Lögberg - 21.03.1935, Qupperneq 7
LÖGBEHG, FIMTUDAGINN 21. MABZ, 1935
7
Haraldur Pétursson
Fæddur 27. maí 1845—Dáinn 29. ágúst 1934.
“Nú tiÖkast >au hin breitSu
spjótin,” má meÖ sanni segja
er viÖ horfum yfir liÖiÖ ár og
gætum þess hve oft hefir ver-
icS vegið í fylkingar okkar
vestur - íslenzku landnáms-
manna, og verÖur þá enn ljúf-
ari óskin að hin komandi kvn-
slóÖ fylli nú mannlega skör'ð-
in.
Eg vil lítillega minnast eins
hins fallna íslendings, er eg, á-
samt öðruni, kvaddi á síðasta
hausti. Það var Haraldur
Pétursson, lengi bóndi í
Fjallabygð í N. Dakota-.
Um æsku hans eða uppvaxt-
arár veit eg fátt. Hann var
fæddur að Ánastöðum í
11 jaltastaðaþinghá í Norður-
Múlasýslu 27. maímánaðar,
1845. Foreldrar hans voru Pétur Þorláksson, kominn frá hinni
þektu Thorlacíusar-ætt úr Eyjafirði og Sigríður Árnadóttir ættuð
úr LoÖmundarfirÖi eystra. FæÖingarstaÖitr Haraldar stendur
undir fjallshlíð aÖ austanverÖu dals; Selfljótið rennur þar nær
vesturhlíðinni og stendur hið fræga höfuðból Hjalastaður á lág-
lendinu niður af Ánastöðum. Forn vinskapur var með þessum
fjölskyldum, er bæina bygðu, og báru Ánastaðir höfuðbólssvip
líkan Hjaltastað. Útsýni er fagurt, land gott undir bú og hér-
aðssvipurinn íslenzkur í mesta máta. Eg held Haraldur hafi alla
sína æfi verið mótaður af æsku-umhverfinu og heilbrigðum anda
þeim, er hann drakk í sig frá vöggunni. Faðir hans setti svip sinn
á Ánastaði, þvi hann var atorkumaður, útsjónarsamur og átti
varla sinn jafningja í snyrtilegri umgengni bæði innan húss og utan.
Ilann bygði upp bæinn og húsaði vel, stækkaði túnið og lét hvern
blett jarðarinnar verða að notum. Heimilið og hugsjónir hans
mótuðu börnin. Eg hygg að þið finnið að lífsstarf Haraldar var
fetað í fótspor slíks föður sem Pétur var, enda þótt amerísk grund
hlýddi hönd sonarins en íslenzk grund hönd föðurins. Heima stýrði
Haraldur búi á Áastöðum með myndarskap er hann óx upp; hafði
sem sagt útskrifast úr skóla búhyggni og búsýslu föður síns.
Stýrði búi hans fyrst Málfríður systir hans, en síðar réðist til
hans Steinunn Björnsdóttir, og var hún ráðskona hans einnig hér
vestra i nokkur ár. Áður en Haraldur fór vestur hafði hann tek-
ið til fósturs Svövu Jónsdóttir, í fyrstu bernsku, og fluttist hún
með honum vestur og er nú gift kona, Mrs. Ögmundsson í Blaine,
Wash.
Fkki veit eg hverjar orsakir voru til þess að Haraldur fór af
íslandi, en frá ágætu búi snýr hann vestur til Ameríku árið 1883.
