Lögberg - 13.09.1934, Blaðsíða 2

Lögberg - 13.09.1934, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. SEPTEMBER, 1934 Otdráttur úr “Minni Vestur-Islendinga,, flutt flð Gimli 6. ágúst, 1934. (Samkvæmt beiðni er þetta hér birt. Ræðan var ekki skrifuð og er þetta þvi aðeins höfuðinntak þess er var flutt.—K.K.Ó.). Þegar eg nú á að mæla fyrir minni Vestur-lslenclinga, vildi eg sízt af öllu að á mér rættust orð skáldsins: Vesturheimskan klædd í kljólinn, kotroskin um eigin hag, rólar upp í ræðustólinn roggin, íslendingadag .... Höfundinum hefir ekki fundist vanþörf á að bregða upp þessari mynd. Svo mun heldur ekki vera. Gott að taka hana til varnaðar við öll slík tækifæri. Það, sem tengir saman Vestur- íslendinga, er arfurinn er þeir tóku með sér frá ættjörðunni. Gröndal segir: ísland dragið þið aldrei þó yfir sex hundruð milna sjó út í Danmörk. Þessi kenning á alls ekki við um Ameríku. Hingað drógu menn á- reiðanlega ísland með sér. Á hér fremur við: En svo ertu ísland í eðli mitt fest að einungis dauðinn oss skilur. Stephan talaði i þessu fyrir munn kynslóðarinnar, er hingað fluttist. Skáldið túlkaði eigin hug, en um leið fjölda annara. Hið íslenzka eðli og hin íslenzku einkenni voru samgróin fólkinu, er til Ameríku fluttist. Þann farangur gat enginn skilið við sig. Þó nú kunni að virð- ast að allmjög sé tekiS að fenna yfir þessi einkenni mörg, er hitt í raun réttri merkilegra, hve mjög þeirra gætif. Ósjálfrátt er þetta runnið oss, sem hér erum fæddir, svo i rnerg og blóð, að vér ekki gætum losað oss við það, þó vér vildum. Slík ofbeldisverk verða ekki framin, sem betur fer. Máttur þjóðernis- taugarinnar kemur dásamlega fram í því að jafn fámennir og Vestur- íslendingar eru og dreifðir um flest- öll fylki Bandaríkjanna og Canada, varðveitir þó hópur þeirra þá sjálfs- meðvitund og samheldni, sem raun er á. Það er ekki aðeins slcáldamál að hugur og hjarta beri heimalandsmót. Einkennin íslenzku hafa loðað við oss. Barði Skúlason lögfræðingur sagði mér þetta dæmi. Hann flutti endur fyrir löngu pólitiskt erindi í bæ einum í Norður Dakota, ekki mjög langt frá .íslenzkri bygð. Taldi hann líklegt að einhverjir tslend- ingar mundu sækja, en þekti þá ekki persónulega. Reyndi hann að greina þá frá öðrum í mannfjöldanum, meðan á ræðunni stóð. Tókst hon- um að finna fimm eða sex andlit, er hann taldi ótvírætt ísienzk. Fekk svo á eftir að ganga úr skugga um að það var rétt. Sagði hann mér að það hefði verið vandalitið. Þessir menn hefðu borið landabréf íslands á ásjónum sínum, með Hornströnd- um og öllu saman! Ef einhvern grunar að eitthvað hafi slæðst úr landahréfi íslendingseðlisins þegar hingað var flutt, vil eg vitna í bréf frá Friðjóni Friðrikssyni, er var skrifað Árna bróður hans frá Mil- waukee, 16. júlí 1874, rúmum tveim- ur vikum á undan þjóðhátíðinni þar fyrir sextiu árum. Hann segir: “Hér í Milwaukee og þar í grend eru miklir flokkadrættir meðal ís- lendinga.” Þeir voru víst þá innan við hundrað alls. íslendingseðlið hefir áreiðanlega komist óskert hingað vestur! Menn greindi þá á um hvort heppilegra mundi að stofna íslenzkt landnám í New Brunswick eða Alaska, Ontario eða