör- breytti lífi hans. Um nokkurra ára skeið vann hann að málum Kristi- legs félags ungra manna (Y.M. C.A.) með frábærlega góðum á- rangri. Tvisvar ferðaðist hann með Dr. Sherwood Eddy til Kína, Indlands þg Japan. Meðan hann dvaldi í Kína 1918, reyndi hann fyrst að mynda andlegan félagsskap með nokkrum mönnum, þar sem hver og einn gerði játningu fyrir sinum af- brotum. Seinna hlutu þessir samfundir nafnið “House Party.” Þessi hópur manna var myndaður af trúboðum, fésýslumönnum, em- bættismönnum og innlendum trú- vakninga prédikurum; komu þeir saman fyrir tveggja vikna tima. Fóru síðan heim með aukinn þrótt og endurnýjaða lífsgleði. Dr. Buckman fór aftur til Eng- lands og gekst fyrir því að halda “House Party” við Cambridge og Oxford háskólana. Fjöldi nemenda og kennara urðu fyrir hrifningu og aðhyltust 'hreyf inguna. Nokkrir flokkar af þessu “breytta” fólki fóru síðar til Suður- Afríku og Ameríku; varð þeim framúrskarandi mikið ágengt við að laða fjölda fólks úr öllum stétt- um að hreyfingunni. Fyrir tveimur árum kom flokkur til Kanada og hélt fundi í öllum stórborgum landsins. Það var snemma á vorinu 1933, sem þeir komu til Winnipeg. Það ár kyntist eg hreyfingunni fyrst, gegnum blaðagreinar um starf þeirra. Þegar eg kom frá íslandi til Kanada 1930 vissi eg óglögt hvað þetta land hafði að bjóða. Eg hafði að visu lesið töluvert um afkomu og lifnaðarhætti landa minna hér í álfu. Eg hafði heyrt allmargar furðusögur af þessu undralandi og fýsti nú að fá nánari kynni af því. Eg varð ekki fyrir neinum von- brigðum. Fyrstu kynni mín af þessu landi voru mjög ánægjuleg. Fólkið, sem eg kyntist hér tók mér sérstaklega alúðlega og sýndi mér frábæra gest- risni og vinahót; reyndi á allan hátt að láta mér líða sem bezt. Nú þótt eg væri uppalinn í lút- erskri kirkju, þá sótti eg stundum “The United Church of Canada,” og það var á meðan eg sótti þessa kirkju i Winnipegborg, sem að eg komst í náin kynni við fólk, sem tilheyrði “The Oxford Grottp.” Mér var boðið að sækja fundi þeirra og það boð þáði eg, án þess að hafa nokkra greinilega hug- mynd um hvað væri í vændum. Frá því að fundurinn byrjaði og þáhgað til honum var lokið varð eg fyrir undarlegum hugarhræringum, eins og því gamla væri kollvarpað og alt væri í bendu. Vissi eg ekki hvar eg var staddur; eg fann samt a<5 eg hafði rekist á eitthvað undur- samlegt, að eg gat ekki, í bili, áttað mig eða skilið sannindin, sem i þessu vorú fólgin. Þessi fundur var haldinn á prívat heimifi; voru fundarmenn um 60, á öllum aldri frá 16 og yfir. Vissu- lega var eg mjög forvitinn að sjá og heyra hvað fram færi og hvernig þeir höguðu þessurn fundum. — Eg var talsvert hissa á því, er þeir byrj- uðu með sálmasöng. Eg tók þátt í sálmasöngnum með hálfum hug, en þegar eg sá eins og ljóma af and- litum fundarmannanna, fór eg að veita öllu meiri athygli. Eg fann að þeir höfðu boðskap, sem þeir vildu koma til þeirra, sem voru gest- ir og ókunnugir, — þessari nýju trúarreynslu. Eftir að nokkrir sálmar höfðu verið sungnir, töluðu nokkrir af fundarmönnum. Þeir sögðu sögu, sem var æfagömul, en sögðu hana á svo undraverðan, nýjan hátt, með hrífandi einfaldleik