Lögberg - 15.11.1934, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. NÓVEMBER, 1934.
K0lllllllllllllll!l1llllllllllllllllllllllllllllll!lllll!l!!llllillinillllllllllllllllllllllllll!lllllllllllllllllllllllllllll!lll!!lll!!l!!í!!l!llll!!!l!!l!ll!lll!!ll!!![l!l![!!lll!!l!lllllllllllll![!!!!l!lll!!llllllllllllllll!lllllllllll!lllllllllllllll|iJ
Guðbrandur Kristinn Guðbrandson
Fæddur 8. júní 1898—Dáinn 22. maí 1934.
I hinum fagra dal Saskatchewanfylkis, QuAppelle, þar sem
er TantallonbygS fæddist þeirn hjónum Sigurði Guðbrandssyni
og konu hans GuÖnýju Þorbjörgu Guðjónsdóttur sonur 8. dag
júnímánaðar 1898. Hann var skírður GuSbrandur Kristinn.
Næstu sjö árin ólst drengurinn þarna upp, en 7 ára, eSa 1905,
fluttist hann með foreldrum sínum til ArgylebygSar í suðvestur
Manitoba..
Fögur landsvæSi gefa svip lifi mannanna og skapgerS.
Kristinn naut alla æfi sina svipríkra bygSa, og þaS, ásamt ást-
ríku heimili, gerSi hann bjartsýnan, glaSan og vinmargan.
Kristinn naut fullrar alþýSuskólamentunar, og enda þótt hæfi-
leikar hans hefðu enn betur getaS notið sín, hefði hann numiS
háskólafræði, þá hneigðist hugur hans þó meira að búsýslu
allri. Vann hann því heima viS alla tiS, yrkjandi lönd föSur
síns og þeirra- bræSranna, meS framsýni og hyggni. Hann
hafði trú á búskap, ef þekking og visindi fengju aS hjálpa
starfsaðferSum og stefnum. Hann gekk því á BúnaSarskóla
Manitobafylkis og nam þar vélfræöi auk ýmislegs annars er aS
búnaði laut. Var hann jafnan síSan lagandi eitt og alt er úr lagi
kunni að fara, ekki aðeins heima, heldur fyrir nágranna sína
líka, því hann var bóngóSur hver sem í hlut átti. Sönggefinn
var hann, og enda þótt hann tæki aldrei kenslu í þeirri grein,
þá voru samt gleðimótin nágrannanna þá skemtilegust, ef Krist-
inn gat verið þar með sinn skerf af gleði og músík. Hann var
félagslyndur og tók jafnan þátt í félagsskap bygSarinnar, sér-
staklega ungmennafélagi safnaSarins. Hann var hjálpfús viS
þá, sem í raunum eSa erfiðleikum áttu. Og er þeim það ó-
gleymanlegt sem slíks nutu frá hans hendi, því hógværSin
og hluttekningin voru svo ljúf og vinfull.
Kristinn andaSist að heimili foreldra sinna, heimilinu, sem
hann unni svo mikiS, 22. mai s. b, eftir þunga vanheilsu um
alllangt skeiS. Hann þráði aS lifa, og sú þrá leyfði aldrei
neinni annari hugsun aS komast aS, en þeirri, að hann myndi
fá bata. Hann var svo ungur. LífiS var svo bjart. Vonirnar
svo margar. Þetta kvaddi hann alt svo löngu fyrir tímann, og
söknuðurinn verSur því enn sárari. Auk foreldranna syrgja
hann einn bróSir heima, Gunnlaugur Björgvin, og tvær systur,
GuSný Jónína Sigurdson, í foreldrahúsum og Helga GuSrún
Skaftfeld, búsett í Winnipeg. Hann var jarSsunginn af séra
E. H. Fáfnis frá heimilinu og kirkju FríkirkjusafnaSar 24.
maí s.J. aö viðstöddu fjölmenni ættingja og vina.
Sonur og bróðir, .sofðu’ í ljúfum friöi,
svalstormar lífsins þig ei framar kala.
IleiSríkja og sólskin lífs þíns verSa aS liSi
lágfleygum vonum okkar, bróðurvana.
