Alþýðublaðið - 23.07.1960, Page 15

Alþýðublaðið - 23.07.1960, Page 15
 reynslu í þessum efnum“. „Ég hef rannsakað þetta allt mitt líf“, sagði hann og hló við. „Maður þarf að lifa og það var nauðsynlegt fyrir mig að minna einhverja leið til að lifa án þess að vinna“. Hún leit á hann og nú sá hún að þó föt hans væru vtel pressuð ig hirt höfðu þau lif að betri daga. „Er það góð vinna?“ spurði hún. „í>að er eftir því hvernig á það er litið . . . stundum 'betri en stundum, en það ger ir það bara meira spennandi. Smáborgarlegir lifnaðarhætt ir eru ekki við mitt hæfi“. í þessu komu tvær hávær ar ungar stúlkur nn og Paul Vane varð að svipstundu sami heimsborgarinn og fyrr. Hann kvaddi Ann brosandi og gekk til kvennanna. Ann horfði á eftir þeim og þegar hún leit aftur við sá hún að John Farrell starði á hana. Varir hans voru feins ogörmjótt strik og augu hans leiftruðu. „Leyfist mér að minna yð- ur á að þér eruð hér til að vi'nna eri ekki til að daðra við heri-a Vane?‘‘ Ann sá rautt. Hvað hélt hann eiginlega að hann væri? Eödd hennar var jafn kulda leg' og hans hefði vierið. <- „Kannske þér vilduð þá segja mér hvernig ég á að : fara að þegar einhver gest- : anna reynir að vera fyndinn og' skemmta sér við að talavið mig. Á ég að hringja á lög- regluna eða slá þá?“ ; Hann starði á hana“. Hvað ■ ... hvað sögðuð þér?“ ' " Ég sagði svo sem ekkert, ég bað yður aðeins um að leiðbeina mér dálítið". > „Léiðbeina“, endurtók hann. Það var auðséð að hann vissi ekki hvað hann átti að 1 segja. „Kannski vilduð þér ’ ibanna mér enn fleira herra Farrell. Hundum og börnum ■ er bannaður aðgangur, hvers i vegna sjáið þér ekki svo um i að karlmönnum innan sext- ugs sé einnig bannað að t koma hingað. Þá getið þér treyst því að ekkert komi fyr • ir hér“. i „Þér getið hætt öllu daðri r' £ vinnutímanum og hver og < ein ung og góð stúlka kann 1 að halda karlmönnum í hæfi , legri fjarlægð“. ú Hún reisti höfuðið. „Þetta 1 virðist vera ákafleg'a blátt 3 áfram . . • þegar þér segið i þag; en ég verð hér áreiðan- / jega ekki mikið lengur því ég get ekki ábyrgzt að annað ' eins og þetta komi ekki fyr- ' ir aftur. Þegar fólk brosir og í er vingjamlegt við mig er ' ég venjulega eins við það og 1 ég get ekki breytt því“. „Hvers vegna ekki?“ „Spyrjið Adam og Evu,“ svaraði hún óþolinmóð. „Ég ibjóst við að þér sem hótel- stjóri vissuð jafn einfaldan Ihlut og það að ungur maður og ung kona brosa venjulega hvort til annars og reyna að vera skemmtileg“. „En þér virtust ekki hafa neitt á móti því að daðra við herra Vane"?“ „Ætti ég ef til vill að fá móðursýkiskast ? “ „Nei, en þér áttuð ekki að gefa honum undir fótinn“. „Hvað vilduð þér að' ég gerði þegar herra Transom kynnti mig fyrir vini sínum og þessi vinur reyndi að vera skemmtilegur í viðmót? þeirra yrði. „Það er gott að ég var ekki búin að taka upp úr töskunum“, sagði hún, „ég get náð í átta-lestina ef ég flýti mér“. Hún lei't á hann og horfði í augun á honum en hún gat ekki lesið 'hugsanir hans. 3. Það hafa áreiðanlega ekki liðið nema fáeinar sekúntur, en Ann fannst það vera eilífð artími'. Svo tók hann ferðaá- ætlunina. „Viljið þér vera kyrr ef ég bið yður afsökunar?