Lögberg - 13.09.1934, Blaðsíða 6

Lögberg - 13.09.1934, Blaðsíða 6
6 LÖGBEÍRGr, FIMTUDAGINN 13. SEPTEMBER, 1934 Heimkomni hermaðurinn Sjálfs síns húsbóndi. I. KAPÍTULI. James Lewis MacFarlane. Sá, sem nafn þetta bar, settist upp snögg- lega og lagði stóra lófana á kné sér til Tað styðja sig. Þennan síðasta hálftíma hafði hann, á milli þess sem hann dottaði, heyrt yfírmennina gera út um örlög þeirra manna, er þeir áttu vfir að ráða, en ekki hafði hann hlakkað til þe.ss að sitt nafn yrði tekið iyrir. Þennan morgun hafði hann setið í fulla klukkustund í sólskininu framan við stóra spítalann, þar sem þjóð vor er að leitast við að koma þeim til heilsunnar aftur, sem særð- ust í istríðinu. Síðustu dagana hafði hin- um unga manni skilist að heilsa sín væri að fara halloka fyrir sjúkdóminum. Honum hafði ekki tekist eins vel að sigrast á skot- sárinu í bringunni, eins og á óvinunum í skot- gröfunum. Svo hann hafði ábveðið að rovna krafta sína, farið á fætur og gengið niður eftir veginum til að fá vissu fvrir því hvað langt fæturnir gætu borið !hann. Hann gleymdi því að hægra er að ganga niður f jalls- hlíð en að klifra upp aftur, og hann hafði gengið þangað til að hnén fóru að gefa sig og kraftarnir voru þrotnir. Þá hafði hann hvílt sig og snúið til baka, en ferðin gekk orfið- lega, kaldur svitinn bogaði af enni hans og sviðinn í brjóstinu vinstra megin varð bronn- andi og umbúðirnar yfir axlirnar kvöldu hann án afláts. Californía sólin, brennheit, ste\-pti geislum sínum yfir hann, þar til hann gat varla dregið andann af mæði. Hvað eftir annað varð bann að setjast niður til að hvíla sig, annað hvort á steinum eða á moldarbörð- um í fjallshlíðinni. Hinir s'kæru litir jarðar- innar þreyttu augu hans, dökkgrænu oikurn- ar, rauðu borjaklasarnir, hvítgulu blómin á viltum eplarunnunum, dökkblátt flauels-skart lvngsins. Hann þreyttist að horfa á þetta. Hann tók aðeins eftir blómum “Indíána her- mannsins” og það vegna þess að ]>au voru eins og opin sár á jörðinni, rauð eins og blóð, •—eins og blóðið á vígstöðvunum og spítölun- nra,—rauð eii\£ og blóðið á umbúðunum, sem teknar voru af brjósti hans á hverju kveldi. Hann hafði séð svo mikið af blóði að alt sem á það minti var honum ógeðfelt, og nú Jét hann augun hvarfla frá blómunum í hlíð- inni og upp í beiðblámann. En að horfa til himins varð til þess að hann sá 'betur hinn þrönga stíg upp fjallið, sem hann varð að þræða. Þá komu í huga hans orð, sem faðir lians hafði oft lesið úr prédikunarstólnum á sunnudagsmorgna, með hinum sterka, skozka hreim, sem að heill mannsaldur í þessu landi hafði ekki mýkt: <(Eg hef augu mín til fjall- anna, hvaðan kemur mér hjálp.” Hann Ivfti augum sínum til fjallanna, en ekki kom nein hjálp. Hann fór að hugsa hvort það væri af því að hann væri að fara eftir skipunum annará, eða af ]>ví að hann hefði geymt guði. 1 æsku höfðu foreldrar hans kent honum að^biðja og að trúa því að liann yrði bænheyrður. Þegar hann fór í þjónustu lands síns, hafði hann einhverra hluta vegna hætt að biðja, en lagt sig allan fram í baráttunni. Það voru níðingsverk, sem framin höfðu vorið á þjóðbræðrum hans í bvrjun stríðsins, sem settu ólgu í blóð allra skozkra manna, og gerðu þá hálf vitskerta. Þegar stríðið byrjaði hafði hann verið allra manna mildastur; en, eins og svo marg- ir aðrir, sem héldu að þeir væru að forða hoiminum frá harðstjórn og einræði, þá slóst hann í leikinn. Nokkuð hafði komið fyrir eina herdeild Skota, sem að enginn með skozkt blóð í æðum vildi 'eða gat glej-mt. Undir þess- um áhrifum hafði hann farið, og drengurinn, sem móðrr hans nefndi ávalt “Jamie sinn” gleymdi öllum hennar kenningum og hennar