Lögberg - 27.12.1934, Blaðsíða 6

Lögberg - 27.12.1934, Blaðsíða 6
6 LÖGBP)RG, FIMTUDAGINN 27. DBSEMBER, 1934. Heimkomni hermaðurinn Það er guðs vegna að býflugur eru fallegar og nytsamar. LTmhverfi þeirra er blátt vegna þess að blái liturinn er fullkomnastur allra lita í heimi og táknar ihreinleikann sjálfan; þessvegna unna þær líka bláa litnum öllum litum fremur. Það er margt og merkilegt, sem læra má í sambandi við býflugur; l>að eru til af þeim, -svo menn viti til eitthvað um fjögur þúsund og fimm hundruð tegundir, villitegundir, réttara sagt. Það er margt, sem mennirnir geta af býflugunum lært, séu þeir ekki of stórlátir; þeir gæti að minsta kosti lært af þeim iðjusemina, sem telst til hinna meiri háttar dygða. Sérhver býkúpa er í rauninni margháttað dásemdaverk; nið- urrððunin er slík, að enginn annar en meist- ari meistaranna gat nokkru sinni slíku til vegar komið. Það er athyglisvert að bý- drotningin verður alla jafna miklu langlíf- ari en vinnuflugurnar; þær síðamefndu lifa oft og einatt þetta fimm til sex vikur; drotn- ingin getur stundum orðið fimm ára gömul, eða jafnvel meira; hún er stærri og hraust- bygðari en vinnuflugurnar og verpir marg- falt fleiri eggjum; hún hefir um sig stóreflis liirð eins og voldugri drotningu sa>mir.” Nokkrum dögum seinna kom Margaret Cameron með bol eða vesti, er hún hafði sjálf búið til handa Jamie; sniðið var þannig, að eigi yrði hróflað við sárinu, hvort sem Jamie beygði sig við vinhu eða ekki. Eftir að Mar- garet Cameron hafði vandlega þvegdð sár hans og komið umbúðunum haganlega fyrir, færði hún Jamie í þetta töfravesti; honum fanst sc>m um sig liði ljúfur straumur; um- búðir þessar voru svo léttar og ]»ægilegar, að ]>ær virtust ekki piga minstu vitund skylt við þær elclri og kluimalegu, er liann hafði orðið að sætta sig við; ]>að gat varla heitið að hann fyndi til þeirra hvaða stellingar, sem liann setti sig í. Síðustu viku höfðu þau Jamie og Mar- garet unnið að því að dytta að girðingnnum, eins og þau kölluðu það; þau vötnuðu blóm- unum á reglubundnum tíma og önnuðust um býflugurnar með allri þeirri umhyggju, er þau í sameiningu áttu yfir að ráða. Jamie fylgdi stranglega öllum þeim heilbrigðisreglum, er honum hefðu verið lagðar fyrir, hvað matar- æði snerti og háttsemi. A slaginu klukkan tíu hvern einasta morgun fór hann í baðföt býflugnameistarans, tók með sér handklæði og teppi og staulaðist ofan að ströndinni; þar fékk liann sér svo góða dýfu, eina eða fleiri eftir því hvernig veður var. Eftir fyrsta dag- inn fann hann ekki til nokkurs minsta ótta í sambandi við sjóvolkið; hann óð út í brimið eins og ekkert 'hefði í skorist og buslaði fram og aftur; stundum mátti svo að orði kveða að bylgjurnar lyktist vfir höfði hans, og áður en hann í rauninni gat gert sér þess ljósa grein, var hann farinn að synda, ef sund skvldi kalla; honum fanst nú sem gæti Shann hreyft báða handleggi jafnt, og ]iað öldungis án tillits til sársins á brjóstinu; hann varð svo yfir sig kominn af fögnuði, að honum fanst sem blóðrásin hefði ekki verið í jafn góðu Jagi í háa herrans tíð. Eftir að hann hafði buslað í söltum sænum í góða stund, hagræddi hann sér í sandinum á ströndinni, glóðheitum sandinum, sneri höfðinu í suð- vestur, breiddi vandlega yfir sig teppið til þe'ss að verjast hinum stoikjandi sólarhita og féll svo í væran svefn; hann komst þó til sjálfs sín innan skamms, og fanst sem væri haniv nýr maður. Er heim kom staulaðist Jamie upp stig- ann