Hann myndi nú ekki, hér i nýju landi, sætta sig við léleg lönd eða
hjáleigubúskap, enda leitar hann fyrir sér þar í Dakota-bygðinni,
unz hann fann landspildu að óskum sínum. Keypti hann land-
námsréttinn af öðrum og vann síðan sjálfur til eignar. Land
þetta var alskóga, en slíkt fanst Haraldi kostur frekar en löstur, þvi
skóglaust var ísland og því snautt og fátæklegt. Hjó hann nú skóg-
inn og plægði sléttuna til akuryrkju, og má segja að frekar væri
búskapur hans akuryrkja en kvikfjárrækt, þótt hvorutveggja færi
saman. Ilús öll bygði hann; myndarlegt íveruhús og útibyggingar
allar þar eftir. Stendur það alt skógi skýlt á vesturbrún ofurlitils
dalverpis, þaðan sem má sjá um sléttuna suðvestur, og því rúmt’
um andann og hugann. Elja Haraldar og ástundun veitti honum
síðar möguleika á að kaupa annað land, svo búið stækkaði og tók
á sig svip höfuðbóls, líkt og Ánastaðir; minna sætti hann sig ekki
við. Svipur akranna, skógarins, sem eftir stendur og bygginga
allra, er mótaður af starfandi huga og hendi Haraldar, og er
sannarlegt minnismerki landnámshetjunnar. Heimili Haraldar
bar æfinlega svip myndarskaps og ráðdeildar. Hann hafði til fóst-
urs tekið Svövu, eins og áður er sagt, en skömmu eftir að hann
festi hér bú, tók hann til fósturs dreng skyldan Svövu og ól hann
upp. Er hann nú kaupmaður i Böttineau, N. Dak., Þorleifur J.
Þorleifsson að nafni. Einnig fóstraði hann Steinunni Hólm,
(Mrs. Stefán Johnson) við Kandahar, Sask. Þetta sýnir glögglega
huga hans til þeirra sem munaðarlausir voru eða fátækt liðu. Konu
sinni Björgu giftist hann 8. april 1899. Var hún þá ekkja eftir
Níels Jónsson Vium, með f jögur börn. Reyndist hún honum sam-
hent í öllu og jókst og blómgaðist heimili hans undir hennar hóg-
væru handleiðslu. Eru fjögur börn þeirra: Óskar William; Mrs.
Thorsteinsson, Duluth, Minn.; Magnea Guðríður og Ragna Björg.
Haraldur skildi vel gildi mentunarinnar og þekkingarinnar;
hafði hann þó eigi sjálfur gengið í skóla, en það var ekki vegna
þéss að mentaþrána vantaði, heldur hins, að tækifærin að mentast
voru fá og fjarlæg. Úr þessu reyndi hann að bæta með sjálfs-
mentun, svo sem tími og kraftar bóndans leyfðu. Honum var
augljóst gildi alls félagsskapar og samstarfs. Lá hann því hvergi
á liði sínu ef uin slíkt var að ræða. Hann var að mörgu leyti til
foringja fallinn vegna einbeittni sinnar og stefnufestu, ásamt þeirri
gáfu er honum var í ríkum mæli gefin, að geta talað ljóst og á-
kveðið um hvaða mál sem á teningi var, án þess að hafa undirbún-
ing eða skrifuð rök, enda var hann, þar til síðustu árin að heyrnin
bilaði, framarlega í öllum íslenzkum félagsmálum síns bygðarlags.
Safnaðarmál og sveitamái hafa æði oft fylgst að í bygðurn okkar
íslendinga og þar átti Haraldur allsterkan þátt. Hann var frum-
kvöðull að safnaðarstofnun og gegndi forseta- og öðrum embættis-
störfum í söfnuðinum; var sunnudagaskólakennari; sat oft á
kirkjuþingum og áður en söfnuður myndaðist, bauð han fólki sam-
an til húslestra á heimili sínu. Hann aðhyltist frjálslyndari skoð-
anir trúmála og kom það af því að hann hataði alt ófrelsi, blinda
vanafestu, eða að láta segja sér til um alt eða eitt. Hann vildi til-
biðja Guð sinn frjáls. Kom þar fram í trú sjálfstæðisþrá manns-
ins er hvern dag- lífs síns, til hinstu stundar, notaði krafta sína til
þess að vera sjálfstæður, og veita öðrum sjálfstæði.
Haraldur var fullkominn meðalmaður að hæð, með dökkleitt
hár og skegg, vel vaxinn, hvatur í spori og snyrtilegur í allri fram.
göngu. Jafnan reis hann snemma úr rekkju og trúði að “morgun-
stund gæfi gull i mund.” Hann var góður verkmaður og sýnt um
alt starf, sparsamur og gætinn i viðskiftum. Orðheldni hafði hann
tamið sér og sýndi sig þar drengskapur sanns íslendings. Heilsu
hélt hann til hins síðasta og sjón góðri, enda gekk hann enn að
verkum við bústörf þótt áttatíu og níu ára væri. Hann andaðist
af afleiðingum meiðslis miðvikudaginn 29. nóvember 1934, að
heimili sinu, og var jarðsettur í grafreit Fjallakirkju 31. nóv. að
viðstöddu fjölmenni ættingja, vina og samferðafólks.
