Lögberg - 13.09.1934, Blaðsíða 5

Lögberg - 13.09.1934, Blaðsíða 5
LÖŒBERG, FIMTUDAGINN 13. SEPTEMBER, 1934 o ZIG'ZAG CIGARETTE PAPERS “FuJlkomna bókin” NÝ—þaegilega SJÁLFVIRK vasabók — Betri kaup. Enginn afgangur—Síðasta blaðið jafngott því fyrsta. Hefir jafn- mörg blöð eins og stóru tvöföldu bækurnar. Beztu sigarettu blöð, sem búin eru til ir verið reistur víðsvegar um strend- ur landsins; hafnir hafa veriÖ lagð- ar eða gerðar og hafskipabryggjur bygðar. Skipaferðir með ströndum fram og til útlanda eru nú stórum tíðari en var, jafnvel fyrir io—15 árum, vetur og sumar. Talsími liggur nú um landið þvert og endi- langt, en sæsíminn og víðvarpið tengja það við umheiminn. Island er ekki lengur “Einbúinn í Atlants- hafi.” í landbúnaði og sjávarútvegi hafa framfarirnar einnig verið stór- stígar. Margir bændur nota nú sláttuvélar og aðrar landbúnaðar- vélar; margfalt meira er unnið að jarðarbótum en var fyrir 50 árum, og ræktunarsjóður ríkisins leggur fram mikið fé árlega til styrktar landbúnaðinum. Togarar og vélbát- ar eru komnir í stað selgskipa og róðrarbáta til fiskiveiða og hafa veitt miklu fjármagni inn í landið. Fiskiútflutningur hefir tífaldast að verðmæti á síðustu 50 árum. Is- lendingar eiga nú myndarlegan skipastól og prýðilega mentaða sjó- mannastétt; einkum hefir stofnun Eimskipafélags íslands, sem margir Vestur-íslendingar tóku þátt í, reynst hið mesta hrappaspor. Verzl- un og peningamál eru í höndum landsmanna sjálfra. Miklar framfarir hafa einnig orð- ið í húsagerð og heilbrigðismálum. Notkun rafmagns til ljósa og hit- unar fer mjög í vöxt, enda er vatns- afl nægt víðasthvar. I mentamálum má einnig benda á margt, sem til framfara horfir, svo sem fjölgun skóla og aukna mentun kennara. Einkum var stofnun Háskóla ís- lands árið 1911 mikill gróði landi og þjóð, því að bæði veitir hann ís- lenzkum embættisma nnaefnum fræðslu í heimalandinu og eflir ís- lenzka vísindastarfsemi. Vindur stendur af ýmsum áttum í íslenzkum stjórnmálum og trúmál- um, en slíkt ber að minsta kosti vott um það, að þjóðin er ekki andlega dau-iS. Svipað má segja um bók- mentirnar og listirnar, sem mikið líf er í, og f jölbreyttari en nokkru sinni áður, en eðlilega er þar ekki alt þungt á metum eða sem heilbrigðast. Sú hugsun, sem fastast sótti á mig heima á íslandi Alþingishátíðar- árið var sú, að þar er framsóknar- hugur að verki. ísland nútiðarinn- ar er vonanna og vorleysinganna land. En eins og alt af er um vor- leysingjarnar, þá fylgja þeim nokk- ur umbrot. Nýtt þjóðlíf fæðist ekki þjáningalaust í heimi hér, frðmur en nýtt mannslíf. Maður þarf ekki annað en lesa kvæði sumra helstu nútíðarskáldanna íslenzku til þess að sannfærast um, að nú er vor í lofti á íslandi; en skáldin eru löngum manna næmust á straumana í lífi samtíðar sinnar. Davið Stefánsson segir í Alþingishátíðarljóðum sín- um, sem eg hefi áður vitnað í-: “I hugum okkar er vaxandi vor, þó vetri og blási kalt. Við sáðum fræum í íslenzka auðn og uppskárum hundraðfalt. Við erum þjóð, sem er vöknuð til starfa og veit, að hún sigrar alt. Á síðustu árum vann hún verk, sem vitnar um nýjan þrótt. Aldrei var meira af gáfum glætt né gulli i djúpin sótt. Framtíðin er eins og fagur dagur, en fortíðin draumanótt.” I hreimfögru og spaklegu kvæði um tíu ára afmæli fullveldis íslands farast Þorsteini skáldi Gislasyni svipað orð: “Loftið er þungið af ungum og örVandi vindum, aldanna skýflókar hverfa af hafi og tindum. Hugirnir magnast af vaxandi þrótti og þori. Þjóðlífið alt er sem leysingatimi á vori.” En íslenzkum skáldum og öðrum hugsjónamönnum, þó framsæknir séu og framtíðartrúaðir, dylst ekki, að íslenzka þjóðin er stödd á hættu- legum vegamótum, að miklu varðar að hún velji