Lögberg - 28.06.1934, Blaðsíða 4

Lögberg - 28.06.1934, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. JÚNI, 1934 Uögtjerg OefiB Ot hvern fimtudag af TB« COLUMBIA PREB8 LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: BDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerO $3.00 un áriS—Borgist fi/rirfram The "Lögberg” is printed and published by The Colum- bia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Wnnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Kosningarnar Flestum mun hafa komið á óvart hinn mikli sigur frjákslvnda flokksins í fylkiskosn- ingnnum nvafstöðnu. Úrslitin í Saskatche- wan er auðvelt að gera sér grein fyrir, vegna þess að óánægja manna þar í fylki, með Ben- nett stjórnina, var orðin svo mikil að hún hlaut að bitna á 'þeim flokkinum, sem honum fylgir að málum. Hitt er einkennilegra að Ontario skyldi, jafnvel á enn ákveðnari hátt, láta í Ijós vantraust sitt á stefnu íhaldsflokks- ins, sem þó hefir að mestu leyti verið sniðinn eftir }>örfum Austurfylkjanna, og þá helzt Ontario. Stuðningsmenn Bennetts, sumir hverjir, hafa getið sér þess til, að auðvaldið í Ontario hafi í þessum kosningum, snúist á móti for- sætisráðherranum og þannig launað honum langt og dyggdlegt starf í þjónustu sinni. Eitt blaðið kemst svo að orði, að auðvaldið vildi gjaman láta krossfesta þá Benneft og Stevens. Bftir þessu mætti ætla að miljóna- mæringurinn Bennett væri orðinn talsmaður hinna fátæku og undirokuðu stétta í landinu, og að hinir ríku vildu koma honum fyrir kattarnef, ef unt væri. Óneitanlega væri það gleðiefni allri al- þýðu manna, ef að þessi tilgáta blaðsins reyndist sönn; en á meðan að ekki er annað til marks um þessi sinnaskifti, en gferðir Stevens-nefndarinnar síðustu mánuði, verða þeir að líkindum færri, sem leggja trúnað á þessa tilgátu. Hitt mun nær sanni að fall stjórnarinnar í Ontario hafi að mestu leyti stafað af því að almenningur sé farinn að sjá að stefna frjólslynda flokksins er heilla- vænlegri fyrir framtíð þessa lands, en nokk- ur önnur, ef aðeins henni er framfylgt af þeim, sem kosnir eru undir hennar merki. 1 Saskatchewan vann C.C.F. flokkurinn talsvert á, og hlaut um 24% af greiddum at- kvæðum. Má gera ráð fyrir að sá flokkur geti orðið þar allsterkur, ef að ekki rætist úr vandræðum fólks næstu árin. Alt virðist nú benda til þess að dagar Bennetts séu taldir, í. pólitískum skilningi. Hvort sem kosningar fara. fram í haust eða á komandi sumri, þá má telja víst að úrslitin verði þau sömu. Kirkjuþingið Það byrjaði með þingsetningar guðsþjón- ustu í kirkju Selkirksafnaðar, á föstudags- kveldið var. Séra Guttormur Guttormsson prédikaði. Gðsþjónustan var hin hátíðleg- asta, söngur góður og prédikun áhrifarík. Á laugardagsmorguninn hófust starfs- fundir. Var þá tekið á móti kjörbréfum, skýrslur embættismanna lesnar, og mál á dagskrá sett í nefndir. Um kveldið flutti Dr. Björn B. Jónsson ágætt erindi, sem hann nefndi “Kirkju- og trúarlíf á Islandi. ” Bæði kveldin var kirkjan þéttskipuð. Á sunnudagsmorguninn kl. 10.30 fór fram prestsvígslu guðsþjónusta, sem séra Steingrímur Thorláksson stýrði. Mannfjöld- inn var þá svo mikill að margir komust ekki inn í kirkjuna. Þrír menn voru vígðir, þeir Bjarni A. Bjarnason og Theodore Sigurðsson guðfræði kandídatar og Guðmundur P. John- son guðfræðinemi. Séra Sigurður Ólafsson frá Árborg, las æfiágrip þeirra. Að lokinni vígslu flutti forseti kirkjufélagsins, séra Kristinn