guði, og fór til þess að sjá hverjum hefndum harm gæti komið fram á þeim mönnum, er sært höfðu hjarta Skotlands dýpsta sárinu. Til að hefna fór hann og hefndum kom bann fram á mörgum óvini, en svo lenti ryðg- að brot úr sprengikúlu í brjóst hans og eitr- aði blóðið. Eftir margar vikur komsl hann á fætur og nú bar hann með sér tvö sár, sem ekki vildu gróa, annað í hjartanu, sem veröld- in ekki sá og hitt í brjóstinu, sem læknar og hjúkrunarkonur reyndu árangurslaust að græða. Þegar útséð var um það að hann gæti haldið áfram í hernum, þá var liann sendur heim. Þar bættist við eitt sárið enn. Þessi þrjú ár, sem hann var í burtu hafði hin veik- bvgða móðir hans kvalist af óvissunni um líðan drengsins síns, og loks misti hún heils- una og dó, og maður hennar, er ávalt hafði þarfnast hennar aðstoðar í öllu, féll frá skömmu síðar. Þær litlu eignir, er þau liöfðu átt, höfðu verið seldar til þess að gera útför þeirra, og nú átti hinn ungi maður hvorki ættingja né eignir; jafnvel vinir hans höfðu tvístrast, og því var ekki um annað að gera en að þiggja hjálp stjórnarinnar, þar til hann fengi heilsuna aftur. 1 viðurkenningarskyni fyrir fádæma lireysti, sem medalíur og borðar báru vitni um, hafði hann verið sendur til Californíu, þar sem vonast var til að sólskinið, ávextirn- ir, heilnæmt loftið og eilíf sumarblíðan myndu fá því áorkað, siem læknavísindin gátu ekki að gert. Hann hafði verið sendur á heilnæmasta staðinn, fyrir menn með hans kvilla. Skemti- staðinn Arrowlead Springs, á'háu fjalli, þöktu allskonar gróðri—hafði stjórnþi tekið og gert að stóru sjúkrahæli, og ástæðan fyrir því var sú að einmitt á þessum stað hafði náttúran l'eitt upp á yfirborð jarðar heitar laugar. Vatnið var svo heitt að það brendi. Þarna sauð það upp úr einhverjum geymi, þar sem óslökkvandi eldar brunnu í iðrum jarðarinn- ar og sendu brennisteinsgufu upp um hraun- sprungurnar. Laugunum var veitt. í pípum um spítalann svo að sjúklingamir gætu sem bezt notið læknandi efna, er í vatninu voru. Svitinn bogaði af honum á meðan hann klifraði upp fjallið. James MacFarlane var að hugsa, þótt hann yrði að grípa í hríslurn- ar hvað eftir annað, til þess að styðja sig. Hann var að hugsa í alvöru. Hann var að hugsa um það, hvort annað árið mvndi færa sér nokkurn bata, fyrst að hið fyrra hafði ekkert gott gert. Hann braut heilann um það hvort hann væri ekki enn veiklaðri og minni maður en fyrir ári síðan. Hvað lengi ætlaði stjórnin að halda honum þarna, þegar laug- arnar færðu honum engan bata. Hann vissi hvé óánægt fólk um alt landið var orðið, með mennina, sem áttu að líta eftir saérðu her- mönnunum. Hann vissi um tímaeyðsluna og fjársvikin og kæruleysið í -sambandi við alt þet.ta. Allir sjúklingarnir þarna voru orðnir óstiltir. Hann var sjálfur óstiltur. Svona liðu vikurnar og mánúðirnir áður en lækn- arnir tækju nokkra fasta ákvörðun með hvern og einn. Það var ekki unnið jafn ötullega að því að lækna þessa menn, eins og að koma þeim í stríðið um árið. Þegar hann staðnæmdist til að hvíla sig, þá starði hann upp í heiðblámann, og hugsan- ir lians reikuðu hærra og hærra, næstum því upp til hásætisins. Hann fann að nú hefði hann viljað alt til vinna að geta farið heim og kropið við kné móður sinnar, lagt höfuðið í ícjöltu hennar og reynt, eins og í fyrri daga, a biðja guð um þá hjálp, sem að mennirnir ekki gátu veitt. Loks komst hann til baka, þangað sem pálmarnir og rósirnar og ávextirnir stóðu í þéttum klösum. Hér var ræktun og fegurð. Ilmurinn var óviðkunnanlega sætur, og í kringum hvert tré voru rauðu blómin, rauð eins og blóðið úr hermönnunum. Hann komst upp að bygingunni og fleygði sér niður á legubekk á