Þakkar- og ástarkevSju vér þér kveSum.
Hvíldin er launin eftir dagsins starfa.
Minningin þin er ljós í lífsins hreðum.
Langt mun ei stundar; vinir aldrei skilja.
Fyrir hönd ástvinanna.
B. H. F.
jjjgMIlIIM ..........................
Lífgun druknaðra
Fyrir skömmu síðan skeði sá
sorglegi atburSur á baÖstað einum,
er Kaupmannahaf narbúar nota mik-
ið, aö unglingsdrengur druknaði þnr
skamt frá landi. AtburSur þessi
vakti, sem von var, mikið umtal 1
blöSunum, einkum vegna þess aS
þaS vitnaSist aS engin björgunar-
tæki voru þar fyrir hendi. Enn-
fremur kom þaS í ljós að þá er
drengnum loks var náS, kunni eng-
inn af þeim, er viSstaddir voru, til
fullnustu aS framkvæma lífgunar-
tilraunir viS druknaÖa. I tilefni af
þessu átti danska blaðiö “B. T.”
þann 23. júlí samtal við hr. E. v.
Holstein-Rathlou dósent, sem er
kunnur maður fyrir fræSslustarf-
semi sína í þágu björgunarmálanna.
Honum fórust svo orS meðal ann-
ars:
“ÞaS er hneyksli aS ekki skuli
vera betra skipulag á þessum mál-
um .... ÞaS var líka hreinasta
fjarstæða aS viS Hven (þar, sem
slysið skeÖi) í gær var beðiS i óra-
tíma eftir Pull motor (sérstaklega
gerðar vélar til aS dæla lofti niSur
í lungu hins druknaða), en slíkar
vélar eru alls ekki lengur notaðar
við hinar nýju aðferðir viS lífgun
druknaSra.
Sannleikurinn er sá, aS meS hinni
nýju dönsku lífgunaraðferS, sem
Holgeir Nielsen hefir fundið upp,
er fengið miklu meira öryggi fyrir
því að geta endurlífgaS druknaöa
menn, heldur en með öndunarvélum.
Og hefði þess verið gætt í gær
að kalla á hjálparmenn er kynnu að-
ferðina, í stað þess að síma i allar
áttir eftir ‘Pullmotor,’er eg viss um
það, að hægt hefSi verið að endur-
lífga drenginn. Væntanlega verður
undinn bráöur hugur að því, aS
lífgun druknaSra verði kend, sem
sérstakt fag í skólum.”
ViS lestur umgetinnar" greinar
greip mig löngun til aS vekja eftir-
tekt á því ástandi, sem nú ríkir hér
í bænum í þessum efnum og jafn-
framt að lýsa hinni ágætu dönsku
lífgunaraðferS, því enn þá hefir
ekkert veriS um hana ritað á ís-
lenzku.
Lítum fyrst á ástandiS á bað-
staÖnum viS Skerjafjörö, þar sem
tugir Reykvíkingar nota hverja sól-
skinsstund til aS baða sig í sjónum.
Þar eru bókstaflega engin björgun-
artæki, enginn bátur, engin kast-
lina, eða björgunarhringur og eng-
inn umsjónarmaður. Ef viðvaning-
um fatast sundið eða ef menn fá
slæman sinadrátt, eða krampa og
verSa þannig ósjálfbjarga, á meSan
að á sundinu stendur, geta þeir
hæglega dáiS drottni sínum, skamt
frá f jöruborðinu á baðstaönum viS
Skerjaf jörB, eins og drengurinn
sem druknaSi á danska baðstaSn-
um, vegna þess aS engin björgunar-
tæki voru í nánd, og um er getiS hér
aS framan.
HugleiSum svo hitt hve margir
þeir muni vera hér í bænum er ár-
lega læra lífgun druknaðra.
ASeins nokkur félög þessa bæjar,
skátafélögin og sum íþróttafélag-
anna kenna meðlimum sínum þess-
ar aðferSir. Einnig eru þessi fræÖi
kend viö Stýrimannaskólann og á
námskeiðum RauSa kross ísl. —
Eftir því, sem eg hefi komist næst
munu aðeins um 300 manns hér í
bænum læra árlega lifgun drukn-
aðra og er það sáralítið í samanburSi
viS fólksfjöldann.
