Lögberg - 15.11.1934, Síða 1

Lögberg - 15.11.1934, Síða 1
47. 4RG4NGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 15. NÓVEMBER 1934 NÚMER 46 Frambjóðendur til bœjarstjórnar og skólaráðs íWinnipeg Um borgarstjórastöffu sækja: John A. McKerchar, bæjarfulltrúi fyrir 2. kjördeild. John Queen, fylkisþingmaður. Bœjarráðsmannaefni í fyrstu kjördeild: Reginald Hughes, kaupmaður Alfred F. Low, endurskoðandi. W. B. Lowe, skrifari prentarafél. Cecil Rice-Jones, fésýslumaður F. G. Thompson, lögmaður Florenzo Nesti, kaupmaður E. D. Honeyman, lögmaður. Frambjóðendur í 2. kjördeild: Victor B. Anderson (leitar endur- kosningar) G. R. Belton, blaðamaður John Clancy, katlasmiður F. H. Davidson, fyrrum borgarstj. F. R. Hardern, kaupmaður Jessie Kirk, fyrv. bæjarfulltrúi Mrs. Jessie Maclennan, skólaráðs- fulltrúi S. A. MagnScca, forstjóri S. Simkin, commúnisti, skrifstofuþj. James Simpkin, bæjarfulltrúi J. C. Walmsley, forstjóri Frambjóðendur í 3. kjördeild: J. Kensington Dawnes, umsjónarm. D. M. Elchesen, umboðsmaður Martin J. Forkin, járnbrautarþjónn Maurice G. Gray, bæjarfulltrúi Jos. J. Jestadt, prentari Dan McLean, fyrrum borgarstjóri J. Fred Palmer, umboðsmaður W. B. Simpson, bæjarfulltrúi John T. Fiddes, leikhússtjóri. Frambjóðendur til skólaráðs: 1. kjördeild S. Brown, byggingameistari E. W. J. Hague George E. Miles, umboðsmaður R. A. Sara, framkvæmdastjóri 2. kjördeild Aubrey Brock, farandsali 'H. B. Smith, raffræðingur Peter A. Wolanski, sölustjóri . W. R. Milton, framkvæmdastjóri 3. kjördeild Meyer Averbach, lögmaður C. S. Booth, lögmaður Leslie Paulley, skrifstofuþjónn M. Sawiak, ritstjóri William Scraba, auglýsingastjóri. Hver kjördeild kýs 3 menn í bæj- arstjórn, en tvo í skólaráð að þessu sinni. BBAUÐVEBÐ OG VANDBÆÐI Fyrir mánuði eða svo, tókust samningar milli brauðgerðarfélaga Winnipegborgar og þeirra búða, er rneð brauð verzla um fastákveðið verð, þannig að hvert brauð, lög- legrar þyngdar, skyldi selt á 5 cent. Nú hafa þessir samningar augljós- lega verið rofnir, með því að brauö hafa verið boðin fram, þrjú fyrir ro cent. Hefir þetta tiltæki vakið alnrennan óhug, með því að líkur voru á, að slíkt hlyti að hafa í för með sér stórum lækkað bakara- kaup, eða jafnvel gæti svift marga bakara atvinnu sinni. Horfur eru þó á að fram úr þessari flækju ráð- ist, með því að fylkisstjórnin, með aðstoð þjóðnytjanefndar, hefir beitt ►sér fyrir um samkomulags tilraunir. FYLGI BOOSEVELTS EYKST Þingstyrkur Roosevelt-stjórnar- innar að afstöðnum síðustu kosn- ingum, er þannig, að Demokratar hafa í neðri málstofunni 330 þing- sæti af 435, en í öldungadeildinni 70 af 96. Auk þess má Roosevelt gera sér von um stuðning framsókn- ar þingmannanna frá Wisconsin, undir forustu LaFolIettes. Lítið lauf á leiði Ingimars Ingaldssonar AS bíSum við þess ei bætur ihér,— Þó berum viS þaS í hljóSi; Finnum við nú því fallinn er . Foringinn okkar góSi. Vakti þaS okkur vonarhug, AS var hann svo liress og glaSur; Svndi í verki vilja’ og dug, En var ei kyrstöSumaður. Þetta reynir á þol og kraft, AS þurfa aS skilja viS hann. —Gott væri enn aS geta haft GlaSlynda fyrirliSann. Böðvar H. Jakob&son. íslenzk óperusöngkona íslenzka söngmærin Fjola Mar- ine, kom fram í fyrsta skifti sem óperusöngkona í Bologna fyrir nokkuru og hafði með höndum hlut- verkiö Floria Tosca í óperunni verkið Floria Tosia í óperunni Tosca eftir Puccini. Mun Fjola Marine vera fyrsta óperusöngkona íslenzk. Óperusýningin fór fram í Duse- leikhúsinu í Bologna (Teatro Duse) og luku ítölsku blöðin miklu lofsorði á hana daginn eftir (21. sept), svo sem L’Avvenire d’Italia og II Resto Carlino. Ljúka blöðin miklu lofs- orði á hæfileika og söngmentun Fjola Marine, og var söng hennar ágætlega tekið af áheyrendum. Önnur helstu hlutverk liöfðu með höndum Riccardo Stracciari og Paoli Civil. Óperustjórinn er Cav. Adolfo Alvisi. — Fjola Marine er listamannsnafn, sem öperusöngkon- an tók sér á ítalíu, en hún er mörg- um kunn hér og vestan hafs undir nafninu Violet Code. Kom hún hingað til lands 1930, en fór svo til ítalíu til frekara söngnáms og nú aflað sér mikils álits, eins og að framan greinir.