svölunum, þar sem sjúklingunum var ekki ætlað að vera. Garðurinn allur og veggsvalirnar voru ætlaðar ‘hermönnunum, en ekki bekkirnir meðfrám .stóru aðaldyrunum. Þarna lagðist hann samt og féll í mók. Þegar hann fór að hvílast heyrði hann raddir í herberginu á bak við. Fyrst hevrði hann ekki orðaskil, en eftir því sem taugarnar styrktust og þr-eytu-kvalirnar liðu frá, þá varð hann þess vís að eitt nafnið eftir annað var lesið upp og hvert nafn táknaði einn af sjúklingunum, .sem þarna voru, og nú var verið að ráðstafa. Eú hann hafði ekki gætt þess að þeir voru að nálgast stafinn hans, eftir því sem þeir lásu niður stafrófið. Svo lengi hafði hann verið þarna og vanist her- berginu sínu, hjúkrunarkonunum og öllum reghimim og mönnunum, að spítaliim var orð- inn heimili hans—'eina heimilið .sem hann átti. Ekki þurfti að kvarta undan læknum og hjúkrunum, en þrátt fyrir það hafði honum ekkert batnað; frekar versnað. En nú heyrði hann nafn sitt nefnt. Röddin var kuhlaleg, hún hélt áfram að lesa upplýsingarnar, sem nafninu fylgdu. Auðheyrilega stóð þetta alt skrifað. Einhver tók fram í fyrir lesaranum. ‘ ‘ Hvað hefir MacFarlane yerið hér lengi?” Svarið kom strax: ‘ ‘ Heldur betur en ár. ” Svo kom önnur spurning: “Hafa keld- urnar gert honum gott? Er hann nokkuð betri ? ’ ’ Og aftur kom svarið: “Heldur ‘ verri. Sárið er vont og grær ekki, hvað sem gert er. ” Svitinn hafði þornað á Jamie á meðan hann lá þarna, en við næstu spurningu braust hann út aftur. “Er hann berklaveikur ?” “Nei; ekki ennþá. En heilsa hans er þannig að tæring getur búið um sig í lionum hvenær sem vera vill. Betri jarðvegur er ekki hugsanlegur. ’ ’ Jamie MacFarlane sat og greip höndun- um um hnén. Hann sleikti þurrar varirnar og beið eftir úrskurðinum. “Sendið hann til Camp Kearney. ” Dökkrauðu blómunum brá aftur fyrir augu þess sem hlustaði, þar til alt varð rautt. Ofsareiði greip hann og logaði í æðum hans. Hann hafði lieyrt þá segja að hann væri ekki með tæringu, en að góð skilyrði væru fyrir því að hann gæti tekið hana. Nú átti að senda hann á þann staðinn, þar sem hver einasti maður 'hafði veikina, eða var þannig á sig kominn að líkindi þóttu til þess að hann fengi hana. Þetta ætluðu þeir að gera. Þetta var ekki sanngjarnt; ekki réttlátt. Hafði hann ekki gengið í herinn sjálfviljugur, með þeim fyrstu? Bkki hafði hann verið skyldaður til þess að fara. Hafði hann ekki barist eins vel og honum var unt? Hafði hann kvartað? Sýndu medalíurnar hugleysi? Hann skyldi ganga rakleitt inn til þessara lækna og segja þeim álit sitt á þessari ráðstöfun. Hann reyndi að standa á fætur, en gat það ekki og þá beyrði hann rödd þess, er nafn lians hafði lesið, mótmæla : ‘ ‘ Mér finst varla rétt að senda slíkan mann sem MacFarlane, og með hans heilsu, til þess staðar, sem er ein- ungis ætlaður tæringarveikum. ” Hin röddin svaraði: “Ef að heilt ár hér liefir ekki bætt honum neitt, eru þá líkindi til að annað ár verði til annars en að halda hon- um í plássi einhvers hraustari manns, er bata gæti fengið með þeirri aðbúð, sem MaoFar- lane hefir nú?” Hið miskunnarlausa róttlæti, sem fram kom í þessum orðum, greip MacFarlane ]>ann- ig að hann fleygði sér niður á legubekkinn og lá breyfinga.rlaus. Hvað lengi hann lá þannig vissi hann ekki. Hann vissi bara að raddirnar liinum megin veggjarins voru að ráðstafa framtíð sjúklinganna: þá sem lasnastir voru átti að senda burt, svo að þeir hraustari gætu verið þar sem bataskilyrðin væru bezt. Þetta var réttlátt. Það var vonlaust með hina hvort sem var. En MacFarlane var af skozkum ættum. Honum rann hetjublóð í æðum og ást til f jall- anna, frelsisins, stjarnanna, skóganna, sjáv- arins og mannanna var honum meðfædd, og hann setti sér að vera hér eftir einskis manns þjónn, og ekki stjórnarinnar heldur. Hann var einn og allslaus. Hann skvldi vera sjálfs síns húsbóndi. Ef hann átti að deyja, því þá að veslast upp í Camp Keamey. Hann tók snögga ákvörðun, reis á fætur varlega, gekk niður tröppurnar og út á veginn, snéri til hægri, sem vissi í norður, og þannig byfjaði hið mikla æfintýri. 