Lögberg - 28.06.1934, Blaðsíða 6

Lögberg - 28.06.1934, Blaðsíða 6
6 LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 28. JÚNÍ, 1934 Maðurinn frá Indiana Eftir BOOTH TARKINGTON Harkless gekk betur að trúa þessari út- skýringu, en hinum, sem að Tom hafði fært fram því til afsökunar að hann hafði ekki far- ið með móður sinni og systrum til Winter Harbor. Keyndar vissi Harkless vel að Tom var aðeins í Rouen til þess að geta litið eftir vini sínum og skólabróður. Allir höfðu reynst honum svo vel í þessum veikindum. Ótal gestir höfðu komið á sjúkrahúsið til að spyrja eftir honum. Brisoe dómari, William Todd og margir'fleiri, höfðu gert sér ferð frá Platt- ville. Harkless fanst hann ekki eiga þessi vinarhót skilið, ogíféll það illa. Eftir að þeir ihöfðu borðað, fylgdi Tom honum upp stigann og sýndi honum herberg- ið, sem ætlað var sjúklingnum. Báðir sett- ust niður í liægindastóla og kveiktu í vindl- ingum. Það lá vel á Tom Meredith. “Er það ekki gaman að hugsa um það, hvað orðið hef- ir um göiplu skólabræður okkar,” sagði hann glaðlega. “Það hefir margt farið öðruvísi en við héldum. Við höfðum allgóða hugmynd um skapgerð þeirra og hæfileika, en lífið hefir leikið þá marga öðruvísi en búist var við. Til dæmis hann Pickle Haines. Hvern hefði get- að dreymt að hann mjmdi skjóta sig vegna gjaldþrots? Það var nú líka sjálfsagt eitt- hvað annað á bak við þá sorgarsögu. Ein- hver stúlka, held eg. Hvað annars heldur þú?” Það kom ekkert svar. Harkless sat beint á móti stórri kommóðu, sem stóð í einu horn- inu. Á kommóðunni voru nokkrar mvndir. Harkless varð starsýnt á eina þeirra. “Ein- hver kvenmaður,” endurtók Tom. “Pickle var góður piltur, en mesti fáráðlingur í kvenna- málum. Þú manst eftir—” Hann þagnaði snögglega og sá að Harkless starði á mynd- ina. Þá mundi hann eftir því að hann hafði ætlað sér að taka þessa mynd burtu áður en Harkless kæmi. Jæja, það var of seint nú. Harkless hefir víst tekið það sárt að missa Helen, hugsaði Tom. John Harkless var ekki sá fyrsti, sem orðið hafði fyrir vonbrigðum. En hvernig stóð á því að Helen gat ekki orðið ástfanginn af öðrum eins myndarmanni og Harkless var. Ekki átti hún þó von á að ná í konung eða keisara. Hver skrattinn gekk að stúlkunni? Honum varð litið á sjúkling- inn. Þarna sat hann graifkyr og starði á myndina. Tom kendi sárt í brjósti um hann. “Þú hefir víst heyrt að Pickle skaut sig?” sagði Meredith. Eíkkert Svar. Hark- less heyrði ekki spurninguna. “Yeiztu að aumingja Jerry Haines drap sig í fyrra?” sagði Tom aftur, og hækkaði röddina. Ekkert svar. Tom stóð upp og gekk um gólf. Harkless sat þögull og virtist ekki taka eftir neinu nema myndinni. Tom gekk hljóðlega út úr herberginu og skildi vin sinn eftir. Þeir keyrðu út á hverjum degi og þeg- ar Harkless fór að hressast þá tóku þeir sér langa ökutúra um sveitina. En þó að heils- an batnaði með hverjum degi, þá virtist sem Harkless yrði um leið þung*búnari og skifti sér minna af því, sem fram fór í kringum hann. Briscoe dómari hafði orð á þessu við Tom, þegar hann kom í annað skiftið til Rouen. Harkless leit út eins og gamall og slitinn maður. Meredith afréð að ráða bót á þessu með því að láta hann umgangast sem flesta. Eitt kveldið bauð hann heim til sín nokkrum gest- um. Allir voru fúsir til að koma, þó ekki væri nema til að sjá þennan Harkless, sem svo mikið var talað um. 1 þessum hópi voru nokkrar ógiftar stúlkur, sem farnar voru að eldast, og einn ekkjumaður. Þessi maður sagði Harkless að