Lögberg - 28.06.1934, Blaðsíða 3

Lögberg - 28.06.1934, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. JÚNÍ, 1934 3 SÖLSKIN Sérstök deild i blaðinu fyrir börn og unglinga Lítið og skrítið I. Lítill drengur segir þessa sögu: Þat5 var einn morgun a8 eg leit út um gluggann. Eg horfÖi yfir engja- blett, sem var umkringdur skógi á þrjá vegu. Lítill hestur var á beit á engjun- um; alt í einu tók eg eftir þvi aÖ svartfugl kom fljúgandi og settist á engjarnar hjá hestinum; fuglinn færði sig áfram jafnt og hesturinn —gekk samhliða honum og kvakaði eða talaði sínu máli í sífellu. Næsta dag leit eg út um gluggann á sama tíma, og alt fór á sömu leið: Svartfuglinn kom fljúgandi, settist á engið hjá hestinum, gekk með honum og talaði eins og fyrri dag- inn. Þetta endurtókst nákvæm- lega eins í nokkra daga. Loksins var það einn daginn að þegar fuglinn hafði gengið stundar- korn á þennan hátt þá flaug hann hægt og settist varlega upp á bakið á hestinum; sat þar örlitla stund og fór svo að reita hár úr faxinu á honum. Þegar hann hafði náð nokkrum hárum flaug hann með þau upp í hátt tré, þar sem hann átti hreiður. Hann lét hárið í hreiðrið og hagræddi því en kom svo aftur hvað eftir annað og reitti meira hár. Og hestinum virtist ekkert illa illa við þetta; hann hélt áfram að bíta rólegur meðan fuglinn reitti af honum hárið. II. Stúlka sagði frá þeirri sögu, sem hér fylgir: Vinstúlka mín, sem _átti heima í litlu þorpi skamt frá mér, var ný- byrjuð að læra að leika á hljóðfæri. Það var einhverju sinni síðari hluta dags að hún var að æfa sig á piano. Alt í einu heyrði hún að einhver gekk alveg upp að gluggan- um og staðnæmdist þar. Fyrst varð hún hálfhrædd, en eftir fáein augna- blik hvarf hræðslan, því hún hélt að þetta væri einhver krakki úr nágrenninu. Svo hélt hún áfram og gaf þessu engan frekari gaum. Næsta dag fór alveg á sömu leið: Þegar hún byrjaði að leika á hljóðfærið var gengið upp að glugganum og staðnæmst þar. En hún skeytti því engu. Þriðja daginn fór enn á sömu leið. Nú hugsaði stúlkan að ekki væri alt með feldu; hún stóð upp gekk að glugganum og leit út til ]>ess að komast að raun um livað þetta væri. Eg þarf ekkir að segja ykkur hversu hissa hún varð þegar hún sá hest standa við gluggann; hann lagði eyrað við og hvíldi höfuðið á gluggasillunni. Hann var auðsjá- anlega að hlusta á hljóðfæraslátt- mn' III. Indverji nokkur átti fjarska dýrt og vandað ker úr postulíni: Einu sinni lá hann á legubeknum sínum og talaði við sjálfan sig. Þetta var það sem hann sagði I “Það er smjörskortur í landinu og verðið á smjörinu hækkar dag- lega. Eg ætla að spara svolítið við mig á hverjum degi og safna því i þetta ker. Þegar svo kerið er orðið fult þá sel eg smjörið úr því fyrir afar hátt verð; eða eg sel kerið með öllu saman og græði bæði á smjör- inu og kerinu. Svo kaupi eg tiu geitur fyrir peningana. Eftir tvo ár hefir geitunum fjölg- að svo mikið að þær verða orðnar fjiigur hundruð. Þá sel eg þær og kaupi heila hj'örð af nautgripum fyrir peningana. Eftir fá ár verður þessi hjörð orðin svo stór að ágóð- inn af henni skiftir tugum þús- unda. Þá verð eg orðin stórauðug- ur maður. Svo ætla eg að gifta mig og eign- ast son; hann erfir allan auðinn eftir mig og verður mikill höfðingi í landinu. Ef hann verður þægur við mig og hlýðinn, þá fer alt vel. En ef hann hlýðir ekki skipunum mínum þá--------—” Og um leið og hann sagði þetta hóf ann á loft prik, sem hann hafði í hendinni til þess að sýna hvernig hann ættlaði sér að berja son sinn, sem ekki var til, þá tókst svo illa til að prikið lenti á dýra kerinu og mölbraut það. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi. Findu orðin sem vantar (Þýtt úr ensku) Fjórir litlir fuglar f lugu upp á vír; ----- át hún kisa, eftir voru þrír. Úti á akri sá eg egg í hreiðri sjö -----át hann Áki, eftir voru tvö Fjórar litlar flugur flugu upp á grein -----þutu burtu, þá var eftir ein. Níu sá eg svölur saman fljúga i gær; ----- fyltu hópinn, fjórtán urðu þær. Sig. Júl. Jóhannesson. Skuggi vanraekslunnar (Framh.)i Ljótunn greip Siggu í faðm sér og kysti hana. “Besta Sigga mín, vertu nú ekki að þessum raunatöl- um; það er enginn feigðarsvipur á þér, og þú átt eftir að gjöra margt til þarfa i þessu lífi, áður en þú skilur við það. Þú hefir fært sól- skinsgeisla inn í hjarta mitt, sem glætt hefir þar ódauðlegan jdgeisla um minningu þína, og þú munt eiga eftir að sæma fleiri þeim gjöfum en mig.” “Æ, Ljótunn min, vertu nú ekki að þessum fortölum,” sagði Sigga lágt. "Ef þú bara visir hvað er yndislegt í öðrum heimi, þá værir þú ekki að reyna að telja mér trú um langt líf hérna megin.” “Nei, veist þú það, Sigga,” spurði Ljótunn undrandi. Sigga leit feimnislega niður fyrir sig og þagði stundar bil. “Eg hef stundum séð þangað. Veistu að eg get séð i genum bláma himinsins, og þá hverfur öll lofts- hvelfingin sem vér sjáum yfir okk- ur, og alt verður ómælanlegur geimur uppljómaður og dýrðlegur. Já, og alt sem hér er aðhafst er líka gert þar, en þar hef eg engan séð vera vondann við börnin; þau eru elskuð en ekki sneypt, en samt eru þau látin læra að vinna, en þau eru altaf glöð.” Ljótunn glápti á Siggu með gal- opinn munninn af undrun, og þreif svo til hennar með áþefð. “Heyrðu, Sigga! Ertu dauð og orðin að draug?” Og hún snéri henni á allar hliðar og kleip í hana og hristi hana til, togaða fingurnar á Siggu og spenti upp á henni augna lokin, og liðkaði hana alla til í liða- mótunum. Nei, Sigga, svei mér sem eg held ekki þú sért bara lifandi manneskja, og ef þú ert bara Sigga þá segðu mér meira, fljótt, fljótt!” “Eru þar engir karlar sem berja stjúpbörn sín þegar mamma þeirra sér ekki til? Og ekki drukknir menn sem blóta og fljúgast á? Eru þar ekki kellingar með uppbrett pils bg mikjugar höndur, með tóbakslög á höku að skamta fólkinu, eins og hún Áslaug á Giljá, ráðskona hrepp- stjórans, ha?” “Þú mátt ekki spyrja svona kjána- lega Ljótunn; heldur þú að þetta sé til í himnaríki;” “Nú, þú sagðir að allir gerðu þar eins og hér. Nú, jæja, eg hef aldrei komið þar, en ef allir þurfa að vinna þar þá vil eg ekki fara þang- að.” “Já, en Ljótunn, eg sagði þér að allir væru glaðir og ánægðir sem eg hef séð.” ‘Já; þó þú sért nú stóreygð Sigga min þá hefur þú varla séð alla sem þar eiga heima, eða hvað ?” “Á þar engin bágt,” spurði Ljót- unn í áhafa. “Eg veit ekki,” svaraði Sigga, hikandi. “Eg hef séð óttalega dimma ský- flóka, of mér hefir sýnst að fólk væri að sveima innanum þá eins og það væri að villast.” “Nú, það ætti þó ekki að vera óveður í himnaríki,” tók Ljótunn fram í. “Nei,” svaraði Sigga. “Eg held það sé bara reykur upp frá jörðinni.” “Já,” hrópaði Ljótunn, og hopp- aði upp i háaloft. “Nú skil eg, það er náttúrlega reykurinn upp af slátrinu, sem hún Ólöf gamla á Hóli er að sjóða í hvert sinn, sem Páll hennar hefir stolið kind, eins og fólk segir að hann geri.” “Mikil dæmlaus vaðalsskjóða ertu Ljótunn mín, þú átt ekki að trúa öllu, sem fólk segir, því oft eru menn hafðir fyrir rangri sök. Við skulum nú hætta þessu rugli og flýta okkur að koma af verkunum, fyrst þú