Lögberg - 07.03.1935, Page 4

Lögberg - 07.03.1935, Page 4
4 LöGBBRG, FIMTUDAGINN 7. UABZ, 1935. Xögtjerg Oeflð út hvern fimtudag af rae coluubia prebs limitbd 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. ntanftakrift ritstjórans. EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT A VB. WINNIPEG. MAN. Terff »*,00 um d'fið—Borgist fyrirtrnm The “Lögberg” is printed and published by The Colum- bia Press, Limited, 69 5 Sargent Ave., Wnnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Islenzk mannamót Gestkvæmt var hér í iborginni síðastliðna viku og meira um íslenzka mannfélagisgleði, en venja er til; átti þetta rót sína að rekja til hins sextánda ársþings Þjóðræknisfélags Is- lendinga í Vesturheimi, er um það leyti var háð, sem og tvítugsafmælis elliheimilisins Betel, bústaðar íslenzkra sólsetursbarna á bakka Winnipegvatns; voru kveldskemtanir þær. er haldnar voru í þessu sambandi, fjöl- sóttar mjög og uppbyggilegar í hvívetna. Annríkis vegna, veittist ritstjóra þessa blaðs ekki svigrúpi" til þess að sækja reglubundið starfsfundi Þjóðræknisfélagsins, og verða því fregnir þaðan að bíða birtingar fundargern- inganna; verður hér því einkum og sérílagi vikið að nokkru því helzta, er skemtisamkom- urnar og fræðslukveldin höfðu til brunns að bera. # * * Fróns-mótið, eða miðsvetrarmót það, er deildin Frón efndi til, var næsta fjölsótt og fyrir ýmissa hluta sakir minnisstætt. Ræðu- maður þetta kvöld var ungur Vestur-Islend- ingur, Valdimar ritstjóri Björnson frá Minne- ota, sonur þeirra glæsilegu merkishjóna Gunn- ars B. Björnsssonar og frú Ingibjargar. Valdimar er aðsópsmaður hinn mesti og 'mik- ilúðugur að vallarsýn. vÞó er hitt meira um vert, að hjá honum virðist fara saman líkam- legt atgerfi og andlegt þrek. Valdimar heim- sótti ísland í sumar er leið. í fyrsta skifti á æfinni; skömmu áður en hann lagði af stað vestur flutti hann erindi í ríkisútvarp Islands, er vakti eigi alllitla athygli; sú ræða var birt hér í iblaðinu og má af því nokkuð ráða hvað í Valdimar sé spunnið sem ræðumann, og hve ótrúlegum 'tröllatökum hann víða nær á ís- lenzkri tungu. Það getur ekki hjá því farið, að með slíka menn í hópi hinnar vngri kyn- slóðar sem Valdimar Björnson, bætist hinni þjóðræknislegu viðleitni vorri dr júgur sumar- auki. Þeir, sem með athygli lesa Fróns-ræðu Valdimars, er Lögberg nú flytur, munu fljótt ganga úr skugga um að hér sé ekkert ofmælt. En Valdimar Björnson er ekki, sem betur fer, eini áhrifamaðurinn, er komið hefir fram á sjónarsviðið úr fylkingu ungra Vestur-ls- lendinga, er líklega má til forustu telja; þeir eru margir fleiri, er sakir frábærrar þekk- ingar á íslenzkri tungu og drengilegrar skap- gerðar, koma honum til jafns; nægir í því efni að minnast þeirra Tryggva Oleson frá Glenboro og séra Thedore Sigurðssonar í Selkirk. Dr. Richard Beck flutti kvæði á þessu á- minsta Frónsmóti; langbezta kvæðið, er hann hefir fram að þessu ort. Ragnar H. Ragnar skemti með píanóspili en Lúðvík Kristjánsson með sniðugu skopkvæði; hvort hann fækkaði með því eða fjölgaði tárunum, skal ósagt lát- ið, því stundum er að minsta kosti þannig komist að orði að menn gráti af hlátri. Ungfrú Lóa Davidson söng nokkur lög, en hljóðfæra- sveit undir forustu Pálma fiðluleikara Pálma- sonar, lék “íslandslag”' eftir Jón Friðfinns- son; athyglisvert tónverk. er lét vel í eyra. Agætar kvikmyndir úr ísandsför hr. Árna Hegasonar raffræðings í Chicago, voru sýndar við þetta