réttu leiðina. Þess- vegna segir Þorsteinn Gislason í ofangreindu kvæði sínu: “Einangrun hverfur og erlendu straumarnir liða inn yfir strendur til sveitanna dala og hlíða. Hvað verður um vora innlendu, þjóðlegu menning, aldanna venjur og feðranna og mæðranna kenning ? Hverju á að halda og hverju á burtu að fleygja? Hvað á að lifa og hvað á að farast og deyja? Við eigum sögu að vernda, sem ekki má gleyma; við eigum tungu, sem framtíðar- þjóðin skal geyma.” Langsýnir íslenzkir mentamenn taka eindregið í sama strenginn. I ræðu um íslenzka menning, við setn- ingu Háskóla íslands á síðastliðnu hausti, mælti rektor hans, dr. Alex- ander Jóhannesson, þessum eggjun- ar- og vakningarorðum til hinna nýju háskólastúdenta: “Vér íslendingar stöndum nú á merkilegum tímamótum. Vér erum í þann veginn að komast inn í hring- iðu heimsviðskiftanna og áður en varir erum vér við alfaraleið, þar sem álfur, loftslög og sævir grein- ast og hvort sem oss líkar betur eða ver, munu straumar viðskifta úr vestri og suðri berast að ströndum vorum. En í kjölfar þessa munu sigla miklu örari og ríkari áhrif er- lendrar menningar—og ómenning- ar. Hlutskifti vort verður í fram- tíðini að verða einn þáttur í alheims- viðskiftum, þar sem lögmál hraðans drotnar, og er þá undir þvi komið, að vér varðveitum íslenzkt séreðli, íslenzkt sjálfstæði, íslenzka tungu og öll þau andleg verðmæti, er for- feður vorir hafa látið oss í arf.” Þið spyrjið máske hversvegna eg hafi numiS staðar við umrædda hlið á islenzku nútíðarlífi. Ekki af því, að eg sé vantrúaður á framtíð ís- lands. Langt í frá. Eg trúi þvi fastlega, að íslenzka þjóðin beri gæfu til, að vernda andlegt sjáif- stæði sitt og andleg verðmæti, velji jafnframt hið besta úr erlendri menningu, en sogist ekki tiiður í hringiðu erlendrar ómenningar. En þessvegna hefi eg sérstaklega dregið athygli yðar að krossgötun- um, sem íslenzka þjóðin stendur á. hættunni, sem yfir henni vofir menningarlega, að eg fæ ekki betur séð, en að við íslendingar hér í álfu stöndum harla líkt að vígi í því efni og heimaþjóðin, nema hvað örðug- ara sé. Eigum við að “fljóta sof- andi að feigðarósi” og drukna um örlög fram í röst þjóðstraumanna hérlendis, eða eigum við að fara að sem laxinn “er leitar móti straumi sterklega og stiklar fossa,” berjast þjóðernislegri baráttu okkar drengi- lega uns yfir lýkur? Eg læt ykkur um svarið. Þetta er hinsvegar bjargföst sannfæring mín, eins og eg liefi orðað það við samskonar tækifæri annarsstaðar, og sú sann- færing styrkist með hverju ári: Framtíðarhlutskifti okkar og heill sem Islendingar í þessu landi bygg- ist á því, hversu vel okkur hepnast að gera fortíðarverðmæti okkar arð- berandi í lifi samtíðarinnar, að sam- ræma í lífræna heild hið besta úr hinu gamla og nýja. En það tekst okkur ekki, nema við reynumst trú hinu göfugasta í íslenzku eðli og erfðum, íslenzkum menningar og manngildishugsjónum. Lifið kallar okkur til starfa. Landrð, sem við buurn 1, fæðingar og fósturland barna okkar, gerir til- okkar miklar kröfur á þessum erfiðu umbrotatímum. Við miklumst tíðum af ættgöfgi okkar. Gleymum aldrei, að henni fylgja skyldur. Það er glæsilegt, en jafnframt ábyrgðar- hluti, að vera afkomendur landnema, sem voru “hetjur af konungakyni” og komu “með eldinn um brimhvít höf.” Minnug þess, ræktarsöm við ísland, geymin á erfðagull okkar, skulum við ótrauð hlýða kalli tím- ans, sækja fram og verða djarf- mannlega og drengilega við þeim kröfum, sem samtíðin og þetta land leggja okkur á herðar. Þriggja metra langur hákarl var veiddur af fiskimönnum frá Frede- riksshavn um daginn og fluttur að landi. Á fiskuppboðinu vildi engpnn gera boð í hákarlinn og loks keypti aÖkomumaður hann fyrir 10 ára! Fréttir frá Betel Þær eru nú venjulega fremur góðar. Svo er og í þetta sinn Heimili gamla fólksins á Gimli, í steinkastalanum mikla, á bökkum Winnipegvatns, er það friðarheim- kynni og rósemdar, er fátt jafnast við. “Frá almennu sjónarmiði,” eins og þeir voru vanir að segja á Alþingi forðum, mun líka Betel vera einhver hin bezta og vinsæl- asta stofnun, sem íslendingar nú eiga hér vestanhafs.