Lögberg - 13.09.1934, Blaðsíða 4

Lögberg - 13.09.1934, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. SEPTEMBESR, 1934 Hógberg 0»flB öt hvern fimtudag af T M E COLVMBIA PREB8 LIMITED 69 5 Sargent Avenue Wlnnipeg, Manitoba. Utan&skrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE WINNIPEG, MAN. Vcrð 53.00 um árlð—Borgist firrlrfram The “Lögberg” is printed and published by The Colum- bia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Wnnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Ritstjóri: HEIMIR THORGRlMSSON Flugleiðin um Canada og Island 1 september 'hefti National Geographic Magazine er löng grein eftir Mrs. Charles A. Lindbergh um ferð þeirra hjóna umhverfis hnöttinn í fyrra sumar. Formála fyrir grein- inni ritar Lindbergh hersir, sjálfur. Mrs. Lindbergh segir mjög skemtilega frá ferðalaginu og fer hlýlegum orðum um Island og íbúa þess. Þrjár myndir frá Is- landi fvlgja greininni, tvær frá Rskifirði og ein af fjöllum vestanlands. Annars er það formálinn eftir flugmann- inn fræga sem merkastur er í þessu sambancli- Lengi vel mun Lindbergh hafa hallast á þá skoðun að flugleiðin yfir Atlantshaf ætti að liggja um Azores-eyjarnar, en nú verður ekki annað séð en að hann álíti norðurleiðina, um Nýfundualand, r Grænland og Island, heppilegri. Hann játar að vísu að veðráttan á þeim slóðum sé óstöðug, en þar sem vega- lengdin milli áfanga sé margfalt styttri á norðurleiðinni, virðist hann telja hana ákjós- anlegri. Nú skiftir það mestu máli að leið milli áfanganna sé sem styst. Ekki einungis vegna þess að hættan sé minni,—með notkun vönduðustu flugvéla er sú hætta ekki tiltak- anlega mikil—heldur vegna hins, að vélarnar þurfa þá ekki að hafa eins mikið eldsneyti meðferðis, en geta í þess stað flutt fleiri far- þega eða meiri flutning. Með því eru skil- yrði til þess að flugferðir geti borið sig, og er það aðalatriðið. í’ari svo að norðurleiðin verðin kosin og reglubundnir flutningar hefjist á milli Norð- ur-Ameríku og Elvrópu, þá getur það haft miklar og góðar afleiðingar í för með sér, bæði fyrir Island og Canada. ísláhd yrði þá einn hlekkurinn í keðjunni, sem tengdi saman heimsálfurnar tvær, og gæti það haft í för með sér margvíslegan hagnað, ef vel er í pottinn búið af hálfu landsmanna. Ef þessi flugleið yfir Atlantshafið reynist vel, er mjög sennilegt að loftflutningar hefjist til Asíu. Sú leið myndi þá liggja þvert yfir Canada, frá Montreal til Winnipeg og þaðan til Ed- monton. Frá Edmonton yrði flogið til Van- oouver og þaðan með ströndinni til Alaska, ellegar þá á ská frá Edmonton til Alaska. Frá Alaska yrði að líkindum fylgt leiðinni, sem bandarísku hnattflugsmennirnir fóru ár- ið 1924. Þ. e. frá Alaska til Kamchatka skag- ans og svo til Japan. Jafnvel gæti hugsast að farið yrði miklu norðar, eða frá Labrador til Churchill og svo til Edmonton. . En hvaða leið, sem farin verður, hlýtur hún að.liggja yfir Canada. Þessvegna hafa ýmsir framsýnir menn hvatt sambandsstjórn- ina til þess að búa svo í haginn að hægt verði sem fyrst að koma ráðagerðiím þessum í framkvæmd. Hoover og frelsið Síðan Roosevelt tók við stjórn Bandaríkj- anna hefir fyrirrennari 'hans, Herbert Hoover, átt náðuga daga. 1 tvö ár hefir hann setið á herragarði .sínum í Californíu og glímt við þær ráðgátur, sem honum tókst ekki að leysa á sinni stjórnartíð. Hugsanir sínar legg- ur hann fram fyrir almenning í dálkum stór- blaðsins Saturday Evening Post. Seinna í haust mun koma út bók eftir hann. Eins og við mátti búast eru þessi skrif Hoovers ádeila á Roosevelt og stjórn hans, þótt ekki sé forsetinn nefndur á nafn. Mest talar Hoover