Lögberg - 27.12.1934, Blaðsíða 1
PHONE 86 311
Seven Lines
RuWÍ?r
U'!Stecl
Por
Service
and Satisfaction
PHONE 86 311
Seven Lines
ío'
‘jsrs^
SVÍ&o*
Por
Better
Dry Cleaning
and Laundrj
47. ARGANGUR
WINNIPEiG, MAN., FIMTUDAGINN 27. DESEMBER 1934
NÚMER 52
^^^^^^^»^^^^^^ilM>»fti>«M>»Bi>i»t!i>«iW>i«fl>«iCI>«W>»W>«W>‘*>>l*![
Nýárið í Fyrátu Iútersku kirkju
I ____________
Tuttugu og fimm ára hjúskaparafmœli
presthjónanna í Minneota »
Þann 9. þessa mánaðar áttu
prestshjónin í Minneota, þau séra
Guttormur Guttormsson og frú
hans, Rannveig, tuttugu og fimm
ára hjúskaparaímæli; var þessa
merkisviðburðar í lífi þeirra hjóna,
minst með virðulegu hátíðarhaldi í
kirkju St. Páls safnaðar. Tuttugu
og fimm ár voru einnig liðin frá því
að séra Guttormur tók prestsvígslu;
fór sú athöfn fram 27. júní 1909.
SöfnuíSir þeir hinir íslenzku, er
séra Guttormur þjónar í þessum
bygðarlögum, áttu frumkvæÖi að
þessum eftirminnilega mannfagn-
aði. Margar voru ræður haldnar og
merkilegar við tækifæri þetta, svo
sem vera bar, er allar báru Ijósan
vott um virðingu þá og hlýhug, er
prestshjónin í hvívetna njóta. Þá
stóð heldur ekki á skáldunum, eins
og raun ber vitni um af kvæðum
þeim, sem nú birtast her í blaðinu,
og lesin voru og afhent heiðursgest-
unum í samkvæminu. Mörg og fög-
ur heillaóskaskeyti bárust þeim séra
Guttormi og frú hans viðsvegar að,
sem lifandi vottur um þau ítök, er
þau eiga í hinu íslenzka mannfélagi
vestan hafs.
Séra Guttormur er lærdómsmað-
ur mikill, glöggsýnn rithöfundur og
áhugasamur kennimaður, er nýtur
óskiftrar virðingar safnaðarfólks
síns. Er frú hans honuin samtaka í
því öllu, er til sæmdar má verða og
gengis hinu íslenzka mannfélags-
broti.
Lögberg flytur séra Guttormi, frú
hans og börnum þeirra innilegar
hamingjuóskir í tilefni af silfur-
brúðkaupinu.
Til séra Guttorms Guttormssonar og Rannveigar konu
hans á silfurbrúðkaupsdegi þeirra 9. desember 1934.
(Lag: “Hvað er svo glatt”)
Þótt hausti að, og fyrr að fjallabaki
Sig feli sól, og blikni rósar kinrt;
Þá er sem náttúran á verði vaki
' Með von og traust, er styttist dagurinn.
Hún leiðir andann iheim—í dala. hlíðar
1 thelgidýrð Iþars vakir sérhvert blað,
Og þúsund raddir óma unaðsblíðar,
Sem opið Ghiðshús sé á hverjum stað.
Vér göngum inn í gulli skreytta sali,
Hver gluggi er opinn, dýrðleg birta skín,
Oss finst sem Herrann hér í öllu tali,
Og hendur leggi yfir* börnin sín.*
Vér finnum glögt að hér er helgur staður,
Að Herrann sjálfur reisti altarið,
0g hér er “Betel”—hér fær sérhver maður,
Sem hingað leitar, svölun, hvíld og frið.
.4 hljóðri stund vér heyrum stilt og' lengi
Frá hæðum streyma fagrann söngvaklið,
Sem leiki hulin hönd á silfurstrengi,
Og Herrann sjálfur nálgist altarið.
Hann lyftir höndum hægt—er geislar hjúpa,
Og heiðursgesti vora talar við,
Sem frammi fyrir himins hátign krjúpa,
Og Herrann blessar þau við altarið.
Á bak við hina helgu guðsþjónustu
Berst hjartsláttur lífsins til vor inn.
Vér minnumst hrærð þá ihuldir strengir brustu,
Og hrvggur land sitt kvaddi frumherjinn.
Nú börnum hans, sem 'hér á tímans ströndum,
Mbð heiðri bera merki lausnarans,
Vér hjartans beztu heillaóskir vöndum,
Og liugur minnist dána landnemans.
