Lögberg - 06.09.1934, Blaðsíða 7
LÖGBEEG, FIMTUDAGINN 6. SEPTEMBER 3934
7
ijiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiffliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiffl
ŒFIMINNING
fc
Margrét Solveig Jónasson fæddist 30. desember áriÖ I9°5-
Foreldrar hennar voru GuÖmundur Jónasson og Margrét Krist-
jánsdóttir SigurÖssonar, ættuð úr Dalasýslu. Bjuggu þau hjón
lengi í grend við Otto pósthús austur af Lundar og þar dó Guð-
mundur áriÖ 19x8, en Margrét er þar enn til hejmilis hjá elsta
syni sínum Kristjáni, senx nú býr á heimili foreldra sinna.
Um tvítugs aldur fór Veiga heitin—svo var hún ávalt
nefnd—aS heirnan til Winnipeg og var þar þrjú ár. Seint á því
tímabili veiktist hún af tæringu og var eftir þaS á spítala af og
tiLí þrjú ár. ÁriÖ 1930 kom hún heim og var stööugt heima þrjú
ár, eða til haustsins 1933. Leit urn tíma út fyrir aÖ henni væri
batnaÖ, en þó fór svo aÖ hún varÖ aÖ fara á Ninette-hæliÖ og
þar dó hún 28. maí síÖastliÖinn; hafÖi hún þá fengiÖ blóÖsjúk-
dóm, er varfi henni aÖ bana. Útför hennar fór fram nokkrum
dögum síÖar frá kirkju SambandssafnaÖarins á Lundar aÖ viÖ-
stöddu miklu fjölmenni, og var hún jarÖsett í grafreitnum viÖ
lúthersku kirkjuna aÖ Otto.
Hún var mjög vel gefin stúlka, fríÖ sýnum, látlaus og
prúÖ í framgöngu og mjög vel látin af öllum, sem þektu hana.
Naut hún mikils ástríkis frá hendi móÖur sinnar og bræÖra,
sem gjörðu alt, sem í þeirra valdi stóð til þess að hún gæti
fengið bót á sjúkdómi sínum og geröu sér lengi beztu vonir
um að henni mundi batna. Var það þeim öllum mjög sár harrn-
ur, er þau vissu að dauða hennar mundi skamt að bíða. Meðan
faðir hennar var á lífi, var hún yndi hans og eftirlæti. En það
voru ekki aðeins nánustu skyldmenni, sem sýndu henni óvenju-
lega mikla ástúð og samhygð, heldur líka f jarskyldari ættingjar
og vinir fjölskyldunnar. Fanst þeim öllum, sem von var, að
dauði hennar væri mikiö saknaðarefni, jafn efnileg og vel látin
sem hún var.
Hinn langvarandi sjúkdóm bar hún með mestu stillingu og
hugprýði. Fanst öllum, sem þektu hana á þessum síðustu árum
til um það, hversu glöð og hress hún var. Þrem dögum áður
en hún dó, var móður hennar gert aðvart um, að hún ætti skamt
eftir ólifað. Gat hún verið hjá henni síðustu dagana, og var
hún jafnvel þá svo hress, að hún gerði sjálf allar nauðsvnlegar
ráðstafanir viðvíkjandi jarðarför sinni. Sýnir það með hvaða
sálarþreki og ró hún nxætti dauðanum, er hún svo lengi hafði
varist.
Auk þess bróðursins, sem nefndur hefir verið, lifa tveir
aðrir hana, Leifur og Gestur, sem eiga heima norður með
Hudsons Bay járnbraut og hafa stundaö veiðar þar nokkur
undanfarin ár.
Alt er lán og ekkert stöðug gjöf,
Alt iÖ bezta hér á litla töf ;
Flýtur fys með straunxi,
Flýgur mynd í draumi,
Hnigur óðar yndi vort í gröf.—M. Joch.
G. A.
....................................................................111111111..
KAUPIÐ AVAXtT
LUMBER
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET.
WLNNIPEG, MAN. PHONE 95 551.
“Já, einmitt. Ileldur þú það ekki
líka ? Öll blöð heimsins mundu gera
það að umtalsefni . . .” Hann áttaði
sig aftur og reyndi að bæta úr ó-
gætninni. “Eg á við það, að það
mundi verða afskaplegur gaura-
gangur í blöðunum út af því, ef
ungur fréttaritari frá Suðurhafseyj-
um . . . .”