stúlkurnar hefðu ekki gifst vegna þess að enginn karlmaður hefði þótt nógu góður fyrir þær, þar í nágrenninu. Allar þessar stúlkur söfnuðust nú utan um Ilarkless. Þær létu hann setjast í dýpsta og mýksta hægindastólinn og komu svo með ótal sessur og settu við bak ihans. Sérstak- lega ein þeirra, stór og myndarleg stúlka, gerði sér far um að þóknast honum. Allur hópurinn sat frammi á svölunum og dró að sér hressandi kveldloftið. Sumt af yngra fólkinu dró sig strax í hlé, eftir að búið var að borða. Fólk var stöðugt á ferð á götunni framan við húsið. Svertingjar, með upp- brettar skyrtuermar, spiluðu á gítara og munnhörpur á grasflötinni framan við eitt stórhýsið. tír annari átt barst ómur af sóng nokkurra skóladrengja. ‘ ‘ Þetta minnir á gamla daga, ’ ’ sagði Tom Meredith. “Þeir eru margir hérna, sem spila og syngja. Bráðum fer stúlkan í næstá húsi að spila á píanó, það er eg viss um.” “Gleymdu ekki Wetherford Swift, ekki er hann síztur,” sagði Mi.ss Hinsdale. Svo hét stúlkan, sem best hugsaði um John. “Eg gæti nú þolað þetta alt saman, ef það væri ekki vegna Swift,” sagði ekkjumað- urinn. “Hvenær kemur Helen?” spurði ein stúlkan. “Því ætli hún láti hann kveljast svona?” “Okkur kveljast svona, hefðirðu átt að segja. Hann er að gera okkur vitlau.sa, ’ ’ sagði einn piparsveinninn. I gegnum allan hávaðann mátti glögt heyra ámátlegt fiðluspil, sem smaug gegnum merg og bein. “Hann er með versta móti í kvöld,” sagði ekkillinn. Miss Hinsdale hló. Hann er alt af verst- ur. Fiðluleikarinn heitir Wetherford Swift,” bætti hún við og sneri sér að Harkless. “Hann er ósköp ástfanginn og það virðist eiga illa við hann. Þetta var bezti piltur, áður en iþetta kom fyrir, en í fyrra varð hann svona skotinn í Helen Sherwood. Hún er frænka hans Merediths, eins og þú kannske veist— mjög falleg stúlka. Það er slæmt að hún er hér ekki núna. Þú hefðir haft ánægju af að kynnast henni, — jæja, þá byrjaði hann á f íólín-spilinu. ” “Þeir segja líka að fjölskylda lians hafi byrjað að nota “klóróform” um sama leyti,” sagði ekkjumaðurinn. Svona gekk samtalið lengi. Allir þurftu að leggja orð í belg. Allir þurftu að segja eitthvað fyndið um aumingja Swift. “Það er ekki fjarvera hennar, sem er að gera út af við greyið,” sagði ein stúlkan. “Það er Brainard Macauley. ” “Það er vitleysa,” svaraði Tom eins ró- lega og honum var unt. “Þarna byrja nú hinir að syngja aftur, það verður----” En stúlkan, sem hafði minst á Macauley hrópaði: ‘ ‘ Þú reynir alt af að breyta umtals- efninu, þegar samræðurnar ætla að verða skemtilegar. Þau voru alt af saman þessa viku, sem Helen var 'heima í vor. Þau skildu varla nokkum tíma. Það er líklega vitleysa, er það ekki ?” * “Það lítur illa út fyrir Wetherford,” sagði ekkjumaðurinn. “Eg fór upp á skrifstofu blaðsins einn daginn og þar sat Helen á skrifstofu Mac- auleys og spjallaði við einn fréttaritarann á meðan Brainard var að ljúka einhverju verki. ” “Já, Helen er einkennileg,” sagði sú, sem fyrst hafði talað, “en varla léti hún svona ef þau væru ekki trúlofuð. Svo vita allir að þau ætla að opinbera.