—Vísir 20. okt. —Söngkona þessi er dóttir Mr. Hjartar Lárussonar, hljómfræðings í Minneapolis, Minn.—Ritstj. SIB DONALD D. MANN LÁTINN Hinn 12. þessa mánaðar varð bráðkvaddur í Torontoborg, Sir. Donald D. Mann, 81 árs að aldri, athafnamaður mikill í járnbrautar- sögu canadisku þjóðarinnar og C.P.R. félagsins. NÝMÆLI Ramsay MacDonald, forsætisráð. gjafi Breta hefir borið fram uppá- stungu um það nýverið, að vopna- verksmiðjur megi því aðeins reka þá atvinnu, að þær hafi öðlast til þess leyfi að alþjóðalögum. Fróðlegt erindi og skemtilegt Erindi það, er Dr. J. S. Bomiell, prestur Westminster kirkjunnar flutti um Rússland og ferð sína þangað í sumar, í Fyrstu lútersku kirkju á fimtudagskvöldið þann 8. þessa mánaðar, var fyrir margra hluta sakir fróðlegt og allmerkilegt; har meðferð þess öll ljóst vitni um sannleiksást ræðumanns og alvöru- ríka viðleitni í þá átt, að skýra frá ástandi hinnar rússnesku þjóðar, andlegu og efnislegu, eins og því í raun og veru væri háttað; bar hann þjóöinni söguna vel og hinum marg- vislegu tilraunum hennar í áttina til sjálfstæðis og þroska, en dró þó enga dul á það í fari hennar og sið- um, er miður færi og teljast yrði varhugavert. Mátti það glögglega skilja, að þjóðin ætti á ýmsum svið- um við þröngan kost að búa, og yrði að fara margs þess á mis, er þjóðir eins og Bandaríkjaþjóðin og hin canadiska þjóð, nytu i ríkum mæli; kvað ræðumaður trúna á sigurmagn hinnar látlausu elju, einkenna rúss- nesku þjóðina á þessi stigi, öllu öðru fremur. Dr. Bonnell er aðlaðandi ræðu- maður, laus við yfirlæti og íburð; var erindi hans fagnað hið bezta af fjölmenni því mikla, er á hlýddi. Dr. A. Blöndal, forseti Men’s Club Fyrsta lúterska safnaðar kynti ræðumann og stjórnaði samkomu þessari, en prestur safnaðarins, Dr. Björn B,. Jónsson, þakkaði ræðu- manni í nafni safnaöarins fyrir hans ágæta erindi. Próf. S. K. Hall, lék nokkur lög á organ kirkjunnar, meðan fólk var að skipa sér í sæti. Ur bænum Mr. Óli ísfeld frá Winnipeg Beach, kom til borgarinnar á mánu- daginn. Mr. Óli Guðmundsson frá Siglu- nes P. O., var í borginni um helgina. Mr. og Mrs. Hjálmur Thorsteins- son frá Gimli, komu til borgarinn- ar á mánudaginn til þess að vitja sjúkrar dóttur sinnar. Mr. S. V. Sigurðsson fiskikaup- maður frá Riverton, var í borginni um síðustu helgi. Mr. Hermann Thorsteinsson út- gerðarmaður frá Riverton, kom til borgarinnar á mánudaginn. Mr. B. G. Thorvaldson frá Piney, Man., var staddur í borginni um síðustu helgi. Mr. S. S- Anderson frá Piney, Man., kom til borgarinnar í lok fyrri viku. John J. Arklie, gleraugnasér- fræðingur verður á Lundar Hotel á föstudaginn þann 23. þessa mánaöar. Mr. J. B. Johnson frá Gimli, var staddur í borginni á laugardaginn. Mr. Friðfinnur Sigurðsson bóndi frá Geysir, Man., kom til borgar- innar seinni part fyrri viku, og dvaldi hér nokkra daga. . Mr. Thorl. Hallgrímsson útgerð- armaður frá Riverton var í borg- inni seinnipart fyrri viku ásamt frú sinni og syni. ■------ / Mr. Sigurður Sigurðsson frá Brú, Man., var í borginni í fyrri viku. Mr. Ásmundur Freemann frá Siglunes P. O., var staddur í borg- inni síðastliðinn laugardag, ásamt sonum sínum tveim, þeim Gretti og Sigurði. Ode to Armiátice Day By RUDYARD- KIPLING Melbourne, Australia, Nov. 13.