og innileik, að eg varð fyrir áhrifum, sem eg hefi aldrei áður fundið til. Þeir töluðu um nýtt lífsviðhorf, nýtt líferni, sem þeir höfðu reynslu fyrir,—farsælt og fullnægjandi líf, sem þeir sjálfir höfðu reynt,—og gefist vel. Þeir sögðu einnig frá hvernig þeir hefðu fundið fróun og háleitan tilgang í lífinu. Þeir voru fúsir á að fórna öllu fyrir Krist, svo að þeir gætu orðið aðnjótendur og þátttakendur í hans óendanlega kærleika. Áhrifin frá fundinum og sá andi, sem ríkti þar gagntók mig, svo að eg gat ekki losast við þau. Ef fór heim; reyndi samt að leiða hugann að öðrum viðfangsefnum, og vekja áhuga á þeim, en tókst það ekki. Hugurinn hvarflaði ávalt að þessu, sem eg hafði heyrt. Samt reyndi eg aí5 útrýma því úr huga mér, og hafði að lokum tekist að gleyma því. Eg var vissulega ófús á að fórna ölllu; eg óttaðist að eg yrði ófrjáls og gæti ekki notið míns einstaklings frelsis. En alt af sótti þessi hug- mynd að mér: “Hvað hafði eg að gera fyrir aðra? Hvað hafði eg gert fyrir Krist?” Að lokum kom mér til hugar að ganga spurning- arnar á snið. Þannig liðu þrír mán- uðir, þar til mér var boðið á annan fund. Eg fór, vitandi að eg myndi verða fyrir sömu áhrifum og fyr. Eftir þann fund varð mér það ljóst, að mér tjáði ekki að sporna lengur á móti. Svo eg gaf mig allan á vald Krists og treysti á hans handleiðslu. Fyrir nokkru síðan kom alþjóða- flokkur (The International Teamj Oxford Group til Winnipeg. Héldu þeirvsíðan til Banff í Albertafylki, og héldu þar “House Party.” Þetta mót þektist undir nafninu “The North-American House Party.” Fjölmennur hópur frá Winnipeg sótti þetta “House Party.” I þeim hópi var eg eini íslendingurinn, að því er eg frekast veit; hugsanlegt er samt að annar eða fleiri hafi þar verið staddir. Ef svo reyndist, væri eg mjög glaður að kynnast honum eða þeim. Mótið var haldið í hinni veglegu gistihöll C.P.R. félagsins i Banff. Út um glugga gistihússins sá maður fólkið drífa að úr öllurn áttum. Sér- stök járnbrautarlest með 17 fólks- flutningsvögnum brunaði gegnum Klettafjöllin með samkomugesti frá Vancouverborg og frá öðrutn stöð- um á Kyrrahafsströndinni. Úr öðrurn áttum gaf að líta bif- reiðar á hraðri ferð með fólk, er hraðaði ferð sinni til að ná í fyrsta fundinn, er settur var 5. júní í Banff Sþring Hotel. Þegar hærra var litið sáust hinir tignarlegu, snæ- krýndu tindhr Klettafja'llanna, er sindruðu í geislum morgunsólarinn- ar. Allir fundirnir voru haldnir í gisti- höllinni, sem er hin fegursta og stór- kostlegasta bygging, glæsilegri en : svo, að eg geti treyst mér að lýsa henni. í hinum skrautlega danssal hótels- ins var fyrsti fundurinn settur. Þar voru saman komnir yfir 1000 fund- armenn frá 15 þjóðum heimsins. Þetta fólk var úr öllum stéttum mannfélagsins. Allir með sömu þrá, —að kynnast þessum nýja lífsmáta. Þegar maður vandrar um hótelið mætir maður ef til vill fyrt æru- verðum presti, næst ungum komm- únista æslngamantii, sem er nýkom- inn út úr fangelsisvist, fyrir ofbeld- isrán, svo mætir maður miljónera frá Vestur-Canada, svo daglauna- manni, lögfræðing, sjó-kafteini, skrifstofuþjón, blaðamanni, stjórn- málamanni, leikara frá Hollywood, og