Alþýðublaðið - 23.07.1960, Side 1

Alþýðublaðið - 23.07.1960, Side 1
§ ‘. 'Jl‘vZfl'i1 (MfeWWUMMWWMt* Harður árekstur UM HÁLF NÍU leytið í gærkvöldi, varð mjög harður bifreiðaárekstur í Lækjargötu, Bifreiðinni R-10410, sem er af Mosk- witz-gerð, var ekið norð- ur Lækjargötu, en á móts við númer 6 við Lækjar- götu, ætlaði bifreiðarstjór inn á R-10410 að beygja til hægri og aka suður götuna, Skall þá bifreið- in R-9026, sem er af Chev rolet-gerð, af miklu afli á hægri hlið R-10410, með þeim afleiðingum að R- 10410 valt og stórskemmd ist. Skemmdir á R9Ö26 voru smávægilegar. Ljósm. Gísli Gestsson.) Ætlaði rétt að láta ykkur vita, að Laugardagssíða Hauks er á 13. síðu og viðtal við Sigríði Geirsdóttur í Opnunni. SAMKVÆMT bókum rannsóknarlögreglunnar upplýsist ekki nema um lielmingur þeirra þjófn aða, sem hún f jallar um á ári hverju. Á því sést að alltaf er mikið um þjófn aði, sem ekki tekst að upp lýsa, en þess ber að gæta, að mestur hluti þeirra þjófnaða sem hér eru framdir, eru smávægilegt hnupl, og upp kemst um flesta eða alía stórþjófn- aði. Árið 1959 komu 949 þjófn- aðarmál til meðferðar hjá rann sóknarlögreglunni, en nú eru 450 þeirra upplýst. Tölulega séð gæti þetta lýst all alvarlegu á- standi, en svo er þó ekki. Menn kæra jafnvel hnupl á hjólkoppi af bíl, sem þeir hafa allt eins getað týnt í akstri og stundum kemur fyrir að maður kærir peningaþj ófnað eftir fyllirís- nótt, þótt hann geti enga skýr- ingu gefið á því, hve miklum peningum hann hefur evtt. — Hann trúir því bara ekki að peningarnir séu horfnir og kær ir, en þessi mál eru öll tíund- uð og koma til frádráttar, sem óupplýst mál, þegar yfirlit er gert yfir ársstarfð. Og sem bet- ur fer eru það einmitt smámál á borð við fyrrgreint, sem eru lángflest að tiltölu. Það er því ekki að undra, þótt málaskráin sé dálítið óhagstæð tölulega séð. Það verður séð á málaskránni — að tala bjófnaða og upp- lýsstra mála breytist lítið frá ári til árs. Ári'ð 1958 eru þjófn- aðir til dæmis 963 og þar af upp lýstust 431. Þessar jöfnu tölur gefa annað og eftirtektarverðra til kynna, en þann mikla grúa smáhnupls, sem þær ótvírætt benda til. Tölurnar benda til þess, að rannsóknarlögreglan sé of liðfá. Væri fjölgað í henni mundi hlutfallið breytast og bilið mirmka milli þjófnaða og óupplýstra mála, og yrði þeim fækkað mundi bilið minnka. — Þetta er skoðun þeirra, sem gerst þekkja til og hún er afar trúleg. Braut bryggju HVALVEIÐISKIPIÐ Hvalur V. ,,bakkaði“ í fyrrakvöld um níu- leyti'ð inn í Togarabryggjuna. Gerðist þetta með þeim hætti, að skipið, sem var að leggja frá bryggju, „bakkaði“ íheldur langt með þeim afleiðingum, að nokkrir bitar í bryggjunni brotn uðu Tjón varð talsvert. RANNSÓKN olíumáls ins er ekki lokið, og verð ur henni haldið áfram af fullum krafti næstu vik- urnar. Alþýðublaðið leit aði í gær fregna af fram- haldi málsins, en ekki vildu kunnugir spá um, hvenær rannsókninni lyki. Aðspurðir staðfestu rann- sóknardómaramir tveir, Gunnar Helgason og Guð mundur Ingvi Sigurðsson, að rannsókninni væri ekki lokið, en vísuðú að öðru leyti til skýrslunnar frá í gær og káðust ekki hafa annað um málið að segja á þessu stigi. Þegar rannsókninni lýkur muuu dómararnir gefa skýrslu til ríkisstjórnarinnar. Þeir voru skipaðir af utanrík- isráðherra, en dómsmál á flug- vellinum heyra undir utanrík- isráðuneytið. Hins vegar hefur málið í rannsókninni farið langt út fyr ir ramma flugvallarins, og heyr ir að því leyti undir dómsmála- ráðuneytið. Ráðherrar ákveða, er þeir hafa kynnt sér skýrslur rann- sóknardómaranna, málshöfðun eftir því sem þeim þykir efni standa til. EINN góðviðrisdaginn fyr ir skömmu gekk kona hér í bæ þrisvar sinnum út úr húsi sínu með misjafnlega löngu millibili, og er ekki í frásögur færandi. Hitt vakt undrun hennar, að í hvert þessara þriggja skipta kom rauð bifreið fyrir horn og ók hjá. Konunni þótt þetta undarlegt, að hún sneri sér til Vikunnar og hana að ráða þetta. an gat ekki orð|ð við beiðni konunnar, þar sem blaðið ræður aðeins drauma, og heyrði þetta því ekki undir þann þar sem konan var vak- andi. Þess má geta að Al- þýðublaðið fékk óvænta ráðningu á fyrirbærinu hjá rannsóknarlögregl- unni. Þegar einn af vask- ari mönnum þar í hópi heyrði um konuna og rauðu bílana þrjár, sagði hann strax: Konan á eftir að giftast Indíána og eiga með honum þrjú börn.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.