ætlar að hjálpa mér, góða.” “Já, eg skal fara og gá að hon- um Nonna, og ef að strákurinn hef- ir vaðið í bæjarlæknum, þá skal eg taka af þér ómakið og híða hann duglega,” sagði Ljótunn glottandi. “Nei,” sagði Sigga; “það mátt þú ekki gera; eg geri það aldrei.” “Nú jæja, þá lemur hún mamma þin þig, ef hann verður blautur,” tautaði Ljótunn. “Já, það gerir ekkert til, hún bara slær í mig með búr-þurkunni,” sagði Sigga brosandi. “Mér þætti nú skömm að því að vera barin með búr-þurkunni,” uml- aði í Ljótunni með stríðnislegu til- liti. “Skárra er þó að vera slegin með henni, heldur en með kaðals- spotta,” sagði Sigga og stundi við. “Jæja, Sigga mín, nú erum við þó loksins komnar hérna í berjamóinn. Var það ekki gott að við gátum narrað hana Ráðu vinnukonu til að passa strákinn hanna Nonna bróð- ur þinn á meðan við erum í berja- mónum? Sjáðu nú til, eg er bara búin að fylla skálina; já, og þú líka, Sigga mín. Sérðu stóru bláberin mín! Nei, því varstu að tína ó- lukku krækiberin? þú hefðir eins vel mátt fylla f jórðungs kvartel af lúsa- lyngi. En þey; hver kemur þarna? Einhver ferðalangur með byssu á öxlinni. Við skulum fara.” “Nei, Ljótunn, það er orðið of seint; hann hefir séð okkur.” í sama bili snaraði unglingspiltur sér til þeirra s,tallsystra, um leið og hann fleygði frá sér byssunni. “Heyrið þið nú stelpur; nú ber vel í veiði; eg er svo þyrstur. Gef- ið þið mér nú strax alt sem þið eruð búnar að krafsa úr lynginu.” Og um leið þreif hann skálina af Ljótunni og hámaði í sig alt, sem hún var búin að tína. Þetta var Einar arnarkló frá Útskálum, 18 ára gamall afglapi og gárungi mik- ill—ósvifinn og kærulaus. Ljótunni varð snöggvast orðfall, en náði sér þó fljótt og sagði: “Ekki vissi eg að þú værir líka þjóf- óttur, með öðrum brellur, sem þú ert svo slingur í. Þér finst víst að þú sért heldri rnaður, þegar þú ert að níðast á varnarlausum stúlku- börnum, og stela frá þeim. Er ekki svo?” “Þeyi þú, stelpa! Þið eruð nú skárri börnin, báðar nærri gjafvaxta meyjar, en hvað hún Sigga er falleg. Já, víkingar fara nú ekki að lögum, gefðu mér berin þin lika, Sigga mín; eg skal kyssa þig í staðinn.” í því þreif hann i skálina hennar svo snögglega að Sigga varð hrædd og öll berin steyptust niður. Ætlaði hann þá að grípa til Siggu og kyssa hana, en Ljótunn var snör í snún- ingum og kipti Siggu aftur fyrir sig, og um leið sló hún Einar rokna löðrung utan undir. Með það tóku þær báðar til fótanna og hlupu, og hanna lika, en þær voru báðar hlaupadýr, svo hann náði þeim ekki. Hann þurfti líka til baka að ná byssunni þaðan sem hann hafði fleygt henni, en þá stönsuðu stall- systurnar og ráku upp skellihlátur. Framh. PHYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arta Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 2-3 - Heimili 214 WAVERLEY ST. Phonu 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Talsími 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er að hitta kl. 2.30 til 5.30 e. h. Heimili: 638 McMXLLAN AVE. Talsími 42 691 Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medlc&l Arta Bldg. Cor. Gr&ham og Kennedy Sta. Phonee J1 212—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834-Office tímar 4.30-6 Heimili: 6 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Dr. S. J. Johannesson ViBtalstlmi 3—5 e. h. 218 Sherburn St.