—Rudyard Kipling, world- renowned poet of the British Empire, has composed a new ode closely linked with Armistice Day. It was written in connection with the dedication by the Duke of Glocester of Melbourne’s “Shrine of Remembrance,” and reads: So long as memory, valour, and faith endure Let these stones witness througli the years to oome, Now once there was a peaple fenced secure Behind great waters girdling a far home. Tlteir own and their lands’ youth ran side by side Heedless and headlong as thir unyoked seas— Lavish o ’er all, and set in stubborn pride Of judgment nurtured by accepted peace. Thus, suddenly, war took thcm—seas and skies •Toined with the earth 'for slaughter. In a breath They, scoffing at all. talk of sacrifice, Gave themselves mthout idle words to deatli. Thronging as cities throng to watch a game, Or their own herds moved southward with the year, Secretly, swiftly, from their posts they came, So that before half earth had heard tlieir name Half earth had learned to speak of tliem with fear; Because of certain men who strove to reacli Through the red surf the crest no man might hold, And gave their name forever to a beach AVliich shall outlive Troy’s tale when time is old; Because of horsemen, gathered apart and liid— Merciless riders wliom Megiddo sent forth When the outflanking hour strack and bid Them close and bar the drove-roads to the north; And those who, when men feared the last march flood (>f western war had risen beyond recall, Stormed through the night from Amiens and made good, At their glad cost, the breaöli that periled all. Then they returned to their desired land— The kindly cities and plains where they were bred— Having revealed tlieir nation in earth’s sight So long as sacrifice and lionor stand And their own sun at the hushed hour shall light The shrine of these their dead. VICTOR B. ANDERSON, er leitar endurkosningar í 2. kjör- deild til bæjarstjórnar^ í Winnipeg. Dr. Tweed verður staddur í Ár- borg á fimtudaginn þann 22. þ. m. Mr. Jacob Hall frá Edinburg, N. Dak., var staddur í borginni fyrri part yfirstandandi viku. Mrs. Magnús Johnson frá Odda í grend við Árborg, kom til borg- arinnar síðastliðinn mánudag. Dr. S. O. Thompson frá River- ton, kom til borgarinnar á laugar- daginn og fór heim samdægurs. Þeir bræöur Sveinn og Óskar Magnússynir, frá Hnausa, voru i horginni í lok fyrri viku. Mr. Friðrik Halldórsson frá Mountain, N. Dak., kom til borg- arinnar í byrjun fyrri viku, með konu sína til lækninga. Dr. Jón Stefánsson augnlæknir, fer norður til Flin Flon, Man., á föstudaginn þann 16. þ. m., og verð- ur vikutíma að heiman. The Alumni Association of the Jón Bjarnason Academy will hold their annual Dinner and Dance at the St. Regis Hotel on Friday, November i6th, at 7 p.m. Þau systkinin, Svafa, Barney, Anna og Helga Guðmundsson frá Hayland, Man., komu til borgar- innar seinnipart vikunnar sem leið. I.agði Helga af stað suður til Chi- cago á laugardaginn. Mr. Guðrún Gillies, 729 Beach Ave., Elmwood, kom heim síðastl. mánudag, eftir rúma vikudvöl norð- ur í Árborg og grend. Heimsótti húnj þar fjölda vina; hafði hina mestu ánægju af heimsókninni þar nyrðra og biður Lögberg að flytja fólki því öllu, er hún mætti, alúðar- þakkir fyrir viðtökurnar. Mr. Ásmundur P. Jóhannsson byggingameistari, 910 Palmerston Ave., kom vestan úr Vatnabygðum í Saskatchewan á þriðjudagsmorg- uninn, þar sem hann sótti fundi í vikunni sem leið fyrir hönd Þjóð- ræknisfélagsins; höfðu fundir þess- ir verið vel sóttir og borið vitni um lifandi þjóðræknisáhuga. Lét