— Heimsókn þ. 15. ágúst s.l. Það var kvenfélag Fyrsta lút. safnaðar í Winnipeg, er kom til Betel þann dag. Slógu þær góðu konur upp veizlu, eins og venja er við slíkar heimsóknir. Að þvi búnu var komið saman í samkomusal heimilisins og fór þar fram skemti- skrá, er konur sjálfar höfðu undir- búið. Nokkurnveginn föst regla er það orðin, og fer vel, að skemtistundir þessar byrji með guðræknisstund. Svo var og í þetta sinn. Allir voru með í því að syngja sálrn og séra Tóhann Bjarnason las biblíukafla og •flutti bæn. Var síðan “Faðir vor" lesið sameiginlega af öllum. I för með konunum aðkomnu var Mrs. Hope, söngkonan íslenzka, sem margir kannast við. Hefir hún fagra rödd og einkar viðkunnanlega.. Syngur hún og af góðri list, sem kunnugt er. I tvö skifti á skemti- skránni söng hún einsöngva, tvö eða þrjú stykki í hvort sinn. Var hinn bezti rómur gerður að söng hennar. Nokkuð snemma á skemtistund þessari flutti dr. Björn B. Jónsson ræðu. Byrjaði hún með árnaðar- orðum og kveðju frá söfnuði séra Björns, til Betel, ásamt persónuleg- um heillaóskum hans sjálfs til stofn- unarinnar. Mintist hann síðan á ýms efni, er snerta sögu vor Vest- ur-íslendinga hér í landi frá fyrstu tíð. Flutti séra Björn þarna skemti- lega tölu og að ýmsu leyti fróðlega. Allir sungu söngvana: “Hvað er svo glatt,” “Eg man þá tið,” og “Stóð eg úti’ i tunglsljósi.” Nógir söngkraftar við hendina, og fór það alt hið bezta. Við slaghörpuna var Miss Snjólaug Jósephson, uppeldis- dóttir þeirra Mr. og Mrs. Jóns Jó- sephsonar hér á Gimli. Er hún kornung stúlka, en spilar frábærlega vel á slaghörpu, og raunar á orgel líka, þó hún sé minna vön þvi hljóð- færi.— Til þess að þakka fyrir heimsókn- na, fyrir hönd Betel, hafði forstöðu- konan, Miss Inga Johnson, tilnefnt Lárus Árnason, einn af eldri vist- mönnum heimilisins, og hefir hann nokkuð oft áður leyst það hlutverk af hendi. Lárus er blindur, sem mörgum er kunnugt, en skýrleiks- maður og alvanur að taka til máls á mannfundum. Svaraði hann fyrir hönd Betel og fórst það vel i alla staði.— Var að því búnu, ef eg man rétt, sungið bæði “God Save The King” og “Eldgamla ísafold.”— Samkoman öll hin ánægjulegasta. Þegar út var komið og fólk var að leggja af stað heimleiðis, var A. S. Bardal þar fyrir með ljósmynda- vél sína. Tók hann þarna nokkrar myndir “ i hvellinum,” eins og þeir segja nú á íslandi. Ekki hefir fréttaritari yðar enn séð neitt af þessu myndaverki Bardals, en efast þó ekkert um að myndatakan hafi hepnast þetta nokkurn veginn sæmi- lega.— I sambandi við veizlugleði þessa var þess minst af einhverjum, að þessi dagur, 15. ágúst, væri afmæl- isdagur einnar vistkonunnar á Betel, Margrétar Vigfúsdóttur. Hún er úr Árnessýslu og kom til Betel frá Winnipeg síðastliðinn vetur. Var henni nú óskað til hamingju af öll- um viðstöddum.— Naumast voru þessar lukkuóskir fyllilega afgreiddar, þegar þess var minst, að önnur vistkona á Betel, Margrét Árnadóttir, frá Tjarnar- koti í Njarðvíkum, ætti nærri sama afmæli, væri fædd þ. 16. ágúst. Varð það til þess, að einnig hún hlaut af- mælisóskir allra viðstaddra — með I eins dags fyrirvara—ef svo er leyfi- legt til orða að taka.