í haust.” Miss Hinsdale var svo góð að útskýra fyrir Ilarkless að þessi Brainard Macauley væri ritstjóri blaðsins “Rouen Morning Journal” — “Mjög góður og gáfaður maður, ekki eldri en tuttugu og átta ára og sérlega skemtilegur. ” Hún lýsti honum nákvæmlega og sagði að nú væri Helen áreiðanlega orðin ástfangin. Já, Harkless mætti til með að kynnast Macauley. “Það er annað en gam- an fyrir hina biðlana að þurfa að keppa við mann eins og Brainard Macauley,” bætti hún við. Harkless brosti og játaði að það myndi erfitt að gera. Miss Hinsdale sýndist Harkless brosa svo raunalega, og hafði orð á því að ekki væri að furða þó að maður, sem orðið hefði fyrir “hvítu húfunum” og liðið slíkar kvalir, væri þungbúinn og sorgmæddur á svipinn. Hvernig sem Meredith reyndi þá gat hann ekki fengið gesti sína til að breyta um- talsefninu. Harkless sat steinþegjandi, og Tom vissi að honum leið ekki sem bezt undir þessum lestri. Eþigum kom á óvart þó að sjúklingurinn tæki lítinn þátt í samræðunum, og léti sér nægja að kinka kolli af og til og brosa í hvert skifti sem Miss Ilinsdale sagði eitthvað, sem átti að vera fyndið. Eftir að gestirnir voru farnir og Hark- les^ kom til herbergis síns, sat Tom við glugg- ann á svefnherbergi sínu og bölvaði sjálfum séi^ fyrir vitleysuna, að bjóða þessum aulum. Hann sá að Harkless hafði ekki slökt Ijósið þótt orðið væri framorðið. Loks afréð hann að berja á dyr hjá vini sínum. “Komdu inn.” Tom opnaði hurðina. Harkless lá í rúm- inu og hló þegar Meredith kom inn. Þú—þú verður að lofa mér að borga fyrir gasljósið, Tom. Eg er ekki eins hraustur og eg var einu sinni. Ejg get varla sofið, án þess að hafa ljós hjá mér,—eg verð stundum hræddur í svefninum.” Tom kvaddi og sneri sér við. Um leið og hann fór út úr herberginu varð honum litið á kommóðuna. Myndin hafði verið færð til. Nú stóð hún á bak við aðra stærri mynd. Það vár mynd af gömlum heiðursmanni, með háðs- drætti í kringum munninn. Eftir svo sem klukkustund kom Tom aft- ur og kallaði inn. “Heldurðu að þú farir nú ekki að geta sofnað, vinur minn.” “Jú, Tom. Farðu að hátta; það er ekk- ert að mér. ” Mjeredith leið illa daginn eftir. Eitthvað varð hann að gera fyrir Harkless. Þetta dugði ekki. Á meðan þeir borðuðu miðdegis- verð datt honum ráð í hug. Hann var kall- aður að símanum og einhver, sem var mjög skrækróma sagði: “Það er stúlka hér, sem vill fá að vita hvort að Mrs. Meredith og gest- ur hans ætla að koma á dansleikinn í kveld.” Miss Hinsdale hafði spurt hann sömu spurningar kveldið áður, svo að Tom svar- aði: “Þú ert góð að breyta um málróm en ekki svo að eg þekki þig ekki.” ‘ ‘ Fyrirgefðu,—hvað sagðirðu. ’ ’ “Það er Miss Hinsdale sem er að tala. Er það ekki svo?” “Nei, herra minn, en þessi stúlka vill fá svar við spurningunni. ” “Jæja, segðu henni að við komum.” Iíann gekk aftur að matborðinu. “Clara Hinsdale er að reyna að leika á okkur. Hún varð meira en lítið hrifin af þér í gær. Hún liélt að þú værir svona hugfanginn alf því, sem hún var að blaðra. Við ætlum nú á þennan dansleik í kveld. Það er ekki mjög skemti- legt þar, vanalega, en maður getur setið og revkt. Við skulum fara. ” “Þakka þér fyrir, Tom; en—” , “En hvað?” “ “Væri þér sama þó þú færir einn, mér þykir betra að sitja heima og lesa. ” ‘ ‘ Gott og vel. Það fer þá hvorugur. Eg hefi ekki farið á þessa dansleiki í háa herrans tíð—en ef að þú—” “Eg held eg ætti að fara, annars,” sagði Harkless glaðlega, en augnaráð hans var svo dapurlegt að Meredith þótti sárlega fyrir að þurfa að fylgja þessu eftir. Þeir keyrðu út um borgina um kveldið, og yfir að skrauthýsinu, þar sem dansinn átti að vera. Þeir mættu Miss Hinsdale á tröpp- unum. Hún gekk brosandi á móti þeim. “Hver haldið þið að sé komin?” “Það veit eg ekki,” svaraði Meredith. ‘ ‘ Helen Sherwood, ’ ’ hrópaði hún. ‘ ‘ i’arðu strax með Mr. Harkless og kyntu þau, áður en Macauley fer með hana út í eitthvert horn- ið.” 