að bakinngangi hússins; hann nam nokkrum sinnum staðar og leit yfir. bióma- garðinn; hann þekti orðið flest blómin, eða að minsta kosti taldi hann sér trú um að svo væri; þau sem hann ekki kunni glögg skil á sjálfur, þekti Margaret Cameron upp á sína tíu fingur, og þurfti því ekki annað en leita til hennar, ef þess þætti þurfa við. Hann var farinn að veita því all-nákvæma athygli h\'aða blóm það helzt voru, er hinar og þessar bý- flugnategundirnar sóttust mest eftir; ]>að leyndi sér að minsta kosti ekki hvað “svrörtu Þýzkurunum” lék helzt hugur á; þeir fóru ekki í neina launkofa með það. Er inn í húsið kom, gekk hann beint til baðklefans, fékk sér þar stéypibað, lagði nýjar umbúðir við sár sitt og klæddist í snatri. Það var engu líkara en alt liefði verið hnitmiðað niður, því þegar hann var fullklæddur kom Margaret Cameron með matinn. Að lokinni máltíð, lagðist Jamie fvrir á rúmi býflugnameistarans og sofnaði um stund; sofnaði út frá lokkandi hvíslingaleik Ránardætra niður við strönd- ina. Þegar hann vaknaði fékk liann sér góð- an sopa af tómötuvökva, og gekk því næst til vinnu sinnar í garðinum; vann hann þar í hægðum sínum þó nokkurn tíma, því til á- hlaupaverka vrar hann ekki sem bezt fallinn, eins og heilsu hans var háttað. Að nokkrum tíma liðnum gekk hann til bókaherbergisins og tók ofan úr skápnum eina bókina af ann- ari; ein af þeim, er fyrir honum varð, fjall- aði um náttúrusögu hins forna tíma; svo skringilegt fanst honum ýmislegt af því, er þar fyrir augu bar, að hann gat ekki annað en rekið upp rokna hlátur; hann lagði bók ])essa frá sér og fór að blaða í annari, er laut að býflugnarækt hins nýja tíma, þar sem strangar reglur voru settar fyrir því livernig að skyldi farið, þannig að sem mests árangurs mætti vænta. Jamie hafði það einhvern veginn á með- vitundinni, að ])ó býflugnameistarinn. kæmi einhvern tíma heim, sem vonandi vrði, þá hlyti hann að verða það veill, að litlar líkur væri á að hann mvndi geta mikið gefið sig við búsýslu; það var engan veginn óhugsandi að það tæki hann heilt ár að ná sér eða jafn- vel meira; honum fanst. það því bein skylda sín að kvnna sér eins og föng væri á alt það mikilvægasta, er að búsýslaninni laut í því falli að sér yrði boðin staðan til frambúðar; hann var sér þess meðvitandi að skilvrði til trjáræktar voru drjúgum lakari í Californíu en austur í ríkjunum; honum hafði ávalt leik- ið hugur á að gefa sig við trjárækt; en úr því nú að loku sýndist vera fyrir það skotið, að til slíks gæti komið, virtist ekkert því til fvr- irstöðu að helga býflugnarætinni lífið, ef hann þá á annað borð ætti nokkurt líf fyrir höndum, sem talsverður vafi lék á, eins og heilsu hans var komið. Nú voru liðnir tíu dagar frá því að Jamie hafði skift um lifnaðarháttu og farið að breyta eftir þeim reglum, er Dr. Grayson hafði gefið honum. Hann hafði verið vanur I að flýta sér í fötin undir eins og hann vakn- aði; nú brá hann morgun einn út af þessum vana. -I stað þess að rjúka fram úr rúminu, lá hann í því góða stund glaðvakandi og velti sér til á ýmsa vegu; hann teygði úr fótunum til skiftis til þess að ganga úr skugga um hvort hann fvndi til nokkurs verkjar í þeim við áreynsluna; honum til' ósegjanlegrar á- nægju varð svo ekki; hann gerði hliðstæðar • tilraunir með handleggina, án þess að kenna nokkurra minstu þrauta. Nú komst hanp að þeirri niðurstöðu með sjálfum sér, að ef til vill ætti hann að hafa um hönd lfkamsæfing- ar á hverjum einasta morgni