Þeir þakka þér, Haraldur, starf þitt og strið,
sem studdust við arm þinn í liðinni tíð;
því ofst varstu erfiði hlaðinn.
Og þá gleymist eitthvað sem dýrmætt er drótt,
ef dagsverkin þín hyljast gleymskunnar nótt,
þvi minningar marglýsa staðinn.
E. H. Fáfnis.
Blöðin norðan- og austanlands beðin að birta æfiminninguna.
Herra Finnur Jónsson
flytur erindi í Glenboro
Herra Finnur Jónsson frá Win-
nipeg fyrverandi ritstjóri Lögbergs
kom hér til Glenboro á mánudag-
inn 4. marz, átti hann að flytja er-
indi hér á samkomu um kvöldið
samkvæmt beiðni fólks um íslands-
ferð sína, en Glenboro íslendingar
eru ekki veðurspámenn; þeir áttu
von á góðu veðri, en það var ill-
vígur stórhríðarbylur svo hætta
várð við samkomuna. Sama veður
hélzt næsta dag, en með því að hr.
Jónsson var á hraðri ferð og varð
að fara heim á þriðjudagskvöldið,
var í skyndi afráðið að hann flytti
erindið í prestshúsinu seinni partinn
á þriðjudaginn og því fólki, sem
hægt var að ná í smalað saman ; voru
þar um 40 manns samankomnir.
Erindið, sem hann flutti, nefnir
hann “Eitt ár á Islandi.” Hann
dvaldi á fósturjörðinni frá því i
september 1933 til sama tíma 1934-
Hann hefir verið hér í landi um 40
ár og á því tímabili hafði hann
heimsótt landið einu sinni áður—
1911.
Erindi þetta var vel flutt og hið
prýðilegasta í alla staði; hefi eg ekki
heyrt erindi af sama tagi sem tekur
þessu gagnorða, yfirlætislausa og
snjalla erindi fram. Hann segir vel
frá, og virðist hlutdrægnislaus í alla
staði; sagði kost og löst hispurs-
laust eftir því sem hlutirnir koúiu
honum fyrir sjónir; hafði hann
margt gott að segja af landinu og
menningu þjóðarinnar í öllu tilliti;
dvaldi hann lengst í Reykjavik, en
um 4 mánuði á Siglufirði og ferð-
aðist allnokkuð um sveitir landsins.
Tíðarfarið á íslandi var óhag-
stætt síðastliðið sumar eins og
kunnugt er—afskapa rigningatíð ;
kastaði það skugga yfir landið, en
dökkust var saga hans um pólitík-
ina, sem honum þótti grimm og ill-
vig, og versti “þrándur i götu”
menningarþroska þjóðarinnar, og er
það í samræmi við það, sem maður
sér í blöðum og timaritum að heim-
an. Hr. Finnur Jónsson er spakur
maður í skapgerð og prúðmenni í
framkomu. Vel greindur maður og
launfyndinn. Var ofið inn i erind-
ið sniðugu spaugi á listfengan hátt,
svo erindið verður ekki einungis
fróðlegt, heldur einnig frábærilega
skemtilegt.
Finnur Jónsson er góður íslend-
ingur og ann íslandi af heilum hug
Bitur kuldi orsakaði
nýrnasjúkdóm
Winnipeg kona gat ekki sint
heimilisstörfum.
Lyfsali mælti með Dodd’s Kidney
Pills, er veittu bráðan bata.
Winnipeg, Man. 11 marz, (einka-
skeyti).
“Fyrir tveimur árum fékk eg ilt
í nýrun. Eg fékk jafnframt ákafan
bakverk og mátti mig helzt hvergi
hræra,” skrifar Mrs. Taylor, 686
Toronto Street, Winnipeg, Man.