14. KAPÍTULI. Prinsessa/n fagra. Vinirnir tveir gengu inn eftir borðsaln- um til að finna hana. Alstaðar var prúð- búið fólk, fallegar stúlkur og myndarlegir karlmenn. John Harkless var kátur eins og barn. Meredith gat varla þekt hann, svo mikil breyting liafði orðið á honum frá degin- um áður. Nú gekk liann uppréttur og var léttur í spori. Tom fanst hann eins og konungur, sem einráður væri í ríki sínu. Eítt orð, sem Miss Ilinsdale hafði sagt, hafði gert þessa breytingu. Álbr viku úr vegi fyríir þeim vinum þegar þeir gengu fram hjá. Það voru nú liðin mörg ár frá því að John Harkless hafði verið í svona samsæti. Alt virtist ó- náttúrlegt eins og á leiksviði. Bráðum myndi tjaldið falla, og skilja ekkert eftir nema óm- inn af hljóðfæraslættinum. Þeir fundu hana ekki í salnum, svo þeir fóru um hliðarherbergin, sem einnig voru full af fólki. Ilvorugur mælti orð, en þó að Harkless væri dálítið haltur, átti Mereditli fult í fangi með að fylgja honum. Úti í garð- inum var einnig mannmargt, en ekki var hana að finna þar heldur. “Við skulum fara inn í danssalinn,” sagði Tom. John sneri sér við og þeir gengu aftur inn í húsið. Hann hafði skilið við hana í dimmasta óveðri, þar sem eldingar leiftur brugðu upp mynd af henni af og til, en nú sá hann hana í björtu ljósi. Dansinn var á enda og hún stóð í dvrunum með stóran blómsveig í höndunum. Alt í kring um hana var hringur af ungu fólki. Hann horfði á hana. Það var eins og ljós- geislar stöfuðu af andliti hennar. Jafnvel JSIeredith varð bilt við; svona var það í hvert skifti sem hann sá hana. Fegurð hennar kom lionum ætíð á óvart, þegar hann fekk að sjá hana eftir langa burtveru; aldrei haJfði hún þó verið eins falleg og nú. “Er það nokkur furða,” hrópaði hann, en Harkless skildi ekki meininguna. Þeir gengu í áttina til hennar, og Tom sá að ungu mennirnir voru að keppa hver við annan um að fá næsta dansinn. Harkless sá ekkert nema hana. Hann var hræddur um að allir myndu sjá hvað hann skalf af geðshræringu. Hún sá liann koma og hneigði sig kurteislega, alveg eins og fyrir hinum, sem í kringum hana voru. Harkless brá. Það var engu líkara en að ör stæði í brjósti hans. Hún rétti honum hendina og brosti,— alveg eins og hann væri einhver kunningi, sem hún annars kærði sig lítið um. Harkless leist ekki á. “Mér þykir vænt um að sjá þig, Mr. Harkless, sérstaklega vænt um. Það er gleði- legt að þú skulir vera orðinn svona hraustur aftur. Segðu mér eitthvað af vinum okkar í Plattville. Það væri gaman að fá að tala við þig einhverntíma. Það var vel gert af þér að haifa upp á mér í þessari mannþröng. ” Svo sneri hún sér frá honum og að Mere- ditli: “Komdu nú sæll, frændi. Þú átt að f'á næsta dansinn.” Um leið og þau fóru út á gólfið, fekk hún ungum manni, seni stóð við hlið hennar, blómavöndinn. Það var auðséð á öllu að hún þekti þann mann vel. Tom þóttist vita að Harkless hefði tekið eftir þessu og myndi einnig gruna hver mað- urinn væri. Þau gengu fram á gólfið, en Helen sneri sér við og sagði: “Mr. Mac- auley, þetta er Mr. Harkless. Þú verður að sjá um að það fari vel um liann. Eins verður þú að kynna hann öllum ifallegustu stúlkun- um. Þú ert vanur að taka á móti merkum gestum. ’ ’ Tom sveif út í dansinn með Helen í faðm- inum og Harkless fanst sem sér hefði verið gefið utan undir. Var þetta sama stúlkan, sem hann hafði kynst í Plattville. Það gat ekki átt sér stað. Hann hafði verið flón. Þetta hefði liún orðið að gera til að láta hann skilja að hún elskaði hann