Lögberg - 13.09.1934, Blaðsíða 1

Lögberg - 13.09.1934, Blaðsíða 1
47. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 13. SEPTEMBER 1934 NÚMER 37 FRÁ ÍSLANDI Hingað kom í garr enskur botn- vörpungur frá Hull, “Reykjanes” að nafni. Er hann af allra nýjustu gerð botnvörpunga og hið myndar- legasta skip að sjá. Skipstjóri hans og eigandi er Jón Oddsson, íslenzk- ur farmaður og skipstjóri, sem ver- ið hefir búsettur í Englandi til margra ára. Mun hann ætla að halda honum út til fiskveiða hér viS land.—N. dagbl. 16. ágúst. * * * Hundrað ára afmœli á í dag Ól- afur Árnason i Akurey í Landeyj- um, áður bóndi í Bakka í Þykkva- bæ. Hann hefir borið aldurinn svo vel, að hann gekk að slætti fram að níræðu og hefir haldið fullum likams- og sálarkröftum fram á sið- ustu ár. Afkomendur hans og vin- ir halda honum samsæti í dag í Ak- urey, verður honum meðal annars fært útvarpstæki að gjöf.—N. dghl. 17. ágúst. * * * Eftirlitsmenn. — Haraldur Guð- mundsson atvinnumálaráðherra hef- ir í dag skipað eftirlitsmenn með síldarverksmiðjunum í Krossanesi og á Raufarhöfn. Eiga þeir að hafa eftirlit með þvi, að verksmiðjurnar taki ekki meira af síld af útlendum skipum en leyfilegt er samkvæmt fiskveiðalöggjöfinni og ákvæðum norsku samninganna. Halldór Friðjónsson ritstjóri á Akureyri hefir verið skipaður til eftirlits með Krossanessverksmiðj- unni, en Karl Hjálmarsson kaupfé- lagsstjóri á' Þórshöfn á Langanesi með verksmiðjunni á Raufarhöfn. —Alþýðubl. 11. ágúst. =1= * * Mentaskólaflokkurinn.—Þeir 22 nemendur úr 5. bekk Mentaskólans undir leiðsögn Einars Magnússonar kennara, er fóru í kynningarferð til Danmerkur í næstl. mánuði konni með Gullfossi í gærmorgun. Fóru þeir utan 22. s. 1. mánuð, ásamt þeim 22 dönsku mentaskólanemendum, er hér höfðu dvalið. Var þeim tekið hið beztá ytra. Sáu þeir allar helztu verksmiðjur og söfn í Kaupmanna- höfn og voru í boði hjá ýmsum mönnum, s. s. Hedhol f jármálaborg- arstjóra Kaupmannahafnar. Poli- tiken bauð hópnum í flugferð, og sýndi þeim prentsmiðjur sínar. Einn hinna íslenzku nemenda sagði frá ferðalaginu í útvarpið, og varð einn úr danska skólahópnum til þess að segja ferðasögu þeirra héðan að heiman. Sungu nemendurnir nokk- ur Iög á milli erindanna. Eru nem- endur yfirleitt hinir áægðustu yfir förinni og þykir hún hafa vel tek- ist. Getur án efa verið mikill gróði fyrir ungt skólafólk að ferðalögum sem þessu og væri vel ef áfram- hald gæti orðið á slikum útferðum unga fólksins, þar sem það ekki reyndist hafa of mikinn kostnað i för með sér.—N. dagbl. 17. ágúst. * *. * Fnrðuflugvél sést í Eyjafirði.— Fimtudaginn 2. ágúst sá bóndinn á Meyjarhóli í Eyjafirði, Tryggvi Kristjánsson og tvær dætur hans, flugvél. Fyrst sáu þau til hentiar fyrir ofan Krossanes Qg höfðu ekki aug- un af henni fyr en hún hvarf í þoku yfir Mjaðarárdal í Eyjafirði. Flugvél þessi var á ýmsan hátt einkennileg, hún var löng og mjó, og ekki sáust bátar eða hjól, er hún gæti sezt á, en hið allra undarleg- asta var, að flugvélin gaf ekki frá sér neitt hljóð. Fólkið áleit að hér væri um að ræða skemtiferðaflugvél og gerði ráð fyrir að það mundi heyra um þetta í útvarpinu, en aldrei kom nein fregnin. Fór fólkið þá að grenslast eftir, hvort flugvélin hefði ekki sézt á Akureyri, en enginn varð var við hana þar, og þó hafði fólkið á Meyj- arhóli séð hana fljúga þar heint yfir. Má búast við, að þessi hljóðlausa, bátlausa flugvél sé hér með úr sög- unni og sjáist aldrei framar.