K. Ólafson, kröftuga prédikun. Eftir guðsþjónustuna var öllum boðið til miðdagsverðar í samkomuhúsi safnaðarins. Um kl. 3 e. h. fóru kirkjuþingsgestir og bæjarbúar að safnast saman í skemtigarði bæjarins, og skemtu menn sér hið bezta við ræðuhöld og söng. Um kveldið voru bomar fram veitingar af konum safnaðarins. Klukk- an 8 e. h. byrjaði trúmálafundur. Séra Sig- urður Christopherson var inálshef jandi. Um- ræðuefni hans var: “Guðleg handleiðsla.” Allmargir tóku til máls um kveldið. Á mánudagsmorguninn tók þingið aftur til starfa. Þegar þetta er ritað voru engar nákvæmar fregnir komnar af gerðum kirkju- þingsins, seinni dagana og verður fregnin um þær að bíða næsta blaðs. Þeir, sem setið hafa þingið, láta mikið af því hve öllu hafi verið vel ráðstafað af hálfu Selkirksafnaðar og prests hans. Sérlegur rausnarblær var á öllu og viðtökurnar þær beztu. Ný ljóðmæli Þoráleins skálds Gíslasonar Eftir prófessor Richard Beck. Þorsteinn ritstjóri Gíslason hefir um langt skeið skipað heiðurs-sess í íslenzkum nútíðarbókmentum, bæði sem skáld og blaða- maður; hin síðari árin hefir hann tvímæla- laust verið eitt hið helsta þjóðskáld vort. Því til sönnunar þarf ekki annað en að blaða í f jölskrúðugu ljóðasafni hans frá 1920, og hafa þó mörg snjöll kvæði bætst í ihópinn síðan, I sem prentuð hafa verið í blöðum og tímarit- um. Mörg þeirra er að finna í hinni nýju kvæðabók Þorsteins—Önnur Ijóðmœli. Þýdd kvæði—tækifæriskvæði, sem út kom í Reykja- vík laust fyrir jólin í vetur. Heitið segir glögt til um efni bókarinnar. Fýrri helmingur hennar er nærri allur þýdd kvæði, meiri hlutinn merkiskvæði eftir ýms höfuðskáld á Norðurlöndum og eitt af önd- vegisskáldum Englendinga. Hér er kvæða- flokkur Ibsens “Á heiðum,” sem lýsir svo eft- irminnilega sálarstríði skáldsins á umbrota- tíma í þroskasögu hans; Þjóðsöngur Norð- manna eftir Björnson; “Blysfararsöngur” Jóhannesar V. Jensens; “Maður og kona” eftir Fröding; og tvö af helstu kvæðum Shelleys: ‘ ‘ Skýið ” og “ Til vestanvindsins. ’ ’ Þorsteinn hefir áður sýnt það rækilega, að honum lætur vel að þýða bundið mál, enda ber samanburður við frumkvæðin því vitni, að ofannefndar þýðingar eru löngum harla nákvæmar, þó að sitthvað hafi að vonum glat- ast í flutningnum af einni tungu á aðra. Ekki er það heldur minstur kostur þessara þýð- inga, hve liprar þær eru að jafnaði, og það jafnvel þegar saman fara á frummálinu myndagnott og dýr kveðandi. Sem dæmi má taka þetta erindi ár “Skýinu”: “Á glóeyjarbraut legg eg gullborða skraut og glitdúka mánans á slóð. Eg stjörnur hef hrætt, er í stormúlpu klætt eg steyptist í eldfjallsins glóð. Um bergstalla brár, þar sem bylta sér ár, set eg bliku ’ yfir fossa og hyl, eða fell eins og þak yfir fjallgarðsins bak, svo hann færi ekki sólgeislans yl. En hvelfingin breið, þar sem liggur mín leið með leiftur og stormélin hörð og loftvætta her, sem mér lýtur, hún er út litbanda þúsundum gjörð. Og guðvefjar slæðum frá himnanna hæðum eg hjúpa þá döggvota jörð. ’ ’ Það er þá einnig skemst frá að segja, að eg tel þýðingarnar veigameiri hluta þessarar kvæðabókar Þorsteins, þó margt sé vel um tækifæriskvæðin; þær eru verulegur fengur íslenzkum bókmentum, þar sem um jafnmörg víðfræg og merkileg kvæði er að ræða, að ó- gleymdum þýðingum, af smærri kvæðuin eins og hinum gullfagra “Lofsöng Beethovens,” sem hefst á orðunum “Þitt lof, ó, drottinn vor, himnarnjir hljÖma, ” og mörgum mun kunnur. Tel eg sjálfsagt, að hann