Macdugal var búinn að koma upp
um sig. Blóðið steig henni til höf-
uðs. Hún krepti hnefana. Og með
þrumandi rödd sagði hún:
“Það var þá þess vegna, að þú
gekst af skipinu í Honolulu! Þú ert
slingur fréttaritari, skilst mér. Mjög
slingur! Þú snuöraðir um skipið og
komst að því, að eg væri ekkja
Jacobs N. Andersons . . . .”
“Nei, alls. ekki — alls ekki.”
Yndisleikinn var rokinn af honum.
Ekkert eftir nema ósvífnin.
“Hvenær komst þú þá að því?”
spurði hún.
“Á gistihúsinu í Vancouver, áður
en þú komst um borð í Aorangi.
Það er atvinna min, að þefa upp
slika hluti.”
“Og hvað hefir þú svo áunnið,
annað en að eyða tímanum” spurði
hún háðsk.
“Segðu ekki þetta, Arnelie!” Hann
varð nú aftur hinn ísmeygilegi ungi
maður og reyndi á ný að ná hylli
hennar og jafna misfellurnar: “Það
hefir verið óviðjafnanlega yndislegt
að vera með þér, Amelie. Þessi
mistök fá engu raskað um það. Og
ef þú vilt koma með mér til Sarnoa,
þá . .'. .”
“Ó—far þú frá mér !” Hún stökk
á fætur og velti unx límónaðeglasi.
—Hún sá það síðast til hins fallega,
unga manns, að hann var að núa
ananaslímónaðebletti úr mjallhvítu
buxunum sínum með vasaklút.
Amelie fór ekki að gráta, fyr en
hún konx upp í herbergi sitt. Þar
fleygði hún sér í rúmið og gaf til-
finningum sínum lausan taum. Hún
var alein. Og nú fann hún sárt til
einstæðingsskapar síns. Þó var sá
kostur betri, en að ganga á vald
græneygða glæframanninum, sem
lagt hafði gildruna fyrir auðæfi
hennar.
“Hann hefir alt af vitað hver eg
var—frá byrjun !” sögðu sundur-
leitar hugsanir hennar. “Já, hann
veit það víst líka, að eg er átta árum
eldri en hann!” Það þótti henni
sárast. Hún fór aftur að gráta,
grúfði andlitið niður í koddann og
heyrði ekki að barið var að dyrum.
Svo heyrðist fótatak um gólfá-
breiðuna, og þegar hún leit upp tár-
stokknum augunum, sá hún kær-
konxna sjón: — John W. Felton,
hann, sem æfinlega var þar, sem
hans var mest þörf.
“Amelie !” Farangurinn, sem hann
hélt á, datt á gólfið, og hann kraup
niður við hlið hennar og reyndi að
hugga hana og hughreysta, eins og
barn.
“Grátið ekki, kæra frú — verið
|hughraust!” Með þálf-vandræðaleg-
um tilburðum strauk hann um hár
hennar. En hún lá grafkyr, unz
hún heyrði hann segja: “Hvern
haldið þér eg hafi komið með?”
“Með hvern komuð þér?”
“Ungfrú Means. Eg vissi að þér
munduð sakna heimar.”
“Ó, John!” Röddin var viðkvæm.
“Þér hugsið um alt. Engan hefði
eg nú fremur kosið aö sjá, en yður.”
“Þér hafið verið svo einmana,
vesalingurinn!” Hún samsinti því.
“Eg varð hálf skelkaður,” hélt hann
áfram, “þegar Beverland símaði til
mín frá Ástralíu, að þér hefðuð ekki
verið með skipinu. Svo spurðist eg
fyrir í Honolulu.”
“Ó, John!”
“Eg ætlaði ekki að ónáða yöur, ef
eg vissi að þér skemtuð yður vel.
En eg varð hræddur. Það eru svo
margar hætturnar á vegum ungrar
og fallegrar konu, eins og þér er-
uð.”
“Mér leið svo illa. Og hvers
vegna varð eg hér eftir—?”