tækifæri, er fólk hafði mikla ánægju af. Dr. Rögnvaldur Pétursson skýrði myndimar. Deildin Frón hefir nýjum forseta á að skipa, og stýrði sá mótinu vel og drengilega; er hér átt við hr. Soffonías verksmiðjustjóra Þorkelsson; verður ekki um það deilt að ávalt sé að honum gott mannslið þar sem hann legst á árar. # # # Síðasta fræðslukveld Þjóðræknisþingsins fór fram fyrir troðfullu húsi og var hið á- nægjulegasta. Þar flutti Dr. Beck snjalt er- indi um þjóðskáldið Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, þar sepa dregin voru glögglega fram og af næmri samúð frumstæð sérkenni þessa víðskygna verkamanns í víngarði Braga. Séra Jakob Jónsson studdist að þessu sinni við Jakobs postillu sjálfs sín; las upp sögukorn eftir sjálfan sig, átakanlegt og magnað innviðamiklum skrúðlýsingum, en þannig vaxið, að um bókmentalegt gildi þess var ekki viðlit að dæma af einum upplestri, og les séra Jakob þó manna bezt. Enn kom Lúðvík við sögu, og enn hló þingheimur. Svo hafði verið til ætlast, að séra Theodore Sigmrðsson ávarpaði samkomugesti þetta kveld, en forfalla vegna gat ekki af því orðið; urðu margir þar fyrir vonbrigðum. Úr þessu réðst þó betur en á horfðist, með því að Valdi- mar Björnson hljóp undir bagga; var hann alveg óundirbúinn og prédikaði blaðalaust í því nær heila klukkustund. Bn það var síður en svo að slíkt yrði honum a!ð tungukefli; færðist hann því meir í aukana er á leið; brá enn upp morgum myndum úr íslenzku þjóð- lífi, blaðamenskunni og þar fram eftir götun- um. Nokkrum orðum fór ræðumaður jafn- framt um Þýzkaland, ásamt ýmsu er þar bar fyrir glögt gestsauga. Fremur andaði kalt frá orðum hans í garð Hitlers. Karlakór Islendinga í Winnipeg söng nokkur lög á skemtan þessari, öllum viðstödd- um til óblandinnar ánægju; hefir flokkurinn tekið ótvíræðum framförum. # # # Fjarri sanni mun það ekki vera, að ná- lægt fimtán hundruðum manns hafi sótt skemtikveld Þjóðræknisþingsins og afmælis- hátíð elliheimilisins Betel. Ber þetta að minsta kosti ótvírætt vitni um það, hve enn er þess mikil þörf að íslenzkt fólk komi saman á mannamót, njóti saman og skemti sér saman á íslenzku.— Fjóra^ menn valdi Þjóðræknisfélagið til heiðursfélaga að þessu sinni; þá Friðrik Sveinsson, málara; prófessor Watson Kirk- connell, prófessor Cowley við Harvard há- skólann og Dr. Piloher, þann, er víðkunnur er orðinn meðal Islendinga af þýðingu Passíu- sálmanna á enska tungu. Kirkjuritið Það hóf göngu sína í janúar, þetta hið nýja rit bræðra vorra á Islandi. A það að koma út einu sinni í mánuði hverjum, nema ágúst og september mánuð. Hvert hefti er 64 blaðsíður, auk kápu og auglýsinga. Ritið kostar kr. 4.00. Kitstjórar íkirkjuritsins eru prófessor- arnir Sigurður P. Sívertsen og Ásmundur Guðmundsson, ágáetir menn og alþjóð kunnir. Fyrsta heftið er bæði fróðlegt og ske'mti- legt. Ritstjórarnir ríða á vaðið með sína rit- gerðina livor um stórhreyfingarnar tvær með enskum þjóðum: Oxford hreyfingin nýja (A. G.) og Wilson Carlile og kirkjuherinn (S. P. S.). Meginritgerðir aðrar eru Sólar- sýn, eftir sérá Bcnjamín Kristjánsson; Klukkurnar i Seville, eftir prófessor Magnús Jónsson og Tryggingar, eftir'séra Gísla Skúlason. Margar eru þar smærri greinar og sumar þeirra einkar skemtilegar. Kirkju- leg starfsemi á liðnu ári, eftir ritstjórana, er fróðlegt og hressandi erindi, svo mjög sem það sannar aukið starfsfjör innan íslenzkrar kirkju og þátttöku leikmanna. Getið er margra góðra bóka og