2. KAPITULI Mikla œfintýrið. Einum getur fundist það mikið æfintýri að drepa hvíta flóðhesta í Afríku, en öðrum það, að vera sjálfs síns herra eina klukku- stund. Eftir að hafa í mörg ár hlýtt skilvrðis- laust boðum yfirmanna sinna, fanst Jamie MacFarlane það sérlega hressandi, að rétta nú úr sér og ráða fram úr því sjálfur, hvort hann ætti að leita gæfunnar í norðri eða suðri. Ekki vissi hann hvers vegna hann tók veginn norður, en eflaust hefir það verið af því að veginum hallaði þannig, og í bráðina kærði liann sig ekki meira um fjallgöngur. Svo nú fór hann norður, og niður í móti. Hann gekk mjög hægt og liorfði á himininn og skóginn og fanst að ilmur appelsínutrjánna og sítrónutrjánna væri ekki eins sætur, og hon- um fanst loftið vera svalara. Hann fór að hugsa um það, hvort hann myndi nokkurn- tíma komast niður að sjónum, hvort að sjáv- arloftið myndi ekki hressa sig. Hann náði í visnaða viðargrein og notaði hana fyrir göngustaf. Eftir stundarkorn kom hann að krossgötum og þar staðnæmdist, hann til þess að ákveða í hverja áttina af þremur hann ætti að halda. Þetta var áreiðanlega mikilfenglegt æfintýri. Á meðan hann stóð þarna, kom bíll að austan, og þegar ökumaðurinn sá einkennis- búninginn, þá staðnæmdist hann—eins og all- ir bílstjórar gerðu í þá daga, þótt Jamie vissi ekki að það væri siður—og spurði hvort hann vildi verða samferða. Bíllinn sneri norður, og .Tamie sagðist gjarnan vilja þiggja boðið. Þessvegna var það að Jamie var kominn hundrað mílur í burtu þegar hjúkrunarkon- urnar söknuðu Ihans og fóru að leita. Jamie féll vel þessi braut, .sem lá í norð- ur,—svo vel, að þegar ökumaðurinn sagðist ætla í vestur við næstu krossgötuna, og þyrfti að koma við í stórborg einni, þá ákveð Jamie að verða eftir. Hann grunaði að stjórnin myndi gera leit að sér, og þá væri betra að halda sig í sveit, fremur en í stórborgum. Og nú klifraði hann út úr bílnum og hélt áfram lengra norður. Nú hvíldi hann sig og tók eftir því að nóttin var í aðsigi, og að hanri var orðinn hungraður. Hann hafði ekki einn eyri í vas- anum og að liggja á jörðinni um nóttina gat vel orðið honum að bana, eins veill og hann var. Þá skildist honum að dauðinn yrði að öllum líkindum endirinn á þessu æfintýri, og að með því að segja skilið við hælið og allan stjórnarstyrk myndi hann eflaust yfirbugast bráðlega og hrökkva upp af eirihversstaðar í óbygðunum. En þá kom sú liugsun hvort að öll vandræðin væru þá búin, eða hvort þau byrjuðu þá fyrst fyrir alvöru, því að Skotar margir liræðast eld og brennistein í öðru lífi. Jamie MacFarlane, sem verið liafði í stríð- inu, vissi miklu meira um helvíti en nokkur skozkur prestur, sem því hafði lýst úr ræðu- stól, og þar sem hann hafði gengið með opið sár á brjóstinu í tvö ár, þá vissi hann hvernig það var að brenna, og það var ekki ánægju- leg tilhugsun. Svo hann hélt áfram göngunni þar til skuggarnir lengdust og lúinn bár hann ofur- liði; þá settist liann niður hjá stórum steini við veginn, krosslagði fæturnar og beið þess sem verða vildi. Og einmitt ]>að kom fyrir, sem hann hefði mátt búast við, ef að þekking hans á staðhættum liefði verið meiri. Annar bíll kom eftir veginum, og eigandinn, sem tók eftir einkennisbúningnum og veiklulegu útliti