Nebraska, Michigan eða Wisconsin. Þessu sjálfstæði höfum vér ekki tapað. Enn stefna ýmsir til New Bruns- wick og aðrir til Alaska í velferðar- málum vorum. En aðrir þættir ís- lendingseðlisins hafa reynst jafn traustir. Það hefir haldið lífi vegna þess fyrst og fremst hvað ósjálf- ráður kraftur þess er mikill og ekki auðveldlega bugaður. Með þessu er vitanlega ekki verið að rýra gildi neinnar þeirrar við- leitni er komið hefir fram i þá átt að halda við hér á vesturslóðum ræktarsemi við íslenzka tungu og arf. Öll nytsöm viðleitni í þá átt hvílir á heilbrigðum grundvelli sjálfsvirðingar. Utánáskrift til sín gefur Friðjón Friðriksson þannig i bréfi sumarið 1873: “Mr. Friðjón Friðriksson, Icclander, Colling- wood.” Þetta var ekki neinn þjóð- ernishroki, heldur sjálfsvirðing. Það átti ekki að sigla undir fölsku flaggi. íslendingar áttu að þekkjast á því að þeir væru íslendingar. Slík sómatilfinning hefir legið til grund- vallar því, sem bezt og þarfast hefir verið unnið í þá átt að íslenzkur arfur skyldi metinn og ræktur. Þeg- ar vikið hefir verið frá sjálfsvirð- ingunni of eða van, hefir sifelt ver- ið háskinn þúinn. Vesturflutningur Islendinga gaf því staðfestingu að, Við að fara frjálst og vítt föðurland manns stækkar. Undantekningar voru þeir, er töldu það nauðsyn að losna sem fyrst við alt íslenzkt. Hugsandi menn yfirleitt, eignuðust skjótt kærleika ekki fyrir málum sínum, hvorki vis- vitandi né óviljandi. Um að gera að horfast í augu við ástæður og láta ekki stjórnast af hleypidóm- um. Hér er það atriði er efst ætti að vera í huga þjóðrækinna Vestur-ís- lendinga. Það ætti að 'vaka fyrir sem aðal áhugamál i sambandi við íslendingadaga vora. Okkur hætt- ir svo mjög til þess að miða alt fremur við þá, sem þegar eru sann- færðir, íslenzkir þjóðræknismenn, en við þá sem þyrftu að sannfærast. En það eru mjög tímabær atriði í þessu sambandi, sem ekki má leiða hjá sér. Vil eg benda á nokkur þeirra. 1. Framhjá því má ekki ganga að börn vor og ungmenni eru fyrst og fremst Canadamenn og Bandaríkja- menn. Aðra leið verður að fara til að glæða kærleika þeirra til íslenzkra verðmæta en ibarna og ungmenna heima á íslandi. Börn vor eignast hér kærleika til laijds, þjóðar og tungu frá fyrstu æsku. Svo á það að vera. Öll viðleitni að koma að hjá þeim ræktarsemi við islenzka menningu og mál verður að taka til lands og þjóðar hér, án þess að ! þetta til greina. Komi þeim trygð ZAM-BUK HERBAL OINTMENT & MEDICINAL SOAP Áreiðanlegt meðal við Bad Legs kýlum, Eczema, eitruðum sárum, skurfum I höfði, o. s. frv. Ointment 50c Medicinal Soap 25c slíta trygð við islenzka arfinn. Það væri merkilegur þáttur í sögu frurnbyggjanna, sem að þessu hefir naumast verið rakinn, að lýsa ást- fóstri því, er þeir tóku frá byrjun við fösturlöndin nýju, svo það varð tvíbýli í sálum þeirra, án nokkurs verulegs áreksturs. Skáldið túlkar rétt tilfinningu þeirra gagnvart fóstrunni nýju: Vor þjóð er smá og þrekað lið, en þér skal enginn dyggri en við. Sjálfur gerir hann (St. G.) þessa viðurkenning til Bandaríkjanna í sextán ára fósturlaun: Þig, sem að lokum eigið svo marga taug í mér, og mig til ykkar dragið hvar helst sem eg fer. Og