um frelsið. Honum þykir leitt hvað mjög sækir í það horf að stjórnin vilji skerða athafnafrelsi einstaklingsins. Honum finst það brot á guðs lögum og stjómar- skránni að sett hefir verið strangt eftirlit með starfrækslu iðnaðar og hömlur á fjár- glæfrabrall banka og auðfélaga. Þetta kemur manni einkennilega fyrir þegar þess er gætt, að af-skiftaleysi 'hans eigin stjórnar hafði stofnað bæði iðnaðar- og bankamálum lands- ins í vroða, svo að þjóðinni fanst nauðsyn að velja sér annan mann til leiðtoga. Nú er það á allra vitorði að enn skortir mikið á að vandamál þessi séu leyst, en hitt munu flestir viðurkenna, að ver hefði farið, ef að Roo-sevelt hefði ekki komið til sögunnar. Ekki er nema rétt og sjálfsagt að vara menn við þeirri hættu, sem af einræði stafar, og eru orð Hoovers, í þá átt, í tíma töluð. En sá mæti maður getur varla ætlast til þess að eignalausu og atvinnulausu fól-ki finnist mikið til um það frelsi, sem tryggir því það eitt að mega svelta í friði án afskifta stjórnarvald- anna. Eins og merkisblaðið Cliristian Science Monitor segir, þá er full þörf á því að gæta þess frelsis, sem forfeður vorir keyptu dýru verði. En þetta er ekki nóg. Það er óft erfitt að samrýma fult athafnafrelsi einstaklings- ins og velferð heildarinnar; eigingirninni og græðginni verður að setja takmörk. Mest er um það vert að skynsamlega og gætilega sé að því farið. lsland--Vonanna og vorleys- inganna land Eftir prófessor Richard Beck (Ræða fyrir minni íslands flutt á Miðsumar- móti Islendinga í Blaine, Wash. 29. júlí 1934). í þessu fagra umhverfi, með fjalladýrð og hafsýn við sjóndeildarhring, er auðvelt, að láta hugann brúa hafið og heimsækja æskustöðvarnar og átthagana á norðurveg- um. Við erum hér á ísl'enzkri samkomu í ís- lenzku umhverfi. A þessum minningarfka hátíðisdegi erum við öll eitt—fjarlæg börn Islands eða bamabörn, saman komin til þess að votta ættjörð okkar og ættþjóð ræktarsemi og ástarþel. Við getum einhuga tekið undir orð Davíðs skálds Stefánssonar í Alþingis- hátíðarljóðum hans: “ Við börn þín, Island, blessum þig í dag. Með bæn og söngvum hjörtu eiða vinna. Hver minning andar lífi í okkar lag. Við Lögberg mætast hugir bama þinna. Frá brjóstum þínum leggur ylinn enn, sem aldrei brást, þó vetur réði lögum, og enn á þjóðin vitra og vaska menn, sem verður lýst í nýjum hetjusögum.” 1 náttúmfegurðinni á þessum slóðum er svo margt, sem minnir á töfra og tign ísienzks landslags, hrikaleik þess og fjölbreytni, að freistandi væri, að dvelja við það hugþekka umtalsefni. En slíks gerist lítil þörf. I hjört- um ykkar, sem borin eru og bamfædd í faðmi íslands, veit eg, að mynd þess er fegurri og hreinni dráttum greypt, en eg fengi meitlað hana í málm málsins, þó eg ætti yfir tífalt meiri mætti orðsins að ráða, heldur en mér hefir í skaut fallið. Með þá sérstaklega í huga, sem íslenzkt blóð rennur í æðum, en ekki hafa séð land feðra sinna og mæðra nema. í hug- skoti sínu og draumum, vil eg samt minna á eftirfarandi lýsingu á náttúrufegurð og sér- kennileik Islands eftir danskan mann, Fr. de Fontenay, sendiherra Dana á Islandi. Hon- um fórust svo orð nýleg^ í útvarpserindi: “Menn leggja 'ekki leiðir sínar um hin stórfenglo'gu öræfi uppi í óbygðum Islands, án þess að töfrast a.f þeirri tignarlegu ró og bera þess minjar. Sá, sem eitt sinn hefir litið næturhiminsins “blikandi sjónstjörnur, og “fannhvíta jöklanna tinda,” hann mun ætíð leita hugfanginn þangað. Ógleymanlegt er það, að dveljast um miðnæturskeið milli lauf- trjánna í Hraunteigi og heyra “Rangá leika við lausan taum” meðan “barkirnar dreymir við elfarnið langt úti í ljósvakans