Lögberg - 15.11.1934, Page 4

Lögberg - 15.11.1934, Page 4
4 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 15. NÓVEMBER, 1934. iógtjerg Orflí út hvern fimtudag af THK COLCMBIA PREBB LIMITMD 695 Sargent Avenue Wlnnipeg, Manitoba. Utanáakrift ritstjórans: BDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerO **.00 um árið—Borgist fvrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Colum- bia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Wnnipeg, Manitoba PHOSE 86 327 Kosningar til bœjarráðs Á föstudaginn þann 23. yfirstandandi mánaðar, fara fram hinar árlegu kosningar til bæjarráðsins í Winnipeg; liggur það í aug- um uppi að mikið velti á hvernig til tekst með valið, eins og hag bæjarfélagsins er háttað, með atvinnudeyfðina og atvinnuleysi það hið tilfinnanlega, er sorfið hefir að almenn- ingi undanfarin ár og sverfur að honum enn. Gjaldendur bæjarins, er flestir hafa meira en nóg á sinni könnu, geta ekki undir nokkrum kringumstæðum unað því, að ráðhúsi borg- arinnar verði snúið upp í elliheimili, eða líkn- arstofnun fyrir uppgjafadáta, er leita kosn- inga launanna vegna einna. Við það skal kannast, að ýmsir ágætir menn eigi sæti í bæjarstjórn um þessar mund- ir, er farið hafi drengilega með umboð það, er þeim var trúað fyrir; á hinn bóginn verður ekki um það deilt, að sumir hafi þangað lítið erindi átt annað en það, að veita viðtöku hinni mánaðarlegu þóknun. Maður sá, er haft hefir hér lengur borgar- stjórastarf með höndum, en nokkur annar, Col. Ralph H. Webb, leitar ekki kosningar að þessu sinni; honum hefir verið fundið eitt. og annað til foráttu; meðal annars það, að hann væri lítið annað. en “ óforbetraður ” ferða- langur, er gæfi sig mest að gestaveiðum fyrir kaupsýslumenn bæjarins; tæpast verður Mr. Webb það til ámælis lagt, þó hann veitti hing- að, straumi ferðamanna; viðgengst slíkt í hverju siðuðu bæjar- og þjóðfélagi, og er jafn- aðarlegast talið til menningarauka og hags- bóta. Mun vafasamt hvort mörgum hefði tek- ist mikið betur til um forustu í málum borgar- búa, en Mr. Webb, er tekið er fult tillit til þeirra margvíslegu örðugleika, er afli var við að etja. Að þessu sinni keppa um borgarstjóra stöðuna aðeins tveir menn; þeir J. A. Mc- Kerchar, er um langt skeið hefir átt sæti í bæjarstjórn, sem fulltrúi 2. kjördeildar, og jafnframt skipað forsæti í fjármálanefnd, og John Queen, foringi hins óháða verkamanna- flokks í fylkisþinginu. Mr. McKerchar á að baki sér langa og giftudrjúga sögu í meðferð bæjarmála; munu nú um það vera liðin þrjátíu ár frá því er hann fyrst tók að gefa sig að bæjarmálum; ýmist sem skólaráðsmaður eða fulltrúi í bæj- arstjórn; hann er maður gætinn og skyldu- rækinn; og þó hann sé ef til vill enginn á- hlaupamaður, þá vinst honum þó að jafnaði vel á; verða íbúar þessa bæjarfélags vel sæmdir af honum sem borgarstjóra. Því sótti ekki annars bæjarfulltrúi Paul Bardal um borgarstjóraembættið T Að því hlýtur þó að reka, fyr eða síðar, að Winnipeg eignist ís- lenzkan borgarstjóra! Yinsæll íslendingur og glöggur vel, Victor B. Anderson, leitar endurkosningar til bæjarráðs sem fulltrúi fyrir 2. kjördeild; hefir hann rækt stöðu sína í bæjarstjórn með prýði án tillits til flokkslegra eða pólitískra banda. Victor verðskuldar endurkosningu. En til þess að tryggja honum hana verða Is- lendingar í kjördeild hans að greiða honum forgangsatkvæði á föstudaginn þann 23.