Lögberg - 21.02.1935, Blaðsíða 3

Lögberg - 21.02.1935, Blaðsíða 3
3 * réð aftökunum á Miklabæ, þar er “heréttur” var háður eftir Örlygs- staðafund. Þeir Gissur og Kolbeinn kunnu raunar ekki þann yfirdreps- skap, að kenna ráð sín á Miklabæ við rétt. Þeir sigurvegararnir fóru þar með sigraða féndur og frændur eftir því einu, sem þeim þótti örugg- ast og óttaminst. Menn voru þar sektaðir eða sýknaðir, líflátnir eða grið gefin (“náðaðir” á nutíðar- máli), ekki aðallega eftir tilverknað heldur eftir hinu, hve hættulegir eð- ur hættulitlir sakaraðiljar þóttu. Gissur Þorvaldsson hefir drepa lát- ið Snorra Sturhison, með fram af því, aö hann þorði ekki annað. Hann var hræddur við að senda hann utan, af því að þá átti hann á hættu, að slíkur fyrirmaður Sturl- unga yrði óþarfur konungshylli sinni. Hann óttaðist og fjandskap og hefndir af hendi hans fyrir víg frær.da hans á Örlygsstöðum. Snorri var þá genginn í þau hin miklu víga- mál til liðs Tuma Sighvatssyni. Þó að stundum væri lítil frændsemi með þeim bræðrum, Sighvati og Snorra, sýnir vísa hans (Snorra) til Þórðar kakala (“Tveir lifit, Þórðr, en þeir” o. s. frv.) eftir Örlygsstaðabardaga, að hinn mikli söguritari hefir haft þungan hug á bróðurbörnum sínum. Slíkt hefir Gissuri ekki dulist, þó að skipulega færi með honum og Snorra á Þingvöllum um sumarið fyrir víg hans. Má því vel vera, að Gissur hefði drepið Snorra, þó að honum hefðu engin bréf borist frá Hákoni konungi um slíkt af- reksverk. En um slíkt verður auð- vitað ekkert fullyrt. Tiðindin á Ör- lygsstöðum eru skýrt dæmi þess, að eitt óhæfuverk hefir annað óhæfu- verk í för með sér. Aðfarir Sturlu Sighvatssonar við frænda sinn, Gissur Þorvaldsson, í Apavatnsför vorp hið glæpsamlegasta gerræði, auk þess sem þær voru hálfleikar -Og vanhyggja hikgeðja foringja, Sú för sýnir, að Sturla Sighvatsson reisti sér hurðarás um öxl, er hann gerðist foringi í stjórnbylting, batst fyrir að gera lýðveldi vort hið sjálf- stæða að skattlandi Noregskonungs. Gissuri svall heiftin og grimdin, af því að Sturla hafði í Apavatnsför skotið honum saklausum skelk í bringu og ætlaði þá að reka hann utan, þó að ekkert hefði hann til saka unnið. Með fram af því að hann var raunsær og rökvís, varð hann að einskonar umskifting, er honum voru gerir slíkir kostir. Hann sá og skildi, ef til vill hverjum manni betur á þeirri byltingaröld, að þá mátti engum trygðum trúa. Meðal svikara væri því eina ráðið að vera svikari. Frumstæðar hefni- hvatir og grimd stýrðu atferli hans á örlygsstöðum, er hann hjó til Sturlu Sighvatssonar, sundurflak- andi og máttvana af sárum. Ef Gissur hefði fæðst, lifað og drotn- að nokkrum áratugum fyrr, hefði hann sennilega orðið hinn mesti friðgoði og dáið með óflekkaðan skjöld, sem forfeður hans. Sturl- Unga- og stj órnbyltingaröld breyttu hinum síðasta Haukdæling í stór- |^dan svikaref og ógæfumann. ^ann Iét sæmd sína og drengskap - ,r h'f og tign og völd. \ Eftir því, sem þá stóð á, var það, cí til vilj, réttlátt, að Sturlungar hiðu ósigur* á Örlygsstöðum. En l)eir Kolbeinn og Gissur vógu samt ehki sigurinn af því, að þeir höfðu betri málaefni, þótt ekki verði fyrir það synjað, að tilfinning slíks liafi ^tyrkt sigurtrú þeirra (sbr. orð Kol- ’eins unga, er hann gekk að garðin. tim 1 hyrjun orrustu: “Gangi nú at guðs^ vilja ok málaefnum”). Hitt réð úrslitum, að þeir Gissur og Kol. bcinn ungi voru meiri hershöfðingj- ar og skipuleggjendur, einbeittari, forsjálli og snarráðari en Sturlung- ar’ kunnu betur aÍ5 sigrast á líf- hræðslu sinni en þeir. Sturla Sig- hvatsson er beygður og bugaður, yuðlítill og ringlaður orustumorgun- mn á Mildabæ. er hann sá lið þeirra Jssurar, fer í kirkju og syngur renir, “meðan liðið bjóst.” Hafði hann ótrú á sigrinum, af því að hann óttaðist, að ofsi sinn mætti eigi lengi haldast, eins og Sighvatur faðir hans lét eitt sinn í ljós? Feldi