jafnskjótt og hann vaknaði. Eftir á fætur kom og hann hafði unnið af kappi nokkru í garðinum um hríð, tók hann sér hálftíma hvíld eða. svo; honum fanst mörg ár vera liðin frá því að hann gat hugsað jafn skýrt og í þetta sinn; það hafði létt eitthvað svo undarlega yfir honum að ekki varð út.lýst með orðum; hann vrar farinn að verða þess var að mikilvæg um- skifti væru á ferð; honum var farið að verða gott af fæðunni, auk þess sem honum fanst hressandi svalstreymi líða um æðarnar í stað sinnar óhreinu og sýktu blóðleðju, er orsakað hafði honum ósegjanlegar þrautir. Eins og nú var komið gat ekki hjá því farið, að hann afkastaði drjúgum meira verki á býflugna- búinu en áður íhafði gengist við; að minsta kosti fanst -honum sem slíkt, hlyti að verða ó- hjákvæmilegt. Eftir nokkra umhugsun komst Jamie að þeirri niðurstöðu, að eftir því sem lengra liði á árstíðina, vrði það þeim mun óhjákvæmi- legra fyrir hann að hann fengi einhvem til þess að létta undir með sér við störfin; ein- hvern, sem fyllilega mætti treysta, og liaft hefði fullkomna æfingu í slíkum efnum; þess vrði hvort sem var ekki langt að bíða, er fara þyrfti að safna hunanginu. t næsta sinn er hamj vdtjaði húsbónda síns á sjúkrahúsinu, leitaði hann ráða hans í þessu tilliti og fékk þegar það svar, að hann skvldi fá John Carey sér til aðstoðar; liann væri hinn á- byggilegasti maður og þeir hefði oftar en einu sinni skifst á verkum. Jamie sat á stól við sjúkrabeð býflugnameistarans og veitti honum nánar gætur. Það var í rauninni á- takanlegt að sjá hvernig veikindin höfðu sorfið að honum, og markað spor jgín á hinn holdgranna líkama hans; honum var það Ijóst að rómur hins sjúka manns væri smátt og smátt að tapa styrk sínum, auk þess sem það duldist ekki að handtakið var sí og æ að clofna. Jamie liripaði þau alt niður á blað, er húsbóndi hans sagði fyrir, í þeim ásetningi að fylgja því öllu eins trúlega fram og frek- ast mætti verða. Það var eitthvað háalvar- legt við það að virða fyrir sér þetta föla og góðmannlega andlit á koddanum, sem var að verða eins og bókfell og strjúka hendi um hið silkimjúka hár; honum sýndist friðurinn, er á ásjónu hans hvíldi, vera að verða yfirgrips- meiri og inniihaldsríkari með hverjum deg- inum sem leið; honum flugu nú í hug orð litla skátans um dauðann; hve óútmálanlega fagur hann stundum væri, og hve undurhljóð- iega hann kæmi ])ráfalt að næturlagi; hann fór að hugsa um það, hvort ekki gæti komið til þess, að bróðir dauðans, og að lokum dauð- inn sjálfur vitjaði húsbónda síns með líkum hætti einhverja nóttina og lokaði augum hans. Um hvað var sjúklingurinn að hugsa? Var ekki vel líklegt, að hugsanir þeirra félli að nokkru í sama farveg á þessari alvarlegu stund? Býflugnameistaranum var augljós- lega að verða æ örðugra og örðugra um mál. Nú hvfslaði hann veikri röddu að Jamie: Því ekki að byr.ja á bvrjuninni, g*óðurinn minn. Mér leikur hugur á því að fræðast eitthvað um foreldra. þína og fá vitneskju um hver þú í raun og veru sért; hvemig heimili þú áttir og hvernig uppeldi þínu var háttað; það mvndi fá mér innilegrar ánægju að fræð- ast um þetta, eða þessi atriði, og það sem fvrst. Undir flestum kringumstæðum hefði það orðið Jamie auðvelt að skýra frá foreldrum sínum og heimilislífi þeirra; liann hafði elsk- að þau bæði heitt og innilega og þau höfðu verið honum ósegjanlega ástúðug. Hann var Skoti, og flestir Skotar finna til metnaðar yfir uppruna sínum. Að þessu sinni* varð honum það þó