—Alþbl. * * * Listaverk Einars Jónssonar.s — Einar Jónsson myndhöggvari hef- ir dvalist í Kaupmannahöfn í sumar til þess að láta steypa nýjustu verk sín í bronze, hjá Lauritz Rasmussen, onunglegum bronzesteypu-meistara. Þessu verki er nú lokið og listaverk- in, sem hafa hlotið ágæta dóma í Kaupmannahafnarblöðunum, verða send til Islands á M.s. Dronning Alexandrine sem leggur af stað á- leiðis til íslands í dag.—Vísir 19. ág. * * * Síldarrannsóknir Arna Eriðriks- sonar. — Árni Friðriksson fiski- fræðingur er nýfarinn frá Siglu- firði, en þar hefir hann starfað við síldarrannsóknir undanfarið. Hann telur síldina stærri nú en undan- farið, og minna af millisild saman við hafsíldina nú en áður, eða að eins tæplega eina á móti þúsund. Eftir aldri fIokkar hann þannig sild- ina í sumar: yngri en 8 vetra 10.3 af hundraði, 8 vetra 24.3 af hundr- aði, 9 vetra 21.8 af hundraði, 10 vetra 28.2 af hundraði og eldri en 10 vetra 15.4 af hundraði.—Mest- ur hluti sumarveiðinnar eru árgang- arnir frá 1924, 1925 og 1926. — Vísir. * * * Borgnesingar eignast fiskiskip. — Samvinnufélagið Grímur hér í Borg- arnesi hefir keypt línuveiðaskip, sem Eldborg heitir frá Alasúndi í Noregi. Skipið er smiðað 1932 til fiskveiða við Grænland. Það er brúttó 282 smálestir að stærð og talið vel vand- að, að öllu leyti. Skipið er væntan- legt í þessum mánuði og verður þá gert út á ísfiskveiðar eða leigt til ísfiskflutninga. Þetta er fyrsta fiskiskip, sem Borgnesingar hafa eignast. Góðir þurkar voru um Borgar- f jörð síðari hluta vikunnar sem leið, og náðu menn inn heyjum sínum. Laxveiði er lítil.—-Mbl. 14. ágúst. * * * Styrkur úr Kanadasjóði.—I ann- að sinn hefir nú farið fram úthlutun á námsstyrk úr Kanadasjóði. — Ófeigur J. Ófeigsson, læknir, sem síðasta ár hlaut styrk úr sjóðnum ívar eini styrkumsækjandinn, og hlaut því rentur sjóðsins óskiftar fyrir komandi háskólaár (1250.00 kan. dollara). Ófeigur stundar fram- haldsnám í lvflækningafræði við háskólann í Manitoba og Winnipeg General Hospital, Winnipeg.—Mbl. * * * Stafsetning í barnaskólum. — Dóms og kirkj umálaráðuneytið hefir þ. 7. ágúst falist á þá breyt- ingu á reglugerð um núgildandi staf- setningu, að þess skuli ekki krafist i barnaskólum, að kent sé að nota z, heldur megi í þess stað nota s í skólum þessum, og i stað tzt megi nota st, t. d. megi rita styst, stystur, flust, breyst o. s. frv.—Vísir. * * * Arni Helgason verksmiðjustjóri frá Chicago tók sér far með Brúar- fossi heimleiðis. Hann hefir verið hér á landi 5 vikna tima. Mjög fanst honum til um, hve hugsunarháttur manna hefir hér breyst þau 22 ár, sem hann hefir verið vestra, hve menn eru héf nú djarfari og áræðn- ari við allar framkvæmdir en áður var. Árna leikur hugur á að heim- sækja ísland aftur áður en langt um líður.—Mbl. 15. ágúst. Skip brennur Aðfaranótt síðasta laugardags kom upp eldur í farþegaskipinu Morro Castle, sem varð 120 manns að bana. Skipið var á leið frá Havana, Cuha, og var komið á móts við strendur New Jersey, þegar eldsins varð vart. Nokkru áður en eldurinn kom upp, dó skipstjórinn, Robert R. Will- mott, af hjartabilun, að þvi er sagt er. Fyrsti stýrimaður tók þá við stjórn skipsins. Eldurinn mun hafa byrjað i lestr- arstofunni og breiddist út svo fljótt, að skipverjar fengu ekki við neitt ráðið. Farþegar voru strax vaktir og þutu þeir hálfklæddir úr rúmum sinum. Þá var hitinn og reykurinn orðinn svo mikill að ógerningur var að koma öllum í bátana. Engin skip \ voru nálægt þegar slysið vildi til, og þar sem vont var í sj.