“Þér þarfnist manns, sem getur
gætt yðar.” Hún sá gráa frakkann
hans, er hann laut niður að henni.
“Amelie—þykir yður ofurlítiö vænt
um mig?”
“Ó, John!” Hún leit ekki upp.
“Þú veist aö þú ert eina konan,
sem mér hefir nokkurntíma þótt
vænt um.”' Vegna geðshræringar
hans fór hún enn að gráta. Hann
harkaði af sér og rnælti: “Eg hefi
tekið mér tveggja mánaða sumar-
leyfi. Eigum við ekki að taka bestu
vistarverurnar á skipinu Mariposa,
sem fer til Samoa og láta skipstjór-
ann gefa okkur saman?”
“Nei, nei! Ekki til Samoa.”
“Það ætti máske betur við, að
við—að við gifturn okkur hér. Hvað
■ segirðu um það, Amelie?”
“Jú, það væri ágætt, John —
ágætt!”
Hún reis snögglega á fætur, varp-
aði sér um háls honum og grúfði
sig að brjósti hans. Það var dá-
samlegt, að ' vera umvafin slikum
verndandi örmum. Það var það,
sem hún hafði óskað sér alla æfi —
verndandi faðmlög.
“Eigum við að segja á miðviku-
dag,” sagði hann og strauk henni
unx hárið.
Hún leit upp, og það var eins og
hún hefði aldrei tekið eftir þvi fyr
en nú, hve indæll maður hann var.
“Hvers vegna á miðvikudag?”
spurði hún.
“Það er afmælisdagurinn minn.”
Hún hafði aldrei neitt hugsað um
aldur John Feltons og spurði nú
forvitin:
“Hve gamall ertu þá, John?”
“Þrjátíu og sjö ára,” svaraði
hann.
Þrjátíu og sjö! Tveimur árurn
eldri en hún!
Hún vafði handleggjunum um
hálsinn á honum og fekk óvænta
sönnun þess, að hann kunni að kyssa
konu.—Fálkinn.
Frá Edmonton
Herra ritstjóri:
Hér konx talsvert frost nóttina
milli þess 23 og 24 ágúst, svo garð-
ar urðu víða fyrir miklum skemdum,
lika er búist við að hveiti hafi orðið
fyrir skemdum víða, þar sem kornið
var ekki móðnað.
Eins og ákvarðað hafði verið,
var haldinn íslendingadagur hér
sunnudaginn 5. ágúst, “í glitfögrum
laufgrænum lundi” (Victoria Park).
Veðrið var hið ákjósanlegasta þenn-
an dag. Þessi samkoma okkar var í
smáurn stil og dagskráin ekki rnarg-
breytt, eins og við rnátti búast, þar
sem svo fáum var á aö skipa.
í forstöðunefndinni voru J. Hin-
rickson, J. T. Jóliannson, Mrs. J. T.
Jóhannson, Mrs. C. Mallatt og
Sveinn Johnson.
Mrs. W. Anderson æfði söng-
flokk fyrir þetta tækifæri, alt ís-
lenzk lög, nema það seinasta, sem
sundið var. Aðalræðumaðurinn Mr.
John Johnson talaði á islenzku fyr-
ir “Minni Vestur-lslendinga.” Hann
tók til samanburðar landnámsmenn
íslands og íslenzku landnámsmenn- |
ina í þessari álfu, og komst að
þeirri niðurstöðu að íslenzku land- j
námsmennirnir hér hefðu sýnt eins I
mikið þrek, vit og mannlegt atgerfi j
eins og hinir, og þegar saga íslenzka 1
brautryöjandans í þessu landi verð-
ur rituð, þá mun hún sanna það,
að hér voru hetjur en engir heiglar,
sem voru að brjótast áfram í gegn-
um óteljandi erfiðleika og torfærur,
og komust í gegnum það alt, sér til
frama og frægðar. Það var langt
mál, sem ræðumaðurinn flutti við
þetta tækifæri, svo það yrði alt of
langt að geta þess frekar hér.
Ávarp forsetans var mælt á ensku,
en það gekk út á að skýra í stuttu
máli sumt af hinum miklu framför-
um,- sem hafa átt sér stað hjá ís-
lenzku þjóðinni á seinni tíð, sér-
staklega síðan þjóðin fékk heima-
stjórn og Islendingar urðu “Masters
in their own house.” Það var mikill
íslenzku bragur á öllu, sem fram
fór. Flestir íslendingar i Edmonton
voru viðstaddir og nokkrir annara
þjóða menn, sem eru venslaðir ís-
lendingum.
