Lögberg - 15.11.1934, Side 6
6
LÖGBHRÖ, FIMTUDAGINN 15. NÓVEJMBER, 1934.
Heimkomni hermaðurinn
Fyrst þér á annað borð er það svona
brennandi áhugamál að greiða götu mína,”
sag’ði konan, “skal nú hreinskilriislega frá
öllu greint, og ekkert undan dregið. Ej? þarf
að fá giftingarhring, skýrteini fyrir því að
eg sé gift og nafn handa ófæddu barni; kring-
umstæður mínar eru erfiðari en nöfnnm tjái
að nefna. Hvernig líst þér nú á? Heldurðu
enn að þú getir leitt mig út úr ógöngunum7
“p]g hefi lagt drengskaparorð mitt við,”
sag'ði Jamie undur viðkvæmnislega; mér er
það bæði ljúft og létt, að koma þér til liðs á
þenna 'hátt; }>ó eg sé seinn á mér og lasburða,
get eg auðveldlega náð í leyfisbréf og látið
framkvæma hjónavígsluathöfn; eg á tiltölu-
lega skamt eftir ólifað, og ef þú fullvissar
mig um að með þessum hætti ráðist fram úr
vanda þínum, er þér nafn mitt ekki of gott.
Eg hefi oft legið andvaka yfir því hvað eg
ætti að gera, hverju eg ætti að afreka fyrir
sólsetur æfi minnar, er réttlætt gæti sam-
fundi mína þegar heim kæmi, við guð minn
og herra. Sólin þokast nú meir og meir í
vestur; eg verð henni samferða; þegar hún
gengur undir, geri eg það líka. Eg efast ekki
um að guði myndi þóknast, að eg gæfi litlu,
.saklausu barni nafn mitt,—barni, er með því
vrði forðað frá óþægilegum endurminning-
um um vafasaman uppruna.” Konan fleygði
sér í fang Jamie, titrandi af ákafri geðshrær-
ingu; hann fann mjúkar hendur hennar
strjúkast um sárið á brjóstinu, og um andlit
sér til skiftis.
“Eg trúi því ekki, að þú myndir gera
það,” sagði hún með nokkrum ákafa; mér
finst það óhugsandi að þú myndir útvega
giftingarleyfisbréf og giftast mér, ókunnugri
konunni; þú gætir ekki staðið þig við að veita
mér nafn þitt!”
Jamie fann til handarinnar á andlitinu;
hann þrýsti jafnframt handlegg sínum þétt-
ar um axlir konunnar, hvort sem það var í
rauninni ósjálfrátt eða. ekki; 'hann var nægi-
lega skozkur til þess að hafa töglin og hagld-
irnar.
“Þú mátt treysta mér að fullu,” sagði
hann í ákveðnum alvöruróm; það væri ástæðu-
laust fyrir mig að fara í felur með sannleik-
ann; eg er heldur ekki þannig gerður. Og
'þó þú ekki treystir mér eins og vera ætti, þá
skal eg samt sem áður knýja þig til þess að
gera það. Svo færði hann hönd hennar yfir
brjóst sér. “Finnurðu þetta hérna?” spurði
hann; “þú hefir enn ekki snert við líkama
mínum; þetta eru aðeins umbúðirnar um sár,
opið sár, er aldrei getur gróið; um það verð-
ur ekki deilt. Eg á engan nákominn ættingja
á þessari jörð; það gerir enginn veður út af
því hvernig eg beiti nafni mínu, þessa fáu
mánuði, sem eg á eftir ólifað. Þeir sem
standa mér næst eru foreldrar mínir, en þau
eru nú bæði á himnum. E‘g efast ekki um
að þau mvndu segja, væri þau á annað borð
stödd hérna á þessari stundu, eitthvað á þessa
leið: “Hugsaðu þig ekki lengi um; fáir þú
borgið framtíð saklauss barns, með því að
láta það ganga undir nafni þínu, er þér skylt
að gera það, Jamie!”