mörgum fleiri. Alt þetta fólk spjallaði saman ó- þvingað með hlýju viðmóti, sem ein stór f jölskylda, án þess að stétta- rígur eða yfirlæti kæmi nokkuð til greina. Eg gjöri ráð fyrir að sumum ykkar veitist örðugt að trúa eða sannfærast að slíkt geti átt sér stað. Mig langar í stuttu máli að gefa ykkur ofurlitla hugmynd um til- högun fundanna: Á morgnana er hver manneskja í sínu herbergi í kyrð,—les Biblíuna og gjörir bæn og leitast við að finna nálægð Guðs og handleiðslu hans. Þeir, sem réðu tilhögun fyrir dag- inn, höfðu fund með sér í prívat stofu hótelsins, með Dr. Buckman og öðrum leiðtogum, til að biðja um sérstaka leiðsögn Guðs. Þetta var á undan morgunverði. Að honum loknum — frá kl. 9.30 til 10.30— komu fundarmenn saman; voru þá Biblíu-skýringar um hönd hafðar, og | einkurn um handleiðslu Guðs, og um “tvívega” bæn; þ. e. a. s. óskir eða vandaspursmál, og síðan bið- stund í kyrð, eftir svari Gúðs. Kl. 11—12 skiftust fundarmenn i 5 deildir: verzlunarmenn, ungir menn, prestar, eldri konur, ungar konur. Starfið bar meiri árangur á þessum deildarfundum; margir urðu til að gefa sig Kristi á vald, og einnig sið- ar. Aðrir einslega fyrir persónuleg áhrif. Kl. 3 skiftust menn í flokka eftir bygðum eða bygðarlögum, er þeir voru frá,—og hafði hver flokkur fund sér. Á þeim fundum var tal- að um og ráðstafað framtíðarstarfi. Kl. 5 var Biblíu kensla. Fyrri kapitular Markúsar guðspjalls og fyrri hluti postulasögunnar til at- hugunar og útskýringar. Það var undravert hve hrífanclli, fersk og upplífgandi Biiblian verður, þegar maður les hana með það fyrir aug- um að hlýða henni og lifa hana. Kl. 8.30—10.30 var almennur fundur. Þar sem margir tóku til máls, létu margir þar í ljósi fögnuð sinn yfir því að hafa öðlast nýtt líf og annað lifshorf. í gegnum alla þessa fundi var and- leg hrifning af nálægð Guðs anda. Trúin var lifuð sem náið samfélag við Guð og hver við annan í gegnum Krist. Kirkjudeila, þjóðernis og stétta- munur hvarf; varð alls eigi vart. Mig langar sérstaklega að taka það fram að ungmenni voru mjög áberandi á þessu “House Party” að Banff. Framkoma þeirr á fundun- um sýndi að þeim var alvara. Við, sem tilheyrum æskunni, finnum til þess, ekki síður en þeir eldri, að við erum þeir, sem verðum leiðtogar, hver hjá sinni þjóð, og í veraldar- málunum í framtíðinni, og til þess, að vera færir til að bjarga heim- inum úr því öngþveiti og striðs- hættu, sem hann er kominn í, þá verður mannshjartað að breytast. Eg leyfi mér að enda þessa grein með orðum foringjans Dr. Frank Buckman: “Canadamenn eru að kveikja guðlegan neista, sem kann- ske setur Canada-veldi og þjóðirnar í bál. Þörfin í dag er ekki bylting, heldur opinberun. Leiðtogar á ýms- um sviðum lifsins eru nú sannfærð- ir um að frámtíðarvon okkar um batnandi heim, er komin undir breytingu mannshjartans. Maður verður alstaðar var við vitnisburði um þetta. Heimsbreyting mun koma vegna lífsbreytingar. Nýr andi fer um heiminn, ný uppljóman getur komið til allra og leitt menn og kon- ur af öllum flokkum til baka til aðal- atriða kristinnar trúar, sem inni- lykur allar þeirra frum-játningar. Veröldin bíður með óþreyju og