engan veginn áreynslulaust, að minnast á fjölskyldumál sín; hann varð því að láta sér nægja að minnast helztu at- burðanna í því sambandi eins og þegar stikl- að er á steinum. Sögu sinni lauk hann með lýsingu á því hvernig sakir stóðu þegar hann kom heim úr stríðinu og hvemig framtíð hans þá horfði við. Er liann hafði lokið máli sínu brosti sjúklingurinn til hans ofur vin- gjarnlega og sagði: “Hvað er um býflug- urnar og dvöl þína á heimili mínu? Hvemig hefir þér fallið við hvorttveggja? Svar Jamie var á þessa leið: ‘ ‘ Það skal hreinskilnislega játað, að vera mín á heimili þínu, mök mín við býflugurnar og starf mitt í garðinum, hefir orðið mér dýr- mætur skóli. Viðhorf mitt gagnvart lífinu hefir einnig breyst til muna; það á eg litla skátanum að þakka, ásamt hinu hreina lofti og sólskini, er ávalt umlvkur heimili þitt í faðmi sínum; þetta alt hefir íhaft djúp áhrif og opnað fyrir mér ný, sálræn útsýni; þetta undur vingjarnlega umhverfi hefir smám saman verið að nema á brott alla þá bitru beiskju, alt það bjargþunga bölsýni, er búið var að ná á mér ])eim heljartökum, er eg gerði mér litla sem enga von um að losna lír. Hún fvlgir mér æfina á enda, minningin um á- stand mitt daginn sem eg hitti þig á vegin- um og reyndi með veikum burðum að aðstoða þig á leiðinni til sjúkrahússins. Eg minnist þess glögglega hve eg fyrirvarð mig fyrir fyrstu dagsverkin á heimili þínu; þau voru ekki á marga fiska; engu að síður gerði eg mér þó far nm að reyna að levsa þau af hendi mcð fullri trúmensku; eg finn á því mikinn mun hvað miklu meira eg get afkast- að nú, og það með margfalt minni áreynslu. E|g hefi, að því er kraftar mínir framast levfðu, reynt að gæta hagsmuna þinna og notið hinnar mestu gleði í starfi mínu.” Býflugnameistarinn strauk hinni hold- lausu höndum um ábreiðuna og unaðslegt bros lék um varir hans: Þetta er gott, þetta er ágætt, vinur minn! Hverju myndurðu svara til, ef eg færi fram á að þú dveldist með mér eftir eg kæmi heim, í því falli, sem líklegt er, að eg yrði ekki starfhæfur fyrir lengri eða skemmri tíma, og annaðist um bú mitt, kyntir þér býflugnaræktina í alvöru og hlyntir að garðinum mínum?” “Slíkt yrði mér óumræðilegt fagnaðarefni,” svar- aði Jamie. Eg gæti þá ef til vill hjiikrað þér eitthvað líka og látið þig fara eftir ýmsum þeim reglum, er eg nú sjálfur fylgi í þeim til- gangi að komast til heilsu.” “Gott, ágætt,” sagði sjúklingurinn. “Eg hefi veitt því eftir- tekt upp á síðkastið, mér til ósegjanlegrar á- nægju, hve litarháttur þinn hefir jafnt og þétt verið að breytast til hins betra; hin bláa örvæntingarmóða er oft og einatt bjúpaði augu þín, er nú svo að segja. horfin; rödd þín hefir verið að smástyrkjast unz nú er svo komið, að þú talar eins og sá, sem er herra sálar sinnar og skapsmuna. Eg held eg þyrði að veðja hverju sem væri um það, að starf þitt í garðinum mínum, ásamt reglum þeim, er þú nú lifir eftir, muni á sínum tíma, koma þér til fullrar heilsu og veita hamingju inn : líf þitt. Hugsunin um þetta er mér dýrmæt huggun, eins og hag mínum nú er háttað.” Eftir nokkra málhvíld hóf býflugnameistar- inn mál sitt á ný með þessum orðum: “Trún- aðartraust á ávalt að vera gagnkvæmt; en það er eins og mér finnist veikindin vera að' gera. úr rncir hálfgerða raggeit, eða eitthvað því um líkt. Komi til þess, að þú fáir ein- hverju sinni löngun til þess að fræðast eitt- hvað um mig, þá þarftu ekki lengra en til félaga míns. Það var dimt uppi yfir í lífi mínu, þegar