“Eg get ekki hugsað mér fegurra naln
handa barni mínu, en nafnið Jamie,” sagði
konan undur blíðlega, verði það á annað borð
sveinbarn. Fórn þín er of mikilvæg. Hvernig
gæti nokkur dauðlegur maður int jafn afskap-
lega fórn af hendi? Eg veit að það er himin-
lirópandi synd að fara fram á slíkt við nokk-
urn mann, hversu mikill dánumaður sem hann
annars kann að vera. ”
“Eg er að öliu leyti frjáls maður,” sagði
Jamie; “það hvíla á mér engin bönd; það get
eg auðveldlega sannað. Eg er lifandi tákn-
mynd þess hvernig styrjöldin fór með mann-
kynið. Þú getur auðveldlega. gengið úr
skugga um mitt rétta nafn, ef þér svo lízt og
þú telur það ómaksins vert; eg get líka gert
þér þess fulla grein sjálfur. Mitt fulla nafn
er James Lewis Mací’larlane. Eg strauk af
sjúkrahúsinu fyrir nokkrum dögum, er eg
fékk fullvissu um það, að eg væri ólæknandi
og varð þess jafnframt áskynja að það ætti
að senda mig á stofnun hins ‘hvíta dauða.’
Þú kannast við Kearney stofnunina eða
Camp Kearney; sú stofnun er stundum
nefnd tjaldbúð ‘hvíta dauðans.’ Bg átti
ekkert erindi þangað; sjúkdómi mínum var
háttað á annan veg; þessvegna afréð eg að
strjúka hvað sem við tæki. Eg staulaðist í
áttina til 'bústaðar býflugnameistarans með
það fyrir augum að leita ásjár hans; hann
varð samt sem áður fljótari til bragðs og bað
mig að hjálpa sér; það gerði eg með glöðu
geði, þó með veikum burðum væri. Eg kom
honum á sjúkrahúsið í tæka tíð, fyrir upp-
skurðinn; um þessar mundir dvel eg á heim-
ili hans sem nokkurs konar náðsmaður eða
bústjóri og lít eftir eignum hans. Nú hefi eg
skýrt þér frá hver eg er og hvar mig sé að
finna. Og nú fullvissa eg þig um, einu sinni
enn, að þér sé nafn mitt velkomið, hvenær
sem þér þóknast.”
Á morgun?” sagði konan, og stóð á önd-
inni. “Getur athöfnin farið fram á morg-
un?” “Já,” svaraði Jamie óliikað. Þú til-
tekur tímann, og þá skal ekki standa á mér.”
—Aður en Jamie hafði í rauninni komist til
sjálfs sín, eða áttað sig á hverju þetta alt
saman sætti, fann hann konuna titra í faðmi
sínum, og salt og sædrifið andlit hennar
snerta varir sínar. “Þú ert elskulegur, sjald-
gæfur maður,” sagði hún. “Mér kom aldrei
fyr í hug að slíka menn væri að finna á þess-
ari jörð! Viltu þá koma. til fundar við mig í
Los Angeles klukkan 3 á morgun? Viltu út-
vega okkur löglegt leyfisbréf og standa svo
við hlið mér sem brúðgumi; það veltir af sál
minni því heljarbjargi, er á henni hefir hvílt
um hríð.”
“Já, eg stend við það,” svaraði Jamie.
Þerraðu nú tárin af augum þér og taktu upp
gleði þína. Svo framarlega sem guð er í
himninum og réttlæti fáanlegt nokkrum kven-
manni til handa, mæti eg þér á hinum tiltekna
tíma; komi eg ekki, verður það þverrandi eða
þrotnu lífsmagni að kenna. Söktu áhyggj-
um þínum á fertugu dýpi; eg kem til fundar
við þig í tæka tíð; þetta verður auðugasta og
yfirgripsmesta augnablik æfi minnar; eg veit
að guð grípur það ekki í burtu frá mér.”