til Canada: Þú góð reyndist öllum, sem unna þér heitt, sem eiga hér munað og heima. “Vér unnum þér, treystum þér,” er ástarjátning Vestur-lslendingsins til Ameriku. En íslenzk sómatilfinn- ing brýnir harm: Við fósturlandsins frægðarstarf, með föðurlandsins sæmd í arf, af höndum inna æfiþraut, með alþjóð fyrir keppinaut. Þannig fléttaðist saman hin tvö- íalda trygð. Arfurinn átti að sýna gildi sitt í ræktarsemi við nýtt hlut- verk—borgaraskyldu í nýjum kjör- löndum. Með líðandi árum hefir margt stutt að því að þetta heilbrigða jafn- vægi geti haldist við hjá hugsandi V’estur-íslendingum. Um það er ekki lengur deilt hvílíkur gróði það sé að halda sem lengst við íslenzku máli og menningu hér á vesturslóð- um. Hérlendir mentamenn styrkja oss í þeirri trú með ummælum sín- um. Háskólarnir keppast um að skipa íslenzkunni í öndvegissess fyrir þá, er leggja stund á itarlegt enskunám. Sú meinloka er kveðin niður að fullu að nokkur þurfi að standa höllum fæti í hérlendu lífi sem borgari og heimamaður vegna trygðar við íslenzkt mál og menn- ingu. Ameríku og öllum heimi er greinilega að verða hin brýnasta þörf að rækja víðfeðman en ekki þröngan þjóðernisanda. Eg finn því enga þörf að færa rök fyrir gildi þess arfs, er tengir oss saman sem Vestur-íslendinga. Það er viðurkent. Það, sem okkur þarf að liggja á hjarta, er að fara vitur- lega að því að rækja þann viður- kenda arf. Það er sitthvað að hafa mætur á íslenzku máli og menningu og að hafa lag á því að innræta það öðrum. Það ber við að íslenzkustu foreldri eiga börn, sem eru algjör- lega fráhverf öllu íslenzku. Það er vandinn mesti í sambandi við öll uppeldismál að geta glætt hug ann- ara fyrir því jafnvel, er maður sjálf- ur telur dýrmætt. En framtíð Vest- ur-íslendinga er að sjálfsögðu mest undir því komin að þeir sjálfir' eigi Iægni og vizku til að efla rækt við menningarlega séreign sína, en spilla við eðli og arf fyrir sjónir sem þátt- ur í því að reynast hér vel landi og þjóð, er þar greiðast aðgöngu. Hér á íslenzkur þroski og ágæti að sýna gildi sitt í nýju umhverfi og við ný hlutverk. 2. Engir hleypidómar mega standa í vegi þess að hyggilegasta og heppi- legasta leiðin sé valin til þess að glæða áhuga fyrir því, sem íslenzkt er. T. d. nægir ekki lengur að flytja islenzk þjóðræknismál einvörðungu á islenzku, ef það á að vaka fyrir að árangurinn verði sem almennast- ur og mestur. Á hverjum fslend- ingadegi ætti að flytja að minsta kosti eitt erindi á enskú. Næðist þannig til margra þeirra, er ekki hafa full not af íslenzku. Það má ekki svo til ganga að hleypidómar fremur en skynsamleg hugsun ráði í slíku efni. Á þennan hátt yrðu líka þjóðræknismál vor túlkuB fyrir hérlendri þjóð. Hefir það hina mestu þýðingu. Einungis sú íslenzk þjóðrækni, serr\ þolir að vera út- þýdd á enskt mál, getur lifað til lengdar hér á vesturslóðum. Það, að bera fram boðskapinn á hérlendu máli, mundi styðja að jafnvægi og fyrra hann öfgum og gorgeir. En “gorgeir er ei bresta beztur.” 