ó, þá fórust allmargir af þeim, sem í hátana kom- ust. Heyrst hefir að útbúnaður slökkviliðsins á skipinu hafi verið í ólagi, að minsta kosti kom hann að litlum notum. Skipverjar segja einnig að svo mikið æði hafi gripið farþegana, að illmögulegt hafi ver- ið að koma við björgun. Nokkrir farþegar hafa mótmælt þessu, og segja þeir að skipverjar hafi hugs- að meira um það að bjarga sjálfum sér og sett út bátana áður en far- þegar gátu komist í þá. Það er álit sumra að kveikt hafi verið í skipinu, og kemur ein tilgát- an frá Havana. Er því haldið fram að kommúnistar muni valdir að glæpnum. Þó leggja fáir trúnað á þann orðróm. Nú er verið að rannsaka alla mála- vexti, en þeirri rannsókn er enn ekki lokið. Morro Castle var nýlegt og vand- að skip; bygt 1930, og kostaði $4,800,000. Það gereyðilagðist. Roosevelt hæddur Ekki alls fyrir löngu var málverk sett á Winchester-safnið í Tarry- town, N.Y.; myndin heitir “Mar- 1 tröðin 1934” (The Nightmare of 1934). Efst á myndinni var teikn- ing af Roosevelt forseta, brosandi út að eyrum. Hjá honum stóð for- setafrúin afskræmd mjög, en þó vel þekkjanleg. Þau hjónin sitja við borð og liggja ótal spil á borðinu, og á það að tákna hina “nýju gjöf” (New Deal). Á borðinu sitja tvö börn þeirra hjóna, og eru þau að fleygja frá sér brúðudruslum, sem baú eru auðsýnilega orðin leið á. Hér er átt við það að einn sonur forsetans sagði skilið við konu sina fyrir nokkru, og dóttir forseta fékk einnig skilnað frá manni sinum. I einu horninu sést Uncle Sam, og hefir hann verið negldur á kross, en hér og þar eru myndir af ráðherr- um og öðrum embættismönnum stjórnarinnar og eru þeir allir að keppast við að rífa niður og eyði- leRKJa alt, sem þeir fá hönd á fest. Fjöldi fólks þyrptist á safnið, þar sem þessi mynd var til sýnis, undir eins og blöðin vöktu athygli á henni. Óvinir forsetans tóku myndinni með fögnuði og nokkrir urðu til þess að bjóða í hana stórfé. Öðrum ógnaði hvað illgirnislega var ráðist á Roose- velt og fjölskyldu hans. Einn af þessum var ungur verkamaður, er komið hafði frá Latviu til New York fyrir sjö árum siðan. Þessi maður kom á safnið, sá myndina, tók upp flösku fulla af sýrum og fleygði á málverkið. Síðan kveikti hann í öllu saman. Eldurinn dó út fljótlega en myndin var ónýt. Maðurinn var handtekinn og dæmdur í sex mánaða fangelsi. Rússland og Alþjóða- bandalagið Komið hefir til tals að Rússland gerist meðlimur Alþjóðabandalags- ins og fái jafnvel sæti í framkvæmd- arráði þess. Frakkar, Englendingar og ítalir eru þessu hlyntir og virðist því ekk- ert ,því til fyrirstöðu að svo verði. Samt sem áður er þetta mál ekki út- kljáð, því nokkrar smærri þjóðir munu þessu mátfallnar, þar á meðal Svissland og Pólland, og að því er sum blöðin segja, Canada einnig. Bennett forsætisráðherra lét svo um mælt þegar hann steig á land í Evrópu um daginn, að hann sæi enga ástæðu til að amast við Rúss- um. En nokkru seinna í Paris vildi hann ekki um það mál tala. Getur því hugsast að forsætisráðherrann hafi breytt um skoðun, þótt slikt sé ; óliklegt. En þótt svo væri, að nokkrar þjóðir kærðu sig ekki um Rússland í Bandalagið, þá eru þær of fáar til að geta nokkru ráðið um það atriði. Aftur á móti þarf ekki nema eitt atkvæði til að varna því að Rúss- ar fái sæti í framkvæmdarráðinu, en það munu þeir heimta sem skil- yrði fyrir því að þeir gangi í Banda- lagið. Ef að Pólland, til dæmis, sem hefir sæti í framkvæmdar- ráðinu, greiddi atkvæði á móti Rúss- um, þá verður ekki um þátttöku þeirra að ræða fyrst um sinn. Öruggur ferðamaður Bandarískur ferðamaður á Frakk- landi var nýskeð sektaður 100 franka ($6.60) fyrir að keyra hrað- ar en lögin leyfðu. Þegar dómur- inn var kveðinn upp, reiddist Bandaríkjamaðurinn og fór mörgum Ijótum