“Viltu sitja hérna í nokkrar mínútur
enn?” spurði konan; eins lengi og þér þókn-
ast,” svaraði Jamie með rólegri festu; ró-
semin var þó aðeins á yfirborðinu, því í
brjósti hans barðist hjarta með slíkum ákafa,
að hann var hræddur um að hann myndi
missa það út um hið opna sár; konari er í
örmum hans hvíldi, gat verið köld og tilfinn-
ingalaus. En hvort sem hún var það eða ekki,
þá var hann sjálfur líkur eldfjalli, er komið
var að gasi. Og nú var hún farin; hann
heyrði glögglega fótatak hennar niður við
hina dökku og sæbörðu strönd. Þarna sat
hann um stund og hlustaði á ógnandi brim-
gnýinn, er minti á rótið í hans eigin sál.
Smám saman fór aftur að komast á jafn-
vægi í huga hans og viðburðirnir að skýrast.
“Svona skjótir atburðir krefjast skjótra á-
lvktana,” sagði hann við sjálfan sig. Og
eigi það á annað borð fyrir mér að liggja, að
afkasta einhverju verulegu nýtu, áður en eg
skil við, verður það að gerast umsvifalaust.
Klukkan þrjú á morgun, ræðst eg út í það,
með guðs hjálp, sem skýrust eyktamörk skap-
ar í æfintýralífi mínu, og líklegast er því til
réttlætingar.
8. KAPITULI.
Einstœð gifting.
Er fótatak hennar varð ekki lengur
greint mannlegu eyi’a, kom Jamie sér fyrir í
sínum fyrri skorðum á gnýpunni, og vafði
regnkápunni að sér þéttar en áður; hann
rendi augum til hafs og honum fanst hann enn
glögigO|ega finna til áhrifanna frá höndum
konunnar horfnu; höndum, sem fyrir fáum
mínútum luktust um höfuð hans og vöktu með
horram djúp-sáran fögnuð; svipbrigðin á and-
liti hennar, þó hann að vísu sæi hana ekki sem
greinilegast, vitnuðu um óútmálanlega end-
urlausn frá kveljandi smán. Jamie hafði
fengið laun sín greidd í gjaldeyri örlátrar
kvenðálar—í kossum; þeim gjaldeyrinum, er
margur maðurinn leggur hvað harða.st að sér
við að komast yfir. - Nú dró Jamie upp vasa-
klút og þurkaði vandlega á sér andlitið. Eng-
in þau áhrif höfðu verið kossunum samfara,
er hann þráði að geta lifað upp aftur; hon-
um var það Ijóst, að kossar þessarar storm-
gyðju, væri í raun og veru ætlaðir öðrum; þeir
hefði fallið honum í skaut vegna þakkláts-
semi fyrir bað, að hann hafði heitið því, og
lagt drengskáp sinn við, að firra hana ævar-
andi smán; heitið henni því, að hann skyldi
alt í sölurnar leggja til þess að hún, sem
frjáls manneskja, gæti borið höfuð hátt og
horft framan í hvern sem var, án þess að
blygðast sín minstu vitund.
Jamie þurkaði sér um andlitið á ný. Bg
vonast til þess, sagði hann við öldurnar, er á
klettunum skullu, að hún þykist ekki hafa
leikið á mig með kossunum, og gert mig með
því að viljalausu verkfæri, því mér var það
fyllilega ljóst hvað eg var að gera. Eg finn
til heitrar ánægju .yfir því hið innra með
sjiálfum mér, að geta látið hana bera nafn
mitt; vitaskuld er henni líka velkominn g'ift-
ingahringurinn og leyfisbréfið, standist hún
þann kostnað, er af slíku leiðir. Eg sá hana
aldrei vel greinilega; þó sannfærðist eg fljótt
um það að hún væri engin daðursdrós. Þá
varð heldur engan veginn ráðið af fasi henn-
ar, að hún væri vön að varpa áhyggjum sín-
um upp á aðra. Hefði hún verið veikbygð
og veiklanduð kona, myndi hún tæpast hafa
afborið rosaviðrið héma efst á gnýpunni, og
það um hánótt; hann var ekki líkamlegs eðlis
sá ótti, er að henni svarf. Nei! Hann var af
öðrum toga spunninn. Af öllum þrautum, er
sálarangistin vafalaust þyngsta þrautin. Það
er andlegi óttinn, sem allar aðrar þjáningar
yfirstígur, að beizkju og biturleik; það er sú
tegund óttans, er ætlað hefir að brenna mig
upp til agna tvö síðustu árin og gera mig
allsendis örþrota. Það er bæði óeðlilegt og
ástæðulaust að óttast hinn líkamlega dauða.