Mr. Jóhannsson hið bezta af för sinni yfirleitt. Dr. Jón A. Bildfell flytur innan skamms fyrirlestur hér í borginni til arðs fyrir Jóns Bjarnasonar skóla, um dvöl sína á Baffinslandi, þar sem hann dvaldi árlangt og gegndi læknisembætti fyrir hönd Canada-stjórnar. Sýnir hann þar einnig kvikmyndir af mörgu stór- merkilegu, er fyrir augu bar þar nyröra. Verður erindi hans eigi aðeins vafalaust skemtilegt, heldur og stórfræðandi líka. Skýrt verður í næsta blaði frá stað og stund fyr- irlestri þessum viðvikjandi. Bacaar og Dinner Kvenfélag Fyrsta lúterska safn- aðar heldur sinn árlega haust hazaar í fundarsal kirkjunnar þriðjudaginn 20. nóvember eftir hádegi og að kveldinu. Máltíð verður seld fyrir 25C frá kl. 5.30 til 8.30. Kaffi verð- ur á boðstólum bæði eftir hádegi og að kvöldinu. Verður þetta sérlega gott tækifæri fyrir húsmæður að fríjast viö mat- reiðslu og njóta máltiðarinnar með vinum sinum i næði og svo seinna að kvöldinu að hlusta á skemtiskrá, bæði hljóðfæraslátt og framsögn, sem mjög hefir verið vandað til. Þá ber og jafnframt að geta þess, að á sérstöku söluborði, verði seldur heimatilbúinn matur, svo sem rúllu- pylsa og margt annaö góðgæti. “Silver Tea” til minningar um afmælisdag séra Jóns heitins Bjarnasonar verður haldið á fimtu- dagskvöldið (15. nóv.) í þessari viku, í samkomusal Fyrstu lútersku kirkju. Samkoman stendur yfir frá kl. 8 til kl. 11 að kvöldinu. Um kl. 9 flytur Dr. Björn B. Jónsson stutta ræðu um séra Jón. Skemt verður einnig með söng. Allir eru velkomnir. Tekð verður á móti gjöfum til Jóns Bjarnasonar skóla. Mr. og Mrs. C. E. Hill frá White Water, Man., voru í borginni um siðustu helgi. Er Mrs. Hill Guðrún dóttir séra Rúnólfs Marteinssonar og frú Ingunnar Marteinsson. » Miss Emily Bardal hjúkrunar- kona, fór héðan með þeim Hill- hjónunum og dvelur hjá þeim í nokkra daga. Mr. Arnór Ingaldson, Ste. 10 Acadia Apts., er nýkominn heim úr ferðalagi um Austur-Canada og Bandaríkin. Var hann einn af sjö hljómlistarmönnum héðan, er í ferð þessari tóku þátt fyrir Victor hljóm. plötufélagið í Montreal. Ferðuðust þeir félagar í bíl og nutu ósegjan- legs yndis á ferðalaginu. Mr. J. K. Jónasson óðalsbóndi frá Vogar, Man., kom til borgarinn- ar síðastliðinn sunnvulag. Gerir hann ráð fyrir aö dvelja hér um hríð, og verður til heimilis að 868 Banning St., sími 24 518. Mr. Jón- asson brá sér norður í Nýja ísland í gær í kynnisför til vina sinna þar nyrðra, sem eru margir. Það er ávalt hressandi að hitta jafn bjart- sýnan og lífsglaðan mann sem Mr. Jónasson er, og rabba við hann, þó ekki sé nema stutta stund. Heil- brigði fólks í bygðarlagi sínu, og líðan yfirleitt, kvað hann sæmilega. Mr. Jónasson hefir með höndum innköllun fyrir Lögberg í bygöunum við Siglunes, Vogar og Hayland. Eru nú flestallir þar nyrðra skuld- lausir við blaðið og margir búnir að borga andvirði þess að meira og minna leyti fyrir næsta ár, 1935. ISLENSKIB BÍKISLÖfí- MENN / NOBTII DAKOTA í nýafstöðnum Bandaríkjakosn- ingum, voru f jórir íslendingar kosn- ir til þess að gegna ríkislögmanna embættum í North Dakota. Eru þeir þessir: Helgi Jóhannesson í Pembina þinghá; J. M. Snowfield, Cavalier þinghá; Ásmundur Ben- son, Bottineau, og Nels G. Johnson í McHenry þinghá. Njóta menn þessir allir hins bezta oröstírs fyrir hæfileika sakir. Þeir Snowfield og Benson voru kosnir gagnsóknar- laust. í Cavalier þinghá búa aðeins ör- fáir íslendingar; þó hafa íslenzkir menn gegnt þar rikislögmannsem- bætti í síðastliðin tuttugu og sex ár. Gegndi Mr. Johnson því í tvö ár, Guðmundur dómari i f jórtán ár, og Mr. Snowfield i síðastliðin tíu ár.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.