litli skátinn kom til þess að eiga með mér hlutdeild í kjörum mínum; eg var kominn á fremsta hlunn með að varpa öllum áhyggjum mínum á barnsherðar. Eg komst þó að raun mn að slíkt gæti ekki látið sig gera ;T>örn ættu of annríkt við að skemta sér og taka út vöxt, til þess að geta sett sig til hlítar inn í byrðar hinna eldri, þó þau væru af öllum vilja gerð. Litli skátinn veit ástæð- una fyrir því að eg yfirgaf mitt gamla heim- ili og flutti hingað; eg treysti mér tæpast til þess að endursegja þá sögu; þú getur fengið j allar þær upplýsingar í því sambandi, ef þér svo sýnist, hjá litla skátanum. Vegir mínir hafa ekki ávalt verið stráðir rósum; eg hefi kannað farvegu þjáningánna og tæmt marg- an beiskan bikar í botn. Þó hefi eg aldrei orðið viðskila við sólskinið. Eg hefi notið mikils og margs í faðmi guðs grænnar nátt- úrunnar; gróður moldarinnar hefir veitt mér ósegjanlegan unað; eg hefi fundið til skyld- leikans milli alls, sem lifir og hrærist, og bý- flugurnar hafa kent mér margt. Bg vona að þú hafir auðgast nokkuð af lestri bókanna í safni mínu, býflugnaræktinni viðvíkjandi, og mörgu fleiru góðu og gagnlegu. Ragnhildar Sveiasdóttir Jóhannsson 25. cles. 1857 — 21. apríl 1934. Þann 21. apríl 1934, andaðist í San Diego, Calif., konan Ragnhild- ur Sveinsdóttir, eftir langvarandi heilsubilun. Ragnhildur sál. var kona herra Gunnlaugs Jóhannssonar smiðs, lengi búsettum í Seattle, og síðar i Los Angeles, en síðast í San Diego. Hin látna var fædd að Skógum í Mjóafirði eystra, og dóttir hjónanna þar Sveins Sigurðs- sonar og Sveinbjargar Sveinsdóttur. Ólst hún upp í ])eirri sveit og gíft- ist ung Stefáni Árnasyni, er dó eftir nokkurra ára sambúð þeirra í Mjóafirði. Þeim hjónum varð 5 barna auðið; 4 stúlkur og 1 piltur, hvar af tvær dæturnar dóu, báðar uppkomnar og giftar. Jóhanna dó á íslandi frá mörgum börnum; Maður hennar var Hermann Þor- steinsson. En Guðný dó i Winni- peg fyrir nokkrum árum síðan frá 4 börnum ungum. Maður hennar var Tom Maher, nú í Seattle. Þrjú börn Ragnhildar sál. eftir fyrri mann hennar eru á lífi: Sveinn, í New York borg; Mrs. Ósk Smith, í Seattle og Mrs. Elizabeth Thcfrbergson í Los Angeles, Cal. Frá seinna hjónabandinu fæddist þeim Mr. og Mrs. G. Jóhannsson 4 börn, 3 piltar og 1 stúlka. Mistu þau tvo piltana hér vestur frá, þeim til niikillar sorgar, báða uppkomna að mestu. Ólafur Jóhann dó af slysi á Pt. Roberts, Wash. í nóvem- ber 1915, þá 17 ára gamall, en Bene- dikt Sveinn, dó í Los Angeles úr sóttvciki, 28 ára, þ. 16. júlí 1929. Rdvard fæddist í Winnipcg 21. marz 1903 og var fóstraður upp af Magnúsi Péturssyni og konu hans Guðrúnu, og er þar eystra enn. Dótt- irin er Lára Hildur Goodman, gift Guðmundi Goodman og búa þau hjón hér í Seattleborg, hvar faðir Mrs. Goodman hefir dvalið hjá þeim nú um tima, síðan kona hans dó. Mr. og Mrs. Jóhannsson fluttust frá Winnipeg til Seattle árið 1907 °& bjuggu hér, að undanteknum 2 árum á Pt. Roberts, til 1922, að þau fluttu til Californíu með 2 börnin, sem þá lifðu, Ben og Láru, sérn þá var ógift. Bæði voru þau hjón mjög félagslynd og gestrisin með afbrigðum, hús þeirra ávalt opið fyrir öllum, er að garði bar, og Mrs. Jóhannsson studdi að safnaðar- og kvenfélagsmálum með ráði og dáð alla sína tið hér, þegar heilsa henn- ar leyfði. Seyðisfjarðarblað er beðið svo vel að gera að taka þessa grein. Vinur þeirra Jóhannssons. H. Th. Seattle, Wash., 13. des., 1934.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.