3. Kem eg svo að því er eg tel höfuðatriði: Eigi íslenzk verðmæti að lifa hér sem lengst, er það mjög undir því komið að samkomulagi Vestur-fslendinga sé ekki að óþörfu spilt með flokkaríg og persónulegri óvild. Áherzlan í því liðna hefir aðallega verið á því sem aðskilur menn og flokka. Hún þarf að verða meiri á því, sem við eigum sameiginlega. Og það þjóðarólán mætti ekki endurtakast aftur að um- ræður um mál vor lúti að persónu- legum ónotum og lítilsvirðingu í garð andsfæðinga. Það er rang- hverfan á sjálfstæðu einstaklings- eðli fslendingsins. Hefir þetta oft leitt'til þeirrar heiftar sundurþykkju bæði heima á ættjörð vorri og hér. sem litið á skilt við málstað eða sannfæringu. Að sjálfsögðu hlýtur að vera skoðanamunur, en það sem á ríður er að fara með hann seni menn. Að sýna drengskap þeim, sem manni eru ósammála, og að treysta á sanngirni sem skæðasta vopnið í allri heiðarlegri baráttu. Óþarfur flokkarígur hefir spilt meira samheldni Vesturíslendinga en nokkuð annað. Nú hefir alllengi verið hlé í þessu tilliti, þó við bú- um að mörgum afleiðinguin frá Sturlungaöld vorri. Vonandi er þetta ekki aðeins vopnahlé, heldur varanlegur friður, sem þó ekki úti- lokar heilbrigðan skoðanamun og nauðsynlegar umræður. íslendinga- dagar vorir hafa verið nefndir frið- arþing. Þeir eru það óefað. Svo er eg að vona að Káinn ^reynist kraftaskáld í smellinni vísu, er flett- ir ofan af aðförum vorum mörgum. Eg hygg að hún þurfi tæpast skýr- ingar. f henni eru blótsyrði, sem eg ekki tem mér að jafnaði, en hvergi eiga blótsyrði við ef ekki i slíku sambandi. Visan er þessi: heldur er það heiftrækni og helvítis bölvuð langrækni. Það er erfitt að horfast i augu við svo sannan dóm, en það er þarft. Ófögnuður sá stingur síður upp höfði eftir atlöguna. * * * Ályktunarorð mín í þessu minni eru því þessi: Að vér gætum þess Vestur-íslendingar, að það er undir sjálfum oss komið hve lengi vér getum varðveitt vorn íslenzka þjóð- ararf, sem öllum hugsandi mönnum nú kemur saman um að sé svo mik- ilsverður í menningarlegu tilliti. Það er skylda vor að beita oss af allri skynsemi fyrir því að halda við ís- lenzkum áhrifum sem lengst, svo tnenningarstörfin íslenzku megi næra u" oss andlega um langan aldur. Vér þurfum að beita öllum hyggindum í viðleitni vorri og um fram alt temja oss þann drengskap og sanngirni í allri innbyrðis viðureign vorri að bróðurhugur megi eflast en skálm- öld þverra. Þá mun þjóðernistaug- in íslenzka verða lífseig og kjörland vort, Amerika, fá að reyna sann- leika þessa ávarps, sem vors viðvar- andi minnis: Og þó að svo fari um bygðir og bæ, að bragur vor þagni og tungan vor gleymist, samt verður í skauti þér eitthvað það æ, , af íslenzkum hug, sem þú fóstrar og geymist. (Ljóðabrot, sem engum eru tileink- uð eru öll eftir Stephan G.). K. K. Ó. Ferðasaga Þann 9. október síðastliðinn. kl. að kvöldi, lagði eg á stað frá Winnipeg til Rochester, Minn., til að leita mér lækninga, sem því mið- ur hafði engan árangur. Næsta morgun kl. 8 komum við til Minneapolis, og varð eg mjög glöð, þegar lestin stansaði. Mér var farið að liða illa, bæði af þvi að eg var lasin og svo af því að hafa þurft að sitja í bekknum alla nóttina. En eg hrestist furðu fljótt, eftir að hafa fengið bolla af góðu kaffi. Svo gat eg hvílst dálítið áður en lagt var á stað aftur. Hálf kvíð- andi var