ferðamannsins, stöðvaði bílinn ogbauð Jamie að verða samferða. ‘ ‘ Ágætt, ’ ’ hugsaði Jamie. “ Það ætlar að rætast furðanlega úr þessu.” Hann leit á bílinn, ,sem var troðfallur af allslags ferðadóti. Hann sá stranga af riim- fötum, tjald og eldlnisgögn, og svo fann liann matarlykt. Maðurinn var góðlegur á svipinn og stúlkan, sem hjá honum sat var ung og falleg. Konan, sem Jamie átti að sitja hjá í aftara sætinu, var einnig vingjarnleg og leit hlýlega til Jamie. Hún var búlduleit en þokkaleg í sjón og augnaráðið var svo hrein- íegt að Jamie skammaðist sín þegar hann fór að segja þeim sögu sína. Hann lét í veðri vaka að sér hefði verið gefið leyfi til að fara af spítalanum, en gat þess ekki að hann væri eiginlega strokumaður. Hann sagðist vera að leita atvinnu og yrði því feginn að geta ferðast með þeim þar til hann kæmist þangað sem von væri um atvinnu fyrir uppgjafa her- menn, heilsulausa. Keyrslumaðurinn sagðist heita William Brunson frá lowa. Hann hefði verið að ferð- ast um Californíu með konu sinni og dóttur um veturinn, en nú væru þau á norðurleið. Jamie glevmdi að segja til nafns síns, þar sem liann óttaðist að það gæti komið upp um sig, ef að frásögn um hvarf sitt kæmist í blöðin, en gjarnan vildi hann fylgjast með ])essu fólki, eins lengi og leiðir þeirra, lægju saman. Honum þótti vænt um að geta keyrt, en vænna þótti honum um það þegar bíllinn staðnæmdist og ferðafólkið áði við dalsmynni nokkurt nálægt veginum. Hann vonaði að enginn tæki eftir ]>ví hvað hann var máttfar- inn og hvað hann mæddist af því að lijálpa til. En hann var þakklátur, því nú var hann frjáls. Hann hafði lvft augum sínum til fjallanna og nú fanst honum ekki ólíklegt að guð hefði bænheyrt sig og sent þetta fólk sér til h jálpar. Að minsta kosti fengi hann að sofa þarna um nóttina og halda svo áfram ferð sinni að morgninum. Hann reyndi því að sýnast sterkur og hraustur, og fór að safna ]>urrum .sprekum í elclinn og að leita að hentugum stað fyrir rúmfötin, þar sem bezt væri skjól- ið. Honum fanst hann ekki eiga þetta skilið. Áður hafði honum fundist líklegast að hann vrði að skríða inn í einhvern runnann til þess að deyja þar eins og rakki. Nú leit alt betur út. Nú átti hann að fá heitan mat að borða og sæng hans átti að vera næst eld- inum. Anna Brunson var léttlynd manneskja. Hún var allra vinur. Hún kallaði Jamie alt af “dátann” sinn, og Jiegar að hún sá hvað fölur og óstyrkur hann var, þá setti hún hann lil verks við að flysja kartöflur, en lét mann sinn og dóttur vinna erfiðisstörfin. Jamie hafði fundist, þegar hann lagði upp í þetta æfintýri, að erfitt myncli verða fyrir allslausan vesaling að komast iang’t. Nú sat hann þarna við eldinn og flysjaði kart- öflur og leið mæta vel. Þetta ætlaði að enda betur en á horfðist. Kannske hann fengi nú eitthvað að gera. Til ]>es.s að enginn ókunn- ugur sæi sig', hafði hann sest þeim meg'in við bílinn, sem vissi frá veginum, en þegar mál- tíðin var afstaðin, sá hann ljósg'Iampa fram- undan, svo að hann reis á fætur og sagðist ætla að taka sér stuttan göngutúr. Jamie fór nú frá hópnum og’ gekk í hægð- um sínum niður eftir dalnum eða gilinu, sem var þakið stórum eikartrjám og berjarunn- um. Hann var að leita að hentugum stað, þar sem hann gæti hvílt 'sig, og haft um leið gætur á ]>essu annarhvga ljósi. Hann fór að hugsa um framtíðarráðstafanir. Fyrst af öllu ]>yrfti hann að losna við einkennisbúninginn. Ef að eftirlitsmenn spítalans vildu gera veru- lega leit og senda út tilkynningu um hvarf hans, þá myndi elnkennisbúningurinn áreið- anlega vekja eftirtekt manna á honum. Fram úr ]>esu varð að ráða.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.