Guð veit að hann var ekki ávalt langt frá mér
í styrjöldinni. Og því ætti eg ekki að geta
drukkið bikar hans í botn með karlmensku
eins og þúsundir félaga minna gerðu daglega
þá? En sökum þess að eg finn mig enn í tölu
hinna lifenda, hlusta enn á andardrátt sjálfs
míns, kviknar ósjálfrátt hjá mér löngun til
])ess að njóta einhvers út af fyrir mig, þó ekki
væri nema um stundarsakir. Mér veitist þá
örðugt að átta mig á hversvegna eg þurfi að
devja svona snemma, þar sem eg hefi í raun-
inni aldrei lifað, eða vitað hvað það er að lifa
eðlilegu lífi, eða hvað það sérstaklega er, sem
gefur lífinu sanngildi.
Jamie sat þarna á gnýpunni um hríð, og
veitti því athygli hvemig skýflókarnir smátt
og .smátt greiddnst í sundur og hversu brimið
sljákkaði að sama skapi. Það leið ekki á
löngu þangað til glýgglega fór að sjást til
stjarnanna, og í huga Jamie mintu stjörn-
urnar ávalt á von. Nú rifjaðist upp hjá hon-
um ræða eins mesta efasemdamannsins, er
hann mintist; hún var flutt 'við gröf elskaðs
bróður; í ræðu þeirri var meðal annars kom-
ist þannig að orði: “í náttmyrkri örvænt-
ingarinnar kemur vonin auga á stjörnu, en
hlustandi ást greinir vængjablak. ” Jamie
fanst sem að aldrei áður hefði nokkrum
dauðlegum manni fallið jafn yndisleg orð af
vörum; jafn yndisleg, jafn sönn. Ekki var
það óhugsandi, fanst Jamie, að nóttin í of-
viðrinu á gnýpunni, hefði í rauninni verið
stormgyðjunni eða konunni, sem hvílt hafði
í örmum hans, veruleg örvæntinganótt, þar
sem náttmyrkur úrræðaleysisins hefði náð
hámarki sínu. Um hann sjálfan mátti til
sanns vegar færast, að ein nóttin upp á síð-
kastið, hefði verið annari örvæntingar meiri.
Hann fann til þess sárt í hjarta sínu hvemig
ástatt var fyrir þessari einkennilegu konu,
er hann nú hafði komist í kynni við; hve kjör
hennar virtust þung, eða jafnvel óbærileg,
þrátt fyrir hið töfrandi, andlega útstreymi
hennar; honum fanst enn sem hár hennar,
svalt og silkimjúkt, félli um andlit sér og
varnaði útsýnis. Nú mintist hann alt í einu
þess að konan myridi Ihafa víerið berfætt;
lionum fanst sem glitt hefði í hvíta fótlegg-
ina
i
1 nafni allra helgra vætta, sagði Jamie
við Anda hafsins, eftir því sem liann varð
nærgögulli, þá var hún víst aðeins á nærklæð-
unum með einum af þessum æðardúnshjúpum
utan yfir; eg fann það á nærveru hennar. Tlún
liefir vafalaust verið gengin til hvílu, en svo
eirðarlaus, að þetta'hefir verið eina úrlausn-
in í huga hennar; henni hefir vafalaust fund-
ist sem svo, að hafið, þó salt væri bæði og
svalt, væri hennar rétta legurúm. Þessi veg-
ur var henni vafalaust áður kunnur; hún
hefði ekki komist eins og mannshugur upp á
gnýpuna og horfið þaðan eins og snæljós, ef
hún hefði komið þangað um óravegu; dvalar-
staður hennar hlaut að hafa verið einhvers-
staðar í grendinni.