Um fjöllin bláu hátt er hugann draga,
Vér ringað rekjum þeirra förnu slóð,
Þars letruð gulli geymist þeirra saga,
Sem Guði vígt og helgað sigurljóð.
Nú sagan glögg er saman þræði 's indur,
Og sanna .gildið ber í dagsins Ijós,
Þeim heiðurssveig af hjartans rósum bindur,
Er hún þeim geldur verugt lof 0g hrós.
Og nu, er hægt á hausti laufin falla,
Og hallar undan fæti lífsins braut,
Þær beztu gjafir gæfan láti falla,
Þoim Guttormi óg Rannveigu í .skaut.
Vér þökkum góða fylgd á förnum vegi,
Og fagurt. dæmi í kennimanna stétt—
Hin helgu fyrirheitin bregðast eigi,
Þið hljótið þau—iþá dagsins önn er létt.
—María G. Arnason.
Fullveldi íslands sextán
ára gamalt
Nýlega var þess minst víöa um
heim, að nú væru sextán ár liðin
síðan þjóðirnar létu af blóðbaðina
mikla 1918.
Nóvembermánuður það ár er,
fyrir vopnahléið, einhver merkasti
tími aldarinnar.
Þegar deilurnar um yfirráð, lönd
og lýði, sem háðar voru með stór-
virkustu tortímingartækjum, þögn-
uðu og þjóðunum gafst aftur kost-
ur á því að vinna að margvíslegri
innbyrðis viðreisn sjálfra sín.
En einmitt um likt leyti og þessir
atburðir gerðust úti í heimi, voru
íslendingar að semja frið líka. þótt
með öðrum hætti væri.
Þeir voru—lika fvrir sextán ár-
um—að tryggja sjálfum sér frið
og sjálfsforræði til þess að geta
farið með sín eigin mál óbundnir
og óheftir af íhlutun erlends valds.
Á sinn hátt eins og stjórnmála-
mennirnir í Versölum voru að skipa
s j álf stæðismálef num str iðsþ j óð-
anna, svo sömdu og íslendingar um
sitt sjálfstæði við dönsku þjóðina,
að gæta frelsis og sjálfstæðis litill-
ar þjóðar.
Öldur, sem vilja brjóta niður
helgasta rétt mannanna, frelsi and-
ans, trúar og skoðana, hafa flætt
yfir Norðurálfuna undanfarin ár og
bælt undir faldi sínum margar dýr-
mætustu eigindir mannanna.
Og sérstaklega við tímamót sem
þessi mun það hugheil ósk hvers
góðs manns i landinu, að þeir böl-
brekar nái aldrei til áhrifa inn yfir
landsteina íslands, til spillis og eyði-
leggingar því frelsi, sem unnið var
með langri, harðri en gifturíkri bar-
áttu þjóðarinnar.
—N. dagbl.
Nýársdag—kl. 11 f. h. (íslenzk nýársguðsþjónusta)
Sunnndaginn 6. janúar kl. 11 f. h. (ensk gusþjónusta)
Islenzk messa kl. 7 að kveldi.
FRA NORÐFIRÐI
Hér á Norðfirði er nú autt í
bygð, og hagar góðir. Veturnátta-
snjórinn er horfinn fyrir nokkru,
en með veturnóttum höfðu allar
skepnur komist á gjöf.
Haustafli hefir mjög brugðist hér
á Norðfirði, og er róðrum að heita
má hætt. Síldar hefir hvergi orð-
ið vart enn.
Síðastliðið sumar var í Neskaup-
stað gerður skrúðgarður, rútnlega
með þeim stóra mun þó, að sá sátt-1 5>000 fermetrar aö stært5 Hann nær
málVVfLÍ.eng,Ur naU?U!g!!,Samn-n"'! yfir kirkjugarðinn, og svo-
nefnda Gísla-lág. Bærinn kostaði
ASTANDIÐ
Frost og fiúk i sinnt
Fennir í mynni,
Þögn um þekking og snilli
Þoka um hylli:
ísar á uppfræðslu leiðum!
Urðir á mannfélags heiðum.
Dimt er um dali og skörð,
Döpur og lifvana jörð.
Jak. J. Norman.
Þökk fyrir jólagjöf aðfangadags
kveldið 1934, til Mrs. Agúst John-
son í Winnipegosis, Manitoba:
Vetlinga og klút eg þakka þér,
það lýsir vinsentd er gafstu mér
tim jólin í Jesú nafni;
og ennþá veit eg að sötn er við sig
sextíu ára tninning um þig,
konu i kjörvina safni.
F. H.
ur, heldur reistur á gagnkvæmum
skilningi beggja aðila.