hafi verið tekinn upp í nýútkominn viðauka við sálma- bókina íslenzku, því að hann á þar margfald- lega heima. Flestar eru þýðingar þessar auðskildar, en samt myndi ekki hafa verið með öllu óþörf stutt skýring á dýpri merkingunni í kvæði Ihsens “A heiðum,” sambandi þess við lífs- feril skáldsins, sem áður var lauslega vikið að. Sitthvað er einnig skýringarþurfi í Þjóð- söng Bjömsons, að minsta kosti öllum almenn ingi. Mörgum mun á huldu, hver “Þrumu- skjöldur” sá er, sem um er talað í þriðja erindi kvæðisins; þá mun vart renna grun í, nema þeir séu því gagnkunnugri frumkvæð- inu, að þetta er íslenzk þýðing (og hún snjöll) á “Tordenskjold,” heiti hinnar nafnfrægu sjóhetju Norðmanna (1691-1720); en það er eitt hið aðdáunarverðasta við þennan þjóð- söng Björnsons, hve snildarlega honum tekst að stikla á hátindunum, í sögu þjóðar sinnar. Til fróðleiks má bæta því við, að á komandi hausti eru sjötíu og fimm ár liðin síðan hann orkti þetta ódauðlega ættjarðarkvæði Kemur þá að seinni hluta bókarinnar, frumsömdu kvæðunum—tækifæriskvæðunum. Ekki geta þau yfirleitt talist stórfeld, þó margt sé þar prýðilega sagt, en þau eru vel kveðin og kjarnyrt. Þorsteinn er smekkvís á efni og mál, vandar altaf búning ljóða sinna, og þau eru þaulhugsuð. Hann heldur eflaust full mikið í við skáldfák sinn, en fer einnig sjaldan gönuskeið. Þorsteinn er þjóðrækinn hugsjónamaður. Því velur hann sér tíðum að yrkisefni tíma- mót og framfarir í lífi þjóðar sinnar, og gerir þeim oft ágæt skil. Þannig er eitthvert snjallasta þessara tækifæriskvæða hans um tíu ára afmæli fullveldis Islands, hreimfagurt og spaklegt kvæði, eins og þessi erindi votta: “Loftið er þrungið af ungum og örvandi vindum, aldanna skýflókar hverfa af hafi og tindum. Hugirnir magnast af vaxandi þrótti og þori. Þjóðlífið alt er sem leysinga tímar á vori. Trúum á vorið, þess takmark er sumarsins gróður. Truflun og breyting er vordagsins f ramsóknar-óður. Hræðumst ei ísruðning beljandi fossa og flæða. Framtíðin skapast við söng þeirra byltingakvæða. Einangrun hverfur og erlendu straumarnir líða inn yfir strendur til sveitanna dala og hlíða. Hvað verður um vora innlendu, þjóðlegu menning, aldanna venjur og feðranna’ og mæðranna kenning? Hverju’ á að halda og hverju á burtu að fleygja? Hvað á að lifa og hvað á að farast og deyja? Við eigum sögu að vernda, sem ekki má gleyma; við eigum tungu, sem framtíðar þjóðin skal geyma. Hræðumst ei breyting á háttum og eldgömlum venjum. Hagsmunir framtímans lúta’ ekki dýrkun á kenjum. Höldum i kjarnann, þótt hismið með vindinum hverfi. Helgasta neistans skal gæta, sem framtíðar erfi.” Sannarlega tala þessi snjöllu orð skáldsins einnig til okkar íslend- inga í Vesturheimi, að minsta kosti til allra þeirra, sem ekki vilja drukna um örlög fram í hringiðu þjóð- straumanna hér i álfu. Fagurlega mælir Þorsteinn eftir Valtý háskólakennara Guðmunds- son, hinn mesta ættjarðarvin, þó misskilinn væri af mörgum; og hér er það aftur ástin á landi hans og þjóð, sem titrar í tónum skáldsins of lyftir anda hans á flug. Sama er undiraldan í hinum innilegu og sann-lýrisku erfiljóðum eftir Leif sjóliðsforingjaefni Guðmundsson, þegar skáldið segir: “Hver veit hve margt og dýrðlegt deyr með draumum æskumanns; hvað ferst, — hvað missir fámenn þjóð og fósturjörðin hans?” Af öðrum minningarkvæðum kveður einna mest að ljóðunum um aldarafmæli Henriks Ibsens. Hin- um djúpskygna og ritfima sálkönn- uði og skáldjöfri