“Eg gat ekki sint hússtörfum í
mánuð og naut ekki svefns um næt-
ur. Einhverju sinni kom eg í lyf ja-
búðina og spurði lyfsalann hvort
hann gæti ekki hjálpað mér. Hann
ráðlagði mér Dodd’s Kidney Pills
og sagðist hafa notað þær sjálfur
við góðum árangri. Svo tók eg
öskju heim með mér og fór strax
að líða betur. Eftir að hafa notað
átta öskjur var eg komin til fullrar
heilsu. Eg get einnig mælt með því
að þeir, sem hafa magaveiki, svo
sem Dyspepsia, reyni Dodd’s Dys-
pepsia töflur—þær eru mikilsverð-
ar.”
og íslenzkri þjóð og menningu. Eg
er honum þakklátur fyrir komuna;
svo voru allir, sem á hann hlýddu;
hann kom til okkar er hann var beð-
inn, fljótt og vel, og með góðum
hug. Góðir gestir eru æfinlega vel-
komnir og þá ekki sízt ef þeir hafa
fréttir að segja frá íslandi. Von-
andi gefst Finni kostur á að flytja
þetta erindi sem víðast.
G. J. Oleson.
GJAFIR TIL BETEL.
Frá Mrs. Þórdísi Jónsson og
börnum, Glenboro, Man., til minn-
ingar um ástrikan eiginmann og
föður, C. B. Jónsson, dáinn í ágúst
síðastl., $10.00.
Iæiðrétting við síðasta gjafalista:
átti að vera Mr. Magnús Markús-
son 85.00 og fimm eintök af ljóð-
mælunum Hljómbrot.
Innilega þakkað,
/. Jóhannesson, féhirði'r.
675 MacDertnot, Wpg.
♦ Borgið LÖGBERG!
Sextánda ársþing. Þjóðræknisfélagsins
P4 flutti skrifari, Bergthor Emil Jahnson,
sína skýrslu, er hér fylgir:
Skýrsla, skrifara.
Herra forseti
og háttvirtu þingmenn:—
Mér skilst að skrifari eiga I skýrslu sinni
að skýra að einhverju leyti frá starfi nefnd-
arinnar á árinu hvað viðvlkur fundarhöld-
um, bréfaskriftum og öðru því, sem líklegt
er að forseti geti ekki um I sínu yfirliti yfir
starf félagsins.
Á árinu hafa 17 nefndarfundir verið
haldnir á eftirfylgjandi stöðum: 1 Jóns
Bjarnasonar skóla 12, 4 skrifstofu Viking
Press 3," og á heimili A. P. Jðhannssonar 2.
Hefir fundarsókn verið góð, sérstaklega þeg-
ar tillit er tekið til þess að oft hefir þurft
að boða fund með stuttum fyrirvara. Eiga
nefndarmenn þakkir skilið fyrir það hve
frjviljuglega þeir hafa látið í té tlma sinn I
þarfir félagsins, en jafnframt vil eg minna
Þhigheim á hverja nauðsyn beri á að kjósa
bá menn I nefndina, sem bæði vilja og geta
gefis tlma sinn til nefndarstarfa og eru
reiðubönir, nema sérstök forföll hamli, að
s®kja nefndarfundi og taka þátt 1 starfinu.
Porseti hefir stýrt öllum fundum og skrif-
ari bðkað alia fundargerninga. Hefir skrif-
ari mestu leyti annast allar bréfaskriftir
nefndarinnar. Hefir hann I sambandi við
starf nefndarinnar og útgáfu ungmenna-
blaðsins "Baldursbrá” skrifað 124 bréf á
árinu. pjóðræknisfélagið hefir staðið fyrir
einni samkomu, einu kveðjusamsæti og einu
heiðurssamswti 4 árinu. Var slðasta söng-
samkoma Sigurðar Skagfields undir stjórn
félagsins f tilefni af burtför hans til Evrópu,-
Kveðjusamsæti var Jónasi Thordarsyni, fyr-
verandi fjármálaritara og Jónasi Jónassyni
haldið I tilefni af burtför þeirra til íslands,
Og síðast samsæti það er félagið stóð fyrir
til að heiðra herra Svein Thorvaldson í til-
efni af þeirri viðurkenningu, er hann var
sæmdur af Bretakonungi.
pýðingarmesta starf nefndarinnar á árinu
hefir verið útgáfa ungmennablaðsins "Bald-
urbrá.” Er þetta eitt af nauðsynjamálum
Vestur-Jslendinga, og ættu þeir að styðja
það mál meö ráði og dáð. petta mál hefir
oft verið rætt á undanförnum þingum, og
nú er það loksins kqmið I framkvæmd.