eft- irvæntingu eftir því að sjá hvað Jesús Kristur getur gjört fyrir og gegnum mann, sem gefur sig allan honum á vald. Vilt þú vera sá maður? Framh. B. J. Johnson, 628 Alverstone St., Wpeg. Fréttabréf Frá Islandi Pétur Sigurðsson. Þegar menn vita varla, hvað þeir eiga að segja, þá tala þeir um veðr- ið, og mikil hjálparhella er það fyrir marga. — Það er nú vor á íslandi, en viðrar víða fremur stirt. Hríðar- bylur kom hér um alt Norður- og Vestuland og Norð-vesturland 14. þessa mánaðar (apríl) og síðan hef- ir verið töluverður snjór og oft hálf- gert hríðarveður. Frost hafa þó ekki verið að ráði og jörð því ekki farið illa. Veturinn var mildur og víða að heita mátti snjólaus. Á Austfjörðum var hann, til dæmis, frámunalega góður. Það munu nú vera um 9 mánuðir síðan eg sendi Lögbergi línu. Á þeim tíma hefi eg ferðast um þrjár sýslur norðanlands, um Austfirði og Fljótsdalshérað, um Vestfirði og nokkuð sunnanlands lika. Það er ekki hægt að segja annað en að al- menningi líði vel. Mætti víst segja, ágætlega víðasthvar. Veikindi hafa ekki gert vart við sig að ráði og at- vinnulíf hefir verið sæmilegt og sumsstaðar gott. Annað sagt um þessi efni, væri hreinasta vanþakk- læti. Það er víða unnið að ýmsum framkvæmdum í landinu, sem bera ekki vott um tilfinnanlega kreppu. Það byggist til dæmis mikið í Reykjavík. Það hefir lifnað nokk- uð yfir Austfjörðum, sérstaklega Norðfirði, og nú hefir vertíðin verið sæmilega góð víðasthvar og sums- staðar ágæt, sérstaklega á Suður- landi. Eg er staddur á Vestf jörðum, er eg skrifa þetta. Fyrir nokkrum dög- um var eg staddur á Núpi í Dýra- firði. Þá var verið að segja upp alþýðuskólanum þar. Nemendur voru fremur fáir í vetur, en úr því mun sennilega brátt bætast. Það hefir verið gert niikið á Núpi til þess að gera skólann fullnægjandi. Gott og vandað skólahús hefir nú verið bygt þar og er í ráði að bæta miklu við það seinna. Húsið er þrjár hæðir. Efsta hæðin er bú- staður nemenda, miðhæðin er skóla- stofur og rúðgóður gangur, í kjall- aranum er sundlaug hituð með raf- magni, því nýlega hefir verið reist rafstöð á Núpi, sem fullnægir skóla- húsunum báðum og nokkrum heim- ilum til ljósa, suðu og hita. Skól- inn getur nú tekið á móti milli' 30 og 40 nemtndum. Hann er skuldlaus og er slíkt ekki litill kostur nú á dögum. Gott var að koma að Núpi. Þar ríkjr góður andi, og þeir nem- endur, sem koma frá Núpsskólanum bera þess vitni, að skólinn sé heil- brigð og góð mentastofnun. Skömmu áður en eg fór til Vest- f jarða, kom eg heim úr ferðalagi um Austurland. Þangað fór eg sérstak- lega að boði skólastjórans á Eiðum, séra Jakobs Kristinssonar, sem hafði boðið mér að sitja þar námskeið og flytja nokkur erindi. Námskeiðið var mjög ánægjulegt. Það stóð yfir dagana 1.-3. marz s. 1. Aðsókn var meiri en nokkru sinni áður. Hátt á f jórða hundrað manns komu þann daginn, sem flest var, og alla dagana mun þar hafa borðað um 170 manns. Námskeiðið var rómað mjög af þeim, er þar komu, en skólinn á við fremur slæm kjör að búa með slík mót. Fyrst og fremst vantar góðan samkomusal, er um leið gæti verið leikfimissalur, og þar næst þyrfti skólinn að verðá raflýstur. 