rita, íslenzkra og út- lendra. Yfirleitt er efni fróðlegt og gott. “Kirkjuritið” tekur við af “Prestafé- lagsritinu,” sem var ársrit veigamikið og Vinsælt, og “Kirkjubláði,” sem var mánaðar- blað lítið og skammært. í inngangsínáli komast ritstjórarnir að orði á þessa leið: “Ef til vill hefir aldrei, síðan kristni var lögtekin á Islandi, verið meiri þörf en nú á kristilegum áhrifum á þjóðlíf vort. Bein árás er hafin gegn trú og kristin- dómi, gert gys að bænarhug og tilbeiðsluþrá. Binkum er barist um æskuna, reynt að rífa iburt kristnina úr brjóstum hennar og gróður- setja heiðni í staðinn. . . . Hversu óskemtilegt sem það kann að vera, þá verður'ekki hjá því komist að herja á heiðin tröll, sem löngu ættu að vera steinrunnin í ljósi trúar og vísinda- legrar þekkingar. . . . Þá er það einnig öllum ljóst, að þjóð vor á nú við mikla erfiðleika að stríða eins og aðrar þjóðir. . . . Svo þungt farg legst á, að ofvaxið virðist nema samtaka þjóð að lyfta því Grettistaki. En hvernig er varið sam- tökunum þeim! Um það þarf ekki að spyrja: Ófriðar-bál og hatursæðir, og hversu mikið gott hlýtur ekki að farast í þeim eldi—bæði siðgæði og trú? Á þessari ftýju Sturlungaöld verður kirkjan að velja sér sama hlutskifti sem forðum. að flytja friðarmál kristindóms- ins. Það er fagnaðarerindi Krists síðast og fyrst, sem Kirkjuritið vill leitast við að halda á lofti.” Svo tala ritstjórarnir. Karlmannleg orð og kristileg. En það skal eld til ef orka á að vinnast til stórvirkjanna. Ekki vörn, heldur sókn! Áhlaup nú hjá kirkjubernum en undan- hald hjá brennumönnum! “Kirkjuritið” á erindi vestur. Margir ættu að kaupa það. Miðað við krónurnar f jór. ar heima, ætti það ekki að kosta nema dollar hér. B. B. J. Hapurtask Framh. Þetta var auðvitað ekkert nema gaman fyrir mér; en viti menn, eftir nokkrar mínútur komu drengirnir aftur með flösku undir hendinni. Eg varð nú ekki einungis hissa, held- ur bókstaflega klumsa. Reif eg utan af flöskunni, og hvað haldið þið að hafi horft á mig af miðanum? “Dr. S. J. Jóhannesson.” Eg fann að mér hitnaði undir flibbanum; þetta gat orðið alvarlegt, þó að nafnið, sem eg hripaði undir “reseftið” hafi verið algerlega ólíkt nafni Dr. Sig- urðar; sem sagt, ekkert nafn. Að mér hafi sízt af öllum komið Sig- urður í hug, kom málinu ekkert við. Hér var nafnið hans á flöskunni; lyfsalinn hafði ekki lagt neinar spurningar fyrir mennina, og þetta gaman mitt virtist ætla að snúast upp í stálharða alvöru, og gat eg séð grindurnar í fangaklefanum stara á mig. Héf var ekki nema um eitt að gera. Benti eg hótandi fingri á þessa kunningja mína og varaði þá við þvi, að segðu þeir eitt orð um þetta þá skyldu þeir fara á sjúkra- húsið, og eg mundi lenda í “stein- inum.” Eftir drykklanga stund gat enginn sagt orð, hvort sem var. Jafnöldrum mínum sleppi eg, og um ungu stúlkurnar segi eg ekki orð, enda vitlaust fyrir giftan mann að vaða út í slíkt. Ekki er heldur nauðsynlegt að nefna allar hefðar- .frúrnar á nafn—og þær voru allar frúr af fyrstu tegund/ konurnar á Seyðisfirði. En geta vil eg þess, að um meiri myndarskap mun ekki hafa verið að ræða yfirleitt en hjá þessum konum. Sýndi það sig bezt þegar símagildið var. Þegar síma- samband náðist við útlönd var stofn- j að til mikils gildis á Seyðisfirði, j sem er endastöð sjólínunnar. Bind- indishúsið var skreytt af mestu snild, og borðin skreytt því bezta, sem til var í hinum efnaðri húsum. Mataskrána skrifaði Karl Jónasson með