Undirtektir víðsvegar að, hafa verið svo
góðar, að fyrirtækið hefir fullkomlega rétt-
lætt sig. Eg efast ekki um að mikið meira
sé hægt að gera til þess að útbreiða blaðið,
og ætti eitthvað að vera gert I þá átt á þessu
þingi. Engin skýrsla viðvíkjandi blaðinu
verður gefin á þessu þingi, þar sem starfs-
ár þess endar fyrsta mal. En eg skal geta
þess að borgaðir áskrifendur að blaðinu nú
eru 545, og er útséð um það að Pjóðræknis-
félagið þarf að leggja miklu minna af mörk-
um til stuðnings fyrirtækisins heldur en bú-
ist var við I fyrstu. Hefur forseti minst
ítarlega á þetta mál I sinni skýrslu, sem og
önnur mál, er nefndin hefir haft með hönd-
um árinu.
Eftir þvl sem eg kynnist meira starfi fé-
lagsins, þá finst mér með ári hverju að það
staðfesti æ betur og betur tilverurétt sinn,
og það er ósk mln og trú að viðurkenning
á starfi þess og tilgangi eigi eftir að festa
rætur á hverju íslenzku heimili I Vestur-
heimi.
Bergthor Emil Johnson, ritari.
pá las Árni Eggertson féhirðisskýrslu fé-
lagsins, Guðmann Levy fjármálaritara
skýrslu og Sigurður Melsted skjalavarðar-
skýrslu.
Á. P. Jóhannsson lagði til og Rósmund-
ur Arnason studdi, að fjárhagsskýrslu sé
vísað til 3 manna nefndar til yfirvegunar,
og tilnefni forseti þá nefnd. Samþykt.
Kvaðst forseti skipa I þessa nefnd þeg-
ar væntanleg kjörbréfanefnd hefði lokið
starfi.
]\jörbréfancfnd.
Séra Guðm. Árnason lagði til og Richard
Beck studdi, að forseti skipi þriggja manna
kjörbréfanefnd. Samþykt. 1 nefndina skip-
aði fojseti Richard Beck, Thorstein Gísla-
son og Miss Elínu Hall.
Dagskrárncfnd.
Séra Guðm. Árnason lagði til og Rós-
mundur Árnason studdi, að forseti skipi
þriggja manna dagskrárnefnd. Samþykt.
Skipaði forseti I nefndina séra Guðm. Árna-
son, Á. P. Jóhannsson og Rðsmund Árna-
son.
B. E. Johnson lagði til og Margrét Byron
studdi, að fundi sé frestað til kl. 8.30, til að
gefa kjörbréfanefnd og dagskrárnefnd tæki-
færi að Ijúka starfi. Samþykt.
Fundur hófst að nýju kl. 1.30. Var sið-
asta fundargerð lesin og samþykt.
Kjörbréfanefnd hafði þá lokið starfi og
var álitið lesið af Richard Beck. Gerði
hann tiilögu, studda af Th. Gíslason, að
það sé viðtekið. Samþykt.
Kjörbréfanefnd viil fyrst benda á, að
allir góðir og gildir félagar 1 deildinni
“Frón” hafa full þingréttindi, einnig að
sjálfsögðu góðir og gildir félagar 1 aðal-
félaginu. Auk þess bárust nefndinni full-
trúaumboð frá deildunum “Brúin” 1 Sel-
kirk, Man, “Fjallkonan 1 Wynyard, Sask.,
“Iðunn” I Leslie, Sask., og “ísland” I Brown,
Man. Fulltrúar deildarinnar “Brúin” eru
séra Theodore Sigurdsson, með 17 atkvæði,
Thorsteinn S. Thorsteinsson með 16 at-
kvæði og Kristján Pálsson með 16 atkvæði.
Fulltrúardeildarinnar “Fjallkcman” eru Mrs.
Matthildur Friðriksson með 19 atkvæði og
Mrs. Helga Vestdal með 19 atkvæði. Full-
trúi deiildarinnar “Iðunnar” er Mr. Rós-
mundur Árnason, með 20 atkvæði. Fulltrúi
deildarinnar “íslands” er Mr. Thorsteinn
Glslason, með 14 atkvæði.