eg fyrir þvi, hvað við mundi taka, þegar til Rochester kæmi, vegna þess að eg var ein og svo þekti eg þar engan, sem eg gæti leitað til. Frá þessum hugleiðing- ! um hefi eg víst sofnað. Eg hrökk I upp við það að lestarstjórinn kall aði Rochester! um leið og hann þaut fram hjá. Það tók mig augnablik að átta mig: fanst helst eg vera úti á sjó, því einmitt á þessum fáu mín- útum, sem eg svaf, dreymdi mig að eg væri í smábát á leið til íslands. Eg greip tösku mína og gekk framm i dyrnar um leið og lestin staðnæmdist. Þegar út kom, sá eg dálítinn hóp af fólki á pallinum. Eg fór að líta í kring, ef ske kynni að eg kannaðist við einhvern, en það varð ekki. Eg sá nokkra keyrslu- menn, sem stóðu hjá brautarstöðinni auðsjáanlega að bíða eftir farþeg- um. Eg benti einum þeirra að koma og spurði hvort hann væri kunnug- ur hér, og sagði hann svo vera. Eg sagði honum að mig vantaði fæði og herbergi hjá góðu og þrifalegu f ólki, óg sagðist hann geta vísað mér á það. Fór eg svo með honuna, og eftir á að gizka fjögra mínútna keyrslú stansaði hann fyrir framan stórt og þrifalegt hús. Auðséð var á öllu að hann var þar kunnugur. Hann gekk rakleitt inn, án þess að hringja. Út kom hann aftur að vörmu spori, og með honum kona, sem mér geðjaðist strax mjög vel að, og sagðist hún geta látið mig hafa herbergi og fæði. Fór eg svo 'með henni inn, og varð ekki fyrir neinum vonbrigðum. Þar var alt Þetta er ekki þjóðrækni, þaðan af síður guðrækni, mjög þrifalegt og myndarlegt. Þar leið mér í alla staði vel. í húsinu ] var margt aðkomandi fólk, sem var að leita sér lækninga. Hjónin gerðu alt, sem þau gátu til að okkur liði sem bezt, og ef það mætti verða ein- hverjum að liði ætla eg að setja á- ritan þeirra hér: Mrs. W. M. Transty, 315 Second Ave., S.W., Rochester, Minn. Margt smávegis bar fyrir mig meðan eg dvaldi í Rochester. Frá einu atriði ætla eg að skýra. Eg kyntist nokkrum hjúkr- unarkonum persónulega, og sérstak- lega var ein þeirra mér mjög góð, og urðum við brátt vel kunnugar. Aldrei hafði eg sagt henni hverrar þjóðar eg væri enda grenslaðist hún ekki eftir því, fyr en rétt áður en eg fór; spurði hún mig þá hvort það væri satt að eg væri íslenzk; einn læknirinn hefði sagt sér það. - Eg sagði það vera. — En þú ert ekki fædd þar. — Ekki einungis það, heldur er eg uppalin þar líka. svaraði eg. — Það er ómögulegt, varð henni að orði. — Hversvegna? spurði eg. — Vegna þess að þú lít- ur út alveg eins og við, svaraði hún. Og af því að eg var henni vel kunn- sagði eg henni að mér þætti gaman að heyra hvaða hugmynd hún hefði um landið, eða hvort hún héldi að það væri ísjakar upp úr sjónum, sem við hjengjum á og styngjum okkur svo niður í hafið eftir fæðu. Hún sagðist ekki bein- línis halda það. Svo lýsti eg fyrir henni landi og þjóð eins vel og mér var unt. Samtalið endaði með því að hún óskaði að sér gæfist tæki- færi á að heimsækja ísland. Á meðan eg dvaldi í Rochester kyntist eg hjónum frá Los Angeles, sem voru þar i heimsókn til ættingja sinna. Nafn þeirra var Olsons. Maðurinn var norskur, en eg held að hún hafi verið skozk. Þau eggj- uðu mig mjög mikið á að koma með sér til Californíu; sögðu það myndi