orðum um Frakka og þeirra stjórn. Sagðist hann neita að gjalda sektina til frönsku dómstólanna, þar til Frakkar hefðu borgað skuld sína við Bandaríkin að fullu. í stað þess að láta setja ferða- manninn í fangelsi fyrir þessi ó- virðulegu orð um réttinn, þá féll dómaranum þetta illa að franska stjórnin skyldi hafa gefið tilefni til þeirra. Hann sagði því ferðamann- inum að ef hann lofaði því hátíð- lega að gjalda sektina til ríkissjóðs- ins í Washington, upp í frönsku skuldina, þá mætti hann fara leiðar sinnar. Þessu lofaði ferðamaður- inn. Ver snérust Frakkar við í sumar, þegar nokkrir bandarískir sjóliöar í Marsellaise neituðu að borga fyrir mat sinn og brennivín á einu gisti- húsinu, en sögðu gestgjafa að stryka upphæðina af frönsku skuldinni. t þessu tilfelli gerðu þeir Frakkar, sem þarna voru viðstaddir, aðsúg að sjóliðunum og lenti alt í slags- málum og gauragangi, unz lögregl- an kom á vettvang. Formaður ríkisbankans kosinn G. F. Towers var skipaður for- maður ríkisbankans á föstudaginn 7. september, og mun bankinn taka til starfa á næstunni. G. F. Towers er maður ungur, aðeins 36 ára að aldri. Hann hefir i mörg ár verið starfsmaður Royal bankans og fengið mikla reynslu og þekkingu á fjármálum, þótt ungur sé. Yfirleitt hefir val Towers mælst vel fyrir og vænta menn góðs af honum. Gáfaður er hann sagður og duglegur. Síðustu árin hefir hann verið aðstoðarmaður yfirumsjónar- manns Royal bankans í Montreal. í Cuba var hann í nokkur ár útibús- stjóri bankans þar á eyjunni. Laun hans í þessari nýju stöðu verða að likindum um $25,000 á ári. Sjö menn á að velja í bankaráðið, en það hefir enn ekki verið gert. Herman Julian Johnson Eins og getið var um í “Lög- bergi” (21. des., 1933) þá hlotnað- ist þessum íslenzka námsmanni hið svonefnda “War Memorial Overseas Scholarship,” sem veitt er árlega af félagsskapnum Independent Order Daughters of the Empire. Þetta er ársstyrkur til framhalds- náms utanlands, og upphæðin er $1600. Herman Johnson er nú á förum til Englands, til að taka upp nám við King’s College í London. Hann leggur af stað héðan 19. sept. n. k., og siglir með skipinu Duchess of Atholl frá Montreal. Herman útskrifaðist frá Mani- toba háskólanum vorið 1933 með nafnbótinni B. Sc. Síðan hefir hann stundað framhaldánám í sérgrein sinni, sem er eðlisfræðj, við háskól- ann hér. Á lærdómsferli sínum hefir Her- manni oft hlotnast viðurkenning fyrir frábæra námshæfileika. Is- bister Scholarship fékk hann árin 1928, 1929 og 1930. Foreldrar hans eru Árni Johnson, ættaður úr Þingeyjarsýslu og Sess- elja Björnsdóttir frá Selstöðum við Seyðisfjörð. Hann er fæddtir 20. nóvember 1909, að 627 Agnes St. í Winnipeg, og á þar enn heima, hjá foreldrum sínum. Japanar æfa sig íbúar sjávarborgarinnar Taku í Kína, litu upp stórum augum einn góðan veðurdag fyrir einum tveim- ur vikum síðan. Utan af hafi kom floti japanskra beitiskipa og stefndi til hafnar. Taku er mikil hafnar- borg og þar í gegn fer mest af verzl- un stórborganna Tientsin og Peip- ing. Kinverjum datt ekki annað í hug en að Japanar ætluðú að taka borgina fyrirvaralaust. En þegar skipin áttu skamt í höfn sáu menn flotann skiftast í tvær deildir. Var þá sýnilegt að hér var aðeins um flota-æfingu að ræða. Flotinn númer eitt átti aÖ “verja” borgina, en hinn að “sækja á.” Skipstjórarnir á hinum smáu kín- versku varnarskipum, hjálparlausir og skömmustulegir, löbbuðu niður í káetur og kveiktu i pipum sínum. Þegar leiknum var lokið, héldu Japanar heim til sin og gáfu þá út- skýringu að þetta væri nauðsynleg- ur undirbúningur, ef til