ekki. Ekki hefi hann átt að trana sér fram þarna,—henni til leiðinda. Hann var nú búinn að taka út sína hegningu. Svo þetta var þá maðurinn, sem allir dáðust að. Maðurinn, sem orðinn var frægur fyrir blaðamensku sína. Hann liafði fyrst heyrt getið um þennan Macauley fyrir nokkrum árum, og nú þektu hann allir. Að ytra útliti var hann ekkert frábrugðinn öðrum mönnum. Hann var fremur smávaxinn, en harðlegur, rólegur, en 'þó eftirtektarsamur. Auðséð var að hami myndi ekki láta sér alt fyrir brjósti brenna. Macauley hafði heyrt getið um ritstjóra Carlow Herald, svo að þeir gátu talað um blaðamensku, nokkra stund. Svo hafði Mac- auley orð á því að Harkless færi vonandi að geta tekið við ritstjórn blaðs síns, enda þyrfti flokkurinn hans með þegar drægi að kosning- um. “En eg er ekki að gera skyldu mína,” bætti hann við. “Eg ætla að kynna þig stúlk- unum. Ilvort fellur þér betur ljóshærð eða dökkhærð blómarós ? ’ ’ ‘ ‘ Eg þakka, ’ ’ svaraði hinn. Eg sú nokk- uð margar af þeim í gærkveldi. ’ ’ Þetta var satt, en ekki hafði liann tekið nógu vel eftir þeim til að geta þekt nokkra þeirra nema Miss Hinsdale. “Eigum við þá að liorfa á dansinn?” spurði Macauley. Harkless var þegar far- inn að veita einu parinu mikla eftirtekt. “Já, eg held við ættum að horfa á dans- inn. Eg hefi ekki séð neitt af því tægi í ein fimm ár.” “Það er alt af gaman að horfa á dans,” svaraði Macauley. Harkless mintist þess nú að Tom Mere- dith hafði verið bezti dansmaður í liáskólan- um, og auðséð var að hann hafði ekki gleymt Jieirri list. Helen var ekki síðri, hugsaði Ilarkless. Ekkert parið á gólfinu var eins fallegt og þau skyldmennin. Macauley fór að tala. “Ilún er falleg, finst þér það ekki. En eg óska þér til ham- ingju með eftirmann þinn við blaðið. Mér skilst að þið ætlið að gera úr því dagblað.” Nú voru þau hætt að dansa, Tom og Helen, og komu til þeirra ritstjóranna. Hark- less fanst sem hann mætti eiga von á fleiri snoppungum, og ætlaði ósjálfrátt að bera hönd fyrir höfuð sér. Hann vék úr vegi fyr- ir henni og Helen sá þá fvrst að hann var lialtur og studdist við staf. “Eg þakka þér innilega,” sagði Hark- less, og reyndi að tala með kæruleysi. “Það hefir verið mér sönn ánægja að liitta þig hér. Ef eg fer aftur til Plattville, þá skal eg segja Miss Briscoe að eg liafi séð þig.” Helon brá illa við þegar hann sagði þetta, og leit t il hans með sorgbitnu augnaráði. Hún tók við blómavendinum af Macauley. “Eigum við ekki öll að fara út á svalirnar?” Hún tók í handlegginn á John og leiddi liann út úr danssalnum. Hinir urðu eftir og þau tóku sér sæti á afskektum stað á svölunum. Hún settist á einn stólinn og Ilarkless sá strax að þetta var áreiðanlega sama stúlkan, sem stað- ið liafði hjá honum við bláu tjaldstöngina. Hann starði á hana undrandi. “Ef þú ferð til Plattville?” spurði liún í lágum róm. “Hvað áttu við?” “Eg veit ekki, en það hefir legið illa á mér þessa síðustu daga, og eg vildi gjarnan komast eitthvað burtu.” Harkless fann aft- ur til þess að nú mætti hann ekki láta tilfinn- ingar sínar of mikið í ljós. “Eitthvað burt? Hvert?” “Hvert sem er.” “Hefir þú enga ábyrgðartilfinningu? Hvað verður um blaðið ?” “Herald, áttu við. Það kemst einhvern veginn af.” ‘ ‘ En hvað er orðið um það síðan þú veikt- ist ? Hetfir það ekki versnað ? ’ ’ “Nei. Það er betra en nokkru sinni áð- ur, ” svaraði Harkless. “Hvrað segirðu?” hrópaði Helen. “Finst þér eg' gera of lítið úr sjálfum mér?”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.