sinni alþektu fegurðarhönd, og tók svo Eyjólfur mynd af henni og setti mynd af Seyðisfirði fyrir ofan. Hefi eg ekki séð fallegri matskrá um mína daga, enda var maturinn eftir henni, alveg fyrirtak. Við eldri strákarnir vorum gerðir að kampavínsskenkjurum dubbaðir upp í “smoking” eða “soðna” skyrtu niður á maga, og kampavínsflösk- urnar aðeins hálf-tæmdar að góðum sænskum sið. Jón Lúðvíksson var “höfuðskenkjarinn” og því fanst okkur ekki viðeigandi að kvarta þótt hann stanzaði oft lengi í eldhúsinu. Komumst við þó að því innan skamms að Jón tæmdi allar kampa- vínsflöskurnar og var hann orðinn nokkuð hýr; talaði þýzku við Aust- urriska íslandsvininn Poestion, sem þarna var staddur, og mátti sjá á honum að hann hafði gaman af horgnamáli Jóns. En verra tók þó við þegar stúlkurnar neituðu að dansa við hann, og hafði Jón alt af sama svarið: “Guði sé bara lof.” Var þetta símagildi í alla staði svo nyndarlegt að við Vestur-íslending- ar höfum ekki betra að bjóða okkar á milli. Samt fór þó svo að Seyðfirðingar treystu sér ekki til þess að taka á móti konúnginum, Friðrik VIII., en samþyktu að fá danskan mann til þess að skreyta bæinn. Setti þessi náungi upp flaggstengur frá bryggj- unni og alla leið að skólahúsinu, og biðum við með óþreyju eftir öllu fínéríinu. Daginn sem konungur kom dróg þessi maður upp gamlar, bættar og upplitaðar druslur af danska flagginu, og þar með búið. Borguðu Seyðfirðingar 1500 krónur fyrir skrautið! En um konungssamsætið sáu seyð firzku konurnar, og var það i alla staði samboðið hvaða konungi sem væri, og hefði bærinn verið betur skreyþtur, ef Seyðfirðingar hefðu séð um slíkt. En gamla íslenzka vantraustið rak þarna upp sinn græna skrímslishaus, eins og svo oft áður. Það var enginn hörgull á mat við slík tækifæri á gamla landinu. Var NÝ — þægileg bók í vasa SJÁLFVIRK — EITT BLAÐ í EINU — pægilegri og betri bók I vasann. Huncirað blöð fyrir fimm cent. Zig-Zag cigarettu-biöð eru búin til úr bezta efni. Neitíð öllum eftirlíkingum. ZIGZAG þar flest á boðstólum, ásamt “ice cream,” og man eg bezt eftir því, og svo litlum ítölskum banana, sem var önnur nýjung fyrir okkur. Áleit eg að eitt dúsín eða svo væri mátu- legt fyrir mig, og hefi eg ekki borð- að banana síðan. Um tíma áttu heima á Seyðis- firði þeir Þorsteinn Erlingsson og Þorsteinn Gíslason. Áttum við enga andans menn á Seyðisfirði? Samt voru Seyðfirðingar eins og annað fólk; sumt auðvitað skrítið, og um dálítinn stórbokkaskap var stundum að ræða, eins og gerist og gengur alstaðar í heiminum. T. d. ef einhver af Wathnes-fjölskyld- unni skrapp alla leið til Mjóafjarð- ar á einhverjum síldarkúkopp, þá j var það sjálfsagt að halda skilnaðar- ball i Bindindishúsinu. Var þetta þó ekki af því að þetta fólk væri ekki alþýðlegt, heldur af einhverri gamalli hefð á þeim árum. Sama var að segja ef einhver úr Neðri búðinni skrapp út fyrir pollinn. En þegar Tryggvi í Stefánsbúð fór alla leið íil Ameríku datt engum í hug að halda ball! Var hann þó eitthvert mesta dansfífl í bænum. En þetta er nú alt um garð gengið. | l En svo höfðúm við, í sjö löng ár hálf-brjálaðan apótekara, Erichsen að nafni. Mun hann hafa komið til íslands álíka fróður um landið og ' fólkið, sögu þess og menningu, og sumir þeir, sem voru að koma til Ameriku hér á árunum voru um Ameríkumenn, sögu þeirra og menn- ingu, og þóttist þessi “Pói” geta sýnt Seyðfirðingum í tvo heimana. ; Verst af öllu var þó áð honum tókst það. Hefi eg aldrei