1 vetur sem leið var skólinn fjölmennur. Ráðamenn skólans eru mjög að góðu kunnir og skólinn nýtur því hylli almennings þar eystra. Skóla- stjórinn og frú hans eiga betra skil- ið en eitthvert gálaust hrós, en auð- ugri verður áreiðanlega hver sá maður, sem kynnist þeim. En slíkt má og segja, sem betur fer, um marga mæta og góða menn, er að skólum og menningarmálum okkar íslendinga standa nú. Samgöngur aukast nú óðum á landi, og er orðinn geysilega mikill munur á því frá því, sem áður var. Góð tið á vetrum hvetur menn líka til ferðalaga á landi og rekur það á eftir vegagerðum. Svo snjólaus var, til dæmis, síðastliðinn vetur, að fá- Hafið í huga hreinindi ölsins og ölgerðarinnar um dögum fyrir jól fórum við í bil alla leið frá Akureyri til Reykjavík- ur, og mun það vera einsdæmi. Ferðin gekk fljótt og vel. Á ferðalögum mínum hefi eg, meðal annars, unnið töluvert að bindindismálum. Frá þvi i haust sem leið og fram að jólum endur- reisti eg sex stúkur og stofnaði eina nokkru síðar. Allar þær stúkur, sem eg hefi endurreist slðastliðin ár, starfa nú og sumar þeirra ágætlega. Bindindisstarfið á meiri í tök í hug- um manna á landi hér, en margur gerir sér grein fyrir, og erfitt mun það verða fyrir Bakkus konung að brjótast hér til valda á ný, svo illa er hann séður af landslýð yfirleitt, þótt nokkrir, því miður, skipi sér enn undir merki hans. Nú sem stendur eru ógæftir mikl- ar, og mjög aflalitið hér á Vestf jörð- um, þegar á sjó gefur. Eins og áð- ur sagt, benda ýmsar framkvæmdir og fyrirhugaðar framkvæmdir á það, að atvinnulíf muni verða sæmilegt á næstunni. I ráði er, til dæmis, að gera hafnir eða hafnarbætur á minst þremur stöðum norðanlan^is. Síld- arbræðsluverksmiðjur á einnig að reisa. Bátahöfn á að byggja á ísa- firði, og þar er' talað um að reisa tvö stór samkomuhús, er kosti hvert fyrir sig uin 100 þúsund krónur, og vafalaust verður annað bygt, eða bæði. Þá á einnig að koma upp •> stóru samkomuhúsi á Patreksfirði, og hevrt hefi eg talað um hið sama i Vestmannaeyjum, þó þar sé nú nokkuð fyrir af samkomuhúsum. Þetta sýnir að það er þó nokkurt líf i félagsmálum á landi hér. Nýir, myndarlegir barnaskólar liafa verið reistir í vetur bæði í Hrísey og Dal- vík við Eyjafjörð, og fleira af þessu mætti telja.—Dálitlar óspektir eru stundum hjá oss hér heima, í félagsmálum, en vér búum þó við svo góð kjör í þeim efnum, að rit- höfundurinn H. G. Wells fann á- stæðu til þess, fyrir skömmu, að segja: “The most stable country in the wörld is Iceland.” (The Chris- tian World, May 10, 1934). Kær kveðja til allra íslandsvina hinsvegar hafsins mikla. —ísafirði, 11. mai 1934. Pétur Sigurðsson. Glaðar stundir “Er svo margt að minnast á, margar glaðar stundir.” Þ. E. Ef Goodtemplarahúsið hefði eyru til þess að heyra alt, sem þar fer fram, og munn, til þess að segja frá því öllu, sem þar hefir verið sagt og flutt frá byrjun, þá kendi þar margra góðra grasa. Þar hefir verið miðdepill alls ís- lenzks samkvæmislífs í síðastliðin þrjátíu ár, og þar er heimili þess 'eina félagsskapar vor á meðal, sem langra lífdaga hefir orðið auðið, án þess að tillit væri tekið til stjórn- málastefna eða trúarskoðana. Þar