— Kosningar leitar til bæjarstjórnar í 2. kjördeild nýliði á sviði bæjarmálanna, Mr. T. R. Hardern, kaupmaður, nýtur borgari og framtakssamur. Maður í hans stöðu leitar ekki kosningar launanna vegna, og má hið sama segja um stéttarbróður hans, Reginald Hughes, gr býður sig fram í 1. kjördeild; Þessir menn, hvor um sig, veita forustu sæmi- lega arðvænlegum fyrirtækjum; hæjarráðs- mannslaunin myndu því tæpast hrökkva til aukins mannahalds, er fjarveru þeirra frá viðskiftastofnunum sínum yrði óhjákvæmi- lega samfara, ef þeir yrði kosnir. Þá menn eina, er sakir eldlegs áhuga á málefnum bæj- arfélagsins bjóða þjónustu sína fram, ber að styðja til kosninga og aðra ekki. Cordell Hull og hátollarnir Utanríkisráðgjafi Bandaríkjanna, Mr. Cordell Hull, lét nýverið í ljós iðrun sína og stjórnar þeirrar, er hann telst til, fyrir að hafa áður léð hátollafarganinu lið, með svo- feldum orðum: “Þjóð vor, er skapaði það óheilla for- dæmi að beita hátollum, og knýja með því aðrar þjóðir til hins sama, iðrast nú þeirrar yfirsjónar, og er fús á að leita sam- vinnu þjóða útávið til þess að bæta úr því tjóni, er þegar hefir af hlotist. “Þjóð vor er nú staðráðin í að rífa slíka tollmúra niður, með því að tíminn hefir leitt í ljós, að þeir stæði í vegi fyrir heilbrigðu viðskiftalífi; ekki aðeins heima fyrir hjá oss sjálfum, heldur og með þeim þjóðum, er vér þurfum að eiga viðskifti við á hvaða sviði sem er.” Atkvæðagreiðslan í Saar-dalnum Sjaldan hefir litið ófriðlegar út í Evrópu en einmitt nú; ekki virðist þurfa nema lítið atriði til þess að alt fari þar í bál og brand. Eítt er það samt, sem líklegast þykir fremur en nokkuð annað til þess að leiða til ófriðar; það er deila um hinn svokallaða Saar-dal. Þessi dalur, eða ‘‘gullskálin” eins og hann hefir oft verið nefndur, var partur af Þýskalandi fyrir heimsstríðið mikla. Á frið- arþinginu svonefnda, 1919, var þessi verð- mikla landspilda tekin af Þjóðverjum og af- lient Fi;ökkum; þó var þetta gert með viss- um skilyrðum. Til þess að skýra það fyrir íslenzkum lesendum hvernig stendur á stríðshræsl- unni í sambandi við Saar-dalinn skulu hér talin aðalatriðin, sem deilum geta valdið og málinu stuttlega lýst. Saar-dalurinn er eitt hið allra verðmæt- asta kolanámuland í heimi—'þess vegna er það kallað “gullskálin”; en það er laginu fremur líkt skJál en dal. Þegar þessi landspilda var tekin af Þjóð- verjum, átti það að vera til þess að bæta eða borga fyrir kolanámur, sem þeir höfðu eyði- lagt í norðurhluta Frakklands. En skilmál- arnir voru í fáum orðum þessir: Þjóðverjar afsala sér í hendur Frakk- lands til fullrar eignar og algerðra yfirráða kolanámunum í Saar-dalnum, og mega Frakk- ar nota þetta námuland og fara með það hvernig sem þeim þóknast. Þeir taka við því skuldlausu og veðlausu að öllu leyti. Öll kol, s(>m eru í dalnum