Nú fór Jamie fyrir alvöru að tala við
sjálfan sig: “Manstu hverju þú hétzt henni
um nóttina ? Þú sórst það ásamt öðru fleira,
að þú skyldir aldrei leita hennar, aldrei veita
henni eftirför; hann svaraði sjálfum sér um
hæl. Hvernig í ósköpunum á eg að giftast
jafn vndislegri konu með þessar þvölu hendur
og jafn töfrandi silkihár. sverja henni ást og
hollustu til daganna enda, og geta svo ekki
sakir variheilsu unnið fyrir henni og séð
henni borgið í lífinu; treysta benni, láta hana
fara ferða sinna, og hafa ekkert annað að
bjóða, en nafnið tómt?
1 annað skiftið þessa sömu nótt stóð
Jamie skýrt og lifandi fyrir hugskotssjónum
æfintýrið mikla; við sjálfan sig sagði hann
eitthvað á þá leið, að óvíst væri, þegar alt
kæmi til alls, hvort þeir atburðir nú væri að
gerast í lífi lians, yrði ekki margfalt mikil-
vægari en hann í 'fyrstu hefði gert sér í hugar-
lund; nú fanst honum sem hvíslað væri að sér
þessum orðum: Kvænti herra! Þér mun viss-
ara að hypja þig heim og byggja þig upp
fyrir lífsbaráttuna með hvíld ag svefni; þú
þarft jafnframt að slétta buxurnar þínar
og vita hvort þú getur ekki með einhverju
móti komist yfir hálsklút hjá býflugnameist-
aranum, það er að segja, fá hann að láni.
Ha'fir þú hugsað þér í alvöru, að standa í
'brúðgumasporum innan skamms, veitir þér
ekki a.f tímanum til undirbúnings. En hverju
átti svo að svara, ef til manns kom sorgbitin
og áhyggjufull kona, komin að því að varpa
sér fram af snösinni niður í hinn salta sæ, og
leitaði ásjár, jafnvel þó það, sem hún hafði
fram að bera væri óalgengt og kostaði ærna
umhugsun. Virtist það ekki sjálfsagt eins og
ástatt var með hana, að reyna að opna henni
veg út úr ógöngunum, með því að 'heimila
henni aðgang að nafni, ef vera mætti að það
trygði henni sjálfstæða aðstöðu í lífinu æfina
á enda? Við þessu fékk Jamie þó ekki neitt
utanaðkomandi svar, er fullnægjandi gmti
talist; þó rak ávalt ein spurningin aðra. Það
væri ekki ófróðlegt að fá skilið hugarafstöðu
mæðranna nú á dögum. Svo máttugar voru
þó ástríður þeirra og kynhvatir að þær gift-
ust og áttu ibörn. Nú er eins og þeim veitist
erfitt að átta sig á því, að hvatir og þrár
barnanna, séu af sama toga spunnar og þeirra
sjálfra og krefjist fullnægingar.
Jamie staulaðist á fætur; hann vafði um
sig regnkápunni, og ]>reifaði sig varfærnis-
lega áfram niður einstigið; að vitum lians
lagði þrungna angan indælla blóma. Ljósið í
glugganum á heimili býflugnameistarans við
hlíðarfótinn, blasti við augum hans; hann
opnaði bakdyrnar og gekk inn; honum fanst
hann finna til ósegjanlegrar þreytu, og þes's-
vegna kastaði hann sér niður á stól þann, er
næstur honum var.
Eg er engan veginn viss um hvort það
er í dag eða á morgun, sem eg á að fullnægja
samningi mínum við konuna, er eg hitti í
storminum á gnýpunni, sagði Jamie við sjálf-
an sig; hann leit á klukkuna og sannfærðist
þá undir eins um að það var einmitt í dag.
Ætli ]>að verði þá ekki eina dagsverkið, er
nokkuð kveður að? Orðið brúðgumi hljóm-
aði óaflátanlega í eyrum hans; jafnvel hvern-
ig sem ástatt var, varð það ekki umflúið, að
það út af fyrir sig að vera brúðgumi, hlyti
að vera ósegjanlega mikilvægt. Var það
hugsanlegt, að nokkuð annað væri fegurra og
yndislegra til, að undanskilinni ástinni til
guðs, en það að standa sem brúðgumi frammi
fyrir augliti hans við hlið elskandi brúðar?