hafa íslendingar notið margra- glaðra stunda fyr og síðar. Eina slíka stund átti stúkan Skuld 14. þ. m. Var þá haldinn skemti- fundur með kaffidrýkkju og alls konar fagnaði. Tilefnið var það að Mrs. Anna Ólafsson hafði þá verið aldarfjórð- ung í stúkunni og var kveldið helgað minningu hennar í þvi sambandi. Á þessum tímurn hálfvelgju og heygulsháttar, þar sem það er und- antekning að menn eða konur þori að halda á lofti merkjum sannfær- ingar sinnar, er það stórrar þakkar 1 vert þegar einhver er svo trúr mál- t meir en þriðjung: aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viöurkendar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum öðrum s.iúkdðmum. Fást hjá öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. efni sínu að honum verður það aldrei á að hopa né hika, hvað sem á gengur. Þessi “glaða stund,” var því ekki gripin úr lausu lofti. Stúkan mátti með sanni gleðjast yfir 25 ára starfi Mrs. Ólafsson. Hvort sem áfram hefir gengið eða undan rekið ; hvort sem vænlega hefir áhorfst eða van- sigur legið við dyr, hefir Anna Ól- afsson alt af verið söm og jöfn; alt af jafn starfandi; alt af jafn trú; alt af jafn skyldurækin. Hvort sem fáir hafa sótt fundi, eða húsfyllir hefir verið; hvort sem veður var fært eða ófært, þá kom það tæplega fyrir að Anna Ólafsson væri þar ekki, ef Skuldarfundur var ákveðinn. Á þessari gleðistund var minst á starf Mrs. Ólafsson og henni þakk- að í einu hljóði. Gunnlaugur Jóhannsson hafði stjórn á hendi og flutti eldfjöruga ræðu, fallega og fyndna, eins og honum er lagið.; en alvara og sann- færing hvíldi á bak við galsann og gleðina, og fór hann verðugum orð- um um alt það, sem Goodtemplara- félagið ætti heiðursgestinum að þakka. A. S. Bardal, stórtemplar, flutti Mrs. Ólafsson þakklæti og ámaðar- óskir i nafni stúkunnar og reglunn- ar í heild sinni. Lýsti hann því með mörgum fögrum orðum hvílíkt barnalán Mrs. Ólafsson hefði hlotið og talaði sérstaklega um séra Svein- björn son hennar i þvi sambandi. Taldi hann þar vera einn hinn mikil- hæfasta og trúasta starfsmann bind- indismálsins meðal hinnar yngri kynslóðar og bar fram þá ósk að guð og gæfan leiddi hann hingað til Winnipeg til þess að við gætum enn þá betur notið starfskrafta hans og hæfileika. Sá, er þessar línur ritar, mælti einnig nokkrum orðum í ávarpi til Mrs. Ólafsson. Mintist hann á það hversu margir þeir væru orðnir, sem svikist hefðu undan merkjum Good- templara og virti bindindisheit sin að vettugi. Kvað hann f jölda marga hafa þyrpst inn í stúkurnar á viss- um tíma—þá hefði það verið móð- ins.—Þegar móðurinn í þvi tilliti hefði breyst þá hefði fjöldi manna og kvenna svikið og hlaupið undan merkjum. Það kvaðst hann vera viss um að aldrei gæti hent heiðurs- gestinn; lund hennar væri of sann- íslenzk og trú til þess. Engar gjafir voru heiðursgestin- um afhentar við þetta tækifæri, en “sú er gjöfin bezt,” sagði Indriði Einarsson einhverju sinni, “þegar alir viðstaddir gefa heiðursgestin- um part af hjarta sínu.” Slík gjöf var Önnu Ólafsson afhent við þetta tækifæri. Sig. Júl. Jáhannesson. ► Borgið LÖGBERG!

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.