eru eign Frakklands frá því.friðarsamningamir voru gerðir og um aldur og æfi. Auk þess fá Frakkar öll áhöld, öll flutn- ingatæki og alt, sem námurekstrinum til'heyr- ir. Frakkar hafa enn fremur rétt til þess að stofna skóla og halda þeim við í Saar-dalnum —bæði barnaskóla, alþýðuskóla og verkfræð- ingaskóla fyrir verkafólk sitt og börn þeirra og láta auk annars kenna þar franska tungu. En stjórnin í þessu landi—Saar-dalnum —er í hendi Alþjóðasambandsins. Var af þess liálfu skipuð nefnd, er þar skyldi stjórna þangað til árið 1935. 1 þessari stjórnarnefnd var um tíma maður héðan frá Winnipeg, R. D. Vaugh, fyrverandi borgarstjóri. Eftir 15 ár—eða 27. janúar 1935, á að greiða atkvæði um það hveraig landinu eða héraðinu skuli stjórnað upp frá þeim tíma. Fólkið í dalnum greiðir atkvæðin og hefir það um þrent að velja: 1. Að sams konar stjórn haldi þar á- fram, sem nú á sér stað. 2. Að þjóðverjar taki þar við stjórn aftur. 3'. Að Frakkar taki við stjórninni. Hvernig sem atkvæðagreiðslan fer um stjórnarfyrirkomulagið, heldur Frakkland áfram fullum eignarrétti á kolanámunum. Nú er það sameiginlegt álit allra, sem til þekkja að 60% til 75% ailra íbúanna muni greiða atkvæði með því að Þjóðverjar taki við stjórninni, en þó svo verði getur Þjóð- bandalagið að nokkru ráðið hvernig stjórnin verður. Setjum sem svo að 75% a.f öllum íbúunum greiði atkvæði með þýzkri stjórn, þá getur Þjóðbandalagið, ef það vill, aðskilið þá parta landsins, sem ekki greiddu atkvæði þannig og stofnað þar annars konar og sér- staka stjórn. Það getur haldið þar áfram nefndarstjórn eða hleypt þar að franskri stjóm. Eitt ákvæðið í samningunum 1919 er það að Þjóðverjar megi kaupa námurnar aftur yaf Frökkum; eiga þeir að borga þær í gulli, en verðið er ákveðið af þriggja manna nefnd: einum Þjóðverja, einum Frakka og einum, sem Þjóðbandalagið tilnefnir, sem hvorki sé Þjóðverji né Frakki. Geti Þjóðverjar ekki greitt gjaldið sem jiessi nefnd ákveður, eftir eitt ár frá atkvæða- greiðslunni, þá á skaðabótanefndin (sem er ekki til lengur!) að selja kolanámurnar og aflienda Frökkum verðið. Talið er að verð það, sem Frakkar heimta fyrir námurnar sé svo geysihátt að Þjóðverj- um sé alls kostar ómögulegt að borga. En ef Þjóðverjar fá stjórn í landinu (Saar-dalnum ( en Frakkar halda þar námunum, þá má búast við alls konar illindum. Þessar fáu línur lýsa í stuttum dráttum hvernig á því stendur að margir óttast nýjan ófrið í sambandi við Saar-dalinn. Sig. Júl. Jóhannesson. Fréttabréf frá Vogar i. nóv., 1934. “Fátt er þér í fréttum að segja.” Svo byrjuðu oft sendibréf í ung- dæmi mínu. Það getur átt vel við hér í strjálbýlinu, á útjaðri fylkis- ins. Hér situr hver að sínu og verð- ur að bjargast sem mest af eigin efnum. Verða því engar þrætur eða flokkadrættir manna á meðal, eins og oft vill veröa í þéttbýli. En það þykir jafnan mestum tíð- indum sæta, þegar menn lenda í erjum og illdeilum. Að sönnu þrengir kreppan nú fast að bændum hér, hvað sem Heimskringla segir þar um. En það bætir ekki um að víla og væla, og heldur ekki að fegra ástandið með lofræðum. Flestir bændur munu því