—Simi 30877 DR. L. A. SIGURDSON 109 Medical Arts Bldg. Phone 87 293 Office tlmar: 12-1 og 4-6 e.h. Heimili: 102 Home St. Phone 72 409 BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur lögfrœBingur J. T. THORSON, K.C. W. J. LINDAL K.C. og BJORN STEFANSSON Skrifstofa: Room 811 McArthur tslenzkur lögfrœðingur tslenzkir lögfrœðingar 325 MAIN ST. (á. öðru gðlfi) Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 801 GREAT WEST PERM. BLD. PHONE 97 621 Phone 92 755 Er að hitta að Gimli fyrsta PHONES 95 052 og 39 043 þriðjudag I hverjum mánuði, og að Lundar fyrsta föstudag G. S. THORVALDSON E. G. Baldwinson, LL.B. William W. Kennedy, K.C., LL.B. Fred C. Kennedy, B.A., LL.B. B.A., LL.B. tslenzkur lögfrœðingur Kenneth R. Kennedy, LL.B. Islenzkur lögfrœðingur Kennedy, Kennedy & Skrifst. 702 CONFEDERATION Phone 24 206 Kennedy LIFE BUILDING Barristers, Solicitors, Etc. Main St., gegnt City Hall 729 SHERBROOKE ST Offices: 505 Union Trust Bldg. Phone 97 024 Phone 93 126 WINNIPEG, CANADA DRUGGISTS DENTISTS DR. A. V. JOHNSON Drs. H. R. & H. W. - tsienzkur Tannlœknir TWEED Tannlœknar 212 CURRY BLDtl., WINNIPEG Gegnt pðsthflsinu 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Slmi 96 210 Heimilis 33 328 Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG • Take Your Prescription to DR. T. GREENBERG BRATHWAITES LTD. Dentist PORTAGE & VAUGHAN Opp. “The Bay” Hours 10 a. m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Telephone 23 361 We Deliver Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg OPTOMETRISTS MASSEUR Harry S. NOWLAN Optometrist 804 TORONTO GENERAL TRUSTS BLDG. Portage and Smith Phone 22 133 PHONE 28 200 Res_ 35 Tig ( «m ^Vgiajsu') (OAMIM»r ImtiO 1 305 KENNEDY BLDG. (Opp. Éaton’s) G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir 41 FURBY STREET Phone 36 137 Slmið og semjið um samtalstlma BUSINESS CARDS A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsimi: 86 607 Heimilis talsími: 501 662 HANK’S HAIRDRESSING PARLOR and BARBER SHOP 3 Doors West of St. Charles Hotel Expert Operators We specialize in Permanent Waving, Finger Waving, Brush Curllng and Beauty Culture. 251 NOTRE DAME AVE. Phone 25 070 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. Phone 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparlfé fðlks. Selur eldsábyrgð og bif. reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 7 57—Heimas. 33 328 oOBE-s r4 * LTD. 28 333 LOWEST RATES IN THE CITY Furniture and Piano Moving J. SMITH Guaranteed Shoe Repairing. First Class Leather and workmanship. Our prices always reasonable. Cor. TORONTO and SARGENT Phone 34 137 HÓTEL 1 WINNIPEG THE MARLBOROUGH SMITH STREET, WINNIPEG "Winnipeg’s Dovm Toum Hotel" 220 Rooms with Bath Banquets, Dances, Conventions, linners and Functions of all kinds Coffee Shoppe F. J. FALD, Manager ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG pœgilegur og rólegur bústaður i miðbikl borgarinnar. Herbergi $.2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltiðir 40c—60c Free Parking for Guests HOTEL CORONA 26 Rooms with Bath, Suites with Bath Hot and cold water in every room Monthly and Weekly Rates Upon Request Cor. Main St. and Notre Dame Ave. East. J. F. Barrieau, Manager THE WINDSOR HOTEL HOTELST. CHARLES M c L A R E N HOTEL J. B. GRAY, Mgr. & Prop. In the Heart of Everything Enjoy the Comforts of a Pirst European Plan WINNIPEG Class Hotel, at Reduced Rates. Rooms $1.00 and up Rooms from $1.00 Up $1.00 per Day, Up Hot and cold running water Special Rates by Week or Month Dining Room in Connection Parlor in connection. Excellent Meals from 30c up 197 GARRY ST. Phone 91 037 It Pays to Advertise in the “Lögberg”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.