samvizkan hann að einhverju leyti á Örlygsstöðum ? Hvað sem því líð- ur, sannaðist það að nokkru á Sturlu Sighvatssyni, er hann var veginn, f jarmælið, að það var ekki morðing- inn, heldur hinn myrti sjálfur, sem átti þar sökina á. Harkan ól lirœðslu og hræðslan grimd. Borgið Lögberg! Næst er staðnæmst á Víðimýri, þessu gamla höfðingjasetri á miðri þjóðbraut í portinu á Skagafirði. Þar er skoðuð torfkirkjan gamla og fagra, sem aldrei skyldi rífa. Var þar þegar hafinn sálmasöngur með miklum fjálkleik, fjöri og góðum röddum. I henni var Stephan G. Stephansson fermdur. Hingað sótti h&nn oft bækur, er honum léði Jón Ámason, hagyrðingur mikill, sem þá bjó á Víðimýri. Svo sagði Ste- phan mér sjálfur frá. En Jón hafði aftur mikið dálæti á drengnum í selinu fyrir ofan bæinn og spáði því, að það yrði maður úr honum “Stebba í Víðimýrarseli.” Frá þessu sagði mér móðir mírl, sem oft kom þá að Víðimýri og dvaldist þar tíma og tíma. Mintist Stephan Jóns mjög hlýlega, enda orti hann eftir hann. Hafði hann ekki gleymt hon- um bókagreiðann. Á Víðimýri hafa löngum búið gildir höldar, kynstórir menn og höfðingjar. Er þessa höfuðbóls oft getið í sögum og annálum. Þar var Brandur Kolbeinsson með lið sitt nóttina fyrir Haugsnessfund, þar sem hann féll. Lézt Kolbeinn kalda- ljós, faðir hans, þar nokkru síðar, og ætluðu kunnugir, að “honum myndi manna-missir mjök grandat hafa.” Þar var Guðmunclur góði til biskups kjörinn, og þar átti hann heima um þær mundir, hjá Kolbeini Tumasyni, einhverjum voldugasta stórhöfðingja landsins. Um alda- mótin 1200 réð hann “einn öllu fyr- ir norðan land,” segir Sturlunga. Réð hann og mestu, að Guðmund- ur var til biskups kosinn. En það bjó undir þessu trausti hans á Guð- mundi, að hann “þóttist þá ráða bæði leikmönnum og kennimönnum fyrir norðan land,” ef hann kæmi honum í biskupsstól. “Eðlið sama ár og síð.” Svipaðar aðfarir valda- gjarnra stjórnmálamanna eru ekki ókunnar á vorum dögum, hvorki ut- anlands né innan. En svo hroðalega flaskaði Kolbeinn Tumason á þess- um heimamanni sínum og venzla- manni, að það varð hans bani. Hann féll, sem kunnugt er, í bardaganum á Víðinesi 1208, er hann veitti bisk- upi aðför. Valdagjarnir stjórnmála- menn (þeir, sem fást við stjórnmál) eru sennilega sjaldan miklir mann- þekkjendur, af því að þeir meta menn oft eingöngu eftir fylgi þeirra eða andstöðu við sjálfa sig. örugg- leik til fylgis við sig meta þeir aftur meir eftir óskum sínum en raun- verulegu innræti gagnvart sjálfum sér. Slíka girndarmenn skortir þá hlutlægni, sem i hverju efni er ó- hjákvæmilegt skilyrði réttsæis og réttdæmis. Annars hefði Kolbeini átt að vera vorkunnarlaust að sjá fyrir, að Guðmundur biskup yrði einskis manns veifiskati. Segir Sturlunga (útgáfa Guðbrands Vigfús I. bls. 93), að hann hafi ungur viljað öllu ráða, “við hvern sem hann átti.” Eru þeir báðir, Guðmundur góði og Kolbeinn Tumason, næsta eftir- tektaverðir og girnilegir til viðkynn- ingar og skilnings. Fáir íslenzkir embættismenn hafa verið trúrri em- bætti sínu, hugsjón þess og æðsta anda, né fórnað meir fyrir það láni og vellíðan en Guðmundur góði. Hann var nútímamaður á sinni tíð. Honum er ekki láandi, þótt hann léti sér annara um kirkju sína og guðs kristni heldúr en landslög. Sum skáld vor hafa, sem auðskilið er, haft miklar mætur á þessum ófyrir- mannlega fyrirmanni og ól-seíga flökku-biskqpi, sem þorði að rísa gegn höfðingjum aldar sinnar, bann- færði sjálfan Kolbein Tumason og átti mök við hinn lægsta lýð þjóð- félagsins. Þorsteinn Erlingsson kvaðst hafa samúð með honum, af því að hann væri eini biskupinn á voru landi, sem hefði haft viðleitni til að breyta eftir dæmi Krists og LÖGBBRG, FIMTTJDAGINN 21. FEBRÚAR 1935. fyrirmynd. Og eins hefir Stephan G. Stephanssyni farið. Hann kveð- ur: “Með hungraðan skrílinn á hælum, stór hundruð af pútum og þrælum, eg sé, og eg sé x einn flakkarabiskup á fæti Við fjandskap og spé þramma með haltrandi hné, í fararbrodd’ fremst honum mæti. Hann storkaði stjórnlausu landi. Hann stæltist af hrakning og grand?’ o. s. frv. Og hann lýkur kvæðinu (“Gvönd- arbrunnum”) þannig: “Veitti rusli og ræningjum rúm í sinni Paradís.” Það er mildin og mannúðin við mannfélagsruslið, sem einnig hefir fengið honum samúðar DavJðs Stef- ánssonar, er ort hefir þróttmikið kvæði, og sumstaðar mjög fagurt, honum til varnar og dýrðar, sem byrjar svo: “Þú grætur með hryggum, sveltur með þeim soltna og betlar fyrir betlarann og talar um heilög mál við heimskan förulýð og gerist allra snauðra þræla þræll” o. s. frv. Andstæðingi Guðmundar góða, Kolbeini Tumasyni, er á einum stað þannig lýst, að verið hafi hann “at mörgu vel fallinn,” “þegar. hann varð eigi sigraðr af of miklu kappi.” Hafa þeir líkst í þessu, hann og bróðursonur hans, Kolbeinn ungi, sem var ofsamaður í skapi og að eðlisfari mesta einræðismannsefni (diktator) vort á Sturlungaöld. Ef til vill hefði saga lands vors farið öðru vísi, ef hans hefði lengur not- ið við. En Kolbenn Tumason virð- ist verið hafa frænda sínum og nafna í sumu stórum fremri, því að hann var, eins og segir á sama stað, “vitr maðr ok hið mesta skáld, yrkjandi mörg kvæði með frábæru lofi til guðs móður Mariam.” Þrjú trúar- og bænarerindi, sem hann orti rétt fyrir fall sitt í Víðinesi, sanna, að slíkt er ekki ofmælt. Sætir furðu, að þessi svanasöngur finst ekki í sálmabókum vorum. Hann hljóðar svo: Heyrðu, himnasmiðr, hvers er skáldit biðr: komi mjúk til mín miskunn þín. Því heit ek á þik, þú hefir skapaðan mik. Ek er þrællinn þinn, þú ert drottinn minn. Guð, heit ek á þik, at þú græðir mik, minnstu, mildingr, mín, mest þurfum þín. Ryttu, röðla gramr, ríklyndr og framr, hölds hverri sorg úr hjartaborg. Gættu, mildingr, mín mest þurfum þín hölds hverja stund á hölda grund. Sentu, meyjar mögr málsefnin fögr, öll er hjálp af 'þér, í hjarta mér.” Ef gerðar eru örlitlar stafabreyt- ingar (t breytt í ð, k í g og u skotið milli samhljóða og r í lok orðs) verður málið á vísunum eins og þær hefðu verið .ortar í dag eða gær Blíðan, hjartanleikinn og hlýjan eru ekki minni en i sálmum Matthíasar, er honum tekst bezt, enda dáðist hann mjög að þessum , erindum. Þótti honum Kolbeini takast bér bet- ur en höfundi Lilju, sem öll skáld vildu kveðið hafa (við áttum eitt sinn tal um þau). Og furðulegt er hve þessi mikli veraldarhöfðingi, ofurkappsmaður og vígamaður, sem fór með Guðmundi dýra að Löngu- hlíðarbrennu, býr yfir miklum trú- arvarma, sálar-sárindum, sorgum og auðmýkt hjartans. Þykir sumum ef til vill nóg unt auðmýktina, er hann kveður: “Eg er þrællinn þinn.” (Prófessor Fredrik Paasche í Oslo hefir þýtt þessi erindi á norsku (í Kristendom og Kvkd, Kristiania 1914, bls. 121). Hann þýðir siðustu vísuorð í 1. er.: “Jeg din tjener er —du ntin herre kjer.” Öldungis ná- kvæm er þessi þýðing ekki, en hún PROFESSIONAL AND BUSINESS CARDS PHYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. jPhone 21 834—Office tímar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phono 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Talsími 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er aS hitta kl. 2.30 til 6.30 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE. Talsimi 42 691 ; Dr. P. H. T. Thorlakson 20 6 Medical Arte Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phones 21 213—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 DR. B. H. OLSON Dr. S. J. Johannesson G. W. MAGNUSSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Nuddlœknlr Cor. Grahain og Kennedy Sts. Viðtalstími 3—5 e. h. 41 FURBY STREET Phone 21 834-Office tfmar 4.30-6 Phone 36 187 Heimili: 6 ST. JAMES PLACE 218 Sherburn St.