“ Nú var það hún sem starði á hann. „Hvað segið iþér?“ „Ég sagðist gjarnan vilja biðja yður afsökunar. Þér gengur áreiðanlega allt sam- an“. „Það er mikil ábyrgð, sem þér leggið á mig.“ „Já, en ég var búinn að að- vara yður og segja yður að þetta væri þýðingarmikil vinna, sem þér tækjust á hendur ... og nú sjáið þér að það hefur ekki tekið langan tíma fyrir yður að komast að því að ég hafði á réttu að stand'a. En einn góðan veður- dag, þegar við megum bæði vera að ætla ég að biðja yður um að halda smáfyrirlestur fyrir mig um hegðun manna og kvenna. Hingað til hef ég víst aðeins hugsað um þau sem gesti og starfslið.“ Hún kenndi’ í brjósti um 5 Mary Arundel Átti ég að biðja hann um að fara strax?“ „Hvernig fóruð þér að þar sem þér unnuð fyrr, þegar á líka stóð á?“ „Svona skeði ekki þar sem ég vann áður. Herra Vane er ekkert líkur vísindamanni. „En getið þér þá ékki fund ið einhverja aðra laush?“ „Jú, auðveldlega. Fáið yður aðra yfir sextugt. Aðra ung- frú Delewere“. Hann brosti en brosið hvarf jaínskjótt af vörum hans. „Þetta skeði að minnsta kosti ekki á tímum ungfrú Delew- ere, en það er ekki auðvelt að mi'nna hennar líka“. „Hvenær kom herra Vane eiginlegá?“ spurði FarrfeU og leit í skrána. „Nú í fyrradag. Guð einn veit til hvers hann hefur komið hingað. Þetta er einkennilegt háttalag hjá manni eins og honum“. „Það er ekki einfcennilegt þegar á það er litið að hann er vinur herra Transom“. „Já, Transom yngri á marga vi'ni en það er ekki sennilegt að þá langi til að Ibúa hér. Þeim myndi leiðast alltof mikið“. Hún tók ferðaáætlunina og athugaði' brottfarartímann. 'Eiginlega langaði hana ekkert til að fara þaðan. Hún hafði fcynnst mörgum manneskjum og það yrði ekkert skemmti- legt að vita ekki hvernig líf höfðuð á réttu að standa og ée á röngu“. Svo brosti' hann. „Mér skjátíast oft“. „Já, en . . já, en “ stamaði hún. Hann hafði beðið hana afsökunar. Annað hvort var hann óvenjulega elskulegur maður eða hann var óvenju lega vel g-efinn. „Já, en“ sagði hún í þriðja skipti eins og það væri' að eina, sem hún gat sagt. „INú þegar ég hef talað við yður veit ég að atvinnukvenna maður eins og Paul Vane er ekki við yðar hæfi, þér eruð of gáfuð til að láta blekkjast af honUm“. Það lá við að hún segði’ að hún hefði raunverulegan á- huga fyrir Paul Vane, en hún lét skynsemina einu sinni ráða og þagði. „Og ég vil gjarnan hafa yð ur 'hér þar sem þér eruð bæði' gáfuð og góð kona . . .ef þér þá viljið það?“ Nú fékk hún málið á ný. „Ég vil gjarnan gera það, en ég veit ekki hvað és á að gera ef þetta skeður aftur“. Hann brosti þurrlega til hennar og benti henni' á stóra bjöllu, sem hékk á veggnum að baki hennar. „Þarna er brunaboðinn . . . ef það geng- úr mjög illa skulið þér þrýsta á hann . . . en ég geri ekki ráð fyrir að það verði. Þér líti'ð út fyrir að vera betri mannþekkjari en ég og þetta hann. „Fyrirgefið þér hve ó- kurteis és var, herra Farrell/ „Sömuleiðis, ungfrú Will- ert.“ „Það er stóri gallinn á ofck- ur frá Yorkshire að við segj- um okkar álit.