Nei! Bkkert gat komið til jafns við slíkt. í
þessu tilfelli var þó um þá undantekningu að
ræða, er átti engan sinn líka; hann átti að
verða brúðgumi í dag með alt öðrum hætti, af
alt öðrum ástæðum, en dæmi voru áður til,
brúðgumi stormsins, við buldrið í reiði höf-
uðskepnann, storminn í eigin sál og storm-
inn í hjarta þeirrar konu, er hann hafði há-
tíðlega heitið, að bera skyldi nafn sitt í fram-
tíðinni. Heilagur Móses! sagði Jamie við
Sjálfan sig. Þetta er þó stormur sem segir
sex; það ætlar þó víst ekki’ að dvnja á reglu-
legur fellibylur? Ekki dugir annað en fá sér
dálítinn blund. Töluverðan tíma þaiif eg líka
til undiribúnings; svo getur það jafnframt
tekið þó nokkurn tíma, að finna staðinn, þar
sem eg á að mæta henni. Nú flaug honum alt
í einu Margaret Cameron í hug; hún hafði
ávalt verið boðin og búin til þess að gefa
honum leiðbeiningar; hún gat að minsta kosti
frætt hann um það, hvaða sporvagn liann ætti
að taka; en þegar inn í miðbæinn kæmi hlyti
})að að vera auðvelt að finna skrifstofuna,
]>ar sem athöfnin skyldi fara fram.
Jamie hagræddi sér í rúminu sem bezt
hann gat; nóttin lukti um hann á alla vegu,
ósýnileg en þó nærgöngul; brimniðurinn frá
ströndinni barst til eyrna hans, ýmist ljúfur
eða laðandi, eða þungstígur sem hrynjandi
foss. Jamie fann til ósegjanlegrar þreytu;
það náði þó engri átt að láta liana raska því
áformi, er hann hafði sett sér; hann hafði
heitið konunni því, og lagt drengskap sinn
við, að vernda sæmd hennar hvað helzt sem
það kostaði; hann mældi dýpi sorgar hennar,
með fögnuðinum er kom í ljós 'hjá henni við
staðhæfingu hans um það, að ósk hennar
skyldi uppfylt Verða. í augum 'heimsins
hafði hann þó að minsta kosti bjargað henni;
fórn hans var þegar alt kom til alls, hreint
ekki svo ýkja mikil; hann hafði heitið lienni
nafni sínu,—nafni, sem 'fæstir sóttust eftir,
—nafni, sem þó var óneitanlega drjúgum
hreinna en nafn þess manns, er væntanlega
hafði brugðist við hana hinum helgustu skyld-
um. Og svo—þegar kallið kæmi, hefði hann
þói eitthvað dýrðlegt, ditthvað ósegjanlegta
mikilvægt að hugsa um á dauðastundinni.
Eitthvað var ef til vildi í því, sem smávaxna
persónan eða litli dátinn hafði sagt, að jafnvel
dauðinn ætti sínar sérstæðu myndbreytingar.
Vera mætti að síðustu hugsanir hans í þessu
lífi snerust um skapbrigðareinkenni þau, er
í ljós komu hjá konunni í storminum nóttina
góðu á gnýpunni, hið óútmálanlega lxugar-
angur hennar, og fögnuðinn óumræðilega, er
ljomaði um ásjónu hennar við tilhugsunina
um það, að barni hennar yrði bjargað frá
smán. Efeki var óhugsandi að hann kynni að
falla í sinn hinsta svefn með brosið leyndar-
dómsfulla á vörunum, er smávaxna persónan
hafði lýst fyrir honum, og að þannig k\mni
hann, eftir langvarandi fjarvistir, að fallast
í faðma við móður sína á landinu fyrir hand-
an. Vekjaraklukkan hafði slegið sjö. Jamie
flýtti sér á fætur, þvoði sér að vanda og neytti
morgunverðs. VJið Margaret Cameron lét
hann þess getið, að hann yrði að bregða sér
til borgarinnar í viðskiftaerindum; að hann
kæmi að öllu forfallalausu heim til miðdegis-
verðar í tæka tíð. Um heimsókn á spítalanum
vrði ekki að ræða fyr en Dr. Grayson kveddi
hann þangað.