Þetta var dagskráin:
1. Sungið—“Hvað, er svo glatt”
2. Ávarp forseta
S. Guðmundsson.
3. Sungið—“Ó fögur er vor fóstur-
jörð” og “Fósturlandsins
Freyja.”
4. Ræða—Vestur-íslendingar
John Johnson.
5. Sungið—“Ó Guð vors lands”
6. Sundið af öllum—Eldgamla Isa-
fold og O Canada.
Mrs. W. Anderson stýrði söngn-
um. Svo fóru fram ýmsir leikir,
sem ungir og gamlir tóku þátt í,
undir umsjón Mr. J. T. Johnson.
Verðlaun voru gefin þeim, sem bezt
stóðu sig. Eg hefi ekki getað náð í
skrá yfir það “Sports”, sefn fram
fór, eða nöfn þeirra, sem unnu sig-
ur í hverju fyrir sig. Hér eru að-
eins nöfn þeirra, sem fengu verð-
laun: Mrs. W. Anderson, Miss
Anna Steinsson, Nora Johnson,
Mairgaret Mallatt, Halldór John-
son, S. Sigurjónsson og Fred
Tookey.
Seinasti þátturinn var, að kven-
félagið bar á borð allsnægtir af mat-
vælunx og allir settust þar að og
borðuðu i sameiningu.
Forstöðunefndin og Mrs. W.
Anderson eiga nxiklar ]>akkir skilið
fyrir ágæta frammistöðu og vel
unnið verk.
Á iðnaðarsýningunni (Edmonton
Exhibition), sem haldin var í júlí,
fékk íslenzk kona hér í borginni,
Mrs. A. V. H. Baldwin fyrstu
verðlaun fyrir tvo hluti, setn hún
setti á sýninguna, prjónað rósa-
teppi (afghan) og fingravetlinga.
Fyrir rósateppið fékk hún tvenn
verðlaun $5.00 hvor, og $2.50 fyrir
vetlingana. Báðir þessir hlutir þóttu
svo framúrskarandi vel gerðir, að
eg set hér orðrétt úrskurð dónxar-
anna:
“Chosen by the Judges as íhe most
outstanding pieie of work in the
whole exhibit is the Afghan in the
knitted class, done by Mrs. A. V. H.
Baldwin. A sperial prize offered
in this class was also awarded to
this piece. The Afghan done in
mosaic pattern upon a Mulberry
background is almost like fine
weaving. The colors are rich and
outstanding and the workmanship
is perfect.”
Hér hafa verið í heinxsókn til for-
eldra sinna og ættingja um tíma,
Mrs. W. Johnson og tvö börn þeirra
frá Calgary. Mrs. Johnson er dóttir
Mr. og Mrs. S. Guðmundsson hér i
borginni.
Mrs. Margaret McKeon frá
Missoula, Montana er að heitnsækja
foreldra sína hér, Mr. og Mrs. Tnd-
riði Jolmson. Mrs. McKeon segir
að tímar séu að batna í Montana;
miklu fleiri hafi nú vinnu en að
undanförnu og almenningur þar
miklu vonbetri um framtíðina en
áður.
Mrs. Friðrika S. Helgason frá
Vancouver, Bl.C., er í heimsókn hjá
Mr. og Mrs. A. V. H. Baldwin.
Mrs. Helgason er systir Mr. Bald-
win.
S. Guðmundson.
Góður dagur í bygð
vorri
(Framh. frá bls. 2)
Eg dái hreysti og höfðingslund,
í heimi nautna tryldum.
Það gaf ei ávalt gull í mund
að gegna lífsins skyldum.
Og fæstir eiga á öllu völ,
að efnalegu smíði.
En var það ekki dægradvöl
að duga vel í stríði ?
Með ráði og dáð þið reistuð bú,
og rausn var ykkur lagin;
en verndarenglar, von og trú,'
í velferð stiltu haginn.