Á pjóðræknisþingi I Winnipeg 26. febr. 1935.
Richard Beck Elín Hall
Thorst. J. Oislason.
Voru þá lesnar skýrslur frá' deildum, er
hér fylgja:
Skýrsla deildarinnar “tsland,” Brown.
Brown, Man., 23. febr., 1935.
Til forseta pjóðræknisfélags
íslendinga I Vesturhtimi.
Kæri herra:—
Deildin “ísland” hér að Brown virðist
vera I furðanlegu fjöri ennþá, þrátt fyrir
kreppuna, ef dæma skal af aðsókn á fundi
hennar. Við höfðum hér 7 fundi slðastliðið
ár og fóru þeir fram á íslenzku og voru í
fylsta máta uppbyggilegir. pað er von-
andi að íslenzkan megi sem lengst lifa á
fundum vo,rum í framttðinni, enda einlægur
vilji allra hugsandi manna af Islenzku bergi
brotnir, sem ekki vilja afneita hinum beztu
cíinkennum sannra drengj'a. Á ársfundi
deildarinnar 2. febr. síðastl. hlutu eftirfar-
andi embættismenn kosningu fyrir yfir-
standandi 4r: Forseti, Jón S. Gillis; vara-
forseti, Thórhallur Einarsson; ritari, Jó-
hannes H. Húnfjörð; vara-ritari, Guðrún
Thomasson; fjármálaritari, Jónatan Thom-
asson; féhirðir, Thorsteinn .1. Gíslason.
Með meztu óskum til pjóðræknisfélags-
ins I framtlðinni.
Virðingarfylst,
J. II. Húnfjörð,
ritari deildarinnar.
Skýrsla deildarinnar “Erón,” Winnipeg.
Skýrsla f&hiröis.
Skuldir frá 1933—
Meðlimagjöld til aðalfél. $ 52.80
Bófasafnið—húsaleiga .... 32.00
Frónsmót—húsaleiga .... 18.00
Útgjöld fyrir 1934—
Meðlimagjöld til aðalfél. $ 60.00
Lagt til bókasafnsins:
Bókaskápur ($1.00 borg-
aður með kvittun fyrir
ársgjald) .............. 11.94
Bókaskrár, útlánsspjöld
og skrifföng ........... 14.40
Bókband ................. 6.90
Kostnaður við að sækja
bækur til Baldur......... 3.66
Eldsábyrgð .............. 2.20
Húsaleiga—9 mánuðir.... 27.00
Kaup bókavarðar, 3 mán. 6.00
Bókfærsluspjöld ........ 2.50
Fundur—húsaleiga ....... 8.00
Frónsmót:
Húsaleiga ............. 18.00
Aðgöngumiðar ........... 2.00
Veitingar ............. 16.28
Lán á dúkum og þvottur 6.45
Auglýsingar ............ 8.25
Músík ................. 22.00
Innköllunarlaun ......... 12.40
Frímerki á ávísunum..... 0.75
Útgjöld alls ..........$331.53
Á banka núna .......... 52.28
$383.81
Inntektir—
Eldsábyrgð (refund)....
Meðlimagj. ($1.00 borg-
aður með vinnu) ..... 125.35
Frónsmót ............ 230.80
Inntektir alls ......... 357.15
Á banka byrjun árs .... 26.66
$383.81
Deildin er skuldlaus nema fyrir fundinn
f kvöld.
F. Kristjánsson, féhirðir.
Yfirskoðað og rétt fundið 26. des., 1934.
Á. P. Jóhannsson, endurskoðandi.
G. L. Jóhannsson, endurskoðandi.
Skýrsla fjármálaritara.
Innheimt I meðlimagjöldum og
afhent ...........................$125.35
Meðlimir á bókunum eru—
Skuldlausir ....................... 95
Skulda fyrir 1934.................. 32
Skulda fyrir 1933 og 1934......... 21
Alls ............................148
Tímaritið—15. árgangur—
Fengin frá aðalfélaginu ...........100
Útbýtt ............................ 95
Eftir ............................ 5
I. Stefánsson, fjármálaritari.
Yfirskoðað og rétt fundið 26. des., 1934.
Á. P. Jóhannsson, endurskoðandi.
G. L. Jóhannsson, endurskoðandi.