— Önnur heimsókn þ. 7. september Sú heimsókn var frá kvenfélagi Bræðrasafnaðar í Riverton. Allmargar konur voru í þeirri för. Var komið í bilum laust eftir há- degið. Veður var hið ákjósanleg- asta. Vegalengd frá Riverton til Gimli er sem næst þrjátíu mílur. Hefir þjóðvegurinn milli þessara bæja verið stórum bættur á síðari árum. Má nú heita mölborinn braut alla leið. Hefir það eigi lítið bætt úr samgöngum Nýja íslands, sem lengi framan af voru í æði slæmu lagi.— Heimsókn þessi fór fram með mjög svipuðum hætti og sú frá Winnipeg. Fyrst fóru fram rausn- arlegar veitingar í borðstofu heim- ilisins, þá samkoma í samkomusaln- urr), með guðræknisstund fyrst, und- ir umsjón séra Jóhanns Bjarnason- ar, en síðan með söng og ræðuílutn- ingi. Sungið var “Hvað er svo glatt,” “Heyrið morgunsöng á sæn- um,” Stóð eg úti’ í tunglsljósi,” “Ó fögur er vor fósturjörð,” auk þjóð- söngvanna “Eldgamla ísafokl” og “God Save The King,” er sungnir voru í lok samkomunnar. Við hljóðfærið var Mrs. Krist- hjörg Sigurðsson, kona Sigurhjörns Sigurðssonar, er lengi var forseti Rræðrasafnaðar í Riverton. Spilar hún ágætlega. Var hún um æði langt skeið organisti safnaðarins. Til þess að svara fyrir hönd Betel og þakka heimsóknina tilnefndi for- stöðukonan Ásgeir Friðgeirsson. Mun ræða hans verða send Lögbergi og væntanlega birt þar. Ásgeir er fróður um margt i íslenzkum sög- um og kennir þess talsvert í ræðum hans. Var gerður hinn bezti rómur að ræðu Ásgeirs, er ýmsum virtist hafa verið hin fróðlegasta. Heimsókn þessi, eins og sú hin fyrri, hin ánægjulegasta. Mun heim- ilisfólk Betel vera mjög þakklátt fyrir þær báðar. Nýjar útibyggingar að Bctel Til frétta má það telja, að bæði mjólkurkúaf jós og hænsnahús gam- almennaheimilisins hafa verið á þessu sumri rifin að grunni og bygð upp af nýju. Eru nú byggingar þessar hinar vönduðustu og með því fyrirkomulagi er hentast þykir. Er sagt að einhver vinur Betel hafi gef- ið þúsund “dali” til þessara umbóta. Má það heita vel að verið og rausn eigi smávægileg. Nafn velgjörða- mannsins hefir ekki verið birt. Verð- ur kanske aldrei birt. Eru hér tvær ágizkanir um það hver gefandinn sé. En hvort önnur þeirra sé rétt, en hin röng, eða báðar rangar, um það vil eg sem minst segja.— Allmargar umsóknir um inntöku á Betel munu nú vera fyrirliggjandi. En heimilið er alskipað og ómögu- legt í bili að koma þar fleirum að. Er það 'nú það helzta sem að er, að þó að heimilið sé raunar engin smáræðis stofnun, þá er hún samt ekki svo stór, að hún geti nú tekið á móti þeim mörgu, er þar langar til að eiga sér rósaman aðseturstað. (Fréttaritari I/igb.) Baldursbrá Ungmennablað Þjóðræknisfélagsins Er nú verið að búa undir prent- un fyrsta blaðið af “Baldursbrá.” Verður að senda það til Ottawa, til að fá póstréttindi, en talið er víst að kaupendur muni fá fyrsta eintak- ið um miðjan október. Eftir því sem stærri áskrifendalistinn er, eftir því er hægt' að fá hagkvæmari samn- ingq við póststjórnina, með útsend- ingu blaðsins. Til að geta fengið þau kjör, sem nefndin vonaðist til, þá þarf aðeins um 80 áskrifendur enn, og ættu nú allir, sem hafa í hyggju að fá blaðið að senda gjöld sín hið bráðasta. Lítið hefir komið enn frá Selkirk og Winnipeg, og vil eg sérstaklega benda þeim börnum í Winnipeg á, sein ætla að sækja íslenzka skólann í vetur, að gerast áskrifendur, áður en skólinn hyrjar. Einnig vil eg benda fólki í Bandaríkjutium á að það eru afföll á Bandaríkjapening- um hérna megin við línuna, og verð- ur að gera ráð fyrir því, svo engin afföll verði í Winnipeg, því á þessu verði þarf blaðið að fá fult andvirði. Margir útsölumenn blaðsins út um bygðir hafa gjört prýðilegt starf og er alveg markvert hvað sum bygð- arlög þar sem fáment er, hafa sent inn mörg áskriftargjöld. Eg vona fastlega að engin bygð eða bær í Ameríku, þar sem íslend- ingar búa, verði undanskilin