er þar skarplega lýst og skáldlega. Þess skyldi einn- ig minst, að Þorsteinn heilsaði okk- ur Vestur-íslendingum einkar hlý- lega í ljóði hátíðarsumarið 1930; var það í fullu samræmi við þjóð- rækni hans, og er. það kvæði hér í bókinni. En það er ekki aðeins saga ætt- lands hans, fortíð þess, nútíð og framtíð, sem heillar huga Þorsteins; hann ann náttúrufegurð íslands engu miður og hefir opið auga fyrir henni. Inn i tækifæriskvæðin flétt- ar hann oft glöggar og glæsilegar náttúrulýsingar, enda eru ferðalög og útivist honum ágætlega að skapi, eins og ýms kvæði hans vitna um. í kvæðaflokkinum til Kristjáns kon- ungs X. er þessi fallega lýsing á ís- lenzkri vordýrð: “Lít nú á, jöfur, er ei mörgum myndum mótað vort Frón, er laða hug og sál ? Er ekki svipstór tign á f jallatindum ? Tala’ ekki fossar okkar djarflegt mál ? Mundi’ ei sú sjón, að líta’ um ey og ögur ofan frá brúnum, skapa hugans þor? Er ei fjallafögur foldin um vor?” Hér skal staðar numið. Á eitt skal þó bent að lokum,—heilbrigðina í lífsskoðun, sem fram kemur í kvæðum Þorsteins. Þar er ekkert volæðisvíl, heldur bjartsýni og karl- menska efst á baugi. Ljóð hans eru hressandi og vekjandi. Hann veit, að ísland “á æskudraum enn í end- urreisn frelsisins mista.” Hann kveður kjark og framtíðartrú í þjóð sína, en minnir hana jafnframt á skuld hennar við fortíðina, og á að geyma vel góðra erfða: “Mundu erfiðið alt, og það aldanna stríð, sem við ótamda strauma var háð. Mundu sögu þins lands. Mundu’ að virða hvert verk, sem ber vitni um íslenzka dáð.” Ávarp Kæru Vestur-íslendingar! Eg hefi nú dvalið á meðal ykkar i þrjú ár. Eg get því miður ekki náð til ykk- ar allra, sem hafið verið mér vel, til þess að þakka ykkur allar þær ó- gleymanlegu ánægjustundir, sem eg hefi notið á meðal ykkar. En gjarn- an vildi eg þrýsta hendi hvers eins með íslenzku kveðjunni: “verið blessuð og sæl.” Eg bið Lögberg að bera til ykkar þessi kveðjuorð; og óska og vona að Canada Islendingar megi sem lengst vera íslendingar, því eg hygg að ekkert þjóðarbrot þessa Jands hafi til brunns að bera eins mikla nátúru listhæfni eins og íslendingar, sem vitanlega með vaxandi mentun og þroska, gæti orðið sérstœð í Canada. í þessu sambandi vil eg nefna öld- unginn Jón Friðfinsson, sem er einn af þeim eldri Vestur-íslendingum, sem eg get talið mér mjög mikinn ávinning að hafa kynst. Mér þykir vænt um að hafa orðið þess megn- ugur að syngja nokkur af hans söng- lögum, og þá sérstaklega lagið hans, “Vor,” við kvæði Jóhanns Sigur- jónssonar skálds. Um þetta lag finst mér að óhætt muni vera að segja um, að sé eitt það langbesta íslenzkt lag, sem sam- ið hefir verið. Það er f jöldi eldri Vestur-íslend- inga, sem standa eins og “klettar úr hafinu” að nientun og gáfum. ann- ara þjóðflokka hinnar canadisku, andlegu sléttu. Jón Friðfinsson er einn af þeim, sem hæst ber höfuð, gráhært og göfugt, á sviði tóna og laga. Hann hefír bezt munað eftir “hlæjandi lækjum, hoppandi hjalla af hjalla,” og einnig þegar “róm- sterkir fossar til fjallanna kalla:” Finnið þið vorið, vorið.” En— hefir þó ekki þetta vestur-íslenzka tónskáld, sem átt hefir íslenzkustu hörpuna verið “einmana fifill í fjalladal ?” Mættu Vestur- og Austur-Islend- ingar taka höndum saman og heiðra tónskáld Vestur-Islendinga — nú þegar kvöldsólin strýkur geislum sínum og gyllir tónahæðir — hans dýrmætustu eign! Ungu Vestur-íslendingar, menn og konur! Hefjið merki hinna öldnu höfðingja ykkar. Verið