straumi.” Ógleymanlegt er líka hið frjálsa líf í skauti náttúru Islands, í hinum þögulu öræf- um, reiðin yfir hin endalausu heiðaflæmi, yfir fossandi jökulár, hraunbreiður og um brattar hlíðar. Þegar maður á þann hátt hefir ferð- ast um bygðir og óbygðir Islands og ætlar sér að lýsa fegurð landsins í sem fæstum orð- um, finst mér ekki hægt að komast betur að orði en Jónas Hallgrímsson gerir í þessu erindi: Þú reiðst um fagran fjalladal, á fáki vökrum, götu slétta, þar sem við búann brattra kletta æðandi fossar eiga tal, þar sem að una hátt í hlíðum hjarðir á beit með lagði síðum. Þótti þér ekki Island þá íbúum sínum skemtun ljá? ’ ’ Svo sterklega hafa töfrar íslenzkrar nátt- úrufegurðar hrifið og hertekið hann—útlend- inginn; hvað þá um okkur, sem tengd erum Islandi blóðböndum, nærð við móðurbrjóst þessf Það nær einnig til ykkar af íslenzkum ættum, sem fædd eruð í landi hér; rætur ykk- ar standa djúpt í íslenzkum jarðvegi og draga næringu þaðan. Annað er mér þó ríkar í hug við þetta tækifæri, >en að lýsa gjörr^máttúrufegurð Is- lands, þó skemtilegt væri. Þessa dagana stendur íslenzka þjóðin á merkum tímamót- um í nútíðarsögu sinni. 1 sumar eru rétt sex- tíu ár liðin síðan hún fékk stjórnarskrá sína, 2. ágúst, 1874, og þar með sjálfsforræði sitt að nokkru leyti. Hjartfólgnir draumar henn- ar byrjuðu þá að rætast. Hún hafði mikinn sigur unnið í sjálfstæðis- og framsóknarbar- áttn sinni. Þar sem þessi okkar þjóðminn- ingardagur í Vesturheimi—Íslendingadagur- inn— er sérstaklega bundinn við minninguna um nefnda sigurvinning í íslenzkri stjórnfrelsisbaráttu, meg- um viS vel minnast sextugsafmælis þess merka atburðar meb því, að ganga á sjónarhól og horfa yfir far- inn veg þjóðar okkar. Eg veit enga nauðsynlegri eða dýrmætari fræðslu heldur en sjálfsþekkingu, en enginn fær þekt sjálfan sig til fullnustu, nema hann kunni einhver skil á for- tíð sinni, forfeðrum sínum og ætt- arerfðum. Bæta vil eg þessu við, og segja það eins einlæglega og kröftuglega og mér er unt. Eg fæ hreint ekki skilið, hvernig nokkur íslendingur, eigi hann á annað horð það nafn með réttu, getur kynt sér svo sögu fslands, að hjarta hans slái ekki ögn hraöar, að blóðið renni honum ekki örar i æðum, að metnaður hans auk- ist ekki, þegar hann sér og skilur, hvernig fámenn og fátæk ættþjóð hans á úthjara veraldar hefir staðið af sér storminn og straumföllin á liðnum öldum, og haldið við auðugu menningarlífi undir allra andvígustu aðstæðum. Eg veit enga glæsilegri þjóðsögu, þó hún sé á köflum þyngri en tárum taki. Þegar séra Matthías Jochumsson orkti kvæðið fagra og svipmikla, um Skagaf jörð, valdi hann sér hæsta og tignríkasta staðinn að sjónarhól — Tindastól. Við skulum gera slikt hið sama. í sögu íslands er einn sá staður, sem hæst gnæfir og víð- ast útsýni býður — Þingvellir við Öxará, þessi einstæði þingsalur þar sem jörðin sjálf er gólfið, fjöllin veggsúlurnar og himinhvolfið þak- ið. Þingvellir, hjarta lands okkar og helgistaður, eru ógleymanlegir hverjum þeim/ sem þar hefir stigið fæti á helga jörð. Náttúrufegurð þeirra er svo margbreytileg og há- tíðleg, að hver, sem þangað kemur, hlýtur að verða fyrir göfgandi á- hrifum. Við göngum i anda á Þingvöllu. Þar slá liðnar aldir ljóma á “vellina við Öxará, á hamraþil, á gjár og gil.” Þar tala sjálfir steinarnir og kunna frá mörgu og markverðu að segja. Þar heyrum við með skáld- inu fótatak aldanna, vorrar “þjóðar þúsund ár sem þyt í laufi á sum- arkveldi hljóðu.” Við nemum stað- ar á Lögbergi helga og skygnumst um. Upp úr móðu tírhans rísa tind- arnir í sögu fslands hver á fætur öðrum ; hæstu atburðaöldurnar hef