frá því að fá “Baldursbrá”, þegar blaðið kemur út í næsta mánuði, en ef sú von á að rætast verður að heyrast frá nokkrum plássum enn. Bergthor Emil Johnson, 1016 Dominion St. Lögreglan í New'York hefir rek- ist á samviskusamasta mann í heimi. I hvert sinn sem hann brýtur öku- reglur, t. d. ekur of hart, dæmir hann sjálfan sig í sekt og borgar sektirnar skilvíslega af sjálfsdáðum. Ur bænum Mrs. Johann G. Jóhannsson frá 586 Arlington St., Winnipeg, er ný- komin frá Kamloops, B.C., þar sem hún dvaldi í þrjár vikur hjá systur sinni, Mrs. Mainard. Mr. og Mrs. G. L. Stephenson, Mr. og Mrs. Fergusion og Miss Lillian Breckman fóru í bíl í vik- unni sem leið, suður til Chicago. Þaðan ætluðu þau til Austur- Canada. Mr. og Mrs. Páll Guðnason frá Baldur, Man., eru stödd í borginni. Stúlknaflokkur íþróttafélagsins “Fálkinn” fer vestur til Glenboro, 21. september n.k., til að sýna þar fimleika. Lýður Jónsson frá Hnausum kom til Winnipeg á mánudagskveldið, eftir þriggja mánaða ferð til Is- lands. Hann lét illa af tíðarfarinu á íslandi i sumar, og fremur fanst honum dauft um atvinnulífið. Mr. Tryggvi Oleson frá Glen- boro, Man., kom til bæjarins á þriðjudagskveldið. Hann fór heim- leiðis á miðvikudaginn. 10 REASONS Why You Should Train at the Success Busincss College 1. The Success College of Winnipeg has become West- ern Canada’s largest and most popular private commer- cial college. 2. It is a compliment to the efficiency of The Success that most of the commercial teachers in Winnipeg are “Success-trained.” We train and develop all our teach- ers and retain those of finest scholarship and most successful experience. 3. The Success has been accredited by the Business Educators’ Association of Canada, and only Success stud- ents are entitled to B. E. A. examination privileges in Winnipeg. B. E. A. graduates are preferred by employ- . ers because of their efficiency. B. E. A. standards repres- ent the highest degree of efficiency in Canadian private commercial education. 4. All Success courses have been approved by the B.E.A. The Success also prepares students for the C.A. (Chartered Accountant) examinations and for all other Accounting and Secretarial degrees available in Mani- toba. 5. While no Business College or Commercial School can honestly claim to adhere strictly to Grade XI (Matricu- lation) admittance standard, practically all Success students have Matriculation or University education. 6. More than 42,000 have enrolled in the Success Col- lege since it was founded in 1909. Hundreds of these are now employers in Winnipeg and Western Canada, and their preference for “Success-trained” office help creates an ever increasing demand for our graduates. 7. The Employment Department of The Success College places more office help than any other employment agency in the City of Winnipeg. The privilege of receiving help from this Department is not accorded to any except Success students. 8. The Success system of individual and group instruc- tion cannot be approximated; the result: Success stud- ents progress more rapidly and are trained more thor- oughly. . 9. The Success College has well equipped and comfort- able premises. It is located in the heart of the business section of Winnipeg, where employers can conveniently employ our graduates. 10. The Success College has no branches; it operates one efficient school in which the principal and his staff devote their best efforts and all their time to thorough instruction and careful supervision of students. ENROLL NOW BUSINESS COLLEGE Limited WINNIPEG — MANITOBA Corner Portage Avenue Phone and Edmonton Street 25 843

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.