En hvað á þá aS gera til þess að
sem flestir læri slíkar lífgunarað-
ferðir, sem öllum ber í raun og veru
siðferðisleg og lagaleg skylda til að
kunna. Fyrst og fremst þurfa allir
unglingaskólar, mentaskólar o. s.
frv.) aö veita fræðslu í þessum efn-
um.
Þá ætti að stofna til öflugra nám-
skeiÖ hér í bænum og víðar til að
kenna lífgun druknaðra og að sjálf-
sögðu mundi RauSi kross ísl.,
Slysavarnafél. ísl. og skátafélögin
hafa forgöngu í aS hrinda þeim
málum i framkvæmd.
Og hvað baÖstaSinn viS Skerja-
fjörS áhrærir, þá hljóta forráÖa-
menn þessa bæjarfélags að sjá
þörfina og vinda bráöan bug að þvi
að láta útbúa sundskýli viS Skerja-
fjörð og sjá staðnum fyrir nægum
b j örgunartæk j um.
II.
Nú eru liÖin alt að því þrjú
hundruS ár síSan að mönnum fyrst
hugkvæmdist þaS, aS hægt væri að
vekja menn aftur til lífsins, þótt
þeir hefðu legiÖ um stund í vatni
og litið út sem dauSir væru. í bók-
um frá miSbiki 17. aldar og síðar
er getið um dæmi þess að tekist hafi
að lífga við menn er álitnir voru
druknaðir. Á síðari hluta 18. aldar
komst fyrst skriSur á það aS kenna
almenningi þær lífgunaraðferSir, er
þá voru kunnar.
Margar og misjafnar aðferöir
voru hafÖar á þeim tímum til aÖ
koma öndun af staS, en þær sem
merkastar þóttu voru aðferÖir þær,
sem kendar eru viS dr. Marshall-
Hall (uppg. 1856) og Sylvester
(uppg. 1857). Enn komu fram
nokkrar nýjar aÖferÖir um lifgun
druknaðra og gengu þær i svipaSa
átt og þessar tvær. En loks árið
1903 fann enskur lækna prófessor
að nafni, E. Schafer, upp nýja aS-
ferð, er tók öllum hinum eldri fram
vegna þess hve auðveld hún var.
LífgunaraSferS Schafers er nú al-
ment notuS um allan heim, þó er
Sylvester-aðferSin nokkuð notuð
énnþá, einkum í Þýskalandi og
Austurríki.
ÞaS fyrsta, sem um málefni þetta
mun hafa veriS á íslenzka tungu
ritaS, fyrir almenning, er grein er
Jón Eiríksson konferráð skrifaSi í
rit Lærdómslistafélagsins, 6. bindi,
fyrir áriS 1785. Mönnum til nokk-
urs fróöleiks og samanburÖur á hin-
um, skal hér birtur kafli úr ritgjörð
Jóns.
“Eftir blóStökuna og ella strax,
verði henni eigi viSkomið, beri
menn sig að opna munninn og út-
draga þá slefu, sem þar er fólgin,
með fingri dýfðum í olíu eða lýsi
eða umvundnum með votum ullar-
lepp, eða og með fjöður dýföri t
olíu, því næst á aS blása lofti inn,
annaÖhvort með litlum fýsibelg, aS
lögun sem smiSjubelgur ,‘m mmm
ur á þann hátt, að maðr, sem hefir
sterk lungu, og getr vel blásiS,
leggi munn sinn við munn hins
druknaða og blási svo af öllum
kröftum, vörmum anda ofan í hann.
Eins vel kann einhver sá, sem reyk-
ir tóbak, að blása nokkrum munn-
fyllum af tóbaksreyki ofan í hinn
druknaða, annaðhvort með munn-
inum, eða afbrotnum pípubelgi,
fjöðurstaf, eða öðru þvíliku verk-
færi. En á meSan allr þessháttar
innblástr endist, á vandlega aS
halda fyrir nasir hins druknaða
með annari hendi, og ásamt strjúka
hann fram og aftr úm brjóstið,
einkum núa og þrýsta frá hjarta-
grófinni upp eftir brjóstinu, hvaS
þó aðrir, sem hjá standa, geta betr
gert.”