—Sími 30877 Winnipeg, Manitoba Simið og semjið um samtalstlma j BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur lögfrœOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Bullding, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 V J. T. THORSON, K.C. ' Islenzkur lögfrœðingur 801 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 92 755 W. J. LINDAL K.C. og BJORN STEFANSSON tslcnzkir lögfrœðingar 325 MAIN ST. (ð öðru gólfi) PHONE 97 621 Er að hitta að Gimli fyrsta miðvikud. I hverjum mánuði, og að Lundar fyrsta föstudag G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. tslcnzkur lögfrœðíngur E. G. Baldwinson, LL.B. tslenzkur lögfrœðingur | Skrifst. 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St., gegnt City Hall Phone 97 024 Phone 98 013 504 McINTYRE BLK. DRUGGISTS DENTISTS Medical Arts Drug Store R. A. McMillan PRESCRIPTIONS Surgical and Sick Room Supplies Phone 23 325 Medical Arts Bldg. Winnipeg, Man. DR. A. V. JOHNSON , tslenzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Sími 96 210 Heimilis 33 328 Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 4 06 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG Phone Your Orders Roberts DrugStores Limited Dependable Druggists Prompt Delivery. Nine Stores Dr. Cecil D. McLeod Dentist Royal Bank Building Sargent and Sherbrooke Sts. Phones 3-B994. Res. 4034-72 Winnipag, Man. DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a. m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg BUSINESS CARDS A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur Ilkkistur og annast um flt- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími: 86 607 Heimilis talslmi: 501 562 HANK’S HAIRDRESSING PARLOR and BARBER SHOP 3 Doors West of St. Charles Hotel Expert Operators We specialize In Permanent Waving, Finger Waving, Brush Curiing and Beauty Culture. 251 NOTRE DAME AVE. Phone 25 070 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fajsteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. Phone 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif_ reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328 00RE’S rAJe ' LTD. 28 333 LOWEST RATES IN THE CITY Furniture and Piano Moving C. E. SIMONITE TLD. DEPENDABLE INSURANCE SERVICE IU-al Estate — Rentals Phone Office 96 411 806 McArthur Bldg. HÓTEL I WINNIPEG THE MARLBOROUGH SMITH STREET, WINNIPEG "Winnipeg’s Down Toum HoteV' 220 Rooms with Bath Banquets, Dances, Conventions, linners and Functions of all kinds Goffee Shoppe F. J. FALD, Manager ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINfiJIPEG pœgilegur og rólegur bústaður < miðbiki borgarinnar. Herbergi $.2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar málttðir 40c—60c Free Parking for Quests SEYMOUR HOTEL 100 Rooms with and without bath RATES REASONABLE Phone 28 411 277 Market St. C. G. Hutchison, Prop. PHONE 28 411 CorntoaU ^otcl Sérstakt verð á viku fyrir námu- og fiskimenn. Komið eins og þór eruð klæddir. J. F. MAHONEY, framkvæmdarstj. MAIN & RUPERT WINNIPEG It Pays to Advertise in the “Lögberg” er hér mýkri en frumkvæðið, og fer ef til vill betur á, þó að margt megi telja þessum tveimur visuorðum til skáldlegs ágætis. Þýðing Paasches á þessum vísum Kolbeins hefir verið tekin i norska sálmabók, að þvi er stud. mag. Geir Jónasson segir mér. Kennimenn Austmanna kunna, eftir því, betur að meta þennan kveðskap en klerkdómur vor.) En slíkt er á- hrifasamlega mælt, ekki sízt sökum andstæðunnar í næsta vísuorði, er hann segir við guð sinn: “Þú ert drottinn minn.” Slikt grópast í minni, svo að seinan fyrnist, enda er kveðandinn öll merkilega létt og lipur, látlaus og óbrotin. Kvæðið er kveðið af kvölum mannlegs hjarta, ort með banagrun i brjósti. En þjáning og raunir hjartans eru sá yrkimálmur, sem löngum endist bezt, og rnargur hinn bezti skáld- skapur er gerður úr. Framh.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.