j- ast og hníga við sjónd?ildarhring. Ónumið sjáum við landiö bíða langar aldir, líkt og Jcóngsdóttur í álögum. “Laufskrúðið vaggast í ljúfum hlæ, ljóma hin bláu sund.” Árla morg- uns, úr átt sólaruppkomunnar, sigl- ir skrauthúið skip af hafi og önnur koma í kjölfar þess. Ingólfur Arn- arson er kominn. fsland fagnar fyrsta norrænum landnámsmanni sínum, landsföðurnum, eins og hann hefir nefndur verið. Við sjáum hann kanna strendur landsins og nema land þar sem nú rís höfuð- staður íslands. Aðrir landnáms- menn fylgja honum í spor, hug- djarfir og aðsópsmiklir, “hetjúir af konungakyni,” sem komu “með eld- inn um brimhvít höf.” Landið byggist. Bæir rísa i f jalla- hliðum og á f jarðaströndum. Blá- ir reykir liðast í lofti; fríðar hjarð- ir dreifast um hlíðar og heiðar. “Út til nesja og inn til dala er árla risið og dagsverk löng.” Nýtt landnám er aldrei neinn barnaleikur, en frjó- semd starfsins gleður og örvar; menn eru sér þess meðvitandi, aS þeir eru að byggja fyrir framtíðina, að greiða veg óbornum kynslóðum. Enginn fær lifað sjálfhm sér far- sællega, þó hann sé allur af vilja gerður. Því lögmáli lúta þjóðir sem einstaklingar. Þörfin fyrir aukið samstarf, ein landslög, varð áður langt leið knýjandi meðal íslenzkra landnámsmanna. Við sjáum marg- menni, helztu höfðingja landsins og frítt föruneyti þeirra, safnast saman á Þingvöllum sumarið 930. Alþingi er stofnað. ísland verður sjálfstætt og fullvalda riki, lýðveldi en ekki konungsríki, fyrsta lýðríki fyrir norðan Alpafjöll. Hin unga íslenzka þjóð gerðist frumherji á frelsisbrautinni. Smáþjóð varð hér, sem oftar, stærri þjóðum til fyrir- myndar. Það er bjart yfir lýðríkis-tíma- bili íslands næstu tvö hundruð og fimtíu árin. Glæsilegar fornbók- mentir okkar skapast, festast í minni og eru færðar í letur. “Erá eyjunni norður við ysta haf eldaði um Norð- urlönd.” En frægðarljómi lýðveld- istimabilsins fölnar og litast blóði í bræðravígum Sturlungaaldarinnar. Varð ávöxtur þeirra inn byrðis- styrjalda og flokkadrátta sá, að þjóðin glataði frelsi sínu. ÁriS 1262 gerðust þau stórtíðini á Al- þingi, að meiri hluti landsmanna gekk á hönd Noregskonungi; dagar hins forna lýðveldis voru taldir; og skjótt fóru vald og virðing og áhrif sjálfs Alþingis þverrandi. Kon- ungsvaldið færðist meir og meir í aukana og herti f jötur kúgunarinnar harðar að hálsi þjóðarinnar. Þó liðu þrjár aldir áður en hið útlenda stjórnarvald sigraðist að fullu á ís- lendingum. Saga baráttu hinnar fá- mennu íslenzku þjóðar gegn erlendri kúgun og ofsókn náttúruaflanna er sannarlega aðdáunarverð. Hún hef- ir orðið að þola “eld og hungur, ís og kulda, áþján, nauðir, Svarta- dauða.” Hið dásamlega er, að hún hefir átt þrek og þor til þess, að komast heilu og höldnu út úr þeim eldraunum, og tekist að halda við furðu blómlegu menningarlífi gegn- um myrkustu aldirnar. Dr. Sigurð- ur Nordal hefir réttilega lagt áherzlu á það, að í bókmentum og menningu íslendinga er framhaldandi sam- hengi frá fornöld til vorra daga. Davíð skáld Stefánsson segir kröft- uglega og maklega: “í þúsund ár bjó þjóð við nyrstu voga. Mót þrautum sínum geldc hún djörf og sterk. í hennar kirkju helgar stjörnur loga, og hennar líf er eilíft kraftaverk.” íslenzka þjóðin uppskar einnig á sínum tíma ávexti þrautseigju sinn- ar og drengilegrar baráttu gegn of- ureflinu. Á 18. öldinni bjarmar af nýjum degi; nýtt þjóðlífsvor geng- ur í garð. Eggert Ólafsson kveður kjark og dug í þjóðina, glæðir trú hennar á land hennar, sjálfa hana og framtíð hennar; en án slíkrar trú- ar er þjóð hver dauðadæmd. Aðrir framsóknarmenn taka við af hon- um og halda áfram sjálfstæðis- og