útverðir íslenzkrar menningar—eins og þeir liafa verið—með hreinskilni og djúp- hyggni raunveruleikans! Þökk, Vestur-Islendingar! Ykkar Sig. Skagfield. Jarðskjálftinn norðan- lands (Framh frá bls. 1) ardaginn og stóð i hálfa mínútu. Gekk jörðin i bylgjum og hús léku á reiðiskjálfi. Sló miklum óhug á fólk og hefir það síðan hafst við að mestu leyti í tjöldum. Tvö steinhús urðu fyrir svo mikl- um skemdum, að þau eru ófær til í- búðar. Reykháfar hrundu á flest- öllum húsunum. Alls skemdir á 48 húsum. Kirkjan varð einnig fyrir miklum skemdum. Situr hún laus á grunn- inum og eru veggirnir mikið sprungnir. Peningshús eru meira og minna fallin og skemd. Sjómenn verða jarðskjálftans varir. Jarðskjálftans varð vart á sjó um líkt leyti. Var svipaðast því, sem bátarnir sfeyttu á grunni. Togarar, sem staddir voru í mynni Eyjaf jarð- ar, höfðu sig þegar á burt. Sjómenn * á Dalvík urðu land- skjálftans varir sem flóðöldu, er stefndi frá Hrólfsskeri á Ólafsf jarð- armúla. Skipstjórinn á norska skipiriu “Hindholmen” skýrir frá: Fréttaritari útvarpsins á Siglu- firði fékk um þetta svo hljóðandi skýrslu frá Svinö, skipstjóra á norska fiskiskipinu Hindholmen, er þá var statt í vestanverðum Eyja- f jarðarál: “Við vorum á leið til Sigluf jarðar kl. 12.45 í gær °g skipið var á fullri ferð. Veður var hið bezta á sjó og landi, en stinningskaldi á vestan. Allir voru á þilfari nema vélamenn. Alt í einu kom geisimkill hnykk- ur á skipið, eins og því væri svift aftur á bak eða að það hefði rekist á grunn á fullri ferð. Hrikti þá og brakaði í hverju tré, eins og skipið hefði steytt að grunni. Skipsmenn áttuðu sig ekki fyrst í stað á þessum atburði, þar sem vitað var að þarna voru engar grynningar eða brim- boðar. Þegar við litum í áttina til lands sáum við kynlega sjón og mikilfeng- lega. Gat að líta hrikalegar öldur hverja af annari ríða í vesturátt, og bar þær við fönnótt fjöllin. Öldur þessar hnigu ekki og risu eins og venjulegar sjávaröldur, heldur hnykluðust þær og ryktust áfram með geisisnöggum kippum. Á þetta horfði skipshöínin öll, og hafði eng- inn séð slíkt fyr. Ekki virtist þetta standa lengur en um hálfa mínútu. Tvö önnur fiskiskip, Tampen, sem var statt alldjúpt norðvestur af Gjögri, og Norstein, sem var 10 sjó- mílur norðvestur af Sauðanesi, urðu greinilega vör við landskjálftann á svipaðan hátt og Hindholmen, en ekki eins stórfenglega.” Tjón af völdum jarðskjálftans í Þingeyjarsýslu. Bærinn að Breiðumýri i Reykja- dal skemdist svo í jarðskjálftanum á laugardaginn, að hann er talinn ó- hæfur til ibúðar. Aðra bæi þar í grend sakaði ekki. Um þessar mund- ir eru miklir vatnavextir norðan lands og gróðri fleygt fram. —N. dagbl. Ferðist til Islands með Canadian Pacific Eimskipunum Hin hraða sjóferð frá Canada eftir hinni fögru St. Lawrence siglingaleið priðja flokks farrými frá Montreal eða Québec til Reykjavíkur— Aðra leið $111.50 — Báðar leiðir $197.00 Fargjöld örlftið hærrl með “Duchess” og "Empress" skipunum. öll þjónusta ábyrgst hin ánœgjulegasta Vegabréf ðnauðsynleg Sendið heim eftir konu yðar og börnum eða heitmey, og látið þær ferðast með CANADIAN PACIFIC til þess að tryggja þeim greiða og þægilega ferð. Vér ráðstöfum öllu aðlútandi hinu nauðsynlega land- gönguleyfi. Eftir frekari upplýsingum spyrjist fyrir hjá næsta umboðsmanni eða skrifið til W. C. CA8EY, Steamship General Passenger Agent, 372 Main Street, Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.