gera mér gott að vera þar nokkra mánuði og losna við einn Canada vetur. Eg sagði það gæti verið rétt, en mér fyndist það ganga brjálæði næst að Ieggja upp í slíka ferð næst- um peningalaus og þekkja þar ekki nokkra sál. Eg sagðist vita að í Los Angeles væru nokkrir landar, sem myndu máske greiða götu mina, en eg væri þeim ókunnug, og svo hefði eg ekki hugmynd um hvar þá væri að finna. Mrs. Olson sagði eg skyldi ekki setja það fyrir mig, eg gæti komið með þeim og alt sem eg þyrfti að borga væri fyrir fæði og rúm á leiðinni, og sem myndi kosta mjög lítið og sér væri ánægja að hafa mig hjá sér meðan eg væri að kynn- ast og leita uppi landa mína. Eg fór að hugsa alvarlega um þetta; þótti boðið gott. En eg var ekki vel ánægð nteð að þiggja greiða af ókunnugu fólki, án þess að borga fyrir, en vonaðist eftir að geta gert það seinna. Svo fanst mér, að úr því að eg var komin yfir línuna sem kostaði mig töluverða fyrirhöfn, þá ætti eg að nota tækifærið, svo eg afréð að fara með þeim; hélt líka að sólskinið þar syðra myndi gera mér gott. En þegar að því kom að þau legðu á stað leið mér svo illa, að eg gat ekki fylgst með og varð því að sleppa af ferðinni. Mrs. Olson virtist falla það illa að eg gat ekki orðið þeim samferða. Hún skildi eftir hjá mér áritun sína, ef ske kynni að eg hefði tækifæri að koma seinna. Og það tækifæri bauðst. Rétt áður en eg ætlaði til Winni- peg aftur, þá mætti eg fólki, sem var á leið til Los Angeles, og bauðst til að koma mér til Olsons kostnað- arlítið, og það gerði það iíka. Þang- að kom eg 21. des. kl. 8 að kvöldi. En fyrir djúpum vonbrigðum varð eg þegar til Olsons kom. Þau reynd- ust ekki eins og eg hafði treyst á; samt var eg þar yfir nóttina. Morg- uninn eftir segir Mrs. Olson við mig: Það ætti að vera hægt fyrir þig að fá þér einhversstaðar her- bergi, meðan þú dvelur hér í borg- inni. Eg gat ekkert sagt, leit aðeins hana og gekk svo út. Með 50 cent í buddunni og sama sem fata- laus kom eg til Los Angeles. ]iví við þessu ferðalagi bjóst eg alls ekki, þegar eg fór að heiman. Mér hef- ir alt af þótt gaman að ferðast, en í þetta skifti fekk eg nóg af því. Eg gekk nokkuð lengi eftir göt- unni, án þess eg vissi hvert skyldi halda. Loks stansaði eg fyrir fram- Fyrir þá, sem altaf eru þreyttir pessir stööugn þreytuverkir og sú til- finning, aS altaf gangi eitthvað að manni, á rót sina að rekja til hæða- leysis. Notaðu Nuga-Tone og fáðu lkningu á þessum kvilla áður en hann ieiðir til annars verra og verður ðlækn- andi. Nuga-Tone hreinsar þessi eitruðu efni úr líkamanum, sem eyðileggja heilsuna og gera lífið óánægjulegt. Matarlystin verður betri og meltingin, og þú ferð að sofa vel og verður eins og þér er eðlilegt. Stundum verður heilsan miklu betri, eftir að þú hefir tekið Nuga-Tone bara fáeina daga, svo fljótar eru verkanir þess. Og ef heilsa þin er ekkl alveg eins góð eins og hún ætti að vera, þá láttu ekki bregðast að reyna Nuga- Toue. pú getur fengið það alstaðar þar sem meðul eru seld. Hafi lyfsalinn það ekki við hendina, þá láttu hann út- vega það frá heildsöluhúsinu. an matsölubúð, eg hugsaði með mér að ekki mundi það saka þótt eg gengi þar inn og spyrjast fyrir. 