Eg veit þið miklist engu af,
á athafnanna svæði,—
en lof sé þeim, sem lífið gaf,
og leiddi ykkur bæði!
En bygðin réttir hlýja hönd,
og heiðraði fimtíu árin.
Og þegar æfi bresta bönd,
skal brosa gegnum tárin,
því það skal gleðja og létta lund,
að ljúf er ykkar saga.—
Við óskum þess að enn um stund,
þig eý'gið bjarta daga.
Kristján Johnson. .
Kveðjuorð.
Nú kveðjumst við með káta lund
og keyrum heinx af vinafund.
En vel sé þeim, senx veittu' oss hér,
þeim virðing makleg búin er.
Nú gengur sól i græðissund,
—eins gengur hverful æfistund—
um grýtta möl og glæstan svörð,
svo gerast örlög manns á jörð.
Og brúðhjón kær, þið búist “heim,”
æ blessun fylgi árurn þeim,
sem hér á jörð þið hjálpist að;
—vor herrann mildur gefi það.
Við þökkum ykkur þessa stund
og þúsund margt af ykkar mund.
Það flest er gleymt, en geymist þó,
en Guð mun launa, þá er nóg.
Hann leiði ykkur lifs um dal;
um ljóssins veg i himna sal,
á fegins þing á friðarjörð—
þar full mun endurnæring gjörð.
N. S. C.
ÞAKKARAV ARP
Við viljum þakka börnum okkar,
sem með dæmafáum kærleika og
miklum kostnaði og f yrirhöfn stofn-
uðu til gleðiboðs i minningu um
fimtíu ára hjónaband okkar, og fyr-
ir gjafir J>eirra hinar mörgu og góðu
í okkar garð. Líka viljum við minn-
ast með hjartans þakklæti allra vina
j og frænda, sem tóku þátt i þessum
1 fögnuði með nærveru sinni, eða sem
sendu heillaskeyti úr fjarlægð, pen-
inga eða aðrar vinagjafir miklar og
ágætar.
Við biðjum Guð að endurgjalda í
fullum mæli alla þessa miklu góð-
vild.
Sveinbjörn Loptson,
Steinunn Loptson.
INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS
M. Elíason '
B. G. Kjartanson
.B. S. Thorvardson
Árborg, Man
Arnes, Man F. Finnbogason
Baldur, Man
Bantry, N. Dakota
Bellingham, Wash Thorgeir Símonarson
Belmont, Man O. Anderson
B’laine, Wash Thorgeir Símonarson ]
• Bredenbury, Sask S. Loptson
Brown, Man J. S. Gillis
Cavalier, N. Dakota.... B. S. Thorvardson
Churchbridge, Sask S. Loptson
Cypress River, Man O. Anderson
Dafoe, Sask J. G. Stephanson
Darwin, P.O., Man. ...
Edinburg, N. Dakota...
Elfros, Sask....' .... Goodmundson, Mrs. J. H.
! Garðar, N. Dakota Jónas S. Bergmann
Gerald, Sask
Geysir, Man Tryggvi I ngj aldsson
Gimli,. Man
Glenboro, Man O. Anderson
Hallson. N. Dakota . .. :.. . S. J. Hallgrímsson
Hayland, P.O., Man. ..
Hecla, Man
Hensel, N. Dakota. ....
! Hnausa, Man
Ivanhoe, Minn B. Jones
Kandahar, Sask J. G. Stephanson
Langruth, Man John Valdimarson
Leslie, Sask
Lundar, Man
Markerville, Alta
Minneota, Minn
Mountain, N. Dak S. T. Hallgrimson
Mozart, Sask
• Oak Point, Man
Oakview, Man
! Otto, Man
Point Roberts, Wash...
! Red Deer, Alta O. Sigurdson !
Revkjavík, Man
Riverton, Man Bjiirn Hjörleifsson
Seattle, Wash J. T. Middal
Selkirk, Man W. 'Nordal
Siglunes, P.O., Man.
Silver Bay, Man
Svold, N. Dakota
Swan River. Man
Tantallon, Sask
Upham, N. Dakota....
Vancouver, B.C
Víðir, Man
Vogar, Man J. K. Jonasson
Westbourne, Man
Winnipegosis, Man.. .. Finnbogi Hj álmarsson
Wynyard, Sask 1