Og það, sem eftir er óheimt M
fullkominni sjálfstjórn,-mun þjóðin
sammála um að taka í sínar hend-
ur, þegar samningsbundið tækifæti
gefst.
í sextánda skifti halda Islending-
ar 1. desember hátiðlegan sem full-
veldisdag sinn.
LTm flest eða alt hafa þeir að
fagna sambandslagasamningunum
1918.
Það er sjálfsforræðið, frelsið í
umgerð viturlegra takmarkana, sem
íslendingar setja sér sjálfir, er hef-
ir orðið hurðarás undir stórfeldum
og ómetanlegum framförum á cll-
um sviðum þjóðlífsins.
Löng var hún baráttan fyrir full-
veldi íslendinga og oft harðsótt og
torveldleg. Og aldrei er hennar svo
minst og þeirra sigra, sem af henni
leiddi, að ekki verði og eigi að geta
forystumannsins mikla og vitra:
Jóns Sigurðssonar forseta.
Lengi var því haldið fram, að sú
fámenna og fátæka þjóð, sem byggi
þetta mannraunaland, ætti þess
engan kost fyrir sakir fámennis,
skorts á velmegun og menningu. að
fara með málefni sín sjálf. Forsjá
annara valda, fjarlægra og ókunn-
ugra, átti hún að hlíta um flest mik-
ilsveerðustu atriði í tilveru sinni og
lífi.
En um leið og minst er á fengið
fullveldi, ber að meta það og viður-
kenna, hve hinir ráðandi stjórnmála-
flokkar sambandsþjóðar vorrar,
tóku kröfum íslendinga í raun og
veru sanngjarnlega, þegar til skar-
ar skyldi skríða. íslenzka þjóðin
fór að vísu ekki fram á annað en
það, sem húrf átti skýlausan rétt að
hljóta.
En réttur og sanngirni var um
þær mundir ekki sá hversdagsmatur
í skiftum þjóðanna—og er naumast
enn—að ekki beri að viðurkenna þá
kosti, hvenær sem ástæða er til.
Aldrei í þjóðarinnar sögu fyrr né
síðar hefir það sannast ljósar og
betur, hve frelsið og sjálfstæðið er
henni mikils virði, en einmitt á þeim
sextán árum, sem liðin eru síðan 1.
des. 1918.
En um leið fylgir því ærinn vandi,
girðinguna, en Kvenfél. “Nanna”
lagði fram 800 krónur, til undir-
búnings garðsvæðinu, en einstakir
menn lögðu til þegnskaparvinnu.
Verkstjóri var Eyþór kennari Þórð-
arson. Ráðgert er að halda verkinu
áfram á næsta vori, og hefja þá
plöntun.—Vísir 20. nóv.
MAÐUR VíiRÐUR BRAÐ-
KVADDUR
Þórshöfn 29. nóvember.
Guðmundur Einarsson að Gunn-
arsstöðum í Þistilfirði fór að heim-
an í gærmorgun og ætlaði til næsta
bæjar. Kom hann ekki heim í gær-
kveldi og var hans þá leitað, og fanst
hann örendur rétt fyrir utan
Hvamm, en þangað var för hans
heitið. Hafði Guðmundur orðið
bráðkvaddur. — Hann var 26 ára
að aldri, ókvæntur.—Vísir 30. nóv.
ATAKANLEGAR slysfarir
Það hörmulega slys vildi til á
jóladagskveldið, að tvær fólksflutn-
ínga lestir rákust á við járnbrautar-
stöð þá, er Dundas heitir, um sjö
rnílur frá verksmiðjubænum Ham-
ilton í Ontariofylki. Sextán manns
létu líf sitt í þessu átakanlega slysi,
en milli þrjátíu og fjörutíu sættu
meiri og minni meiðslum. Aftaka
bylur var og gaddharka, er mjög
jók á vandræði við björgun og líkn.
ATTA MANNS LATA IJF SITT
t frosthörkum þeim, er gengu yfir
Sléttufylkin um jólin, létu átta
manns lif sitt, þar á meðal einn
maður í Winnipeg, William Nevin,
sextugur að aldri.
CAPT. BERNIER I.ATINN
A annan í jólum lézt að heimili
sínu í Levis í Quebecfylki, hinn
viðfrægi canadiski landkönnuður,
Capt. J. E. Bernier, 83 ára að aldri.
TIL séra Guttorms Guttormssonar og Jconn hans á 25 ára
hjúskaparafmali þeirra 9. desember 1934;
Á tuttugu’ og fimm árum margt gotur mætt,
Svo misjafnt á æfinnar vegi
Hvert böl, eða hamingja, súrt eSa sætt,
ÞaS sézt bezt er halla fer degi,
Er minningaljósin þaS lýsa
Og leiSina framundan vísa.