“ „Það er bæði hressilegt og gott, en það má ekki segja það við alla. Ég skal reyna að skilja yður.“ Svo snerist hann á hæli og fór. Já, það var á- reiðanlegt að (það yrði skemmtilegt að reyna að kynn ast honum. Nú voru matargestirnir að koma inn í forsalinn og mjög skreytt eldri kona kom að borðinu. Stingandi augu henn- ar litu frekjulega á Ann. „Ég er frú Ralston,“ sagði hún eins og hún væri að tilkynna að þar færi drottningin af Saba. Hún lagði hringskreytta hönd á borðið „Hver eruð þér?“ „Ég er nýja stúlkan hérna, frú Ralston. Ég heiti Ann Willert.“ „Ég vona að þér standið yð- ur betur en ungfrú Delewere gerði. Ég kvartaði undan henni við herra Transom fyrir fáeinum árum síðan, en hann vildi ekki heyra á það minnzt. Hann er svo þrjózkur.“ Ann hafði heyrt að herra Transom væri strangur, en réttíátur maður. Hér var sönn un þess. Hann hafði ekki sagt ungfrú Delewere upp þó fcvartað væri yfi'r henni. „Þá vona ég að ég geti stað ið mie vel,“ sagði Ann. „Gáið þér að því hvort eru bréf til mín.“ Ann þóttist leita ... það var langt síðan hún hafði' tek- ið eftir því hve margir bás- anna voru auðir og hún hat- aði þá Hún vissi hve margir, er áttu von á bréfi urðu. fyrir vonbrigðum þegar þeir fengu neikvætt svar dag eftir dag þegar þeir spurðu: „Er bréf til mín?“ „Því miður, frú Ralston.“ „Nei, það er ekki' til siðs að skrifa bréf nú til dags. Allir hringja. Þegar ég var ung —“ hún varð hugsi um stund', en. svo sagði hún; „Sendið Am- brose til m‘ín.“ „Ambrose?“ „Já, yfirþjónninn,“ sagði hún óþolinmóð, eins og það væri Ánns sök að hafa ekki vitað hvað hann hét. „Morgunkaffið mitt var kalt í dag.“ iSvo strunsaði hún í áttina ti'l hægindastólanan. Svo heyrðist blíð, lág rödd: „Ég heiti ungfrú Drew, er I bréf til rm’n í dag?“ „Nei, því miður, ungfrú Drew.“ Það var engu líkara en all- ir ættu von á bréfi. Ann varð kalt og hún hugsaði um það, hvernig það væri að enda líf- daga sína einfaiana og yfirgef inn eins og allt þetta fólk. Það var Brenda, sem fcorn næst ti'l hennar. „Hvernig gengur?“ „Tíðindalaust á vígstöðvun- um.“ „'Þá er sko allt annað en tíðindalaust uppj á skrifstof- unni. Þeir hnakkrífast.“ - „Um hvað?“ O ; ; „Það er ofurstinn eifau sinni enn. Hann sendir letingjanum honum syni sínum öll eftir- launin sín og hann hefur ekki borgað hér í tvær vikur og Farrell og herra Transom eru að rífast um það hvort ei'gi að henda honum út eða ekki.“ „Og hvað segir Farrell um það?“ Ann beið spennt eftir svar- inu. Hún skildi að það var mjög þýðingarmifcið fyrir hana að vita það Brenda kveikti sér í sígarettu og Ann fannst eilífðartími líða unz hún svaraði: „Vitið þér það ekki?“ „Nei, alls ekki. Segið þér mér það.“ „Vitanlega stóð Farrell með ofurstanum. Transom gargaði að Farrell ætti að vita af ei'g- in reynslu að það er ekki hægt að reka hótel ef bókhaldið er ekki í lagi.“ „Við hvað átti' hann með því?“ „Það veit ég ekki, en það er eitt, sem þér verðið að læra ©f þér verðið hér áfram, Ann ... þér megið ekki hugsa um of urn áhyggjur gestanna. Vinn- an os hjartað verða að vera Alþýðublaðið — 23. júlí 1960 J,5

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.