taka því sem að höndum ber með jafnaðargeði, og færa við þol- iS í þeirri von að það harðasta sé nú hjá liðið. Tíðarfarið má kallast gott sið- astliðið sumar, en ekki að sama skapi hagstætt. Of miklir þurkar hindruðu mjög grasvöxt i vor, og engi skemdist mjög af ofþurki fyrri hluta úgústmánaðar. Síðari hlut- ann rigndi nokkuð, en ekki nærri nóg. Þó náði engi sér nokkuð, og hagar bötnuðu þá aS miklum mun, og enda fram um miSjan september. Seint í þeirn mánuði gerði snjóbyl eina nótt, en ekki varð tjón að hon- um, en nokkur verkatöf, því nokkr- ir bændur áttu þá óhirt hey, Hausttíðin hefir mátt kallast í bezta lagi alt til þessa dags. Heybyrgðir flestra bænda hér munu vera af skornum skamti, ef vetur verður harður. Þó munu flestir hafa lógað svo gripum að þeir eru nokkuð byrgir. En við- kvæmt hefir bændum þótt að þurfa að selja unga gripi á iJ4 til 2^/2 cent pundið, sem nú mun hafa verið það verð, sem flestir hafa fengið í' seinni tíð, og fátt á hærra verðinu. Þetta er nú í fyrsta sinni sem krepp- an hefir unnið bændum hér verulegt tjón. Hún hefir áður gjört kyr- stöðu á framkvæmdum, og tekið arðinn af búum manna að meira og minna leyti undafarin ár; en flestir munu hafa haldið bústofni sínum óskertum fram að þessu ári. Það Htur því illa út nú fyrir bændum, ef engar umbætur fást á næsta ári. Um framkvæmdir er því lítið hér i ár. Engir peningar fást hjá stjórn- inni til vegagjörða. Sveitarstj. á í vök að verjast, þvi skattar borgast illa, vegna peningaleysis. Þó hefir sveitarstjórnin nú gefið bændum kost á að vinna af sér hálfan þessa árs skatt við .vegabætur, í þeirri von að þeir legðu kapp á að borga hinn helminginn í peningum. Engir hafa dáið hér i bygðinni í sumar, sem ekki hefir verið getið í blöðunum, nema George Seal, ensk. ur bóndi að Vogar. Hann tók land hér fyrir rúmum 20 árum, en fór heim til Englands með fjölskyldu sína eftir nokkur ár, og dvaldi þar lengi. Kom hingað aftur fyrir fá- um árum. Börn hans munu halda áfram búinu. Að öðru leyti hefir heilsufar manna verið í góðu lagi hér i sumar. Engar slysfarir eða umgangsveiki, sem teljandi er. Fátt kemur hingað í bygðina af góðum gestum, sem hafa lífgandi á- hrif á sveitarlífið. Væri þess þó þörf á þéssum “síðustu og verstu tímum.” Það er helst þegar kosn- ingar eru í vændum, að við fáum heimsóknir af þem sem kallaðir eru leiðtogar fólksins. Þeir koma oft hreyfingu á hugarfar manna, en ekki skilja þeir mikig eftir til frambúS- ar. í sumar höfum við þó fengið heimsóknir af báðum forsetum krkjufélaganna íslenzku, séra Guð- mundur Árnason hefir oft komið hingað áður og flutt guðsþjónustur. Er hann flestum bygðarmönnum velkominn gestur, enda þótt hér sé enginn únítari, svo eg viti; en flest- ir eru hér svo frjálslyndir að þeir hlýða með ánægju á hvern þann prest, sem flytur kenningar Krists, hvaða trúarflokki, sem hann heyrir til. En fastur söfnuður er hér eng- inn nú sem stendur. Síðast var for- seti lúterska kirkjufélagsins, Krist- inn K. Ólafson hér á ferðinni. Hann hefir dvalið hér í bygðinni í þrjár vikur, og komið á flest heimili. Guðsþjónustur hefir hann flutt víða og