SíSan aS ritgjörð Jóns Eiríksson-
ar birtist fyrir um 160 árum síSan,
hafa allvíða verið birtar leiSbeining-
ar fyrir almenning um lífgun
druknaðra, og skulu hér taldar þær
helztu: í lækningakveri því, er
BókmentafélagiÖ gaf út 1840 og
samiS er af dr. med. Jóni Hjalta-
lín, síÖar landlækni, er kafli um
lífgun druknaSra og er þar skýrt
frá svo að segja sömu aðferSum og
í ritgerð Jóns Eiríkssonar. í Lækn-
ingabók dr. J. Jónassens landlæknis,
er út kom 1884, er rækilega sagt
frá lifgunaraðferSum þeirra Mar-
shall-Hall og Sylvester er áður get-
ur. Ári síÖar kom út bók, þýdd af
sama höf., er hann nefnir “Hjálp i
viölögum” og er þar einnig skýrt frá
báðum þessum aÖferðum og mynd-
ir birtar af Sylvester-aÖferSinni. í
Sundbók í. S. í- (1. hefti 1920), er
sagt frá lífgunaraðferð Schafers og
eru 4 myndir til skýringar. í lækn-
ingabók Steingr. Matthíassonar,
Hjúkrun sjúkra ( t923) er Syl-
vesteraSferðinni lýst og birtar
myndir af henni. í Skátabókinni
(1930) og Sjómannaalmanakinn
(1933) er rækilega sagt frá Schafer
aðferðinni og myndir til skýringar.
BáSar þær ritgjörSir eru eftir Da-
víö^jch. Thorsteinsson lækni.
III.
ÁlitiS er að hægt sé aS endurlífga
druknaSa menn, hafi þeir eigi legiS
lengur en 5—10 min. i vatni, en
líði lengri en ca. 15 mín. áSur en
þeim verði náð, séu litlar líkur til
þess aS þeir verSi endurlífgaðir. En
ótal undantekningar eru frá þessu
og dæmi eru til þess, að maSur, er
legiÖ hafði lengur en klukkutíma í
vatni varö bjargaS frá dauða
Til þess aS geta endurlífgaS
druknaða, verSa menn auðvitaÖ að
kunna til fullnustu þær aðferðir,
sem til þess eru notaðar nú, en þær
eru svo einfaldar og auSlærðar aS
liver únglingur getur numið þær á
skömmum tíma.
Því miSur mun það alloft hafa
komiö fyrir hér á landi, að van-
kunnátta manna á þessum efnum
hefir kostað mannslíf. Mér er ávalt
minnisstæð sagan, er kennari okkar
skátanna í “hjálp í viðlögum,” hr.
Daví. Sch. Thorsteinson læknir,
sagSi okkur, sem dæmi um slíka
vankunnáttu. Sagan er sönn og er
svona:
Sjómenn voru að draga lóSir úti
á miSum. Logn var veSurs, en und-
iralda talsverð, svo að báturinn var
ókyrr, valt á hliSarnar stundum.
MaSurinn, sem “goggaÖi af” stóS
nokkuS tæpt og hrökk því fyrir
borS, eitt sinn er alda reiö undir
bátinn. En um leið og hann féll
festist hann á lóðaröngli, rétt fyrir
neðan borÖstokkinn, en í kafi þó.
Hann var dreginn inn, svo að segja
samstundis, en þegar komiS var
með hann upp í bátinn var hann
lagður upp í loft. Félagar hans
héldu sig hafa séð hann eins og
smágeispa nokkrum sinnum.—MeS
öðrum orðum, hann var ekki dauð-
ur, reyndi að draga andann, en gat
það ekki betur en þetta. — En svo
hættu.þessir geispar og þá töldu þeir
hann dauöann. SiSan var hann bor.
inn ofan í hásetaklefann, lagSur til
upp í ,rúmi, auSvitaS upp i loft
gengið frá honum og haldið til
lands, þriggja stunda ferS til læknis.