1 búðinni voru kona og maður. Eg spurði hvort ekki mundu vera ís- lendingar neinstaðar þar nálægt. Þau horfðu á mig litla stund, þar til maðurinn spyr: What is the name again? Eg endurtók spurninguna. Þau horfðu á mig rétt eins og eg hefði sagt eitthvað, sem betur hefði verið ósagt. Og eg var næstum far- in að halda það sjálf, því satt að segja var eg svo utan við mig, að eg vissi naumast hvað eg sagði. Eg áleit því heppilegast að hypja mig út og það gerði eg. Næst lá þá fyr- ir að ná í símaskrá. Það tók mig ekki lengi og kallaði eg upp þrjú nöfn, sem eg áleit að vera íslenzk, en það reyndist ekki rétt, þau voru norsk og svensk. Nú átti eg eftir 35 cent. Eg verð að fara varlega, sagði eg við sjálfa mig. Eg leitaði einu sinni enn í bókinni, og þá sá eg: Bjarnason, Skúli. Nú þóttist eg góð. Eg meira að segja kannaðist við hann frá Winnipeg, þótt eg ekki þekti hann persónulega. Það tók ekki lengi að kalla námerið. Mér var svarað af enskri konu, sem sagði mér að þau hjón væru flutt, og hún gæti engar upplýsingar gefið mér. —Jæja, þá það, sagði eg við sjálfa mig um leið og eg gekk út. Nú átti eg eftir 30 cent, og þeim mátti eg ekki undir neinum kringumstæðum eyða. Eg varð að minsta kosti að hugsa mér fyrir náttstað næstu nótt. Þvi til Olsons ætlaði eg mér ekki aftur; heldur hefði eg látið fyrirberast í einhverju skoti, sem nóg voru til, og ekki var kuldinn. Hélt eg svo áfram göngu minni, í nokkurs konar leiðslu, eða með öðr- um orðum, hugsunarlaus. I-oks kom eg að lystigarði, sem kallaður er Echo Park. Eg gekk inn í garð- inn í þeirri von að geta hvílt mig þar kostnaðarlaust; og þar var eg lengi. Loks tók eg eftir því, að farið var að kólna, eg leit á úrið mitt, og sá mér til mestu undrunar að klukkan var eftir fimm. Ég flýtti mér út og gekk yfir götuna og að olíustöð, sem var þar rétt hjá, ef ske kynni að eg gæti fengið þar ein- hverjar leiðbeiningar. Eg talaði við manninn, sem þar var, og sagði hann mér að hann þekti stúlku, sem áreiðanlega væri íslenzk. Nafn hennar væri Þorvaldson; hún væri hjúkrunarkona og hefði eftirlit með skólabörnum, en livar hún ætti heima, vissi hann ekki, en við skyld- um líta í simaskrána. En það nafn gátum við hvergi fundið. Þá sagði hann mér að hann þekti skólakenn- ara, sem héti Miss Rohinson, og hann skylcli glaður gefa mér hús- númer hennar, ef ske kynni að það yrði mér að liði. Það hittist svo vel á að það var á sama strætinu, en 12 “blocks” frá stöðinni. Enn lagði eg á stað, og var orðin þreytt bæði á líkama og sál, þegar eg kom að bústað skólakennarans. Eg hringdi dyraklukkunni, og út kom stúlka, sem sagðist heita Miss Robinson. Eg sagði henni í fáum orðum frá erindinu, og bauð hún mér þá að koma inn og fá mér sæti, og varð eg þvi fegin. Hún sagðist, því miður, ekki þekkja neina íslendinga. En segir brosandi að eg skuli vera ró- leg, eg sé komin út í svolítið æfin- týri, sem sé aðeins gaman að. Nú skuli eg vera hjá sér fram yfir há- tíð og vera eins og heima hjá mér. Svo hrærð varð eg af góðsemi þess- arar stúlku að mér var ómögulegt að stynja upp þakklæti, og átti erfitt (Framh. á bls. 7)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.