oft margar sama daginn. Auk þess hefir hann haldð fyrirlestra víðsvegar í samkomuhúsum bygð- arinnar. Þessi starfsemi hefir ef- laust aflað honum vinsælda, því allstaðar hefir hann komið fram sem frjálslyndur maður og ljúf- menni. Fyrirlestrar hans hafa vak- ið mikla eftirtekt. Hann tekur að vísu nokkuð ómjúkum höndum á deilum okkar og samtakaleysi, en sízt ver en við eigum skilið. Gjörir hann þar öllum stéttum mannfélags- ins jafnt undir höfði, og engu síður sinni stétt en öðrum. Ræður hans voru frjálslyndar og lausar við á- deilur og ofstæki, sem mörgum hin- um yngri prestum hættir við. Þó mun hann engu sízt hafa unnið hlý- hug manna með heimsóknum sín- um á heimilin. Slíka gesti ber hér ekki oft að garði. Það er svo fátítt að menta- menn heimsækja okkur hér i fá- sinninu, sem leitast við að skilja okkur, og hafa lífgandi áhrif. En slíkir menn eru þeir prestarnir Guðmundur Árnason og Kristinn K. Ólafson. Guðm. Jónsson, frá Húsey. Sambúð mín við hesta Um áramótin síðustu sæmdi Dýraverndunarfélagið danska tvo aldraða ökumenn i Kaupmannahöfn, þá Poul Andreasen og Johan Ander- son, 50 krónum og heiðursskjali fé- lagsins í viðurkenningarskyni fyrir einkar góða meðferð á hestum sín- um i fjóra áratugi. — Þegar þetta fréttist fór einn af blaðamönnum “Poletiken” að hitta Johan Ander- son, og bað hann að segja frá hest- um sínum, og sambúðinni við þá. En Johan Anderson var lengstum ekill hjá ýmsu tignarfólki. Það sem hér fer á eftir, er lausleg þýð- ing á því, sem birtist í Potetiken af frásögn þessa danska hestamanns. “Eg vil þá geta þess í upphafi,” tók öldungurinn til máls, “að eg elska hesta. Eg hefi verið ekill mestan hluta æfinnar, og mér hefði ekki verið unt að lifa farsælla lífi en eg hefi átt að fagna í sambúð- inni við hestana mína. Eg get með vissu sagt, að hesturinn stendur á mjög háu þroskastigi, og í raun og veru stendur hann okkur mönnun- um í ást og trygð, jafnnær og hund- urinn.” “En hundurinn skilur okkur bet- ur?” greip blaðamaðurinn fram í. “Hvaða þvættingur! Hesturinn er jafn vitur og maðurinn—og auk þess betri. Hafi maður unnið vin- áttu hests, á maður hana á meðan hann lifir. Eg hefi tárfelt af því að skilja við suma hesta, þeir létu mig einnig skilja, að þeir vissu, að eg væri að yfirgefa þá, og svipur þeirra bar vott um sorg og trega.” “Hvað hafið þér lært um hesta á yðar löngu æfi?” “Það skal eg segja yður: Maður á ætíð að vera góður við þá. Það er höfuðatriðið, ætli maður að hæna þá að sér.” “Má maður ekki slá í hesta?” “Því miður verður ekk hjá því komist. Hætti hestur skyndilega að hlýða, verður að gefa honum högg með keyrinu. En eftir á verð- ur maður að vera góður við hann. Hesturinn veit það mæta vel, þegar hann hefir hlaupið eitthvað á sig, og tekur þessari ráðningu án þess að æmta, en verður svo eftir það tvöfalt glaðari við ekilinn, ef hann gælir við hann. En hirti maður hest ófvrirsynju, í einhverri vitleysu, bráðlyndi, eða af ruddaskap einum, þá er hesturinn seingleyminn á slíkt.” “Hvernig er því varið?” “Hesturinn á einnig réttlætistil- finningu. Ef hann hefir verið barinn ófyrirsynju, man hann það