kynst eins al- gerlega ómögulegum manni. Gamla apótekið var líkast amerískum ■ “blind pig”, forstofan dimm og ljót , og lítil, með glugga á skilrúminu, og skaut Pói upp glugganum þegar ibjallan yfir dyrunum hringdi. Spýtti . hann út úr sér “ja, ja,” henti svo ; vörunni í fólkið, hrifsaði pening- 1 ana og ef um býtti var að ræða. j slengdi hann peningunum á glugga- j kistuna o^ smelti glugganum niður, t ókurteis, geðillur og ómögulegur. Fyrsta daginn sem þessi Pói var á Seyðisfirði elti hann krakkana með byssu; snéri sér svo snögglega við og skaut á stein, sem var á stærð við bauskúpu á krakka ; lærðu blessuð börnin all-mikil á því. Karlinn var góð skytta en um leið'þeim mun hættulegri. Hvernig Seyðfirðingar gátu þolað þennan skussa í sjö ár hefir mér alt af verið óskiljanlegt, nema hafi það verið af því að hann var danskur. Get eg seint fyrirgefið Stefáni Th. að hann var eini mað- urinn, sem kvaddi Póa þegar hann hröklaðist aftur heim til sín — til Danmerkur. Var þar mikilli byrði létt af fólkinu, og í staðinn kom á- gætis maður, Mogensen að nafni, og mun hann ennþá vera á íslandi. Stefán Th. Jónsson! Stefán Th.! Það voru menn á gamla landinu á þeim dögum eins og nú, sem höfðu meðfæddan sjálfhreyfara “self- starter,” sem enginn þurfti að vinda upp eins og gamlar Fordvélar, eða ýta undir til framsóknar og fram- kvæmda, og sem enginn þurfti að segja hvað þeir ættu að gera eða hvernig þeir ættu að gera hlutina; menn með áræði og dugnað, fram- sýni og hagsýni, landi og þjóð til góðs eins. Slíkum mönnum var dreift um alt landið. Ekki voru heldur neinir á þeim árum til þess að klappa á kollinn á slíkum mönn- um og vara þá við því ódæði að byrja fyrirtækið þannig upp á eig- in spýtur, eða til þess að lesa yfir þeim einhvern útlendan bænabókar- lestur um þá eymd og volæði sem slikt fyrirtæki hefir fyrir þjóðina; hvernig slíkt gerði almúgann stöð- ugt fátækari og fátækari, eða bvað svoleiðis aðferð væri ókristileg og ósamboðin nýmóðins hugsunarhætti —því allra nýjasta frá Rússlandi! Og ekki Aoru þá heldur neinir til þess að velta öllum mögulegum hnullungum í veg slíkra manna, ef þeir hlustuðu ekki á þetta “humbug” (sem Kínverjar féllu flatir á fyrir 800 árum) ; fáir eða engir sem vildu eiginlega “fleygja fornum sögum í fyrirdæmdra gleymskudjúp” eða sem vildu fleygja fyrir borð því allra helgasta í norrænu eðli — einstakl- ingsfrelsinu. Eða heyrum við ekki eitthvað um það hér að kasta skuli á sorphauginn hinni fornu einstakl- ings'framsýni, dugnaði, áræði, fyr- irhyggju og þrautseigju, sem bygði þetta land, og sem gerði þessa þjóð eina af mestu þjóðum heimsins ? Að hér skuli vera fólk með þann út- lenda vírus í hauskúpunni, að þeir vilji draga okkur alla undir sömu “crazy-quilt-ina,” undir sömu sæng- ina eða í sama dilkinn, án þess að taka til greina að mennirnir eru mis- jafnir, eins og alt annað í veröld- inni—jafnvel grasið, sem er mishátt og misjafnlega kjarnmikið, er kan- Framh. á bls. 5 Verndið uppskeru yðar gegn drepi með þaulreyndum varnarmeðulum a standarK MmaldehydI 100% EFFECTIVE KILLS fcSMUT Eyðið ekki formalde- hyde—fáið málbolla hjá kaupmanninum á 5c. Selt I 1 pd., 5 pd. og 10 GET pd. könnum og eftir THIS vild — hjá öllum um- boðsmönnum. ■ ——N J'HIS JOUPON^ _^ standard chemical co. ltd. winnípeg, MAN. FREE ■ BOOK * Sendið mér ókeypis hina nýju og endur- *D’ skoðuðu bók um útrýmingu dreps I korni. ■ • ■

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.