Þegar þar kom, urðu allar lífgunar-
tilraunir árangurslausar.
Þessi saga ætti að verða hinum
mörgu, er ekkert vita um lífgunar-
aðferSir druknaðra, hvatning til
þess að kynna sér þær nú þegar.
Vegna þess, að allvíÖa má nú lesa
um lífgujnaraöferS Schafers, eins
og áSur er frá sagt, verður ekki
sagt nánar frá henni hér, en aftur
á móti lýst hinni nýju lífgunarað-
ferð Holgeir Nielsen oberstlautinant
fann upp fyrir tæpum tveimur ár-
um.
Holgeir Nielsen aðferðin.
Bera skal þann druknaða á lá-
réttan staS. Losa skal strax alt, er
þrengt getur að líkama hans, svo
sem hálslín, mittisól, sokkabönd og
þessháttar. Séu óhreinindi (slím,
KAUPIÐ ÁVALT
LUMBER
hjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD.
HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET
WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551
TAUGAVEIKLAÐUR —
GEÐVONDUR?
HÉR ER SKJÓTUR BATI
Pví aí5 vera taugavelklaður og goð-
vondur? NUGA-TONE gefur skjótan
bata. Pað styrkir líffærin og alt tauga-
kerfið. Taugaslappleiki gerir fðlk geðilt
og leiðinlegt. Styrkið taugarnar með
NUGA-TONE og þá hverfa allar á-
hyggjur. NUGA-TONE er ekki vont
á bragðið. pað eru töflur, þægilegar
til inntöku. Fáið mánaðarforða fyrir
einn dollar. Ef þér eruð ekki ánægð-
ir með árangurinn, þá verður pening-
um yðar skilað aftur. Selt og ábyrgst
i öllum lyfjabúðum. Látið Það ekki
dragast—fáið eina flösku í dag. Varist
eftirlikingar. Biðjið um hið sanna
NUGA-TONE.
Við hægðaleysi notið UGA-SOL —
bezta lyfið, 50c.
hafa orSið fyrir sterkum rafmagns-
straumi, eða ef komiS er aÖ hengd-
um inönnum.
Jón Oddgeir Jónsson.
Lesb. Mbl.
Olafur Thorleifson
Fækkar nú smám saman frumbyggj-
um góðum;
falinn er moldu, hvílir nú rótt,
einn, sem var dugandi’ á erfiðum
slóöum
og ávann sér hylli og virðingar-
gnótt.
sandur og þessháttar) í munni eða
nefi sjúklingsins, skal, sá er hjálp-
ar, vefja hreinum vasaklút eSa
rýju um fingur sér, fara upp í
sjúklinginn og þurka burtu óhrein-
indin. Hinn druknaÖi skal nú
lagður á magann og höfuðiS látiö
hvíla á handleggj unum. Þess skal
gætt aS munnur og nef sé vel
frjálst. Til þess aS munnurinn
opnist og tungan falli fram, nægir
oftastnær að slá hinn druknaða þétt-
ingshögg, með flötum lófanum,
milli herSablaSanna.
Þar með er undirbýmingnum
(sem auðvitaS á aSeins að taka
nokkrar sekúndur) lokiö, og nú
hefst sjálf lífgunaraðferðin.
Sá, eer framkvæmir aÖferðina
legst á annaS hnéö við höfuð sjúkl-
ingsins, réttir úr handleggjunum,
leggur hendur sínar (með glentum
fingrum) á bak sjúklingsins, þannig
aS lófarnir liggi á herSablöðunum,
hallar sér fram og þrýstir (ekki þó
af kröftum, heldur aSeins með lík-
amsþunga sínum) aS brjóstholi hins
druknaöa, jafnt og rólega í 2jý sek.
eSa á meðan að taliS er rólega i,
2, 3, 4. MeS þessu rnóti er loftinu
þrýst út úr lungun um (útöndun).