lengi, —engu síður en maðurinn. Eg hefi komist i rjá við ekki svo fáa ein- þyklca og óþæga hesta, en með ofur- litlu blaki af keyrinu, og svo enn meiri góðvild, hefir mér tekist að temja þá. Þegar eg var hjá Neu- bert, voru þar tveir hestar, sem sagt var að handsamaðir hefðu verið úr viltu stóði á ungversku sléttunni. Það voru gullfallegir hestar, og þeii urðu ofur gæfir hjá mér. Annar • þeirra reyndi þó, en aðeins einu sinni, að kremja mig til bana upp við básstoðina, en svo talaði eg hlý- lega við hann, og endirinn varð sá, að við urðum beztu vinir.” “Getur maður talað við hesta?” “Hvort maður getur! Þeir skilja að mestu leyti alt, sem við þá er sagt. Þeim er að vísu varnað þess, að svara á sama hátt, en þeir geta sýnt hvað þeir álíta og hugsa. Þeg- ar eg var að kemba hestunum mín- um, og spurði þá, hvort eg hefði kembt þeim nóg, þá gátu þeir svar- að á þann hátt, að mér var ljóst, að nú mundi nóg komið af allri þessari kembingu. Og er eg var að rabba við einn klárinn og sagði, að nú ættum við ökuferð i vændum, þá réð hann sér ekki af kæti og dans- aði i básnum. En vitanlega er þetta samtal á milli tveggja, sem skilja hvor annan.” “Eiga hestar sorgir?” “Það ber oft við. Þunglyndi er algengt á meðal hesta, en stafar venjulega af því, að þeir eru haldn- ir einhverjum krankleik. Þá litu hestar minir ekki við gjöfinni, drúptu höfði og komu til mín, og heimtuðu að eg færi að gæla við sig. Og ef eg talaði svo hlýlega við þá og hugstyrkti, eftir því sem eg var fær um, kom það stundum fyrir, að þeir gáfu til kynna þakk- læti sitt með vinalegu hneggi. En eg hefi einnig rekist á þá hesta, sem voru þunglyndir af öðrum ástæð- um, t. d. veðhlaupahesta, sem knap- arnir höfðu misþyrmt á þann hátt, að lemja þá i höfuðið á sprettinum.” “Eiga hestar við veikind að stríða, eins og mennirnir?” “Já, og meira að segja við sömu kvillana, á stundum. Það er mjög algengt, að hestar fái tannverk; tannholdið bólgnar, og hesturinn ranghvolfir augunum af kvölum. Eg hefi séð hesta mæna til mín því- líkum þjáningaraugum, og eg hefi fundið þá segja: Hvers vegna kem. ur þú ekki og liðsinnir mér . . . ? Það er svo sárt! . . . . Og þá lét eg í skyndi sækja dýralækninn, og hann dró tönnina út. “Hvað vita hestarnir um dauð- ann?” “Jafnmikið og við mennirnir. Þegar gamlir hestar fá leyfi til að standa við stallinn sinn og éta, unz þeir deyja úr elli—og það er indælt, þegar slíkt gerist,—þá færist smám saman ró og værð yfir þessi stór- LŒKKUÐ EIMSKIPA FARGJÖLD Farþegargjöld fram og tif baka með "Mont” Eimskipum frá canadiskum höfnum. ■ Third Tourist GLASGOW .$110.00 $139.00J Fargjöld með "Duchess” og “Empress” skipum vitund hærri. Sérstakir skemtiferða farmiðar fram og til baka til sölú til 30. apríl, 1935. Fullgild innan 15 daga frá lendingu. Leítið upplýsinga hjá umboðsmönnum eða skrifið GANADIAN PACIFIC STEAMSHIPS 106 C.P.R. Bldg., C.P.R. Bldg. King & Younge Sts., Edmonton, Alta. Saskatoon, Sask. Toronto, Ont. W. C. CASEY, Steamship Gen’l. Passeng’r. Agent. 372 MAIN STREET, WINNIPEG, MAN. CANADIAN PACIFIC

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.