ÞiÖ voruÖ strax samtaka, örugg og ung,
MeS áhuga starfinu’ aÖ sinna.
Þó sum væri sporin svo þreytandi, þung,
Gafst þolgæSi sigur aS vinna,
AS verSlaunum; virSingu sanna
Og vináttu göfugra manna.
Úr f jarlægS, á þessari fagnaSar stund,
Hér fornvina. ihugir nú líÖa,
T þakklátri minning um margan samfund
Og munablóm liSinna tíÖa,
MeS ástúS, af einlægu geÖi
AÖ árna ykkur hamingju’ 0g gleÖi.
AS fylgi’ vkkur hamingjan ókomin ár
Og andstreymi hvervetna bægi;
AS sigurblóm kærleikans krýni’ ykkar brár
Er kvöldsólin hnígur aS Ægi, •
MeS huggun, sem hörmung má lina
Er hjartans ósk fjarstaddra vina.
Björn Thorbergson.
Til séra G. Guttormssonar og
konu hans á 25 ára giftingar-
afmœli þeirra og prestsskapar-
afmœli hans:
Fyrst gefur GuS
góÖmenni,
valinn liug
og viturt hjarta,
þar næst dýra dís
draumsjóna
ástmög einn,
eiginkonu.
“Hálf er gjöfin
ef liönd ei fylgir”
sogir sögn
síspaka,
GuSshönd því
gæfu-leiÖir
vísar þeim
er vel lilýSa.
Samt mun enn
síst fullgefiS;
fái’ ei ávöxt
fremur boriÖ
GuSs gjöf
á GuSs vegi
og orkaS margs
er ósk þráir.
Stillir því GuS
starfsárin
tuttugu og fimm
eSa tífalt fleiri
svo aS margsinnis
megi hljóta
aSrir gott
af óskmögum.
Þökk tel eg fram
þúsunda
hjóna til,
er hér sitja,
GefSu lengi
GuS allsherjar
Gæfu og heill
Guttorms liÖi.
E. H. Fáfnis.
Úr borg og bygð
Guðmundur Hannesson, einhleyp-
ur maður, 56 ára, lézt á Almenna
sþítalanum hér í borginni 17. des.,
eftir all-langa legu. Hann var jarð-
sunginn af dr. Birni B. Jónssyni
þann 27. s. m.
Ekkjan Tngibjörg ófeigsdóttir
Finnson andaðist að heimili sonar
síns hér í bænum 22. des. Hún var
78 ára gömul. Kom til þessa lands
snemma á landnámstíð. Átti oftast
heima í Winnipeg, en um all-langt
skeið í Selkirk. Hún var jörðuð í
Selkirk á aðfangadaginn. Dr. Björn
B. Jónsson jarðsöng.
ELDSVOÐI
Á annan dag jóla brann til kaldra
kola sögunarverksmiðja í May, B.C.
Um tvö hundruð manns tapa at-
vinnu af völdurn þessa atburðar.
Eignatjón metið á $400,000.
Gefin voru saman í hjónaband 22.
desember Agnar Johann Bergmar,
og Evelyn Marguride Eymundson.
Fór athöfnin fram á heimili foreldra
brúðurinnar, Mr. og Mrs. Stefán
Eymundson, að 492 Sherbrook St.
hér í borginni. Dr. Björn B. Jóns-
son gaf hjótyn saman.
Heilög jól
Nú koma jól með kærleiks sól
Og kvíða hrinda manns úr sál;
Með sönga hljóm um bygð og ból,
Sem blæhreim snerta sérhvert mál.
Þó oft við göngum þreyttir heim,
Með þunga dagsins herðum á,
Samt getum yli offrað þeim,
Sem engar hugar rósir þrá.
Þótt enn sé margt sem ótta ber,
Sem andar norðan gjólu frá,
Við hugar líf þeir lyfta sér,
Sem leiðarstjörnur vilja sjá.
Með hlýrra, betra, hugarþel,
Skal heimihmum firra neyð;
í gegnum fannir, frost og él
Þá finnur margur bjarta leið.
Eg veit frá blíðu sumri, sól
Mun sefa kaldan norðan byl;
Að eygja kærleiks eilif jól,
Það anda lyftir himins til.
Ó dýrmæt sjafnar dagsins sól,
Lát dafna líf í hverri sál,
Svo þiðni klakinn þessi jól,
Svo Þánkinn tjái blíðumál.
Yrido.