þess kæmi að Japanar yrðu aÖ verja hafnar- borgir Kína á ófriðartímum. Kin- verjar höfSu orð á þvi að þetta hátt- arlag spilti fyrir verzlun og reglu- bundnum skipaferðum, en sjófor- inginn japanski sagði það f jarstæðu. Sama daginn og þetta skeði lýsti talsmaður utanríkisráðúneytisins í Tokio þvi yfir að þjóð sín myndi fara fram á það að hún fengi að auka flota sinn án tillits til Wash- ington samningsins, sem ákvað hlut- föllin milli flota stórveldanna. Samningurinn er aðeins bindandi til næsta árs, en eftir þann tíma ætlar Japan sér eflaust að fara sinu fram, hvað sem hver segir. Ræningjar ætluðu að stela Bennett Fregnir frá Ottawa herma að lög- reglan þar í borg hafi komist að samsæri til þess að stela forsætis- ráðherranum, R. B. Bennett. Lögreglan tók um daginn þrjá menn, sem grunaðir voru um inn- brotsþjófnað. Einn þessara manna sagði þá sögu, að í ráði hefði verið að ná í Bennett og halda honum gegn lausnargjaldi. Einhverra hluta vegna varð þó ekki af þessu tilræði og forsætisráðherrann komst óáreitt- ur á skip og sigldi til Evrópu, þar sem hann ætlar að sitja þing Al- þjóðabandalagsins í Geneva. Ræningjarnir eiga að hafa veitt bústað Bennetts í Ottawa gætur í fleiri daga, en ekki getað komið sér saman um hvernig hann yrði bezt handsamaður. Eflaust liafa ræningjarnir ætlað að fremja glæp þennan sér til fjár, annars væri tilraun slík með öllu óskiljanleg. Afburða námsmaður Joseph Ólafson frá Iæslie, Sask., sem síðastliðið sumar hlaut $5,000 námsskeið við háskóla Ameríku, fyrir smíðisgrip þann, er dómnefnd Fisher Body Craftsman’s Guild veitti fyrstu verðlaun, var í sumar heiðursgestur á þingi Craftsman’s Guild, er haldið var í Chicago^ I fyrra, þegar Joseph hlaut þessi verðlaun, þá hafði hann aðeins lok- ið alþýðuskólanámi, og varð þvi að Ijúka miðskólanámi, áður en náms- styrkurinn gæti að gagni komiö. Þetta setti hann sér að gera og hefir hann nú á einum vetri lokið þriggja ára námi og staðist inntökupróf í háskóla. Það er mjög sjaldgæft að nokkr- um takist að ljúka miðskólanáminu á einu ári, og ber þetta vott um af- burða námshæfileika. Þessi ungi íslendingur á glæsilega framtíð fyrir höndum. íslenzkum söngvum útvarpað Eins og vikið hefir verið að áður hér í blaðinu, syngur Karlakór Is- leridinga i Winnipeg í útvarpið á þriðjudagskveldið þann 18. þ. m., frá kl. 8—8.30, með aðstoð Mrs. B. H. Olson og Mr. Paul Bardals. Er þetta gert að tilhlutan útvarps- ráðsins canadiska (The Canadian Radio Commission). Karlakórinn syngur, ef tími leyf- ir, eftirgreind lög: Fjallkonan; Fósturlandsins freyja; Skammdeg- isvísur; Gamanvísur ; Tárið ; Enginn grætur íslending; Nú tjaldar fold- in fríða; Grænlandsvísur; Töfrandi tónar; Ólafur reið með björgum fram; Þótt þú langförull legðir, eftir S. K. Hall og Sofðu unga ást- in mín, eftir Björgvin Guðmunds- son. Sólsetursljóð séra Bjarna Þor- steinsonar, syngja þau Mrs. Olson <*g Mr. Paul Bardal. Skemtiskrá þessi mun heyrast frá strönd til strandar, og er þess að vænta, að sem allra flestir Islendingar vestan hafs, verði hennar aðnjótandi. ISLENDINGUR DRUKKNAR Jón Ásgeir Austford frá Hecla, Man., drukknaði við Gull Harbor á Winnipegvatni, á fimtudaginn í vik- unni sem leið. Hann hafði farið einn á bát til að vitja netja sinna, en fallið útbyrðis og ekki getað bjarg- að sér. Hinn látni var tvítugur að áldri. EANGAR GERA VERKEALL Fangar í rikisfangelsinu í New Westminster, B.C., hófu verkfall á dögunum, og heimtuðu þeir kaup fyrir vinnu sína, og er það sögð eina ástæðan fyrir verkfallinu.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.