Þegar þrýstingnum er lokið, réttir
sá er hjálpar úr sér og tekur þétt-
um tökum um báSa upphandleggi
hins druknaða og lyftir þeim, og
um leiÖ brjóstkassa sjúklingsins,
litiS eitt. Lyftingin stendur yfir í
2jý sek., eða á meÖan talið er I, 2,
3. 4-
Þessi lyfting er gerð til þess, aö
létta líkamsþunganum af brjósti
sjúklingsins, svo loftið eigi greiÖ-
ari aSgang aÖ lungunum (innönd-
un). Sá er hjálpar á að hafa hand-
leggina beina á meSan að hann lyft-
ir, og gæta þess að lyfta ekki meira
en þörf gerist, nefnilega rétt til þess
aS létta undir, og láta ekki hand-
leggina fara undan höföinu.
Þegar lyftingunni er lokið, er
aftur þrýst að bakinu og svo koll af
kolli. Þannig er haldiÖ áfram,
þar til að vissa er fengin fyrir því,
aö sjúklingurinn geti andaS af
sjálfsdáðum.
Þess verða menn að minnast, aS
ekki má hætta lífgunartilraununúm
þótt enginn árangur sjáist, eftir
t, d. hálfan eða heilan tíma, því
mörg dæmi eru til þess að menn
hafa fyrst lifnaÖ eftir 5 til 6 klukku-
tima látlausar tilraunir.
Þessi lífgunaraSferð er ekki ein-
ungis notuð viS lífgun druknaðra,
þótt hér hafi einkum verið rætt um
hana í því sambandi, en einnig ef
menn hafa kafnaS af reyk, gasi eSa
ööru þvílíku. Sömuleiðis ef menn
ViS þessir eldri, sem eftir nú stönd-
um
áhyggjufullir, meö söknuð í hug,
skulum í anda haldast nú höndum,
horfa’ yfir árin og tímanna flug.
EramliSni vinurinn framförum unni
félagsmál styrkti meS einlægni og
dáð; '
vandlega’ aS haga verkum hann
kunni,
viturleg oftlega lagði til ráð.
Sæmdarbú hans með sóma var
stundaÖ,
sýnileg merkin vitni’ um það bar.
Alt var með reglu, íhugað grundaS;
öllu sem hentugast tilhagað var.
Og tíðum það skeði aö til hans var
leitað,
er tannhvast mótlætið nágrannan
beit;
og óhætt má segja að ekki var
neitað,
ef á liÖveislu voru mögulegheit.
Hugljúfur, orðvar hæglætismaður,
hugsaði mikið, en talaði fátt;
iðinn viS vinnu, oftastnær glaður,
aldrei viö neinn sýndi skapræði
brátt.
ÞaS er svo margt eftir öll þessi árin,
sem oss er svo fastlega í huganum
geymt;
meðlætis stundir og mótlætis sárin,
er minnast vér gætum, og fáum ei
gleymt.
öldungur þessi’ er á undan er geng-
inn
eftirlét dagsverk mikið og gott.
Hætt er nú starfiÖ, hvíldin er
fengin,
hljóðlega og rólega sveif hann á
brott.
Já, viS þessir eldri og eins lika hinir,
sem árunum saman höfðu’ honum
kynst,
þektu hann best og voru hans vinir,
vildu að verSleikum væri hans minst.
Vér metum þá ágætu eiginlegleika,
er auðkendu þennan framliðna vin.
OrS hans var ábrigSult, ei mátti
skeika
einu því minsta, er gaf hann í skyn.
Frumherjinn þessi með fleirum ó-
töldum
fylgdi strangt reglu, er reyndist
þeim góð;
rótgróin regla frá umliSnum öldum,
sem er nú, því miöur, aS færast úr
móS.
Tökum því ofan og virSingu veitum
vininum, sem er nú horfinn á braut.
Vöndum svo kveðjur með virðug-
legheitum
þeim vini er hvilir við almúttugs
skaut.
S. B. O.
Við allskonar brunasárum og öðrum
slysum heima fyrir
cetti hver maður ávalt að hafa öskjur
við hendina.
Hjá öllum lyfsölum—50c. askjan.