viðreisnarbaráttu þjóðararinnar. Jón forseti Sigurðsson gengur í fylk- ingarbrjósti. Með djúptækri þekk- ingu, festu, sem aldrei veik frá settu marki, ví'ðsýni og ósérplægni bar hann merkið fram til sigurs. Árar.g- urinn af starfi hans og samherja hans var stjórnarskráin 1874, sem eg vék að í byrjun ræðu minnar. Var stjórnarskráin mikil réttarbót, enda markar hún merkileg tímamót i sögu íslands. Síðan hafa fram- farir hinnar íslenzku þjóðar verið stórstígar á öllum sviðum, einkum frá því um aldamótin. Enginn má ætla að frægð íslands sé öll í for- | tíðinni, þó þaðan fljúgi margur neisti “framtaksins og hraustleik- ans.” Fjarri fór þó, að stjórnar- skráin uppfylti sjálfstæðiskröfur ís- lendinga. Frelsisbarátta þeirra hélt áfram. Vald Alþingis jókst að mun, er íslenzkur ráðherra var skipaður 1904, sem standa skyldi þinginu sjálfu, en eigi konungi, reikning ráðsmensku sinnar. Loks er stærsti atburðurinn i sjálfstæðismálum ís- lendinga til þessa—viðurkenningTs- lands sem fullvalda ríkis 1. des. 1918. Þá var “hið langþráða frelsi og sjálfstæði fengið.” Dagur um alt loft.— Af Lögbergi höfum við þá í anda svipast um af hátindunum í sögu þjóðar okkar, og margt merkilegt hefir fyrir augu borið. Enn er þó eftir, að skygnast um af einum allra hæsta tindinum, þar sem útsýnið er hvað fegurst. Við rennum hugskots- sjónum yfir Þingvelji 1930, og eg veit, að sum af ykkur báruð gæfu til þess, eins og eg, að sækja Al- þingishátíðina, þúsund ára afmæli merkustu stofnunar íslenzkrar, elsta starfandi löggjafarþings um víða veröld. Engum, sem þar var stadd- ur, munu gleymast atburðaríkir dag- ar þess einstæða hátíðahalds, í jafn einstæðu umhverfi. Það var sem litarík mynd í stórfenglegum ramma: — Sumargrænir Þingvellir, með sæg hvítra tjalda, á dökkum grunni hrauna og kletta, með há- tignarlegan f jallahringinn í baksýn. Sú mynd máist seint úr huga hvers þjóðrækins Islendings, sem hana leit. En-.Alþingishátiðin minti ekki að- eins á afrek fórtíðarinnar; hún dró athyglina engu miður að Islandi nú- tíðarinar, og vakti miklar vonir um framtið hinnar íslenzku þjóðar. Þeir sem voru á íslandi 1930, eða heim- sækja landið þessi árin, hljóta að sannfærast um, séu þeir ekki blindir á báðum augum, að þar býr þjóö, sem er andlega glaðvakandi og á hröðu framfaraskeiði. Þegar eg fór heim til íslands 1930, hafði eg ekki verið í burtu full tíu ár, en jafnvel á þeim skamma tíma höfðu mjög miklar verklegar framfarir orðið í landi þar. Fari maður lengra aftur í tím- ann, til aldamótanna, að eg tali nú ekki um, ef horfið er alla leið aftur til þjóðhátíðarársins 1874, verða verklegu framfarirnar á íslandi svo miklar, að firnum sætir, í saman- burði við þá tímalengd, sem um er að ræða. Þið, sem af íslandi fóruð fyrir 30 til 50 árum síðan, mynduð standa undrandi yfir þeim breyting- um, sem þar hafa orðið síðan, i samgöngum, atvinnuvegum og lifn- aðarháttum. Bílfærir vegir eru nú víða um land og miklar vegabætur eru gerö- ar árlega, enda fer bílum til mann- flutninga og vöruflutninga hrað- fjölgandi. Allar stærstu ár lands- ins eru nú brúaðar. Fjöldi vita hef- PORTRAITS for Old Country Mail Your friends will appreciate your Portrait at Christmas time, but if it is an Eaton Portrait they will have a .reason to be especially pleased. Eaton artists are skilled in making Portraits that capture the expression that is your own personality. This year we feature 6 portraits in easel folders for mailing, and one large portrait — all for $5.00 Satisfaction Guaranteed —Portrait Studio, Seventh Floor, Portage EATON C°u

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.